Tíminn - 25.02.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1922, Blaðsíða 1
©jaíbtei Cimans cr Sigurgeir ^ r i í> r i f s f o n, Sambcmbsfyúsinu, Reyfjavíí. Címans er bjá (5 u í> g e i r i 3 ó n s f y n i, íjperftsgðtu 34. Sími 286- VI. ár. Reykjavík, 25. febrúar 1922 8. blað Yínöld og kúgunar. Réttar hafa reynst spár þeirra manna, er svartsýnastir voru um afstöðu mála okkar Islendinga gagnvart Spánverjum, að svo miklu leyti sem landsstjórn ís- lands hefir verið við riðin. Og svo mikla launung hefir landsstjórnin látið vera um mál- ið, að öllum þorra þingmanna kemur það alveg á óvart hversu komið er af hálfu stjórnarinnar. Á leynifundi í þingbyrjun gaf forsætisráðherra bráðabirgða- skýrslu um málið. Stjórnarfrum- varpið um undanhaldið var þó ekki borið fram fyr en í gær, og kemur til fyrstu umræðu í dag. Liggur sa orðrómur á, að þeim drætti valdi það, að spánska stjórnin hafi áskilið sér að líta yfir frumvarpið og hefir ekki ís- lensk landsstjórn fyr látið svín- beygjast svo, ef satt er. Aðalatriði hins nýja frumvarps eru þessi: Á pappírnum er látið líta svo út sem ekki sé um afnám bannlag- anna að ræða, heldur breytingu. Fullkomlega frjáls innflutning- ur á að vera á öllum vínum sem ekki er í meira en 21%*) af vín- anda að rúmmáli. Sömuleiðis er afnumið alt bann um veitingu, sölu og flutning slíks áfengis um landið. ' Um þau vín, sem eru enn sterk- ari, eru gömlu bannlagaákvæðiu talin að gilda. Islensku stjórninni leyfist að setja „með reglugerð ákvæði til varnar misbrúkun við sölu og veitingar vína" undir 2lfo. En sá böggull fylgir skammrifi að „þó mega ákvæði þessi ekki ganga svo langt að þau geri að engu und- anþágu vína þessara frá ákvæð- um aðflutningsbannlaganna". Hver úrskurðar um þetta? Vit- anlega stjórn Spánverja. Og er því augljóst að hér er um einkis- vert ákvæði að ræða. Spönsku vín- unum á að veita sem rækilegast á nýtísku veitingakrær um alt ís- land. Lögin eiga að öðlast gildi þeg- ar í stað. Stuttar athugasemdir fylgja þessum Bakkusar-Gleipni lands- stjórnarinnar. Segir þar berum orðum að Gunnar Egilson hafi verið um- boðsmaður íslensku stjórnarinn- ar og unnið með sendiherra Dana í Madrid. Ekki er vikið að neinu öðru sem stjórnin hafi gert, en það borið blákalt fram, að spánska stjórnin hafi verið ófáanleg til að falla frá kröfu sinni. Hafi samningurinn fengist endurnýjaður til bráða- birgða með því skilyrði að ís- lenska stjórnin skuldbindi sig til að leggja fyrir alþingi slíkt frum- varp. Vikið er aftur að því að ekki megi gera þær ráðstafanir gegn misbrúkun vína þessara, sem gerðu undanþágunaþýðingarlaus^. Að lokum segir svo: „Við safningsumleitanirnar var bygt á því, að frestur til 15. mars þ. á. væri nægur til að koma lögum *) Nú er bannað að flytja inn vín með 2*/4 af vínanda að rúmmáli. Rýmkunin er því nálega tíföld, í þessa átt í framkvæmd, og þarf því að hraða afgreiðslu þessa máls". — Svo mörg voru þau orð. II. Eru Islendingar þá miklum mun meiri skapstillingarmenh en forfeður þeirra, ef þeim er ekki allflestum þungur hugur í brjósti við þessi tíðindi. Og væri hann ekki að steypast úr stóli, maðurinn sem verið hef- ir forsætisráðherra íslands undan- farið, þá myndu nú á honum dynja þyngri dómar, en yfirleitt eru feldir samlendra manna i milli. Hér í blaðinu hefir mál þetta verið svo rækilega rætt undanfar- ið, að þess gerist ekki þörf að rifja það upp. það sem nú liggur fyrir er það, hversu alþingi beri að snúast við þessum tíðindum. Skal vikið að fáum einstökum at- riðum í því efni. Er þá fyrst þess meginatriðis að geta: að hingað til hefir ekkert verið gert af hálfu stjórnar ís- lendinga um að bjarga málinu, annað en það sem líklegast er að verið hafi til hins mesta ógagns. Hið fyrst sem alþingi og hin nýja landsstjórn á að gera er það, að kalla Gunnrr Egilson, ritstjóra andbanninga fyrverandi, heim frá Spáni, og senda nefnd hæfra inanna suður þangað. Sjálfsagðasta krafan sem þjóð- in á til þings og stjórnar er sú, að alt sé gert sem unt er til bjarg- ar málinu. þeirri kröfu er ekki fullnægt enn. þingið hlýtur því að fella frum- varp þetta og fela stjórninni — nýrri stjórn — aðgerðir í"málinu.. Önnur sjálfsagða krafan sem þjóðin á er sú, að ekki verði lát- ið undan þessari kúgunartilraun, nema þjóðin sjálf gjaldi því já- kvæði með allsherjar atkvæða- greiðslu. Hér er um lög að ræða sem þjóðin hefir sjálf heimtað með alþjóðaratkvæði. það er ekki hægt að svifta hana þeim, án þess hún sé sjálf kvödd til ráða. Að lokum aðeins þetta: pað þarf ekki að rifja upp það sem áður hefir verið frá sagt hér í hinar ágætu horfur um sigur í máli þessu: um undanhald Spán- verja gagnvart Norðmönnum, um hina afleitu aðstöðu Spánverja að öllu leyti, um hina miklu og öflugu samúð og hjálp sem okk- ur er vís hvaðanæfá að í heim- inum, um alla möguleikana um markað utan Spánar. þessi atriði eru til hinnar mestu uppörfunar. Déilumálið frá í sumar, um það, hvort hér væri um kúgun að ræða, eða ekki, er alveg úr sögunni. Hin síðustu tíðindi hljóta að hafa sannfært alla. Niðurlagsorð athugasemda stjórnarinnar um frumvarpið, að samningum verði að ljúka fyrir 15. mars, reynast blekking ein, þá er minst er hinnar opinberu til- kynningar, sem birt var eigi alls fyrir löngu, að samningurinn væri framlengdur til þriggja mán- aða, og þá mánaðar uppsagnar- frestur. Og nú stendur það fyrir dyr- um að takmarka eyðsluna í land- inu, með innflutmngsbönnum á erlendum ónauðsynlegum varn- ingi, og að veita styrk hinni inn- lendu verslunarstétt. því samhliða ætti að opna víðar gáttir fyrir víninu og vínbölinu og selja sig undir kúgunarvald spánskra vín- kaupmanna. Hver er sá Islendingur, sem réttir upp hönd til samþyktar slíku að óreyndu viðnámi?. Erlend eða innlend verslun. það munu hafa fundið allir verslunarrekendur, bæði kaup- menn og kaupfélög, að verslunar- aðstaðan hefir lengi undanfarið, verið að mun óhagstæðari fyrir hina innlendu verslunarstétt, en fyrir þá útlendu kaupmenn, sem hér hafa rekið verslun. Yfir- færsluvandræði og tap og áhætta af gengi, kemur að mun minna niður á þeim kaupsýslumönnum, sem hafa aðalbækistöð sína og bankaviðskifti erlendis. það er tvímælalaust að innlendu verslunarstéttinni í heild sinni stendur af þessu hin mesta hætta. það sjálfstæði, sem hin innlenda verslunarstétt hafði aflað sér, gagnvart dönskum kaupmönnum sérstaklega, er í hættu. Sú nýja verslunarstefna, sem flutt hefir verið hér í blaðinu undanfarið, og á a. m. k. töluverðu fylgi að fagna á alþingi, miðar að vísu fyrst og fremst að því að minka eyðsluna í landinu og skapa möguleika til þess að gjaldeyri landsins sé fyrst og fremst varið »til þess að standast brýnar þarfir. Hún er að því leyti liður í fjár- hagslegri viðreisnarbaráttu þjóð- arinnar. En þessi verslunarstefna felur og meira í sér. Hún er og, verði henni rétt beitt, liður í þjóðlegri og fjárhagslegri. viðreisnarbar- áttu, að því leyti að hún á að styrkja hina innlendu verslunar- stétt í heild- sinni í hinni óhag- stæðu baráttu við útlendu kaup- mennina. Liggur það svo beint við, að þessu má á þann veg beita, og hlýtur að verða á þann veg beitt, að ekki þarf nánari greinargerð- ar. þetta hefir a. m. k. töluverður hluti kaupmannastéttarinnar skil- ið réttilega, ekki síst á þeim svæð- um landsins þar sem útlenda kaup mannavaldið er mest. Og jafn- framt hafa margir hinna best mentu kaupmanna fallist á þessa verslunarstefnu, af því að hún sé eina leiðin út úr ógöngunum. Væxn þá vel ef meginþorri ís- lenskra verslunarrekenda gæti staðið saman umí að rétta hag innlendrar verslunar gegn á- gengni útlendu kaupmannanna. Nýlátin er hér í bænum frú Margrét Magnúsdóttir Ólsen, ekkja Ólafs læknis Guðmundsson- ar á Stórólf shvoli, en systir Björns ólsens prófessor. Var hún hin mesta merkis- og rausnar- kona um alla hluti. Sópaði eink- um að henni í starfi hennar fyrir bindindis- og líannmálið, meðan hún var á léttasta skeiði eystra. Mikið af fréttum, bæði frá al- þingi og öðru, verður að bíða næsta blaðs. Tekjur þjóðarinnar. Eftir Sigurjón Friðjónsson. II. þá áætlun um tekjur þjóðar- innar, sem hér fer á undan, má prófa með samanburði við tekjur einstakra manna. Eg er ekki svo kunnugur högum sjávarútvegs- manna, að eg treystist til að gera áætlanir um afkomu einstakra manna í þeirri stétt. Á hinn bóg- iim get eg farið nærri um tekjur bænda, að minsta kosti í mínu eig- in héraði. Eru hér á eftir tilfærð nokkur dæmi, sem benda í þá átt, að tekjur af landbúnaði muni ólíklega vera minni yfirleitt en áætlað er hér að framan. Er A- liður í hverju dæmi bygður á sama hátt, þ. e. eftir sömu regl- um og aðaláætlunin, en B-liður á raunverulegum verslunarreikning- um að nokkru leyti, en að öðru leyti á framtalsskýrslum og áætl- unum, og gerir að auki nánari grein fyrir afkomunni. Dæmin eru tekin af árinu 1920. I. dæmi. 8 menn í heimili. A. 1. Mjólk úr 4 kúm áætl. 8000 pt. 0.40........kr. 3200.00 2. Ull af 150 kindum áætl. 150 kg. 3.60 kr. 540.00 110 kindur til slátr. áætl. 25.00 .... — 2750.00 ,--------------------3290.00 3. Aðrar tekjur............. ........— 200.00 Samtals kr. 6690.00 Á mann koma að meðaltali á ári..........— 836.25 B. 1. Mjólk úr 4 kúm áætl. 8000 pt. 0.40........— 3200.00 2. Sauðf járafurðir samkv. verslunarreikningi .. .. — 4025.00 3. Sauðf járafurðir lagðar til heimilis áætl....... — 500.00 4. Vextir af sjóðeignum um .............. — 450.00 5. Aðrar tekjur áætl................. — 200.00 Samtals kr. 8375.00 þar frá dregst: a. Opinber gjöld (auk tolla) um .. .. kr. 300.00 b. Vinnulaun greidd út úr búinu um .. — 300.00 c.Sjúkrakostnaður o. fl., sem ekki heyrir til ársútgjalda............— 1400.00 -----------------------2000.00 Eftir verða kr. 6375.00 Reikningshagur versnaði á árinu um ca.....— 1500.00 Heimiliseyðsla virðist því hafa verið ca.....— 7875.00 p. e. á mann á árinu kr. 984.38, en á dag um kr. 2.70 II. dæmi. 7 menn í heimili. A. 1. Mjólk úr 2 kúm áætl. 4000 pt. 0.40......kr. 1600.00 2. Ull af 108 kindum 108 kg. 3.60 . . kr. 388.80 85 kindur til slátr. 25.00........— 2125.00 -----.-----------------2513.80 3. Aðrar tekjur áætl. .. .......... .... — 200.00 Samtals kr. 4313.80 Á mann koma að meðaltali á ári........— 616.25 B. 1. Mjólk úr 2 kúm áætl. 4000 pt. 0.40......kr. 1600.00 2. Sauðf járafurðir samkv. verslunarreikn....... — 3250.00 3. Sauðfjárafurðir lagðar til heimilis áætl....... — 850.00 4. Vextir af sjóðeignum um..........\.. .. — 300.00 5. Aðrar tekjur um.................. — 1100.00 Samtals kr. 6600.00 þar frá dregst: a. Opinber gjöld um............kr. 200.00 b. Utgjöld, sem ekki teljast til árskostnað- ar um....................— 1000.00 -----------------------1200.00 Eftir verða kr. 5400.00 Reikningshagur batnaði á árinui um ca.......— 750.00 Heimiliseyðsla virðist því hafa verið......— 4650.00 p. e. á mann á ári um kr. 664.30, en á dag um kr. 1.82 III. dæmi. 8 menn í heimili. A. 1. Mjólk úr 3 kúm áætl. 6000 pt. 0.40........kr. 2400.00 2. Ull af 100 kindum 100 kg. 3.60 .. kr. 360.00 70 kindur til slátrunar 25.00 . . .. — 1750.00 -----------------------2110.00 3. Aðrar tekjur áætl........,........— 100.00 Samtals kr. 4610.00 Á mann koma að meðaltali..............kr. 576.25 B. 1. Mjólk úr 3 kúm áætl. 6000 pt. 0.40........kr. 2400.00 2. Sauðf járafurðir samkv. verslunarreikn. um .. .. — 2150.00 3. Sauðfjárafurðir lagðar til heimilis áætl.......— 300.00 4. Aðrar tekjur um ....................— 100.00 Samtals kr. 4950.00 þar frá dregst: a. Opinbér gjöld um .. ..'..'......kr. 150.00 b. Skuldarentur um............— 70.00 -----------------------220.00 Eftir verða kr. 4730.00 Skuldir uxu á árinu um ca.............— 2000.00 Heimiliseyðsla virðist því hafa verið um .. .. kr. 6730.00 J>. e. á mann á ári kr. 841.25, en á dag um kr. 2.30 IV. dæmi. 7 menn í heimili. A. 1. Mjólk úr 2 kúm áætl. 4000 pt. 0.40......kr. 1600.00 2. Ull af 110 kindum 110 kg. 3.60 .. .. kr. 396.00 80 kindur til slátrunar 25.00 .. .. — 2000.00 -----------------------2396.00 3. Aðrar tekjur áætl. .............. .. — 100.00 Samtals kr. 4096.00 Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.