Tíminn - 17.06.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1922, Blaðsíða 2
88 T 1 M I N N Stefnuleysi Morgunblaðsmanna. Efsti maður kaupmannalistans, Jón Magnússon, hefir nýlega ver- ið á kjósendafundi á Eyrarbakka og lýst yfir, að allar stefnuskrár væru fánýtar. Varist sjálfur frétta um öll mál. Ekki nefnt eitt einasta mál, sem hann hefði áhuga á, eða beittist fyrir, ef hann næði kosningu. Fylgdarsveinn hans, Magnús Guðmundsson, lýsti held- ur engri stefnu. Sagðist fylgja Jóni, af því að Jón hefði gert mik- ið fyrir landið. En hann nefndi ekkert af því, sem Jón hefði gert, eða væri líklegur til að gera. Blöð kaupmannanna, Mbl. og Lögrétta, mæla með Jóni líka. En þau nefna heldur ekki að hann hafi neitt erindi, ekki nema að verða kosinn. Alt öðruvísi er þessu varið með efsta mann samvinnulistans. 1 Tímanum hafa birst í allan vet- ur og vor kaflar um landsmál und- ir nafninu „Komandi ár“. Enginn frambjóðandi á íslandi hefir nokk- urntíma gert svo rækilega grein fyrir skoðunum sínum og áhuga- málum eins og J. J. í greinum þessum, alveg eins og enginn ann- ar frambjóðandi á íslandi hefir nokkurntíma verið útnefndur til framboðs, með óbundnum kosn- ingum áhugamanna í flokknum eins og hann. En skoðanir þær, sem fram eru fluttar í „Komandi árum“, eru ekki fyrst og fremst merkilegar fyrir það, að þær eru framboðsræða einstaks manns. f>að sem gefur þeim alveg sér- stakt gildi er, að í þessum köfl- um, sem síðar verður sérstök bók, eru tengdar saman í kerfi lands- málaskoðanir helstu áhugamann- anna í samvinnuflokknum. „Kom- andi ár“ er þesavegna dagskrá samvinnuflokksins, færð í letur af þeim manni, sem áhugamenn flokksins völdu efstan á lista sinn við landkjörið. Til að sýna and- stæðuna milli kaupmannaflokks- ins og samvinnumannanna, verða tekin hér fram, í stuttu máli, að- alatriðin úr þeim köflum „Kom- andi ára“, sem út eru komn- ir. Við hverja grein verður tekið fram innan sviga, hvað menn vita til að Mbl. og aðstand- endur þess hafi lagt til málsins. 1. Sannað að samkepnin, eða með öðrum orðum, kaupmensku- andi í algleymingi, hefir eyðilagt gróða stríðsáranna. (Mbl. reynir að breiða yfir tapið, og afsaka þá, sem í von um sívaxandi gróða, eyddu fengnu fé). 2. Að viðfangsefni þjóðarinnar sé alls ekki það, að reyna að ljóma með fánýtu tildri og íburði út á við, heldur að efla andlega, sið- ferðilega, líkamlega og efnalega menningu almennings í landinu. (Mbl. virðist stefna að því að safna stórauð á hendur fárra manna og tildra út á við). 8. þjóðin verði að mynda fasta flokka. þeir séu starfsvélar þjóð- anna. I flokka skipist menn eftir skoðanaskyldleika, sem langoftast eigi rót að rekja til svipaðra lífs- kjara. Hér séu að myndast þrfr flokkar: Samkepnismenn (kaupm., stærii útgerðarmenn og einstöku braskarar og spekúlantar í sveit- um). Samvinnumenn (allur þorri bænda og nokkur hluti af mið- stétt kauptúnanna). Sameignar- menn (meiri hlutinn af verkalýð kauptúnanna). J>ví gleggri sem flokkaskiftingin er, því betur not- ast afl einstaklinganna til að lyfta þjóðai-heildinni. (Mbl. reynir með skrifum sín- urn að breiða yfir andstæður þær, sem eru milli flokkanna. Vill óglöggar flokkalínur, til að geta hrófað saman bráðabirgðabræð- ing ósamkynja manna, til að styðja aðgerðalausa stjórn). 4. Samvinnumenn vilja að lög landsins séu styttri, einfaldari og kjarnyrtari en þau eru nú. Að eins miklu og unt er af lögunum sé steypt saman í varanlega bálka, sem ekki sé sífelt verið að breyta. Að stuðst sé við reynslu margra erlendra þjóða, en ekki Dana einna. A.ð þingið hafi sér til að- stoðar fasta vinnunefnd, lögfróða menn, málfróða, og sérfróða um hin einstöku mál, til þess að laga- smíðin sé sem traustlegust. (Mbl. og menn þess munu al- gerlega áhugalausir um öll þessi atriði. Og lagaglundroðinn hefir aldrei verið vesalli en í tíð Jóns Magnússonar). 5. Að Alþingi sé endurreist á þingvöllum, bæði til að fullnægja sögulegri skyldu, til að þingmenn vinni meir og betur, og til þess aS hálfmenning hinna nýríku í höfuðstaðnum vefjist ekki eins og úlfhéðinn að höfði þingmanna. Jafnframt gert ráð fyrir að hafa þing aðeins annaðhvoi't ár. Er það ekki lítill sparnaður, þegar þess er gætt, að seinasta þingið, sem J. M. sat á, sem .í'áðherra, kostaði hátt á fjórða hundrað þús. krónui'. (Mbl. hamast móti færslu þings- ins til þingvalla. Og flokkur þess kærir sig ekki um að spara með því að hafa þing aðeins annað- hvort ár). 6. Játað að stjórn landsins hafi undanfarið verið mjög léleg og at- hafnalítil. Ástæðan glundroði og upplausn flokkanna og áhugaleysi kjósenda. Talið víst, að stór kjöi'- dæmi, hlutfallskosningar, fastir flokkar með glöggum landamerkj- um, en þó einkum og sér í lagi stórkostlega aukin félagsleg mentun í landinu, myndi ger- breyta stjórnmálalífinu til hins betra. (Mbl.flokkui’inn vii’ðist áhuga- faus um hin fým atriði, en mjög fjaixdsamlegur aukinni alþýðu- rnentun. Kyrstöðumenn í öllum löndum álíta fáfræði kjósenda besta bandamann sinn). 7. Viðvíkjandi starfsmanna- haldi þjóðarinnar, sem nú gleyp- ir nálega allar tekjur landssjóðs, er sagt í „Komandi árum“: „Hinn almenni mælikvarði ætti að vera þessi: Hver opinber stai’fsmaður verðúi' að vinna svo rnörg störf sem hann getur yfir komist, og hafa lífvænleg laun fyrir. En ekki nema eins manns laun fyrir eins manns starf.“ Með þessu ér sleg- ið fastri nýrri en alveg sjálfsagði’i reglu í launagreiðslu landssjóðs.Á þessum eina grundvelli má bjarga fjárhag landsins. • (Mbl. hefir megna óbeit á sam- færslu embætta. Og enginn ís- lendingur hefir eins aukið tvö- földu og þreíöldu launin eins og J. M. meðan hann var ráðherra. Einn af gæðingum hans, Einar Arnói’sson, hefir þannig haft í einu: Full laun sem prófessoi’. Eftirlaun sem ráðherra. 2000 kr. árlega auk útlagðs kostnaðar við lögjafnaðarnefnd. Séi’laun sem skattstjóri Rvíkur. Auk þess haft töluvei'ða málfærslu og sérlaun frá háskólanum fyrir ritstörf. En þetta er eitt dæmi af fjölmörg- um). 8. Um skatta er lagt til að láta tolla haldast fyrst um sinn. Við- urkenna þá sem illa nauðsyn. þeir koma svo að segja jafnt á hvert nef. Láta það nægja á efnalítið fólk, en hækkandi eigna- og tekjuskatt koma á miklar eignir og tekjur. Lagt til að skattarnir hækkuðu og lækkuðu frá ári til árs eftir föstum reglum, líkt og dýrtíðaruppbót nú. í góðæri hækkuðu skattar, en lækkuðu í harðæii. Dýru fi’amkvæmdirnar yi’ðu þá aðallega gei’ðar þegar vel léti í ári. (Stjórn J. M. spenti fyrst toll- bogann eins og unt vai’. Samdi svo af handahófi tekjuskattslög, sem nú eru að ganga í gildi. þau eru ákaflega ranglát, hvíla þyngst á fátækum, en létt á efnuðum. M. a. var lækkaður skattui’inn á miklum gróða frá því sem áður var, enda ekki innheimtur hjá slíku fólki, meðan best lét í ári. Mbl.liöið hefir þannig sannað með starfsemi sinni í skattamálunum, að það vill koma byrðunum fx’á efnamestu mönnunum yfir á þá fátækai'i). 9. Um banka lagt til að gera Landsbankann að virkilegum þjóðbanka, láta hann vera mið- stöð íslenski-a fjármála inn á við og út á við. Sérstakur fasteigna- banki, bygður á grundvelli sam- vinnulánsfélaganna, annist löng og ódýr lán til ræktunar og bygg- inga. í þi'iðja lagi kaupmanna og útgerðarbanki, undir sterku eft- irliti landsins, helst að nokkur leyti undir eignaryfii'ráðum þess. Gert til að varast vítin með Is- landsbanka síðustu missiri. Loks Samvinnubanki til að styðja sam- vinnufyrirtæki landsins. Er Sam- bandiö að undirbúa það mál. (Mbl.liðið á mesta sök á óför- um bankamálanna. pað niður- lægði Landsbankann í tíð B. Kr. og E. Arnórssonai’. Jón Magnús- son hefir haft æðstu stjórn Is- landsbanka síðan um áramót 1916—17, þangað til í vetur, sem formaður bankaráðsins. Mörgum af aðstandendum blaðsins hefir í þeim banka orðið að gefa upp stórar upphæðir. Einum t. d. fram að sjö hundruð þúsund krón- um. Má kenna þetta vanrækslu og skeytingarleysi bankaráðsins. Móti fasteignabankanum hefir Mbl.- liðið lagst af alefli, og J. M. hindrað að hann byrjaði í haust sem leið. Móti samvinnubanka mun kaupmannaliðið spyrna með- an auðið er). 10. I samgöngumálunum lögð áhersla á að stæklca Eimskipafé- lagið, svo að það geti annast mestallar samgöngur landsins xit á við og með ströndum fram. Að því sem nær sama farmgjald sé á allar hafnir landsins, án tillits til aðstöðu. Að skilinn sé að mestu vöru- og mannflutningur strandskipanna. Hraðskreytt, hent ugt mannílutningaskip flytji far- þega, póst og vörui’, sem mikið liggur á, alt árið kring um land- ið. Póstur sé eftir hvei’ja við- komu fluttur um nærliggjandi héruð frá næstu höfn. Vöruflutn- ingaskipið tæki vörur til slæmu hafnanna úr millilandaskipunum á höfnum hér við land, þar sem umskipun er ódýrust, og fer hæg- ar ferðir umhvei’fis lándið. Kost- ir þessa fyrii’komulags: Mann- flutningar verða betri. Minni tírni eyðist til fei’ðalaga. Fleiri geta ferðast. Farþegjalíf í „lestinni“ hættir. Póstferðum fjölgar um heíming. Ýmiskonar iðnaður, svo sem niðui’suða matvæla, ostagerð og smjörgerð í stói’um stíl verð- ur möguleg vegna betri sam- gangna. Með þessu skapast eðli- legur grundvöllur fyi’ir járnbraut á Suðurlandi. Dreifðu bygðirnar hafa fengið þá ódýru samgöngu- bót, sem á við hjá þeim. það af- vopnar hreppapólitík þeirra lands- hluta gagnvart hinni dýru, en nauðsynlegu samgöngubót Suður- láglendisins og Rvíkui’. (Mbl. hefir gert gys að þessai’i umbót á samgöngum Vestfirð- inga, Norðlendinga og Austfirð- inga. Sumir í flokki kaupmanna, t. d. Jóxi Magnússon, hafa að vísu talið sig fylgjandi austui'- jáxmbraut. En Mbl.flokkurinn get- ur ekkert gei’t fyrir það mál. Hann er fullkomlega ósamstæður um að framkvæma nokkui't stói’- mál. Getur aðeins staðið saman um að rífa niður. Meginþori’i Mbl.þingm. eru allra þröngsýn- ustu hi’eppapólitíkusar þingsins. „Mitt kjördæmi“ er viðkvæði slíkra rnanna í einu og öllu. Af litlurix hugsunum spretta lítil verk). 11. I „Komandi árunx“ eru mörkuð landamerki í verslunar- málunum milli kaupfélaga, lands- verslunar og kaupmanna. Sannað að meginþorri alli'ar nauðsynja- vöruverslunar verði hjá kaupfé- lögum,svo og mestöll önnur versl- un félagslega þroskaði-a manna. Landsverslun taki upp baráttu við hringa, sem félög og einstaklingar í’áða ekki við, svo og innkaup á byggingarefni, til sírna og ann- ai’s, sern landið sjálft þarf með. þá hafa kaupnxenn glys- og gling- urverslunina, sem líka er mest á að græða, svo og önnur skifti við félagslega óþroskaða og fáfróða menn. (Gagnstætt þessari sanngjörnu, eðlilegu og réttlátu skiftingu,hefir Mbl.liðið ekkert nema fjandskap og illindi, bæði í garð kaupíélaga og landsvei'slunai’. Eftir þess dómi á öll verslun að vera í höndum kaupmanna). 12. Hvergi nema í Tímanum hefir • verið sýnt fram á, hversu afurðasala íslendinga, seint og síðast á árinu, neyðir þjóðina til að lifa af lánum, oftast erlend- um, meii’i hluta hvers árs. Er þetta liið mesta ósjálfstæðis- ástand. Til að bæta úr þessu leggja kaupfélögin nú, samkvænxt samvinnulögunum, 3% af verði aðfluttrar vöru í veltuíjársjóð, sem þó er séreign hvers félags- manns. Svipaðri aðferð beitir landsverslun. Ef kaupmenn gæta að sama skapi fyrirhyggju, hverf- ur á einum mannsaldri þrældóms- fjötur skuldanna af íslendingum. (Mbl.liðið hefir engan áh'uga á neinu þessu viðkomandi. Og nú síðustu missirin hafa kaupmenn og útgerðarmenn sokkið í þær miklu skuldir ei’lendis,sem skýrsla Ilagstofunnar til síðasta þings bar vitni um). 13. I „Komandi ái’um“ hefir fyx-st verið sannað, að íslenskur sveitabúskapur getur ekki átt fi’amtíð, ef saman fer geisimikill framleiðslukostnaður og lágt vei’ð, af því að framleiðslan er talin annars og þriðja flokks vara erlendis. Á næsta manns- aldri þurfi að gerbreyta sveitabú- skapnum eins og Danir gerðu á síðasta fimtungi 19. aldar. Er Komandí ár. Túnræktin (frh.). 01' dýrt fólkshald er önnur höfuðorsökin til hnign- unar sveitabúskaparins. Ilin er ástand jarðanna. Túnin eru flest þýfð. Jafnvel sléttur undangenginna áratuga eru sjaldan svo jafnar, eða haglega gerðar, að vinna megi að þvi að slá þær og raka með vélum. Sama má segja um engin. Aðeins lítill hluti þeirra er véltækur. Langmest af útheyskap sveitabænda er af reytingsjörð, ósléttu mýrlendi og geirurn í fjallahliðum. Eftirtekj- an hVern dag er næsta lítil, og óhemjudýr, þegar litið er á kaupgjald siðustu ára. það sem þarf að breytast fyrst og fremst er ræktarlandið. Heýskapur af mis- jöfnu óræktarlandi er ekki líklegur til að geta orðið lífvænleg atvinnugrein. þar senx ekki er um heppilegar áveitur að ræða, verður stækkun og umbót túnanna að vera höfuðatriðið í búskaparumbótunum. Og það er langsamlega mikill meirihluti íslcnskra jarða, þar sem áveitur koma ekki tii greina. Bændur hafa lengi ekkert þráð meira en áð geta sléttað tún sín og stækkað þau. Margir þeirra hafa lagt á sig ótrúlega mikið látlaust erfiði við túnasléttur og girðingar, Samt hefir ait gengið seint. Mannsorkan megnaði svo lítils hvern daginn, þótt 'ekki vantaði áhug- ann. Verkafólk var torfengið og dýrt. Hesta og plóga hefði rnátt nota viðar en gert hefir verið, en þar skorti ýmislegt á líka. Víða var miklu eytt í sléttur, en litlu í framræslu. Og þá varð ekki nema hálft gagn að jarðabótinni. Nýja sléttan kól oftar en skyldi, og spratt ekki vel, af því hún var stundum alt of rök. Á Suður- og Vesturlandi er framræsluþörfin alveg ótrúlega mikil. þórður læltnir Sveinsson á Kleppi hefir mjög fært út tún sjúkrahússins, og gei-t nákvæmar tilraunir með framræsluþörfina. Af hálfri annari dagsláttu af nýlega ræktuðu túni, úr mýri, liefir komið mest 17,000 pottar af vatni á einum sólarhring, en minst 600 pott- ar, eftir þvi sem mælingarnar sýna. Allir geta skilið iive mjög það liefði spilt ræktun þessa túns, ef engir þurkskurðir eða lokræsi hefðu legið um það, eins og mjög víða er þó nxeð sléttur i sveit. Reynslan er því búin að sýna, að túnrækt framtíðarinnar verður að byggjast jafnt á tvennu: Sléttum og framræslu ræktar- landsins og að hvortveggja sé gert að svo miklu leyti sem unt er með hraðvirkum vélum, sem aðeins er stjórnað aí mannshöndinni. Að vísu skal það játað, að framræsluþörf í túnunx er eltki alstaðar jöfn, og töluvert minni á Norður- og Austurlandi, af því rigningar eru þar minni. Gras- lagið segir nokkurnveginn til unx framræsluþörfina. þar sem er mýrlent og nxýragróður að ineir eða minna leyti, þarf mikið af skurðum, opnum eða lokuðum. þar sem er túngresisgróður, er framræslu lítil þörf eða engin. En það er nxiklu ótiðara. þessvegna er rétt, yfirleitt, sem sagt er hér á undan, að sarnan þarf að fara í tún- rækt íslendinga framræsla og sléttun. þetta hefir Búnaðarfélagið séð. Sig. Sigurðsson foi’- seti lxefii' jafnmikinn álxuga fyrir því að flytja hingað til lands mikilvirkar, hentugar skurðgröfur, eins og vél- ar til að slétta með þýfið. Stendur nxest á peningum enn sem fyr. Meðal annara véla, sem líkur eru til að vel muni gefast lxér, má nefna þýska skurðgröfu, sem mjög var mikilvirk að gei-a skotgrafir á stríðsárunum. Nú er slíkra véla engin þörf úti í heimi, sem betur fer, og nxætti fá þær alloft með tækifærisverði, ef landbúnaðurinn hefði ráð á handbæru fé til áhalda- kaupa. Vitanlega eru framfarir af' þessu tægi ekki hrað- íara. Fyrsti þúínabaninn kom í fyrra. Hann hefir unn- ið mörg hundruð manna vex-k i nágrenni Reykjavíkur. Önnur vél samskonai' er nú að konxa á land á Akureyri, eftir endalausan undirbúning og vandræði með peninga til að kaupa áhaldið. Sennilega þyrl'tu að vera 10—15 þúfnabanar starfandi samtímis í landinu, og fjölda inargar stærri og nxinni vélar til að ræsa franx tún og engi, lilaða flóðgarða, gera akfært um sveitirnar, svo að vögnum og verkvélum verði komið milli bæja. Veg- leysið unx sveitirnar er nú sem stendur nær þvi óyfii'- stiganlegui' þröskuldur fyrir alnxennum notum. þúfnaban- ans hér á landi. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Svo mun og vegþörfin knýja franx hraðfara vegagerð, eins og fyr er að vikið, þegar talað var um samgöngunxar í undangengnum köflum. Takist Búnaðarfélaginu sú mikla stói'breyting, senx það er nú að vinna að, er um leið ráðin bót á dýrleika iramleiðslunnai'. þá þarf margfalt færra vei’kafólk við heyskapinn, heldur en nú tíðkast, en uppskeran vei'ður nxargföld. Við það lækkar framleiðslukostnaðurinn, en afkoma sveitafólksins J?atnar. það er' ekki úr vegi að reyna að gera sér í hugar- lund, livernig þessi breyting vei’ður í framkvæmdinni. Alt fer liægt af stað. Manndómsmestu héruðin ganga á undan, þar sem saingöngur milli bæja og við kauptún- in eru bestar eða auðveldast að bæta úr vegleysinu. Sunxstaðar verður samgönguleysið algerð liindi’un fyrst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.