Tíminn - 23.09.1922, Qupperneq 3

Tíminn - 23.09.1922, Qupperneq 3
T 1 M I N N 125 Samband íslenskra Samvinnufélaga hefir fyrirliggjandi og útvegar kaupfólögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvólar fyrir sláttuvólaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Yagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með ölluin algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru'valin í samráði við Búnaðar- félag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. an indverska prédikara, Margur heldur niann af sér. Allir vita að honum hefir ekki verið sárt um mannorð þeirra, er hafa fylgt öðr- um stefnum í andlegum efnum en liann. Rekur mig minni til þess, að þau væru miður göfugmann- leg ummælin um C. W. Leadbeat- er biskup, hérna um árið. Og all- ir lesendur þessa blaðs muna hvar hann lagði að Einari Nielsen. — Skugginn, sem féll á Sadhu staf- aði af „Bjarma“. Eg tók aðeins ummælin upp úr honum. þar áttu þau, að því er mér skildist, að vera fremur lof en last. En hr. Ástvaldi er nú þannig farið, að hann má naumast sjá tekin um- mæli upp úr þessu blaðkríli sínu, svo að hann álíti ekki, að verið sé að gera honum sjálfum, blaðinu, kristni- eða trúboðum og jafnvel allri kirkjunni til stórminkunar. Hann þolir ekki að sjá þau ann- arsstaðar en á blaðsíðum Bjarma litla. En þegar að er gáð, er hon- um nokkur vorkunn, að hann vilji ekki láta hafa sýningu á því, sem hann segir. þetta ætti samt að kenna honum að vanda sig betur, bæta ráð sitt við blaðið, þótt lítið sé, því seint er að iðrast eftir dauðann, sagði Jóka. Svo telur hann upp fjórar bæk- ur eða bæklinga, sem einhver Al- fred Zahir á að hafa skrifað um Sadhu Sundar Shing. Sé eg naum- ast að þær sanni nokkuð, þó þær séu nefndar, nema ef vera skyldi að höfundur þeirra sé maður skrifandi. Nú, en það er hr. Ást- valdur líka og hefir ekki orðið frægur fyrir, né nokkur, sem hann hefir skrifað lof um. Frægð manna fer miklu fremur eftir því, hvað skrifað er, en hvort menn skrifa mikið eða lítið. það er ekki nóg að skrifa, ef menn skrifa meira af vitleysu en viti, eða skammast sín fyrir það, ef ein- hverjum manni verður það á, að taka það til greina. Annars get eg naumast skilið, hvernig hr. Ástvaldur getur haft miklar mætur á þessum Indverja, ef það er satt, sem hann segir, að hann fari um dularheima, og sjái þar margt, sem öðrum er hulið. það hefði einhvemtíma þótt saga til næsta bæjar, að innra trúboðs- stefnan tekur indverskum dul- speking tveim höndum. Guð láti gott á vita, sagði gamla fólkið stundum. En eftir á að hyggja: Skyldi það ekki vera hatur manns- ins til spiritistisku stefnunnar, er hylur fjölda synda í augum hins hatursgjarna heimatrúboðs ? Vaðall hr. Ástvaldar um miðla alment, og Einar Nielsen, kemur hér málinu ekki við. En ekki er það sennilegt, að það sé af góð- mensku riístjóra Bjarma sprottið, að hann vill ekki birta þýddar skammaklausur um Nielsen í síð- ustu grein sinni. Ilitt er líklegra, að hann vilji heldur geyma þær, til þess að fylla dálka „Bjarma“, Sumir kaupendur „Bjarma“ kaupa hann sökum skammanna, að því er blaðinu sjálfu sagðist frá fyr- ir nokkru, því ekki er eftir and- ríkinu að slægjast. Að endingu er ritstjóri Bjarma að raupa af því, að greinar mín- ar um blað hans verði til þess að aíla því fleiri kaupenda. Og til þess að sýna að hér sé ekki tóm látalæti, fer hann að snúa við blaðinu og verða blíðari í rómnum. Minnir þessi auglýsingaaðferð hans á brellur þær, er sumir hafa við börn, þegar verið er að fá þau til að borða eitthvað, sem þau hafa ekki lyst á. þá er verið að kjamsa og kjarnsa á matnum, og segja a.ð hinum og þessum þyki þetta gott. Árangurinn af gabb- inu verður venjulega að sama skapi meiri sem börnin eru meiri óvitar. þetta veit ritstjóri Bjanna og því er hann að kjamsa og kjamsa í þeirri von, að einhverjir vilji Bjarma. Minnir þessi fram- koma ritstjóra Bjarma á prest einn, er Stefán G. Stefánsson hef- ir lýst. Einn vísuparturinn er svona og get eg ekki stilt mig um að setja hann hér: . . „Slíkt breytir fljótt áliti manns, ef hrasaðir veslingar verða honum sæmd og viðbót í tekjurnar hans.“ Eftir lýsingunni að dæma í fyrri hluta greinarinnar, á eg ekki að vera á marga fiska, eins kon- ar „hrasaður veslingur" í augum hr. Ástvaldar. Sannreyndin endur- tekur sig hér sem annarsstaðar. því þegar ritstjórinn fer að raupa um kaupendafj ölgunina, er sem hann íai talið sér trú um hana. En þá fer hann líka að átta sig á því, að eg verði honum „viðbót í tekjurnar“. það verður til þess að hann fer að hæla mér og kalla mig „geðprúðan“, þótt hann sé bú- inn að lýsa mér í allri greininni sem vitlausum, bálvondum, stein- blindum á báðum augum af hatri og ofstæki, mokandi skarni á sak- lausa menn o. s. frv. Stefán þekk- ir sína. Eðlið verður ofur svipað hjá þessum guðsmönnum, þó langt sé milli vaxtarstaða, eins og í fjögra laufa smáranum. Fræið í honurn er eitrað, hvort sem. hann vex í Hafnarfjarðarhrauni eða suður í miðri Norðurálfu. þórður Sveinsson. -----0---- Auglýsarinn. Eyjólfur Stefáns- gefur út nýtt blað í Hafnarfirði með því nafni. I. • Nl. þá kem eg að hjúkruninni. Margt hefir heýrst af henni látið, sumir hafa lofað, aðrir lastað. Sumir slá því fram, að margt skorti þar til þarfa sjúklinganna, svo sem umbúðir, lyf o. s. frv. Eg var við allar verulegar „skift- ingar“ á sái-um sjúklinganna, ým- ist með yfirlækninum, eða vaf lát- inn gera þær sjálfur. Á engum spítölum, sem eg hefi komið á, hvorki hér í Reykjavík né úti um land, hefi eg séð eins góða reglu á slíkum hlutum. Umbúðir og lyf meira en nóg til allra þarfa, og meðferð slíkra hluta sýndist mér oaðfinnanleg. Svona var það í ágústmánuði síðastl. þá hafa heyrst svæsnar per- sónulegar árásir á yfirhj úkrunar- konuna. Ein slík var út af atvik- um, sem fyrir komu á hælinu á meðan eg var þar, og eg var sjón- ar og heymarvottur að. þá sögu- sögn rak eg opinberlega til baka, og hlutaðeigandi sjúklingur var auðvitað svo drenglyndur að játa mína frásögn rétta en áfcásar- mannsins ranga, og liggur þó þeim manni illa orð til hælisins. Síðan hefir yíirlæknirinn rekið til baka ýmsar aðrar sögur um hæl- ið. Eg gat þess til, að líkt væri farið um fleiri „fréttir“ af hæl- inu. Árásarmaðurinn, sem eg vil fátt um tala, því að lítilsvirðing- in, þögnin og gleymskan taka hann á arma sína, helti yfir mig eins og úr fötu, fúkyrðum og æru- meiðandi brixlyrðum svo heimsku- legum, að hinn illviljaðasti ein- feldningur gat varla tekið mark á þeim. þann tíma, sem eg var á Vífils- stöðum, sá eg ekki merki þess að sannar væru óhróðursögurnar um yfirhj úkrunarkonuna. Mér virtist hún vinna starf sitt með afbrigð- um vel, en starfið er sennilega full umfangsmikið. Olli þar nokkru um að fastur aðstoðar- læknir var þá ekki kominn að hæl- inu. þrjár aðrar hjúkrunarkonur voru við hælið auk 6 hjúkrunar- nema. Alt þetta fólk virtist mér vinna störf sín vel, og féll mér ágætlega í geð. Eg varð var við að ein hj úkrunarkonan og yfir- hjúkrunarkonan kornu ekki skapi saman. Um upptök þess heyrði eg ýmsar sögur á báða bóga, trúði engum, en býst við, að þær sann- ist: að „ekki veldur einn þegar tveir deila“. Síðan er þessi hjúkr- unarkona íarin, og er mér ekki fullkunnugt um það mál. Hjúkr- unarkonumar, að undantekinni þeirri, sem nú er farin, og hjúkr- unarnemarnir líka allir nema ein, bera yf irhj úkrunarkonunni hið besta orð, ,og getur enginn fylgst eins vel með í starfi hennar eins og þær. Eg hefi séð vottorð um yfirhjúkrunarkonuna, sem er á þessa leið: „Að gefnu tilefni finn- um vér undirritaðar hjúkrunar- konur og hjúkrunarnemar á Víf- ilsstöðum ástæðu til að lýsa yfir þessu: þann tíma, er vér höfum unnið undir stjórn yfirhjúkrunar- konu frk. Warncke, hefir oss virst hún stunda starf sitt af frábær- um dugnaði og samviskusemi. Oss hefir virst alt frá hennar hendi vera í góðri reglu. Vér er- um íyllilega ánægðar með hana sem yfirboðara og tekur sárt hversu ómaklega er á hana ráð- ist fyrir rangar sakir“. Undir þetta vottorð hafa skrifað allar hj úkrunarkonurnar,nema auðvitað ekki sú, sem áður var getið og þá var hætt störfum, og allir hjúkrunarnemarnir nema einn, sem þá var á förum, vegna þess að sá kvenmaður kvað ekki hafa heilsu til að vinna hjúkrunarstörf. þetta vottorð er dagsett 12. sept. þ. á-. og er full sönnun þess, að ósatt er það, sem sagt hefir verið í greinum um þetta mál, að hjúkrunarkonurnar fái ekki nauð- synleg lijúkrunartæki hjá yfir- hj úkrunarkonunni og geti ekki unnið störf sín vel hennar vegna. Eg ætti annars um leið að þakka Tímanum fyrir að hann hefir frætt menn um þetta vott- orð áður. En eg þakka honum meira fyrir að hann fór að reka í mig hnýflana, næsta klaufalega og hlægilega.*) Hvað eg hafði því blaði til saka unnið, er mér ekki ennþá ljóst. En sé það ekki annað en að vera á annari skoðun um *) Greinarhöf. fer þarna húsavilt. Eg gat þess þegar er umrœður hófust um mál þetta, að umrœður myndu leyfðar á báða hóga. þessvegna hefir Tíminn flutt bœði greinar Páls Jóns- sonar og þessa, eigi siður en grein l’áls Vigfússonar, bréfið sem birtist í siðasta blaði o. fl. Eg liefi ekki annað til málanna lagt en kröfu um að mál- ið yrði ekki þagað í hel. Ritstj. komið fram sem aukinn tekjuafgangur félagsmanna um áramót, og þar af leiðandi ekki skift neinu máli. Síðar, þegar kreppan óx, var landsverslun aukin og gerð að stór- íeldu bjargráðafyrirtæki, eingöngu fyrir stjórnmálaáhrif samvinnumanna. í skjóli þessarar framkvæmdar fengu íiestir og stundum allir landsmenn lífsnauðsynjar sínar með sannvirði, eins og það gat lægst orðið hér á landi, meðan kreppan var sem mest. Vitaskuld eru bæði þessi dæmi frá óvenjulegum tímum og kringumstæðum. En þau sanna hvernig samvinnan reynist, þegar mest liggur á. Um hin venjulegu, daglegu óhrif kaupfélaganna í þá átt að minka dýrtiðina, er öllum sem hafa kunnugleika til að dæma um málið, fullkunnugt. Af því, sem á undan er sagt, er fullljóst, að kaup- menskan leitast við að hækka daglegt verð á neysluvör- um, með því að skattleggja neytendur, með sem allra hæstum milliliðságóða, en að neytendafélög stefna að því að afla varanna ineð sannvirði, þ. e. því verði, sem með sanngirni er hægt að fá lægst. þetta er alt ofur- skiljanlegt. Hitt mun þykja érfiðara að sjá þá leið, þar sem framleiðslufélög geti gætt meðalhófs, og látið vera að nota sér neyð kaupenda til ósanngjarnrar álagningar. Áður er drepið á það, að félög, sem eingöngu vinna að um- hótum vöru- eða sölu, ættu erfiðara með að mynda stór sambönd, sem næðu yfir heil lönd eða meira, heldur en neytendafélögin. Sömuleiðis virðist þar vera að öllum jafnaði minni áhugi fyrir liinni andlegu hlið samvinn- unnar. Einfalt dæmi skýrir þetta til fullnustu. Ef allir bændur á íslandi hefðu með sér öflugan fé- lagsskap um kjötsöiuna, gætu þeir ó þann hátt skapað sér óeðlilega hátt verð fyrir sumt af kjöti sínu, þ. e. það, sem selt væri innanlands. Stjórn þvíliks félags hér á landi gæti sett verð á kjöt hér á landi, án tillits til þess, hvað verðið var á heimsmarkaðinum. Síðan mátti hæta upp verðið á útflutta kjötinu, með hinni innlendu álagningu. þetta væri að nota sér neyðina, eins og sam- kepnismenn gera. Og vafalaust eru til þeir menn hér á landi, sem gætu gert þetta, án þess að telja sig gera rangt. En þau tvö samvinnufélög hér á landi, sem mest hafa mótað lireyfinguna, kaupfélögin á Húsavík og Akur- eyri, hafa farið aðra leið,_stefnt að réttlæti en ekki okri^ Sámbandið farið sömu götu. Hið erlenda markaðsverð er lagt til grundvallar hvert ár. það skapast ekki af geð- þótta einstaks manns eða félags, heldur af ástandi heims- framleiðslunnar. Innanlands er kjötið þá afhent með áætlunarverði, á haustin. Siðan fær kaupandi endurborg- að af áætlunarverðinu, ef það reynist of hótt, eða bætir við, ef það hefir verið lægra en erlenda verðið. Vitaskuld er ekki hægt að þrengja þcssu réttláta skipulagi upp á fólk, sem stendur mjög lágt að menningu. það skilur ekki annað en starfsaðferðir samkepninnar. Af því sem er sagt hér að framan, er það einsætt, að efnahagur og framtið landsmanna er í voða, af því að dýrtiðin er orðin svo mikil í landinu, að þjóðin er ekki samkepnisfær í framleiðslunni. Lóðimar, húsin, jarð- irnar, milliliðafjöldinn, vextirnix-, kaupgjaldið og laun opinberra starfsmanna liggur eins og mara á atvinnulíf- inu. Ein hækkunin fæðir af sér aðra, enda hlýtur svo að fara. þessvegna myndi og hver óeðlileg hækkun, sem gerð væri hér innanlands, að lokum bitna líka á þeim, feem komið hefðu verkinu til leiðár, engu síður en öðr- um. þannig verða húsabraskararnir i kauptúnunum að gjalda of háa húsaleigu, eins og aðrir. Ef nokkur fram- tiðarbót á að verða í þessum efnum, hlýtur það að verða iyrir aðgerðir samvinnumanna i verslun, iðnaði, og með áhrifum á meðferð þjóðmála. Allar þær aðgerðir hljóta fyrst og fremst að miða að því að minka dýrtiðina og lækka framleiðslukostnaðinn, svo að andvirði seldu var- anna nægi til að skapa börnum landsins heilbrigð lífs- kjör. Verkefni samvinnumanna verður að lækka f æ ð i, húsnæði og fatnað, þessar þrjór höfuðnauðsynjar hvers einasta manns. Takist það, minkar dýrtíðin, og þjóðin hættir að búa með árlegum tekjuhalla. í niður- lagi þessarar greinar verður aðeins drepið á helstu atriðin. Fyrsta höfuðnauðsynin er að efla sem mest félags- skap neytenda, til að ná sem bestum tökum á innkaup- unum, að þar verði ekki um óþarfa millimensku að ræða. Um sölu innlendra afurða er liið rétta takmark að láta erlenda verðið ráða innanlands. það er ekki gert enn með sjávarafurðir. þær eru mjög oft seldar hærra verði inn- anlands en utan. þar næst er að koma á fót innlendum iðnaði. Er þar um tvöfalt takmark að ræða. Annarsveg- ar að framleiða ódýrar vörur til afnota hér á landi, t. d. allskonar fataefni. Hinsvegar að gera hina innlendu fram- leiðslu fjölbreyttari og áuðseldari erlendis, t. d. niður- soðna mjólk, kjöt, sild, fisk o. m. fl. þær verksmiðjur, sem eiga að lækka dýrtiðina í landinu sjólfu, t. d. klæða- verksmiðjur, þurfa að vera eign samvinnuheildsölu neyt- endafélaga. ]iau fyrirtæki, soin ætla að keppa á lieims- markaðnum, geta verið eign samkepnismanna, landsins sjálfs, eða samvinnufélaga, eftir þvi sem verkast vill. Sala á vörum þeirra hlítir lögmáli heimsviðskiftanna. Hver tekjuaukning þar, sem leiðir af fjölbreytni fram- leiðslunnar, eða aukinni vöruvöndun, er óvinningur fyrir þjóðina í heild sinni. I greinum þeim, sem hér fara ó eftir, verður leitast við að benda á hin mörgu verkefni, sem samvinnan get- ur best leyst úr hér ó landi, svo að öllum íslendingum verði hagsbót að.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.