Tíminn - 28.10.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.10.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 147 c. w. s. 5amvinnumenn á Englandi framleiða sjálfir sápurnar sem þeir þurfa að nota. Vörumerkið C. W. S. er þeim full trygging fyrir því að sápan sé sú besta sem fáanleg er og að verðið sé ekki hærra en framleiðslukostnaðurinn. Samvinnu . Pantanir . afgreiddar . tafarlanst. ura alt laud . . g’egrn . . -eftirkröfu. - - - Ölluni - ■ fyrirspurn- . nm svarað. - uni liæl. - Sápur _______________________________ I"|^Xér höfum fyrirliggjandi birgðir af hinum heimsfrægu f/ C. W. S. þvottasápum, og gefum íslendingum kost á að kynnast af eigin reynslu hve ágætar vörur hægt er að framleiða, þegar eingöngu er kept að því að búa til handa sjálfum sér þær bestu vörur, sem hægt er. Pantíð þessar ágætu sápur hjá oss, og sannfærist um hin óviðjafnanlegu vörugæði. Kaupfélag Reykvíkinga 4 sölubúðir í Reykjavík. I Símar 728 & 1026. Póslhólf 516. \ Frá útlöndum. Einhver mestu tíðindin frá út- löndum munu þau þykja að Lloyd George hefir orðið að láta af stjórnarformensku á Englandi. Eins og kunnugt er studdist hann við íhaldsflokkinn enska og nokk- urn hluta frjálslynda flokksins. En nú hefir mikill hluti íhalds- flokksins rofið samvinnuna, og þá varð Lloyd George að víkja úr sessi. Bonar Law, foringi íhalds- flokksins, hefir nú tekið við stjórnarformenskunni og eiga sumir þeir ráðherrar sæti í ráðu- neyti hans er áður hafa setið í ráðuneyti Lloyd George. Á Frakk- landi er þessum stjómarskiftum tekið með mesta fögnuði, því að þess er vænst, að nýja stjómin dragi síður taum þjóðverja, en verði Frökkum auðsveipari en Lloyd George var, um að leyfa þeim að klekkja á þjóðverjum. Hinsvegar óttast þjóðverjar stjómarskiftin af sömu ástæðu. En Lloyd George er ekki af baki dottinn. Breska þingið hefir ver- ið rofið og nýjar kosningar eiga að fara fram 19. næsta mánaðar. Fer Lloyd George nú borg úr borg og flytur ræður. Stendur af hon- um hinn mesti gnýr, því að hann mun mega teljast einhver mælsk- asti maður sem nú er uppi, og er því viðbrugðið, hversu ríkum tök- um hann nær á áheyrendum sín- um. Er það fullvíst að harðsóttar verða þessar kosningar á Eng- landi,því að annarsvegar eru borg- araflokkarnir þríklofnir: flokkur Lioyd George, og andstæðingar hans til vinstri og hægri, frjáls- lyndi flokkurinn gamli, sem As- quith veitir leiðsögu, og íhalds- flokkurinn. Og hinsvegar er verkamannaflokkurinn, sem hefir mjög eflst að fylgi síðustu árin. En hvað sem þessum flokkaskift- ingum líður, má telja víst að kosningamar snúist fyrst og fremst um Lloyd George, því að hann ber höfuð og herðar yfir alla aðra enska stjórnmálamenn. — Mál það, er einkum var not- að til þess að fella Lloyd George úr stjórnarsessi, vom afskifti bresku stjómarinnar af málum Grikkja og Tyrkja í Litlu-Asíu. Uppreistarher Tyrkja, undir for- ystu Mustafa Kemals, hefir gjör- sigrað Grikki í Litlu-Asíu og stökt þeim þaðan 1 brott. Síðast urðu Grikkir að yfirgefa aðalborgina þar í landi, Smyrna. Og er Tyrk- ir náðu borginni á vald sitt, bmgðu þeir ekki vana sínum, heldur stofnuðu til ógurlegra grimdarverka í borginni á hend- ur kristnum mönnum. í sigur- vímunni ætlaði nú Mustafa Kem- al að snúa her sínum til Mikla- garðs og ná borginni aftur und- ir yfirráð Tyrkja, en síðan ófriðn- um lauk hefir Tyrkjastjórn í borginni verið nafnið tómt, en Bandamenn ráðið þar lögum og lofum. Til þess að koma í veg fyrir þetta sendi Lloyd George herlið til Miklagarðs og mun nú mega telja víst, að Mustafa Kem- al treystist ekki til að halda áfram því áformi sínu að taka borgina. Nú segja andstæðingar Lloyd Georges að þama hafi hann stofnað breska ríkinu í hinn mesta vanda, enda hafi ekki ann- að verið sýnt en að England dræg- ist inn í nýjan ófrið og nýjar blóðsúthellingar á enskum borgur- um, en Englandi komi þessi mál ekkert við. En Lloyd George læt- ur ekki standa á svörunum. Hann bendir á aðfafir Tyrkja í Smyrna og hafi sömu örlög beðið krist- inna manna í Miklagarði ef Must- afa Kemal hefði fengið að ráða. Hann bendir á það, að verslun Englands sé það bráðnauðsynlegt að eiga greiða leið um sundin til Svartahafs, og því megi ekki láta Tyrki hafa húsbóndaréttinn í Miklagarði. Og loks bendir hann á að þessu tvöfalda markmiði hafi tekist að ná án nokkra blóðs- úthellinga. En Mustafa Kemal og félagar hans hefðu engu skeytt þótt einhver skilaboð eða hótanir hefðu komið frá Englendingum. Verði að sýna þeim í verkinu að full alvara fylgi málL — Af írum berast nú færri fréttir en áður og er það góðs viti. Ekki eru uppreistarmenn þó alveg af baki dottnir enn. — Seint í ágústmánuði síðast- liðnum vildi það slys til á Frakk- iandi að eitt af stærstu herskip- unum, „France“, rakst á klett og sökk. Sýndu skipverjar dæmafáa stillingu og aga, enda björguðust allir nema einn, en þeir voru þús- und. Á skipi þessu var Poincaré þáverandi Frakkaforseti á ferð til Rússlands er ófriðurinn mikli skall á 1914 og skundaði þá heim. Lá við að þeir mættust þá í Norð- ursjónum, hann og Vilhjálmur þýskalandskeisari er sömuleiðis slcundaði heim, og kom þá úr Nor- egsferð. — Þetta slys þessa franska herskips getur haft mikl- ar afleiðingar. Munu mönnum í fersku minni gjörðir Washing- tonfundarins, er haldinn var að forgöngu Hardings Bandaríkja- forseta. Voru þar settar reglur um vígbúnað stórþjóðanna á sjó, stærð og fjölda herskipa hvers um sig o. s. frv. Nú er óvíst hvort Frakkar una því að smíða ekki nýtt skip í stað þessa er fórst. En herskipasmíði hefir stórkost- lega farið fram síðustu árin,þann- ig að ef Frakkar reistu sér nú nýtt herskip, fullkomlega með nú- tímasniði, yrði afleiðingin sú, að Mið j arðarhaf sf loti Frakka bæri langt af flota ítala, en Washing- tonfundurinn ákvað að flotar þeirra ríkja beggja í Miðjarðar- hafi skyldu vera jafnir. þá er að vita hvort ítalir láta kyrt liggja og liggur beint við að ætla, að þeir myndu og vilja eignast sams-; konar skip og Frakkar. Og þá gætu fleiri farið að ókyrrast. Eins og kunnugt er eiga Englendingar mikilla hagsmuna að gæta í Mið- jarðarhafi, enda liggur verslunar- leið Breta um það haf bæði til Egyptalands og Indlands. Eng- lendingar geta því með engu móti þolað að eiga neitt á hættu um öryggi þeirrar verslunarleiðar, og ætíð hefir Englendingum verið það viðkvæmt mál um yfirráðin á sjónum. Og ef Frakkar og ítal- ir,hvorir um sig bæta alfullkomnu nútímaherskipi við Miðjarðarhafs- flota sína, mætti Englendingum standa af því hinn mesti stugg- ur ef bæði löndin sameinuðust gegn þeim í Miðjarðarhafi. Og enn er þess að minnast að vald Frakka suður þar hefir stórum aukist með hinni blómlegu ný- lendu þeirra í Marokkó. það sem við liggur er sem sé hvorki meira né minna en það að Washington- samningnum verði riftað og sama gamla kapphlaupið hefjist sem áð- ur milli stórveldanna um flota- aukningar. — I ráði er að norska ríkið kaupi Aulestad, hinn fræga bú- garð Bjömstjerne Björnsons. Láta erfingjarnir búgarðinn falan fyrir 200,000 kr. þó þannig að sonur Björnsons, Erling, haldi þeim hluta búgarðsins sem hann hefir búið á, en það eru ekki þau hús sem skáldið bjó í. Björnson keypti Aulestad árið 1874 og gaf þá fyrir 16000 spesíudali. Lét hann reisa þar mörg hús og breytti aðalhúsinu. Er margt þar enn í aðalhúsinu) með sömu um- merkjum og þá er Björnson lést, einkum í skrifstofu hans. Bréfa- safn hans er þar, geysimikið, og mesti fjöldi dýrgripa er honum bárust að gjöf víðsvegar að. — Clemenceau gamli virðist ekki enn vera dauður úi öllum æðum. Hefir hann það við orð að leggja af stað í ferðalag til Bandaríkjanna til þess að flytja þar ræður og hvetja Ameríku- menn til nánari og öruggari sam- vinnu við Bandamenn sína frá því á stríðsárunum. Telur hann það einu leiðina til að tryggja friðinn. — Enskur blaðamaður birtir nýlega viðtal er hann átti við De Valera, foringja uppreistarmann- anna írsku. Er hann nú spakari í orðum en áður. Að vísu telur hann sig fullkominn andstæðing samningsins við Breta, en sú leið muni vera fær að endurbæta hann þannig, að hann verði viðunandi. Takist það ekki, muni ófriður geisa enn á írlandi í mörg ár. Væri Englendingum það og fyrir bestu að ganga þannig frá samn- ingnum, að írar yndu fyllilega vel við. Lauk hann máli sínu með þeim orðum, að enginn hefði hag af ófriði, en allir tap. ---o---- Svör. Páll Vigfússon hefir í 43. tbl. Tímans beint til okkar fyrirspurn viðvíkjandi yfirlýsingu þeirri, er við birtum fyrir skömmu. Orða- lagið á fyrirspum hans kom okk- ur dálítið einkennilega fyrir sjón- ii', eftir orðbragði því, sem hann viðhafði „prívat“ við okkur. Mað- ur gæti haldið, að Pétur en ekki Páll væri höfundurinn, en kannske er Páll að stillast. Páll getur þess, að lesendur Tímans muni fremur kjósa að vita rétt en hyggja rangt. þar erum við á sama máli, en heldur þú, Páll, að moldviðri það, sem þú undir nafni og aðrir að tjalda- baki, þyrla upp í Tímanum, hafi unnið að því marki? Fyrsta liðnum í fyrirspurn þinni hefði nú sjálfsagt verið best fyrir þig að hrófla sem minst við, en verði þinn vilji. Okkur fanst yfirlýsingin óþörf vegna þess að við þektum höfundinn. Auk þess bera greinar þínar vott um svo mikla úlfúð og persónulega óvild í garð yfirlæknis, og era ritaðar í þeim tón, að jafnvel þeir, sem ekki til þekkja, geta naumast ann- að en hrist höfuðin. En menn eru nú misjafnlega auðtrúa. Við höfð- um orðið þess varir, að einstaka sálir höfðu „gleypt fluguna“ og tekið þig bókstaflega, og „Gróu- sögur“ grafa um sig. þetta var ástæðan til þess að við birtum yfirlýsinguna eigi að síður, og er þá fyrstu og annari fyrirspurninni svarað. pú heldur, Páll, að ekki sé mik- ið athugavert við frásögn þína, en við slculum nú sjá. Leiðinlegt er nú samt að sjá þig tilfæra eft- ir yfirlækni, og það innan gæsa- lappa, orð og setningar, sem þú kveðst eigi geta ábyrgst að rétt- ar séu. Ekki vantar nákvæmnina. Eftir frásögn þinni mætti ætla að yfirlæknir hefði haft við orð að vísa þér forsendulaust eða lít- ið af hælinu. pú gleymir að geta þess, að hann sýndi þér fram á, að með fisksendingunni sælu hefð- ir þú gert þá tilraun til þess að ófrægja hælið út á við, og farið svo á bak við sig, að slíkt myndi teljast næg brottrekstrarsök á hvaða hæli sem væri. Bögumæli þau, er þú leggur lækninum í munn (skrív, skrívi o. s. frv.), eru ávöxtur skáldgáfu þinnar. Vegna skorts á ásökun- um með rökum hefir þú valið þessa leið. Slíka aðferð viljum við ekki fjölyrða um. Og svo þessi klausa: „Vildi nú sækja í svipað horf með talmáta og verið hafði, þegar við töluð- umst við fyrir hálfum mánuði“, o. s. frv. En á þeim fundi segir þú að læknir hafi ausið yfir þig óbótaskömmum. þetta er alger- lega rangt, og virðist gert til þess að svo líti út sem yfirlæknir hafi ausið yfir þig skömmum, og það upp úr þurru, en eftirsetningar þínar má skoða sem eitthvert katt arklór, tilraun til að snúa sig út úr klípunni, ef einhver andmælti. það þykir laglega gert að gera mikið úr litlu, en betur þó úr engu. Og nú viljum við spyrja les- endur Tímans: Er það ekki rangt og villandi að tilfæra eftir yfir- lækni orð, sem hann hefir aldrei sagt, orð, sem virðast ætluð til þess að rýra álit hans? Er það ekki villandi að slíta út úr samhengi orð yfirlæknis? Og er það ekki rangt og villandi al- veg að ástæðulausu, að láta í veðri vaka, að yfirlæknir hafi ausið óbótaskömmum yfir sjúkling? Reykjavík 19. okt. 1922. Valtýr Albertsson. Jónas Sveinsson. ----o----- I Heilbrigðisskýrslur á íslandi fyrir tímabilið 1911—1920, eru nýkomnar út, samdar af Guð- mundi Hannessyni prófessor, þann tíma sem hann var settur land- læknir. Feiknar mikill og merkur fróðleikur er í skýrslum þessum, ekki eingöngu um sjúkdóma og það er þeim viðkemur beinlínis, heldur og um margt annað í þjóð- lífi íslendinga á þessu tímabili, sem bæði beint og óbeint kemur við störfum læknanna. Og ljóst er það af skýrslunum, að um stór- kostlegar framfarír er að ræða í heilbrigðismálum hér á landi síð- asta mannsaldurinn. ----o--- Hugsunarólag B. Kr. 13. (bls. 13.). B. Kr. segir sögu- lega rangt frá því, hversu verslun- in fluttist inn í landið, er hann getur kaupfélaganna að engu. Hann telur íslenska kaupmannastétt ekki hafa myndast fyr en eftir stofnun íslandsbanka, þ. e. um aldamót. En um 1870 eru Húnvetningar, Skag- firðingar, Eyfirðingar og þingeying- ar starfandi með tvö stór innlend verslunarfélög, Verslunarfélag Húna- flóa, sem Pétur Eggerz stýrði og Gránufélagið, sem Tryggvi Gunnars- son stýrði. þessi tvö félög ruddu brautina. Eftir 1880 byrja kaupfélögin að starfa nálega í hverju sveita- heraði landsins fyrir 1900. Kaupfé- lögin eru þannig á undan kaup- mannastéttinni í baráttunni við að flytja verslunina inn i landið, auk þess sem þau eru á undan um alt skipulag, að því leyti að þau tryggja livern félagsmann móti kærleikslög- máli B. Kr., sem er sama og hing- að til hefir verið kallað féfletting þess, sem er minni máttar. 14. (bls. 15—19). þegar B. Kr. minnist fyrst á elsta kaupfélagið, Kaupfélag þingeyinga, vill liann ekki neita þvi, að þingeyingar hafi vérið hart leiknir af liinni dönsku sel- stöðuverslun, hlutafélaginii Örum & Wulf, sem kaupfélögin fyrir norðan og austan hafa nú eyðilagt með sam- kepni. En í stað þess að þakka þing- eyingum vel unnið verk, byrjar B. Kr. að verja útlendu verslunina og íéflettingu hennar. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að verslunin hefði eiginlega mátt leggja á 86%! þar af hugsar hann sér að danska versl- unin fengi 36% af veltufénu! Slík- ar tölur útskýra sig sjálfar. Selstöðu- verslanirnar mega eiga það, að þær voru ekki svona slæmar eins og B. Kr. vill gera þær. Féfletting almenn- ings virðist liggja þessum manni svo á hjarta, að honum er ekki nóg að láta liinar verstu erlendu kúgunar- verslanir njóta sannmælis. Hann býr til enn verri dæmi, og reynir svo að sanna, að svo hefði mátt fram- kvæma „kærleikslögmálið". 15. (bls. 19). Jafnvel þar sem B. Kr. hefir prentaðar heimildir fyrir augum, eins og endurminnigar Ja- kobs Hálfdánarsonar, verður frásögn lians röng. Af pésa B. Kr. mætti ætla, að Jakob og Benedikt á Auðn- um hefðu einir gengist fyrir stofn- un Kaupfélags ]?ingeyinga. Engan heiður skal af þeim draga, en þetta er samt rangt. það var aldarandinn sem knúði fram verslunarsamtök bænda. Gránufélagið var stofnað 10 árum áður en Verslunarfélagið við Húnaflóa um sama leyti. Tryggvi Gunnarsson er í þingeyjarsýslu hinn fyrsti sterki brautryðjandi. Sam- ldiða Jakob og Benedikt á Auðn- um unnu þeir Jón á Gautlöndum og sr. Benedikt i Múla, meðan þeim entist aldur, og bak við þá fjöldi minna þektra manna. T. d. var það einn umkomulítill smábóndi í Reykjahverfi, sem fyrstur kom með þá hugmynd, að fá vetrarskip til Húsavíkur, sem K. þ. framkvæmdi. þannig urðu sumir bændur, sem ekki var hossað hátt á mörg þúsund króna eftirlaunum, til að stíga stór spor í framfarasögu landsins. þessi villa B. Kr. er alt af hin sama. Hann heldur að einstakir athafna- menn skapi viðburðina, þar sem það er í raun og veru aldarandinn, sem knýr fram verk þau, sem B. Kr. ein- blínir á. 16. (bls. 20). það er auðséð að B. Kr. heldur að Benedikt Jónsson hafi lánað hugmyndir sínar um kaupfélag- skap úr útlendum bókum. En Bened. Jónsson, sem áreiðanlega veit betur um sínar eigin hugsanir, auk margs annars, heldur en B. Kr., hefir þrá- sinnis í ritgerðum sinum lagt áherslu á að skýra það, sem líka er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.