Tíminn - 22.10.1921, Side 4

Tíminn - 22.10.1921, Side 4
126 T í M I N N Samb. ísl. samYÍnnufél. útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda ágæta Mc. Dougalls baðlyf. Skóverslun Hafnarstræli 15 Selur landsins bestu gúmmí- stígvél, fyrir fulloröna og börn — ásamt allskonar leðurskó- fatnaði, fyrir lægst verð. G-reið og ábyggileg viðskifti. „Landráðin“. L Jón Magnússon lætur Mbl. enn flytja málið á þann hátt, sem mest getur skaðað landið, og þó einkum fylgilið stjórnarinnar. Málgagn hans byrjar með tvennum ósannindum við- komandi grein minni í síðasta blaði Timans. 1. Að grein inín beri með sér, að mér sé illa við að rannsakað sé hvemig Svíar hafi náð í „landráðasöguna". 2. Að eg segi, að Einar og Guðbrand- ur séu sýknir allra saka. Lesendur Tímans geta athugað grein mína. Eg sannaði, að rannsókn málsins þyrfti fram að fara, og tók engan þútt þess undan. En eg sannaði lika, að hver sem sagt hefir Svíum söguna, þá yrði það jafnan aukaatriði hjá sjálfu þvi atriði, hvort um óleyfi- lega samninga hefði verið að ræða við erlent riki. Um sakleysi eða sekt Ein- ars og Guðbrands hefi eg ekkert sagt. Rannsókn þarf fram að fara til að skera úr því. Hitt er annað mál, að um alla sakboma menn er rétt að vonast eftir hinn besta meðan unt er. í þriðja lagi dylgjur blaðs Jóns Magnússonar um að eg muni hafa sett söguna í erlend blöð, af því eg hafi eitt sinn haft afrit af handritunum og verið erlendis í sumar. En því miður fyrir Mbl. og eigendur þess, þá eru allar þessar dylgjur tóm ósannindi. Eg á engan þátt í birtingu sögunnar. þekki enga, sem að þvi standa, og hefi eins og tekið var fram í síðasta blaði, ekki minst á þetta mál við nokkum mann nú í heilt ár, nema söguhetjuna sjálfa, Guðbrand Jónsson. Og Svíar hafa varla legið í leyni til að hlusta á viðræður okkar á Reykjavíkur- götum. Heimskum mönnum kemur margt ó- greindarlegt i hug. Og útgefendur Mbl. eru kunnir fyrir ýmislegt annað en að vera beinlínis djúphygnir. Af öllum þeim hundruðum manna, sem þeltkja „landráðasöguna", voru fáir, að undanteknum þeim, sem beinlínis eða flokkslega kom málið við, sem minni likur vöru til að myndu birta það erlendis, heldur en sá, sem þetta ritar. Eg hafði haft handritið af sög- unni undir höndum í heilt ár. Eg hafði séð þýska bréfið, sem ekki hefir komið fyrir augu nema fárra þing- manna. Á þessum tíma höfðu margir þeir, sem beint eða óbeint gátu haft óþægindi af málinu, gert mér og mín- um samherjum nokkurnveginn alt það til ills, sem þeir gátu. Allan þennan tíma skrifaði eg viltulega meira eða minna i viðlesnasta blað, sem nokk- urntíma hefir verið gefið út hér á landi, og notaði þó aldrei þennan höggstað og þetta tækifæri á andstæð- ingana. Hvort útgefendur kaupmanna- blaðanna hefðu legið árum saman á viðlíka ásökunum í garð minn eða sr. Tryggva þórhallssonar, munu þeir, sem kunnugir eru rithætti áður- nefndra blaða, best geta dæmt um. „Landráðamálið" gat ekki átt nema eina boðleið; til landsstjórnarinnar, alþingis og dómstólanna. Og ef þess- ir aðilar vildu svæfa endanlega rann- sókn af óviðurkvæmilegum ástæðum, þá var eðlilegt að málinu kynni að verða hreyft opinberlega hér á landi. En útgefendur Mbl. ættu að fara varlega í þessu efni. þeir eru opinber- lega og sannanlega sekir um að hafa borið íslensk • deilumál út úr landi undir dóm erlendra manna. Tveir af aðalritstjórum Mbl. (áður en þ. G. tók við) hafa borið ósannindi um bann- málið og vansæmandi fréttir héðan i erlend blöð. En enginn íslenskur sam- vinnumaður hefir sótt mál sin í þann dóm. Eg vil þessvegna mælast til, að aðstandendur Mbl. þvoi gömlu blett- ina af herklæðum sínum, áður en þeir lma til fleiri skáldsögur um að sam- vinnumenn brjóti af sér á þeim vett- vangi, þar sem þeir sjálfir eru einir sekir um rangan málaflutning. II. Ef stolið væri úr peningaskáp Mbl. einhverja nótt, og lögreglan þættist hafa sökudólginn milli handa, þá hafa eigendur fjárins og þjófurinn alger- lega andstæðra hagsmuna að gæta. Eigendur blaðsins myndu vilja skjóta og úrslitagóða rannsókn. Helst fá féð aftur og hræða aðra frá að rjála við peningahylkið framvegis. Hinn seki myndi aftur á móti vilja að alt væri dregið á langinn og drepið á dreif, og að síðustu gleymt. Ef grunur fellur á um óleyfilega samninga milli fulltrúa einhverrar þjóðar og erlendra vald- liafa, þá hlýtur sú þjóð að krefjast rannsóknar. Frelsið er hennar dýr- um efnum. Um hitt fer að sjálfsögðu eins og í fyrra dæminu. Ef einhver eða einhverjir eru svo ógæfusamir að vera sekir um landráð — og sagan þekkir allmörg slík dæmi frá ýmsum þjóðum — þá vilja þeir menn vita- skuld neyta allra bragða með undan- færslu, og að forðast einbeitta rann- sókn. Nú má átta sig á máli því, sem hér liggur fyrir, með hliðsjón af þess- um dæmum. 1. Jón Dúason skýrir íslenskum yfir- völdum, skrifstofustjóra i Khöfn, dómsmálaráðherra og siðar alþingi frá grun sínum, og leggur fram skil- riki, sem gera rannsókn æskilega. T. d. er í þýska bréfinu (hver sem ritað hefir) innan um fréttir, sem líkjast spæjara-samtíningi, skilaboð frá nafngreindu íslensku yfirvaldi til er- lendrar stjómar. Ef til vill er þýska bréfið falsbréf. Eða það er „egta“, en skrökvað orðsendingunni upp á hið nafngreinda yfirvald? Hvorugt sann- ast nema við opinbera rannsókn. Hafi Jóni skjátlast, eða sé saga hans bygð á misskilningi, þá á hann mest á hættu. En að órannsökuðu máli er erfitt að taka skýrslu hans með gögn- um þeim, er henni fylgja, sem mark- leysu, einkum eins og nú er komið, eftir að J. D. hefir sýnt greind og skarpskygni langt fram yfir allan þorra manna í mjög vandasömum mál- um, eins og drepið var á í síðasta blaði. 2. Jón Magnússon liggur á skýrsl- unni. Skýrir ekki þinginu frá henni. Hefir hann skýrt samverkamönnum sínum frá henni, og ef ekki, þá af hvaða ástæðu? Lét hann ráða dulmál- ið, og ef ekki, hvernig gat hann verið viss um, að þar væri enginn hættu- legur fróðleikur? Fyrir þingið leggur hann skýrsluna fyrst, er hann veit að ekki verður hjá komist. Hversvegna neitar hann Jóni Dúasyni um þýska bréfið? Gat nokkur skynsamleg ástæða verið til að neita, nema hræðsla um, að Jón myndi birta bréf- ið? Og ef bréfið var markleysa, þá var sama hvar það fór. 3. þingnefndin sýnist alls ekki hafa gert neitt við málið. Mbl. reynir að sanna, að Jóh. Jóh. liafi ekki borið ábyrgð á E. A., af því hann hafi ekki setið á þingi þau ár. Blaðið viðurkenn- ir þar með, að Sv. B. og Jón Magnús- son séu í bakábyrgðum fyrir stjóman athöfnum E. A. Hinsvegar er röng lcenning blaðsins viðvíkjandi Jóhann- esi. Hann var, þótt utanþings væri um stund, sökum „ferðamenskunnar“, sem Lögrétta vítti að maklegleikum, ein af uppistöðum flokksins. Senni- lega ætlar stjórnin að setja Jóh. Jóh. í að rannsaka málið, og á að undir- búa þá vegtyllu með því að hvítþvo hann af syndum langsum- og heima- stjórnarinnar. 4. Sv. B. og Jóh. Jóh. skiluðu aldrei þinginu neinu áliti um rannsóknina. þeir héldu pukrinu áfram. Hvar skjöl- in hafa legið síðan, er óvíst. Mælt er að Jóh. Jóh. þykist ekki hafa þau. Frétt hefir komið um, að Finsen rit- stjóri hafi símað langa pósta úr skýrslu J. D. til danskra blaða. Er þá liklegast, að Finsen hafi fengið skjöl- in hjá stjórninni. Jón Magnússon vill ekki neita dönsku mömmu um þó vitneskju, sem er of góð fyrir alþingi og alþjóð manna á íslandi. III. Vikjum nú aftur að málsaðilum, hvernig framkoma þeirra er. Jón Dúason hefir margsýnt, að hann er ekki hræddur og þorir aö bera vitni í málinu. Sama má segja um Guð- brand. Fyrirlestur hans i vor og krafa til Jóns Magnússon um rannsókn nú, sýna, að hann vill gjarnan láta úr- fyrrum, hefir ekki sýnt nein ótta- merki. Alt öðru máli er að gegna með bak- ábyrgðina, einkum Jón Magnússon og fylgilið hans. Er sú saga áður sögö. En nú bætist það ofan á, að blað Jóns vill augsýnilega eyða málinu, þvæla um aukaatriði, og sjáanlega hindra rannsókn. Afleiðingin er auðsæ. Allir sem athuga framkomu málsaðila, fara að ímynda sér þann möguleika, að Jón Dúason hafi eitthvað töluvert fyr- ir sér, en að þeir sem í raun og veru eigi þar mest á hættu, hafi enn ekki komið fram á sjónarsviðið. Viðleitni stjórnar og stjórnarblaðs getur ekki verið sú, að bjarga frá rannsókn þeim sem hennar óska — heldur einhverj- um öðrum. Ef málinu er svo haldið áfram til lengdar, verður spuming þjóðarinnar þessi: Hversvegna lætur Jón Magnús- son ekki birta skjölin öll hér á landi, og menn, sem eru lausir við öll sam- herjabönd við Einar Arnórsson og hann, rannsaka málið? Og hver til- raun Morgunblaðsins til að fá almenn- ing til að gleyma aðalmálinu, vekur aðra spurningu: Hvaða menn eru það, sem eiga svo mikið á hættu við rannsókn, að ekki má líta á réttlætiskröfu þeirra, sem heimta að hætt sé öllu laumuspili með „landráðamálið". J. J. ----0---- Fréttir. íslandsdeild Guðspekisfélagsins hélt fyrsta ársfund sinn 1. og 2. okt. síðastl. Á fundinn komu full- trúar frá öllum stúkum á landinu, nema einni. Fundarstjóri var kos- inn Páll Einarsson hæstaréttar- dómari, en fundarstjóri Einar Við- ar. Jakob Kristinsson var endur- kosinn forseti deildarinnar með 95 atkvæðum; aðrir stjórnarmeðlimir voru og endurkosnir. Endurskoð- endur voru kosnir Vilh. Knudsen og Aðalsteinn Kristinsson. A fund- inum ríkti einhugarstefna sú og samlyndi, sem einkennir samkom- ur guðspekinga. Voru þar rædd ýms mál, er deildina varða, kosnir þjónustunefndir, þar á meðal ein, sem á að annast bréfaviðskifti við erlenda guðspekinga. pá var og samþykt, að fá þroskaðan guðspek- ing til þess að heimsækja deild- ina. Jakob Kristinsson flutti fyrir- lestur um ferð sína til London og París í sumar, og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir um allsherjarfund „Stjömunnar í austri“ í París. Ákveðið var að halda næsta árs- fund á Akureyri. E. V. Látinn. Hinn 28. júlí síðastl. and- aðist að heimili sínu, Kjarnholtum í Biskupstungum, Gísli bóndi Guð- mundsson. Hann var sonur hjón- anna Guðmundar Diðrikssonar og Viktoríu Guðmundsdóttur, sem lengi bjuggu í Kjamholtum. Áttu þau mörg böra, en kjör bænda erfið á þeim árum og mun Gísli hafa reynt það hvað skortur var. Hann tók ungur við búsforráðum með móður sinni og síðan fyrir sjálfan sig. Skorti hann hvorki at- orku né ráðdeild og varð bú hans fljótt eitt hið stærsta í sveitinni. Munu margir því bregða við hve greiðvikinn og örlátur hann var við þá sem til hans leituðu og hjálpar þurftu. Hann var mann- blendinn maður og glaðlyndur, naut sín jafnan vel í kunningja- hóp og var vinsæll. Vorið 1896 kvæntist hann Guðrúnu Sveins- dóttur frá Langholti í Hreppum, þrekmikilli dugnaðarkonu. þeim hjónum varð 9 barna auðið og lifa 5 þeirra, öll mannvænleg. Sveitungi. Úr EyjafirSi. Tíðin í vor og sum- ar hin versta. Hefir þó vonum framar ræst úr með heyskap og grassprettu. Hér í framfirðinum mun heyfengur vera í meðallagi, en nýting ekki eins góð, síst á töðum. Smygl. Nýsmíðaður botnvörp- ungur er kominn til landsins og heitir „Baldur“. Verður ekki um hann sagt eins og nafna hans að „fátt muni ljótt á Baldri“. þegar lögreglan rannsakaði skipið, fanst í því mikið áfengi, sem mun hafa átt að smygla í land. Var áfengið gert upptækt. Ný lántaka. Bæjarstjórn Reykja- víkur mun vera í þann veginn að taka 600 þús. kr. lán í Danmörku til rafveitunnar. Heyrst hefir að landsstjómin muni ábyrgjast lán- ið fyrir ríkissjóðs hönd. Landhelgisbrot. Fálkinn stóð enskan botnvörpung að landhelgis- broti á Skjálfanda. Fór með hann til Akureyrar og sektaði. Akureyringar ætla að leika Fjalla-Eyvind í vetur. Mun það í ráði að frú Guðrún Indriðadóttir fari norður til þess að leika Höllu. Fjárprettirnir. Guðmundur þor- láksson á Korpúlfsstöðum og Bjöm Gunnlaugsson hafa báðir gert skýlausa játningu. Eldur kom upp í Mentaskólanum á mánudagsmorguninn var. Tókst þegar að slökkva og urðu engar skemdir. Gjöf. Dr. Helgi Pjeturss hefir nýlega gefið þ j óðmen j asaf ninu gullúr sem Jón Eiríksson konfer- ensráð átti og síðar Helgi Thorder- sen biskup. Hrekkir. Aðfaranótt sunnudags síðastliðins léku piltar nokkrir þann leik að taka tröppur frá hús- um, velta salernum og annað því- líkt. Sem betur fer komust þessi strákapör upp. þjófnaður. Maður að nafni Kristján Gíslason, héðan úr bæn- um, hefir verið tekinn fastur vest- ur á Snæfellsnesi, grunaður um hestaþjófnað. Nýr fulltrúi í Stjórnarráðinu, Sigurður sonur Vigur-klerks, kom í gærmorgun að vestan. Lengi má bæta pinkli á gömlu Skjónu. „Fínu drættirnir“. Morgunblað- ið hlakkar yfir því í gær, að Tím- inn hafi ekki „fínu drættina“. Nei, „fínu drættirnir“ séu hagvanir í Morgunblaðinu og Lögréttu. En Tíminn öfundar Morgunblaðið alls ekki af „fínu dráttunum“. pessir vReykjavík. Pósthólf 122 Sími 228 selur kornvörur, kaffi, sykur o. m. fl. — — alt með lægsta verði. — —• Fljót afgreiösiai Áreiöanleg1 viðskifti. Nýprentað: Sig. Heiðdal: Hrannaslóð, sögur. Svör við Reikningsbók Olafs Daní- elssonar. Fást hjá bóksölum. Bðlav. Rriflbj. MMm. Jörð til sölu. 12 hndr. að fomu mati í jörð- inni Botni í Súgandafirði í Vestur- ísafjarðarsýslu fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum(1922). Listhafendur snúi sér til undirrit- aðs. Botni í Súgandafirði 8. okt. 1921 Guðm. Ág. HaJldórsson. „fínu drættir“, sem nú slá skjald- borg um Morgunblaðið og Lög- réttu, eiga sem sé sína fyrirrenn- ara í sögu íslands. það voru sams- konar „fínir drættir“, sem eitt sinn ofsóttu Skúla fógeta. Háyfir- völdin íslensku lintu aldrei látum að rógbera Skúla og má ljóslega lesa um það í bók Jóns Aðils um Skúla. pað voru samskonar „fínir drættir“, sem ofsóttu Fjölnis- menn. það vora samskonar „fínir drættir“, sem sviku Jón Sigurðs- son og íslenska málstaðinn á þjóð- fundinum. „Fínu drættirnir“ Morgunblaðsins eru andlegir eftir- komendur þessara frægu „fínu drátta“. Morgunblaðið og Lög- rétta eru blöð „fínu dráttanna“ á íslandi. En „fínu drættimir“ hafa það verið sem verst hafa lagt til málstaðar íslands. þessir „fínu drættir“ hafa fengið þyngStan á- fellisdóm í sögu Islands. Tíminn ætlar að spá því, að dómur sög- unnar verði ekki mildastur um at- hafnir þeirra nú og um blöðin þeirra. „Mælist vel fyrir“. Morgunblað- ið segist hafa frétt það, að hvar- vetna „mælist vel fyrir“ samein- ing Morgunblaðsins og Lögréttu. Tíminn hefir fengið um þetta alt aðrar fréttir. Að sumir gamlir Lög- réttumenn hafi orðið mjög von- bitnir er þeir fréttu að Lögrétta og ritstjóri hennar væri komin í þetta mjög nána samband við Morgunblaðið. Að allur almenn- ingur skilji það sérlega vel hvaða afleiðingar það hefir um skoðanir Lögréttu, að hún er orðin upp- prentun úr kaupmanna- og stór- laxablaðinu. Að allur almenningur viti hvaða afleiðingar það hefir fyrir blöð og menn að komast í svo náið samband við hina ríku blaðútgefendur. Að Lögréttu hafi vegna alls þessa borist ótrúlega mikið af uppsögnum. Menn kæri sig ekki um að fá inn á heimilin þessar uppprentuðu skoðanir úr Morgunblaðinu. — Tíminn er ekki í neinum vafa um hvor fréttin er sannari um hvernig þetta „mæltist fyrir“. Smygl. Vín fanst í „Svölunni“ þegar hún kom úr síðustu siglingu. Farþegi með skipinu átti vínið og var sektaður um 300 kr. Látin er hér í bænum frú Ragna Jónsson, kona þorsteins kaup- manns Jónssonar frá Seyðisfirði. ----o----- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. asta eign. Og engin þjóð, sem hefir nokkra sjálfsvirðingu, lætur leika á tveim tungum um það, hvort fulltrú- ar hennar hafi hreinan skjöld í slík- skurð ganga um málið. Einar Arnórs- son sýnist taka rannsókn með jafnað- argeði. Og blað það, sem studdi hann

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.