Tíminn - 14.01.1922, Síða 3
T í M I N N
7
Með því að hér í bænum er nú mikill atvinnuskortur og alt út-
lit fyrir að svo muni verða fram eftir vetrinum, hefir bæjarstjórninni
þótt rétt vera að vara menn úr öðrum héruðum við að iiytja hingað
til bæjarins á þessum vetri til að leita sér atvinnu.
Jafnframt því að birta aðvörun þessa, eru bæjarmenn, er eitthvert
verk láta vinna eða yfir vinnu eiga að sjá, hvattir til að láta innan-
bæjarmenn sitja fyrir atvinnu þeirri og yfir höfuð fyrir vei’kum, sem
þeir þurfa að ráða fólk til í vetur.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, hinn 29. desbr. 1921.
Magnús Jónsson.
Jörðin Gufunes í Mosfellssveit,
ásamt hjáleigunum Knútskoti og Eiði, fæst til ábuðar frá næstu far-
dögum. Lystliafendur snúi sér til einhvers af undirrituðum fyrir lok
febrúarmánaðar næstkomandi.
Reykjavík 10. janúar 1922.
Vilhjálmiir Briem. Páll Ólafsson Jón Árnason.
frá Hjarðarholti.
Tilkyiming.
A fundi, sem Klæðskerameistarafélag Reykjavíkur hélt 4. þ. -m.
var ákveðið að færa sa-umalaun á fötum niður um 10 krónur á klæðnað
og lækkun á annari vinnu í hlutfalli við það.
irni & Bjarni. Andersen Ar Sön. Andersen & Lauth.
Andrés Andrésson. G. Bjarnason & Fjeldsted.
Guðm. Sigurðsson. Halldór & Júlíus. Keinh. Audersen.
Vigfús Guðbrandsson. Töruhúsið.
Forstjórastaðan
við Kaupfélag Borgfirðinga er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1.
júní næstkomandi. Umsóknir sendist undinituðum fyrir 1. nmrs 1922,
sem veita allar frekari upplýsingar.
Svignaskarði 4. des. 1921.
Guðmundur Óiafsson Guðmundur Jónsson
Lundum. Skeljabrekku.
og að þeir bændur versluðu mest
við kaupfélagið, sem viðskifti
sækja til Skipaskaga. því miður
hefir kaupfélagið ekki ennþá séð
sér fært að ganga í Samband ís-
lenskra samvinnufélaga, en félag-
ið er ungt og stendur til bóta.
Aðalatvinnuvegur Skagabúa er
fiskveiðar. Er sjórinn sóktur mest
á mótorbátum og sóktur allfast,
þótt hann svelli á nesinu. En fisk-
verslunin er í höndum kaup-
manna. Er altaf hætt við ókjör-
um þar sem þeir eru einvaldir og
samkepnin lítil. Veit sá, er þetta
ritar, að fiskverð er mikið lægra
a Akranesi en í Ee.ykjavík, og
virðist það benda á, að annað-
hvort sé það ofan við sannvirði í
Reykjavík eða neðan við sann-
virði á Skaganum, nema hvort-
tveggja sé. En vafalaust er fisk-
samlag eitt af framtíðarmálum
Skagabúa, og virðist Skipaslcagi,
sem hefir allgóða bátahöfn, 'liggja
vel við vaxandi sjósókn á þeim
grundvelli.
þótt margt sé þegar myndar-
legt á Akranesi, mælt á íslensk-
an nútíðar mælikvarða, þá virð-
ast framtíðarmöguleikarnir og
vonirnar margfalt meiri, hvort
sem litið er út til hafs eða inn til
lands, en einkum þó til landsins.
Sagt er að nesið liggi undir
skemdum af brimi. Væri líklega
ómaksins vei*t að skoða hvort ekki
mætti stemma stigu fyrir því, því
að þar er hver ferhyrningsþuml-
ungur of dýrmætur til að tapast.
Ungmennafélagið á Akranesi
hefir fyrir nokkrum árum fengið
yfirráð yfir bókasafni bæjarins,
og hefir tekist að leggja því
furðu mikið lið hin síðustu árin.
Virðist það hafa opin augu fyrir
þeim sannleika, að undir gengi
bókasafnsins er að miklu leyti
komið andlegt líf og velferð
Akranesbúa í framtíðinni. Góð
ungmennafélög eru allra félaga
líklegust til að innleiða nýungar,
og þar sem þau hafa bókasafn til
umráða, eins og á Akranesi, ættu
þau að gangast fyrir myndun
námsflokka, er tækju hver sitt
efni til meðferðar, og hver flokks-
maður styddi annan við námið
með ráðum og dáð. Flokksmenn
fengju bækur frá bókasafninu til
lestrar, og mætti velja bækur til
safnsins með tilliti til þess. Svo
hefði hver flokkur fundi við og
við, þar sem rætt væri um efni
bókanna jafnóðum og þær hefðu
verið lesnar. Slíkur námsfélags-
skapur er algengur erlendis og út-
breiðist nú óðum.
Mætti svo fara, að síðar kæmi
í ljós, að sá hinn fríði flokkur,
sem Akranes byggir, sé ennþá lít-
ið annað en framtíðaivonir og
möguleikar þess, sem hann á að
verða.
En ef til vill mætti segja eitt-
hvað svipað um ísland og ís-
lensku þjóðina í heild sinni.
þetta er nú aðeins það, sem
gesturinn sér í skammdegi og
hríðardimmu um jólin. Hitt er
vafalaust margfalt fleiri, sem
hann glöggvar eklti.
Siguigeir Friðriksson.
----o-----
Bundinn er nú endi á írsku mál-
in í bili a. m. k. De Valera forseti
lagðist fast á móti samningnum
við Englendinga. Einkum vildi
hann fella burt ákvæðið um að
írar skyldu vinna Englandskon-
ungi hollustueið. Miklu fleiri
þingmenn írska þingsins gengu í
lið með honum en búist var við.
Samt sem áður tókst honum ekki
að koma í veg fyrir að samning-
urinn yrði samþyktur, en at-
kvæðamunur vár sáralítill. Síðan
átti að kjósa þingforseta. Fékk
De Valera 58 atkvæði en Griffith
60 og er því nú forseti.
— Hinu langa þrefi um skaða-
bótagreiðslur þýskalands er nú
lokið í bili þannig að ákveðið er
að það eigi að greiða 750 miljón-
ir gullmarka á þessu ári.
----_o----
Orðabálkur.
Undir þessari fyrirsögn hefir
ritstjóri Tímans leyft mér að
birta framvegis í hverju tölublaði
orð og orðasambönd úr safni
mínu, ásamt skýringum, sem mér
eru á þeim kunnar. Heimilisfang
þeirra læt eg og fylgja, þegar því
verður við komið, en nöfn heim-
ildarmanna minna tel eg óþarft
að birta.
Eg bið nú sem flesta lesendur
blaðsins að veita orðabálk þess-
um gaumgæfilega athygli, skrifa
orðin hjá sér jafnóðum og þeir
lesa þau og leita upp og skrá í
bók allar myndir þær og merk-
ingar, sem þeir geta gert sér í
hugarlund, að orðin hafi í mæltu
máli. Aftan við skýringarnar bið
eg þá að tilgreina heimilisfang
þein*a og heimildarmenn.
Innan fárra daga kemur á
prent eftir mig „Leiðarvísir um
orðasöfnun“. þar er gerð allræki-
leg grein fyrir ýmsum meginatrið-
um, sem gæta þarf við söfnun
orða. Best þætti mér, að þeir,
sem veita þessari málaleitun
minni liðsinni kyntu sér bækling
þennan — því að ýmislegt má
af honum læra — og höguðu
skýringum sínum líkt og þar er
fyrir mælt, að svo miklu leyti
sem þeir treystast til. Bæklingur-
inn verður vafalaust sendur bók-
sölum út um land og kostar ekki
stórfé.
í trausti þessa fjölyrði eg ekki
frekar um fyrirkomulag skýring-
anna á þessum stað. það vil eg
aðeins taka fram við þá, sem við
beiðni minni verða, að þeir skulu
ekki láta skýringar mínar á orð-
um þessum villa sér sjónir. Sum-
ar þeirra geta verið rangar, aðr-
ar ónákvæmar. því bið eg yður
að miða yðar skýringar alls ekki
við mínar útskýringar á orðunum.
Ennfremur má altaf við því bú-
ast, að þér þekkið orðin og orða-
samböndin í öðrum myndum eða
merkingum en mér eru kunnar.
En þótt þér þektuð þau aðeins í
sömu myndum og merkingum og
skráðar eru í orðabálkinn, bið eg
yður engu að síður að láta mér í
té yðar skýi’ingar á þeim. Með
því eina móti verður fyrir það
grafist hversu víða orðmyndir
þessar og merkingar tíðkast.
þessi málaleitun mín nær ekki
aðeins til þeirra, sem takast á
hendur fyrir mig reglulega orða-
söfnun.heldur og til sem flestra,er
Tímann lesa. Skýringar yðar
sendið þér mér síðan, þegar yður
best hentar. Kærast væri mér þó,
að þér senduð mér þær um hver
áramót. Reglulegir orðasafnarar
þurfa þó ekki að senda mér þær
fyr en með orðasafni sínu.
Ef beiðni þessari verður vel
tekið, sem eg vona, eru miklar
líkur til þess, að unt verði að fá
allrækilegar skýringar á fjölda
orða og orðasambanda, og jafn-
framt hinu, hversu víða þau tíðk-
ast og hvað nú má telja lifandi
mál og hvað dautt. Og sú vitn-
eskja verður að því skapi áreið-
anlegri og víðtækari því fleiri
sem leggja rannsókn þessari lið-
sinni. Fyrirsöfnin er ekki ýkja-
mikil, ef lesandinn skrifar orðin
hjá sér jafnóðum og hann les
blaðið.
þannig mun eg birta smám
saman megnið af orðasafni því,
er eg hefi nú undir höndum, og
söfnum þeim, sem mér berast í
framtíðinni. Orðabálkurinn hefst
þá með orðum þeim, er hér fara
á eftir.
sálarbeígur (-s, og -jar? -ir),
kk„ hnakktaska, gerð úr hertum
kálfsbelg, þannig, að í annan enda
belgsins var festur trébotn, en
hinn dreginn sundur og saman
með bandi. Öræfi (nú dautt).1)
a) „nú dautt" merkir, að orðið sé
eklvi lengur tiðkað í Öræfum. þar
með er ekki loku fyrir það skotið,
að það tíðkist einhversstaðar annars
staðar á landinu. Svo er og um allar
trausti (-a, -ar), kk„ trékyrna
með eyrum. Öræfi (aðeins heyrst
notað af löngu dánum manni, sem
smíðaði slík ílát).
skýjadeild (-ar, -ir), kvk„ rof
á millum skýja. Öræfi (var alg.;
heimildarmaður minn ekki heyrt
það nú). Suðursv. (alg.).
skríma^) (-u, -ur), kvk„ ryttu-
leg rolla. Suðursv., Öræfi.
skjöpp (-ar, -ir), kvk„ pjatla:
það lafir skjöpp við skóinn þinn.
Öræfi (sjaldg.), Suðursv.
skinnskjöpp, skjöpp úr skinni.
Öræfi, Suðursv.
strigaskjöpp, skjöpp úr striga.
öræfi, Suðursv.
þórbergur þórðarson.
----o----
Frá útlöndum.
— Stofnað er félag með því
markmiði að reisa við fjárhag
Norðurálfunnar. Verður höfuð-
stóll félagsins 20 miljónir ster-
lingpunda. Englandi, þýskalandi,
Belgíu, Italíu, Frakklandi, Japan
og Norðurlöndum hefir verið boð-
in þátttaka. Bandaríkjamenn
gangast fyrir.
— Bandamenn buðu Rússum að
taka þátt í viðreisnarþinginu, ef
þeir vildu viðurkenna hinar
gömlu ríkisskuldir Rússa og hætta
undirróðri utan Rússlands. Hafa
nú Rússar samþykt boðið og vilja
að þingið sé háð í London. Áður
aðrar athugasemdir milli sviganna,
að þær gilda aðeins um notkun orðs-
ins á þeim stað, sem tilgreindur er
framan við svigana.
2) eða skrýma?
var gert ráð fyrir að það yrði háð
í Genúa.
— Washingtonráðstefnan hefir
samþykt að banna að nota gas í
hernaði.
— Enskt stórblað segir frá því
að Lloyd George hafi boðist til að
gefa Frökkum eftir 600 miljóna
sterlingpunda skuld, ef Frakkar
vilji aftur á móti gefa þjóðverj-
um upp jafnháa upphæð.
— Haft er það eftir Lloyd Ge-
orge að hann vilji láta England
ganga í hernaðarsamband við
Frakka, bæði til sóknar, en eink-
um til varnar gegn þjóðverjum,
ef Briand forsætisráðherra Frakk-
lands vilji samþykkja tillögur
Englendinga um viðreisn Norður-
álfunnar. Á Frakklandi er risin
allþung alda gegn Briand. Talið
að hann sé um of fylgispakur
Lloyd George.
— Ráðþinginu rússneska er ný-
lega slitið. Iiefir verið besta sam-
komulag milli þess og stjórnar-
innar. Á að tryggja bændum sem
best eignarréttinn á afurðunum.
Á stjórnin að fá nauðsynlegt fjár-
magn inn í landið, með því að
veita sérleyfi til iðnaðar og taka
lán til að kaupa landbúnaðarvél-
ar. Ríkið á að hafa eftirlit með
vöruverslun og umferð peninga.
það heldur einkarétti sínum til
þess að versla við útlönd, en veit-
ir þó einstökum mönnum undan-
þágur þegar það þykir við eiga.
— Árið 1919 hafði svínum í
Danmörku fækkað svo að þau
voi-u ekki nema 700 þús. í fyrra
urðu þau 1 milj. en eru nú orðin
li/2 milj.
— Á árinu sem leið hefir þjóð-
bankinn danski minkað seðlaum-
ferðina um 86 milj. kr.
— Stórbruni varð í borginni
Hartlepool á Englandi. Tjónið er
metið 11/2 milj. kr.
— þjóðverjar skulda nú erlend-
is 787 milj. dollara, en innanlands
21961 milj., en Frakkar skulda
6856 milj. utanlands og 17670
milj. innanlands. Skattarnir eru í
Frakklandi 45,62 dollarar á
hvern íbúa, en í þýskalandi eru
þeir 18,88 dollarar.
— Nýjar kosningar standa fyr-
ir dvi'um á Englandi.
— Rússastjórn hefir sent sendi-
boða til Peking til þess að bjóða
Kínverj um hernaðarbandalaggegn
Japönum.
— Deilur vaxa milli ítala og
Suður-Slafa. ítalskir sjóliðsmenn
sem höfðu landgönguleyfi í borg
Suður-Slafa, lentu í illdeilum við
borgarbúa. Síðan skutu ítalir á
bæinn og særðu marga menn.
— Stærsti banki ítala hefir
orðið að hætta útborgunum. Eins
og vænta mátti hefir miklum óhug
slegið á almenning.
— Stjórn Austurríkis hefir veð-
sett Englendingum mestu lista-
verkin sem til eru þar í landi
fyrir 3 milj. sterlingpunda, en
verð þeirra er talið ferfalt hærra.
— Uppreistin magnast á Ind-
landi. Hefir hið „alindverska mú-
hameðsmannafélag" lýst yfir að
stofnað sé lýðveldið: Sameinuð
bandaríki Indlands.
— Allsherjar járnbrautar-
mannaverkfall vofði yfir á þýska-
landi, en því var afstýrt á síð-
ustu stundu.
— Kirjálar hófu uppreist ,
nóvember gegn Rússum. Gekk
uppreistarmönnum vel í fyrstu,
enda voru þeir allvel búnir að
skotfærum, en síðar biðu þeir
lægri hlut. Gruna Rússar Finna
um að hafa staðið að baki upp-
reistarmönnum og hafa snúið
miklum fjandskap á hendur
Finnum.
----0----
Á víð og dreíf.
Tvær Morgunblaðsmeiulokur.
Aðstandendur Mbl. hafa í bæjar-
stjórn Reykjavíkur verið frakkastir
að standa á móti því að sölumjólk
bæjarins væri gerilsneidd. En þeir
þora samt eklii að bcra ábyrgð gerða
sinna opinberlega, og lætur hátt í
málgagni þeirra; kveinstafir yfir þvi,
að Tíminn skuli ætla að segja frá,
hverjir af fulltrúum bæjarins halda
sérstakri verndarhendi yfir veikind-
um i bænum. Iléraðslæknir Rvikur,
Jón Iljaltalín, leggur afarmikla á-
herslu á, að öll mjólk, sem notuð er
í bænum, verði gerilsneidd. Óttast m.
a. að taugaveiki geti gosið upp og
gcrt mikið tjón þá og þegar, ef hin-
um gamla óþrifnaði er haldið áfram.
En glcðilegur vottur er það, að verj-
endur taugaveikinnar skammast sín
fyrir að standa við orð sin og gerð-
ir frammi fyrir þjóðinni.
í öðru lagi hefir embættalið bæjar-
ins stórreiðst út af tillögum Tímans
um sparnað i starfsmannahaldi
landsins. Hefir þó ekki verið minst,
að þegar launamálið var til umræðu,
var Tíminn eina blaðið, sem hélt þvi
fram hiklaust, að launa yrði nauð-
synlegum starfsmönnum landsins svo
að viðunanlegt væri. En nú í harðær-
inu hefir verið bent á tvent sem gera
mætti. Fyrst að reyna að færa sam-
an og fækka óþörfum embættum. Og
í öðru lagi og sérstaklega að lög
landsins væru ekki þverbrotin með
því að láta suma .embættismenn fá
mikið hærri laun heldur en þingið
hefir ætlast til. Dæmi um þetta liafa
verið margnefnd og sönnuð.
Embættlingarnir hyggjast nú að af-
saka lögbrot sín með dylgjum um
það, að kaupfélögin borgi vel sínum
starfsmönnum. Ilafa milliliðirnir bú-
ið til margar lygasögur um þau efni
og látið berast yfir búðarborðin. Hafa
starfsmenn félaganna þá stundum
fengið laun sin fimmfölduð í þess-
um skáldskaparheimi. En vitanlega
kemur eigendum Mbl. ekki fremur