Tíminn - 17.12.1921, Side 2

Tíminn - 17.12.1921, Side 2
150 T 1 M I N N Steinolía. kemur með e.s. Villemoes í næstu viku: Hvítasunna (White,may) besta Ijósaolían. Kongaljós (Eoyal Standard) besta mótorolían. IPllP’ Biðjíð æííð um þessar tegundir. Landsverslunin. undum á sumum þeirra. T. d. vitn- aðist um einn mann, sem skuldaði alt að því eina miljón króna, og að meiri hluti þess hlyti að falla. Nú mun hann bjóðast til að borga 15 aura af hverri krónu. Áreiðanlega fæst ekki meira. 5. Hluthafarnir, J. M. og fylgd- arlið hans í þinginu, sá nú, að bankinn hlyti að stórtapa. Ef til vill meira en varasjóði. Máske öllu hlutafénu. Jafnframt sáu þeir að bankinn hafði tapað öllu trausti erlendis. Nú skiftu þeir skoðun. Nú vildu þeir selja landinu hluti — til að láta skaðann við spekú- lantslánin bitna á landssjóði, það sem fram yfir yrði varasjóð. 6. En Tíminn vildi láta skaðann af gömlu vitleysunni bitna á gömlu hluthöfunum, en ekki á landssjóði. þeir stjórnuðu bankan- um og eiga að bera ábyi'gð gerða sinna. Jón Magnússon vildi láta virða hlutabréfin, en ekki kaupa forgangshlutabréf. En þegar sú nefnd var kosin, sat meiri hluti þings hjá. Minni hlutinn kaus B. Kr. og þorstein hagstofustjóra til að ,,meta“. Við þá nefndarkosn- ingu sást hvað hluthafarnir áttu af tryggum vinum. 7. Aðstöðumunur Tímans og landsstjórnarinnar er þessi: a. Tíminn vill að þjóðin ráði yfir Islandsbanka, en ekki innlend- ur og útlendur braskaralýður. En Tíminn vill láta þær miljón- ir, sem tapaðar eru á gömlum lánum, lenda á hluthöfunum, en ekki á landssjóði. b. Landsstjórnin þorir ekki annað en vera með því að land- ið ráði yfir bankanum. Hún veit að hluthafarnir vilja selja, vilja koma tapinu á landið, og takist núverandi stjóni að sitja fram yfir þetta þing, er enginn vafi á að tapið lendir á landinu. Hluthafarnir sigra. bjarga andvirði hlutabréfanna. J. J. ----o---- Krossaregn. Forsætisráðherran- um þótti það viðeigandi að nota fullveldisdaginn til þess að „út- deila“ íslenskum ki’ossum til 28 manna, langflestra innlendra. Verða þeir hér ekki taldir allir, en þessir eru efst í minni: Pétur Jónsson atvinnumálaráðherra, Thor Jensen útgerðarmaður, Hjalti Jónsson skipstjóri, þor- steinn Gíslason ritstjóri, frú þór- unn Jónassen, Magnús Sigurðsson á Grund, Thor E. Thulinius stór- kaupmaður og Halldór þorsteins- son skipstjóri. — Getur Morgun- blaðið þess sérstaklega að Björn Kristjánsson hafi beiðst undan að taka við heiðursmerki. "gjorgtn etltfa •fttc JbaCC faitu Eyrðarlaus hafði Davíð Rossí horft í lcring um sig alla leiðina. Ilann varð þess var að þúsundir augna hvildu á liann. Hann harðist við að vera róleg- ur. En hann liriðskalf allur, því að það bjó í honum óumræðilegur beig- ur. Við og við baðst liann fyrir þögull; hað Guð um að koma í veg fyrir ógæfu og blóðbað. Ilann bað um lcraft sér til lianda, því að honum fanst hann vera dáðlaus syndari. Hann var náfölur. Vegna eldsins sem brann inni fyrir var liann óendanlega viðkvæmur fyr- ir öilum áhrifum. það var eins og hann gengi í svefni. Förunautar hans ávörpuðu liann við og við: „þetta er dásamlegt", sagði oinhver og annar talaði um sögulegan viðburð. Davíð Rossí heyrði það ekki. Sá eini sem ekki varð var hrifningar- innar, var maðurinn sem sjálfur hafði komið þessu af stað. En þó að óttinn ylli honum sársauka, varð hann þó knúinn áfram af eldinum scm brann iniii fyrir. „Ef Davíð Rossí talar í dag“, sagði einn af vinum lians, „þá er það ekki Rómaborg ein sem hlustar á hann“. VI. Hálfri klukkustundu fyrir sólarlag' hjóst Róma til að fara út. Hún fór í dölckleita yfirhöfn, scttti viðhafnarlít- inn liatt á höfuð sér, dró þykka slæðu fyrir andlitið og fór af stað áleiðis til Colosseum. Iiermenn voru þar á hverju strái og fjöldi fóiks var þegar kominn. Flestir voru illa klæddir, fá- tæklegir og óþægileg lyktin sem af mannfjöldanum lagði. ,,það eru vinir hans“, liugsaði Róma, og barðist við óbeitina. þrjár sœtaraðir voru alt í kring um múrinn. Ilcrmennirnir voru í neðstu röðinni. Við og við heyrðust kýmiorð um her- mennina. En annars livíldi mikil'al- vara yfir fólkinu; kýmnin var aðeins á yfirborðinu, undir niðri bjó alvöru- þungi og mikil eftirvænting. það varð kalt, þegar myrkrið skall á. þá var kveikt á biysum um allan hringinn. Menn biðu þolinmóðir og rólegir óg fóru að stytta sér biðina með söng. Fyrst voru sungnir verkalýðs- söngvar. En alt i einu lióf einn að syngja „Te deum“. Og þegar í stað tók allur múgurinn undir. Tónar sálmsins stigu upp til himins eins og brimhljóð, þá cr þung alda dynur á sandrifi. Rétt á eftir heyrðist þungur niður utan að: það var skrúðgangan sem var að koma. Manngrúinn valt inn i hið ógurlega stóra rúm leikhúss- ins, eins og liafalda, og nú skiftu blys- in hundruðum. A hálfum tima fyltist liið gamla hringlcikhús. Hvar sem auga leit, var manngrúinn fyrir. Langir og bláleitir reykjarmekkirnir liðu um andlitin. Við og við sló feiknstafa bjarma á brúna steinmúrana. Róma var hrifin með af fólks- straumn. þá íanst henni alt í einu, eins og einhver væri að baki henni, þrýsti múgnum frá og gæfi henni gott rúm. Andartaki siðar heyrði hún rödd sem yfirgnæfði hávaðann — síðan þugnaði röddin og við tók hvelt lófa- tak og loks fullkomin þögn. í þögn- inni heyrðist önnur rödd, skær, málm- hrein, dvnjandi rödd, er sagði: „Róm- verjar! — Bræður!" Og þá dundu við ópin frá tíþúsundunum sem þektu röddina. í flýti voru tiu blys á lofti, og lék nú ljósið vel um ræðumann og allir gátu séð hann. það var Rossí. Hann stóð berhöfðaður, á steini. And- lit hans var enn fölara en venjulega. Brúnó stóð við lilið lians og bar fána hátt yfir höfði þeirra. Tveir menn aðr- ir sFðu við hlið hans, og fálu hann að nokkru. Róma var réit hjá. ekki nema tvö eða þrjú skrei frá Rossi. ----o----- Fréttír. ilailgrímur Kristinsson kom úr utanför um síðustu helgi. Fjármálaráðherrann er ekki í tölu hinna krossuðu. Verður hon- um það hvarvetna lagt út til hróss. Mannalát. 5. september síðastl. lést að Helgavatni í þverárhlíð ungur maður,Sigurður Guðmunds- son, sonur hjónanna þar, Guð- mundar Sigurðssonar og Önnu Ás- mundsdóttur. þeir langfeðgar hafa búið þar á Iielgavatni mann fram af manni, og er sú ætt fjöl- menn um Borgarfjörð og víðar. Guðmundur bóndi er búhöldur hinn mesti, smiður og manna hag- virkastur á alla hluti. Hann hefir prýtt jörð sína á marga lund, gert þar steinsteypuhús og önnur mannvirki, og unnið það alt eigin höndum. Sigurður heitinn var elstur barna hans. Hann var rúm- lega 28 ára er hann lést, fæddur 25. júní 1898. Hann var atgerfis- maður, eins og hann átti kyn til, og þótti einhver mannvænlegasti maður í sinni sveit um flesta hluti. Hann virtist hverjum manni vel fyrir sakir stillingar sinnar og skapfestu, því að hann var yfirlæt- islaus í öllu og þó alvörumaður og þéttur fyrir, en svo hóglyndur og skapstiltur, að fáir vissu hvort honum líkaði betur eða ver. Lang- vinnum veikindum og yfirvofandi dauða tók hann með sömu geðró og hverju öðru, er honum bar að höndum. Naut hann og þar ágætr- ar móður, sem aldrei veik frá banabeði sonar síns. Sigurður á Helgavatni var það mannsefni, að bændastéttinni er að honum mikill skaði. Hann hefði orðið henni drjúgur liðsmaður og góður, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. *** Óknyttir. þeir eru að verða all- tíðir hér í bænum að menn kalla á brunaliðið að ástæðulausu með því að brjóta brunaboðana. þyrfti að taka hart á ef upp kæmist. Ólafur Friðriksson ritstjóri tók aftur við ritstjórn Alþýðublaðsins um síðustu helgi. Er daglega hin harðasta ritdeila háð milli Alþýðu- blaðsins og Morgunblaðsins um að- förina. Bæjarstjórnarkosningar eiga að fara fram hér í bænum í næsta mánuði. Á að kjósa 5 nýja full- trúa. Undirbúningur mun þegar hafinn. Talið er víst að mjög mik- ill hiti verði í kosningunum vegna undanfarandi viðburða. Útbreiðslufund héldu kaupfélög- in hér í bænum um síðustu helgi. Er talið að verslun þeirra hafi töluvert aukist í haust. Félag' enskumælandi manna er nýstofnað í bænum, svipað sams- konar félögum þeirra er frönsku tala og þýsku. Ásgeir Sigurðsson konsúll er heiðursforseti þess. Andbanningar héldu alþjóða- fund í Sviss í septemberlokin síð- ustu. Forseti hans var einn stærsti áfengissalinn á Frakklandi. Marg- ir fulltrúanna voru riðnir við fram leiðslu áfengis eða sölu. Fór alt með hinni mestu leynd á fundin- um. Hæfir það málstaðnum best. Árni Eggertsson verslunarfull- trúi verður í kjöri við þingkosn- ingar í Winnipeg sem fram eiga að fara von bráðar. Hann býður sig fram af hálfu Liberalflokksins. Húsvitjun. Eftirtektaverð fregn berst austan úr Flóa. Prestur situr þar í feitu brauði, er sjálfur hár og feitur og enginn meinlæta- maður. Húsvitjanir rækir hann. En boðskapurinn sem hann flytur nálega á hverjum bæ er hinn rætn- asti rógur um Tímann. Sóknar- börnunum virðist þetta nokkuð einkennileg kennimenska í hús- vitjun. þau hafa við orð að kæra klerk ef þessu færi enn fram. Og hvað segja kirkjuvöldin um slíkt framf ei'ði ? Jónas Kristjánsson læknir á Sauðárkróki fór vestur um haf með Lagarfossi um miðja þessa viku. -----o--- Óþðrf eydsla á landsfé. II. Án rannsóknar hefir alþingi tekið upp þann sið, að koma sam- an á ári hverju. Kostnaðurinn við hvert þing er nú áætlaður 270 þús- und ki'ónur. þessa upphæð mætti fyrst um sinn spara annaðhvort ár, án þess nokkur skaði yrði að. Stjórn landsins hefir ekki batnað við hin tíðu þing. Löggjöfin hefir fremur versnað. Glundroðinn og vanhugsuð lagagerð aukist. það ætti þessvegna að vera almenn krafa kjósenda, að tekið yrði aftur upp gamla lagið. þing annaðhvort ár. Spara tvö hundruð og sjötíu þúsund fyrir landssjóð á hverjum tveim árum. Hvað sem seinna kann að þurfa að gera, þá er full- víst, að nú má spara þennan út- gjaldalið. A. -f B. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. Komandí ár. Samkepnin hcfir hingað lil verið leiðarstjarna Ja- lendinga. Kirkjan hefir glímt við anda Iiennar öldum saman, og ekki orðið mikið ágengt. Svo litið, að dæmisag- an um ríka manninn og nálaraugað þj'kir ekki einu sinni hættulaus ræðutexti. Sá sterkasti liefir horið þyngstan hlut frá borði. Siðustu sjö aldirnar hafa erlendir menn hlotið bróðurpartinn af andvirði íslenskrar framleiðslu. Fengið þann skerf í ofanáiag á kaupið fyrir að reka verslunina. íslendingar hafa þannig fallið á eigin bragði. Lagt glaðir út á samkepnisbrautina, en jafnan tapað í leiknum öld eítir öld. Loks kom gróðabylgja stríðsáranna, og þar fór á sörnu leið urn sigurlaunin. þau eru orðin að brugðnum vonum og beiskum endunninningum. Samt sýnist alt útlit fyrir, að mikill hluti þjóðarinnar hugsi sér að reisa spila- borg samkepninnar enn að nýju. Fyrir fjörutíu árum byi'jaði ný stefna hér á landi, sam- vinnan. Að henni stóðu í byrjun nokkrir efnalitlir bænd- ur og einn sveitaprestur á Norðurlandi. þessir menn byrj- uðu með samvinnu i versTun. þeir vildu hvorki láta fé- fletta sig eða féfletta aðra. þeir vildu hafa réttláta versl- un. Að hver starfandi maður nyti ávaxtanna af erfiði sínu, án þess að beita aðra ólögum, eða þola rangindi af þeim. Starf þessara brautryðjenda hefir orðið furðu-áhrifa- mikið. Alt að því helmingurinn af íslendingum reka nú viðskifti sín í því formi og eftir þeim meginreglum, sem brautryðjendur þessir hafa skapað. Sumir menn halda, að samvinnustefnan sé ekki nema viss tcgund af kaupsýslu. þeir gera ráð fyrir, að ef mest eða öll verslun landsmanna væri í höndum samvinnu- félaga, þá hefði stefnan náð takmarki sínu, unnið fullnað- arsigur. En þetta er mikill misskilningur. Verslun er eitt af viðfangsefnum félagslífsins, eitt af ótal mörgum. Og samvinnan lætur sér ekki nægja að leysa eitt viðfangsefni. Hún er miklu stórhugaðri. Samvinnan er sérstök heims- skoðun, eins og samkepnisandinn. Iiún hefir sína sérstöku ráðningu á helstu gátum félagslifsins. þar sem samkepn- in segir að best sé leyst úr vandanum með innbyrðis bar- áttu allra, og að sá sterkasti sigri; þar sem sameignar- kenningin vill lækna öll mein með því, að ríkið eigi öll atvinnufyrirtæki, og sjái fyrir þörfum allra manna, þá fer samvinnustefnan sínar eigin götur og segir: Keppum ekki innbyrðis. Reyrum ekki alt félagslíf í viðjum rikisvalds- ins. En myndum félcfg með frjálsum samtökum, og ryðj- um þannig steinum úr götu. það er að sumu leyti ólán, og að mestu leyti af ókunn- ugleika, að svo margir íslendingar hafa myndað sér þá slcoðun, að samvinna væri ekki nema ein sérstök verslun- araðferð. Ókunnugleikinn hefir jafnvel komist svo langt, að nafn samvinnunnar hefir vcrið tengt við einstöku fyrir- læki, sem starfað hafa í anda samkepni fremur en sam- vinnu. \ En fyrir upphafsmönnum samvinnunnar, Robert Owen og Rochdale-vefurunum, og fyrir eftirmönnum þeirra í öll- um löndum, sem eitthvað verulega nýtilegt liafa unnið i þessum efnum, hefir vakað miklu stærri hugsun. Að rnynda nýtt ríki i ríkinu. Að í því ríki skyldi réttlæti, en ekki blóðugir hnefar ráða um skifti einstaklinganna. Að þetta ríki skyldi í ölluin aðalatriðum vera bygt á frjáls- um samtökum. það er ekki liðin heil öld, siðan samvinnustefnan hóf göngu sína um heiminn. Og ein öld er ekki langur tími i sögu mannkynsins. En á þessum stutta tíma hefir furðu- mikið áunnist. í þeim tveim löndum, sem íslendingar skifta mest við, Bretlandi og Danmörku, eru samvinnu- heildsölur þessara landa orðin stærstu verslunarfyrirtæki þcirra þjóða. Frá Englandi hefir samvinnan borist svo að segja til allra siðaðra þjóða. Og þegar samvinnumenn allra landa halda allsherjarfundi sína, er gerðum þeirra fylgt með athygli af félagsbræðrum um allan heim, meir en hundrað miljónum manna. það verður þessvegna ekki sagt með sanni, að lítið hafi áunnist þann stutta tíma, sem fagnaðarerindi sam- vinnunnar hefir verið prédikaö. Töframáttur frjálsra sam- taka hefir réist verslunarfyrirtæki, sem verndað hafa fjöl- margar miljónir manna gegn ranglæti og kúgun í við- skiftuin. Vegna samvinnuhugsjónarinnar hafa verið reistar og starfræktar ótal verksmiðjur í mörgum löndum, til að félagsmenn gætu fengið margskonar iðnaðarvarning með sannvirði. í sumum löndum hafa þúsundir manna, sem ella hefðu orðið að flýja land móti vilja sínum,ræktað stór land- flæmi í félagi, og unað þar glaðir við sitt. Enn annars- staðar hafa samvinnumenn með frjálsum samtökum reist gistihús, sjúkrahús, livíldarheimili, skóla, bókasöfn, gefið út bækur og blöð, starfrækt banka og lánsfélög, bygt ódýr og holl íbúðarhús, rekið siglingar og allskonar tryggingar- starfsemi o. m. fl það er varla ofmælt, þótt sagt sé, að varla sé tíl nokkurt viðfangsefni, það sem lífvænlegt má teljast, sem samvinnan hefir ekki ráðið vel fram úr í ein- hverju landi og oftast í mörgum. En framar öllum verk- legum aðgerðum standa þó hinar andlegu framfarir, sem samvinnan hefir valdið, með þvi að hamla móti grimd og ójöfnuði í samlcepni manna og þjóða. Er það merkilegt dæmi, af því tæi, að alheimsfélag samvinnumanna varð fyrri til en nokkur annar alheimsfélagsskapur, að hnýta aftur bræðrabönd milli þjóðanna, eftir að slotaði veraldar- báli því, sem samkepnisstefna iðnaðarþjóðanna hafði kveikt. Fjarlægð íslendinga frá þjóðvegum menningarinnar hefir valdið því, að hingað til hafa menn hér á landi ekki skilið nema að nokkru leyti eðli samvinnunnar, að hún er ein hin áhriíamesta heimsskoðun, sem nú er uppi, og ekki heldur liversu viðtæk geta verið verkefni hennar. það verður þessvegna aðalefni, í nokkrum þeim köflum, sem hér fara á eftir, að sýna fram á, hver verkefni bíða sam- vinnunnai' hér á landi, ef stefnt _er að því, að íslenska þjóðin geti lifað lieilbrigðu lífi á ystu ströndum hins byggilega heims. -----o-----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.