Tíminn - 03.06.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1922, Blaðsíða 2
82 T 1 M I N N Gráðaostagerðin. Eftir Halldór Vilhjálmsson, skólastjóra á Hvanneyri. Jón Guðmundsson ostagerðar’- maður hefir í mars og aprílblaði Freys gefið yfirlit yfir ostagerð- ina í pingeyjarsýslu síðastliðið sumar. pegar þess er gætt, að þetta er byrjunarárið þar norður frá, að Jón verður frá verki í 10 daga þegar verst gegnir, að hann hefir tóma viðvaninga sér til að- stoðar og vantar töluvert af nauð- synlegum áhöldum og útbúnaði, þá virðist árangur ætla að verða glæsilegur, því þetta stendur alt til bóta og lagast smámsaman. Gráðaostarnir eru eiginlega þrennskonar: Gorgonzola-ostur, búinn til í Ítalíu; Stilton-ostur, búinn til í Englandi, báðir úr kúa- mjólk, og Roquefort-osturinn, búinn til í Suður-Frakklandi, Aveyron, úr sauðamjólk. Af þess- um þremur gráðaostategundum þykir Roquefort-osturinn venju lega bestur. Roquefort-osturinn hefir verið þektur í 20 aldir, en það er fyrst í byrjun síðastliðinnar aldar, sem Frakkar fara að reka ostagerð- ina af krafti og kynbæta mjólkur- fé sitt. Um 1800 áttu þeir um 150 þús. mjólkurær og fengu 6 kg. af osti eftir hverja á. J>ar mun þurfa í kring um 5 lítra af mjólk í ostkílógram, hafa þá ærn- ar óræktaðar mjólkað í kring um 30 lítra yfir sumarið, eða líkt og hér hjá okkur nú, og það heldur á kostarírari jörðunum. Árið 1851 halda Frakkar fyrstu sýninguna á mjólkurfé sínu. pá var meðalærin farin að mjólka um 60 lítra. 1867 eiga þeir 300 þús. ær, er mjólka um 70 lítra. pá fyllast Frakkar eldmóði og eft- ir 10 ár eru ærnar orðnar 450 þús. Um 1890 voru þær orðnar um 500 þús., en síðar hefir þeim heldur fækkað. 1908 áttu þeir 450 þús. mjólk- urær, sem hafa mjólkað í kring um 100 lítra meðalærin, því þeir fengu 19,845,000 pund af osti,eða í’étt um 10.000.000 kg.' — tíu miljón kg. Með 6 kr. verði á kg. eru þetta 60 miljónir króna, sem Frakkar fá fyrir ost úr 450 þús. ám, eða um 130 kr. eftir ána í 6 mánuði, sem þær eru mjólkaðar. Getum við nú gert okkur nokkra von um að keppa við þennan gamla, volduga og viðurkenda framleiðanda suður við Miðjarð- arhaf, þar sem veðurblíðan er framúrskarandi ? Vínviður og vafningsjurtir vaxa þar jöfnum höndum, allskonar korntegundir auðvitað og annar jarðargróði, jörðin prýðilega ræktuð. Ærnar eru orðnar kynbættar og kynfast- ar, framieiðslan er viss og nógar starfandi hendur með fullkomnum tækjum og kunnáttu. Og þá má ekki gleyma: Franski bóndinn er sparsamur og iðjusamur, ogy þar mjólka allir, karlar, konur og börn. Mjaltastarfið þykir sæmd- arstarf, eins og í Holllandi og víðar, auðvitað. Hjá menningar- þjóðum þykja öll störf sæmdar- störf, og þá ekki síst höfuðstörf- in, eins og mjaltastarfið er við gi’áðaostagerðina. petta alt saman hjálpar nú Frökkum vitanlega stórkostlega við ostagerðina, en þeir sleppa heldur ekki við alla örðugleika. Jafnvel þó að ostagerðarsvæðið sé um 900 m. há háslétta, er þó hitinn oft á sumrin yfir 20 stig C. í skugganum, en það er alt of mikill hiti fyrir ostagerðina yfir- leitt. þeir verða því með miklum kostnaði að grafa löng göng og hella inn í kalkfjöllin, og með dýr- um vélaútbúnaði og árlegum kostnaði að fá þann hæfilega hita, 6—8 stig C., sem nauðsyn- legur er fyrir aðalostagerðina. þarna höfum við með okkar norðlægu legu einmitt mjög stórt hagfræðisatriði fram yfir þá, því í góðum jarðkjöllurum fæst hér einmitt þessi hiti kostnaðarlítið venjulega. Málnytahorfur. Ef marka má eldri frásagnir, lítur út fyrir, að hlutföllin séu orðin alveg öfug hér á landi og hjá Frökkum. Um 1800: 100 lítrar hér gegn 30 þar. Nú 30 hér gegn 100 lítrum þar. Sé þetta rétt, verður það að teljast þjóðar- skömm og skaði. í betri málnytu- sveitum landsins mun þó ennþá mega telja meðalærnytina í kring um 45—50 lítra yfir sumartímann og einstöku ær eru nefndar sem jafnvel mjólka 100 lítra og meira (sbr. Lýsing Islands eftir p. Th. Sauðfjárrækt). Á Vestfjörðum hafa víða verið til, og eru sennilega enn, ágætar mjólkurær. Set eg hér að gamni mínu stutta frásögu, er eg skrif- aði í vasabók mína beint eftir viðtali við Rögnvald heitinn Ól- afsson byggingarmeistara: „Eg (Rögnvaldur) var smali í Skáladal í Aðalvík 1882—86 (þá á 8.—12. ári). þar var engin kýr, eingöngu sauðfé, prýðilega alið á töðu og útheyi, allskonar fiskmeti og kornmat, ef ekki voru nógar birgðir af öðru fóðri. Féð var kyn- gott og mjólkuðu ær fram á vet- ur, sumar árið um kring, feldu saman nytjar. Altaf var til mjólk í kaffi og við og við til matar. Bestu ær af Hornstrandakyni komust í 4—5 merkur í mál eftir fráfærur. Uppáhaldsærin í Skáladal var hvítkollótt og hét „Bletta“. Stór, sérlega löng og bolmikil, óvenju- lega kviðmikil, lagðsíð og feldi saman nytjar á hverju ári. Síð- asta (8.) sumarið sem hún lifði var hún geldmjólka. Skorin um haustið með 29 eða 30 merkur af mör“. — Mundi nú ekki vera ráð að safna saman leyfunum af þessum ágæta mjólkurkynstofni, áður en hann hverfur alveg, og mynda sérstök mjólkurkynbótabú í sauð- fjárræktinni ? Ilver lítri, sem þannig vinst, er hreinar tekjur, því fyrstu lítrarnir, sem ærin mjólkar, fara í kostnað. Með þennan góða mjólkurkyn- stofn að baki virðist það engin fjarstæða að vona, að við með ströngu vali og góðri meðferð á mjólkurfénu getum aukið nythæð- ina töluvert frá því sem nú er alment, og það jafnvel svo, að litlu muni og á frönsku ánum. En það er fleira en mjólkurmagnið, sem hefir þýðingu. Mjólkurgæðin verða aðalatriðið. Og upp til fjalla, þar sem gróður er smáger og ilmríkur, er mjólkin 'vafalaust líka bragðmikil og bragðhrein. þetta atriði hefir mikla þýðingu fyrir ostagerðina. Vel á haldið ætti það að hjálpa okkur til að ná föstum og vissum viðskiftum erlendis, þegar neytendur hafa vanist ostinum. Mjaltir. það er sorglegur sannleikur, að víða urðu bændur að hætta við fráfærur eingöngu vegna þess, að þeir fengu enga manneskju til þess að gæta ánna og mjólka þær. Mun það reynast eríitt, að koma yfirsetu og mjaltastarfinu í gott horf aftur, því nú eru flestir unglingar aldir upp sem hvítvoð- ungar og handa slíku fólki full- orðnu eru mjaltir alt of erfiðar og sóðalegar. En mjaltir eru líka vandasamt verk og þýðingarmik- ið trúnaðarstarí. Til þess að leysa það starf vel af hendi, þarf veru- lega samviskusaman mjaltara, sem þar að auki þekkir hið lifandi samstarf mjaltarans og skepnunn- ar. Góða, hámjólka kýrin mynd- ar mikinn hluta mjólkurinnar á meðan verið er að mjólka hana. Kýrin selur. Fer það, eins og allir vita, mikið eftir mjaltalagi, viðmóti og vellíðan skepnunnar. Markaðsþörfin. En hér er um alvörumál að ræða, sem allir verða að skilja. Af mörg- um samtvinnuðum ólánum, sem byrjuðu 1918 (grasleysi, harðæri, fóðurkaupum, kauphækkun,spreng ing á afurðasölu og þar af leið- andi verðhruni á vörum og pen- ingum, okurvöxtum í bönkum o. fl.), hefir landbúnaðurinn tapað. stórfé á síðustu árum, og því mið- ur lítur helst út fyrir, að hann muni tapa miklu enn. Ullin okk- ar er komin ofan í sitt venjulega lága verð, enda léleg, það gerir veðráttan og húsvistin; og kjöt- ið okkar, sem vafalaust er ágætt, verður með núverandi saltverkun að þoka fyrir nýju. eða kældu kjöti stórframleiðendanna, sem gómur menningarinnar kýs heldur og við eigum erfitt að keppa við. Markaðurinn virðist líka altaf vera að minka, og er nú þegar orðinn svo þröngur, að til vand- ræða horfir. Enda er sennilegast, að hann hverfi alveg með tíman- um. Áður en svo er komið, verð- um við að hafa fundið nýjar leið- ir. Ástandið er orðið svo slæmt, að úr þessu má það ekki versna. Menn hafa gert sér góðar von- ir um, að geta flutt lifandi fé til Englands. En þrátt fyrir ítarleg- ar tilraunir eru þar nú öll sund lokuð. þá tala menn um að sjóða kjötið niður, reykja það, búa til pylsur úr því og jafnvel kæfu. Hið síðasta er ekki ólíklegra en annað, ef vel væri vandað og verð- ur nú að reyna flest, sem nokkurt vit er í. Menn hrópa í sífellu á meiri framleiðslu og leggja nú út í miljónafyrirtæki á erfiðustu tím- um í því skyni. En hvað stoðar það, ef markaðinn vantar. Aðal- atriðið fyrir okkur nú er það, að finna einhverjar vörutegundir, sem við með hagnaði getum fram- leitt svo ódýrar og góðar, að selj- anlegar séu innanlands og utan og staðist geti harðvítuga sam- kepni, þá mun framleiðslan koma af sjálfu sér strax og batnar í ári, og við rétta fljótt við aftur. Vakning. það þarf þjóðarvakningu,svo að „fjósaverkin“, sem nú virðast vera svo mörg með þjóðinni, verði að ljúfvirkum sæmdarstörfum. En hún fæst tæplega, nema með meiri og almennari mentun, og er það þó sérstaklega kvenþjóð- in, sem þarf þess með, eins og líka er eðlilegt. Við mentastofn- anir landsins hefir hún verið oln- bogabarnið, setið í öskustónni. Að vísu hafa þær nú frjálsan aðgang að kennaraskólanum og menta- skólanum, en eg gef lítið fyrir það, meðan þær vantar mjög til- finnanlega sinn sérskóla, þar sem þær læra að verða fyrirmyndar eiginkonur, mæður, húsfreyjur. Konan verður aldrei karlmaður, og á ekki að verða það, og þjóð- félagið hefir ekkert að gera við karlmannlega kvenstúdenta, þegar undii’stöðuna vantar, sérskóla- námið. Ef löggjafar og leiðandi menn íhuguðu og skildu virki- lega hvað það er, sem við frúum konunni fyrir, —■ það er alt okkar strit og stríð, heimilisafl- inn, — og hvað við af henni heimt um, barnauppeldi og hjúkrun, þá mundu þeir líka skilja, hve störf hennar eru fjölbreytt og vanda- söm, þýðingarmikil og ómissandi, og til þess að geta leyst þau vel af hendi, þyrfti kvenþjóðin að geta fengið miklu fjölbreyttari, almennari mentun og æfingu í störfum sínum en hún á nú kost á. Tökum lítið dæmi, sem fyrir liggur: það eru um 90 þúsund sálir á fæði á þjóðarbúinu dag- lega. Árangurinn væri lítill af Komandí ár. iii. Áveitur. Nú hefir verið sýnt fram á þá miklu nauðsyn, að skapa umgjörð. um gróðurlendið, mynda einskonar skjól- veggi til að hlífa því landi, sem þjóðin lifir af. petta má gera með vörnum móti sandfoki og landbroti, girðing- úm, friðun móti ágangi búfjár og skóggræðslu. Hefir þessu verið lýst í undangegnum köflum. Aðalatvinna íslenskra bænda hlýtur jafnan að byggj- ast á grasræktinni, á áveitum og túnum. Menn vita með fullri vissu, að á söguöldinni voru -'allvíða stundaðar vatnsveitingar, og túnrækt allmikil. En ó niðurlægingar- öldunum hnignaði " túnræktinni og áveitur lögðust að mestu leyti niður, nema það sem náttúran annaðist sjálf. Með endurvakningu framfara á íslandi byrjaði vatns- ræktin að nýju. Og um nokkur undanfarin ár hafa áveit- urnar verið kjörorð þjóðarinnar. Menn hafa fullyrt, sem lika er rétt yfirleitt, að með áveitunum mætti hraða mest ræktuninni með minstum kostnaði. Áveiturnar skygðu um stund á túnræktina. En þetta var stundarályktun byrjendanna. Nú eru þeir, sem best hafa vit á áveitu- málunum, eins og t. d. Sigurður Sigurðsson forseti Bún- aðarfélagsins, og Valtýr Stefánsson áveitufræðingur tekn- ir að halda þeirri trú að þjóðinni, að áveitumar séu að visu góðar, en þó sé túnræktin betri. þetta liggur í tvennu. Fyrst og fremst að áveitur eru staðbundnar. þær koma ekki til greina nema á víð- áttumiklum sléttlendum eins og Suðurláglendinu, eða i hreiðum, hallalitlum dölum, þar sem hægt er að fá nægi- legt vatn. En nú eru langflestar bygðir á íslandi annað- hvort þröngir, hallamiklir dalir, eða hailandi strand- lengjur með sjó fram. Og víða skortir heppilegt vatn til áveitunnar, þó að önnur skiiyrði séu fyrir hendi, eða að leiðslan verður of dýr, þó að hún sé framkvæmanleg. þessvegna geta áveiturnar ekki verið ræktunarúrræði alls- staðar og undir öilum kringumstæðum. Bestu áveitu- svæðin eru á sléttum Suðurlands og hinum breiðu döl- um á Norðurlandi. í minni stíl víðsvegar um land alt. Hinn annmarkinn er það, að mörg af áveitusvæðun- um þurfa til lengdar annan og meiri áburð en þann sem fæst með áveitunni sjálfri. Er það í raun og veru sama og að segja að með tímanum verði að breyta mörgum áveitusvæðum í tún. Áveiturnar eru eftir eðli sínu þrennskonar. þar sem veitt er á frjóefnasnauðu vatni, t. 'd. tæru bergvatni, vex gróðurinn oft mikið um stund. Ekki af því, að jurtunum berist nokkur næringarefni, svo að teljandi sé, heldur hitt, að vatnið leysir hundin frjóefni í jarðveginum. þau efni bjarga gróðrinum um stund. En þetta er rányrkja. Fyr en varir er jarðveguinn þursoginn og tæmdur, og þá hættir áveitulandið að spretta, nema þvi sé breytt í tún, ef það er þá hægt. Önnur tegund áveitu er það, þar sem vatnið ber með sér allmikil frióefni, eins og t. d. jökulvatnið á ís- landi, en ekki nægilega mikið eða fjölhreytt til að halda við varanlegri ræktun. þegar frá líður hættir áveitu- landið að spretta. Ekki af því að áveituvatnið beri ekki á hverju ári mikið af frjóefnum á jörðina, þar sem það nær til. En sá áburður er ekki nógu fjölbreyttur, hæfir ekki nákvæmlega þörfum jurtanna, eftir að næringar- efnaforði jarðvegsins er eyddur. þar sem svo stendur á verður að sameina áveitu og ræktun með húsdýra eða tilbúnum áburði. Efnafræðingar reikna þá út nókvæm- lega hver og hve mikið af frjóefnum þurfi að flytja að, og bæta jarðveginum, til þess að uppskeran verði var- anlega sem mest. Að áliti gróðurfræðinganna eru miklar líkur til að fjölmargar áveitur á íslandi verði með tíð og tíma að bæta upp á þennan hátt, og það sumar þæi', sem nú eru taldar mjög álitlegar. þriðja tegundin er þar sem áveituvatnið flytur með sér svo mörg áburðarefni, í hinum réttu samböndum, að jörðin þarf ekki annars með til að spretta vel. þess- ar áveitur eru sjálfsánir akrar. þær spretta jafnvel ára- tug eftir áratug, og öld eftir öld. Slikar áveitur eru all- víða hér á landi. Nokkrar mcðal hinna frægustu eru Safamýri í Rangárvallasýslu, Ilúsabakkaflói í Skagafirði, Laxárengjar í þingeyjarsýslu, og flæðilönd við Jökulsó ó Fjöllum í Kelduhverfi og Axarfirði. þau vonbrigði, sem þjóðin lilýtur að verða fyrir i . óveitumálunum, eru aðallega fólgin í því, að menn hafa blandað saman tveim fyrstu áveituflokkunum við hinn siðasta, blandað saman rányrkju og verulegri rækt- un. Menn liafa yfirleitt vonast eftir, að öll vatnsrækt- un væri varanleg. Ef ný áveita skapaði á fyrtsu árun- um mikinn grasauka, þá myndi hann lialdast til lengdar. En reynslan hcfir nú þegar sannfært menn allvíða ó landinu um mismun þann, sem hér hefir verið skýrt frá. En af þessari reynslu verða menn að draga hag- nýtar ályktanir. þar sem áveituvatn er efnasnautt, eða fullnægii' gróðurþörfinni aðeins að nokkru leyti, verða þeir sem vinna slík lönd að gæta þess að þeir hafa aðeins íengið bráðabirgðalán, sem fljótlega verður af þeim kraf- ist. Undii' þau skuldagjöld geta þeir best búið sig með þvi að auka á ineðan túnræktina, sem allra mest, með þcim áburði, sem fó má með rányrkju-óveitunum. þá standa landeigendur betur að vígi þegar áveitulöndin hætta að spretta, nema með því að á þau verði borið, það sem áveituvatnið nær ekki til. Jafnvel bestu áveituvötnin frjóvga elcki varanlega nema vissar tegundir jarðvegs. Svo er t. d. með Laxá úr Mývatni. Hún er talin besta óveituvatn ó íslandi, al- veg þrungin af frjóefnum, en aðeins fyrir harðvellis- gróður. Sama vatnið sem gerir árlega síbreiðu á þunn- um jarðvegi ó uppgrónu hrauni, er því nær áhrifalaust á suma tegúhdir mýra. Búnaðarfélagið er nú sem stend- ur að láta framkvæma tilraunir i Aðaldal, sem eiga að ieiða i ljós, hvaða óburðarefni þurfi að bæta mýrlend- inu til þess að Laxórvatn hæfi því. þannig má sjá, að jafnvel hið besta ræktarvatn er ekki einlilítt, nema á sumar tegundir af gróðurlendi. Víðast livar þarf manns- vitið og mánnshöndin að koma til aðstoðar, ef um var- anlega ræktun á að vera að ræða. þetta eru í stuttu máli kostir og gallar áveitanna hér á landi. þær eiga við á takmörkuðum svæðum. þar sem skilyrði eru heppileg, er engin ræktun fljótgerðari eða ódýrari. En þar sem vatn er fátækt að þeim frjó- efnum sem jurtirnar þurfa til þroska og vaxtar, verður gróðuraukinn skammvinnur. þeim áveitum þarf eftir lengri eða skemmri tíma að breyta í gróðurlendi sem að nokkru leyti er ræktað með aðfluttum áburði, öðrum en þeim, sem vatnið flytur. Að síðustu eru hinar sífrjóu varanlegu áveitur, þar sem vatnið veitir gróðrinum alt sem liann þarf. Mannshöndin þarf aðeins að stýra vatn- inu, beina því rétta leið. Enn er vatnsræktin hér á landi svo ung, að víða er ekki hægt að fullyrta, hvort hver einstök óveita verði varanlpga sjálfstæð, eða ekki. Reynslan sker úr því. Hitt skiftir mestu máli, að sem allra fyrst takist að koma vatnsræktun við sem allra viðast, þar sem skilyrði leyfa. Vel gcrðar áveitur eru altaf rétt spor í áttina. þær eru annar nðalþátturinn í gras- rækt Islendinga. -----0-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.