Tíminn - 08.04.1922, Page 2

Tíminn - 08.04.1922, Page 2
52 T 1 M I N N Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Samþykt var þar á kennarafundi 18. mars þ. á. í einu hljóði að leyfa engum óreglulegum nemendum að sitja framvegis í 3. bekk, heldur þeim einum, sem lokið iiafa árspróíi 2. bekkjar skólans eða Reykja- víkur alm. mentaskóla, ef þeir hafa eigi fengið' leyfl til þess nú þegar. Ennfremur var samþykt að leyfa héðan í frá engum óreglulegum nem- endum að sitja í 1. og 2. bekk, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi og með sérstökum skilyrðum, er skólameistari og kennarar til taka. Þeir nemendur, sem falla við árspróf 1. bekkjar og við inntökupróf, fá eigi eftirleiðis leyfi til að sitja í 2. og 1. bekk, en heimilt er þeim, sem standast eigi inntökupróf að vorinu, að ganga undir það að haustinu. Gagnfræðaskólinn á Akureyri 21. mars 1922. Sigurður Buðmundssou. bóndi á þórustöðum í Eyjafirði, andaðist úr lungnabólgu 28. febr. síðastliðinn. Hann var þingeyingur að ætt. Fæddur 16. apríl 1859 á Bjarnar- stöðum í Bárðardal. / Foreldrar hans voru: Jón hrepp- stjóri Halldórsson og kona hans Hólmfríður Hansdóttir, bónda á Neslöndum í Mývatnssveit. Bjuggu þau hjón á Bjamarstöð- um til þess er Jón druknaði í Fnjóská 24. mars 1865, þá aðeins 32 ára gamall. þá er Jón Hall- dórsson druknaði, lét hann eftir sig 4 böm, voru þau: Halldór sál. bankagj aldkeri, Valgerður sál. biskupsfrú, Guðrún kona Alberts Jónssonai’ frá Stóruvöllum og Páll, sem þá var aðeins 6 ára gam- all. Ólst Páll upp á Bjarnarstöð- um einnig eftir lát föður síns. Móðir hans bjó þar áfram og gift- ist í annað sinn 1868 Sveini Kristjánssyni, en dó 6 árum síð- ar, 1874. Bjó Sveinn á Bjarnar- stöðum þar til árið 1882, að hann fluttist til Ameríku, þá kvæntur í annað sinn. Eftir lát móður sinnar 'var Páll áfram á Bjarnar- stöðum, vinnumaður hjá Sveini fram yfir tvítugsaldur. Var síðan vinnumaður um nokkur ár á Lundabrekku og Stóruvöllum. Vorið 1888 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Jónínu þuríði Guðmundsdóttur frá Baldursheimi í Mývatnssveit. Er hún fóstur- dóttir hinna alþektu Baldurs- heimshjóna, Jóns Ulugasonar og þuríðar Eyjólfsdóttur. Var Jónína þuríður systurdóttir þuríðar Eyjólfsdóttur. Ári síðar fluttist Páll með konu sinni að Halldórsstöðum í Bárðar- dal og reisti þar bú. Bjuggu þau þar í 5 ár. Fóru þá að Grjótár- gerði í sömu sveit og bjuggu þar 1 ár. Fluttust þaðan að Litlu- Tjörnum í Ljósavatnsskarði og bjuggu þar í 12 ár. En fóru þá að þórustöðum í Kaupangssveit, þar sem þau hafa búið síðan. þau Páll og Jónína eignuðust 4 börn. Dó eitt þeirra í æsku. Hin eru: Hólmfríður, kona Helga Eiríkssonar bónda á þórustöðum, þuríður, kona Helga Stefánsson- ar bónda á sama stað, og Sigríð- ur ógift þar heima. Búskapinn stundaði Páll af ein- stakri alúð. Meðan hann dvaldi í þingeyjarsýslu, lagði hann sig mest eftir að eignast sem vænst- ar skepnur og mun hafa staðið með þeim fremstu þar í sauðfjár- rækt, enda vandist hann ungur fjárgeymslu og var talinn ágætis fjármaður. Hesta átti hann jafn- an afbragðs fallega og góða og hafði mikið yndi af þeim. Eftir að hann fluttist að þórustöðum, keypti hann þá jörð og bætti hana afarmikið, bæði með sléttum, tún- auka og girðingum. Hann trúði því fastlega, að framtíðarham- ingja íslands bygðist á ræktun landsins og helgaði þeirri hugsjóu sinni krafta sína óskifta fram á síðustu stund. Páll var maður fríður sýnum, hár vexti og sérlega þrekinn, í- þróttamaður í æsku og ágætlega sterkur. Framúrskarandi fjörmað- ur og hafði jafnan spaugsyrði á reiðum höndum, kunni ógrynni af skrítlum og kímnissögum og sagði þær svo góðlátlega græsku- laust og skemtilega, að glaðværir hlátrar fylgdu honum þá jafnan. Hann var prýðisvel greindur og las afarmikið. Hagyrðingur var hann, en fór dult með; þó mun vera til talsvert af gamanvísum eftir hann, einkum frá yngri ár- um hans. Hann fylgdist mjög vel með í almennum málum og var jafnan vormaður í skoðunum. Gestrisni þeirra hjóna var við- brugðið og mun margur ferða- maður minnast þess með hlýjum huga frá þeim árum, er þau bjuggu á Litlu-Tjörnum. Með alúðar þökk fyrir vel unn- ið starf og einlægri virðingu með- bræðra sinna er hann nú horfinn yfir í landið ókunna. (Dagur.) H. ----o--- Taumgormur. Guðmundur Ágústsson frá Birtingaholti, sem verið hefir að- alstarfsmaður við skurðgröfu Skeiðaáveitunnar, hefir smíðað á- hald með því nafni, sem að ofan getur, og er líklegt að geti orðið að almennu gagni. Hefir það ver- ið reynt og líkað ágætlega. Ritar Guðmundur svo um áhaldið í „Dýraverndarann“: „Taumgormur þessi er mjög einfalt áhald. — það er 20 cm. langur stálgorm- ur, inniluktur í traustu járn- hylki, og er hann festur neðan á miðjan vagnkassann, aftanverðan, á þann hátt, að jámbolti gengur í gegnum botninn og 2—3 cm. þykkan borðbút, sem negldur er til styrktar neðan á kassabotn- inn (þvert við hinar fjalimar) og niður í gegnum annan enda járn- hylkisins. Fyrir neðan er ró með loku. Auðsætt er af þessu, að fljótlegt er að taka taumgorminn af og festa annarsstaðar, t. d. grind eða fjalir, ef vagnkassi er ekki tekinn með í ferð. Nú liggur gormurinn þarna hul- inn undir kassanum, og getur þar snúist í allar áttir, eftir átakinu, en ekki hangið niður. Hríngur sá, er aftur úr hylkinu stendur og taumunum skal hnýtt í, er 5—8 cm. framar en efri brún kassans, svo að gormurinn verður aldrei fyrir, þótt hvolft sé úr kassanum. Rétt er að festa snæris- eða kaðal-lykkju í augað á g„ svo að hægra sé að hnýta aftan í. Hylkið er fylt af feiti, en að utan er taumgormurinn málaður og lakkaður og að öllu leyti svo frá gengið, að enst geti marga tugi ára. — Gormurinn lætur und- an við mjög lítið átak og geíur eftir alt að 70 kg. átaki, en eigi sakar þótt átakið verði að mun meira. — Ef nú hestur kippir, sem hnýtt er í taumgorminn, gef- ur gormurinn jafnskjótt eftir og mýkir átakið, svo það tvent vinst: 1. að beislið skerst ekki inn í kjálka hestsins, og 2. að það slitn- ar ekki. þetta kemur sér mjög vel, ef hestar eru kippóttir, en er auk þess alt af til bóta, ef farið er of hratt af stað með lest og því um líkt. Auk þess er ekki ósennilegt, að hestar (sérstaklega ungir) muni venjast af kippum, sé þetta notað, (í stað þess, að ef þeim hepnast strax að kippa sér laus- um, — slíta beislið, — þá venj- ast þeir á það).“ Taumgormurinn fæst hjá Guð- mundi sjálfum í Hellusundi 3 í Rvík, hjá Helga Ágústsyni á Syðraseli í Hreppum, Agli Thor- arensen í Sigtúnum, Sig. Finn- bogasyni, Siglufirði, og kostar 10 krónur. ----o---- V Á víd og dreíf. Alþingi annaðhvort ár. Af undarlegum og óskiljanlegum á- stæðum feldi þingið tillögu um að hafa þing aðeins annaðhvort ár. Að vísu þyrfti breytingu á stjórnar- skránni. En ekki var i það horfandi, þar sem um svo mikinn sparnað er að ræða, nokkuð meir en 300 þús. á ári. Sömuleiðis má minka þingkostn- aðinn að öðru leyti, fækka starfs- mönnum, koma upp landsprent- smiðju og gera útgáfu þingtíðinda og annara. bóka, sem landið gefdr út, miklu ódýrari en nú, með því að nota vélar meir en gert er. pjóðvmaíélagið. Dauft hefir verið yfir því hin síð- ustu ár, og verkefni lítil. En nú ný- verið hefir komið til tals að gera það að útgáfufélagi, til að gefa út úrvals- t rit erlend í íslenskri þýðingu. Er þess raunar hin mesta nauðsyn, vegna liins andlega lífs í landinu, að gerð- ar séu skipulagsbundnar tilraunir til að á hvei’ju ári komi út nokkrar góð- ar bækur á vönduðu máli. Af miklu er að taka, þar sem er allur auður heimsbókmentanna. Fátæklegur skáldskapur. Fjórir hagyrðingar hafa nýlega gef- ið út kvæðakver. Heitir eitt „Náttsól- ir“, annað „Sóldægur", þriðja „Lang- eldar”, fjórða „Blindsker". Nöfnin nógu lagleg, en annars alt tómur leirburður, barnaskapur og stælingar. I einni bókinni skiftir höf. stæling- unum milli Einars Benediktssonar, Sig. Nordals, Davíðs Stefánssonar og Stefáns í Hvítadal. Alt er þetta gylt og fágað með stuðningi lcunningj- anna. Einn sendi blað út um land, til áskriftar, með Jofsamlegum með- mælum frá þrem meiri háttar „and- ans“ ljósum í höfuðstaðnum. Einn hagyrðingurinn fékk skáldastyrk. Frægasta ljóðlína í þessum bókum er þetta: „Mér fanst eg finna til“. Skáldið er þar að lýsa hrifningu sinni á kvæði eftir mann, sem ekki cr skáld. þegar skáldhrifningin er ekki meiri en svo, að vafi getur leik- ið á, hvort „fundið er til“ eða ekki, er óhætt að leggja ljóðagerðina á hilluna. „Mér fanst eg finna til“ ætti að vera einkunnarorð yfir allmiklu af andlegri starfsemi íslendinga, sem vaxin er upp úr braski og auðfengn- um gróða stríðsáranna. Ef til vill skapar hrunið betri skáld. Síðasta tildrið. Eitt af síðustu verkum Jóns Magn- ússonar sem ráðherra var að gera nokkra iðnaðarmenn og kaupmenn „konunglega hirðsala": Einn ljós- myndara, bakara, tóbakskaupmann o. s. frv. Sést á því, að Jón hefir ekki verið búinn að tapa smekknum, að geta séð fegurð í litlum hlutum. Nýir palladóinar. I liaust sem leið ætluðu kaupmenn liér í bænum að byrja röð af grein- um, sem áttu að vera tóm „persónu- legheit", eingöngu um menn, og ekki um mál. Byrjun var þegar gerð. þá benti Tíminn á að hann myndi svara í sömu mynt, með persónulýsingum á kaupmönnum, sem eiga Mbl., ráða stefnu þess, og bera allan veg og vanda af því. þetta vildu kaupinenn ekki. þoldu ekki að fá sjálfir útmælt það sem þeir töldu öðrum boðlegt. þeir munu þá hafa gefið út skipun um að hætta „persónulegheitum" um stund, þar til gleymst hefði tilboðið um eftirleikinn. Nú hefir Mbl. hafið nýjan leik. Eigendurnir tekið á leigu sérstakan mann til að skrifa um sam- vinnumenn. Sá byrjað starf sitt. Með- al annars dylgjað um, að forstjóri Sambandsins myndi sukka með fé félagsmanna i gjafir til góðkunningja sinna. þar sem um rakalausa lygi var að gera, ránn höf. og át þessar dylgjur tafarlaust ofan í sig, en loí- ar þá „persónulegheitum" um aðra menn. En tilboð Tímans er ekki gleymt. Eigendur og aðstandendur Mbl. mun verða mælt út i sömu mynt og þeir mæla öðrum, þar til þeir komast að málefninu aftur. Hve- nær sem Mbl. byrjar sinn leik, kem- ur Tíminn með palladóma í likum stíl og palladómar Valdimars As- mundssonar. Búið er að tryggja sér fróða aðstoð í ýmsum minni kaup- túnum út um land, til að geta flutt myndir af „feðrum Mbl.“ þar. Gert er ráð fyrir, að í þessu myndasafni komi jöfnum höndum palladómar um kaupmenn og helstu rithöf. þeirra: Gest Árnesinga sýslumann, Árna sýslunefndarmann í Höfðahól- ,um, Lárus „utanríkisráðherra", Chr. Nielsen o. s. frv. Tíminn mun flytja af þessum palladómum nákvæmlega jafnmargar línur á ári, eins og kaup- menn láta blað sitt flytja af persónu- leglieitum um samvinnumenn. Mbl. á því enn sem tfyr völina — og kvölina. Heimilisiðnaður. Ekkert áhald, smiðað hér á landi, vakti meiri eftirtekt á sýningunni i vor, en spunavél sú, er þeir höfðu gert, bræðurnir Bárður Sigurðsson á Höíða við Mývatn og Kristján Sig- urðsson trésmiður á Oddeyi’i. Báðir eru þeir þjóðhagasmiðir og hugvits- menn. Ilafa engir menn hér á landi fengist jafnmikið við smíði spunavéla og þeir. þar sem nú að vélar þessar spara margra manna verk við fata- gerð, eru þær sjálfsögð búmannseign, ekki síst nú á tímum rándýrra fata- efna, en of lítillar atvinnu í landinu sjálfu. Kristján Sigurðsson hefir auk þess numið skíðagerð í Noregi, og smíðar þá hluti best allra manna hérlendis. þykja skiði hans jafngóð norskum skiðum, en þó ódýrari. „Niðursuða i Sláturhúsinu". Sunnlenskir samvinnumenn hafa tekið upp á þeirri þörfu nýjung að sjóða niður kjöt og fisk (fiskibollur). Hefir hvorttveggja verið reynt hér í bænum, og gefist vel, þótt á tilrauna- stigi sé. Af mörgum ástæðum er nið- ursuða innlendra matvæla eitt af nauðsynlegustu framfaramálum lands ins. Á Sláturfélagið skilið mikla þökk fyrir forgöngu í máli þessu... Komandi ár. Afurðasalan (frh.). Niðurataðan er þá sú, að því nær allar framleiðslu- vörur landsins hafa þröngan markað erlendis, eru ekki tiibúnar til sölu fyr en um mitt árið eða síðar, og það sem lakast er, seljast flestar lágu verði af því að þær eru ekki taldar úrvalsvörur. Hinsvegar er framleiðslukostnaðurinn mikill. Veldur því meðal annars veðuráttan, sem hindrar útivinnu við jarðrækt eða byggingar hálft árið. Mikill hluti af þjóð- inni hefst lítið að þennan kalda tíma. Til að geta lifað sæmilegu Iífi alt árið af vinnu eins missiris eða varla það, þarf kaupið eða tekjur af framleiðslu þess tíma að vera mjög hátt. íslenskir bændur borga að tiltölu miklu hærra kaup, einkum um sláttinn, heldur en títt er í nágrannalöndunum. Danskir bændur nota m. a. pólskan verkalýð, afaródýran, allmikið um sumartímann. það er að vísu einskonar þrælameðferð, og hefir sá bú- skapur marga annmarka. En hann er arðsamur fyrir Dani. Fyrir utan þá annmarka við þjóðarbúskapinn, sem leiða af iðjuleysi vetrarmánaðanna, kemur fleira til greina, sem gerir dýrt að lifa í landinu, og framleiðsl- uná dýra. Hús og föt eru, að frátöldum mat og drykk, stærstu útgjaldaliðir i fjárhagsáætlun heimilanna í öll- um köldum löndum. þvi breytilegri sem veðráttan er, ofsafengnir vindar, regn, hriðar o. s. frv., því meiru þarf í raun og veru að kosta til húsa og fata. Á íslandi er veðráttan einmitt af þvi tægi, að mikil er þörf góðra liúsa og fatnaðar, ef þjóðin á að geta átt sæmilega daga. Eru enn á þessu miklir misbrestir, sem vikið verður að í öðru sambandi. Hér er aðeins bent á þessi atriði, sem leiða af hnattstöðu landsins og veðráttunni. Mikill vinnu- tími eyðist í iðjuleysi. Bjargræðistiminn er stuttur. Hins- vegar óvenjulega mikil þörf góðra híbýla og fatnaðar. Eigi að fullnægja þessum kröfum, þarf framleiðslan að vera mikil, auðseld og arðvænleg. En niðurstaðan er þveröíug við það, sem þarf að vera. Landsmenn þurfa að hafa miklar tekjur. En í raun og veru eru þær litlar, hljóta að vera það, þegar litið er á ástand framleiðsl- unnar og vinnubragðanna. Allar þessar ástæður, náttúrlegar og sögulegar, leiða til þess, að það er dýrt að lifa á íslandi, einkum í kaup- tununum. Reykjavík er orðin með dýrari borgum í heimi. Alt þetta hjálpar til að auka erfiðleikana. Öll vinna, sem frámkvæmd er á dýrum stað, verður að vera borguð hátt. Annare getur enginn maður lifað þar til að vinna. Dýrtíðin í islensku kauptúnunum gerir hátt kaup um bjargræðistímann óumflýjanlegt. Síldarkaupmenn og tog- araeigendur hafa getað borgað allliátt kaup, stuttan tíma úr árinu, af því að þeir stunda rányrkju á sjónum. þar er ekki sáð, heldur aðeins uppskorið. Sveitamenn hafa orðið, vegna samkepni, að borga mikið hærra kaup, en atvinnuvegur þeirra leyfði, og það því fremur þar sem afurðir búanna liafa tiltölulega verið torseljanlegri og í lægra verði, og haft þrongri markað en sjávarvörur. Niðurstaðan hefir orðið óglæsileg fyrir þjóðina í heild sinni. Miklar þarfir. Litlar tekjur. Mikil dýrtið. Lágt verð fyrir íslenskar afurðir. Mikil kaupþörf. Lítil kaup- geta. þörf fyrir mikla vinnu. Veturinn langur iðjuleysis- tími. Afleiðingin skiljanleg: Lítil arfleyfð, hörð lífsbar- átta, flest hin þýðingarmestu menningarverk óunnin. Ef til vill eru sumir menn hér á landi svo skapi farnir, að þeim ofbjóða verkefnin. þeir kenna sig ekki inenn til að bera svo þungar byrðar. þeir vilja heldur flýja landið. Leita inn i mannhring einhverrar enskrar nýlendu, í von um að hafa vind og sól þar hagstœðari en heima i gamla landinu. En þannig hugsar elcki meiri hlutinn af íslendingum. þjóðin er þolin, í besta lagi. Oft verður það að ágalla. Menn þola það sem ekki á að þola. En þolnin veldur því, að íslendingar í heild sinni yfirgefa ekki landið. þessvegna er ekki nema ein leið fær, sú að skilja hætturnar og sigra þær. Út frá þessum almennu röksemdum er hverjum manni einsætt, að íslenska þjóðin verður á ýmsan hátt að breyta athöfnum sínum á komandi árum, ef hún á að geta notið sín í sínu eigin föðurlandi. Skal nú minst á nokkrar helstu breytingarnar í sjálfri framleiðslunni. Stærsti atvinnuvegurinn, sjávarútvegurinn, verður tek-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.