Tíminn - 14.10.1922, Qupperneq 2

Tíminn - 14.10.1922, Qupperneq 2
138 T í M I N N Fyrir nokkrum árum mintist eg í Tímanum á stofnun al- mennra sjúkrasjóða. Eg fæ 'ekki annað séð, en að sú leið, er eg þá benti á, skyldutrygging, sé heppilegust, og skal nú leyfa mér að drepa á aðaldrættina í því fyrirkomulagi, sem eg hugsa mér. Eg vil að í hverjum hreppi og kaupstað sé sérstakur sjóður, tryggingarsjóður sjúkra, er ætl- aður sé til að bæta mönnum fjár- hagslegt tjón vegna veikinda. I. Tekjur sjóðanna. Hver maður greiði í sjóðinn frá fæðingu til sextíu ára aldurs. Gjaldið sé 3 kr. árlega fyrir hvern sem ekki er fullra tuttugu ára. Yfir tvítugt greiði karlar 10 kr., en konur 6 kr. árlega. Ríkissjóður greiði í sjóðinn 1 kr. fyrir hvem íbúa hreppsins eða kaupstaðarins, og hrepps- eða bæjarsjóður jafnmikið. Hrepps- eða bæjarsjóður greiðir fyrir þurfalinga og fyrir böm fá- tækra fjölskyldumanna. Framfær- endur fyrir þá, er þeir framfæra. Gjaldið greiðist í þann sjóð, þar sem gjaldskyldur maður á lög- heimili þegar gjaldskrá er samin, eða er búsettur, eigi hann ekkert lögheimili. Sé það ekki greitt, missist réttur til greiðslu úr sjóðnum á meðan og auk þess fylgir því lögtaksréttur. II. Til hvers tekjum sjóðanna skuli varið. I kaupstöðum má árlega verja 9/io °g í hreppum 8/10 af tekj- um sjóðsins næsta ár á undan (þar með taldir vextir) til þess er hér segir: a. til að greiða legukostnað, lyf og læknishjálp sjúklinga á sjúkrahúsum. b. til að greiða lyf, læknishjálp og aðkeypta hjúkrun sjúklinga í heimahúsum. c. til að bæta sjúklingum at- vinnumissi vegna veikinda, séu þeir viku eða lengur í einu frá störfum þess vegna og tapi at- vinnukaupi af þeirri ástæðu. Sé um mann eða konu að ræða, er vinnur fyrir öðrum, skal greiða sjúklingnum 3 kr. á dag og auk þess 50 aura á dag fyrir hvern, er hann framfær- ir, liggi hann í heimahúsum, en kr. 1,50 á dag og 50 aura fyrir hvern er hann framfær- ir, liggi hann á sjúkrahúsi. Greiða skal fyrir allan þann tíma, sem sjúklingurinn vegna veikinda eða afleiðinga þeirra sviftist getu sinni til að vinná, þó ekki fyrir lengri tíma en tvo af hverjum tólf mánuð- um. Vinni maður aðeins fyrir sjálfum sér, skal greiða hon- um með sama hætti 2 kr. á dag liggi hann í heimahúsum, en 1 kr. á dag liggi hann á sjúkrahúsi. Af tekjum sjúkrasjóðs í hrepp- um skal taka V10 hluta og leggja í sameiginlegan sjúkrasjóð allra hreppa í sýslunni. Úr þeim sjóði skal greiða á sama hátt og sér- stöku sjóðunum á meðan til hrekkur, öllum þeim, sem ekki geta fengið greiðslu úr sjúkra- sjóði sínum af því hann vantar fé. Verði afgangur af því fé, sem árlega má verja úr sjóðunum, skal til bráðabyrgða leggja það í þenn- an almenna sjóð, en verja má hlut aðeigandi hreppur því seinna til samskonar greiðslna, sé ekki lið- in meira en 3 ár frá því tekjuaf- gangurinn varð. Verði afgangur af tekjum sjúkrasjóða í kaupstöð- um, skal leggja það í sérstaka sjóði, sem verja má úr seinna í sama skyni, eftir þörfum. Af tekjum sjóðanna skal árlega leggja !/10 hluta við höfuðstól, sem ekki má skerða. En vexti hans má nota árlega. III. Hvernig og hverjum útbýta skulL I kaupstöðum skal einn maður kosinn af bæjarstjórn, en í hrepp- um af sýslunefnd. Kjósa þeir menn einn með sér og þeir tveir þriðja manninn. Úr hinum al- menna sjúkrasjóði sýslnanna út- býtir sýslumaður, einn maður er hann kýs með sér og þriðji mað- ur, er þeir tveir kjósa. Komi tveir mennirnir sér ekki saman um þriðja manninn, ræður hlutkesti milli þeirra tveggja, sem þeir stinga upp á. Allir sjúklingar eiga kröfu til greiðslu úr sjúkrasjóði, þar sem þeir hafa lögheimili þegar læknir gefur vottorð um sjúkdóm þeirra, eða þar sem þeir eru búsettir þá, eigi þeir ekkert lögheimili. Greiðsla úr sjóðunum er bund- in við sjúkralegu innanlands. Undanskildir eru holdsveikir menn og aðrir sjúklingar, sem hið opinbera annast. Sá hluti kostn- aðar vegna berklaveikra, sem berklaveikislögin ætla sýslu- og bæjarsjóðum að greiða, skal greiddur úr sjúkrasjóðunum, sem auk þess greiða þeim eins og öðr- um sjúklingum að öðru leyti. Enda gangi þeir fyrir öðrum um skyldugreiðslur samkv. berkla- veikislögum. Hrökkvi það ekki til, sem út- býta má, ber að láta þá sitja fyr- ir öðrum, er mesta hafa þörfina. Sé nægilegt fé til, skal ekki taka tillit til efnahags þess, er hefir rétt til að fá greiðslu. Greiðslur þær, sem taldar eru undir II. a-lið, ganga fyrir öðr- um greiðslum og greiðslurnar undir b-lið fyrir greiðslunum und- ir c-lið, ef ekki er nægilegt fé fyrir hendi. Útbýta skal á hverjum þriggja mánaða fresti eftir kröfum, sem fyrir liggja. Nánari ákvæði skulu sett með reglugjörð. IV. Um höfuðstól sjóðanna. Hann skal standa undir stjórn hlutaðeigandi bæjarstjórna og sýslunefnda fyrst um sinn. Skal hann ávaxtaður þannig, að grípa megi til hans með stuttum fyrir- vara, svo að lána megi úr honum: a. til sjúkrahússbygginga og um- bóta þeirra. b. til læknistækja o. þ. h. handa þeim. Lán þessi skulu veitt til langs tíma með lágum vöxtum og hlut- fallslega jafnmikið úr sjúkrasjóði hvers hrepps til slíkra lána inn- ansýslu. V. Um innheimtu. Kaupstaðirnir skulu annast hana sjálfir. En utan kaupstað- anna sýslumenn. Skulu þeir fá endurgjald fyrir kostnað sinn þessvegna, en annað ekki. Athugasemdir. Um I. Reynslan sker best úr hvort gjaldið er hæfilegt, því verð- ur tæplega mótmælt, að gjaldið er lítið samanborið við þau hlunn- indi, sem á móti koma. Hér í sýslu hafa menn undanfarin ár greitt um 10,000 kr. vegna legu- kostnaðar á sjúkrahúsi innan- sýslu. Sennilega annað eins utan- sýslu, ef berklaveikir eru taldir með. Tekjur sjóðanna hér fyrst um sinn áætla eg um 25,000 kr. til útbýtingar. Annars veit eg ekki að fyrir liggi skýrslur um beinan kostnað landsbúa vegna veikinda. þær skýrslur væru þó þarfari en flest- ar sem verið er að safna. Eg geri ráð fyrir að styrkur samkvæmt 77. gr. fátækralaganna falli niður. Um III. Sjóðirnir eiga að vera tryggingarsjóðir og í líkingu við aðra slíka sjóði eiga menn að fá greiðslu án tillits til efnahags. Er það, að mínum dómi, mjög áríðandi, að enginn þurfamanns- bragur verði á greiðslum úr sjóð- um þessum. En fysrt um sinn verða þó þeir, sem fjárhagslega eru betur stæðir, að víkja fyrir hinum. Auk þess verður um þá miklu síður að ræða um bætur vegna kaupmissis. Um IV. það er vitanlegt, að nú þegar stafa vandræði af sjúkra- húsaeklu. En kæmust lík lög í framkvæmd og þau, sem hér um ræðir, yrði þetta efalaust enn meir áberandi. Berklaveikislögin virðast gleyma þessari mjög raun- nýtu hlið málsins. þykir mér lík- legt, að senn horfi til stórvand- ræða um framkvæmdir þeirra af þessari ástæðu. En með þessum hætti fengist fljótt nægilegt fé til stórkostlegra umbóta á þessu sviði og ekki hætt við, að það yrði ekki notað, er vextir væru lágir og afborgunarskilmálar vægir. Tel eg vafalaust, að raunbetri úr- lausn þessa máls fáist á annan hátt. þar eð hér er um blaðagrein að ræða, hefi eg reynt að vera sem stuttorðastur og sleppi ýmsu, sem ef til vill er rétt að taka fram til skýringar. En ef þessu verður nokkuð sint, gefst sjálfsagt kost- ur á því. þó verð eg að láta fylgja nokkur niðurlagsorð. það er hagsýni að létta undir með sjúkum. það eitt hefir lam- að starfskrafta margs góðs drengs og starfslöngun, að komast í fjár- hagslegar ógöngur vegna veik- inda. Og hver hefir tölu á öllum þeim, sem mist hafa líf og heilsu vegna þess að þeir — kostnaðar- ins vegna — frestuðu í lengstu lög að leita sér læknishjálpar eða hætta störfum og leggjast. það er hugsjón að láta fara sem best um alla veika og 'létta eins og unt er áhyggjum þeirra. Öll góð mál eru hvorttveggja í senn: hagsýnis- og hugsjónamál. þetta mál er slíkt mál. Og það er vel framkvæmanlegt. Við getum það ef við viljum. Kr. Linnet. ---o---- Kveríð. L I uppvexti mínum var kverið aðalnámsbókin í kristnum fræð- um. Biblíusögur lærðum við börn- in að vísu og höfðum ánægju af, en kverið sat í öndvegi, og svo mun vera enn víðast hvar á land- inu. Kverið vorum við látin læra utanbókar og var því haldið fast að okkur bæði með einkunnum og áminningum, enda fundum við sjálf að kverið var helst ekki hægt að læra öðruvísi. Ár eftir ár fram að fermingu vorum við látin þylja það og hefir kverið sannarlega fengið tækifæri til að orka á hug okkar barnanna eftir þeirn krafti sem því er gefinn. Mörg sýndu að vísu áhuga á að læra það til að fá góða einkunn, en það er skemst frá að seg'ja, að við vorum allflest ósnortin af efni þess. Er það og ekki að undra að hin óhlutkendu hugtök kversins orki ekki á barns- hugann. Mér var ekki minna um neina bók, er eg fékk í hendúr á námsárunum, en kverið, og virtist mér hið sama um flesta félaga mína, enda hafa margir þeirra tjáð mér það síðar. það er sjaldgæft að hitta fyrir unga menn, sem tekið hafi trygð við kverið, og gildir það jafnt um þá, sem trúmenn mega teljast. Kalinn er svo almennur og svo gamall, að undrum sætir að þau kver, sem nú eru notuð, skuli enn vera við líði. Hverjar eru orsakirnar til þessa kala? þrent er til: annaðhvort er kverið fánýt barnabók, kenslan lé- leg eða þá börnunum illa gefið að læra það, sem gott er, þótt þau njóti góðrar kenslu. Ekki skal eg kvarta yfir mínum kennurum; eg ber hlýjan hug til þeirra. Einn þeirra var ágætur kennari og er mér kær minningin um kenslu- stundir hans, en ekki bætti það um óþokkann á kverinu, enda hefði hann kent jafnvel kverlaust. En er sökin þá barnanna? Klav- endskver getur um „guðhrædd börn“, og mun þá gert ráð fyrir að óguðleg börn séu til, en bæði er það, að eg hika við að telja það guðleysisvott, þó börnunum sé litið um kverið, enda minnist eg þess ekki að hafa heyrt getið um aðra flokkaskiíting, er mér sé minna um en þessa, að skifta börnum í guðhrædd börn og guðlaus. „Nema þér verið eins og börn“, segir Kristur, og efast eg ekki um, að' íslensk börn eiga þetta lof eins og önnur og séu fordómalaus og opin fyrir góð- um og göfugum áhrifum, en við það mun Kristur hafa átt. Böndin berast að kverinu. Hin langvinna almenna óánægja á rót sína að rekja til kversins sjálfs. Kverið er ekki við barna hæfi, efni þess er óhlutkent og málið þungt, auk þess er þar krökt af hugmyndum, sem alþjóð er vaxin frá og hvorki eru í samræmi við heilög guð- spjöll né heilbrigða skynsemi. Hugsið ykkur ástandið eins og það var í uppvexti mínum, og svo hygg eg það vera víðast hvar enn: kverið var kent utanbókar en Passíusálmarnir sáust aldrei, og hugsið ykkur hitt, sem er enn fjarstæðara: kverið var kent orð- rétt en ekkert verulegt úr guð- spjöllunum. Seytjándu aldar guð- fræði kversins sat í öndvegi, en orð Krists á óæðra bekk! það er bæði grátlegt og kátlegt í senn. Kátlegt af því allar fjarstæður eru í aðra röndina kátlegar, en grátlegt þegar hugsað er til þess, hvers börnin fara á mis. það má Komandi ár. v. Samvinnubyggingar. Takmark samvinnunnar er að minka dýrtíðina, til að bæta lífskjör manna. Starfið byrjað venjulega með því að gera verslunarreksturinn ódýrari. þar næst er hafist handa með iðnað, bankastarfsemi, húsagerð o. s. frv. þrír þyngstu útgjaldaliðir á hverju heimili eru fæði, hús- næði og fatnaður. Hver lækkun á útgjöldum við þessa þrjá aðalgjaldaliði, er jafnmikils virði fyrir neytandann eins og veruleg tekjuaukning. Hér á iandi eru húsabyggingar í sveitum, sjóþorp- um og bæjum eitt hið mesta vandamál almennings. Mikið af þeim húsum, sem íslendingar lifa í, eru úr slæmu haldlitlu efni, bygð með ósmekklegri gerð, herbergjaskip- un óhagstæð, mikill húskuldi. Og samt er mikið af þess- um húsum svo dýrt, að lcostnaðurinn við að búa í þeim er aðalþátturinn í að viðhalda dýrtíðinni í landinu. Á þetta sérstaklega við Reykjavik. Áður en komið er að byggingum í sveitunum, verður farið nokkrum orðum um byggingarmál íslenskra kauptúna, og hversu þar mætti bæta úr mörgum helstu ágöllunum með því að styðjast við fengna reynslu erlendra þjóða. Fyrir stríðið var Reykjavík fremur dýr bær. En stór- um hefir þó breyst á verri veg síðan. þá var mjög al- geng leiga í nýlegum timburhúsum 30 krónur um mán- uðinn fyrir litla íbúð, þrjú herbergi og eldhús. Nú eru sömu íbúðirnar leigðar fyrir 200 krónur á mánuði. Árs- leigan fyrir slíka ibúð hefir á 7—8 árum hækkað um 2000 krónur. þessi óhemjuhækkun nær beint og óbeint til ailra landsmanna. Vegna húsaleigunnar í Reykjavík verður öll vinna í landinu dýr, og þá um leið öll fram- leiðsla. Hefir áður verið vikið að þeim afleiðingum. Ástand byggingannála hér á landi skilst best, ef athugað er yngsta hverfi Reykjavíkur, nýbygðin vestan í Skólávörðuholtinu. þar hefir á síðustu árum verið bygður nýr bæjarhluti. Fegurra bæjarstæði er ekki til, þótt víða væri leitað hér á landi, smáhækkandi brekka, sem blasir móti sól. Utsýni yfir bæinn, vogana, eyjarnar og hinn fagra víða fjallahjing. Bærinn lét með ærnum kostnaði leggja götur, vatnsæðar og rafmagn um alt svæð- ið. Og síðan var bygt á þvi það ömurlegasta, óskipuleg- asta og dýrasta bæjarhverfi, ef miðað er við ástand hús- anna, sem til eru hér á landi. Dreifð smáhýsi úr stein- steypu eða timbri eru hér og þar við þessar dýru, fallegu götur. Húsin standa mjög óreglulega, eru lítil, og bersýni- lega bygð af vanefnum. Með skynsamlegu byggingarlagi hefði vafalaust mátt koma upp iniklu betri íbúðum handa þrefalt fleira fólki, en nú getur átt heima i þessum hús- um, ef gætt hefði ráðdeildar og fyrirhyggju við götu- og húsabyggingarnar. Við þessar götur hefði átt að reisa „garðaborg" (garden city), byggja húsin mörg samföst, stafn við stafn. Eyða minna göturúmi, spara útveggi, gera húsin hlýrri og fallegri. Nýja hverfið í Reykjavík verður, meðan það stendur, mjög óánægjulegt minnis- merki um menningu íslenskra höfuðstaðarbúa á fyrstu árum fullveldisins. þar eiga margir sameiginlega sök. Bæjarstjórn Reykjavikur, sem lagði þessar götur og leyfði þessar byggingar, fólkið sem bygði húsin, og bankarnir, sem a. m. k. að nokkru leyti hafa lagt til fé í þessar byggingar. Rétt er að geta þess, að í vetur sem leið hóf Landsbankinn stefnubreytingu fyrir sitt leyti með þvi að láta gera tilraun með að byggja í einu 12 samstæð hús eftir föstu skipulagi. þessari byrjun er að vísu á ýmsan hátt ábótavant, en hún er þó þýðingarmesta spor- ið, sem enn hefir verið stigið hér á landi á seinni árum, til að hefja skynsamlegar húsabyggingar í kauptúnum. Viðfangsefnin eru tvö í húsagerð bæjanna. Hið fyrsta er að hindra óþarfa og sívaxandi verðhækkun á lóðum og byggingum, þ. e. að hindra „spekulation" með hús- eignir, eftir þvi sem frekast er unt. þetta er félagslegt, og liagfræðilegt vandamál, og það verður ekki leyst á neinn hátt jafnvel og með því að nýjar húseignir verði eign samvinnufélaga, sem ekki leyfi „brask" með eignirn- ar. það fyrirkomulag er miðað við þarfir þeirra, sem húsin nota, en ekki stundarhagnað manna, sem kunna að hafa eignarliald á húsinu, eitt ár eða part úr ári, og sækjast eftir óþörfum milliliðsgróða. Hin hliðin er það sem á við gerð húsanna og byggingarlag þeirra. þar eiga góðir smiðir, húsameistarar, hugvitsmenn og lista- menn að leggja til þekkinguna og hugmyndirnar. I kafla þeim, sem hér fer á eftir, verður drepið á ýmsar fyrir- myndir, sem á einn eða annan hátt mætti hafa hliðsjón af, ef íslendingar reyna i alvöru að afla sér góðra, fallegra og ódýrra húsa. Verða hér nefnd fjögur erlend fordæmi. Ekki af því, að þau séu hin bestu og fullkomnustu sem til kunna að vera, heldur af því, að þau eru hið eina af þessu tægi, sem höfundur þessara lína hefir sjálfur átt kost á að sjá og athuga. Verða þá fyrst nefnd samvinnu- hús þau hin miklu í Kaupmannahöfn, sem lcaupfélag Hafnarbúa hefir látið reisa á siðustu árum, með aðstoð Samvinnubankans danska. í öðru lagi Port Sunlight hjá Liverpool, hið mikla fyrirmyndarþorp, sem Leverhulme lávarður, eigandi verksmiðju þeirrar, er vinnur „sólskins- sápuna" nafntoguðu, hefir látið reisa handa vinnumönn- um sínum, í þriðja lagi þorpið Freidorf rétt hjá Basel í Svisslandi, sem Sambands svissneskra samvinnufélaga lét reisa í fyrra og hitteðfyrra. Og í fjórða lagi bærinn Milanino, rétt hjá stórborginni Milano, í Pódalnum. það átti í fyrstu að verða verkamannabær, en er nú í raun og veru aðallega heimili fyrir listamenn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.