Tíminn - 28.10.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1922, Blaðsíða 4
148 T I M I N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fi. til prýðis á íslensku heimili. WF íslenskir dúkar klæða íslendinga best. Klæðasmiðjan Álafoss, p. t. Reykjavík. Ideal-suðuskápurinn er nýtísku heimilisáhald — gufusuðuhylki sundurhólfað — til að sjóða í allskonar mat, steikja fisk og kjöt, baka allskonar brauð, og alt þetta í einu. Hann er lilutur, sem ekkert heimili, smátt eða stórt, œtti án að vera. Pótt mun það vera í eigu manna, sem í raun og veru borgar sig svo vel sem hann. Hann reynist ávalt og öllum svo, — eins og skilvindurnar að sínu leyti, — að engin í meðallagi greind húsmóðir, sem venst honum eina viku eða lengur, vill án hans vera. Fjöldi meðmœla útlendra og inn- lendra eru fyrir hendi, sem ókleift er að birta hér. Lœt eg því nægja að sýna hér álit aðeins tveggja hérlendra þjóðkunnra manna, er tala um áhald þetta af eigin reynslu, svo hljóðandi: Gröf í Breiðuvík, 21. júní 1922. .... „Suðuskápurinn frá þér reynist ágætlega, — vinnuspamaður, eldi- viðarsparnaður — matarsparnaður. — Frá því maturinn er settur upp og þar til farið er að borða, þarf ekki að honum að líta. Hvorki getur þar brunnið við eða soðið upp úr. Elda má á honum fjóra rétti yfir einu eld- hoh í senn. Maturinn verður ljúffengari, hollari og næringarmeiri en soð- inn í vatni, — einkum kjöt, fiskur og garðávextir. Kostur er og það, að engin gufa skuli koma i herbergið þar sem eldað er. Eg er sannfærður um, að þú getur selt mikið af þessu áhaldi ef þú auglýsir vel. „Galdrapotturinn" er þetta áhald kallað hér“........ Einar Gunnarsson. „Tíminn" 18. mars s. 1. segir: „Ilentugt áhald. Meðal annara áhalda, sem sýnd voru á búsáhaldasýn- ingunni í vor sem leið, voru suðuskápar, sem Stefán B. Jónsson kaupm. hér í bænum hefir til sölu. Telur sá, er þetta skrifar, rétt að mæla bein- linis með áhaldi þessu, af reynslu á eigin heimili. Sparar áhald þetta mjög tima við alla matreiðslu og vafalaust eldsneyti til stórra muna. — Er maturinn soðinn við gufu og má sjóða marga rétti í einu við sama eldinn. Vegna þess, að ekki rýkur af matnum, sparast vafalaust næringargildi. Áhaldið gætir sín sjálft, og ekki getur brunnið við eða soðið upp úr. Eink- anlega um annatíma á meðalstórum eða heimilum í stærra lagi, er áliald þetta tvímælalaust til hinna mestu þæginda og sparnaðar". Hversu þýðingarmikið væri ekki einnig áhald þetta fátæka fólkinu, sern ^erður að sjóða alla hluti inni hjá sér í eina ibúðar- og svefnherberginu sinu, og eyðileggur með þvi bæði andrúmsloftið og liúsmunina, með sí- ieldu gufuroki, — auk beina sparnaðarins, sem það fólk má allra síst án vera. í sambandi við suðuskápa þessa vil eg leyfa mér að benda sérstak- lcga á Olíugasvélamar A. Kt., sem eru bæði endingarmiklar og olíusparar, sainanborið við önnur olíusuðutæki, og sérlega þægilegar í notkun, sé þeim lialdið hreinum. Auk Ideal suðuskápanna, sem eg hefi nú til hér af öllum stærðum, þá hefi eg enn til talsvert af hinum öðrum velþektu heimilisvélum, sem eg hefi haft undanfarið. — En alt á mjög lækkandi verði, svo sem: Davis saumavélar (stignar) Vertical, — reyndar hér á landi í 20 ár og án undantekningar ágætlega. — Crulmans prjónavélar 1. M. M., er hafa alt að 108 prjóna. JJvottavélar með tilheyrandi vindum. Olíugasvélar A. M. kveiklausar (2 gerðir). — Er taka öllum oliutækj- um, sem eg þekki, langt fram. — Oliugasvélar N. P., kveikvélar. Komkvamir fyrir heimili, handhægar á eldhúsborð. Beinakvamir fyrir heimili, fyrir handafl, nauðsynlegar á hænsa- heimilum. Fiskhausa- og beinakvamir, stórar og smáar, fyrir hand- og vélaafl. Brýnsluvélar — fyrir tól og vélaljái — fleiri teg., stignar og handsnúnar. Fóðurskera til að kurla með hálm og allskonar fóður. Skilvindur, sér í lagi 2 teg. (þó hverja sem vill). Strokka úr málmi, er mörgum lika vel. Og ennfremur umbúðapappír og pappírspoka, er eg sel á afarlágu verði til kaupfélaga og kaupmanna, og annara, er þeirra hluta þurfa. flllap innlendap vöpup leknap sem bopgun á allra hæslu gangvepði. Útvega alt þetta einnig kaupm. og kaupfélögum á heildsöluverði beint frá útiöndum. Allar þessar vélar eru nauðsynlegri kaupandanum en sem svarar sölu- arði seljandans. Menn ættu því ckki að fresta neitt kaupum þeirra lengur. Enda er verðið nú orðið hóflegt, og alt gert af seljandans hálfu sem unt er til að greiða fyrir viðskiftunum. Nánari upplýsingar þeim er óska. Stefán B. Jónsson, Reykjavík, 25. okt. 1922. (Hólf 315. Sími 521.). rétt, en ekki alment viðurkent, að pöntunarfélögin voru íslensk npp- fynding, en ekki eftirliking af nein- um útlendum félagsskap. Tilgangur- inn var hinn sami og i ensku félög- unum, en formið, deildaskipunin, kostnaðarverðsalan og fyrirfram- pöntun á vörum var alt sérkenni- legt fyrir íslensku pöntunarfélögin. 17. (bls. 20—21). B. Kr. kemur með 10 punkta, sem hann segir að Ben. Jónssyni hafi yfirsést í kaupfélags- málum. En hverju sætir það um villu B. Jónssonar, ef kenna á hon- um eða þakka skipulag K. þ., að þetta félag, sem á að vera bygt, að dómi B. Kr., á tíföldum misskilningi, er búið að standa í 40 ár, fæða af sér 40 önnur félög, sem mynda með sér Samband, sem innir af hendi innkaup og sölu fyrir tvo þriðju af öllum íslendingum. B. Kr. reyndi sjálfur á að vera kaupfélagsfor- sprakki fyrir sýslunga sína, Arnes- inga. Hvernig fór það? B. Kr. fór með sauði Árnesinga til Englands. Alt fór þar í handaskolum. B. Kr. rnisti alt verðið i umstang og kostn- að, og Árnesingar urðu að „gefa B. Kr. upp“, eins og íslandsbanki síld- argrósserunum. Að lokum kom B. Kr. hrakinn og hrjáður til einnar enskr- ar stórborgar, lenti þar fyrir rétti, og í löngum og leiðinlegum málaferla- þvælingi. Hafi Ben. Jónsson bygt á misskilningi, þá ber þó svo undar- lega við, að starf hans hefir bless- ast, og borið góðan ávöxt, en B. Kr. með allan þekkingarhrokann hefir farið lirakför eftir hrakför, fyrst í áðurnefndri sauðasölu, og síðan í bankanum. þar valt hann úr banka- stjórahorberginu og fram í forstof- una og húkti þar aðgerðalaus innan um þá, sem biðu eftir afgreiðslu, þangað til þingið sá aumur á lionum og gaf honum ellistyrkinn. þessar skýringar eru gefnar til þess að B. Kr. hætti sér ekki aftur út á þann hála ís að fara í mannjöfnuð við Benedikt á Auðnum. 18. (bls. 21). þar fer B. Kr. með ein stórósannindin enn, að ísl. sam- vinnumenn haldi því fram, að félög- in hér séu sniðin eftir ensku félög- unum, og ásakar þá, sem staðið hafa að Tímariti kaupfélaganna, fyrir að hafa ekki skrifað um samábyrgðar- leysi enskra kaupfélaga. Um uppruna ísl. félaganna er áður talað. Énginn maður hefir mér vitanlega haldið því fram ,að alt í ísl. samvinnufélögun- um væri lánað frá Englendingum. Vegna staðhátta er skipulag ísl. fé- laganna sniðið eftir ísl. staðháttum. í Englandi er samábyrgð óþörf. þess- vegna nota félögin hana ekki. þar má komast af með lága hlutafjárupp- hæð tii veltufjár. En hve mikið held- ur B. Kr. að mætti kaupa inn af ársforða handa meðal heimili á Is- landi fyrir 90 kr. veltusjóð, eins og hann tilfærir sem fyrirmynd? Hér verður þvælingur B. Kr. tóm endi- ieysa eins og endranær. Hinu gleym- jr B. Kr., að samkvæmt samvinnu- lögunum leggja öll ísl. samvinnu- félög, sem slarfa að innkaupum, 3% í stofnsjóð, sem er varanlegur veltu- fjársjóður. Sumir ísl. félagsmenn leggja í þennan sjóð árlega, eins mikið og B. Kr. þykir fyrinnynd að enskur samvinnumaður á samtals í hlutabréfum. Hvergi erlendis leggja samvinnumenn jafn mikið á sig til að eignast varanlegan veltufjársjóð, eíns og Sambandsdeildirnar hér á landi. þessvegna er það frámunalega heimskulegt af B. Kr. að halda að hann geti tortrygt íslensku félögin á því sviði. -----o---- Hlín, ársrit sambandsfélags norðlenskra kvenna, 6. ár, er ný- komið út. Fjölbreytt og skemti- legt aflestrar eins og áður. Framh. af 1. síðu. ráðherra og núverandi forsætis- ráðherra Sig. Eggerz. Sigurður lét >á skoðun uppi, að málið væri borið fram í öðrum tilgangi en látið væri í veðri vaka, af Pétri Jónssyni. par væri verið að marka nýja stefnu í viðskiftamálum. 1 svari sínu (Alþt. 1921, C, 297) segir hann: „Að eg hafi flutt þetta frv. í öðrum tilgangi, það hefir hv. þm. (S. E.) leyfi til að segja, ef hann þekti dæmi upp á slíkt frá minni hendi. Og eg ætla að biðja hann að nefna dæmi — eitt einasta dæmi — til þess, síðan eg kom á þing 1894, að eg hafi nokkurn tíma farið með undirferli eða siglt undir fölsku flaggi“. Af orðum ráðherrans er auð- skilið, að honum þykir með slíkri aðdróttun vera ráðist á heiður sinn. Og hann er þess hvergi var- búinn að verja hann. Sú aðdrótt- un, er hann þannig reis gegn, var þó hvergi nærri eins illkynj- uð eins og sú, sem B. Kr. réttir honum í gröfina. Pétur hlaut gegnum langa þingsetu alþjóðar- viðurkenningu fyrir strangheiðar- leik í stjórnmálum. Nú er hrafn sendur út af örk Mbl. til að kroppa bein hans. Á þingi 1921 reis hann sjálfur úr sæti til að verja heiður sinn. Hverjir rísa nú úr sæti til að skjóta skildi fyrir fallinn foringja? Verða það þeir menn, sem þóttust vera mestir vinir hans síðustu stundirnar, en sem nú standa saman um óhappa- manninn, er vinnur það fólsku- verk, að níða af honum æruna dánum? það er ilt geðleysi, sem kemur fram í því að samvinnu- menn margir þola engin harð- yrði sinna manna í garð andstæð- inga, en finst lítið til um, þó þeirra eigin forystumenn séu barðir brixlum lífs og liðnir. En yfir Pétur Jónsson er skot- ið skildi almennrar vitundar um það, að allar aðdróttanir í hans garð um fals í stjórnmálum, er æruþjófnaður og þjóðlygi. Orð Péturs og verk halda vörð um gröf hans. „Dagur“. ----o--- Bækur. Sigfús Blöndal: I s 1 a n d s k- Dansk Ordbog. Fyrri hluti. Rvík 1920—22. Stærð 480 bls. í stóru broti. Verð 85 kr. þetta er fyrri hlutinn af Jiinni miklu orðabók Sigfúsar Blöndals, sem hann hefir unnið að í mörg ár. Síðara bindið kemur út eftir 2—3 ár. Bókin er bæði yfir gamla og nýja málið og hefir aldrei ver- ið gerð jafn orðmörg bók yfir nú- tímamálið. Að bókinni hafa unn- ið með aðalhöfundinum kona hans, Björg Blöndal, Jón Ófeigsson og Ilolger Wiehe. þar að aúki hafa fleiri málsnjallir menn lesið hand- ritið yfir í próförk, þar á meðal Sig. Nordal og Guðm. Finnboga- son. Kostur þessarar bókar er það, að að henni hefir verið unnið með elju og atorku af mörgum vel hæfum mönnum. Frágangurinn að pappír og prentun er í besta lagi. Bókin er sérstaklega ódýr, enda verið lagt til hennar almannafé bæði danskt og íslenskt. Góð ný- ung er það, að bókin á sig sjálf. Andvirðið rennur í sjóð, sem kost- ar næstu útgáfu. Með þessum línum verður eng- in tilraun gerð að skrifa tæmandi ritdóm, heldur aðeins vakin eftir- tekt á bókinni. Hún hefir vafa- laust ýmsa galla, stærri og minni. Skal minst á tvo. Skrá fylgir yfir rit þau, sem talið er að hafi verið orðtekin. Er þar auðséð, að höf. hefir unnið mjög af handahófi, bygt á góðum rit- um og lélegum jöfnum höndum. Framburð er reynt að tákna mjög nákvæmlega, en lagður til grundvallar linmæli og latmæli, sem ekki eru notuð nema í viss- um hlutum landsins. Má það ekki standa ómótmælt, að framburðar- táknun orðabókarinnar er mjög villandi, einkum fyrir útlend- inga, sem ekki geta borið um málið af eigin reynd. Vafalaust verður bætt úr þessum mikla galla, þegar bókin verður gefin út í næsta sinn. Hafþór. Benedikt Björnsson: í s le n s k málfræði handa alþýðu- s k ó 1 u m. Akureyri 1922. Útgef. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Verð 2 krónur. Höf. þessarar bókar hefir lengi verið skólastjóri við bamaskól- ann á Húsavík og jafnframt haft unglingaskóla árum saman. Benedikt er orðlagður fyrir kenslu sína í íslensku, enda hefir hann lagt hina mestu alúð við það starf. Bók hans er, eins og þeir menn bjuggust við, sem til þektu, mjög ljós, fáorð, en þó efnismikil. Fyrsti aðalkafli er um orðflokkana, annar um beygingar, þriðji um raddstafi og samhljóð- endur, fjórði um beygingareðli orða, fimti um orðmyndun, sjötti um setningafræði, sjöundi grein- ingarreglur. það er spá mín, að bókin verði einkar hentug í ungl- ingaskólunum. Höf. leggur mikla áherslu á að nemendur læri vel að greina og þar næst að skilja eðli og myndun orðanna. Höf. hefir fáein málfræðisnýyrði. Er það ekki beinlínis sagt honum til hróss, því að aðrir, sem fyr hafa gert kenslubækur, hafa gengið þar alt of langt. Nýyrði Bene- aikts eru yfirleitt góð, en samt er ekki víst að þau ryðji eldri goðum af stalli. Kennai-i. -----o---- Dánarfregn. Látin er 14. þ. m. á heimili sínu Grund í Skorradal Petrína Fjeldsted systurdóttir Bjarna hreppstjóra Péturssonar á Grund og sonardóttir Daníels bónda Fjeldsteds á Hvítárósi. Petrína heitin var á þrítugs aldri, prýðilega vönduð stúlka og vel látin. Morgunblaðið furðar sig á því, að ekki skyldu vera nefnd einstök atriði um spamað í embættis- færslu ríkisins í grein um það efni í síðasta blaði. En blaðinu er það vel kunnugt, að Tíminn er marg- búinn að nefna einstök dæmi um þetta efni og var því óþarfi að endurtaka það. En það kemur ljóslega fram hjá Morgunblaðinu, að það hefir beig af því að far- ið væri að athuga embættaskip- Laugaveg 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lampa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Aðeins fyrsta flokks vörur. G-reið viðskifti. ,Valet‘-rakvélin er heppilegasta rakáhaldið, sem menn nota í heimahúsum. Slíp- ar blöðin sjálf, og er því ódýrust í notkun. Rollfix-slípivél til að slípa á Gilletteblöð, verð aðeins kr. 10,00, og Dux-slípivél kr. 8,00. Hefi einnig ágæta og ódýra rak- hnífa, verð frá 3—9 kr. Raksápu afaródýra o. fl. o. fl. tilheyrandi iðninni. Notið gott tækifæri. Vör- ur sendar gegn eftirkröfu. Virðingarfylst Sigurður Ólafsson. Rakarastofan í Eimskipafélags- húsinu. Ljósjörp hryssa, 7 vetra, mark: st. fj. fr. hægra, st. fj. aftan vinstra, vetrarafrökuð, jámuð, vökur og viljug, tapaðist um miðjan júlí síðastliðinn. Hver sem yrði var við þessa hryssu, er beðinn að gera aðvart Jóni Brynjólfssyni, Irpuholti í Villingaholtshreppi. unina, enda er sá beigur ekki ástæðulaus. Er það fyrirfram vitanlegt, að þá muni margt óþægilegt rifjast upp um ráðs- mensku gömlu stjórnarinnar, sem blaðið hjálpaði til að stritast við að halda í völdin ámm saman. — þá er sambúð blaðsins við sann- leikann að venju hneikslanleg er það sakar Tímann um hið hneiksl- anlega mikla mannahald við áfeng isverslunina. Hlýtur Morgunblað- inu að vera það vel kunnugt, að Tíminn hefir þegar tvisvar vítt það fargan alt mjög harðlega. Varnarrit gegn laumupésa Björns Kristjánssonar er nú ver- ið að prenta og kemur út í þess- ari viku. Augljóst mun það þá verða öllum þeim, sem ekki eru slegnir blindu kaupmenskunnar í málum þessum, að ekki stendur eftir steinn yfir steini af vaðli B. Kr. Eldur kom upp í húsi við Bald- ursgötu nýlega, en tókst að slökkva áður en húsið brann til kaldra kola. Mikið tjón varð af brunanum, því að mest var óvá- trygt er inni brann. Málverkasýning. Listvinafélagið opnaði málverkasýningu í gær í hinu nýja húsi sínu í Skólavörðu- holtinu. Ásgrímur, Kjarval, Jón Stefánsson, Guðmundur Thor- steinsson og fleiri málarar sýna þar nýjustu myndir sínar. Engin myndanna hefir áður komið á sýningu. Verður sýningar þessar- ar nánar getið síðar. Um áfengisvei-slun ríkisins verður enn rætt í næsta blaði. Svargrein frá Páli Vigfússyni til nemendanna á Vífilsstöðum kemur í næsta blaði. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.