Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 4
60 T I M I N N ^jHi Líftryggingarfjel. Andvaka h.i Kristianiu, Noregi. pf Venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. lill íslandsdeildin: Löggilt af Stjórnarráði íslands í desember 1919. Ábyrg’ðarskjölin á íslensku. Varnarþing í Reykjavík. Iðgjöldin lögð inn í Landsbankann. ,ANDVAKA‘ hefir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest önnur líftryggingarfélög. ,ANDVAKA‘ setur öllum sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða engin aukagjöld). ,ANDVAKA‘ veitir líftryggingar, er eigi geta glatast nó gengið úr gildi. ,ANDVAKA‘ veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi. Ættu því bindindismenn og bannvinir að skifta við það félag, er styður málstað þeirra. ,ANDVÖKU‘ má með fullum rétti telja líftryggingarfélag ungmenna- félaga, kénnara og bænda í Noregi. Enda eru ýmsir stofnendur félagsins og stjórnendur og mikill fjöldi bestu starfsmanna þess úr þeim flokkum. ,ANDVAKA‘ veitir „öi’yrkja-tryggingar“ gegn mjög vægu auka- gjaldi, og er því vel við hæfi alþýðumanna! Sjómenn og verkamenn, listamenn og íþróttamenn, iðnaðarmenn og kaupsýslumenn, rosknir menn og börn„ bændur og búalið, karlar og konur hafa þegar líftrygt sig í „Andvöku“. Skólanemendur, sem láns þurfa sjer til mentunar, geta tæp- lega aflað sjer betri tryggingar en góðrar lífsábyrgðar í „Andvöku“. Helgi Valtýsson, (forstjóri íslandsdeildar). Heima: Grund við Sauðagerði. Póstliólf 533, Reykjavík. A.Y. Þeir sem panta tryg'ging-ar skriflega sendi forstjóra umsólui og' láti g-Ptið aldurs sins. Frá útlöndum. Horfurnar verða enn ískyggi- legri á írlandi. Hefir foringi lýð- veldishersins írska krafist þess að sáttmáli Ira og Breta verði ekki staðfestur, til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist aftur á trlandi, þótt það kunni að verða til þess að styrjöld hefj- ist aftur milli Ira og Englendinga. — Enn hefir Englandsbanki lækkað forvextina, og eru þeir nú 4%. — Samningar milli Dana og þjóðverja um landamærin eru nú á enda kljáðir. Verða þeir síðan lagðir fyrir þingin til samþyktar. — Lloyd George hefir birt full- trúum Rússa á Genúaráðstefn- unni skilmála þá sem sérfræðing- ar Bandamanna setja fyrir við- skiftum. Eru þessir helstir. Rúss- ar viðurkenni skuldir. þeir bæti útlendingum það tjón, sem þeir hafa orðið fyrir á Rússlandi. Skuldanefnd sé skipuð sem hafi eftirlit með ríkistekjum Rúss- lands. Komið sé á almennri dóm- gæslu á Rússlandi. Hafa fulltrú- ar Rússa gengið að því að hefja samningá á þessum grundvelli. — Lloyd George hefir ráðið því að Rússland og þýskaland eru jafnrétthá og önnur ríki á Genúa- ráðstefnunni. — Formanni bráðabirgðastjórn- arinnar írsku hefir verið sýnt banatilræði, en það mistókst. — þjóðverjar og Rússar hafa gert með sér sérstaka samninga. Eiga allar gagnkvæmar skaðabóta kröfur að falla niður. Stjórnmála- og ^erslunarviðskifti eiga að hefj- ast á ný og njóta þjóðirnar bestu* kjara hvor hjá annari. — Grikkir eru sáróánægðir með friðarsamningauppástungur, sem Bandamenn hafa borið fram um landaskifti þar eystra. — þegar keisaranum rússneska var steypt af stóli var Poul Milju- kov einn hinna helstu byltinga- manna sem við tóku og varð hann utanríkisráðherra í fyrsta lýðveldisráðuneytinu. En þegar Bolchewickar tóku stjórnina varð hann að flýja land. Um mánaða- mótin siðustu kom Miljukov til Berlínar og flutti þar fyrirlestur um rússnesk mál og voru áheyr- endurnir flestir Rússar. í miðju erindinu var skotið á hann frá áheyrendunum. Tókst honum þó að forðast skotið með því að kasta sér niður. En þá ruddust að hon- um tveir tilræðismenn og skutu á hann mörgum skotum og lét hann þar líf sitt. Tilræðismennirn- ir eru báðir úr flokki keisara- sinna. Telja þeir morð þetta hefnd fyrir afdrif keisarans. — Fulltrúar smáþjóðanna á Genúaráðstefnunni hafa borið fram mótmæli gegn því að á- kvarðanir ráðstefnunnar séu gerð- ar .bak við tjöldin á sérfundum fulltrúa stórveldanna, fái þannig fulltrúar smáþjóðanna ekkert um málin að fjalla fyr en örlög þeirra séu ráðin. Málaleitun um að breyta þessu fær enga áheyrn. — Ógurleg skotfærasprenging hefir orðið í borginni Monastir í Serbíu. Er talið að um 2000 menn hafi látið lífið, en um 300 þús. séu húsnæðislausir. ----o----- Manntjón. Bátur fórst frá Stokkseyri á annan páskadag. Fórust þar sjö menn, allir í blóma lífsins og miklir atorkumenn: Formaðurinn var Bjarni Stur- laugsson frá Starkaðshúsum, en hásetar: Einar Gíslason bóndi frá Borgarholti, þorvarður Jónsson frá Stokkseyri, þorkell þorkels- son frá' Móhúsum, Guðmundur Gíslason frá Brattholtshjáleigu, Markús Hansson frá Útgörðum og Guðni Guðmundsson frá Mó- húsum. ----o----- A víð og dreif. Kaupmensku-meinloka. Mbl. birti nýlega bréf úr Austur- Húnavatnssýslu með illyrðum um Sambandið, eftir náunga þar nyrðra, sem rekið hefir erindi kaupmanna, og stundum farið illa út úr orðakepni við samvinnu- menn. Hann sýnist standa í þeirri meiningu, að menn gerist félags- menn í kaupfélögum í greiðaskyni. við félögin, og þá um leið að sam- bandsdeildirnar gangi í Samband- ið í gustukaskyni við það. þess- vegna lætur hann dólgslega um að vissir menn muni ganga úr kaupfélögum, og viss félög úr Sambandinu. Vitaskuld er ekkert auðveldara. Samvinnufélögin eru frjáls félagsskapur. Hver félagi, sem hefir int af hendi réttmætar skyldur sínar, getur farið þegar hann vill. þeir óánægðu eiga að fara — beint til kaupmanna, og verða þeim að bráð. Enginn sam- vinnumaður hryggist yfir því þótt þeir menn, sem ekki eru félags- hæfir sökum vantandi greindar og mannlundar, hagi lífi sínu svo, að þeir gjaldi glópsku sinnar í verslunarmálum og verði æti milli- liðanna. Hafnlausu héruðin. Á síðustu missirum hafa báðar Skaftafellssýslur og hálf Rangár- vallasýsla gengið í Sambandið. Áður var til öflugt félag í Vík. Fékk það vörur sínar að mestu frá heildsölum í Rvík og flutti á Skaftfellingi austur. Nú koma skip frá útlöndum beina leið til Hornafjarðar, Víkur og Hallgeirs- eyjar, að vorinu með allar helstu nauðsynjar handa félagsmönnum. Frá Vík eru vörur handa eystri hluta Vestur-Skaftafellssýslu flutt ar á vélbát austur á Sandana. Kaupfélagið á þar vöruhús. Hefir heldur skift um kostnað og erfið- leika við verslunina. Fyrrum fóru Vestur-Skaftfellingar kaupstaðar- ferðir til Papóss eða Eyrarbakka. Eyddist oft hálfur mánuður í ferðina. Nú eru aðdrættirnir leik- ur einn. Kaupfélag Hallgeirseyjar hefir fyrri árin látið skipa upp sínum vörum í Vestmannaeyjum, og flutt þær á vélbátum upp að sandinum. Nú kemur vöruskip beint til Hallgeirseyjar. Óvinátta gegn þekkingu. Meðan Estrup sat að völdum í Danmörku, eftir 1880, í trássi við vilja þings og þjóðar, og hafði það eitt áhugamál að víggirða Kaupmannahöfn, var af hálfu stjórnarinnar alt gert til að spilla fyrir lýðháskólunum, synja þeirn um fjárstyrk af almannafé. Nú er það alviðurkent, að lýðháskólarn- ir áttu mikinn þátt í hinni miklu efnalegu framförum Danmerkur á síðari hluta 19. aldar. þeir vöktu danska sveitamenn. Án lýð- háskólavakningarinnar hefði sam- vinnustefnan ekki getað náð veru- legum þroska í Danmörku. Magn- úsi Guðmundssyni fer líkt og Estrup. þrír af uppáhaldsmönn- um hans voru í fjárveitinganefnd neðri deildar. þeir lögðu rnikla á- herslu á það, að landið legði ekki fé til samvinnumentunar. Aftur á móti voru þeir alveg ásáttir um að hækka bæri styrk til Blöndu- óss-skólans mikið. Og þeir kærðu sig ekki um að klípa af fé til mentaskólans, líklega af því að það er að verða vandamál, hvað á að verða uni atvinnulausa stú- denta. En Estrup er sama um það. Bara ekki samvinnuþekkingu. Blöð og auglýsingar. Fyrir nokkrum árum hélt eitt af blöðum kaupmanna í Dan- mörku því fram, að auglýsendur ættu að ráða stefnu blaðanna. Kaupmenn auglýstu mest. þess- vegna mættu blöðin ekki tala eða segja neitt, sem þeim kæmi illa. Sérstaklega mættu engin blöð hlynna að samvinnustefnunni, því að hún væri verslunarstéttinni mestur þyrnir í augum. Ef ein- hver blöð gerðu það, ættu þau engar auglýsingar að fá og deyja síðan. Samkvæmt þessu verða það kaupmenn, sem mestu ráða um hvað blöðin segja. Og svona er þessu F raun og veru varið, þar sem ekki eru óháð blöð, sem geta farið sínu fram, hvað sem auglýsendur segja. — Hér á landi hafa samvinnumenn riðið á vaðið. Tíminn er elsta íslenska blaðið, sem ekki lætur auglýsendur ráða fyrir sér. ** -——o----- Fréttír. Húnavatnssýslu 21. mars 1922. „Sýslufundur nýafstaðinn. Sam- kvæmt beiðni hreppsnefndar í Vindhælishreppi var Árna Árna- syni frá Höfðahólum vikið úr sýslunefndinni. Árni hafði stung- ið af með 400 krónur, "sem Vind- hælishreppur átti að fá til vega- gerða úr sýslusjóði. Árni veitti þessu fé móttöku, en skrapp með það suður og hefir engin skil gert, þrátt fyrir kröfur sýslu- mannsins í Húnavatnssýslu. þetta þykii' því undarlegra hér, þar sem sveitungar hans á Skaga- strönd vita ekki annað en að Árni hafi töluverðar tekjur af vinnu sinni við Morgunblaðið.“ Landskjörið er nú ákveðið 8. júlí. Hefir það lengi verið vitað að Morgunblaðsliðið, innan þings og utan, hefir átt við hina mestu erfiðleika að stríða um að ákveða mennina. Munu þeir óteljandi sem talið hafa sig sjálfsagða að hreppa hnossið, ef nokkuð væri. Og margsinnis hafa aðilar skilið í fullum fjandskap. Til þess að breiða yfir þetta ástand á „kær- leiksheimilinu“ birtir Morgun- blaðið í morgun ummæli um lista samvinnumanna og Framsóknar- flokksins, sem algjörlega eru grip- in úr lausu lofti. Verður nánar vikið að þessu þá er endanlega verður gengið frá listunum. Kirkjuhljómleika hélt Sigfús Einarsson organisti í dómkirkj- unni á annan í páskum, með að- stoð konu sinnar og hr. óskars Norðmanns. Fóru þeir mjög prýðilega fram. Er það auðsætt að Sigfús Einarsson leggur fylstu rækt við list sína. Embætti. Síra Sigurður Stef- ánsson í Vigur hefir fengið lausn frá embætti. Björn O. Björnssón guðfræðingur hefir verið skipaður prestur í þykkvabæjarklausturs- prestakalli og Sveinn ögmunds- son í Kálfholtsprestakalli. Látin er hér í bænum frú þór- unn Jónassen, ekkja Jónassens landlæknis og hálfsystir Hannesar Hafsteins. Hún var stórmerk kona fyrir margra hluta sakir. Jóhannes Kjarval listmálari kom frá Danmörku með Gullfossi og hefir þegar opnað málverka- sýningu. Kvæði Davíðs Stefánssonar eru nú komin út og bregðast ekki þær miklu vonir sem menn gerðu sér um bókina. Verður getið nánar síðar. Manntjón enn. Á þriðjudaginn var fórst bátur úr Hafnarfirði. Fórust þar þrír menn. Formaður- inn Eiríkur Jónsson á Sjónarhól, en hásetar, sonur hans Ágúst og Ari Magnússon. Fjárlögin. Neðri deild samþykti fjárlögin óbreytt eins og efri deild gekk frá þeim. Mun vera afarlangt síðan það hefir komið fyrir á þingi. Krossarnir. þau undur gerðust í gær í sameinuðu alþingi að all- ar tilraunir voru drepnar sem miðuðu að því að draga úr krossa- farganinu. Fyrst var drepin dag- skrá sem fól í sér ávítur og krafð- ist að misnotkun ætti sér ekki stað. þá var drepin tillaga um að leggjá krossana alveg niður, Síðast tillaga um að veita kross- ana útlendingum einum. Frá Vestmannaeyjum berast þær fréttir að meðan björgunar- skipið þór brá sér til Reykjavík- ur, urðu eyjarskeggjar fyrir veið- arfæra og aflatjóni sem metið er um 80 þús. kr. Verða ekki ofsög- ur af því sagðar hversu þarft skip þór er Vestmannaeyingum og væntanlega líður nú ekki eitt sum- arið svo enn, að skipið verði ekki notað víðar. Páll ísólfsson organleikari hef- ir nýlega haldið hljómleika bæði í Berlín og Miinchen, við ágætan orðstýr. þá mun hann ætla að halda hljómleika í Vínarborg. Hans mun von hingað heim í næsta mánuði. Iíapphlaup var háð hér í bæn- um á sumardaginn fyrsta. Er það í sjöunda sinn sem hlaup þetta er háð. þátttakendur voru alls 38. Var kept í flokkum. Tveir fyrstu flokkarnir voru báðir úr nærsveit- unum. Sigraði sá fyrsti með 24 stigum, en hinn næsti fékk 65 stig. þá var flokkur Iþróttafé- lagsins þriðji í röðinni með 70 stig. Flokkur Ármanns fékk 72 stig, og flokkur Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur 120 stig. Guð- jón Júlíusson frá Reynisvatni mesti íslenski hlaupagarpurinn sem.1 nú er hérlendur, varð enn fyrstur og rann skeiðið á 13 mín. 9,5 sek. I fyrra rann hann sama skeið á 14 mín. 5,2 sek. Eru úr- slitin því afbragðsgóð í þetta sinn. Verður nú ekki lengur um deilt að utanbæjarmennirnir bera langt af bæjarmönnum. Islandsk Falk. Á vetrargæslu- tímanum við ísland, frá 8. okt. til 9. apríl, hefir varðskipið Is- lands Falk tekið fasta 20 togara, og hafa þeir fengið sektir sem hér segir: íslenskir 2, sektir 12 þús. kr. Enskir 6, sektir 60 þús. kr. Franskir 2, sektir 12 þús. kr. þýskir 10, sektir 77 þús. kr. Alls 20, sektir 161 þús. kr. Af sjö togurum hafa verið tekin veiðar- færi og afli, og bætist andvirði þess við sektirnir. Samhliða strandgæslunni hefir Islands Falk farið tvær ferðir til Gríms- eyjar frá Akureyri og Húsavík, og flutt þangað póst og farþega, og höfðu þá engar samgöngur verið við Grímsey í 3 mánuði. Ennfremur hefir skipið flutt um 100 farþega með ströiidum fram, flutt lyfjavörur o. þ. h. og enn- fremur 60 tunnur af steinolíu og 25 smálestir af kolum til Vest- mannaeyja, þegar skortur vai’ á þessum vörum þar. Ennfremur hefir það veitt skipum hjálp í nauð. Goðafoss kemur r dag norðan og vestan um land. Meðal farþega er fjöldi fundarmanna á sam- bandsfund samvinnufélaganna. Afbragðsafli er nú einnig að verða á togarana. Komu sumir þeirra inn fullir af fiski eftir 4—5 daga. I sumum verstöðvum á Reykja- nesi er sagður kominn svo mik- ill afli á land sem í þrem meðal- vertíðum. Búnaðaifélag íslánds hefir nú til sölu töluvert af tilbúnum á- burðarefnum. Annai’ feðrai’ krógann. Hér um árið gáfu pólitiskir andstæðingar Kristjáns dómstjóra út níðrit um hann. Árni á Höfða- hólum gekst við faðerninu, en all- ir vissu að hann var ekki höfund- ur pésans, heldur Einar Amórs- son. I tilefni af því að Jónas Jóns- son frá Hriflu hefir fengið flest atkvæði við prófkosningu hjá samvinnumönnum, sem efsti mað- ur á landskjörslista, búast kaup- menn við að hann verði í kjöri í vor. Einar hefir að sögn kunn- ugra manna verið fenginn til að gera annan bækling um Jónas, lík- an þeim er hann reit forðum um Kristján. I þetta sinn verður þó ekki fyrverandi sýslunefndarmað- ur Vindhælinga fenginn til að gangast við króganum, heldur fyr- verandi utanríkisráðherra, Lárus Jóhannesson. A. B. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.