Tíminn - 05.11.1921, Side 2

Tíminn - 05.11.1921, Side 2
132 T 1 M I N N Sútun. Bergur Einarsson hafði mjög myndarlega sýningu á sút- uðum sauðskinnum (loðskinnum); var vel frá skinnunum gengið og sækja útlendingar mikið eftir að ná sér í slík skinn og er ekki ólík- legt, að allmikið mætti selja af þessum skinnum erlendis, ef gang- skör væri gerð að því. Tóvinna. þar bar mest á sýningu Sigurjóns Péturssonar. Voru þar sýnishorn frá verksmiðju hans Álafossi einkar vel fyrirkomið. Sýning þessi sýndi það ljóslega, hve margbreytilega og fallega tó- vöru er hægt að vinna úr íslenskri ull, og væri betur, að vér hagnýtt- um oss það, en flyttum minna inn frá útlöndum af miður vandaðri tóvöru. Á sýningunni voru sýnis- horn af öllu sem unnið er á Ála- fossi. það voru lopar, band (tvinn- að og þrinnað), treflar, peysur, ullarteppi, kápuefni og allskonar dúkar 20—30 tegundir. Prjónavélar sýndu þeir Stefán B. Jónsson kaupmaður og Harald- ur Ámason, og var unnið með sumum vélunum, svq sæist, hvað vinna mætti með þeim. Prjónavél- ar eru mjög þörf verkfæri, sem ættu að vera til á sem flestum heimilum. Saumavélar. þær sýndi Haraldur Árnason, en þær voru nokkuð mis- munandi að útliti og dýrleika. Saumavélar eru nú svo kunnar, að óþarfi er að fjölyrða um þær. En aðalatriðið er að menn útvegi sér þær vélar, sem best henta eftir á- stæðum, og hjá Haraldi er úr mörgu að velja. Veðurathuganastofan hafði á sýningunni nokkur áhöld til veð- urathugana. pá var þar kort af íslandi, er sýndi meðalhita vetur, sumar, vor og haust. Ennfremur voru línurituð blöð, er sýndu með- alhita dag hvern yfir alt árið frá nokkrum stöðum. Kort þessi og línurit gáfu mjög skýra hugmynd um veðuráttufar hér á landi. Hagskýrslur eða hlutfallsmynd- ir til skýringar þjóðarhag Islend- inga, voru nokkrar á sýningunni. Vegamálastjóri Geir Zoega sýndi kort af íslandi, sem á var teiknað- aður fólksfjöldi í hverju presta- kalli á landinu. þannig að grænn blettur hringmyndaður táknaði fólksfjöldann á hverjum stað. þetta kort gaf glögga hugmynd um þéttbýli og strjálbygði hér á landi. Búnaðarfélag Islands hafði látið gera og sýndi hlutfallsmyndir og línurit af eftirfarandi: Tafla I: Tala stórgripa á ís- landi frá 1703—1919. Tafla II: Tala sauðfjár á íslandi frá 1703— 1919. Tafla III: Flatarmál slétta og lengd girðinga frá 1843—1919. Tafla IV: Jarðabætur búnaðarfé- laga í dagsverkum á ári hverju frá 1893—1919. Tafla V: Heyfang á ári hverju frá 1882—1919. Tafla VI: Uppskera af jarðeplum og róf- um á ári hverju frá 1882—1919. Tafla VII: Mannfjöldi á íslandi frá 1703—1916. Tafla VIII: Verð útfluttra og aðfluttra vara og verð útfluttra landbúnaðarafurða og sjávarafurða frá 1784—1918. Tafla IX: Verð útfluttrar vöru til ýmsra landa frá 1895—1918. Tafla X: Verð aðfluttrar vöru frá ýms- um löndum frá 1895—1918. Tafla XI: Verð aðfluttrar kornvöru og vefnaðrvöru frá 1880—1918. Tafla XII: Árleg neysla á mann af kaffi, sykri og tóbaki frá 1816— 1920. Tafla XIII: Árleg neysla á mann af vínföngum frá 1816— 1920. Töflur þessar gáfu glögga hugmynd um hag vorn á hinum ýmsu sviðum, er töflumar ná yfir, og tæplega er auðveldara að skýra þessi atriði betur á annan hátt. Teikningar af húsum og bygg- ingarefni. Af því var fáskrúðugt á sýningunni. Guðjón Samúelsson húsabyggingameistari sýndi teikn- ingu af sveitabæ. Húsaskipunin var mjög lík og á gömlum bæjum að ytra útliti, og virtist þetta vera hinn ásjálegasti bær. Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari á Akureyri sýndi tvær teikningar af sveitabæjum, stóran og lítinn, ennfremur sýnishorn af hinum svonefndu R-steinum. Hann mælir mjög með, að sveitabæir séu bygðir úr þessum steinum; álítur að húsin verði hlý og ódýr. Nokkrir bæir í Eyjafirði hafa ver- ið bygðir eftir hans fyrirsögn. Margt fleira var á sýningunni, sem vert hefði verið að minnast á, en rúmsins vegna var eigi hægt að gefa nema stutt yfirlit yfir hið helsta. ----o--- Á víð og dreíí. Auglýsingar og innflutningshöft. Mest vandræði landsins stafa nú af því, að of mikið er flutt inn og of lítið út. Kaupfélögin flytja ekkert nema nauðsynj avöru. þau gera sitt ýtrasta til að fá félags- menn til að spara, til að varna skuldum. I einu stærsta félaginu á Norðurlandi fara formaðurinn og íramkvæmdarstjórinn um alt hér- aðið og halda fundi með félags- mönnum og ræða við þá sameigin- legar varnir móti hættu þeirri, sem þjóðin er stödd í. Kaupfélög- in mundu fús að þola innflutnings- bann á öllu sem ekki er nauðsynja- vara, ef sæmileg stjórn væri til að framfylgja þeim lögum. En kaup- menn flytja glingrið og óþarfann inn. það er þeirra „atvinna“. Með auglýsingunum reyna þeir að lokka almenning til að kaupa sem alli-a mest af því dóti, þegar þjóð- inni liggur lífið á að kaupa sem allra minst. Og landsstjórnin er bandamaður þessara auglýsenda. Og tildrið og glingrið er stöðugt flutt inn, svo að kaupmenn hafi nóg að gera. Skuldirnar vaxa út á við. Alt af er sokkið dýpra og dýpra. Samt er ekki um annað að gera fyrir samvinnumenn en að halda sínu striki. Aðferð þeirra er hið eina, sem gefur þjóðinni lífs- von. „Landráðin“ enn. Nú er búið að kreppa svo að stjórnarliðinu í því máli, að blað þess telur sig ekki vera á móti rannsókn! Hinsvegar telur það landráðakærur ekki stórmál. Gott fyrir þá, sem kynnu að vilja svíkja landið seinna meir, ef þjóðin sann- færist um, að slíkum málum sé lít- ill gaumur gefandi. Blöðin í Rvík eru þá víst öll orðin sammála um að taka eigi til greina hina sann- gjörnu kröfu Guðbrandar, að mál- ið verði rannsakað. Nú stendur að- eins á stjórninni, þ. e. Jóni Magn- ússyni. Hvað veldur hræðslu hans við rannsókn og að birta plöggin? Heldur hann að þessir menn séu sekir? Eða grunar hann, að aðrir séu sekir, t. d. einhverjir úr bak- ábyrgðinni? Og hvers vegna skila Jóh. Jóh. og Sv. B. ekki áliti til þingnefndar þeirrar, sem kaus þá, hvorki á þinginu, þegar þeir áttu að rannsaka málið, eða í fyrra? Getur stjórnarblaðið gefið nokkra sennilega skýringu á því, aðra en þá, að Sv. og Jóh. séu Jóni sam- mála um að svæfa og kæfa málið? Og hversvegna vilja stuðnings- menn E. A. ekki unna honum að hreinsa sig og þá, með vitnafram- burði. Bætist við sú frétt, að í dul- málinu sé talað um menn sem séu taldir líklegir til að vilja reka erindi þjóðverja hér á landi. Engir hafa haft aðstöðu til að þýða dulmálið nema Jón, Sv. B. og Jóh. þeir einir geta því gefið skýrslu um þetta, þar til skjalið er birt í heilu lagi, sem vonandi verður í vetur. Aftur á móti er enginn vafi á öðru, en að í áður- nefndu skjali er illkynjaður rógur um D. Thomsen, þá ræðismann þjóðverja hér á landi. Bersýnilega stefnt að því, að honum verði vik- ið úr embætti. Til hvers ? Og hvaða störf átti eftirmaður hans að reka fyrir þjóðverja hér á landi, sem Thomsen var ekki treystandi til? þessar og fleiri spumingar vakna hjá mönnum, er þeir sjá huliðs- hjúp svo mikinn spunninn um málið. þingmaður einn sagði nýlega, að Jón myndi daufheyrast við kröf- unni um rannsókn og birtingu skjalanna, en segja eitthvað laus- lega frá efni plagganna á lokuðum þingfundi. Kunningjar hans og samherjar fyr og síðar myndu þá beita öllum áhrifum til að þingið verði stjórninni samsekt um að eyða málinu. En skyldu allir þing- menn vilja taka á sig ábyrgðina að þegja? Skyldi enginn vera í 42 manna hóp, sem þorir á opnum fundi að heimta atkvæðagreiðslu um það, hvort hræðsla Jóns, Jóh. og Sv. eigi að ná til allra fulltrú- anna? Innheimta samvinnublaðanna. Hingað til hafa mjög margir ein- stakir menn víða um land lagt á sig mikla vinnu fyrir ekki neitt við að innheimta samvinnublöðin. En til hægðarauka kaupendum og blöðunum taka sambandskaupfé- lögin við af þessum mönnum, þar sem þeir ná til, ef framkvæmd verður ósk aðalfundar. þetta skipulag, að félögin innheimti, er víða komið á, en annarsstaðar er það að komast í framkvæmd. Sam- vinnublöðin senda þá hinum ýmsu félögum skrá yfir kaupendur á fé- lagssvæðinu, og setja þeir síðan blaðgjaldið í reikning hlutaðeig- andi manna. En fyrsta árið borg- ar félagið ekki blaðinu út nema lítið af þess fé fyr en alllöngu eft- ir að félagsmenn hafa fengið reikn- inga sína, svo að hægt sé að leið- rétta, ef þeir í það sinn eru búnir að borga öðruvísi, eða ætla að refj- ast um að borga, sem einstaka sinnum getur komið fyri. þar sem maðurinn vill ekki greiða blað- gjaldið, er andvirðið aftur fært tafarlaust í reiknig hans. En nafn þeirra manna er sent afgreiðsl- unni, og er þá hætt að senda þeim blaðið. Eftir fyrsta ár er skorið úr hverjir eru skilvísir kaupendur á hverju félagssvæði. Félagið borgar fyrir þá. Hinir óskilvísu hætta að fá blaðið. ----o---- Fréttir. Ársrit kaupfélags þingeyinga V. ái’gangur, hefir Tímanum borist •nýlega. Er það í sama sniði og áð- ur: margvíslegar skýrslur um starfsemi félagsins á liðnu ári, með stórmerkum athugasemdum, leiðbeiningum og hvatningarorð- um frá hinum óþreytandi sam- vinnufrömuði og vitringi Benedikt Jónssyni frá Auðnum. þetta Árs- rit er samvinnufélagsskap þingey- inga til hins mesta sóma og gagns. Kaupmannarógberarnir koma ekki að tómum kofum hjá samvinnu- mönnum í þingeyjarsýslu. Bene- dikt hefir með skýrslugerð sinni og skýringum lagt alt ljóslega á borðið, ,svo hvert barnið skilur. Á þeirri'miklu rógburðaröld, sem nú gengur yfir landið, væri fleiri samvinnufélögum það harla hall- kvæmt að gefa út rit við og við, eftir þessari fyrirmynd. Námskeið fyrir eftirlits- og fóð- urbirgðafélög stendur yfir í húsi Búnaðarfélags íslands frá 1. nóv. til 15. des. Nemendur eru 20, hvað- anæfa að af landinu. Aðalkennar- ar eru Sigurður Sigurðsson ráðu- nautur, Theódór Ambjarnarson ráðunautur og Magnús Einarsson dýralæknir. Auk þess halda fyrir- lestra: Sigurður Sigurðsson for- seti, Einar Helgason garðyrkju- stjóri, Ragnar Ásgeirsson garð- yrkjumaður, Valtýr Stefánsson áveituverkfræðingur, Trausti Ól- afsson efnafræðingur og Jón bóndi þorbergsson á Bessastöðum. Valtýr Stefánsson áveituverk- fræðingur er nýkominn til bæjar- ins úr fjögra mánaða mælinga- ferðalagi, í Eyjafjarðar, Skaga- fjarðar, Ilúnavatns, Mýra og Ár- nessýslu, en mest í þingeyjarsýsl- um, enda telur hann áhugann fyr- ir áveitum langalmennastan þar. þegar hann fór úr þingeyjar- sýslu, hafði hann fengið boð frá yfir 30 bændum um að líta á áveitumöguleika, en gat ekki sint sökum þess að allur tíminn gekk í að sinna þeim umsóknum, sem áð- ur höfðu komið. Er það því mjög nauðsynlegt fyrir þá menn, sem æskja aðstoðar í þessu efni, að senda umsóknir eigi síðar en síð- ari hluta vetrar, til þess að hægt sé að taka tillit til þeirra þegar ferðaáætlun er samin. Theódór Arnbjarnaison ráðu- nautur er nýkominn heim úr ferða- lagi norðan úr Húnavatnssýslu og Borgarfirði. Hefir verið þar á hrútasýningum og leiðbeint um fjárrækt. Sigurður Sigurðsson fór nýlega austur í Gnúpverjahrepp til leið- beiningar um vatnsveitingar og fleira. „Frás-vélin“ mikla Búnaðarfé- lagsins varð að hætta vinnu í byrjun frostanna, um síðustu mán- aðamót. Hefir sléttað nær 250 dagsláttur, síðan í byrjun ágúst- mánaðar. Vegna veðurs og bilana hefir vélin tafist rúmar þrjár vik- ur af þessum tíma. Hún hefir unn- ið 10 tíma á dag. Til samanburðar má geta þess, að þetta er meir en helmingur af því sem sléttað var alls á árinu 1919. Á Akureyri hafa margir notað tilbúinn áburð á tún sín í sumar. Iiefir árangur orðið svo góður, að notkun hlýtur að margfaldast. Dengingarvél Kristins bónda Kristjánssonar á Leirhöfn á Sléttu var reynd í sumar. Reynd- ist svo, að hvert barn sem gat haldið á ljá gat gengið frá ljánum í vélinni á tveim mínútum. Vélin sem var á sýningunni í sumar var tæplega fullger. Er þetta því í fyrsta sinn sem vélin er reynd til fulls. Búnaðarnámsskeið verða haldin allmörg í vetur að tilhlutun Bún- aðarfélags íslands. Eru þessi þeg- ar ákveðin: 1 Grjótárþinghúsi í Fljótshlíð frá 9.—14. des. og við Tryggvaskála 16.—21. desember. þrír af ráðunautum Búnaðarfé- lagsins fara austur til þess að halda fyrirlestra á námsskeiðun- um. I janúar og febrúar verða námsskeið á fjórum stöðum í Eyjafjarðar, Skagafjarðar pg Húnavatnssýslum. Á Hvanneyrarskólanum eru nú 52 nemendur og var ekki hægt að sinna mörgum umsóknum vegna þess að ekki er rúm fyrir fleiri. Á Hólaskóla eru nemendur um þrjátíu. Trúlofun sína hafa birt: ungfrú Guðlaug Kvaran, kenslukona á Blönduósi og -Sigurður Kristins- son kaupfélagsstjóri á Akureyri. „Seyðarökt í Föröyum“. Bæklingur með því nafni er ný- lega kominn hingað til bóksal- anna. Ilöfundurinn er sjálfstæðis- hetja þeirra Færeyinganna, Jó- annes Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ. Eru það tveir fyrirlestr- ar sem hann hefir haldið þar í Færeyjum. Fyrirlestrarnir eru mjög skemtilegir og ættu bændur að fá sér og lesa, því margt er líkt með skyldum. J. B„ hirðskáld og ritdómari Morgunblaðseigendanna, þykist ekki skilja það, hversvegna hann hefði ekki átt að þora að tala um kvæðið „Fróðárhirðin“. það er of- ureinf alt: Húsbændurnir hafa bannað honum það, því að þeir hafa einhvern grun um, að kvæð- ið lýsir því ástandi sem þeir háu herrar halda við hjá þjóðinni. Og þeir kveinka sér undan reiðilestri Skólasöngbókin Safn þríraddaðra sönglaga fyrir samkynja raddir. Tuö hefti útkomin. — 31 sönglag í huoru. Kostar kr. 1.25 í kápu. Fæst hjá bóksölum. skáldsins. J. B. þykist ekki skilja hver „Fróðárpauri“ sé. það getur vel verið. En hann sannar þá átak- anlega þann orðróm, sem almenn- ur er um gáfnafar hans, því að enginn maður annar á íslandi, sem í blöð ritar, er í vafa um hver Fróðárpauri sé. Nýútkomin skáld- saga kemur með þá líkingu um J. B., að hann sé bjúga. þá líkingu skildi J. B., því að hann réðist á bókina með óbotnandi skömmum. Annars er J. B. frægastur fyrir tvent: Fyrst að hafa ráðist á helstu og bestu skáld íslendinga, og talið kvæði þeirra dægurflugur sem séu einkisverðar og gefa í skyn um leið, að sjálfur yrki J. B. ódauðleg skáldrit. — því næst, að Morgunblaðið birti einu sinni aug- lýsingu eftir hundi, sem gegndi nafninu J. og B., og ætti að skilast á afgreiðslu Morgunblaðsins. það var sem sé alment álitið, að þarna væri verið áð auglýsa eftir J. B., sjálfum ritdómaranum. „Nú hefi eg svarað“, segir J. B. Nú hefir hann fengið svar og verð- ur gleði Tímans því meiri, því meir og oí'tar sem J. B. ritar í Morgun- blaðið. því að þar er sarmarlega „réttur maður á réttum stað“. Árni Sigurðsson guðfræðingur fór austur á land með „Sterling“ síðast. Fer hann fyrirlestraferð fyrir Stórstúkuna. Mun aðallega fara um Múlasýslur. Nefnd hafa íþróttafélögin hér í bænum skipað til þess að undirbúa væntanlega þátttöku íslendinga í Olympíuleikunum 1924. Formaður hennar er Björn Ólafsson verslun- armaður. Bæjai’stjórn hefir það nú til um- ræðu að leggja skatt á skemtanir hér í bænum. Á skatturinn að vera frá 10—20% af aðgöngueyri skemtananna. Málverkasýningu hefir nýr mál- ari opnað hér í bænum, Finnur Jónsson, bróðir Ríkharðs tréskurð- armeistara. Látinn er nýlega þorsteinn bóndi þórðarson á Uppsölum í Norðurár- dal í Mýrasýslu. Mann tók út af Svölunni, um síð- ustu helgi, á leiðinni frá Hafnar- firði til Vestmannaeyja. Hét þór- arinn Iielgason og var héðan úr bænum. „Hennar hátign ekkjudrotning Louise hefir í tilefni af 70 ára fæð- ingardegi sínum 31. f. m. þegið stórkross fálkaorðunnar af hans hátign konunginum“. Morgunbl. í dag. Æra Noregs. Maður er nefndur Carf Thalbitzer. Hann er álitinn í fremstu röð danskra fjármála- manna. Hann er ritstjóri tímarits- ins „Finanstidende“. Hinn 12. f. m. ritar hann um kúgunartilraun Spánverja við Norðmenn, meðal annars á þessa leið: „Sérhver full- valda þjóð hefir rétt til að setja bannlöggjöf. Utanaðkomani árás á það er móðgun, sem er gagnstæð sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna. Aðstaðan er nú sú, að það væri fylsta ástæða til þess að Norður- landaþjóðirnar stæðu sarnan um að verja æru Noregs“. En hvað segir málgagn hinnar íslensku landsstjórnar um æru ís- lands í þessu sambandi? Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.