Tíminn - 03.06.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1922, Blaðsíða 4
84 T I M I N N Líftryggingarfjel. Andvaka h.f. Kristianiu, Noregi. Venjulegar líftryggingar, baraatryggingar og lífrentur. Löggilt af Stjórnarráði íslands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku. Varnarþing í Reykjavík. Iðgjöldin lögd inn í Landsbankann. ,ANDVAKA‘ hefir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði eri flest önnur líftryggingarfélög. ,ANDVAKA‘ setur öllum sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða engin aukagjöld). ,ANDVAKA‘ veitir líftryggingar, er eigi geta glatast né gengið úr gildi. ,ANDVAKA‘ veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi. Ættu því bindindismenn og bannvinir að skifta við það félag, er styður málstað þeirra. , AND V ÖKU‘ má með fullum rétti telja líftryggingarfélag ungmenna- félaga, kennara og bænda í Noregi. Enda eru ýmsir stofnendur félagsins og stjórnendur og mikill fjöldi bestu starfsmanna þess úr þeim flokkum. .ANDVAKA* veitir „öryrkja-tryggingar“ gegn mjög vægu auka- gjaldi, og er því vel við hæfi alþýðumanna! Sjómenn og verkamenn, listamenn og íþróttamorin, iðnaðarmenn og kaupsýslumenn, rosknir menn og börn, bændur og búalið, karl.ar og konur hafa þegar líftrygt sig í „Andvöku“. Skólanemendur, sem láns þurfa sjer til mentunar, geta tæp- lega aflað sjer betri tryggingar on góðrar lífsábyrgðar í „Andvöku“. Helg,i Valtýssoxi, (forstjóri Islandsdeildar). Heima: Grund við Sauðagerði. PósthóLf 533, Reykjavík. A.y. Þeir scm panta ti-yggingar skriflega sendi forstjóra umsókn op láti gptið aldurs síns. Jón þessi i Mbl. ósvífnar ádeilugrein- ar á Landsverslun fyrir steinolíusöl- una. pó að þær greinar væru tómur útúrsnúningur, vífilengjur og fávís- legt hjal, þá var samt tilgangurinn auðsær. Litlu siðar sendi sami Jón þinginu ákæruskjal um þetta efni, og heimtar sérstaka rannsókn í málinu. Forstjórinn virti plagg þetta eigi svars og er ekki annað sjáanlegt en að þing og stjórn hafi látið sér það vel líka. Enda var nú svo komið, að Jón þótti sannarleg konungsgersemi sökum frumleika í heimskulegu skrafi. I greinum þeim, sem hér fara á eftir, verður reynt að skýra málið í lieild sinni, eins og það horfir við, og að litlu leyti vikið að þessum kynduga Jóni. En eiginlegar umræð- ur við slikan mann koma ekki til greina. Hann er aðeins lítilfjörlegt sjúkdómseinkenni á þjóðarheildinni, óánægjulegt, en ekki hættulegt. Frh. J. J. ----0---- Framh. af 1. síðu. þeir væntanlega yrðu að gjalda fyrir blað sitt, og fengið Jón Magnússon og aðra af þeim lög- fræðingum, sem annaðhvort eiga í blaðinu eða standa því nærri, til að leggja ráð um, hvort eigi væri tiltækilegt að halda málinu til streitu og ríghalda þannig sem lengst í þetta illmæli um hið stærsta sjálfbjargarfyrirtæki, sem íslenska þjóðin hefir nokkurn tíma myndað. En árangur þeirr- ar rannsóknar hefir orðið sá, að málið væri vonlaust. Eigendur Mbl. kunna væntan- lega að meta, að svo mjög hefir verið stilt í hóf í þessu máli frá stjórn Sambandsins, eins og mála- vöxtum var þó háttað. þeir ættu 4ð láta þessa sérkennilegu reynslu verða sér að varnaði. þeir ættu framvegis að keppa við samvinnu- félögin á verslunarsviðinu eins og sæmilegir menn þreyta kappleiki. Láta þann vinna hvern leik sem fræknastur er o£ best að sér ger, en freista ekki að vinna neinn leikinn með óleyfilegum brögðum. J. J. ----o---- Hversvegna styð eg samvinnulistann ? Sökum þess, að samvinnustefn- an er ekki aðeins verslunarstefna, heldur einkum í framtíðinni miklu frekar framleiðslustefna, byggist eðlilegur vöxtur hennar og far- sælar afleiðingar fyrst og fremst á aukinni alþýðumentun. Af þessu leiðir að hún óhjákvæmilega vei’ð- ur að vera stjórnmálastefna. þing- ið getur ráðið niðurlögum menta- málanna, það getur ráðið mjög áhrifaríkum ráðstöfunum atvinnu- málanna, og að sumu leyti ráðið fyrirkomulagi vei’slunarmálanna. Að minsta kosti hefir þingið altaf mikil áhrif á aðstöðu hverrar stefnu í verslunai’málum þjóðar- innar. Einstaklingurinn þarf að geta notið atgerfis síns og þroskast, jafnt hvox’t hann er fátækur eða ríkur. Af þeim stefnum, sem hafa verndun á rétti fátæklinganna að markmiði, ásamt þroskun og menningu mannkynsins, er sam- vinnustefnan sú eina, sem nokk- ur von er til að núverandi kynslóð geti sameinað sig um til verulegra hagsmuna mannkynsins. það er af þessum ástæðum öll- um að samvinnumenn verða að ná meiri hluta á þingi voru 1 sem nánastri framtíð. Á landkjörslista samvinnumanna eru þjóðarinnar kunnustu atorku og áhugamenn, bæði í samvinnu- málum og öðrum velferðarmálum. það er því stórt spor í áttina, — sem hver sannur framfaramaður íslenskur ætti að stíga, — að beitast öfluglega fyrir fylgi þess lista við landkjörið í sumar. Jón Á. Guðmundsson. Tíminn og jafnaðarstefnan. Tíminn hefir hingað til leitt hjá sér ummæli Morgunblaðsins um það að eitthvei’t leynasam- band væri milli Tímans og jafn- aðarmanna við landkjörið. þótti ekki taka því að svara slíkri fjar- stæðu. En þar sem blaðið marg- endurtekur þessi ummæli og jafnvel leggur út af því að Tím- inn skuli ekki gera harða hríð móti lista jaínaðarmanna, verður hér farið fáum orðum um mál þetta. B-listinn á nálega alt fylgi sitt í hóp bænda og samvinnumanna og kvenna í sveitum. Hinsvegar mun óhætt að treysta því að listi jafnarmanna fái sárfá atkvæði úr þeim hóp, enda hefir ekki boi’ið á því að sá listi leiti eftir atkvæð- um bænda. — Hvaða ástæða er þá til fyrir blöð samvinnumanna að bei’jast sérstaklega gegn lista j af naðai’manna ? Alt öðru máli er að gegna um D-listann. þótt sá listi ætti, vegna aðstandenda sinna, að eiga jafn- fá atkvæði meðal bænda og listi jafnaðarmanna, reyna kaup- mannablöðin af fremsta megni að telja bændur á að kjósa listann. þessvegna hlýtur Tíminn einkum að beita sér gegn þeim lista. — Samvinnustefnan og jafnaðar- stefnan keppa báðar eftir því að bæta misfellui’nar á þjóðfélags- skipulaginu. En þær fara sína leiðina hvor til þess. Hinir öfgamestu jafnaðar- manna vilja byltingu og ekkert annað en byltingu. Allir vilja þeir ríkisrekstur á verslun og iðn- aði og allri eða flestallri starf- rækslu. Samvinnumennirnir eru úr- ræðabestu og afkastamestu and- stæðingar byltingamannanna. þeir vilja með frjálsum samtökum, samstarfi og samhjálp hinná máttarminni gera þá efnalega sjálfstæða, og úti’ýma þannig því ástandi og þeii’ri óánægju úr þjóðfélaginu sem skapar jarðveg- inn fyrir kenningar byltinga- mannanna. Samvinnumennirnir ei’u fríverslunarmenn á öllum sviðum, nema ef hringar hafa náð einokunartökum og almenningi er sérstaklega íþyngt, eða einhver sérstök . grein verslunar er vel fallin til að verða tekjugrein fyr- ir í’íkið. Samvinnumennirnir vilja skapa í ríkinu mikinn fjölda efna- lega sjálfstæðra manna, þeir vilja gefa hverjum einstakling fylstu hvöt til að bjarga sér sjálf- ur, með því skipulagi í verslun og atvinnureksti-i sem gefur hverjum einstökum fullan arð í hlutfalli við þá vinnu og hagsýni sem hann leggur fram. Svo mikið ber á milli þess flokks sem að Tímanum stendur og jafnaðarmannanna. Moi’gunblaðsmennirnir og skoð- anabræður þeirra um heim allan eru líka andstæðingar jafnaðai’- stefnunnar. En þó er það stór- atvinnureksturinn og vei’slunar- skipulag þessara manna sem skapar jarðveginn fyrir jafnaðar- stefnuna. þeix-ri staðreynd mun Moi’gunblaðið ekki reyna að mót- mæla. Með hörku og harðri lög- gjöf, víða með hei’valdi, berjast skoðanabræður Morgunblaðsins við j afnaðarmennina ytra — funi kveikist af funa, hatrið vex milli stéttanna og enginn veit hver annan grefur um það er líkur. Fengju þeir að eigast einir við Morgunblaðsmenn og jafnaðar- menn, ei’-óvíst hvei’su langt þess væri að bíða að sama ástand yrði hér og í öðrum löndum. það er hið mikla verkefni sam- vinnumannanna. íslensku að forða því að að því reki. Að því miða störf þeirra manna, sem standa að Tímanum: bæði * stöi’fin í stjórnmálunum og verslunarmál- unum. Bændastéttin íslenska, sem nú hefir um hríð notið blessunar samvinnunnar, er vöknuð til meðvitundai' um skyldur sínar í þessu efni. Eigist þeir við í Reykjavík og kauptúnunum Morgunblaðsmenn- ii-nir og jafnaðarmennirnir. Út urn sveitii' landsins á hvorugur hið minsta erindi. Hvox-ttveggja Reykjavíkurvaldinu mun Tíminn berjast á móti, hvort sem ofaná verður í hvert skifti: vald fjár- aflanxannanna eða vald social- istiskra byltingamanna. ----o--- Prestafrumvarpið. Prestlaust er nú í allmörgum brauðum hér á landi, þeim er þykja að einhvei'ju leyti eigi vel í sveit komið, og hefir svo vex*- ið um alllangt skeið í sumum þeirra. Guðfræðinga vora virðist yfirleitt ekki langa í útkjálka- brauðin. En síðan tekið var að steypa prestaköllunum saman, er að vonum víða mjög erfitt um ná- grannaprestsþjónustu. Úr þessu hefir biskup vor viljað bæta með því að leggja til, að stjórnarráð- ið geti í viðlögum veitt kennara eða trúboðsskólamanni, „sem mentast hafa til að vinna störf, sem engan veginn geta talist óskyld preststarfinu“, rétt til prestsembættis í þjóðkirkjunni, ef söfnuðui’, sem enginn lærður prestur hefir sótt um þjónustu hjá, óskar að hann sé settui’, eða kýs sér hann að presti. Til þess séu að sjálfsögðu valdir þeir ein- ir, er kunnir ei’u að kristilegum áhuga, og líklegt er að orðið geti nýtir kennimenn, enda hafi bisk- up prófað þá áður, svo sem hann telui' nægilegt, og mæli með vígslu þeirra og veitingu fyrir prestsembættinu. St j órnarf rum- varpið um presta þjóðkirkjunnar og prófasta, er steypt var upp úr tillögum biskups, þótti þó ekki vera nægilega undirbúið, og mun því samkvæmt dagskrárályktun efi’i deildar alþingis verða lagt fyrir héraðsfundi í vor og síðan fyi’ir prestastefnuna. þurfa prest- ar og söfnuðir vel að gæta þess, að á einhvern hátt er þjóðinni skylt að fá presta þeim söfnuð- um, er guðfræðinganxir sneiða hjá, ef þeir söfnuðir óska þess. engu síðui' en hinum. Að vísu verður að fara varlega í sakirn- ar um val hálflærðra presta, enda er svo í’áð fyrir gert, bæði í til- lögum biskups og stjórnarfrum- varpinu. Slíkur frambjóðandi þarf bæði að ná kosningu safnaðanna, og þarf til þess rneiri hluta hvei’S safnaðar í prestakallinu, og að standast það próf, er biskup set- ur honum, sem verður skilyrði fyrir meðmælunx hans; en án þeirra getur maðurinn ekki feng- ið vígslu né veitingu. Mun óhætt að treysta því að biskup velji þá menn eina, er honum eru kunnir að áhuga á málefni Krists og kirkjunnai', og sem afla sér eða hafa aflað þeirrar undii'búnings- menningar, er hann telur nægja. þessir tveir þröskuldar, er prests- efnið verður að stíga yfir, verða að teljast svo góð trygging fyrir hæfileikum hans til stöðunnar, sem eftir atvikum er kostur á. Hálflærðir prestar eru og langt frá að vera dæmalausir í sögu vorri. Síðastir þeirra voru sálma- skáldið síra Pétur Guðmundsson, er tók vígslu til prestsembættis í Grímsey, og síra Jón Sti’aum- fjörð, pi'estur í Meðallandi, er gekk í prestaskólann án þess að hafa tekið stúdentspróf. Og sé leit að aftur í tímann, þó lauk síra Hallgrímur Pétursson ekki skóla^ nánxi, og varð þó ekki eftirbátur samtíðarpi’esta. Ef dæmi eru dreg- in af öðrum stéttum, þar sem nám við aðra skóla er þó fjar- skyldara stéttarnáminu, má nefna yngstu þektu dæmin, þá Lárus Pálsson og Ólaf ísleifsson við þjórsái’brú, sem kunnir eru fyrir lækningar sínai’, ekki síst hinn fyrnefndi, og náttúrufræðinginn sjálfmentaða Guðmund G. Bárð- arson. — Fjárþröng og ýmislegt fleira getur hamlað námi væn- legu prestsefni. Vei’ður íslenskri kristni vafalaus vinningur að ákvæði þessu, ef það verður að ■ lögum. Prestafundur Árness- og Rangái’þinga, sem haldinn var í fyrra sumar, lýsti sig samþykkan þessari ráðabreytni í aðaldrátt- um. Hinsvegar vildu fundarprest- ar breyta nokkrunx atriðum frum- varpsins dálítið, og mun nú gef- ast tækifæri til þess. Ef til vill hafa prestafundir í öðrum lands- hlutum eða héraðsfundir einnig eitthvað við einstök atriði frum- varpsins að athuga, og koma þá væntanlega fram með sínar til- lögur; en breytilegar skoðanir á aukaatriðum mega ekki ná að hefta framgang aðalmálsins. All- ir, sem um mál þetta fjalla, eiga að gæta þess, að afskektu söfnuð- ii’nir hafa jafnan rétt til prests eins og hinir. Auk þess er mömx- um, senx heima eiga á afskektum stöðuixx, eðlilega eigi hve síst þörf andlegra leiðtoga. þeir eiga líka oftast óhægt um vik að fá og geta notað þjónustu nágranna- presta. Fyrir því er illverjandi að nxeina afskektum, prestlausum söfnuðum að velja sér að kirkju- legum leiðtoga mann, sem þeir bera traust til og biskup mælir með, þótt sá maður hafi aflað sér mentunar á annan hátt en í ínentaskóla og guðfræðideild, og skipa þeim heldur að vera prest- lausum. Leikmaðui’. Páll ísólfsson oi'gnleikari er nýlega kominn til bæjai’ins með konu sinni. Efnir hann til hljóm- leika í næstu viku. Látinn er nýlega hér í bænunx Haraldur Gunnai’sson prentai’i, formaður Prentarafélagsins. Bruni. Aðfaranótt þriðjudags síðastliðixxs kom upp eldur í bif- reiðarskúr við hús í þingholts- stræti 15. Eldurinn magnaðist skjótt, því að eitthvað af bensíni var í skúrnum. Skúrinn brann á svipstundu og fjórar bifreiðar er þar voru. Steinhúsið sem hann var áfastur við skenxdist mikið af eldi og vatni. Vei’ða eigendur fyr- ir nxiklu tjóni, því að bifreiðarn- ar voru t. d. allar óvátrygðar. Norskt blað segir svo frá að von sé hingað til lands í sumar á sagnfræðingnum Fredx’ik Paasche, sem er prófessor í Kristjaníu. Ætli hann að safna efni í sögu- rit um ísland. Hann er meðal hinna kunnustu sagnfi’æðinga Norðui’laxida. Kona fanst örend skanxt frá Kolviðarhóli nýlega. Var hún sunnan úr Selvogi, geðveik. Gullleit. Félag hér í bænum er nýbyrjað að bora til gullleitar í Vatnsmýrinixi á sama stað og gullið átti að hafa fundist fyrir nokknxm árum. Helgi Hermann námafræðingur hefir umsjón Verksins. Ilrossasalan. Landsstjórnin liefir ákveðið að taka ekki einka- sölu á hx’ossum á þessu sumi’i. Orðabálkur. vaðkeipa (-aði, -að), ás., = vaðkefta. Arnf. kollskjóða (-u, vantar flt.?), kvk., það að kollsteypast, kút- veltast: detta, f ara kollsk jóða. Dýrf. , líoltna (-aði, -að), áls., kafna: ætlarðu að koltna? (við þann, sem svelgist á). Súgf. önf. koltna, áls., veslast upp, rýrna. Vestf. ? kollusteinn (-s, vantar flt.), kk., hlandsteinn. Vestf. korna: koma ofan í, rigna ofan í hálfþurt eða þurt hey: hann kom ofan í hjá mér í morgun. Vestf. skuggi (-a, vantar flt.), kk., óhrein flösuskóf í hársrótum á barni. þykkvibær? fóðra -aði, -að), ás., kroppa vel af: valan (löppin) er illa fóðruð, það er illa kroppað af völunni (löppinni). Rangái’vallas. Ritstjóri: Tiyggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.