Tíminn - 24.12.1921, Side 1

Tíminn - 24.12.1921, Side 1
Ilér í bænum ríkir nú megn atvinnuskortur og útlit er fyrir að svo muni verða þenna vetur allan og hefir bæjarstjórninni því þótt rétt að vara menn úr öðrum héruðum við að fiytja hingað til Reykja- víkur á þessum vetri til að leita sér atvinnu, þar sem engin líkindi eru til að vinna verði hér fáanleg. Um leið og þessi aðvörun er hér með birt öllum landsmönnum skal þess getið, að reynt verður að láta bæjarmenn njóta þeirrar litlu vinnu, sem liér kann að verða í vetur og leyfi eg mér jafnframt sam- kvæmt ályktun bæjarstjórnarinnar að skora á alla bæjarbúa að sam- einast um þetta, með því að stuðla ekki að því að aðkomumenn setj- ist hér að í vetur til að leita sér atvinnu, og sérstaklega er þeirri áskorun alvarlega beint til allra þeirra manna í Reykjavík, sem eitt- hvert verk láta vinna eða yfir vinnu eiga að sjá, að láta innanbæjar- menn sitja fyrir allri þeirri atvinnu, sem þeir þurfa að ráða fólk til í vetur. Borgarstjórinn í Reykjavík, 17. des. 1921. K. Zimsen. V. ár. Utan úr heimi Klögumálin ganga á víxl. Enn bætast við bækurnar, sem fjalla um tildrög og viðburði stríðsins og eru þjóðverjar sem fyr þeir sem duglegastir eru að skrifa. Eru nýkomin á markað- inn tvö rit, sem vakið hafa liina mestu athygli, enda er annar höf- undurinn sjálfur ríkiskanslarinn á stríðsárunum, Bethmann Holl- weg, en hinn aðalhershöfðinginn Ludendorff. . Áður hafa báðir ritað og halda nú áfram og nú eru ritin nálega orðin einvígi þeirra í milli um það, hvor aðilinn beri aðalábyrgð- ina á hinum mikla ósigri þýska- lands, stjórnmálamennirnir, eða hershöf ðingj arnir. Ludendorff hafði áður haldið því fram að Bethmann Hollveg bæri öllum öðrum fremur ábyrgð- ina. Hann hefði hindrað hers- höfðingjana í því að framkvæma það sem þurfti til að vinna. Hann hafi viljað taka alt of mikið til- lit til annara.. Nú ákærir Bethmann Hollveg Ludendorff um það, að vanþekk- ing hans á stjórnmálunum og yf- irdrotnunarstefna hans hafi vald- ið ósigrinum. Hann hafi beinlínis stefnt að því að láta ríkiskanslar- ann verða ábyrgðarlaust verkfæri í höndum hersstjórnarinnar.Hers- stjórnin hafi haft fullkomið vald til þess að fara með menn og her- gögn eftir sinni vild. Henni hafi ekki verið það nóg. Luden- dorff hafi líka viljað fá pólitiska valdið, enda hafi sjálfur keisar- inn orðið að beygja sig. Til þess að ná þessu hafi þeir hótað því báðir, Hindenburg og Ludendorff, að segja af sér, og þá hafi keis- arinn látið undan. Keisarinn hafi kvartað sáran undan þessari framkomu hersstjórnarinnar, en ekki treyst sér til annars en að lúta boði hershöfðirigjanna. Hin nýja bók Ludendorffs, sem er þriðja bindi í endurminningum hans, fjallar um herstjórnina og stjórnmálin. þar segir hann meðal annars: Herstjórnin átti að vinna stríðið. Stjórnmálamennirnir áttu að stuðla að því. þeir áttu að vera viljalaust verkfæri herstjórn arinnar. — þannig voru andstæð- urnar milli stjórnmálamannanna og herstjórnarinnar. Meðan þýska þjóðin barðist við nálega allan heiminn, börðust leiðtogar þjóðar- innar innbyrðis um völdin — þeg- ar mest á reið stóð herstjórnin og pólitiska stjórnin hvor gegn annari eins og svarnir óvinir. Ludendorff segir að Bethmann Hollveg hafi verið vargur 1 véum þýsku þjóðarinnar. Bethmann Hollveg segir hið sama um Lud- endorff. Keisarinn átti að skera úr, en hann var á báðum áttum og að lokum laut hann boði her- foringjanna og sveik hinn póli- tiska trúnaðarmann sinn. þessu ^invígi er nú lokið, því að Bethmann Hollveg er nú lát- inn, eins og kunnugt er. Hefir son ur hans séð um útgáfu síðustu bókarinnar. -----o---- Ólafur Metúsalemsson frá Bust- arfelli í Vopnafirði er orðinn kaupfélagsstjóri Kaupfél. Vopn- firðinga í stað Marteins Bjarna- sonar. I fullri alvöru. Eg verð líklega að ómaka mig af stað út fyrir „virkisvegginn" einu sinni á ári til að tala við síra Jakob Kristinsson, ef verða mætti að hann vildi þiggja leiðbeiningar mínar. — Grein hans í Tímanum 10. þ. m. sýn- ir að honum veitir ekki af þeim. En verði leiðbeiningunum tekið með vanþakklæti og útúrsnúningum, lofa eg engu um að halda þeim áfram, — nema þá með löngu milli- bili. Eg hefi margt þaríara fyrir stafni en að íást við langorðar blaða- deilur. Fyrsta ádrepan í grein síra J. K. er til „liðsmanna Bjarma“. Sr. J. K. hefir séð í Bjarma að margir minn- ast þar kuldalega á guðspeki og andatrú, og er gramur út af því að vita ekki nöfn þeirra allra, og brigslar þeim svo um hugleysi. Ef hann þekti þá vel, mundi hann þó hafa liikað við að birta þessa ásök- un, og tala jafn óvirðulega um þá, sem i blaðið skrifa, og hann gjörir. Árangurinn verður sennilega sá einn, að þessir menn fylkja sér þéttar um Bjarma og málefni hans og útbreiða hann enn meir en áður. — Hefir það þó varla verið tilætlunin með ónot- unum. — Annars er flestum ritstjór- um kunnugt um, að ýmislegt annað en hugleysi getur valdið, að menn langi til að skrifa nokkur orð með dulnaíni í blöðin. — þeim finst meiri ástæða til að tekið sé eftir hvað sagt er, lieldur en hver segir það. Oftast þykir ritstjórum raunar vænna um að fá greinar með fullum nöfnum, en engan þekki eg, sem heimtar skil- yrðislaust að fult nafn sé prentað með hverri grein. það er engin góðgirni að væna rit- stjóra rakalaust um að hann skrifi sjálfur greinar i blað sitt með dul- nöfnum, eins og sr. J. K. segir „suma ætla“ um Bjarma, eða alrangar undir- skriftir séu undir slikum greinum. Enda tekst heldur óhönduglega, eins og við var að búast, þegar hann íer að nefna sérstakt dæmi. Sr. J. K. tilfærir nokkur orð úr greininni „Alvarlegt íhugunarefni", er var i 12. tbl. Bjarma þ. á„ undir- skrifuð sveitaprestur, og segir, að sér sé sagt að hún „muni ] rauninni vera eftir borgarbúa í pilsum". Eg varð forviða á, að sr. J. K. skuli vera að fara með það í blöðin, þótt einhver slcrökvi sliku að honum, og eins á hinu, að hann sltyldi ekki hafa frétt sannleikann í þessu efni, eða ekki viljað trúa honum. Höf. umræddrar greinar hefir ekki farið dult með að hann hafa skrifað hana. En svo að sr. J. Iv. geti ávítað sögumann sinn rækilega fyrir ósannindin, er mér ljúft að nefna sveitaprestinn, það er síra Jón Jóhannessen á Staðastað. Hann sagði mér nýlega í sima vel- komið að skýra frá nafni sínu opin- berlega. — Til þess samt að valda ekki fleirum röngum getgátúm hjá sr. J. IC„ skal þess getið, að það er annar sveitaprestur, sem skrifaði í Bjarma bls. 16 þ. á. um deilur okkar í fvrra haust. Hann er lengra á brott og eríitt að ná til hans í síma, en sennilega er síðar hægt að fá leyfi til að birta nafn lians, eins og fleiri „Bjarmamanna", ef sérstakar ástæð- ur væru til. það væri reynandi, til að losna við dylgjurnar, að skora á síra J. K. að nefna einhvern annan bréfkafla eða dulnefnda grein i Bjarma síðan eg varð ritstjóri hans, sem honum „er sagt“ um, eða liann sjálfur heldur að sé „rangfeðruð". Lesendur Tímans hefðu gaman af ef „getspekin" reyn- Reykjavik, 24. desember 1921 ist eins snjöll og í þetta sinn, og sumir hverjir sánnfærðust betur í þeirri trú, að ágiskanir guðspekinnar um trúmál væru álíka samkvæmar sannleikanum. En úr því sr. J. K. finnur svo mjög að dulnöfnum, hvers vegna nefnir hann þá ekki eftir hvern orð- in séu í 5.—6. tbl: Bjarma 1921, sem hneyxla hann svo mjög? Vildi hann ekki láta lesendur Tímans vita að þau væru í ræðu síra Skat-Hoffmey- ers, — og auðvitað slitin út úr öllu sambandi? Og hvernig getur hann fengið af sér, fyrverandi presturinn, að enda þann kafla eins og liann gerir? Honum er líklega vorkunn, þótt hann eigi erfitt með að lýsa trú- arjátningu kristinna manna rang- færslulaust, — en hitt á eg erfitt með að afsaka með trúarlegu þröng- sýni, að hann skuli bera „rétttrúnað- ar“-stefnu Bjarma eða Skat-Iioffmey- ers á brýn, að hennar skoðun sé, að „hitt skifti minna mála, hvernig menn breyta". — það er ótrúlegt, að lionum dyljist þetta tvent: Ókunnug- ir skilja þessi ummæli svo, sem „rétttrúnaðarstefnan" krefjist aðeins ákveðinnar varajátningar um trúmál, en heimti smátt i siðferðisefnum, — en kunnugir líta á slíkar dylgjur sem fjarstæður af slæmri rót runn- ar, að ekki sé lcveðið fastar að orði. Satt best að segja er álitamál, hvort rétt er að ræða um trúinál við mann, sem leyfir sér slíkar rangfærslur. það er liægt að tala eða skrifa um ýmislegt, eins og t. d. liverjir skrifi í Bjarrna, enda þótt búast megi við hártogunum og misskilningi, en það er erfiðara að tala við slíka menn um það sem nátengt er helgustu til- finningum manns sjálfs. Eða mundi ekki nmrgur lesendanna liika við að fara að segja frá kærleika sínum og sambúð við besta ástvin sinn, ef þeir byggjust ekld við öðru en hártogun- um og háðglotti hjá þeim, sem þeir væru að tala við? þeir sem sjálfir eiga dýrmæta trú- arreynslu, geta vonandi skilið, að eg verð því fáorður hér um hvað eg á við með lifandi kristindómi, og hvers- vegna eg tel guðspekistefnuna í beinni andstöðu við haxm. Lifandi kristindómur er lífssamfé- lag við Guð í Jesú Kristi, trúnaðar- og traustssamband við Krist, inni- legra en við besta vin sinn manna á meðal, —< ekki ímyndað samband við ímyndaðar guðlegar perspnur, heldur verulegt samfélag við þann Jesúm Krist, sem guðspjöllin segja oss frá, og þann Guð, sem biblían fræðir oss um. Sá, sem í það samfé- lag er kominn, fær fullvissu um fyr- irgefandi náð Guðs í Jesú Kristi, verður alveg viss um, að Guð hefir fyrirgefið honum syndir hans vegna Jesú Krists, og er því sannfærður úm að alt skraf um að hann þurfi að afplána syndir sínar í „öðrum jarðviptum" séu staðlausir draumór- ar. — Einlægur kærleikur manna á meðal veldur jafnan fúsleika til að gjöra vilja ástvinar síns, og það á sér auðvitað stað í fyllra mæli í samfélaginu við Guð, einkum þar eð Guð veitir börnum sínum sivaxandi siðferðisþrótt og kærleika til alis góðs, enda þótt alt „syndleysis“ skraf um trúaða menn sé misskilningur. — Trúartilfinningum og trúarstefnu sannkristinna manna er vel lýst í sálmunum alkunnu: „Eg gleðst af því eg Guðsson á“, „Með Jesú byrja jeg“ og „Ó, þá náð að eiga Jesúm".1) Auðvitað reynir lifandi kristindóm- ur, eins og önnur trúarbrögð, að gjöra grein fyrir trú sinni og biblíuskiln- ingi með stuttorðum játningum, og kemur þá oft í ljós ólíkur skilningur á sumum atriðum, sem margoft hefir valdið of miklum ágreiningi og tor- trygni á liðnum tímum. Ýmsum kristilegum alþjóðafélögum hefir þó orðið stórmn ágengt síðustu áratugi til að bæta úr þvi böli. í rauninni er hreinskilin viðkynning aðalatrið- ið. þvi að jafnskjótt og 2 menn eru sanníærðir hvor um annan að þeir séu lærisveinar Krists, þá verður alt, sem ólíkt er með þeim, aukaatriði í samanburði við það sem sameinar. Eg minnist þessa sérstaklega vegna ,,rétttrúnaðarins“, sem sr. J. K. er að kenna Bjarma við. Orðið sjálft er fallegt, ef með því er átt við að blað mitt flytji rétta trú; — en orðið hefir margoft, fyr og síðar, verið einkum notað um þá, sem sakaðir voru um, með réttu eða röngu, að þeir teldu ekki aðra sannkristna en þá sem voru þeim sammála í öllum trúar- atriðum stórum (og smáum; og sé Bjarmi kallað „rétttrúnaðar“-blað í þeim skilningi, þá er það algjört rangnefni. — Eg á of margar dýr- mætar endurminningar um samveru- stundir og sambænastundir með ýmsu trúuðu fólki innlendu og út- lendu úr reformertum kirkjudeild- um, til þess að aðhyllast slíkan „rétt- ’) Af ásettu ráði nefni eg engin ritningarorð, býst við að sálmarnir séu lesendunum kunnugri. 52. blað trúnað"; — eg efast ekkert um að Kristur eigi ýmsa einlæga lærisveina í kirkjuflokkum sem að ýmsu leyti standa fjærri mörgum mínum skoð- unum, og vona að ýmsir þeir, senr i dag teljast guðspekisnemar, séu 1 raun og veru á leiðinni til frelsar- ans, þótt þeim kunni að vera það óljóst nú. því að Jesús sagði: „Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja Guðs, hann mun komast að raun um hvort kenningin er frá Guði, eða eg tala af sjálfum mér“ (Jóh.. 7. 17.). En hvað sem þessum einstakling- um líður, er guðspekisstefnan í beinni andstöðu við lifandi kristin- dóm, af því, fremur öllu öðru, að hún hafnar friðþægingu og guðdómi Jesú Krists frá Nazaret, setur get- gátur sínar um marga komna og ókomna mannkynsfræðara i staðinn fyrir sannar sögur guðspjallanna um mannkynsfrelsarann eina og boðar endurholdgun eða margar jarðvistir. Saunkristnir menn eiga frelsara, guSspekisnemar vænta fræðara, það er munurinn mikli í fám orðum. — Hitt veldur auðvitað engum ágrein- ingi, þótt guðspekin taki á stefnuskrá sína ýmsar sömu siðferðiskenningar og kristindómurinn. Skrif sr. J. K. um slíkt eru , ekki svaraverð, og raunalegt fyrirbrigði að maður, sem tekið hefir prestsvígslu i kristinni kirkju, skuli fara með slíkt. Áætlanir hans um „næstu jarðvist- ir“ býst eg við að styðjist við svip- aða getspeki og að sveitaprestur sé „borgarbúi í pilsum“(I), og eyði því engum orðum að þeim. Sigurbjörn Á. Gislason. ----O---- Frá Grænlandi. eftir Rannveigu H. Líndal. I. Fimtudagurinn 1. sept. er síð- asti dagurinn sem eg er í Reykja- vík, áður en eg fer af stað til Danmerkur áleiðis til Grænlands. það er ákveðið, að eg fari með „íslandi“, og á það að leggja af stað seinni part dagsins. Eg er snemma á fótum um morguninn. Yeður er indælt, blæjalogn og sól- skin. þokan sem legið hafði yfir láglendinu er að smáfærast fjær og fjær, og loks er hún horfin út í geiminn. Alt er komið á hreyf- ingu í bænum. Markaðshrossin eru rekin niður að bryggjunum og byrjað að skipa þeim fram. þau koma heit og sælleg af hag- anum, gufuna frá gljáandi kropp- unum leggur út í tært og kælandi morgunloftið. þau eru komin lang- ar leiðir burt frá græna grasinu og öllu indælu fjallafrelsi, uppi á íslenskum heiðum og dölum. þau eru búin að kveðja átthagana fyr- ir fult og alt. — Skipið er komið af stað. Kvöld- ið er kyrt. Dökkleit draumblæja legst yfir hauður og haf. Eg horfi á fjöllin færast í fjarlægðar- blámann og bæinn hverfa inn í kvöldmóðuna. Sunnudag 16. október. Við er- um komin hér um bil mitt á milli íslands og Grænlands á skipinu „Hans Egede“, á leið frá Kaup- mannahöfn til Grænlands. Bjart uppi yfir, en rosaveður, svo skip- ið ruggar voðalega. Sá á ekki von á góðu sem gleymir að halda sér. Sumir farþegar mjög sjóveikir, þar á meðal einn Norðmaður, sem er starfsmaður við blýantsnám- una á Grænlandi. Skipstjóri stríð-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.