Tíminn - 08.04.1922, Qupperneq 3
T I M I N N
53
Til kaupfélaga!
H.f. Smjðrlíkisgex’ðin í Reykjavík er stofnuð í
þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega
jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir.
Eílið íslenskan iðnað.
Biðjið uin íslenska smjörlíkið.
Eiskimj öl.
Þeii'j sem hafa í hyggju að kaupa flskimjölið frá verksmiðjunni
í Vestmannaéyjum, hvort lieldur er til kraftfóðurs eða áburðar geri
svo vel að senda mér pantanir sínar sem fyrst. Mjölið hafa ýmsir
hér reynt og gefist ágætlega.
G. J. Johiisen.
Aféreiðsla Tímans
er flutt í Sambandshúsið á Arnarhólstúni.
Opín frá 8—12 f. h. Sími 496.
Nýr heimspekingnr.
er fram kominn á Austfjörðum,
Indriði nokkur sem verslar með raf-
magnsdót á Seyðisfirði. Af nýútkom-
inni grein í ónefndu málgagni má
sjá að maður þessi er næsta frum-'
legur. Ein af uppgötvunum hans er
það, að danska einokunarverslunin
hér á landi hafi verið samvinnufé-
lagsskapur. Ennfremur að íslenskir
samvinnumenn hafi landsverslun að
endatakmarki. Að bændur og kaup’
menn eigi að vinna sérstaklega náið
saman. Að samvinnulögin hafi farið
nefndarlaust gegnum þingið. (Samt
var þm. Seyðfirðinga, Jóh. Jóh. lengi
vinnandi í nefnd í Ed. við frumvarp-
iö!). Sömuleiðis má draga þá ályktun
af orðum hans, að sameignarstefna
hafi verið kend í Mentaskólanum og
háskólanum í fyrra, ef það er rétt
sem talið er, að þriðjungur nemenda
í þessum skólum hafi þá talið sig
fylgjandi þeirri stefnu. Af þessari á-
litlegu byrjun hjá Indriða munu
flestir sannfærðir um, að hann ætti
að hætta við peningalega starfsemi,
og helga sína miklu krafta söguleg-
um og félagslegum rannsóknum.
Maður sem er jafngegnsýrður eins og
Indriði af þeklcingarþrá og sannleiks-
þorsta, er prýði, jafnvel í því borg-
félagi, þar sem Hagalín, St. Th. og
Jón í Firði eru vitsmunastjörnur af
fyrstu stærð.
----o----
Frá útlöndura.
Um miðjan janúar síðastliðinn
var meiri snjókoma í Englandi en
verið hefir í mörg ár. Skaflarnir
urðu 20 feta háir og sumsstaðar
fenti alveg yfir hús. Járnbrautar-
lestir stöðvuðust víða og í London
komst mikil óregla á sporvagn-
ana.
— Gott dæmi um fjármála-
kreppuna í öllum löndum er það,
hversu margir kupsýslumenn hafa
orðið gjaldþrota, víða helmingi
fleiri árið 1921 en 1920. t Svíþjóð
urðu rúmlega 5000 menn gjald-
þrota 1921 en tæplega 2000 1920.
í Danmörku 706 1921 'en 310
1920.
— Mikil hátíðahöld voru í Dub-
lin er bráðabirgðastjórn tra tók
við Dublínarkastalanum. Hefir sá
kastali verið í höndum Englend-
inga í 7. aldir og verið tákn um
veldi Englendinga yfir trlandi.
Sá maður sem við tók af hálfu
íra, hafði verið foringi eins upp-
reistarflokksins. Ensku liðsfor-
ingjarnir veittu honum hina
hjartanlegustu móttöku.
— Um þrjá miljarða franka
kostar franski herinn árlega.
— Lloyd George virðist eiga
við meiri erfiðleika að stríða en
áður heima fyrir á Englandi, þótt
enn hafi hann öruggan meiri
hluta í þinginu. Kosningar standa
fyrir dyrum þá og þegar og í-
haldsmennirnir í samsteypu-
flokknum gera meiri kröfur en
áður, eigi samvinnan að haldast.
Hinsvegar hervæðist gamli frjáls-
lyndi flokkurinn í ákafa. Beitir
hann einkum fyrir syni gamla
Gladstones. þá hefir og Grey lá-
varður, sem var utanríkisráð-
herra Englands er stríðið skall á,
komið á ný fram á vígvöllinn og
ræðst mjög á stefnu Lloyd Ge-
orges í utanríkismálunum. Hefir
Grey í mörg ár staðið utan stjórn-
málanna, en er einn mest virti
maður enska ríkisins. Var t. d.'
um hríð sendiherra Englendinga
í Bandaríkjunum.
— Northcliffe lávarður, blaða-
kóngurinn enski var á ferðalagi
um Indland fyrir nokkru. Segir
hann þaðan hinar verstu fréttir.
Aðstaða Englendinga þar sé
„verri en nokkur geti gert sér
hugmynd um“ heima á Englandi.
— Fyrst nú er franska stjórnin
að gera ráðstafanir til að senda
til Rússlands þá rússneska her-
meiS, sem börðust á vesturvíg-
stöðvunum.
— Nýi páfinn hefir tekið sér
nafnið Píus 11. Hann er ættaður
frá Mílanó og' er 65 ára gamall.
Hann er vísindamaður og hefir
einkum lagt stund á sagnfræði.
Hann var um hríð yfirbókavörður
hins mikla bókasafns í Mílanó,
sem kent er við Ambrósíus, og
síðar bókavörður við páfahirðina.
Meðan á stríðinu stóð var hann
sendur til Póllands sem sérstak-
ur sendimaður páfans. pá er Pól-
land varð sjálfstætt ríki varð
hann hinn opinberi sendimaður
páfans á Póllandi og er mælt að
hann hafi leyst það mikla vanda-
verk af hendi með miklum hygg-
indum. Fyrir tæpum tveim árum
var hann skipaður erkibiskup í
Mílanó og stuttu síðar kardináli.
Var það ágiskun margra að hann
myndi verða páfi, er lát Benedikts
15. fréttist. Er svo að heyra sem
kosning hans hafi- hvarvetna
mælst vel fyrir meðal katólskra
manna. Búist er jafnvel við að
hinn nýi páfi muni stofna til sátta
við Ítalíu. \
—| Hugvitsmaðurinn mikli, Tho-
mas Alva Edison, varð 75 ára ný-
lega. Hann hóf lífsbaráttu sína
með því að selja blöð á járnbraut-
um, en .varð á skömmum tíma
langfrægasti hugvitsmaður heims-
ins. Frægastar eru uppfyndingar
hans á sviði rafmagnsáhaldanna.
Hver einasti borgari siðaðs þjóð-
félags nýtur nú daglega góðs af
hugviti hans á fjölmörgum syið-
um.
— Innanríkisráðherra Finna
var veitt banatilræði um miðjan
febrúar og beið hann bana af.
Tilræðismaðurinn er ungur. þeg-
ar hann var drengur hataði hann
Rússa svo harðlega að hann tók
þátt í tilraun að sprengja rúss-
neskt herskip í loft upp. Iionum
var þá varpað í fangelsi og leik-
inn mjög hart, og félagi hans réð
sér þá bana. Sjálfur slapp hann
úr fangelsinu með því að kasta
sér út um glugga á þriðju hæð.
Skaddaðist þá á höfði og hefir
vart verið með fullu ráði síðan.
Ástæða morðsins telur hann þá
að ráðherrann hafi ekki beitt
nægilegri hörku gegn byltinga-
mönnum á Finnlandi.
— Stjórn alheimssambands
samvinnufélaganna átti fund í
Bryssel nýlega. Var það ráðið þar
meðal annars, samkvæmt beiðni
frá rússnesku samvinnufélögun-
um, sem eru í bandalaginu, að
senda fimm manna nefnd til
Rússlands, til þess að kynnast á-
standinu. Sömuleiðis var í ráði
að kjósa þriggja manna nefnd til
þess að greiða fyrir viðskiftum
við Rúsland.
— Ensk blöð gera mikið veður
út af því að við húsrannsókn hjá
Gandhi, foringja uppreistar-
mannanna á Indlandi, fundust
bréf til hans frá Lenin.
— Finska stjórnin leggur það
til að herða enn á áfengisbann-
iögunum og eftirliti með þeim og
hefir til þess fylgi þingmeiri-
hlutans.
— Bók ein er nýkomin út á
þýskalandi, sem vakið hefir geysi-
mikið umtal. Höfundurinn er pró-
fessor í sagnfræði við Berlínar-
háskólann. Bókin fjallar um
Ludendorff hershöfðingja og
ræðst afarharðlega á hann. Lud-
endorff er, að áliti höfundarins,
langt frá að vera svo einarður og
stefnufastur sem af hefir verið
látið. Hann hafi einmitt sífelt
hvarflað frá einni stefnu til ann-
arar. Hann sé gersneyddur öllum
stjórnmálahæfileikum og mjög
auðtrúa. það sé Ludendorff sem
beri alla ábyrgðina á því að ekki
fékst samkomulagsfriður. Hann
hafi undir eins kallað hvern þann
mann föðurlandssvikara sem
nefnt hafi samkomulagsfrið. Hann
hafi verið steinblindur uns alt var
tapað. þeir saman, Ludendorff og
Tirpitz flotaforingi séu þeir
menn, sem eyðilagt hafi verk
Bismarcks og Moltkes. — Búist
er við að bólc þessi hafi mikil
pólitisk áhrif á þýskálandi, því að
konungssinnar þar í landi hafa
Ludendorff nú helst í broddi fylk-
ingar.
— Bandaríkin í Norður-Ameríku
háfa nú aflað sér hinnar fyrstu
nýlendu í Afríku. Snemma í síð-
astliðnum mánuði tókust þau á
hendur að „vernda“ svertingja-
lýðveldið Líbería, sem liggur á
vesturströnd Afríku.
— þýski ríkiserfinginn fyrver-
andi hefir ritað endurminningar
sínar og munu þær koma út í vor.
— Búist ei\ við að í haust muni
eiga að kjósa ‘forseta fyrir þýska
lýðveldið. Ber öllum flokkum sam-
an um að framkoma Eberts for-
seta hafi í alla staði verið rétt,
en hægriblöðin vilja fá glæsilegri
mann til að koma fram fyrir hönd
þýskalands út á við.
— I janúannánuði síðastliðn-
um var verð útfluttra vara frá
þýskalandi 1,7 miljarð marka
hæi-ra en verð innfluttra vara.
— Frakkar og Englendingar
hafa fallist á að láta nú niður
falla eftirlitið með sjóher þjóð-
verja. Aftur á móti eru Frakkar
með öllu fráhverfii' því að fela
þjóðabandalaginu eftirlit með því
að þjóðvei’jar framkvæmi ákvæði
Versalafriðarins um landherinn.
— Um mánaðamótin febrúar
mars var því lýst yfir af fulltrúa
Englands á Egyptalandi, að Eng-
land afsalaði sér þeirri vei'nd eða
yfirstjórn sem það hefði haft yft
landinu og væri Egyptaland nú
óháð, fullvalda ríki. Fyrst um
sinn héldist þó sama ástand og
áður um hervamir landsins, ör-
yggi samgönguleiða, vernd útlend-
inga og eftirlit með friði í Súdan.
— Ritax-i finsku sendiherra-
sveithrinnar í Moskva kom til
Kaupmannahafnar um miðjan
síðastl. mánuð og segir frá á-
standinu í Rússlandi. Fregnir
þær, sem gengið hafi um pólit-
iskar róstur í Moskva séu með
öllu ósannar. Nægilegar vörur séu
á boðstólum í búðunum \ Moskva,
en verðið sé ógurlega hátt. Matur
sé og nógur þar, en í’ándýr.
— Ritstjóráskifti urðu nýlega
við franska stórblaðið Le Figaro.
Tóku tveir nýir ritstjórar við af
ritstjóranum sem fór. Gamli rit-
stjórinn varð svo reiður yfir smá-
grein sem bii-tist í blaðinu eftir
skiftin, að hann skoi’aði annan
nýju ritstjói’anna á hólrn. þá svar-
aði hinn nýi ritstjórinn óðara
með því að gera hið sama. Ein-
vígi eru enn tíð á Frakklandi og
vekur þetta því gríðarmikla eftir-
tekt.
— Karl, fyrverandi Austuxrík-
iskeisari lést nýlega úr lungna-
bólgu suður á Madeira.
— Stórmikið umtal hefir orðið
um öll Norðui’lönd um danska
miðijinn Einar Nielsen. Var álit-
ið að hann væri einhver besti mið-
ill í Danmörku. Var það talið um
hann merkast, að á miðilsfundun-
um kom út um vit hans efni, sem
nefnt var „teleplasma“ og var tal-
ið að það efni kæmi frá öði’um
heimi. Á síðastliðnu hausti var
skipuð nefnd vísindamanna í
Kaupmannahöfn sem í-annsakaði
Einar Nielsen. Bii’tist efni þetta
á fundunum og vísindamennirn-
ir gáfu út vottorð um að engin
svik væru höfð í frammi. Blaða-
maður einn danskur taldi þetta
þó ekki nægilegt. Hann skoi’aði á
Einai’ Nielsen að láta rannsaka
sig í Kristianíu og hét 10 þús. kr.
verðlaunum, ef hann yrði ekki
uppvís að svikum þai’. Einar
Nielsen var tregur til, en einn af
helstu spiritistum í Noregi, pró-
fessor Jæger, skoi’aði svo fast á
hann, að hann lét tilleiðast. Fund-
ii’nir í Kristjaníu fói’u fram í síð-
astl. mánuði. Pi’ófessor Jæger tel-
ur að dómnefndin norska hafi
verið alt of harðleikin við miðil-
inn og hafi það veikt hann.
Fyrstu fundina kom ekkei’t merki-
legt fyrir. En á fimta fundinum
sást þetta margumtalaða efni, en
þá var Einar Nielsen staðinn að
svikum. Ilefir dómnefndin ritað
um það rækilega skýrslu. Pró-
fessor Jæger viðurkennir það og
að miðillinn hafi haft svik í
.fi’ammi. Svikin voi’u framin á
rnjög ógeðslegan hátt. Efni þetta
var afarfíngert „gas“, sem hægt
var að láta mjög lítið fai’a fyrii’.
Hafði miðillinn falið það inni í
endaþarminum meðan hann var
rannsakaður. Allur þorri manna
telur Einar Nielsen loddara. Pi’ó-
fessor Jæger telur að Einar Niel-
sen hafi framið svikin að hvötum
illra anda, sem hafi náð valdi yfir
honum.
inn til athugunar í sambandi við sjálft verslunarmálið,
þá hlið þess, sem snertir baráttu íslendinga við erlenda
hringa og auðmenn. þar næst kemur landbúnaðurinn.
Eins og fyr er á drepið, framleiða bændur með miklum
vinnukostnaði kjöt, sem selst lágu verði erlendis, af því
að það er saltað, ull, sem líka ei' í lágu vei'ði, af því að
hún er gróf og óhentug til vandaðra fataefna, og hross,
sem fáir vilja kaupa, af þvi þau eru smávaxin og bifvél-
ar útrýma nú hestum við flestalla vinnu og flutninga í
þéttbygðum löndum.
íslendingar þurfa að breyta að miklu leyti um við-
fangsefni í landbúnaðarframleiðslunnn. Hætta að leggja
rnesta stuhd á að framleiða kjöt, ull og hross. Flytja
í stað þess út smjör, osta, svínakjöt og egg. í stuttu máli:
Hætta að miklu leyti við það, sem kalla mætti íslensk-
an búskap, og taka upp danskan. pað er að líkindum
ekki þjóðlegt. En neyðin kennir naktri konu að spinna.
Menn munu spyrja: „I-Ivaða ávinningur fylgir þessári
breytingu?" }5\'í er fljótsvarað. Framleiðsla íslenskra
bænda verður auðseld. Andvirði hennar kemur inn í
landið i föstum, stöðugum straum aít árið. Bretar, hin
kræsna og milda matkaupaþjóð álfunnar, verða aðalkaup-
endur íslenskrar sveitaframleiðslu.
þó að svo sé tekið til orðs, að hætta eigi við kjöt-
framleiðsluna, þá má ekki skilja það of bókstaflega. Sum-
ar sveitir landsins eru, sakir kjarnlendis, góðra afrétta
og fleiri náttúrugæða, prýðisvel fallnar til sauðfjárrækt-
ar. þar er vitaskuld sjálfsagt að halda áfram búskap í
fornum stil, bæði til að framleiða kjöt til heimanotkunar
í landinu sjálfu, og til útflutnings, niðursoðið eða verk-
að á annan hátt, þannig, að það sé auðseld vara á heims-
markaðinum. þar að auki verða sumir hinir bestu ostar
ekki gerðir nema úr sauðamjólk.
Með bættum samgöngum og aukinni vélanotkun við
jarðræktina (þúfnabaninn o. fl.), breytast búnaðarskilyrð-
in. Rányrkjan og heyskapur á óræktuðu landi minkar, og
hin frjósamari undirlendi landsins geta haft smjörbú
starfandi alt árið, og komið vörunni fljótt áleiðis á mark-
aðinn með járnbraut og strandskipunum til Reykjavíkur.
þaðan verða tíðastar beinar ferðir til hafnai'bæjanna á
Englandi. Séu vörugæðin trygð og skjótir flutningar, þarf
eltki að efast um markaðinn.
Að þvi er snertir útflutning á kjöti, hafa margir is-
lenskir bændur treyst á að opna mætta markað i Eng-
landi, ef kjötið væri kælt eða fryst, og kæmi nýtt á mark-
aðinn. En þetta er að miklu leyti bygt á misskilningi.
Bretar eru kræsnir um matföng og_ efnaða fólkið þar í
landi borgar ekki hátt verð nema fyrir kjöt af góðum
skepnum, sem slátrað er þar í landi, þ. e. alveg nýtt
kjöt, með engurn keim af löngum flutningi, frosti eða
kælingu. Að vísu myndi kælt kjöt héðan seljast fljótt í
Englandi, en ekki við sérlega góðu verði. það yrði fæða
fátæklinganna, sem ekki hafa efni á að borga það með
sem erfið framleiðsluskilyrði á íslandi gera óhjákvæmi-
legt, ef atvinnan á að vera lifvænleg.
Islendingar hafia ekki nema eitt ráð, nú þekt, til að
koma sauðakjöti i verulega gott verð á Englandi. það
er með því að flytja sauði út lifandi. Nú hefir innflutning-
ur, undir skilyrðum, sem hægt er við að una, verið
bannaður i fjórðung aldar. Nokkur von er um að því
banni mætti breyta í leyfi áður langt um líður. En til
þess þurfa íslenskir. bændur að útrýrna fjárkláðanum
gersamlega. Og i öðru lagi verða íslenskir samvinnu-
menn að njóta að lijálpar skoðanabræðra sinna í Eng-
landi til að yfirstíga innflutningsbannspólitik enskra
landeigenda- Ilvorttveggja er kleift. Fjárkláðann var auð-
vélt að lækna, ef bændur hefðu fylgt drengilega forustu
Páls heitins Briems. það var gei’t í best mentu sveita-
héruðum landsins. En þar sem mentunin var minst, var
viljandi og óviljandi brotið móti settum reglum. Nú
hefir samábyrgð þjóðfélagsins komið til greina. þroskuðu
bændurnir verða að gjalda hinna óþroskuðu. Kláðinn
lifir enn góðu lífi í landinu. Og meðan svo er háttað, er
gersamlega vpnlaust um lifandi innflutning til Engands.
En takist að lækna fjárkláðann, er sennilegt að íslensk-
um samvinnumönnum takist von bráðar, með tilstyrk
samherja sinna i Englandi, að opna þennan markað var-
anlega. Skulu leidd að því nokkur rök.
O-