Tíminn - 25.02.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1922, Blaðsíða 4
30 T 1 M I N N Framh. af 1. síðu. Á mann koma að meðaltali..........................— 585.14 B. 1. Mjólk úr 2 kúm áætl. 4000 pt. 0.40................kr. 1600.00 2. Sauðfjárafurðir samkv. verslunarreikn. um .. .. — 2670.00 3. Sauðfjárafurðir lagðar til heimilis áætl..........— 400.00 4. Vextir af sjóðeignum um ,.........................— 80.00 * Samtals kr. 4750.00 þar frá dregst: a. Opinber gjöld um.....................kr. 230.00 b. Vinnulaun greidd út úr búinu ca. . . — 600.00 ---------------- 830.00 Eftir verða kr. 3920.00 Reikningshagur versnaði á árinu um ca................— 2200.00 Ileimiliseyðsla virðist því hafa verið um............— 6120.00 J>. e. á mann á ári um kr. 874.28, en á dag um kr. 2,40 V. dæmi. 5 menn í heimili. • x\. 1. Mjólk úr 1 kú áætl. 2000 pt. 0.40...................kr. 800.00 2. Ull af 50 kindum 50 kg. 3.60 .. .. kr. 180.00 40 kindur til slátrunar 25.00 .. .. — 1000.00 —----------------1180.00 Samtals kr. 1980.00 Á mann koma að meðaltali............................ — 396.00 B. 1. Mjólk úr 1 kú áætl. 2000 pt. 0.40................kr. 800.00 2. Sauðfjárafurðir samkv. verslunarreikn................— 1015.00 3. Sauðfjárafurðir lagðar til heimilis áætl.............— 150.00 Samtals kr. 1965 J>ar frá dregst: a. Opinber gjöld um.......................kr. 40.00 b. Skuldavextir.............................— 50.00 c. Jarðargjöld um...........................— 200.00 d. Útgjöld, sem ekki teljast til árskostn- aðar, um.................................— 800.00 ---------------- 1090.00 Eftir verða kr. 875.00 Skuldir uxu á árinu um ca...........................— 2800.00 Heimiliseyðsla virðist því hafa verið um .. . . — 3675.00 J>. e. á mann á ári kr. 735.00, en á dag um kr. 2.00 VI. dæmi. ÍOJ^ maður í heimili. A. 1. Mjólk úr 3 kúm áætl. 6000 pt. 0.40.................kr. 2400.00 2. Ull af 95 kindum 95 kg. 3.60 . . . . kr. 342.00 70 kindur til slátrunar 25.00 .........— 1750.00 ----------------- 2092.00 3. Aðrar tekjur áætl. um..............................— 2000.00 Samtals kr. 6492.00 Á mann koma að meðaltali um.....................kr. 618.28 B. 1. Mjólk úr 3 kúm 7363 pt. 0.40....................kr. 2945.20 2. Sauðfjárafurðir samkv. verslunarreikn. um . . . . — 1852.00 3. Sauðfjárafurðir lagðar til heimilis um..........— 350.00 4. Vextir af sjóðeignum um . . . ......................— 94.00 5. Aðrar tekjur um.................................— 2000.00 Samtals kr. 7241.20 J>ar frá dregst: a. Opinber gjöld um............. . . kr. 210.00 b. Byggingarkostnaður o. fl., sem ekki telst til árskostn., um...............— 1900.00 ----------------2110.00 Eftir verða kr. 5131.20 Reikningshagur versnaði á árinu um ca.............kr. 2800.00 Heimiliseyðsla virðist því hafa verið um . . . . — 7931.20 J>. e. á mann á ári kr. 755.35, en á dag um kr. 2.07 í dæmum þeim, sem hér eru til- færð, verða tekjurnar í A-lið of- an við meðallag aðaláætlunarinn-* ar (í I. kafla) í öllum dæmunum nema einu, enda eru bændur þeir, sem þau dæmi (5) eru tekin af, allir sjálfseignarbændur og í lausafjártekjunum því fólgið nokkuð af eignartekjunum. 1 B- iið dæmanna verður munurinn þó meiri og stafar það aðalega af tvennu. 1 fyrsta lagi af því, að þótt ullarverð 1920 væri töluvert neðan við meðallag árin 1915—18 — sem aðaláætlunin og A-liður búnaðardæmanna miðast við — voru sláturfjárafurðir á hinn bóg- inn mikið ofan við meðaltalið, og það skiftir meiru í S.-þingeyjar- sýslu, þar sem kjöt er aðalversl- unarvaran. í öðru lagi hafa bænd- ur í S.-J>ingeyjarsýslu færra sauð- fé yfirleitt en gerist í öðrum sauð- fjárræktarhéruðum, en gera bet- ur við það og hafa af því meiri tekjur, hlutfallslega við tölu. þetta kemur meðal annars fram í því, að margt af ánum er tví- lembt og fjárfjölgunin því meiri en ærtölunni nemur. Og af því leiðir aftur, að sláturféð verður yfirleitt fleira en áætlað er í A- lið dæmanna. í 5. dæminu einu verða tekjurnar neðan við meðal- lagið, sem einkum mun stafa af fóðurþröng vorið 1920. — í 6. dæminu, B-lið, er kúamjólkin tek- in eftir mjólkurskýrslu og bendir það til, að nythæð kúnna muni vera sett of lágt í hinum dæmun- unum og heimiliseyðslan talin fremur van en of. III. þær ályktanir, sem leiddar verða af áætlunum og dæmum þeim, sem hér fara á undan, eru: 1. A ð tekjur landsmanna muni ólíklega vera minni en áætlað er i I. kafla — að minsta kosti af landbúnaði. En líklega heldur ekki mikið meiri. 2. A ð þrátt fyrir það, að tekj- ur af. landbúnaði voru árið 1920 ofan við meðallag árin 1915—18 — að minsta kosti í S.-J>ingeyjar- sýslu — hrukku þær*|þó ekki nándar nærri fyrir útgjoídum það ár. J>ar sem bændur þó yfirleitt efnuðust áriri 1915—18 — og að vísu einkum árið 1919 —- en töp- uðu árið 1920, og það yfirleitt meira en dæmi þau, sem hér eru talin, sýna — þá er ljóst, að tap- inu veldur einkum verðhæð hinna útlendu vara, sem komst á hæsta stig 1920, og almenn ógætni í kaupum, sem meðfrarri stafar af því, að menn stóðu vel eftir árið 1919, og treystu sér því um of í verslunarsökum. — Flest búnað- ardæmin hér að framan (5 af 6) eru tekin af heimilum, þar sem ekki eru önnur hjú en börn hús- bændanna, og tekjur hvers heim- ilis eru taldar í einu lagi, þ. e. tekjur foreldra og barna teknar saman. Standa því vinnulaun barnanna ýmist inni í búum for- eldranna, eða koma fram í vax- andi sjóðeignum, sem í dæmun- um eru látnar standa á móti vax- andi skuldum, eða innstæðu rím- un foreldranna. Hagur bændanna sjálfra hefir því í rauninni versn- að meira en dæmin sýna. 3. A ð þetta bendir ljóst á eina af aðalorsökunum til fjárhags- vandræða þjóðarinnar 2 síðustu árin, þá, að gjaldeyririnn hrekk- ur ekki fyrir gjöldunum yfirleitt. Tapið á síldinni, fiskhringsbrask- inu, togarakaupunum o. fl. árin 1919—20 gleypti að miklu leyti gróða undangenginna ára, sem annars hefði getað varið landið fyrir kreppunni að þessu, og ef til vill til fulls. En þess gróða hefði ekki þurft með til varnar- innar, ef jöfnuður hefði haldist að öðru leyti með gjaldeyri og gjöldum. Að sá jöfnuður fór út um þúfur, stafar á hinn bóginn eflaust að talsverðu leyti af þeirri fjárþurð, vaxtahækkun og öðrum viðskiftaörðugleikum, sem af tap- inu leiddu, og fram koma í al- mennri verðhækkun útlendra vara. 4. A ð þrátt fyrir það, að tekj- ur bænda — í S.-J>ing. — voru með meira móti 1920 og útgjöld- in með langmesta móti, virðist þó hin eiginlega érseyðsla, fæði, klæði, húsnæði o. s. frv., ekki hafa verið nema um 800 kr. á mann að meðaltali á árinu, lítið eitt á þriðju krónu á mann á dag — og þó talsvert yfir meðaltekjur ein- staldinga þjóðarinnar. 5. A ð sú kredda, að gjöld til ríkissjóðs hvíli aðallega á sjávar- útveginum, nær ekki neinni átt. Tekjur ríkissjóðs eru að mestu leyti ýmiskonar óbeinar tekjur (tollar) af viðskiftalífinu, sem leggjast að lokum á vörurnar, sem almenningur kaupir og við- skiftalífið yfirleitt — og eiga sinn þátt í dýrtíðinni. Embættismenn- ir'nir velta af sér þessum sköttum með því að þoka upp laununum, og kaupsýslumenn á líkan hátt. — og ennþá fremur — með því að leggja þá og ríflega það, á vör- urnar, sem þeir versla með, og önnur viðskifti. J>eir koma því í rauninni aðallega niður á fram- leiðendum — og einkum vinnu- lýðnum, þ. e. þeim, sem engu geta af sér velt. Hvorir meira græða, landbúnaðarmenn eða 1 sjávarút- vegsmenn, fer aðallega eftir því, hvorir meifa geta verslað. J>etta gengur vafalaust nokkuð upp og niður og verður ekki fundið til hlítar nema með mikilli rannsókn og útreikningum. I afskektum sveitum, sem lítið versla, koma þeir lítið við. En af dæmum þeim, sem sýnd eru hér að framan, er ljóst, að bændur versla sumstað- ar mikið og greiða þar af leið- andi mikið í ríkissjóð. 6. A ð tekjur landsmanna eru mjög misjafnar. J>að sem ofan við meðallagið er, hlýtur altaf að koma til frádráttar hjá hinum, neðan við það eru. Nú virðist með- altalsupphæð teknanna ekki vera hærri en svo, að sparlega þurfi með hana að fara, eigi hún að hrökkva fyrir brýnustu nauðsynj- um. Mikill hluti þjóðarinnar hlýt- ur því að lifa við erfið kjör. 7. A ð útgjöld þjóðarinnar til ríkissjóðs eru meiri — miklu meiri — en hún getur staðið við í bráð og lengd. ,Ferðamenska( og samvénnnlögín. VI. Ýmsir hafa spurt mig, hversvegna sonur Jóh. Jóh. hefði byrjað þessa giftulitlu herferð, þar sem fyrst sann- aðist, að sá starfsmaður samvinnufé- laganna, sem liann vildi innlima í söfnuð „ferðamannanna", hefir und- anfarin ár haft fyrir mörg störf um, 2/s af normal-árskaupi því, sem land- ið hefir borgað fyrir eitt starf, og þar sem Lárus í öðru lagi varð að eta oían í sig skilyrðislaust, dylgjur sín- ar um, að hr. H. Kr. forstjóri Sam- bandsins, mundi gefa fjármuni félags þess, er hann stendur fyrir, á báðar hendur til starfsmanna sibna. Spurn- ing þessi er eðlileg, og skal henni svarað hér. Kaupfélögin og Sambandið borjast á móti því, að félagsmenn þeirra verði að féþúfu fyrír milliliðina. Sú barátta er þó ekki gerð til að skaða milliliðina, heldur til að verja al- menning. í stað þess að einstakir menn geti með verslun rakað sam- an miklu meira fé, en þeir hafa með að gera og þurfa með, láta félögin hæfilega marga menn vinna verslun- 7 arstörfin, og fyrir hæfilegt kaup. Sparnaðurinn hverfur aftur til fé- lagsmanna, sem eiga fyrirtækið. Fyrir þessa réttmætu og þjóðbæt- andi starfsemi verða kaupfélögin fyr- ir sifeldum árásum og hatri frá hálfu milliliðanna. þeir geta ekki fyrirgef- ið félögunum, að þau verja nokkurn hluta þjóðarinnar fyrir hernaði þeirra. Nú nýverið hafa margir samvinnu- menn neyðst til að verja félagsskap sinn með pólitiskum samtökum. Sam- vinnuflokkur er að myndast í land- inu. Og nokkrir menn í þessum sam- vinnuflokki hafa gerst svo djarfir að áfella opinberlega ólöglega há laun úr landssjóði, sem sumir starfsmenn hafa skamtað sér og gæðingum sín- um. þessir samvinnumenn liafa á sviði stjórnmálanna viljað beita sömu reglu og í versluninni. Bæði í versl- un og í þjónustu landsins væri verka- maðurinn verðui’ launa — en ekki margfaldra launa. Viðbúið var að starfsmenn landsins sýndu mótstöðu, þeir sem ráku þar einskonar kaupmensku við landssjóð, alveg eins og kaupmenn sjálfir á verslunarsviðinu. En til að tengja saman þessar tvær fylkingar, sem hafa hagsmuna að gæta í skiftum við samvinnuflokk- i'nn, þurfti mann eða menn, sem átti heima í báðum herbúðunum, mann sem bæði var „ferðamaður" í skift- um við landssjóð, og lifði á ágóða kaupmanna af verslunarstarfsemi þeirra. þessi maður var til, nefnilega „ut- anríkisráðherrann". Hann hefir offr- að sinni gáfu í Mogga, -og lofar meiru. Væntanlega bætast fleiri í hópinn síðar, sem líkt stendur á fyrir. Dylgjur Lárusar og ósannindi um einstaka starfsinenn Sambandsins eru vitanlega aukaatriði. Eins og mál- inu er háttað, myndi slíkur maður beita • sömu aðferð gagnvart sam- vinnumönnum, hverjir sem þar ættu í hlut. Óvild „ferðamannanna" í póli- tik og verslun er stefnt móti hugsjón samvinnuflokksins. Til að ná því tak- marki, að veikja þann flokk og minka þar ineð áhrif lians, er stórskotun- um beint að tveimur varnarvirkjum: Samvinnuskólanum og samvinnulög- unum. Frá sjónarmiði „ferðamannanna" er þetta ekki allskostar illa til fund- ið. Samvinnufélögin eru það skipu- lag, sem slíkir menn liafa mestan beig af. Félögin eru fjölmenn, og á- hrifa þeirra er farið að gæta allmik- ið, bæði í verslun og fleiri lands- málum. Hverjum manni er samt ber- sýnilegt, að félög þessi hafa hvergi nærri náð fullum þroska enn. Til að geta það, þurfa þau að uppfylla þrjú skilyrði: 1. Ilafa fast og örugt skipulag. 2. Ráða yfir miklu fjármagni. 3. Hafa innan sinna vébanda sem allra flesta áhugasama og félagslega þroskaða menn. Tvö fyrstu skilyrðin tryggja sam- vinnulögin. Einmitt nú í vetur eru öll samvinnufélög landsins að taka upp hið nýja form. Og allra þýðing- armestu ákvæðin í þessu nýja formi eru sjóðmyndanirnar. Eftir 20 ár munu íslensku félögin ráða yfir miljónum króna í sjóðum sínum, og verða vel á veg komin með að gera allan þorra landsmanna fjárhagslega sjálfstæða, og landið frjálst í versl- unarlegum skilningi. Að sama skapi dreifir Samvinnu- skólinn þekkingu og eykur áhuga ungu kynslóðarinnar fyrir viðreisn þjóðarinnar. þessi þrjú orð: skipu- lag, fjánnagn, þekking, eru skýring á taumlausri reiði og ofsóknaræði þeirra manna og stétta, sem byggja upphefðarvon sína á niðurlægingu og félagslegum vanmætti almennings. Samvinnufélögin eru hækkandi stjarna í landinu. Á verslunarsviðinu standa þau í harðri orustu við óþarfa milliliði. þau eru nú að leggja inn á landsmálasviðið og beita þar sömu aðferð: Mannslaun fyrir mannsverk. þar byrjar nýtt stríð við „ferðamenn- ina“ eða hina pólitisku milliliði. Að því er virðist.. er það nú tilgangur þessara sameinuðu stallbræðra að gera gagnáhlaup, sem á að miða að því að fá samvinnumenn til að svifta ]ðri Mirstir í Varnsdal fæst til kaups og ábúð- ar í n. k. fardögum. Sernja ber við eiganda jarðar- innar. Guðmund Magnússon Guð- rúnastöðum eða cand. jur. M. Magnússon Hveriisgötu 80. Reykja- vík. sjálfa sig aflinu, með því að van- rækja skynsamlegar tryggingar, hæði um fjármagn og þekkingu. Frh. J. J. ----o--- Sveitamenn og bæjar. Morgunblaðsrithöfundur einn hefir komist í vont skap út af því hvaða menn hafa verið ráðn- ir starfsmenn við alþingi. Hann kennir Tímanum um, og- munu menn þó eiga erfitt um að átta sig á því, því að enginn forset- anna, sem starfsmennina ráða, er úr þeim flokki, sem næst stend- ur Tímanum. Höf. þessi reiðist af því að það séu að nokkru leyti menn ofan úr sveit sem fái atvinnu við þingið, en ekki eintómir Reykvíkingar. Segir höf. að atvinnuleysi hafi verið auglýst í Reykjavík og því gangi það hneiksli næst að láta sveitamenn fá atvinnu á alþingi. Hann kallar þetta „Tímastefn- una í framkvæmd“, og í kaupbæti fylgja nokkur skamaryrði. pótt þessi starfsmannaráðning sé Tímanum alveg óviðkomandi, er tilefnið gott til að lýsa því yfir að Tíminn er höf. þessum alveg ósammála. Sá hugsunarháttur liggur á bak við að alþingi sé háð fyrir Reyk- víkinga og aðra landsmenn ekki. Reykvíkingar og engir aðrir eigi að gína þar yfir öllum störfum. Nánar útfært kæmi að því að eng- ir aðrir en Reykvíkingar mættu verða þingmenn. Tíminn er algerlega andstæður þessum hugsunarhætti, og ef að því ræki, að Tíminn fengi að koma stefnu sinni „í framkvæmd“, eins og höf. segir, þá skal það ásannast bæði um þetta starfs- mannaval og annað, að Tíminn mun ekki síður Jeita slíkra starfs- manna út um sveitir landsins en í Reykjavík. Tíminn trúir ekki á neina sér- liæfileika Reykvíkinga til að leysa af hendi almenn störf, og neit- ar algerlega sérréttindum Reyk- víkinga til opinberra starfa. Ilonum er óhætt, höf. þessum, að halda áfram að skamma Tím- ann í þessu efni, því að það mun síst batna, þegar „Tímastefnan kemst í framkvæmd“. ----o--- Orðabálkur. lui'ða (-u, vantar flt. ?), kvk., lítilsháttar lasleiki. Skagf. Eyf. vella (-u, vantar flt. ?), kvk., = lurða. Veit ekki hvar. lumbra (-u, vantar flt. ?), kvk., = lurða. Veit ekki hvar. slæpa (-u, vantar flt. ?), kvk., smávegis hvíld og jafnvel sofna dúr meðan hvílst er: fá sér slæpu. Skagf. Eyf. Prentvilla í næstsíðasta orða- bálki: páski., Á að vera páskur. ----------------o---- Kosningin í Suður-þingey j ar- sýslu fór á þá leið að Ingólfur fékk 801 atkvæði en Steingrím- ur sýslumaður 469 atkvæ.i Kosn- ingin var með afbrigðum vel sótt, enda var veður ágætt á kosninga- daginn. Ritstjóri: Tryggvi J>órhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta, j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.