Tíminn - 16.09.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1922, Blaðsíða 1
/ ©jaíbferi og af^rei&slumafcur iEimans er S i g u r o, e i r ^riÖrifsfon, Sambanbsfrúsiitu, KeYfjactf. Címatis er t Sambanosbúsinu. (Dpin öaQlega g—(2 f. í) Simi 496- VI. ár. Reykjavík 16. september 1922 38. blað Stéttirnar og stjórnmálin. Einhver algengasta ásökunin sem mótstöðumennirnir beina að Tímanum, er þessi: J>ið eruð að búa til stéttaríg í landinu. Hin pólitisku samtök bænda sem að Tímanum standa eru stéttapólitík. JJessar ásakanir. eiga svo að tala sjálfar máli sínu. það er gefið í skyn að hér sé um einhverja al- óheyrilega óhæfu að ræða á voru landi íslandi. Og kaupmennirnir í Morgunblaðinu hrópa einum rómi: Bændur! Varið ykkur á stétta- rígnum og stéttapólitíkinni sem rekin er í Tímanum! þetta mál skal nú athugað nán- ar. Oger þá rétt að virða fyrir sér nútíðarástandið í þjóðfélaginu íslenska. Verkamannahreyfingin er að komast í fastar skorður á Islandi, þótt ung sé. Langöflugust eru samtökin orðin í Reykjavík. En greinar þeirra eru komnar um alt land. Verkamannahreyfingin er stétta barátta bæði í eínalegu og pólit- isku tilliti. Verkamannafélögin hafa hafið baráttuna um verkakaupið, stytt- ing vinnutímans, um yfirvinnu o. s. frv. Alt eru þetta hagsmuna- mál stéttarinnar. Samhliða eru verkamannafélög- in orðin harðsnúin pólitisk félög, eins og utanlands. Stjórnmálastarfsemi er sem sé ein aðalleiðin til að gæta hags- muna stéttarinnar. það fer ekki hjá því að áhrif- in fari að koma þaðan á löggjöf Islands, eins og á löggjöf annara landa. Fyrsti vísirinn eru vöku- lögin á togurunum. Stéttabarátta blasir við í al- gleymingi í félagsskap hins fjöl- menna verkalýðs á íslandi. Á þetta við nú um verkamenn kaupstaðanna bæði þá er vinnu stunda á sjó og landi. — Fiskifélagið er stéttarfélag þeirra manna einkum, sem útgerð leka í smáum stíl. J>að nær nú um alt land. J>ví miður hefir sá félagsskapur ekki enn náð þeim þroska sem skyldi. Á Fiskiþingi í fyrra segir svo í nefndaráliti með- al annars: „Eins og kunnugt er eru nú bændur ár frá ári að þjappa sér betur saman um hags- muni stéttarinnar, bæði hvað snertir verslun þeirra og áhrif á skattalöggjöf landsins og styrk- veitingaráð, og standa þeir nú sigri hrósandi yfir fiskimanna- stétt landsins sundraðri og for- ystulítilli og því nær með öllu áhrifalausri í hagsmunamálum sínum. Nefndin er á einu máli um það að þetta megi ekki lengur svo til ganga, heldur verði Fiski- félagið að**beita sér meira en það hefir gert fyrir því, að samtök myndist meðal fiskframleiðenda og fiskimanna þessa lands". Ummæli þessi eru ljós vottur um hvert stefnir í þessu efni og er það vel farið. En því miður urðu mistök um val á forystu- manni á þessu ári,, en það mun vonandi lagast. — Hitt er alkunnugt, að stórút- gerðarmennirnir eiga með sér öfl- ugan stéttarfélagsskap. Hafa þeir átt og eiga öfluga fulltrúa á al- þingi og hafa komið ár sinni þar vel fyrir borð (t. d. ríkisábyrgðin á togaralánunum). Um þátttöku stórútgerðarmannanna í pólitiskri blaðaútgáfu verður síðar rætt. — I hlutfalli við fólksfjölda er em- bættismannastéttin afarfjölmenn á Islandi. En vitanlega er þessi stétt miklu fámennari en verka- menn, bændur og sjávarbændur. Engu að síður hefir þessi stétt bundist í harðsnúinn félagsskap til þess að gæta hagsmuna sinna. Mun öllum það í fersku minni er embættismannastéttin þvingaði gegnum þingið stórkostlegri launahækkun sér til handa með verkfallshótun. Mikill hluti embættismanna- stéttarinnar, einkum hinir hæst- launuðu, standa eins og múr að hinum pólitisku samtökum sem gefa út Morgunblaðið og fleiri blöð. Engin stétt hefir átt hlutfalls- lega jafnmarga fulltrúa á þingi. J>að er mjög áberandi hve þeir fullrúar hafa barist fyrir hags- munum stéttar sinnar (t. d,. Magnús Pétursson fyrir lækna- stéttinni). Jafnvel sumir bændur hafa raunverulega fyrst og fremst stutt hagsmuni þeirrar stéttar (t. d. einkum Jón á Hvanná). — Stéttabaráttan í hinu íslenska þjóðfélagi kemur hvergi eins ber- lega í ljós og í framkomu kaup- mannastéttarinnar. Annarsvegar er hinn eiginlegi stéttarfélags- skapur kaupmannanna og er verslunarráðið þar á oddinum. Hinsvegar eru hin pólitisku sam- tök kaupmannanna. Nokkur hluti embættismannastéttarinnar og stórútgerðarmannanna hefir og bundist í þann félagsskap. Félagsskapur þessi ræður yfir langflestum hinna pólitisku blaða sem gefin eru út á Islandi: Morg- unblaðinu og Lögréttu í Reykja- vík, Fram á Siglufirði, Islending á Akureyri og Austanfara á Seyð- isfirði. Bardagaaðferð og hags- munabarátta þessarar og þessara stétta á stjórnmálasviðinu er svo alkunn, áð ekki þarf orðum að því að eyða. Síðasta tegundin þeirrar baráttu er laumupési kaupmanna- öldungsins Björns Kristjánssonar, sem settur er til höfuðs bænda- stéttinni og verslunarsamtökum bænda: samvinnufélögunum. þessar myndir af íslenska þjóð- félaginu munu nægja. það er Ijóst af þeim að hags- munabarátta stéttanna er í al- gleymingi í hinu íslenska þjóðfé- lagi, ekki síður en í öllum þjóð- félögum í Norðurálfunni. pennan sannleika vill Morgun- blaðið reyna að fela fyrir alþjóð. Ásakanir þeirra um að bænda- stéttin íslenska, eða Tíminn af hennar hálfu, sé sérstaklega að stofna til stéttarígs í lanind eru gjörsamlega rangar. Stjórnmálastarfsemi er beina leiðin til þess að gæta hagsmuna atvinnuveganna og þeirra stétta sem þá stunda. þessvegna hafa verkamennirnir, útgerðarmennirn- ir, embættismennirnir og kaup- mennirnir, stofnað til þess félags- skapar, hagsmunalegs og stjórn- málalegs, sem nú hefir verið lýst. Bændastéttin hlýtur að gera hið sama og á að gera hið sama. J>að eru bein ósannindi að bændurnir íslensku eða Tíminn af þeirra hálfu, stofni til stéttarígs eða stéttabaráttu fremur öðrum stétt- um hins íslenska þjóðfélags. J>að er af langflestum viður- kendur sannleikur að landbúnað- *l Afbragðs tegund af hreinum Virginiu sigarettum. Smásöluvepð 65 aupap. Fpzegap fypip gazði. T urinn er og verður að vera undir- staðan undir hinu íslenska þjóð- félagi. Blómlegur landbúnaður er eina tryggingin sem til er fyrir öruggri afkomu þjóðarinnar, fyrir andlegri, siðferðilegri og líkam- legri hreysti þjóðarinnar. Hinsvegar er það og viðurkent af langflestum að landbúnaðurinn hefir verið hornreka á íslenska þj"óðarbúinu á undanförnum ár- um. Hann hefir dregist aftur úr í lífsbaráttunni vegna þess að lög- gjafar og fjárveitingarvaldið hefir ekki haft fullan skilning á þýðing landbúnaðarins, t. d. eru peninga- búðirnar nálega lokaðar fyrir bændastéttinni. • En öllum eru ljósar afleiðingar slíks skipulags. Af þessu ástandi stendur land- búnaðinum og hinu íslenska þjóð- félagi svo mikil hætta, að það er skylda bændastéttarinnar, ekki eingöngu við sjálfa sig, heldur og við föðurlandið, að bindast í öfl- ugan félagsskap til þess að bæta þetta ástand. Sá félagsskapur verður fyrst og fremst að vera pólitiskur félagsskapur. þessvegna hafa bændurnir ís- lensku stofnað Tímann í ^Reykja- vík og Dag á Akureyri. Og hvað sem líður ásökunum Morgunblaðsins og fylgihnatta þess, hvað sem líður blekkingun- um og rykinu sem blöð þau þyrla í augu almennings, skal þeim fé- lagsskap haldið áfram, í þeirri trú að verið sé að vinna að því að efla og tryggja farsæla framtíð til handa hinni íslensku þjóð. Steínolían. I hverju eintaki af stuðnings- blaði Jóns Magnússonar koma árásargreinar á landsverslun fyr- ir að bjarga fiskimönnunum frá einveldi ameríska hringsins. þessi læti eru sorglegur vitnisburður um hnignun nokkurs hluta þjóð- arinnar. Ekkert mál hefir fengið betri undirbúning en landsversl- un með steinolíu. Síðan löngu fyr- ir stríð hefir þjóðin óskað eftir að losna- alveg i úr skiftum við Standard Oil. þingið hefir tvisvar samþykt lög um einkasölu. I þing- inu mælti enginn bót álagningu hringsins. Fiskifélagið reyndi að keppa, með styrk úr landssjóði, en beið ósigur. Meðal þeirra sem sam- þyktu 1917 að landið tæki einka- sölu á steinolíu, voru þeir J. M. og M. G., núverandi forkólfar kaupmanna. pingið vildi að land- ið byrjaði með einkasölu undir eins og hægt væri eftir að stríð- inu lyki. Á stríðsárunum keyrði um þvert bak með óánægjuna með ameríska hringinn. Lands- verslun byrjar að keppa og lækk- ar verðið stórkostlega. Hringur- inn sjaldan minna en 15 kr. ofan við landsverslun. Án landsversl- unar hefði vélbátaútvegurinn leg- ið ósjálfbjarga við fætur hins er- lenda félags. Arðurinn af striti mörg þúsund sjómanna runnið í vasa erlendra auðmanna og nokk- urra aðstoðarmanna þeirra hér á landi. I sumar er alt undirbúið fyrir einkasöluna. Landsverslun tekst að tryggja Islandi lægsta verð á olíuheimsmarkaðinum, á hverjum tíma. Var hægt að komast lengra? Átti samkepni vesalla prangara á Islandi að þrýsta olíunni ofan fyr- ir frumverð heimsmarkaðar ? Síð- an sparar landið tugi þúsunda, ef til vill hundruð, með því að flytja í stáltunnum, og spara rýrnun. Frh. J. J. Tvisvar verður gamall maður barn. B. Kr. hefir frá því hann byrj- aði verslunarprang sitt, haft beig af samvinnustefnunni. Hann reyndi á blómatíð sauðaútflutn- ingsins að keppa við félögin, fékk sauði hjá bændum í Árnessýslu og sendi út. En allur sá leiðangur fór í hundana. Verslunarþekking- ingin, sem B. Kir. er alt af að guma af, var ekki meiri en svo, að hann varð að gjalti er til Ehg- lands kom. Hafði hann bæði skömm og skaða af þessari gróða- tilraun sinni. En gamlir bændur í Arnessýslu vita hvað mikið þeir græddu á kaupum B. Kr. Á gamals aldri vill B. Kr. reyna á nýjan leik. Rétt áður en land- póstar fóru, varð skipsferð í Borgarnes. B. Kr. virðist þá hafa seht gríðarmikið af laumupésan- um til bænda í Borgarfirði. Skip- ið kom snemma dags upp eftir, og sýslumaður Borgfirðinga sást með blíðu brosi vera að útbýta þessu „stutta og digra" launbarni B. Kr. meðal bænda. Skipið fór til Rvík- ur um kvöldið, og pésinn kom til eins af eigendum Tímans það sama kvöld. B. Kr. hafði látið prenta pésann í Actaprentsmiðju, þar sem Tíminn er prentaður. En svo mikinn varnað mun höf. hafa boðið á að leyna þessum óburði, að enginn af aðstandendum Tím- ans hafði hugmynd um myrkra- verk B. Kr. Litlu síðar kom frétt af Isafirði, að pésinn væri kominn þar á land úr einhverri skútu. Er auðséð á öllu þessu, að B. Kr. hefir farið með pésann eins og mannsmorð, bæði í prentsmiðjunni og við að koma honum út um land. Daginn eftir að pésans varð fyrst vart í Borgarnesi, fékk und- irritaður eitt eintak sent, ef til vill frá höf. En þá var komið að kvöldi og seinni landpósturinn á förum í býti morguninn eftir. Um leið og fréttin kom úr Borgamesi um þetta ófrægilega myrkraverk B. Kr., brá Tíminn við og sendi út aukablað. Sama blýið í setjaravél Actaprent- smiðju, sem var að kólna úr pésa Björns, tók nú á sig nýja mynd, og varð að fyrstu tilkynningu um laumuspilið. Og í sömu póstunum, sem B. Kr. hafði ætlað að flytja ósannindin og dylgjurnar um kaupfélögin, fóru nokkur þúsund bréfa með skýringum á athæfi mannsins, hvötum hans og fortíð. pó að pési B. Kr. sé jafnómerki- legur og raun ber vitni um, gæti skeð að hann hefði blekt einhverja fáfróða sál, ef ekki hefði verið þetta ódæma pukur við smíði hans og dreifing.B.Kr. mætti muna eftir ,,gula sneplinum" sem einn samherji hans sendi út um land með leynd hér á árunum. Pukrið eyðilagði þá sendingu. J>að var eiginlega aldrei minst á gula snep- ilinn nema fyrir það að með hon- um var gerð mishepnuð tilraun til að komast aftan að andstæð- ingi, af því kjarkinn vantaði til að ganga beint undir vopnin. I pésanum segir B. Kr. að kaup- menn séu gáfuðustu menn land- anna. En því eru þeir þá manna gáfnatregastir og mentunarminst- ir hér? Hann segir að samvinn- an, með því að forða almenningi frá féflettingu, sé brot á „kær- leikslögmálinu"! Hann fer lítils- virðandi orðum um Jakob Hálf- dánarson og Benedikt á Auðnum, án þess að nefna nöfnin. Karltetr- ið finnur einhvern öfundarhroll, þegar hann minnist manna sem verða frægir fyrir að hafa rutt braut þjóðbætandi nýungum. J>ar finnur hann fátækt sína. Hann virðist ekki vita að dönsku kaup- félögin hafa samábyrgð. Heldur ekki um samvinnuheildsölur ann- ara þjóða. Hann segir að enskum kaupfélagsstjórum sé bannað að taka þátt í pólitík. Veit ekki frem- ur en nýfætt barn, að blöð og að- alfundir enskra samvinnufélaga berjast fyrir pólitisku samhaldi fé- laganna. Kaupfélag Skagfirðinga yngir hann um 21 ár. Sambandið um 14—15 ár. Dylgjur um að Sambandið muni hafa eða" geti falsað reikninga sína. Heldur fast fram að íslenskir bændur séu sameignarmenn og öreigar. En á hverju varð hann „öreigi"? Var það á því, sem Landsbankinn lán- aði í hans tíð gjaldþrota kaup- mönnum? Að síðustu vill hann láta drepa öll kaupfélög og Sam- bandið. Bændur eiga að koma í smáhópum með tólgarböggla og smjörpinkla til þeirra feðga Björns og Jóns og annara því líkra kaupmanna, svo að unt sé að framkvæma á þeim „kærleiksboð- orð" sannrar kaupmensku. J>ann- ig er allur pésinn. Laumuspil, endurskin af lítilli greind og tak- markalausri fáfræði. Gamall mað- ur, sem á að baki sér eyðilegar rústir, er brjóstumkennanlegur fyrir að bæta svona „kaupmanns- striki" seinast í viðskiftareikn- inginn. J- J>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.