Tíminn - 01.04.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 49 Aðalfunduv hins islenska Prestafélags verður haldinn í sambandi við prestastefn- una í sumar eftir nánari auglýsing þá. D AGSKRÁ: 1. Skýrt frá hag félagsins. 2. Prestafélagsritið. 3. Erindi um kirkjugarða. 4. önnur mál er upp verða borin. Reykjavík 27. mars 1922. Félagssijóvnin. 3. Áburður. þegar búið er að ræsa landið og vin'na, þarf næst að sjá fyrir áburði, ef það er eigi gei-t, svo nægilegt sé, er unnið fyrir gýg. Vér verðum að hirða betur búpeningsáburð vorn, nota þara og fiskúrgang, þar sem hægt er að koma því við og kaupa tilbúin áburðarefni það sem til vantar. það er betra að kaupa til- búin áburðarefni fyrir 1—2 kr., heldur en að láta vera að. rækta jarðepla- eða rófnatunnuna vegna áburðarskorts. 4. Túngróður þarf að myndast á hinu unna landi, annað tveggja við rótgræðslu eða fræsáningu. Rótgræðsla getur orðið trygg- ust og best þar sem unnir eru grasmóar, þar eru túngrösin til. Við vinsluna, hvort sem er með hestaverkfærum eða þúfnabana, tætast ræturnar í sundur, en ræt- ur flestra túngrasa vorra hafa þann eiginleika, að þótt þær séu hlutaðar í sundur, þá vaxa spírur upp af rótarbútunum og nýr gróð- ur myndast. Landið er algróið eft- ir 1—2 ár, séu rakaskilyrði góð. Præsáning. þar sem eigi er hægt að nota rótgræðslu, verður að sá fræi. þar má notast við út- lent fræ, en æskilegast væri að vér gætum komist upp á að rækta fræ sjálfir. Sé nú þessara fjögurra atriða gætt, er enginn vafi á, að vér get- um búið til góð tún og með því aukið heyaflann mikið. Vér þurf- um að stefna að því, að á hverju bygðu býli sé sem stærst ræktað og slétt land. Á þann hátt getum vér 4—5 faldað heyaflann án þess að fleira fólk gangi til vinnu en nú á hverju býli, en með því að nota betri verkfæri. Vitanlega þarf einnig súr- eða sætheysgerð að koma á hverju býli og helm- ingur af heyaflanum vera settur í það, eins og á þýskalandi. Með auknum heyafla fjölgar búpen- ingnum, hirðing hans verður ó- dýrari, því að þá verður hverjum manni ætlaðar fleiri skepnur til hirðingar. Bændur fá stærri bú að hugsa um. það þroskar þeirra andlegu og líkamlegu hæfileika, og þeir verða færari um að standa betur í stöðu sinni. Heyannatím- inn verður styttri, en vor- og haustvinna meiri, yfir höfuð meira starf og líf. Hér er aðeins bent á grundvall- arskilyrði búnaðarframfaranna. En vitanlega verður fleira að taka umbótum ef vel á að vera, en jarðræktin. Búpeningsræktin verður að taka stakkaskiftum, vér verðum að koma upp kynjum með föstum einkennum. Afurðasalan verður að komast í fastari skorð- ur utanlands og innan. Bygging íbúðar- og peningshúsa að batna, vér verðum að fá sæmilega vegi og járnbrautir þar sem mest er flutningsþörf. þetta getur nú verið alt gott og blessað, en hægra er sagt en gert. Hér era mörg ljón á veginum og margir erfiðleikar. Ræktunin er dýr. Arðurinn lítill í bráð, en mest til frambúðar fyrir þjóðfé- lagið. Bændur vorir væru betur stæðir nú, ef feðurnir hefðu feng- ið þeim stærri og betri tún. En svo er eigi, og því eru þeir alment fátækir og geta lítið af mörkum látið, þó að vilji væri. Lánstofn- anir vorar hafa litla viðleitni sýnt á að styrkja ræktun landsins. Stjórn og þing hefir heldur aldrei sýnt neina rögg af sér í þeim efn- um, verið áhugalítil oft og tíðum. þegar þannig er í pottinn búið er eigi að búast við miklum fram- kvæmdum. Menn vita eigi að bús- afurðimar eru 15—20 milj. ki’. virði og að þær má 10-falda, ef rétt er á haldið. Ef menn skildu hverja þýðingu í’æktun landsins hefir og ynnu að henni með lík- um eldlegum áhuga og víða er gert í nágrannalöndunum, þá væri auðvelt að rækta landið og ger- breyta búnaðarháttunum. Allix þurfa að skilja að ræktun lands- ins er lífsnauðsyn fyrir framtíð þjóðarinnar, að það er sá arfur, sem vér getum bestan gefið niðj- um vorum. Feðurnir hafa bygt landið í 1000 ár án þess að rækta það. þessvegna erum vér orðnir á eftir í samkepninni gagnvart grönnum vorum. þetta má eigi lengur svo til ganga, vér þurfum að vinna það sem tapað er og klæða landið á ný. Búnaðurinn er lífsskilyrði þjóð- arinnar, við hann á að alast upp meiri hluti fólksins. það verður þroskameira, ábyggilegra og starf hæfara en það, sem elst upp í bæjunum. þetta er samkvæmt reynslu annai’a þjóða, t. d. þjóð- verjar telja sína bestu hermenn úr sveitunum. Meginhluti sveita- manna er nothæfur í herþjónustu, aftur er reynslan sú, að lítið meir en helmnigur af þeim mönnum, sem alast upp í bæjum, er hæft til hei'þjónustu. Að landið sé ræktað, er undir- staða þess, að vér fáum myndar- lega bændastétt, sem samsvarar þeim kröfum, sem til hennar verða gerðar, en það er að hún sé kjarni þjóðai’innar. Er þá ekki eitthvað fyrir það gefandi að hún geti leyst hlutverk sitt vel af höndum. Auk þess fæðir búnaðui’- inn og klæðir landsbúa. Hann þarf því að taka hlutfallslega framför- um við aðra atvinnuvegi. þetta er líka auðgei’t, ef vilji er til, ef til eru áhugi og samtök með í’æktun landsins. Ef stjói’nin sæi fyrir að menn gætu fengið starfs- fé til framkvæmda, lán með sæmi- legum. Og ef svo bændurnir ynnu með áhuga, þá myndi alt fara vel. ----o---- Steinolíuverslunm. n. Aineríski hringurinn varð með hverju ári óvinsælli iijá sjómanna- stétt landsins, svo að nær engir mæltu honum hót hér á landi, nema þeir, sem áttu hluti í islensku deild- inni og nutu árlega ávaxta af hinu háa olíuverði, sem þjóðin varð að horga. Ilinsvegar byrjaði þó ekki rík- iseinkasala með olíu, af því að mik- inn undirbúning þurfti til að leggja út í baráttu við hringinn, sem auk sinnar góðu aðstöðu heima fyrir átti hér góða hauka í horni, þar sem voru meðeigendur íslensku deildarinnar, sem aftur áttu ítök í tveim helstu blöðum kaupmannastéttarinnar. Hinsvegar var allur þorri þjóðar- innar andvígur steinolíufélaginu. Sjó- menn og útgerðarmenn af sjálfsvarn- arhvöt, og samvinnumenn í sveitum sökum móthygðar á öllum óeðlileg- um verslunargróða. í viðbót við þing og þjóðfylgi málsins hjá þessum að- ilum, bættust þau tvö blöð, sem næst standa samvinnumönnum, og önnur tvö, sem gefin eru út af sjómanna- og verkamannafélögunum. Óvinsældir hringsins, og þing og blaðafylgi landsverslunar með stein- olíu, myndi samt litlu hafa áorkað, ef ekki hefði verið um ötula for- göngu að ræða frá leiðtogum lands- verslunar. Og af þvi að smákaupmað- ur einn í Rvík hefir nýlega í óvild- arræðu um landsverslunina farið ó- vinalegum og ósönnum orðum um stjórn þess fyrirtækis, er tækifæri til að skýra það mál nánar. Á miðjum stríðstímanum, þegar meginið af nauðsynjavöruaðdráttum jlandsins var komið í liendur lands- verslunar, og hún orðin stærsta verslunarfyrirtæki landsins, báðu þeir ráðherrarnir, Sig. Jónsson og Sig. Eggerz, H. Kr., forstjóra Sambands- ins, að taka sæti í stjórn landsvei’sl- unar, einu af þremur. H. Kr. gerði þess kost, ef M. Kr., kaupmaður á Akureyri, yrði annar. Varð þetta. Síðar, þegar Jón Magnússon kom heim, bœtti hann Flygenring við að sinum parti, til að þóknast kaup- ínönnum i Rvík. Aðalbrautryðjandi samvinnuverslunar á íslandi hafði þannig valið M. Kr. til starfsins við landsverslunina. í nýútkominni svar- grein móti einum vini ameríska félagsins hefir M. Kr. taliö það hlut- verk sitt, meðan hann var kaupmaö- ur á Akureyri, að gera verslunina innlenda. í stríðsbyrjun 1914 sat hann á þingi. því nær allir kaup- inenn landsins hækkuðu vörubirgðir sínar, og sumir stórkostlega. En M. Kr. lét ekkert hækka í sinni búð. Ef allir kaupmenn breyttu þannig í verslun sinni, myndu engin kaupfé- lög vera til, og engin landsverslun, heldur réttlát og drengileg kaup- mannaverslun. Svo er að sjá, sem gróðafíkn kaup- mannastéttarinnar á striðsárunum hafi fjarlægt M. Kr. stóttarbræðr- um sínum. Vegirnir lágu sinn i hvora átt, og samferð þá óinöguleg. Eftir að H. Kr. hvarf að Samband- inu, að loknu stríðinu, hélt M. Kr. áfram að gera landsverslunina að merkilegum og sjálfstæðum þætti í efnalegri viðreisn landsins. Kom hon- um þar að góðu lialdi löng æfing við verslun og atvinnurekstur, og forsjá almennra mála lieima i héraði og á þingi, en þó einkum sú lifsskoðun, að verslun ætti að reka vegna al- mennra liagsmuna, en ekki að fórna almenningsheill fyrir gengi fámennr- ar stéttar. Af þvi að nefndur smákaupmaður hefir talið starfskrafta landsverslun- ar fremur lélega, má bæta því við, að fyrsti aðstoðarmaður M. Kr. við starfið, Héðinn Valdimarsson hag- fræðingur mun af öllum, sem bærir eru að dæma um, vera talinn fremri að visindalegri þekkingu á fjárhags- máium, en nokkur af starfsmönnum við kaupmannaverslanir hér á landi. pessir tveir menn hafa nú, studdir af réttmætri andúð alþjóðar á stein- olíufélaginu, komið málinu i það horf, að nú má taka ríkiseinkasölu á olíu hvenær sem er. peir hafa kom- ist i samband við aðalkeppinaut Standard Oil, gifurlega voldugt enskt steinoliufélag, sem breska stjómin á meiri hluta í, og styðst við vald breska ríkisins. þeir hafa látið rann- saka byggingu steinoliugeyma hér á landi, og bestu flutningsmöguleika, til að verjast rýrnun. Og aö lokum hefir landsverslun nú um stund með frjálsri samkepni við Standard Oil, lækkað steinolíuveröið á einu ári, hón urnbil um helming. Hver tunna af oliu hjá landsverslun venjulega verið 10—15 kr. ódýrari en hjá ameriska hringnum. Frh. J. J. -----o---- Ástæður og ályktanír. ii. 8. Hr. Garðar Gíelason segir um kaupmenn og pöntunarfólögin gömlu: „Einstaka efnalitlir dugnaðarmenn öfluðu sér útlendra vara og seldu þær með góðum árangri". Samhliða mynd- uðust pöntunarfélög. Höf. bætir við: „þessi tvö öfl unnu að því að f«*ra verslunina og hagnaðlnn af henni inn i landið, en útrýma útlendu veral- ununum. Alt virtist ganga vel og að óskum i nokkur ár“. Aths. Hér viðurkennir hr. G. G. að kaupmannastéttin innlenda hafi lagt allríflega á í skjóli erlendu selstöðu- verslananna, og auðgast. Auður þeirra er þá kominn frá almenningi i landinu, sem skiftir við þá. Alveg ósambærileg, og mörgum stigum of- ar að þjóðlegri og félagslegri þýð- ingu voru pöntunarfélögin, sem bæði drógu yfirráð verslunarinnar inn i landið, en auðguðust ekki sj&lf, held- ur skiluðu hverjum borgare, s.am skifti við þau, sannvirði íslenskrar og eriendrar vöru. Höf. kallar þetta blómatið. Vafasamt hvort þeim, sem innlenda verslunarstéttin „dró upp“ í skjóli erlendu verslananna, hefir fundist svo. Og frá hálfu útlendu og innlendu verslananna var unnið i bróðerni móti samvinnufélögunum, alveg eins og nú. 9. þá segir liöf. að á síðari árum, eítir að verslunin (kaupmanna) og sjávarútvegurinn komust á legg, hafi ýmsar ráðstafanir þings og stjórnar miðað að þvi að iþyngja þessum stétt- um öðrum fremur, með sköttum og fjárframlögum til rikissjóðs, en jafn- framt að hindra og eyðileggja at- \innureksturinn, a. m. k. að því er verslunina snerti". Síðan bætir hann við, að kaupmenn séu í útgerð, og útgerðarmenn í verslun. Alt er þvi ein fjölskylda á bænum þeim. Aths. Að þessar tvær stéttir hafa orðið að borga skatta, er óhjákvæmi- legt, þar sem iiöf. hefir játað, að gróðinn af atvinnulifinu hefir streyint fjörugt til annars aðilans, kaup- manna, og siðar bent á hið nána samband þeirra við útgerðarmenn. Rangt er samt sagt frá að öðru leytl um skattskylduna. Stórgróðumenn hafa sioppið hér ólikt léttara en í flestum löndum. Sumstaðar komust skattar ríkra manna upp í 80% af tekjum. Hér hefir M. Guðni. bæði lækkað skattaskalann á háum tekj- um og eftir síðustu fréttum alls ekki innheimt feróðaskatta af ríkustu út- gerðarfyrirtækjunum. Höf. má þess- vegna alls ekki áfella J. Magn. eða M. Guðm. í þessu efni. þeir hafa ver- ið mjög vænir við hr. G. G. og sam- herja hans. Að þing og stjórn hafi reynt að eyðileggja atvinnurekstur kaup- manna, hlýtur að lúta að landsversl- un stríðsáranna. Á höf. þá við, að al- menningur megi alls ekki liafa lands- verslun, jafnvel ekki á öðrum eins hörmungatimum og gengið hafa yfir landið? Eftir þvi hafa kaupmenn einskonar einkarétt á að liagnast á skiftum við þjóðina. Höf. hlýtur eftir þessu að líta á neytendur i þessu landi eins og sauðahjörð, sem á að skila vissum eigendum reyfi árlega, og ekki týna af sér, svo' að tekjur eigandans rýrni: 10. Um stóru útgerðarmennina, sem versla, segir höf. að þeir geri það „til þess að njóta sem mest arðs af fram- lelösluvörum sínum og haganlegust- uin kjörum á þeim vörum, sem út- gerðin krefur“. Aths. Með þessu er játað, að útgerð- armönnum væri skaði, að selja kaup- mönnum íslenskar vörur, og kaupa hjá þeim til útgerðarinnar. pess- vegna versla þessir menn sjálfir. í þessu liggur býsna þungur dómur á innlendu kaupmannastéttinni, og út- skýring á hversvegna landsvei’slun varð hér til, og er vinsæl hjá öllum þorra neytenda. Sama gildir um kaupfélögin. Starf beggja þessara bjargráðafyrirtækja skilst i ljósi þeirrar athugasemdar lir. G. G., að útgerðarmönnum só gróði að því að versla sjáflir með framleiðslu sina og neysluvörur til heimaþarfa. Frh. J. J. ------b---- Ái’srit Garðyrkjufélagsins 1922 er nýkomið út. Aðalgreinin er eft- ir Einar Helgason garðyrkju- stjóra, um garðrækt á Austur- landi. Annars eru í ritinu ýmsar þarfar og góðar bendingar. -----ú----- Samvinnuflokldir. Fyrir nokkrum vikum var birt hér í blaðinu bréf frá samvinnu- bónda í þingeyjarsýslu. Hann er nú um 70 ára, hefir alla stund fylgt Heimastjórnarflokknum, frá því hann myndaðist, og ^ar til leyfarnar gengu á hönd Morgun- blaðinu. þessi maður heldur því fram, alveg ótvírætt, að sam- vinnustefnan verði að vera póli- tisk. þetta er stuðningur þeirri kenningu, sem haldið hefir verið fram í „Komandi árum“. Bænda- öldungurinn í þingeyjarsýslu sýn- ir fram á, hversu stefna, sem leit- ar mannfélagsumbóta, eins og samvinnan, rekur sig á hagsmuni annara aðila, verður fyrir and- stöðu, hatri og árásum. Hafi and- stæðingar samvinnunnar óskorað vald yfir stjórn landsins, löggjöf, Lánstofnunum o. s. frv., beita þeir því sér til hagsbóta i fjárhags- baráttunni. Leikurinn verður ó- jafn. Samvinnan ópólitisk, leitast við með frjálsum samtökum, eink- um meðal efnaminni stéttanna, að bæta sem mest kjör almennings. Á móti, alt peningavald landsins, mikið af þjónum þjóðfélagsins, flest blöðin, þing, stjórn og bank- ar. Undir þessum skilyrðum hefir samvinnuhreyfingin á íslandi baslast gegnum fyrstu frumbýl- ingsárin. Að sú barátta var ekki tómt sólskin, má sjá af inngangi að Tímariti ísl. samvinnufélaga, eftir Steingrím Jónsson, nú fó- geta á Akureyri. Lýsir hann þar átakanlega, hversu flest blöð séu samvinnumönnum lokuð til and- svai-a, ef þeir þurfi að verja mál sitt. Talsvert mikill hluti af sam- vinnumönnum skilur nú þessa nauðsyn. þeir vilja ekki lengur standa berskjaldaðir fyrir sókn andstæðinganna. þeir vilja styðja verslunar- og iðnaðarfyrirtæki sín með pólitisku valdi, í þinginu og blöðum landsins. Tvær aukakosn- ingar nýafstaðnar, í þingeyjai’- sýslu og Skaftafellssýslu, sýna að þjóðin stefnir í þessa átt. Neyðin kennir naktri konu að spinna.’ Og sjálfsvarnarþörfin kennir samvinnumönnum að standa saman móti sameiginleg- um andstæðingum. Jafnframt því færa samvinnumenn vinnuaðferð- ir sínar yfir á svið landsmálanna. í stað hins innantóma, áhuga- lausa þvælings um fánýt forms- atriði, kemur alhliða viðreisn þjóðarinnar. J. J. ----o---- Orðabálkur. ______ i þétti (-a, vantar flt.), kk., sam- anhræi’t skyr og rjómi (svo sem tvær matskeiðar), sem er látið út í hleypi, til þess að mjólkin, sem þetta tvent er síðan látið saman við (þéttinn og hleypirinn) hlaupi því betur. Suðursv. kostur (-s, flt. vantar), kk., yst mjólk í kálfsiðri (fyrsti bi’oddur- inn úr kúnni), sem honunr hafði vei’ið gefin svo sem klukkutíma áður en hann var drepinn. Suðsv. súrn (-ar, vantar flt.), kvk., skyr að vetrarlagi, sem hleypt hefir verið að sumrinu. Suðursv. langdi’áttur (-ar?, vantar flt.?), kk., langær skortur, sem fénaður þolir. Suðursv. murti (-a, -ar), kk., lítill sil- ungur. Nes. Suðursv. gorpur (-s, -ar), kk., = murti. Suðursv. Nes. vossasamur (vossasamari, vossa- samastur), 1., slabbsamur: það er vossasamt úti núna. Isf. svimbur (-s, vantar flt. ?), kk., svimi. ísf. hátreggjaldaf jara (-u, -ur), kvk., stórstraumsháfjara? tsf. suddalegur (suddalegri, sudda- legastur), 1., ólundarlegur. Suðsv. snopra (-aði, -að), ás., „snur- funsa“, fegra: til hvers ertu að snopi’a faxið á merinni. öræfi. ---------------o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.