Tíminn - 29.07.1922, Qupperneq 2

Tíminn - 29.07.1922, Qupperneq 2
102 T I M I N N Nýja strandferðaskipið. Á þriðjudaginn var undirskrif- aði Klemens Jónsson atvinnumála- ráðherra samning við forstjóra „Flydedokken" í Kaupmannahöfn um smíði á strandferðaskipi sem á að verða tilbúið snemma í apríl næsta ár. Skipið verður hið hrað- skreiðasta og vandaðasta mann- flutningsskip, sem nokkurntíma hefir verið notað til strandferða hér við land. Kaupverðið er 695 þús. danskar krónur. Af því geta 200 þús. staðið afborgunarlaust í 5 ár, og greiðst síðan með jöfn- um afborgunum á næstu 5 árum. Nielsen forstjóri Eimskipafél. hafði útvegað mörg tilboð og teikningar, en Flydedokken reynd- ist best. Hefir hún bygt alla „Fossana1,, sem Eimskipafélagið hefir látið smíða. í fyrstu var ætl- ast til og talað um að skipin yrðu tvö, af sömu stærð og líkri gerð. En stjórnin afréð þó að láta samn- inga um síðara skipið bíða næsta þings. Mun þá gert ráð fyrir næsta sumar að nota Borg líka til vöruflutninga með ströndum fram á mesta annatímanum. Nýja skipið eyðir 8 smálestum kola, þegar Sterling eyddi 15. f>að fer l01/2 mílu á sama tíma og Sterling fór 9, Kong Tryggvi og Kong Ingi 9, Austri og Vestri 8, og Hólar 7/2 mílu. Nýja skipið verður 174 fet á lengd og 80 á breidd. Hólar, Austri og Vestri voru 150 fet á lengd hver. Nýja skipið hefir á fyrsta farrými (með borðsal, reykingasal og 3 sjúkra- rúmum) farkost fyrir 60 menn. Á öðru farrými fyrir 100 menn. Auk þess allmikið lestarrúm. í véla- rúminu er svo fyrir séð, að bæta má við kælivélum. Sérstakt lestar- rúm verður fyrir farþegjaflutn- ing. Rafmagnsvél þrýstir hreinu lofti niður í hvert herbergi, þar sem farþegjar búa. Á fyrsta far- rými eru herbergin 2 og 4 manna. Á öðru farrými öll 4 manna, nema 2 er rúma 6 hvort. Kerlaug er á fyrsta farrými, en steypibað á öðru. Er það í fyrsta skifti á skip- um hér við land, sem bað er til afnota fyrir fólk á öðru farrými. Skipið ætti að geta farið hring- ferð um landið, að vor og sumar- lagi og komið á flestar hinar stærri hafnir, á 8 dögum. það get- ur auðveldlega komið inn á hafnir eins og Hornafjörð og Búðardal. Skipið og vélarnar alt mjög sterk- bygt. Skrúfan 0. m. fl. sérstaklega útbúið til að þola ís og árekstur. Fyrsta tilboð skipasmiðsins var 705 þús. Síðan voru gerðar breyt- ingar á vélum og útbúnaði, sem kostuðu um 50 þús. Samt tókst stjórninni að þrýsta verðinu nið- ur í 695 þús. Að lokum tókst hr. Nielsen, eftir að búið var að ákveða samninginn, að fá Flyde- dokken til að lengja slcipið um 4 • fet, án þess að hækka verðið. J. J. ---o---- Til miimis. Kaupsýslumanni, sem á 2000 kr. í Mbl., hafa verið gefin upp 700 þús. kr. í liérlendum hanka. Aðrir menn horga þessa stóru skuld með of fiá- um vöxtum. Ekkert af sambandsfé- lögunum iiafa heðið um nokkra eft- irgjöf. Menn vita að mörgum öðrum út- gerðarmönnum og kaupmönnum hafa verið gefnar upp stórupphæðir í ís- landsbanka. En Mbl.liðið reynir að halda öllu sliku vandlega leyndu. Enska lánið hvarf í skutdahít út- gerðarmanna og kaupmanna. Öll þjóð- in er i samábyrgð fyrir því iáni, með veðsettar tolltekjur. Útgefendur Mbl. hafa víst ekki óbeit á að láta þjóð- ina ganga í samábyrgð fyrir þá. Nýju togararnir eru eign fjöimargra kaupmanná og embættismanna í Rvík. þessi stoltu félög komu til þings ins í fyrra og háðu um samábyrgð allra iandsmanna. það varð. í altan vetur hafa gengið hviksög- ur um Sambandið frá verslunarstöð- unum, um að það væi'i að biðja þing- ið um 5 miljóna ábyrgð landsins. Annars færi það á höfuðið. Engum samvinnumanni hefir svo mikið sem dottið í hug slík hjálparbeiðni. Sambandið liafði enga þörf fyrir slíka ábyrgð. það hafði fult traust er- lendra og innlendra banka, sem það skiftir við. Ekki er kunnugt um neitt annað íslenskt firma, sem naut svo mikils trausts. A. + B. Konungsvaldið, SkagafjaröarvaldiS, Akranesvaldið. Stuðningsmenn P. Ottesens á Akra- nesi hafa sent Mhl. mótmælaskjal út af því að konungur lét sakir falla nið- ur gegn Ólafi Friðrikssyni, fyrir mót- stöðu gegn lögreglunni. Sýniát liér vera skritin deila „í uppsiglingu", eins og Isafold sáluga liefði koinist að orði. Kjósendur Ottesens og líklega hann sjálfur „kritiseia“ konungsvaldið, þar sem það fer þó áreiðanlega ekki út fyrir sín lögskorðuðu takmörk. þetta mun vera hrot á stjórnarskránni. I öðru lagi er þetta árás styðjandans Ottesens (eða manna hans) á leiðtoga kaupmannaflokksins, Magnús Guð- mundsson. það var á almanna vitorði i vetur, þegar deilurnar stóðu sern hæst út af drengsmálinu, að M. Guðm. stóð i daglegum samningum við verkamannaflokkinn. Fyrst bauð hann sættir og uppgjöf saka fyrri or- ustudaginn, ef drengurinn færi. Og þogar endanlega var stilt til friðar og komist hjá blóðugum hardaga, þeg- ar drengurinn náðist, fqr það elcki dult í bænum, að M. Guðúi. hefði komist að samningum við verkamenn um að þeir sýndu ekki „stjórnar- hernum" mótþróa, en hinsvegar skyldu sakir falla niður. þegar M. Guðm. lét af stjórn, var undangeng- ið makk hans um sættir og niðurfall saka a. m. k. siðferðislega hindandi fyrir nýju stjórnina. Ritstjórar kaup- mannablaðanna, Visis og Mbl. litu víst þannig á, og mæltu báðir með við Sig. Eggerz, að hann legði til við konunginn, að saltir féllu niður. Öll stjóriiin var sammála um, að cins og alt væri í pottinn húið af hálfu fyrverandi stjórnar, yrði að taka þess- ar óskir til greina. Nú verður fróð- legt að sjá framhaldið, hvort Akra- nesvaldið heldur áfram að „pro- testera" hæði gegn Skagafjarðarvald- inu, og aðgerðum H. H. konungsins. X. Kjöttollurinn. Bóndi sem átti tal nýlega við ritstjóra Tímans, lét þá von í ljós að Morgunblað- ið og Lögrétta myndu taka sann- gjarnlega undir hinar réttlátu kröfur sem Tíminn bar fram af hálfu bændastéttarinnar í kjöt- tollsmálinu, Vitanlega hefir sú von brugðist gersamlega. Morgunblað- ið kallar ummæli Tímans um það mál „vanhugsaða fjarstæðu, mas og fjas“. — þessi 700 þús. kr. skattur kemur vel á vonda, að áliti Morgunblaðsins. — Blaðið bendir á lifandi útflutninginn, eins og við íslendingar þurfum ekki annað en hreyfa litla fingur til að fá breytt löggjöf Englendinga. — Samanburður blaðsins um mark- að fyrir saltkjötið og saltfiskinn er alveg villandi. Saltfiskurinn er fyrsta flokks matvara, sem afar- mikil eftirspurn er eftir í öllum löndum nálega. Saltkjötið er því miður ekki fyrsta flokks matvara og þrátt fyrir margendurteknar tilraunir, er ekki til markaður fyr- ir það, svo teljandi sé, nema í Noregi. — þessvegna lendir allur tollaukinn á íslensku bændunum. — Loks minnist blaðið á enska lánið og er þess gott að minnast í þessu sambandi. Morgunblaðið lagði blessun sína yfir enska lán- ið, af því að því var öllu varið til þess að bjarga spekúlöntunum sem eiga Morgunblaðið. Morgun- blaðið lagði blessun sína yfir Spánarsamningana af því að eig- endur þess vildu fá vín og vildu alt í sölurnar leggja, jafnvel s j álf sákvörðunarrétt landsins. Vildu ekki einu sinni gera úrslita- tilraun til að komast undan kúg- uninni. En þegar kjöttollur skell- ur á á eftir, eins og margir höfðu gert ráð fyrir, þá á blaðið ekkert annað en kuldahlátur og fyrir- litning gagnvart hinum sjálf- sögðu kröfum bændanna. — Um þetta mál verður mikið rætt síð- ar hér í blaðinu. Hai-aidur Níelsson prófessor er nýkominn úr sex vikna ferðalagi kring um landið. Flutti hann alls 18 sinnum fyrirlestra og prédikaði 9 sinnum: á ísafirði,Siglufirði,Ak- ureyri, Svalbarði, Iirísey, Grund, Einarsstöðum, Skútustöðum,Grenj aðarstað, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Eins og vænta mátti fékk hann alstaðar hinar ágætustu viðtökur og mesta fjölda áheyr- Hestamannafélagið „Fákur“ í Reykjavík efnir til kappreiða 20. ágúst n. k. þátttakendur eru beðn- ir að láta skrásetja hesta sína og reiðsveina (knapa) í síðasta lagi 15. ágúst. Eftir þnn tíma verður engum þátttakendum sint. Há verðlaun. Dan. Daníelsson tekur á móti áskriftum. Stjórnin. Tapast hefir frá Laugardalshól- um grár hestur, dekkri á tagl og fáx, vetraraírakaður, meiri part- ur af faxi fellur á hægri hlið, ný- járnaður með flatskeifum pottuð- um á tánum. I báðum framíotar- hófum eru sprungur innanfótai’, hefir góðan vilja, vakur og tölt- gengur. Ættaður frá Vallholti í Skagafirði. Mark að mig minnir heilrifað vinstra(?). Sá sem hitta kynni hest þenn- an, er vinsamlega beðinn að gera viðvart til Sigtryggs, ráðsmanns Dýraverndunarfélagsins í Tungu við Reykjavík, eða Sigurðar Ingvarssonar, Laugardalshólum, Laugardal, Ár- nessýslu. enda. Ilvar sem komið var var fólkið þyrst að heyra um þau efni sem hann flutti fyrirlestra um: um niðurstöðu sálarrannsóknanna, en engu síður að heyra hann pré- dika.Hvergi fundust honum eyrun opnari en í þingeyjarsýslu, eink- um fyrir prédikununum. „Dagui'“ segir meðal annars svo frá: „þess- ir fyrirlestrar hafa vakið geysilega aðsókn og athygli í bænum, því málið er stórmerkasta málið sem nú er uppi og flutningur prófess- orsins snjall, sannfærandi en þó hæversklegur og að því er virð- ist öfgalaus“. Sigurður Sigurðsson forseti Búnaðarfélagsins er nýkominn aftur til bæjarins úr ferð um Norðurland. Gengur ágætlega vinnan með Frásvélina nyrðra. Ritstjóri: Tryggvi þórhallssoii Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. Komandí ár. Hvítu kolin (frh.). Orka falivatnanna hér á landi cr svo geysilega mik- il, að um óralanga framtíð sýnist fullvíst, að íslenska þjóðin gcti ekki notað nema örlitið hrot af henni. Til skýringar má geta þess, að til að lýsa og hita alla Reykja- vík, elda mat handa 20 þúsund mönnum, og knýja áfrain verkvélar, sem slíkur bær þarf að nota, mundi ekki þurfa nema þriðjung af magni Sogsfossanna, sem þó eru ekki sérlega tilkomumiklir. Með öllu/afli Sogsfossanna myndi mega bæta úr Ijós- og liitaþörf ailra, sem búa á Suður- láglendinu, Suðurnesjum, i Borgarfirði og Mýrum, þ. e. meira en helmingi allra íslendinga. Fossar landsins eru misfriðir. Sumir, t. d. Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Skógafoss, eru ómetanlegir dýrgrip- ir sakir fegurðar. Að virkja þá væri sama og eyðileggja listaverk fyrir ófæddum kynslóðum. Ef til vill gœti þörf manna knúð þjóðina til slíkrar fórnar. En eins og á stendur er það meir- en óþarfi. þó að hlíft sé fallegustu fossunum, er til fjöldi annara fallvatna, sem engin veru- leg eftirsjón er að, t. d. Urriðafoss, Sogsfossarnir, Lagar- foss eystra og fjölmargir aðrir. Vegna komandi kynslóða þarf að endui'heimta foss- ana úr höndum framandi manna. Siðan þarf að flokka fallvötnin í tvent. Suma, sem.á að vernda um ókomnai' aldir eins og fallega mynd eða dýrmætt handrit. Aðra sem á að virkja eftir því sem efnahagur og manndómur þjóðarinnar leyfir. það er ómögulegt að gera sér hugmynd um öll þau margháttuðu not, sem verða kunna að rafmagni í fram- tíðinni. En það er auðvelt að nefna nokkur dæmi um það, til hvers íslendingar myndu vilja nota raforkuna, ef efnin væru nóg. það er til ljósa, suðu og til að liita heimilin. F.ins og nú háttar, er þetta erfitt. Rafstöð fyrir einn bæ er nokkuð dýr, ofurefli flestra bænda, nú sem stendur. Stór stöð og leiðsla um lieilar sveitir er líka ofvaxið fiestum héruðum, eins og kostnaði við leiðslur er varið. Bæirnir eru strjálir og leiðslur enn sem komið er mjög dýrar. En allri notltun rafmagns fer fram með hröðum fetum. Hver uppfyndingin bætist við aðra. Eftir íá- ein ái' verður ef til vill margfalt ódýrara en nú að koma upp einstökum smástöðvum, eða að leiðslurnar falla í verði. Hvorttveggja getur bjargað íslensku sveitunum, útrýmt • húskuldanum, eldsneytisleysinu, og bætt úr heilsu- og vinnueyðslu við eldamenskuna. Kauptúnin standa betur að vígi, þar sem vatnsafl er nærri. þar er eiginlcga sjálfsögð skylda að nota rafmagn til allra ljósa og hitunar. Reykja- vík ætti að ganga í fararbroddi og virkj nokkuð af Sogs- fossunum, til ljósa, hita og iðnaðar. Ef til vill liggur þýð- ing fossanna fyrir iðnað á Islandi ekki fyrst og fremst i áburðarframleiðslu. Sú lilið sýnist altaf dálítið vafasöm, þó að þörfin sé nóg. En hér ætti að geta myndast iðnað- ur við að ummynda íslenskar hrávörur. Karlmanns- hanskar úr íslensku sauðskinni, gerðir í Bandaríkjun- um, kostuðu fyrir 2 árum hingað komnir 40—50 kr. Um niismun á verði ullarinnar, og innfluttra fataefna, vita allir. Vel gæti hugsast, að í skjóli ódýrrar raforku mynd- uðust skilyrði fyrir ýmiskonar iðnaði, sem nú er ókleyft að stunda. Rafmagnið cða hvítu kolin eru þriðja auðs- uppspretta laudsins. I bili er sú uppspretta seld og leigð vitlendingum, sem láta hana liggja ónotaða. Verkefni komandi ára er að flytja þessa eign heim. Friða suma fossana, þá sem fegurstir eru, en nota hina til að létta daglega stritið, hita og lýsa heimilin. Sjötti kafli. Samvinnan. 1. Upphaf samvinnunnar. „það má gera alt með samvinnu", sagði bóndi einn í Skaftafollssýslu i fyrra. þetta er orð að sönnu. það má svo að orði kveða, að samvinnuúni hafi tekist að leysa flest viðfangsefni félagslífsins einhversstaðar. Hér á iandi er varla nema hyrjunin hafin enn sem komið er. Fyrsti brautryðjandi samvinnunnar er Robert Owen. Ilann var fulltiða maður um aldamótin 1800. Hann var alinn upp í fátækt, en hafði safnað auði á ungum aldri, og þótti einn liinn snjallasti forgönguniaður í baðmullai'- iðnaði Englendinga. Owen var afbragðsmaður að viti og mannkostum.-Eymd og harmar annara manna sncrtu nann, eins og ætti hann sjálfur í hlut. Hann tók við verksmiðju, þar sem 500 fátæk börn (niðursetningai') unnu þunga vinn'u frá morgni til kvölds. þeim vai' ekk- ert kent, enda tæplega unt, þar sem þau komu dauðþreytt li'á vinnunni og steinsváfu því nær allan sinn stutta hvíld- artíma. Barnaþrælkun af þessu tægi var þá algeng .i Eng- landi. Allur þorri þeirra unglinga, sem þannig var alið upp, urðu úrkynjaðir, andlega og líkamlega. Karlmennirnir drykkjumenn, konurnar fóru á götuna. Owen komst snemma á þá skoðun, að uppeidið, umhverfið og aðbúð öll skapaði manninn: Glæpamenn og hetjur ættu miklu meir en menn alment, grunaði, umhverfinu að kenna og þakka. Holt og gott umhverfi þróaði manndóm og dreng- skap. Sjúkt og spilt umhverfi leiddi til lasta og hvers- konar hnignunar. Æfistarf Owens varð þessvegna óslitin glíma við að bæta umhverfið, þar sem hann náði til. I-Iann gaf hinum ánáuðugu börnum frelsi, stofnaði handa þeim góðan skóla. Bygði holl og góð hús fyrir vcrka- menn sína. Bóka- og myndasöfn fyrir þá til að nota í hvíldarstundum sínum. Stytti vinnutímann. Notaði börn aldrei til vinnu. Að lokum setti hann á fót búð, sem seldi verkamönnunum ailar vörur með kostnaðarverði. Reynsl- an varð hin sama og hér á íslandi, þegar pöntunarfélög- in byrjuðu. Vöruverðið lælckaði um 25%. Owen rak verksmiðjuna með þcssum liætti i fjórðung aldar. Hann græddi auð fjár, og varði því fé öllu til mannúðarvei'ka og fræðslu. Verksmiðjan fékk það orð á sig, að hvergi væru dúkar betur gerðir. Verkafólkið ger- breyttist. Drykkjuskapur hvarf, þegar fólkið fékk fagurt og fjölbreytt umhverfi. Litla þorpið New Lanark, skamt frá Glasgow, varð einskonar jarðnesk paradis. Fjöldi manna innlendra og útlendra streymdu til Owens, að sjá þann litla undraheim, sem liann liafði skapað. Rússa- keisari var einn af þeim gestum. Honum fanst svo mik- ið um, að hann vildi fá Owen til Rússlands, með fjölda breskra verkamanna. Úr þvi varð þó ekki. pcgar Owcn var orðinn miðaldra maður, livarf liann frá New Lanark til að gcta unnið meir fyrir hugsjónir sínar. Honum var ekki nóg að til væri eitt myndarþorp eins og New Lanark. Hann vildi mynda mörg sjálfstæð samvinnúfyrirtæki, þar sem unnið væri og framleitt í bróðerni og félagsskap. Ilann gerði ráð fyrir að margir inenn liefðu svipaðan hugsjónamátt og hann;' löngun til að láta heiminum fara fram. En í því var yfirsjón hans fólgin. Hann eyddi fé sínu, orku og æfi í að koma upp fyrirmyndar-nýlendum, með frjálsum samtökum. Hann leitaði aldrei til ríkisvaldsins. Tilraunir lians, eftir að liann slepti New Lonark, mistókust allar. Hann var of- sóttur og rógborinn, cins og skaðræðismaður. þó undar- legt sé, voru prestarnir einna fremstir í flokki þeirra, sem reyndu að eyðileggja iífsstarf hans. Owen dó í hárri elli, þreyttur af baráttUnni, en von- góður um sigur sinna hugsjóna. pað hefir og rætst. Hann liefir orðið brautryðjandi umhóta á fjölmörgum sviðum, m. a. höfundur smábarnaskóla, þar sem viðfangsefnið eru leikir, söngur og vinna, en ekki bóknám. En þýðingar- mesti arfurinn, sem Owen hefir skilið eftir, er hugsjón hinnar frjálsu samvinnu. -----o-----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.