Tíminn - 22.10.1921, Side 1

Tíminn - 22.10.1921, Side 1
V. ár. Reykjavík, 22. október 1921 43. blað Fróðárhirðin. Hin nýja kvæðabók Einars Benediktssonar, „Vogaru, mun vera veigamesta kvæðabókin sem enn heflr komið frá horíum. Meðal ann- ars er í henni kvæði sem nefnist: Fróðárhirðin. Það er geysilega þrótt- mikið kvæði. Hefir það lengi verið háttur skáldanna að tala til þjóð- anna á líkingamáli, hvetja þær til dáða og opna augu þeirra fyrir misfellum. Er það margra álit að þetta kvæði sé áminning til íslend- inga og gagnrýni á núverandi ástandi íslands. Af því að kvæðið hefir vakið svo mikið umtal, þótti Tímanum rétt að birta úr því megin- kaflana. Para þeir hér á eftir: . . . Þótt eldingum rigndi leit enginn við. Aldrei var haggað rónni. — Og fólkið tók drauganna dám og sið; dauðýflið mjakaðist varla á hlið þótt sviðaþef legði af lónni. En kringum trogin var óþrotleg ös, þar átu þeir, supu og drógu i nös; uns loksins með birtu var lagst í kös og lognast í svefn undir stónni. Að halda í dögun sitt hvíldarkveld var hirðvenja þeirra og gleði. Að verma sitt hræ við annara eld og eigna sér bráð, sem af hinum var felld, var grikkur að raumanna geði. Hið blóðlausa, hljóðlausa hyggjumorð var hofmannadáðin á Fróðárstorð. — Að forðast allt ljós og livert lifandi orð var lögmál þar draugurinn réði. Af hnífi sást aldrei eitt blikandi blað þótt berðust þeir fast um æti. Þeir vógu með tannanna nagandi nað. Náríkið hafði ei aftökustað — því fólkið var jetið á fæti. Svo héldu þar vofurnar helgar og jól. Heimurinn lifði í skínandi sól; — en djöflarnir hrundust uns hani gól um horbein og mötunauts sæti. I blindandi fálmi týndist hvert tak, í tómt greip hver einasti kraptur. Með hnakkana frammi, en hökur á bak, með hausa við gólf, og tær upp í þak var öfugriðinn hver raptur. . . . ... — Fróðárpaura varð felmt og meint — hann fór í gegnum sig sjálfan, ef orðuð var hugsun einlægt og lireint. Hann engdist í keng væri spor stigið beint, sem ormur, er hlykkjar sig hálfan. — Við játun og neitun hann lirökk á Iilið; ef heimtað var svar, brá hann skolti á snið og hvolfdi skjánum að hálfu við, en hnéskelin vattst á kálfann. . . . . . . Með eldinn á tungu og kutann í kverk hann kenndi ei bruna né undar. Vaflð í dauðadoðans serlc var dauðýflið ímynd og sýningarverk af langþoli íslenskrar lundar. Stjörnurnar liðu starandi hjá. Stjórnari þeirra skildi og sá. Hver bölvun og vömm sína ætlun á — en aðeins til skapastundar. — — Svo Ijómaði dagur. Með lúðurhljóm var lostið á hurðir og glugga. Fróðá, hún skalf undir réttarins róm. Ranglæti tímans var stefnt fyrir dóm og lýst burtu lífi hvers skugga. Við langelda Fróðár hvert nafn var níð. . Náhirðin á sína frægðartíð. — Þá ósóminn hröklaðist heim um síð varð Hel sjálfri volgt undir ugga. Hanu lafði á meðan lafandi var — svo lengi sem biti fanst ætur. Glyrnan varð dimm eins og dvínandi skar. Þá drógst úr skoltinum loks eitt svar: „Sessinn hann er ekki sæturu. Og Fróðá hið gamla frægðarból með forsmán og endemi á tignarstól var hrópuð til lífs og signd af sól. — Svefnfólkið reis á fætur. -----o---- Utan úr heimi. Nýlendupólitik stórþjóðanna. Eftir stríðið eru Frakkar og Bret- ar voldugustu þjóðir álfunnar. Bretar drotna á hafinu, og ný- lendueign þeirra óx drjúgum við friðarsamningana. Frakkar hafa mestan og bestan- landher, þaul- æfðan, vel búinn og mikinn fjölda yfirburða hershöfðingja. Má svo segja, að þjóðir þessar hafi skift svo verkum með sér, að Frakkar haldi í hemilinn á þjóðunum á meginlandi Evrópu, en Bretar gæti hafsins, og annara heimsálfa, að því leyti sem Bandaríkin og Japan ekki skifta sér af málunum. Á stríðsárunum hafði myndast sterk samúðartilfinning milli Breta og Frakka, og við friðar- samningana var gert ráð fyrir að vinátta þessara þjóða myndi hald- ast. En þar hefir orðið nokkuð ann- að uppi á teningnum. Að vísu er ekki opinber óvinátta milli vestur- þjóðanna, og margt sem tengir þær saman. En sífelt koma upp ný og ný misklíðarefni, venjulega í fjárhagsmálunum, og á þeim fáu missirum, sem liðin eru síðan frið- ur var saminn, hefir oft legið við sjálft að upp úr slitnaði hinu forna bandalagi. Verður smátt og smátt vikið að þessum deilumálum, því að réttur skilningur á sambúð Breta og Frakka er óhjákvæmileg- ur hverjum þeim, sem vill átta sig á rás viðburðanna í heimspólitik- inni. Konungsríkið Irak. Bretar lögðu mikla stund á að vinna Mesópóta- míu. Höfðu þeir þar mikinn her öll stríðsárin, og gekk misjafnt með styrjaldargæfuna. Að lokum höfðu þeir þó landið á valdi sínu, og var það falið vernd Breta með Versala- samningunum. Landslýður í Mesó- pótamíu er múhameðs-trúar og mest Arabar. Frá friðarfundinum heyrðu þeir mikið um sjálfsákvörð- unarrétt þjóðanna, og þótti líka til sín talað. Vildu þeir gera fullvalda ríki úr landinu. Bretar vildu með engu móti sleppa Mesópótamíu. þeir vita að veita má vatni yfir því nær allan dalinn og gera hann einn hinn frjósamasta blett í heimi. þar í landi eru og miklar steinolíunámur, og trygðu Bretar sér yfirráð á mestum hluta þeirra. Frakkar fengu þó 25%, og er það eitt misklíðarefnið, að Bretinn hafi þar leikið á Clemenceau í samn- ingunum. Arabamir vildu í fyrstu ekki beygja sig, og urðu Bretar að halda mikinn her og dýran í Mesó- pótamíu árið sem leið. Var óá- nægja mikil í enska þinginu út af því máli í fyrra. Sáu enskir auð- valdsmenn, að þeir myndu aldrei geta haldið Mesópótamíu með her- valdi, bæði sökum mótstöðu Araba, og frjálslyndra manna á Englandi. pá var annað ráð tekið. Maður er nefndur Lawrence. Hann er sér- fræðingur í Austurlandamálum frá háskólanum í Cambridge. Breta- stjórn fól honum að reyna að vinna Mesópótamíu með kænsku og ráðsnild. Gáfu þeir Mr. Law- rence ofurstanafnbót, því að her- frægð þótti betur við eiga austur þar heldur en lærdómsmetorð. Ofurstinn átti auðvelt með að kynna sér hug og óskir íbúanna. Hann skildi mál þeirra, sögu, trú- arbrögð og venjur. Hann sá að fólkið yrði aldrei ánægt, nema ef það væri frjálst á pappírnum, þó að Englendingar hefðu í raun og veru öll völdin, og auðinn af versl- un landsins. Hann ákvað að gefa þeim konung. Bretar höfðu að skjólstæðingi austur þar arabisk- an smákonungsson, Feycil að nafni. Átti hann 1919 að verða undirkonungur Frakka í Sýrlandi, erí sveik þá skemmilega og var hrakinn í útlegð. Leggja Frakkar mikla fæð á hann síðan. þennan höfðingja lét Lawrence ofursti kjósa til konungs yfir Irak, því að þannig er Mesópótamía nú kölluð. Var Feycil krýndur með rnikilli viðhöfn í Bagdað. Krýningardag- inn sendi hann Georg Bretakon- ungi þakkarskeyti fyrir alla lið- veislu Englendinga við að ná fullu sjálfstæði til handa Irakbúum. Var skeytið þannig orðað, að skilja mátti svo, að Frökkum væri líka þakkað. þótti þeim framkoma Breta hin versta í þessu máli, en játa samt, að Englendingar eigi engan sinn líka í því að ná og halda völdum yfir nýlendum og illa mentum þjóðum. Hungursneyðin í Rússlandi. Miklir hitar gengu yfir alla Ev- rópu, nema ísland, síðastliðið sumar. Jafnvel í Englandi var svo þurviðrasamt, að skemtigarðar Lundúnaborgar voru 6krælnaðir og graslausir um mitt sumarið. Én hvergi varð hitinn jafn skað- vænn og í Rússlandi. Kemur það fyrir, venjulega ekki sjaldnar en einu sinni á mannsaldri, að þurkar gereyðileggja alla uppskeru í suð- urhéruðum landsins, og það eru bestu kornlöndin. I stað þess, að Rússland er í venjulegum árum komforðabúr Norðurálfu, fer svo í þessum hörmungarárum, að miljónir manna lenda á vonarvöl og þurfa bjargar við frá öðrum landshlutum eða útlöndum. Á miðju sumri var talið fullvíst, að um 30 miljónir manna á þurka- svæðinu hlytu að farast úr hungri í vetur, ef ekki yrði tekið til sér- stakra úrræða. Jafnvel þá var hungrið farið að sverfa að. Stjórn- in gerði það sem í hennar valdi stóð, en þar er ekki hægt um vik. Vesturþjóðimar haf lagt hafn- bann á Rússland síðan stríðinu lauk. Rússar hafa engan vaming getað fengið frá útlöndum öll þessi missiri, jafnvel ekki læknis- lyf eða sáraumbúðir. Rússa vant- ar þessvegna ótal hluti, sem auð- fengnir eru í öðrum löndum. Einna verst kemur þeim að vanta varahluta í jámbrautarvagna og eimreiðar. þessvegna geta þeir ekki fullnotað samgöngutæki sín, jafnvel ekki flutt matvæli milli landshluta, þótt til væru. pegar vitnaðist um hungursneyðina, var leitast fyrir um hjálp frá öllum löndum. Alþjóðabandalgið eða stjórn þess í Genf tók málið að sér og fól Friðþjófi Nansen að fara til Rússlands, rannsaka málið og gera tillögur. Um sama leyti tóku stjórnir Vesturríkjanna, Frakka og Breta, að sinna málinu. Skip- uðu þeir nefnd til undirbúnings. Var hér kominn klofningur milli þeirra, sem hjálpa vildu, og spáði engu góðu. Nansen brá skjótt við, fór til Moskva, kynti sér ástandið og gerði uppkast í samráði við stjórn landsins um skipulag hjálp- arstarfseminnar. Taldi Nansen nauðsynlegt að Rússar fengju stór- lán í Vesturlöndum og Ameríku ti' að kaupa fyrir matvæli. Skyldu þeir gefa tryggingar, og var stjórn Lenins fús til þess. Taldi Nansen lífsnauðsyn, að handtök væm skjót, því að í nóvember tæki ár að leggja í Rússlandi og væri þá næstum ókleyft að koma björg um landið. Nansen hélt síðan til Englands og var tekið þunglega máli hans. Náði hann ekki fundi Lloyd Georges. Flest hin íhalds- samari blöð Vesturþjóðanna töldu Nansen hafa gengið framar en umboðið náði, og að tryggingar væru ekki nógu sterkar, að hjálp- in lenti til þeirra, sem gefið var. Stjórn þjóðabandalagsins tók og heldur fálega í málið. Stórvelda- nefndin sendi Rússastjóm langt skeyti og krafðist þess, ef hjálpar ætti að vænta úr þeirri átt, að tekið yrði móti nefnd frá Vestur- löndum, sem færi um Rússland og gerði tillögur, og réði síðan yfir skiftingu matvælanna. Um sama leyti bauð nefnd þessi flestum þjóðum Evrópu að vera með í hjálparstarfsemi þessari. Rússa- stjórn tók þessari rannsóknar- beiðni fálega. Kvað enga rannsókn þurfa um hungursneyðina. Og formaður hinnar fyrirhuguðu hjálparnefndar, fyrverandi sendi- herra Frakka í Petrograd, væri einn hinn mesti andstæðingur sameignarlýðveldisins, og honum væri að miklu leyti um að kenna herkvíun Vesturlanda og fjand-. skapur við Rússa. Töldu og fleiri fullkomna andstæðinga sína vera í þessari sendinefnd. Væri einsýnt um tilgang slíkra manna. þeir vildu hafa pólitisk áhrif, og nota líknarstarfsemina sem yfirskyn. Kváðust Rússar gjarnan þiggja hjálp góðra manna, svo sem Nan- sens og Hoovers, fyrverandi ríkis- bryta í Bandaríkjunum, en ekki kaupa líkn og brauð fyrir svikráð óvina sinna. Hjálparnefnd Vestur- ríkjanna lét samt málið ekki niður falla, en tæplega er hugsanlegt, að nokkuð verði þar úr framkvæmd- um, eins og nú er komið. Hinsveg- ar hafa Norðmenn, þjóðverjar og fleiri þjóðir sent Rússum nokkra hjálp. En mest munar þó um styrk \ frá góðgerðafélagi í Englandi og Ameríku, er safnað hefir stórfé til að bjarga bömum í Austur- og Mið-Evrópu frá hungri og hungur- dauða. Standa þeir Hoover og Nansen fyrir líknarstarfsemi þess- ari. Mikið gott leiðir af starfi þeirra, en því miður er fullvíst, fé það, er þeir ráða yfir, er eins og dropi í hafinu til að bæta úr allri hungursneyð í Austur- og Mið- Evrópu. -----o---- Úr Borgarfirði. Grasvöxtur varð sæmilegur á túnum í sumar en út- jörð snögg með afbrigðum til fjalla. Nýting ágæt. Garðar víða stórskemdir eftir norðanbálviðri. Kranksamt hefir verið undanfar- ið. Nýlátin er á Fitjum í Skorra- dal Guðrún Guðmundsdóttir, syst- ir Stefáns bónda á Fitjum. Hún var 52 ára gömul. Einkar hógvær til orða og verka. — þökk sé Tím- anum fyrir ádrepuna um húsbygg- ingarlánið til sýslumanns okkar o. fl. Verst er að alþingi er ekki hóti betra en stjómin. þessi botnlausa fjármálavitleysa getur ekki haft góðan enda. Bændur hafa getað borgað skatta sína til þessa, af því sem sparaðist þegar best lét á stríðsárunum, en árferðið undan- farið hefir étið það upp og meira til, og svo kaupgjaldið í fyrra. pað er hófleysa á öllum sviðum. -----o----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.