Tíminn - 14.01.1922, Síða 2
6
T í M I N N
H iillendi riiiB.
Samvinnufélögin eru elst á
Norðurlandi. J>ar byrjuðu þau í
harðri baráttu við útlenda versl-
un, einn af erfingjum gömlu ein-
okunarfyrirtækjanna, örum &
Wulf á Húsavík. Síðan breiðist
kaupfélagsstefnan út um allar
sveitir landsins og til sumra kaup-
túnanna. Minst var þó um gert í
þessa átt í námunda við höfuð-
staðinn. Búðafjöldi Reykjavíkur
og ættar- og persónuáhrif eigend-
anna hindraði sameiningu þeirra,
sem næstir bjuggu.
Á Norður- og Austurlandi er
nú verslunin orðin tvískift. Ann-
arsvegar íslensk kaupfélög. Iíins-
vegar útlendir verslunarhringir.
íslensku kaupmannanna á þessu
svæði gætir næsta lítið, utan Ak-
ureyrar og Seyðisfjarðar, nema ef
telja skyldi einn eða tvo á Norð-
urlandi, sem komið hafa laglega
ár sinni fyrir borð hin síðustu ár.
Útlendu verslanirnar, sem
starfa mest fyrir austan og norð-
an, eru aðallega tvær. Sameinuðu
verslanirnar (sem líka hafa nokk-
ur útibú fyrir vestan) og Höepf-
ner’s eða Berlemé’s verslanirnar,
sem margir kannast við vegna af-
skifta eins af eigendunum, Ber-
lemés, af íslenskum málum er-
lendis.
Sameinuðu verslanirnar eru
samsteypa margra fyrirtækja,
eins og nafnið bendir á. J>ar eru
leifar og húseignir Gránufélags-
ins, sem einu sinni var þjóðlegt,
innlent fyrirtæki, einskonar fyrir-
rennari kaupfélaganna. En það
var of snemma á ferð. Engir
bankar voru þá til í landinu, og
landsmönnum ekki kunnar tilraun
ir almennings í öðrum löndum,
að sprengja verslunarfjöturinn
með samvinnusamtökum. Danskir
stórkaupmenn urðu lánardrotnar
Gránufélagsins, og eignuðust það
smátt og smátt með húð og hári.
I stað þess að vera varnarvirki
íslenskrar almenningsverslunar,
urðu Gránubúðirnar fyrir austan
og norðan að höfuðsetrum út-
lendinganna, sem öldum saman
höfðu fleytt verslunarágóðanum
til Danmerkur.
Smátt og smátt bættust fleiri
verslanir í hópinn, gengu inn í
„hringinn". Tuliniusarættin hafði
á þessum stöðvum nokkrar deild-
ir. þær runnu saman við og J>ór-
arinn Tulinius varð aðalfram-
kvæmdarstjóri erlendis. Hann
hefir svo að segja allan sinn ald-
ur búið í Khöfn.
J>riðja og fjórða stórviðbótin
við þennan danska „hring“ voru
Ásgeirsverslanirnar á Vestfjörð-
um og Framtíðin á Austurlandi.
Ásgeirsverslanirnar áttu miklar
húseignir vestra, og höfðu um
langan aldur rekið þar mikla fisk-
verslun. Framtíðin eystra var að-
allega eign L. Zöllners, lconsúls
Dana í Newcastle, og ef til vill
annara manna búsettra í Eng-
landi. Nú munu verslanir þessar
vera í eitthvað tuttugu deildum
eða vel það. J>eim er algerlega
stjórnað frá Danmörku og Eng-
landi. Höfuðstóll þeirra er erlend-
ur. Verslunarágóðinn hverfur úr
landi, alveg eins og á dögum sel-
stöðuverslananna nafntoguðu. það
eina sem er verulega íslenskt við
fyrirtækið er það, að stjórn Jóns
Magnússonar hefir sæmt aðalfor-
stjórann, þórarinn Tulinius ein-
um stærsta fálkakrossinum, fyrir
þá dyggilegu framkvæmd að
vinna að því að verslun íslands
haldi áfram að vera mjólkurkýr
Khafnarbúa.
Berlemés-verslanirnar, eða sem
þær venjulega eru nefndar,
Höepfners, eru í færri deildum
en þær Sameinuðu, en þó allum-
svifamiklar. Einn af nafntoguð-
ustu útibússtjórum þeirra er
Hallgrímur Davíðsson á Akureyri.
Hann er einn af helstu stuðnings-
mönnum blaðsins „íslendings“,
sem fremur en nokkurt annað ís-
lenskt blað hefir varið garðinn
fyrir braskarastétt landsins. Yfir-
maður þessara verslana er stór-
daninn Berlemé. Hefir hann all-
mikið blandað sér í íslensk mál,
og nokkuð með undarlegum hætti.
Virðist hann ekki líta með mik-
illi þakklássemi á íslendinga, þó
að auður hans sé að miklu leyti
héðan kominn. Enda er slíks varla
að vænta. Reynsla íslendinga fyr
og síðar um útlendinga þá, sem
hér hafa auðgast, gengur ekki í
þá átt, að þeir hafi orðið miklir
landstólpar fyrir Frón. Berlemé
blandar sér alloft í íslensk mál í
dönskum blöðum og það jafnan á
einn veg, eins og afturhaldssöm-
ustu stórdanir líta á málið.
þessar verslanir eru þá aðal-
leikbræður kaupfélaganna á
Austur- og Norðurlandi. í Húna-
vatnssýslu eru þrjú félög, í
Skagafirði þrjú, í Eyjafirði tvö,
í þingeyjarsýslum báðum fjögur,
í Múlasýslum sex. Seytján af
þessum átján kaupfélögum eru í
Sambandinu, og eitt hefir nú þeg-
ar beðið um upptöku. það má
þess vegna orða það svo, að á
Norður- og Austurlandi keppa
tveir danskir verslunarhringir við
því nær tuttugu af elstu deildum
Saubandsins.
Ef til vill er ekki öllum í þess-
um hluta landsins ljóst, að kaup-
félögin steí'na á tvenn þýðingar-
mikil svið í alveg þveröfuga átt
við Tuliniusar- og Berlemes-versl-
anirnar. þær eru útlendar og
gróði þeirra rennur til útlanda.
þær auðga nokkra af íbúum Dan-
merkur, sem lagt hafa fé í fykir-
tækin. Svo að segja hver eyrir
sem þær græða, er tapaður, ekki
einungis íslenskum viðskifta-
mönnum, heldur líka íslenska
þjóðfélaginu.
Starf kaupfélaganna gengur í
þveröfuga átt. Alt sem þau
spara og starfa fyrir félagsmenn,
er sparað fyrir íslensku þjóðina.
þau standa og starfa á þjóðleg-
um grundvelli. Og í öðru lagi, og
það er einn meiri kostur, láta þau
hvern fá sitt. í stað þess að inn-
lendir kaupmenn draga verslunar-
arðinn á hendur fárra manna hér
á landi, en eru að því leyti þjóð-
nýtari en hinar útlendu verslan-
ir, sem sópa gróðanum úr landi,
þá er séreinkenni kaupfélaganna
að bjarga verslunarágóðanum í ís-
lenskar hendur, og það til allra
sem í félögunum eru, til allx-a
þeirra íslendinga, sem hafa
þroska til að hagnýta sér skipu-
lag þeirra.
----o---
Akranes
eða Skipaskagi er nesið milli
Borgarfjarðar og Iivalfjarðar.
þar er kauptún og verstöð með
rúmlega 1000 íbúum. Fólkið er
frítt, en ekki stórskorið. Efnahag-
urinn er talinn jafn og góður,
enda er fólkið talið iðjusamt, ráð-
deildarsamt og sparsamt, en þó
ekki nískt. það hefir eignast lag-
Jega kirkju og góðan prest, mynd-
arlegt skólahús úr steinsteypu og
góða kennara, fjölmenna Good-
templara-stúku og rúmgóðan sam-
komusal og vel lýstan rafmagns-
ljósum, 'efnilegt ungmennafélag
og upprennandi bókasafn.
Eitt af því, sem gesturinn sér
fyrst og þykir einkennilegast er
það, hve kauptúnið er nærri því
að vera garðaborg (garden city).
Líklegast stendur ekkert annað
kauptún á landinu eins nærri
þeirri hugsjón og hvergi annars-
staðar eins auðvelt að ná henni
til fulls. En það er fegursta hug-
sjón um byggingu nútíðarborga
og eitt hið örðugasta viðfangsefni
eins og víðast hagar til. Hér nær
kauptúnið yfir óvenjulega stórt
svæði í hlutfalli við fólksfjölda.
Götur eru fáar og langt á milli.
Húsin standa að miklu leyti í röð-
um meðfram götunum, en á milli
eru auð svæði, mest kartöflugarð-
ar. Reyndar standa húsin strjált
í röðunum. það gerir götur og
leiðslur allar — þegar þær koma
— langar og dýrar í hlutfalli við
fólksfjölda kauptúnsins. Auðvit-
að hefðu garðarnir líka betra
skjól af húsunum, ef þau væru í
samfeldum röðum, og mundi það
koma sér vel, því að veðras'amt
kvað vera á nesinu. þetta niá laga
smátt og smátt. þegar húsum
fjölgar, þéttast raðirnar, og þau
húsin, sem fjær standa götunni
verða færð 1 röð, þegar rifið er
og reist að nýju. En svo þarf að
sjá um það, að hverju húsi fylgi
dálítill garðblettur, sem óaðskilj-
anlegur hluti.
Akranesið er frægt fyrir kar-
töfluræktina, enda er árlega flutt
þaðan mikið af kartöflum. Vafa-
laust er jarðvegurinn góður, en
stormar og rigningar baga og ekki
er sumarhitinn mestur á andnesj-
um. Halda kunnugir, að skilyrði
fyrir kartöflurækt séu ekki öllu
betri á Akranesi en víða annars-
staðar. Hinu bregða þeir við, hve
garðarnir eru þar vel hirtir, og
hyggj a að það gæti orðið öðrum
til fyrirmyndar. Sagt er að tré
og blóm þrífist illa á Akranesi,
en líklegt er að blóm gætu þrosk-
ast þar alveg eins og kartöflur.
Mun hitt sanni nær, að fólkið hafi
lagt mesta alúð við matjurtarækt-
ina, og má víst telja það heppi-
legt í þessu árferði.
Austan við kauptúnið, milli
þess og Akrafjalls, er graslendi
mikið, líklegast alt að 20 □ km.
að flatarmáli og auk þess er all-
mikið graslendi inn með fjallinu.
Mest af graslendinu er flatt, deigt
og þýft og ekki sérlega grösugt,
en jarðvegurinn er djúpur og góð-
ur. Ekki er hægt að veita vatni
á það nema næst fjallinu, en samt
sem áður hlýtur Akranes að eiga
stórkostlega framtíð með öll þau
ósköp aí djúpum og góðum jarð-
vegi í nánd við höfuðstað lands-
ins. Líklega verður mest af nes-
inu þurkað og tekið til ræktunar.
Gæti eg trúað, að gerðir yrðu
stórir skurðir með vélum þvert
yfir nesið, en spildurnar á milli
þeirra þurkaðar með smáskurð-
um gerðum með skurðpál Eggerts
Briem eða einhverju svipuðu á-
haldi. Frás-vélin undirbýr jarð-
veginn. Svo verða ræktaðar mat-
jurtir og gras. Upp úr V5 svæð-
isins mundi jafnvel með lélegri
ræktun fást nokkru meira af mat-
jurtum en nú er ræktað á öllu
íslandi. Væri það góð viðbót og
mundi spara ekki svo fáar tunn-
ur af aðkeyptum mat. Á því, sem
þá er eftir — graslendið inn með
fjallinu reiknað með — mætti ár-
lega framleiða 2—3 milj. lítra af
mjólk, og yrði mjólk daglega flutt
til Reykjavíkur 1J4 klt. ferð með
mótorbát. J>etta þó því að eins
að áburður fáist. Einkum er það
matjurtaræktin, sem krefur mik-
ils aðkomandi áburðar. Akranes-
búar hirða áburð manna best, en
ef rækta skal í stórum stíl, hrekk-
ur það skamt. Reyndar má gera
jarðveginn sjálfan að sæmilegum
áburði, en það þykir seinlegt og
erfitt með þeim ráðum sem enn
eru þekt. Líklegast verður er-
lendur áburður notaður þar með
góðum árangri, en svo verður
Akranesið ein af þeim sveitum
þessa lands, sem hrópa á innlend-
an áburðariðnað, þangað til hann
kemur.
Eitt af framfaramálum Akra-
nessins er sláturhús, og á það
varla mjög langt í land. Vex þörf-
in fyrir það með kvikfjárrækt-
inni á nesinu og í næstu sveitum
jafnvel þótt nautpeningsræktin
yrði sauðfjái’ræktinni yfirsterk-
ari. Er oftast ódýrara og betra
að flytja skepnur dauðar en lif-
andi, þótt ekki þurfi lengra að
flytja en frá Akranesi til Reykja-
víkur, en dýrast að láta þær bera
sig sjálfar. Auk þess skortir
Akranesbúa slátur, af því fénu
„ er slátrað annarsstaðar. Til þessa
þarf samvinnufélagsskap, þarf
varla að rökstyðja það hér, hve
misráðið það væri, að reisa slát-
urhúsið á öðrum grundvelli. Á
Akranesi er kaupfélag. Væri eðli-
legast að það reisti sláturhúsið,
Komandí ár,
ii.
Alþingi á pingvöllum.
Fyrir 120 árum náði hnignun íslánds hástigi með
því að Alþingi var lagt niður. Um margar aldir hafði
það verið skuggi einn. En það minti þó altaf á þann
tíma, þegar íslendingar voru sjálfstæð þjóð og húsbænd-
ur á sínu heimili. Eftir liðugan mannsaldur fengti ís-
lendingar einskonar þing að nýju, fyrst ráðgefandi, síðan
löggjafarþing, og að lokum þing sem réði hvaða mað-
ur eða menn fóru með stjórnarvöldin. Hið endurreista Al-
þingi var grein af nýjum stofni, en ekki áframhald af
þingi lýðveldistímans. Nýja þingið var, eins og öll nú-
tímaþing, skapað i mynd og líkingu enska þingsins,
sem verið hefir að þróast og þroskast síðan á miðöldum.
þegar alþingi var endurrcist, fyrir miðja öldina sem
leið, var mikil deila háð milli frægustu íslcndinganna,
sem þá voru uppi, um það, hvort nýja löggjafarsamkom-
an skyldi eiga heima í höfuðstað landsins, Reykjavík,
eða á þingstaðnum forna, þingvöllum. Jón Sigurðsson
hélt fram Reykjavík, og hans skoðun varð sigursælli, sem
von var, þar sem hann var stjórnmálaleiðtogi landsins.
En tveir af höfuðsnillingum þjóðarinnar, stórskáldin Jón-
as og Bjarni, héldu fram þingvöllum. Síðan á þeirra dög-
um hefir lítið verið hreyft þeirri hugmynd að flytja
þingið til þingvalla, þar til einn af núverandi þing-
mönnum, Sveinn Ólafsson í Firði, hefir nýverið tekið í
þann streng.
Samt sem áður er undarlcgt, að svo hljótt skuli
vera um þing á þingvöllum. það hcr ekki vott um, að
Islendingar séu söguþjóð, að hinn sögulegi þráður hefir
á þessi sviði verið gersamlega höggvinn sundur. Flest-
um þjóðum hefði þótt brýn nauðsyn til bera, ef færa
skyldi löggjafarsamkomuna frá þeim stað, þar sem hún
iafði átt heima í nærfelt níu aldir.
Sennilegt er, að hugmyndinni um flutning þingsins
til þingvalla vcrði hreyft í alvöru á næstu árum, í sam-
bandi við aðrar breytingar á löggjafarstarfseminni.
Fyrsta ástæðan til þess, að alþingi ætti að halda á
þingvöllum, er hin sögulega hefð. íslendingar hafa hald-
ið þar þing sitt meðan landið var frjálst og á hinum
þungu hörmungarárum niðurlægingaraldanna. Ilvers-
vegna skyldi þingið flutt burtu, þegar þjóðin byrjar við-
reisn sína og nýja inanndáðaöld?
Sumir menn hafa viljað færa þingið burt úr glaumi
og gjálifi Reykjavíkur. þeirri .ástæðu er ekki haldið fram
hér. ■ Vafalaust eru til á öllum tímum þingmenn, sem
ekki batna við áhrif þau, sem þoir verða fyrir í litlum
höfuðstað eins og Reykjavík. En úr þeim mönnum verð-
ur aldrei mikið, hvar sem þeir eru scttir.
Hitt er aftur veigameiri ástæða, að á þingvöllum
gæti á margan hátt farið b.etur um þingið en í Reykja-
vik. Kjör þingmanna hafa ekki verið sérlega góð, a. m.
k. liin siðustu ár, síðan vetrarþing voru tekin upp. þeir
koma í bæ, sem er yfirfullur af fólki á þeim tíma árs,
þegar einna verst er um húsnæði. þeir verða að hola
sér niður svo að segja hvar sem er, stundum í mjög
óvistlegum húsakynnum, þar sem erfitt er að vinna.
þeir verða á sama hátt að koma sér fyrir á meir eða
minna óskemtilegum matsöluhúsum, og sitja þar til
borðs með fólki, scm oft er mjög ógeðfelt, hvatvíst, og
nærgöngult sökum mcntunarleysis. þó að þingið verði
ekki flutt burtu úr Reykjavík, þyrfti samt að koma upp
þægilegum bústað fyrir aðkomna þingmenn.
Menn munu bera við kostnaði við færslu þingsins.
En það er hin mesta kórvilla. Af ýmsum ástæðum er
sjálfsagt að halda ekki þing nema annaðhvort ár. Fyrir
það fé, sem eitt þing kostar, má byggja viðunanlegt
þinghús á þingvöllum. Vitaskuld þyrfti þar að auki
gistihús fyrir þingmennina og aðstoðarmenn þeirra, sem
gjarnan mundu geta verið þrefalt færri en nú er, ef
notaðir væru hraðskrifarar, og ekki höfð því lík endemis-
skriffinska, eins og nú á sér stað. Algerður óþarfi er
að hafa prentsmiðju vegna þingskjalanna. Nú kunna
menn ágæt tök á að fjölrita bæði fljótt og vel, og liafa
jafnvel heilar bækur verið gefnar út fjölritaðar erlendis,
og verið ódýrari en prentaðar. Á það þó einkum við út-
gáfur, sem fá cintök þurfa af, eins og þingskjölum.
Á þingvöllum gæti löggjafarsamkoman lifað einföldu
starfslífi undir þægi legum og hressandi kringumstæð-
um. þar gæti verið og yrði meira næði til vinnu heldur
en í smáborg, eins og Reykjavík, sem er nógu stór til
að hafa galla margmennisins, án þess að með fylgi
örvandi straumar stórborgalífsins. það er sannreynt hér
á landi, að almennir félagsfundir, sem standa eiga einn
eða tvo daga, takast miður í smákauptúni en upp i sveit,
af því fundarmenn eru livikulli við vinnubrögðin, þegar
hægt cr að gegna öðrum erindum samtímis.
Frá því sjónarmiði, sem hér er haldið fram, mælir
aðallega tvent með flutningi þingsins. Fyrst hinar sögu-
legu minningar, og söguleg skylda. Til hennar munu all-
flestir íslendingar finna meira eða minna í þessu efni.
Og i öðru lagi að þingið yrði starfliæfara á þingvöllum.
Meira næði til vinnu. Meiri kynning meðal fulltrúanna.
Glæsilegra umhverfi, sem hefir nokkur áhrif til hins
betra á flesta menn.
þá er til bóta ef hyrfi að meira eða minna leyti
tildurumbúnaður sá, sem þingið liefir nú, svo sem fjöldi
wparfra þjóna af ýmsu tægi, sein fjölgað liefir veiið ai
því að hæg hafa verið heimatökin fyrir Reykvíkinga að
bera sig eftir björginni.
Viðvíkjandi húskostnaði hefir áður verið bent á, að
meira fei' nú í súginn við hin árlegu þing (áætlað nú
sem st.endur 270 þús. í hvert sinn), heldur en þurfa
mun cftii' fá ár til að gera liæfilega stórt og smckklegt
þinghús við Öxará. Vitaskuld yrði að færa þing-
tímann og hafa sumarþing, ef til flutnings kæmi. Vetrar-
þingin hafa reynst býsna dýr og óþægileg að mörgu
leyti. Sennilega kemur og sá tími, að háskólinn og
þingið ge.ta ekki búið saman i þinghúsinu, eins og nú á
sér stað. Mætti þá eins vel byggja nýtt þinghús, eins og
nýjan háskóla.
það mun aldrei koma til mála að löggjafarsamkom-
an verði flutt úr Reykjavík til þingvalla, að óbreyttum
liugsunarhætti uppgangsáranna. Flutningur getur ekki
komið til mála, nema orðið hafi almenn breyting til bóta
á hugsunarhætti íslendinga. Tildur og peningadaður
striðsáranna þarf að hafa gufað upp. I stað þess að sækj-
ast cftir að liafa smábæ að umhverfi fyrir þingið, þurfa
að vera komnir til sögunnar menn sem vilja vinna i
næði og vinna mikið, en lifa jafnframt i fögru, óbrotnu
íslensku umliverfi, upp til fjalla, við vatn og fossanið,
við skóga, liamra og hraun.
------o-----