Tíminn - 14.10.1922, Qupperneq 4
140
T 1 M I N N
Notið að eins íslenskar vörur.
Kaupið að eins íslenskar vörur.
Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss?
Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka
o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili.
WtF íslenskir dúkar klæða íslendinga best.
Klæðasmiðjan Álafoss, p. t. Reykjavík.
jörð tíl sölu.
Jörðin Melar í Melasveit í Borgarfjarðarsýslu fæst til kaups og á-
búðar frá næstu fardögum ásamt hjáleigunni Hrísás. Á jörðinni eru:
Steinbær 7 X 12 álnir með kjallara til íbúðar. Ennfremur er hlaða
sem tekur um 800 hesta af heyi, fjós fyrir 10 — 12 stórgripi og fjár-
hús er tekur yfir 100 fjár, alt undir sama þaki, járnvarið. Á meðal
hlunninda jarðarinnar eru bæði æðar og kríuvarp, seladráp og hrogn-
kelsaveiði. Tún heimajarðarinnar er um 18 dagsláttur, engjar góðar
og beitiland ágætt.
Skifti á húseign í Reykjavík gæti komið til greina.
Nánari upplýsingar gefur Guðinundur Ólafs Nýjabæ Seltjarnar-
nesi. Sími 452 C.
Jörð
óskast til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Tilboð sendist Gísla
Guðmundssyni gerlafræðing Smiðjustíg 11 með nákvæmri lýsingu á
húsum, beitargæðum, heyafla hvernig engjum er háttað og öðru, sem
máli skiftir, um kosti og annmarka jarðarinnar.
Æskilegast að bústofn gæti fylgt.
Jörðín Kalastaðir
á Hvalfjarðarströnd fæst til kaups og ábúðar á vori komanda. Jörðin
er hin mesta flutningsjörð. Matjurtagarðar miklir og í góðri rækt. Tún
um 30 dagsl., vel ræktað, girt og sléttað; engjar allmiklar og stutt á
þær. Sauðbeit ágæt og hrossaganga svo að nálega ekki bregst. Sumar-
hagi fyrir hross er afgirtur. Mótak ágætt. Beitutekja og selveiði. Bygg-
ingar eru miklar og vandaðar. Jörðin liggur ágætlega við samgöngum
bæði á sjó og landi.
Allar frekari upplýsingar gefa Pétur Ottesen alþingismaður og
Snæbjörn Jónsson stjórnarráðsritari.
%>ear?
NAVY CUT
CIGARETTES
Kaldar og Jjúffengar.
Smásöluverð 65 aura
pakkinn, 10 stykki.
♦
♦
4.
THOMAS BEAR & SONS, LTD.,
LONDON.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Kaupfélag Reykyíkinga
selur allskonar nauðsynjavörur og tóbaksvörur. Verslið við það hvar
sem þér eruð á landinu. Ávalt nýjar vörur með lægsta verði. Viðskiftin
greið og áreiðanleg.
Símar 728 & 1026. Póstliólf 516. Símnefni: Solidum.
Eg undirritaður hefi útsölu á hinu ódýra baðlyfi, sem landsstjórn-
in hefir útvegað. Verðið að eins l kr. og 50 aurar literinn.
Egill Or. Thorarensen,
Sigtúnum.
Nýprenfaðar bazkur:
Sigurjón Jónsson: Silkikjólar og vaðmálsbuxur.
Theódór Friðriksson: Úflagar.
Friðrik Bjarnason: Tólf sönglög.
Bækurnar fást hjá bóksölum og í
Bókaverslun flrinbjarnar Sveinbjarnarsonar,
Laugavegi 41.
sýna okkur nokkra linkind á þess-
um örðugleika tímum. það er von
mín, að þessi ósanngirni verslun-
arinnar megi þó verða til nokkurs
góðs, er stundir líða. Við ættum
að geta sameinast gegn selstöðu-
valdinu, hver einasti bóndi, smár
og stór. Við ættum að leggja dæg-
urmál og smádeilur á hilluna og
beita allri oi’ku til eflingar kaup-
félaginu. Við ættum að hætta að
láta reyta okkur og rýja eins og
sauði í rétt .. “.
-----o----
þið Vífilsstaðanemendur, hr.
Valtýr Albertsson stud. med. og
hr. Jónas Sveinsson stud. med.,
hafið lýst yfir því í síðasta tbl.
Tímans, að eg fari með rangt mál
á einum stað í frásögn þeirri, er
eg birti í Tímanum, um dvöl mína
á Vífilsstöðum.
þó gott sé að hafa lært það, að
vera fljótur til að lýsa yfir því —
þegar við á — að Pétur og Páll
fari með rangt mál, þá er þó enn-
þá betra að hafa lært að, að skýra
frá því skýrt og greinilega, í
hverju rangfærslurnar eru fólgn-
ar. En sökum þess, að ykkur hef-
ir láðst að geta þessa í yfirlýs-
ingu ykkar, en lesendur Tímans
munu hinsvegar kjósa fremur að
vita rétt, en hyggja rangt, þá
vænti eg þess, að þið munið reyn-
ast fúsir til þess, að leiða þá í
ajlan sannleika þessa máls. Eg
leyfi mér því að skora á ykkur
að svara í Tímanum eftirfarandi
spumingum svo ljóst og ákveðið,
að hver meðalgreindur maður
megi fullkomlega skilja:
1. Hvers vegna finst ykkur
„óþarft“ að gefa yfirlýsingu ykk-
ar, er stendur í 42. tbl. Tímans,
og hvers vegna gefið þið hana þó,
þrátt fyrir það?
2. Hvert var hið „gefna til-
efni“ yfirlýsingar ykkar?
3. Á hvern hátt og að hverju
leyti er frásögn mín í 41. tbl.
Tímans, sú er greinir frá viðræð-
um okkar Sig. Magnússonar lækn-
is þ. 14. júlí síðastliðinn, „mjög
villandi“, og
4. Hvar er sú frásögn „alger-
lega röng“?
Reykjavík 12. okt. 1922.
Páll Vigfússon.
Svar frá læknanemendunum
kemur væntanlega í næsta blaði.
Ritstj.
----o-----
Frá laumupésanum.
Alstaðar þar sem Tíminn fréttir til
úr samvinnuhéruðunum hefir pésa
B. Kr. verið tekið með einstakri lít-
ilsvirðingu, og liggur mikið af hon-
um óuppúrskorið á bæjum. Gamlir
Heimastjórnarmenn segjast ekki
þurfa að sækja verslunarfróðleik til
B. Kr. og vitna í dóma Lögréttu um
hann árum saman, hvað karltetrið
væri litið áreiðanlegur í munninum.
Sjálfstæðismenn hafa sömu sögu að
segja eftir ísafold. Einstöku menn
hafa liaft sig gegnum pésann, og
segja að hann sé eins og allir hafi
mátt vita sundurlaust rugl, fávíslegt
skraf, ósannindi um alþekt mál og
blekkingar. Langkýmilegast er samt
sjálfhólið sem B. Kr. skrifar nú um
sjálfan sig i Mbl. eða lætur skrifa,
undir dulamefndum utan af landi.
En það skal játað, að ef einhver
vesalingur er svo lítilsigldur að dást
að andlegum afrelcum B. Kr., þá á
B. Kr. það lof skilið. í Englandi er
það máltæki, að á írlandi sé enginn
sá öreigi til, sem ekki hafi annan
enn snauðari í eftirdragi. Hafi B. Kr.
trúaða meðhaldsmenn á þessari síð-
ustu píslargöngu sinni, er það ein-
mitt sú fylgd, sem hæfir manninum
og málefninu
----o-----
Eldgosið. Fáar nýjar fréttir
hafa borist af gosinu og engar
síðustu dagana. Mun mega telja
víst að því sé lokið a. m. k. í bili.
----o-----
Rökin og B. Kr.
Mbl. finst Tíminn ekki taka B. Kr.
nógu hátíðlega í sambandi við laumu-
pésann. Gleymir þá þessum og mörg-
um öðrum rökum:
1. Að síðan á yngri árum hefir B.
Kr. verið opinber andstæðingur sam-
vinnunnar, og átt í löngum útistöð-
um við leiðtoga samvinnumanna þá,
eins og Pétur Jónsson og Jón í Múla.
Að hann hélt hinu sama fram í Land-
inu og var þá kveðinn í kútinn af
Tímamönnum.
2. Að höfuðritstjóri kaupmanna, þ.
G. hefir árum saman lýst B. Kr. sem
lítið gefnum og þekkingarlitlum
manni. Og um siðferðishliðina og
manndóminn var dómur þ. G. á sömu
lund, eins og Timinn hcfir sannað
með tilvitnunum. Og skoðun þ. G.
var eins og útdráttur úr skoðunum
Heimastjórnarmanna um B. Kr. Sér-
staklega liafði Hannes Hafstein alla
tið baft rótgróna lítilsvirðingu á karli.
3. Að B. Kr. margbrýtur sín eigin
boðorð, telur að menn eigi að vera
eitthvað eitt, og gera það vel, en
gutlar sjálfur í mörgu, þó að það
gangi alt illa. Hvi fylgir hann ekki
eigin heilræðum og stundar þá eina
iðn, sem hann hefir lært?
4. B. Kr. skrifar um Sambandið, en
veit sýnilega ekkert um það, eða fer
annars með vísvitandi blekkingar.
Fyrsta verkið við slíkan andstæðing
er að sýna honum hvar hann stend-
ur, áður en spilaborg fáfræðinnar er
feld.
5. B. Kr. er sífelt að blanda sócíal-
isma inn í umræður um verslunar-
samtök íslenskra bænda, alveg tilefn-
islaust. Er þetta því einkennilegra
þar sem B. Kr. hefir barist eins og
ljón fyrir að koma tveim sócialistum
inn á þing 1916, móti Jóni Magnús-
syni og Knúti Zimsen, og hafði viður-
kendan sócíalista, Jakob Smára, fyr-
ir ritstjóra að blaði sínu Landinu,
meðan það lifði Getur B. Kr. gefið
nokkra sennilega skýringu á því, að
Sigurðui' í Ystafelli og aðrir leiðandi
menn kaupfélaganna hafi verið sam-
eignarmenn án þess að vita það sjálf-
ir, og svo á hinn bóginn að B. Kr.
elur sócíalisma við brjóst sér i Rvik,
hefir sócíalista fyrir ritstjóra, kýs
sócíalista á þing móti kaupmanna-
sinnum, þiggur stuðning af þeim
sócíalista, sem komst á þing með
lians atfylgi, til að komast í ráðherra-
tign o. s. frv.? Er þetta „einlægni"?
Eða er B. Kr. sífelt að spila falskt,
til að þjóna augnablikshagsmunum?
þetta alt þarf þjóðin að vita um áð-
ur en farið er að „reikna með“ karl-
anganum. A + B.
----o----
Kloí'ningur er orðinn milli sócíal-
istanna hér í bænum. Var sú til-
laga borin fram í Jafnaðarmanna-
félaginu að senda Ólaf Friðriks-
son ritstjóra til Moskva á fund
Bolchewicka þar. Sætti tillagan
andmælum, en var samþykt með
60 atkvæðum gegn 30. J>á sögðu
ýmsir helstu leiðtogar sócíalist-
anna sig úr félaginu, t. d. Jón
Baldvinsson alþingismaður, Héð-
inn Valdimarsson, Ágúst Jósefs-
son, Jón Jónatansson, Pétur Guð-
mundsson og Pétur Lárusson.
Talið er það víst, að þótt úrslit
yrðu þessi í Jafnaðarmannafélag-
inu, þá muni mikill meiri hluti
flokksins fylgja að málum hinum
meir hægfara sóríalistum, sem
gengu af fundinum.
Morgunblaðið ber það ekki af
Sigurði Sigurðssyni búfræðing að
hann hafi ritað greinina móti
Tímanum um kjöttollinn.
Guðmundur Mag.nússon prófess-
or hefir verið kosinn heiðursfélagi
í læknafélaga Dana.
Hnekt atvinnurógi. Út af rógi,
dylgjum, ósannindum og blekk-
Laugaveg 20 B.
Sími 830.
Við seifdum gegn eftirkröfu:
Ljósakrónur og allskonar hengi-
lainpa, borðlampa, straujárn, suðu-
plötur ýmsar stærðir o. fl.
Ennfremur allskonar efni til inn-
lagninga, svo sem: Pípur, vír,
slökkvara tengla og fleira.
Aðeins fyrsta flokks vörur.
G-reið viðskifti.
SlH fÍ£RRE3 ö fEMME
Nýkomið:
Mjög ódýr sending af grammó-
fónum, aðeins kr. 75,00; með fylgja
ókeypis 4 lög og 200 nálar.
Stórt úrval af plötum með niður-
settu verði lcr. 4,00, áður kr. 6,00.
Grammófóimálar, askjan kr. 2,00,
2,25 og 3,25.
Grammófónverk með öllu tilheyr-
andi kr. 18,00, 20,00 og 40,00 —
með tvöfaldri fjöður kr. 45,00 og
55,00.
Nýjung: fallegar póleraðar nála-
öskjur með 2 hólfum kr. 2,00, með
4 hólfum kr. 3,25.
Sent burðai'gjaldslTítt, ef borgað
er fyrirfram. Pantanir sem eiga að
afgreiðast fyrir jól, verða að koma
sem fyrst.
Hljóðfærahús Reykjavíkur.
Símnefni: Hljóðfærahús.
Nýprentað:
Tólf sönglög
eftir Friðrik Bjarnason.
Fást hjá bóksölum.
Héraðsskólí
Suðurlands.
Ýmsir menn, sem hafa áhuga
á skólastofnun á Suðurláglendinu,
hafa ráðgert að halda fund um
málið við Ölfusárbrú um næstu
mánaðamót. Grein um þetta mál
kemur í næsta blaði.
ignum, áem mjög hefir bólað á
frá hálfu samkepnismanna undan-
farna mánuði, sérstaklega í pésa
B. Kr., verður innan skamms gef-
•ið út sérstakt hefti af Tímariti
samvinnufélaganna með skýring-
um á öllu þessu atferli. Jafnframt
verður tækifærið notað til að
fræða þá, sem þess þurfa með, um
sögu samvinnuhreyfingarinnar hér
á landi.
Halldóra Bjarnadóttir, erindreki
Heimilisiðnaðarfélagsns, dvelur
hér í bænum í vetur.
---o---
Orðabálkur.
bíi (-a, -ar), kk., gælunafn á
barnskodda. Suðursv.
bíill (-s, -ilar eða -lar?), kk.,
svæfill. Vestf.
bíill, nýgotinn kópur. Vestf.
(var alg., en dautt nú).
bíilsskinn (-s, -skinn), kl., skinn
af nýgotnum kóp. Vestf. (var al-
gengara en bíill; dautt nú).
bíldóttur, 1., blendinn: bíldótt-
ur í blettum er | Bjarnason Guð-
mundui'. Vísupartur af Austf.
bíri (-a, -ar), kk., stór þorskur.
Isf. (var alg., varla til nú), sbr.:
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.