Tíminn - 26.11.1921, Qupperneq 4
142
T 1 M I N N
i
Heimilisiðnaðarfélagið
hefir ráðið menn til að kenna þeim, er þess kunna að óska, að spinna
á handspunavél. Tekur það aðeins stuttan tíma, 3—4 daga. Þeir sem
vilja sinna þessu, snúi sér til mín eða einhvers úr félagsstjórninni.
Reykjavík 25. nóv. 1921.
Fríða Proppé.
HuaiihergshriBur
Skóverslun Hafnarstræii 15
Selur landsins bestu gúmmí-
stígvél, fyrir fullorðna og börn
— ásamt allskonar leðurskó-
fatnaði, fyrir lægst verð.
Q-reið og ábyggileg viðskifti.
en þar sem rétt á eftir í greininni
stendur, að eg hafi verið gerður for-
stjóri veðurfræðisstofunnar, „lika með
héum launum", verður sennilega flest-
um, sem ekki muna, hver laun for-
stöðumanns löggildingarstofunnar eru,
það á að halda, að þau séu há, en eins
og þér vitið, eru þau það ekki. þau
eru 3200 kr. á ári, og dýrtíðaruppbót
að auki. þegar þessi laun eru borin
saman við laun annara starfsmanna
ríkisins, sem búa i Reykjavík, eru þau
mjög lág, og líklega einhver lægstu
launin, ef tillit er tekið til þess, hve
starfið er umfangsmikið og vanda-
samt og útheimtir mikla þekldngu.
pað var þess vegna ekki alveg að bera
í bakkafullan lækinn, þegar laun mín
jukust við það, að stjórnin gerði mig
að forstjóra veðurfræðisstofunnar,
„líka með háum launum", eins og þér
segið. Eg sóttist reyndar alls ekki eftir
þessu starfi, því að eg vissi, að því
mundi fylgja miklir og margvíslegir
erfiðleikar, meðan veðurfræðisstofan
væri að komast á rekspöl, og eg hafði
góða von um að geta inn unnið mér
á annan auðveldari hátt þær auka-
tekjur, sem mér væri þörf á. Lands-
stjórnin óslcaði, að eg tæki að mér
stjórn veðurfræðisstofunnar, og mun
henni hafa verið bent á það af útlend-
um mönnum, og það alveg án minnar
íhlutunar, að þeir áliti mig hæfastan
innlendra manna til þessa starfa. Eg
varð við þessari ósk landsstjórnarinn-
ar af því, að eg áleit, að eg með því
gerði best skyldu mína. Hins vegar gat
eg ekki gengist mikið fyrir launum
þeim, sem i boði voru, en það voru og
eru hálf laun forstöðumanns löggild-
ingarstofunnar. Eg þóttist sjá fram á
það, að starfið, að minsta kosti fyrstu
árin, yrði svo mikið, að þessi laun
yrðu eigi hæfilegt endurgjald fyrir
það. Eg hefi nú athugað þetta nánar,
og reiknað út, hve hátt kaup um tím-
ann eg hafi haft að jafnaði árið sem
leið fyrir störf mín við veðurfræðina,
og útkoman hefir orðið +œ^lega kr.
2.50 um tímann. — Von er þó menn
sái ofsjónum yfir þessum launum. Eg
hefi einnig reiknað út, hve hátt tíma-
kaup mitt hafi orðið að jafnaði, þegar
öll þau laun með dýrtíðaruppbót, sem
eg bar úr býtum þetta sama ár, sem
forstöðumaður löggildingarstofunnar
og veðurfræðisstofunnar, eru lögð til
grundvallar. Utkoman verður þá tals-
vert hærri, sem sé rúmar 4 kr. um
tímann. Til samanburðar má geta þess,
að kennarar mentaskólans munu með
samskonar útreikningi hafa 9—10 kr.
um tímann. — Mér er ekki kunnugt
um vinnutíma annara embættis-
manna hér í Reykjavík, en eg býst við
því, að þeir muni flestir hafa álíka
tímakaup, ef borið væri saman vinnu-
tími þeirra og árslaun, sumir öllu
lægra, en aðrir hærra. Af þessum sam-
anburði verður ágengni mín við lands-
sjóð eigi svo augljós; en þá er það
annað, sem sýnir hana betur, því að
„í þriðja lagi gerir stjórnin*1 mig „að
kennara við mentaskólann og borgar
sérstaklega fyrir“. Sumir, sem lesið
hafa þessa umræddu grein yðar í
Tímanum, hafa skilið þetta svo, sem
mér hefði verið veitt eitthvert kenn-
araembættið við skólann, eða að eg
hefði að minsta kosti verið gerður að
föstum aukakennara við hann. En eins
og þér vitið vel, herra ritstjóri, er
þetta eintómur misskilningur, þér eruð
með þessum orðum aðeins að amast
við því, að eg kenni 8 stundir í vilcu
við skólann sem stundakennari.
pað eru sérstakar orsakir til þess,
að eg kenni þessar 8 stundir við
mentaskólann. — f fyrra haust vantaði
hina ‘nýju stærðfræðideild skólans
kennara í eðlisfræði. Vegna þess að eg
var nokkuð við það riðinn, að þessi
deild var stofnuð, og mér var áhuga-
mál, að hún gæti haldið áfram, réðst
eg í það, fyrir beiðni rektors, að taka
að mér kensluna í eðlisfræði í þessari
deild þenna eina vetur. Eg vildi vinna
það til að leggja það meira á mig, en
að eiga hitt á hættu, að deildin legðist
niður. Aftur i haust voru sömu vand-
ræðin með kennara í þessari náms-
grein, og þó að eg hefði ætlað mér að
kenna ekki í vetur, varð það þó úr á
síðustu stundu, að eg tók að mér
þessa sömu kenslu með sama tíma-
fjölda, og aí svipuðum ástæðum. En
ekki hefi eg sýnt þá áfergju í því að
ná i þessa tíma, að sögur séu af því
gerandi.
pá kem eg að þvi i greininni, sem á
að sýna ágengni mína við landssjóð á-
takanlegast. þar stendur, að eg hafi
,,orðið að taka marga aðstoðarmenn
til að vinna að aðalembættunum
tveimur", „til að geta komist yfir alt
þetta", þ. e. kensluna við mentaskól-
ann þessar 8 stundir á viku, og ef til
vill eitthvað af öðrum timum, sem eg
á ekki að geta komist yfir, af því að
eg hafi tvö embættin. Mér þykir þér
þarna gera býsna mikið úr starfshæfi-
leikum minum. Eg er alt í einu orðinn
margra maki, og vinn á við svona 4—
18 aðstoöarmenn, alt eftir því, hvern-
ig orðin „alt þetta“ eiga að skiljast.
Ef eg er svona afkastamikill við verk
mín, þá fer að verða litil ástæða til að
telja eftir launin, sem eg fæ, því að
talsvert marga tíma vinn eg á stof-
unni. En auðvitað er þetta ekki skoð-
un yðar, setninguna hafið þér orðað
þannig, til þess að gera mönnum það
sem allra best skiljanlegt, að eg láti
aðra menn vinna þau verk, sem eg
taki laun fyrir sjálfur. En eg verð að
segja yður það, að eg hefi enga lands-
sjóðslaunaða aðstoðarmenn tekið til
að vinna mín verk, þvi að eg vinn þau
sjálfur. pér eigið ef til vill bágt með
að trúa þessu, en yður er þá velkoin-
ið að koma upp á löggildingarstofuna
og kynnast störfunum þar. Og ef þer
treystið betur sögusögn annara en yð-
ar eigin sjón og heyrn, þá látið mig
vita, hvaða verk, sem mér beri sjálf-
um að vinna, eg láti aðstoðarmenn
mína gera. Eg skal reyna að gefa yður
þær skýringar því viðvíkjandi, sem
eg get, svo að hægt verði að dæma um,
við hver sannindi þær sögur styðjast.
En segið mér: Hvi hreyfið þér þessu
máli fyrst nú? pað er þó langt síðan
þér vissuð alt það, sem satt er sagt í
grein yðar. pér eruð orðinn meir en
ár á eftir tímanum með það. Verið
getur, ef þér hefðuð birt þetta í fyrra,
að eg hefði i sumar reynt að breyta
svo' högum mínum, að ástæðulaust
hefði verið fyrir yður að brigsla mér
nú um ágengni við landssjóð, og eg
hefði eigi farið eftir óskum lands-
stjórnarinnar, að eg héldi áfram að
vera forstöðumaður löggildingarstof-
unnar og veðurathugananna. Mér var
það þá ekki fastara í hendi en svo, að
halda þessum störfum áfram.
Virðingarfylst „
Reykjavík 19. nóv. 1921.
JJ. porkelsson.
Aths.
pað er fyrir kurteysissakir, ein-
göngu, við hinn heiðraða greinarhöf.,
sem ofanrituð grein er birt. En frá
sjónarmiði höf. er hún algerlega til-
gangslaus. pað sem sagt var í hinni
umræddu grein i Tímanum um laun
og störf höf. hjá ríkissjóði, stendur alt
óhrakið og er nú opinberlega játað af
höf. Hann hefir „full laun“ hjá ríkinu
fyrir forstöðu löggildingarstofunnar.
Iiin rétta ályktun sem af því á að
draga er sú, að í það starf þurfi alla
starfskrafta forstöðumannsins. En svo
er ekki. Höf. fær 3200 kr. laun fyrir
veðurathuganir og dýrtíðaruppbót.
pað munu vera í ár um 7000 kr. Ofan
á bætist kenslan í skólanum. petta
var vítt í greininni. Fyrir „full laun“
á ríkið að fá alla vinnu mannsins.
Hér er tví og jafnvel þríborgað.
Ritstj.
-----o-----
Leikfélag Reykjavíkur mun ekki
ætla að* leika í vetur. Veldur ánn-
arsvegar pað að sumir aðalleikend-
urnir geta ekki leikið og hinsvegar
erfiðleikar um húsnæði.
Davíð Stefánsson skáld frá
Fagraskógi kom utan með Gull-
fossi síðast.
Bréf
til Þorsteins Gislasonar ritstjóra.
pér hafið brugðist fremur fávíslega
við þeirri uppástungu minni að Tím-
inn yrði að beita bardagaaðferð Mbl.
við og við gagnvart eigendum þess, til
að sýna þeim á áþreifanlegan hátt,
hvaða áhrif þeir væru að hafa á
blaðamensku í landinu. peir höfðu lát-
ið byrja greinaröð, sem eftir yfirlýs-
ingu blaðsins og fyrstu greininni um
Tryggva pórhallsson ritstjóra áttu að
verða tóm persónulegheit, lýsingar á
vaxtarlagi, göngulagi, fatnaði, at-
vinnu, erfðum o. s. frv. Næst átti að
koma svipuð grein um einn af þing-
mönnum Framsóknarflokksins. Til-
gangurinn hefir þá vafalaust verið sá,
að ráðast þannig persónulega á flesta
eða alla leiðandi menn samvinnufé-
laganna og Framsóknarflokksins.
pér sjáið, að svar mitt var fullkom-
lega sanngjarnt. Fyrir hverja slíka
grein í Mbl. um samvinnumenn átti
að koma önnur i Tímanum, bygð á
sama grundvelli, um eigendur Mbl. og
Lögréttu. peir hafa byrjað. pegar þeir
hætta, leggur Tíminn vopn þeirra á
hilluna.
Eigendur Mbl. liafa sennilega skip-
að að hætta við persónulýsingarnar al-
ment. Að minsta kosti hefir ekki orð-
ið framhald á þeim síðan. í stað þess
hafa þeir ef til vill leyft yður, eða
óslcað eftir, að þér settuð í blaðið eitt-
hvað af illyrðum til mín. Frá hálfu
Mbl. er þess vegna búið að vinna fyrir
tveim persónulýsingum af eigendum
þess. Mun sú.skuld goldin við hentug-
leika, þegar ástæða þykir til.
pér virðist ekki hafa mikla virðingu
fyrir lesendum blaða yðar. Annars
munduð þér ekki hafa skrifað grein-
ina til mín og Tímans, eins og þegar
ómentaðir og greindarlitlir menn tala
um fólk, sem þeim er illa við. Grein
yðar er tóm stóryrði og illyrði, en eng-
ar sannanir. Tómir dómar án rök-
semda. Til að aldraður maður geti
skrifað þannig, hlýtur hann að hafa
verið annaðhvort yfir sig reiður eða
ölvaður. Og hvorttveggja er óheppilegt
fyrir mann, sem er ritstjóri að þrem
blöðum.
pér talið um greinar skitnar og ní8i
ataðar, það ljótasta í íslenskri blaSa-
mensku, um sorplúkur og saursiettur
í blaðamensku, um að standa andlega
og siðferðislega á lágu þroskastigi,
vera nærgöngulastur og persónuleg-
astur einkalífi og mannorði, ærumeið-
andi sorpgrcinar níðritara, að ausa
menn níði. Loks talið þér um sorp-
klaufir á pennum. pað eru víst skrítn-
ir pennar. Kanske þetta sé vöruaug-
lýsing frá einliverjum kaupmannin-
um, sem á Mbl.?
Greindur maður hér í bænum hefir
sagt um grein yðar, að hún væri eins
og perluband, þar sem perlurnar væru
til skiftis þrennskonar: vitleysur,
ósannindi og smekkleysur. Að því
leyti sem greininni er beint til mín,
væri auðvelt að láta dæma yður í há-
ar sektir fyrir meiðyrði. En mig langar
ekkert að hafa af yður fé. Eg ætla að
gera þetta mál, sem þér setjið á stað
með ofsa og illmælum, að óhlutdrægri
rannsókn á blaðamensku okkar
beggja, ekki frammi fyrir dómstóli Jó-
hannesar, scm þér hafið eitt sinn kall-
að farðamann, heldur frammi fyrir
dómstóli allra manna í landinu.
Eg býð yður þá kosti, að við söfn-
um hvor fyrir sig sýnishornum af rit-
hætti hins, nákvæmum uppprentun-
um úr blaðagreinum með tilvitnun í
blað, útkomudag og ár. Sýnishornin
af hreystyrðum sem þér talið um,
ættu að vera nægilega umfangsmikil,
ef tekin væri undir tómar tilvitnanir
hvors um sig hálf síða i Tímanum, og
blutfallslega jafnmikið lesmál i Mbl.
Önnur hálf síða færi til skýringa og
athugasemda í báðum blöðunum. Að
samantöldu fengjuð þér þá heila síðu
í Tímanum, þar sem helmingurinn
væri tilvitnanir í eldri ritgerðir yðar
um Skafta Jósefsson, Valdimar Ás-
mundsson, Skúla Thoroddsen, Björn
Jónsson, Svein Björnsson, Lárus H.
Bjarnason o. fl. o. fl. pér munið, að
eitt sinn lágu á hálsi yðar eitthvað
um 60 meiðyrðamál, svo að maður
þarf ekki að ganga mjög nærri þvl
sem eftir yður liggur, til að fylla þetta
ákveðna lesmál. Til að geta gengið
verklega að þessum samanburði
mundi eg lána yður tilvitnanasyrpuna,
svo að þér gætuð gert athugasemdir,
áður en prentað er, og síðan að sjálf-
sögðu gera ráð fyrir sömu greiðasemi
frá yður.
Eins og þér sjáið, er þetta mikill
greiði við yður. Sannanirnar viðvíkj-
andi ritháttarlýtum mínum vantaði
alveg i grein yðar. Nú gefst yður tæki-
færi til að bæta úr þessu. .
Hinsvegar mun það gera yður gætn-
ari i að kveða upp sleggjudóma um
rithátt annara, að sjá hvemig þér sjálf-
ur hafið skrifað fyr og síðar, síðan þér
gerðust blaðamaður.
Grein yðar í Mbl. 20. nóv. skýrir
nokkuð skoðun yðar um blaðamensku.
pér segið, að blaðamönnum geti orð-
ið á að skrifa ógætilega, eða það, sem
betur hefði verið ósagt. Eftir sam-
bandinu er auðséð, að þér eigið við að
góðum blaðamönnum geti orðið á að
mannskemma náungann í reiði. En þá
sé um að gera að iðrast.
Að öllum líkindum er þetta mynd
úr yðar eigin lífi. Geðsmunimir
hlaupa með slíka menn í gönur, og
þannig hefir farið fyrir yður í þessari
umræddu grein. Af því að þér eruð
reiður, er skynsemin lömuð um stund-
arsakir. petta er skýringin á því, að
þér hafið talað um Svein Björnsson
þannig, að hylja ætti vissan part
af líkama hans með skrýtnum banka-
seðlum m. m., og síðan eflt hann til
þingsetu litlu síðar.
Athugasemd yðar er rétt um slíka
menn. peir sem hlaupa á sig og segja
ósatt um menn og mál i reiði, geta
ekki betur gert en iðrast, og hugsa
með djúpri hrygð um andlegan van-
mátt sinn.
pað er líka rétt að þessi auðmýkt
nær ekki til mín. Eg skrifa aldrei
nema í alvöru og af fullri sannfær-
ingu. Eg segi það sem eg veit sann-
ast og réttast um menn og mál. Mun-
urinn er þessvegna afar einfaldur.
peir sem segja ósatt vísvitandi eða af
geðbrigðum, eiga og verða að iðrast.
peir sem segja satt, þó að sá sann-
leikur sé beiskur fyrir einliverja, geta
jafnan með ánægju horft til baka.
Eg vil skýra þennan mun á aðferð-
um með litlu dæmi. Fyrir nokkrum ár-
um tók hópur féglæframanna af lak-
asta tæi, sem liafði aðalheimili i Rvik,
að lierja á nærsveitirnar til að féfletta
fóllt sem óvant var prettum. peir fóru
um sveitir austanfjalls einkum, flæktu
bændur til að skrifa upp á stóra
víxla og ábyrgðir. Fyltu menn stund-
um til að geta betur flegið belg af
þeim. Yarð af þessu mesti ófögnuður.
Margir bjargálnamenn mistu aleigu
sína. Alt logaði í málaferlum og vand-
ræðum út af þessu braski. Við vorum
báðir blaðamenn þegar þetta gerðist.
pér höfðuð stórt en eg lítið blað. Eg
vissi, að braskararnir voru að drýgja
glæp móti varnarlausu fólki. Eg skrif-
aði um atferli þeirra, vakti menn til
umhugsunar um framferði þeirra. pá
fóru menn að gá sín betur. Glæfra-
mennirnir drógu sig heim í hreiðrin í
Reykjavík, til vina sinna og skjól-
stæðinga þar. pér höfðuð stórt blað,
en það var ekki notað til að vara fólk-
ið við svikurunum. pað þagði eins og
steinn um málið. Hversvegna? Viljið
þéi' iðrast þeirrar þagnar?
pér finnið til með fyrirrennara yð-
ar, E. A. „pað sem þér gerið einum
af mínum minstu bræðrum, það hafið
Reykjavik.
Pósthólf 122 Sími 228
selur kornvörur, kaffi, sykur o. m. fl.
— — alt með lægsta verði. — —
Fljót afg^reiöslaS
Áreiðanleg vidskifti.
jörð til sölu.
18l/2 hnd. (af 24 hnd.) að fornu
mati í jörðinni Múla í Nauteyrar-
hreppi fæst til kaups og ábúðar í
næstu fardögum. Tún ágætt. Bygg-
ingar miklar og í gó.ðu standi.
Semja ber við undirritaðan,
sem gefur allar náuari upplýsingar.
Múla 2. nóv. 1921.
Magnús ltristjáusson.
þér mér gert“, á ef til vill þar við. E.
A. er nú orðinn yðar „litli bróðir" við
Mbl. Grein min um hann var stuttur
kafli úr íslandssögu. Ekki eitt stóryrði
eða klúryrði, eins og þér beitið, heldur
sönn og réttlát lýsing á þeim atburð-
um, þar sem maðurinn hafði komið
fram opinberlega. Einar var maður til
að svara fyrir.sig, ef máli hefir verið
hallað. En hann hafði lagt spilin
svona á borðið, og ráðningin var eftir
því. Sá eini, sem grærri verulega á
þeirri ritdeilu, var ritstjóri Lögréttu.
Hann komst í hið auða sæti fyrver-
andi ráðlierrans, að vera aðalritstjóri
Mbl. pér ættuð þessvegna að vera
þakklátur öllum þeim, sem heint eða
óbeint hafa stuðlað að síðustu upphefð
yðar.
Málið liggur nú ljóst fyrir. Hér eftir
dettur væntanlega engum,' sem Mbl.
og Lögrétta ásækja með persónuleg-
heitum, óviðkomandi málum, anuað i
hug en að láta eigendurna svara til
saka. pér vitið manna best, að þeir
kosta úthaldið og ráða stefnunni. Ef
peim .verður klaksárt undan þetm að-
ferðum, sem þeir sjálfir finna upp, oða
láta lið sitt beita, þá eiga þeir um það
við sjálfa sig.
Samanburðui' á rithætti okkar er
einnig fram kominn fyrir yðar tilstilli.
Eg hefi aldrei talað aukatekið orð til
yðar. Samt knýið þér fram þennan
samanburð. pegar þér sendið mér
skeyti næst í Mbl., vænti eg að þér
segið afdi'áttarlaust, hvort eg á um
nýársleytið að senda yður hinn um-
rædda útdrátt úr ritum yðar, og hvort
þér takið að öðru leyti tilboði mínu
um að gangast undir umrædda kapp-
laun í sannorðri og rökstuddri blaða-
mensku. J. J.
-----o-----
Slys það vildi til daginn sem
handtökurnar fóru fram, að bif-
reið sem beygði fyrir götuhorn
rann á hálkunni og lenti upp á
gangstéttinni. Var þar fólk fyrir.
Urðu tveir drengir fyrir bifreið-
inni. Var annar sonur Péturs
Hjaltesteds stjórnarráðsritara og
meiddisc hann lítið. Hinn var son-
ur Guðjóns heitins Sigurðssonar
úrsmiðs og meiddist mikið.
Embætti. Síra J. N. Jóhaimes-
sen á Staðastað hefir fengið veit-
ingu fyrir Staðarprestakalli í
Steingrímsfirði.
Stefán frá Hvítadal er staddur í
bænum og er að koma út nýrri
ljóðabók. Á hún að heita: Óður ein-
yrkjans.
Sigurður Nordal prófessor kom
frá útlöndum með Gullfossi um
síðustu helgi.
Orðabókin íslensk-enska, eftir
Geir T. Zoega, hefir verið ófáan-
leg í nokkur ár og verið mjög
bagalegt. Er nú byrjað að endur-
prenta hana.
-----o——
Ritstjóri:
Tryggvi JJórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.