Tíminn - 03.03.1923, Blaðsíða 2
12
TIMINN
eins og hann ætti að vera í jafn-
góðu landi. Eg vildi bæði dálítinn
vesturflutning Islendinga og heim-
flutning Vestur-lslendinga. En
eins og nú horfir við, tel eg óráð
fyrir eignaiitla menn að flytja
liingað, nema þeir eigi einhvem
„hauk í homi“ hér til hjálpar og
liðsinnis.
Jón Jónsson frá Sleðbrjót.
---------o----
Útflutningsverðlaun
á gráðaosti.
þeim mönnum er alt af að
fjölga meðal þjóðarinnar, sem sjá,
að þjóðarbúskapurinn stendur svo
höllum fæti, að til vandræða horf-
ir, og þá um leið, að aðeins tvö
ráð eru til að verjast voðanum:
Að auka útflutning og minka að-
flutning. það er því von og trú
manna, að yfirstandandi þing
geri meira en nokkuð þing áður
hefir gert til að örfa það, að þess-
um meðulum verði beitt. Á því
sviði, sem eg hefi beitt mér fyr-
ir — ostagerðinni — er hægt að
koma þessum báðum meðulum
við, þótt ekki verði nema í smá-
um stíl á næstu árum; því sá iðn-
aður er alveg nýr í landinu. En
það er hægt að búa til hér alla
þá osta, sem landið' þarf, og spara
með því alt að 14 rnilj., 0g auk
þess að flytja út fyrir hundruð
þúsunda eða jafnvel miljónir á ári
hverju.
I þinginu er þegar komið fram
frumvarp um útflutningsverðlaun
á Gráðaosti, og er þar sannarlega
spor stígið í rétta átt. Gráðaost-
urinn er sú eina tegund osta, sem
við getum staðist samkepni með
á erlendum markaði. En sú sam-
kepni er okkur líka auðveld, vegna
þeirrar sérstöku aðstöðu sem við
höfum, bæði til að framleiða
sauðamjólkina og búa til gráða-
ostinn.
Til að sanna, hve mikinn hagn-
að þjóðarheildin getur haft af
gráðaostagerðinni, skal eg taka
dæmi með 2 þúsund ær. Annað
þúsundið gengur með dilk, en
hinu er fært frá, og mjólkar ærin
40 lítra yfir sumarið.
A. mjólkurær:
900 hagalömb, kjöt
og gæiur 15 kr. st. kr. 13,500,00
8000 kg. ostur á 3
kr. kg............— 24,000,00
Samtals kr. 37,500,00
B. dilkær:
990 dilkar, kjöt og
gærur 20 kr. st. . . kr. 19,800,00
Mismunur kr. 17,700,00
pað er þá fyrir kr. 17,70, sem
hægt yrði að flytja út meira af
afurðum eftir hverja á, með nú-
gildandi verðlagi, með fráfærum
0g ostagerð.þá má hæglega reikna
hve miklu það munaði, ef alment
yrði hægt að notfæra sér afurð-
irnar á þennan hátt. Að vísu er
ekki nema nokkuð af þessum
hagnaði sem rennur í vasa bænd-
anna, en það eykur vinnu í land-
inu, og hjálpar þjóðarbúinu að
geta staðist. það er stærsta at-
riðið og það atriðið, sem nú verð-
ur mest að líta á. Áætlun þessi er
engir loftkastalar, því víða er
minni mismunur á hagalömbum
og dilkum, en hér er áætlað. Og
mjólkurhæðin sumstaðar helm-
ingi meiri. Umbúðimar dreg eg
frá í báðum liðunum, því þær
verða altaf aðkeyptar.
50 aurar á kg. ætti að vera
nægileg upphæð til að jafna á
móti óhöppum, sem altaf koma
fyrir að nokkru leyti, þegar óþekt
vara er boðin á markaðinum, og
til að greiða sérstakan kostnað
við sölu og auglýsingar erlendis.
Ef til vill verður afgangur til
að draga úr reksturskostnaði, sem
altaf hlýtur að verða hærri fyrst
í stað, en þegar fram í sækir. /
Styrkur miðaður við kg. fjölda
af útfluttum úrvalsosti er réttasta
og einfaldasta leiðin til að örfa
framleiðsluna og vöndun á vör-
unni. En það aftur' opnar leiðina
að tryggum markaði í framtíð-
inni. Lög þessi eru smðin aðeins
til eins árs, og það er líka heppi-
legt, þótt auðvitað verði að fram-
lengja þau, að einhverju leyti. En
sennilegt að styrkurinn megi
lækka eitthvað strax á næsta ári,
og svo fara smálækkandi, og þá
þarf ef til vill líka að ákveða nán-
ai- um skilyrðin til að hljóta hann.
það er von mín, að þingið
bregðist vel við þessu máli, því
bændur eru ekki færir um að
koma því í farsælt horf án að-
stoðar þess opinbera. Og það er
ekki réttlátt að knýja einstaka
menn til að gera tilraunir fyrir
heildina, þó að þeir sjálfir hafi
hagnað af því eftir á líka.
Svo er mjög hætt við, að ef
þingmenn ekki geta fallist á þær
skoðanir, sem liggja til grundvall-
ar frumvarpinu, þá slái það svo
miklum óhug á bændur, að þelr
alveg gugni við áframhaldið.
Jón Á. Guðmundsso.11.
---0---
Guilkvömin.
Ósköp fellur mér það illa, að Tím-
inn og Dagur skuli tala með virð-
ingarleysi um annan eins mann og
Bjöm Kristjánsson. það er eins og
annað á þessum vondu tímum, að
enginn ber neina respekt fyrir kristi-
legu hugarfari og vönduðu líferni.
þeir sem prédika fyrir fólkinu kær-
leiksríka breytni og ærlegheit, eins
og Björn gerir, eru hvað mest hædd-
ir og spottaðir fyrir sín góðu skrif,
en hinum sungið lof í lófa, sem taia
og skrifa eins og spiftri kynslóð
þessa tíma líkar.
Eg er ekki til þess fær, þótt eg
feginn vildi, að verja B. Kr. eða skrif
hans fyrir þeirri háðulegu meðferð,
sem hann má nú daglega sæta i blöð-
um og tali manna á milli. Og þess
gerist heldur ekki þörf. það mun
sýna sig, þó seinna verði, hvort rit
lians og aðvörunarhróp til þjóðar-
innar eru ekki orð i tíma töluð.
En mig langar til að vekja athygli
á einum punkti, þar sem mér finst
Björn ekki hafa alveg rétt fyrir sér.
Hann hatar allan þennan nýmóðins
sósíalisma, sem er að grafa um sig
hér í okltar friðsama þjóðfélagi og
það finst mér von. þessir sósíalistar
skilst mér helst að vilji láta ríkið
annast rekstur allra fyrirtækja og
það kann ekki góðri lukku að stýra,
svona alment skoðað. En samt held
eg að ríkisrekstur sé stundum ekki
lakari en einkafyrirtæki og jafnvel
albestur í sumu falli. Einimttt þar er
B. Kr. sjálfur besta sönnunin.
þaö má líta svo á, að B. Kr. hafi
framan af æfinni verið rekinn sem
einkaíyrirtæki, ef svo mætti að oi’ði
komast, en ríkisrekstur byrjar á hon-
um síðar. Hann hefir áður fyrri starf-
að upp á eigin reilcning, og þá held
eg að þjóðfélagið hafi elcki þénað
neitt teljandi á hans miklu gáfum og
ærlegheitum. Hvernig átti það lika
að vera, á meðan maðurinn eyddi
starfskröftum sínum við búðarversl-
un; sleit sér út við að selja fólki
skóleður, sútaða bjóra og annað
slíkt. það er ekki von að þjóðin hafi
mikla eftirtekju af slíku, því nátt-
úrlega varð maðurinn fyrst og fremsi
að hugsa um að þéna eitthvað sjálfur.
Alt öðru máli er að gegna nú, sí^
an ríkisreksturinn á B. Kr. byrjaði.
það kann að þykja' óviðfeldið að
Hvernig
leggjum við í búið?
þetta er alvarleg spurning og
þýðingarmikil nú á tímum, þar
sem ekkert getur bjargað okkur
annað en ítrasta sparsemi og hag-
nýting landsins eigin gæða. At-
hugið verslunrskýrslumar ræki-
lega. þar er þjóðarbúið gert upp
með skýrum tölum. Tvent er sér-
staklega áberandi.
Eyðslan og athafnaleysið tekur
höndum saman. Tökum síðustu
verslunarskýrslur, 1919: Matvæli
úr dýraríkinu eru flutt inn fyrir
1,700,000 kr., þar af er niðursoð-
inn fiskur 108 þús., smjörlíki 556
þús., og niðursoðin mjólk 650 þús.
Garðávextir og aldini gleypa
114 milj. kr., þar af kartöflur
nærfelt l/> milj. kr. Með almennri
framtakssemi ættum við að geta
dregið strik yfir þessar tölur að
mestu leyti. það er óskaplegt að
fíytja inn niðursoðinn fisk, mjólk
og kjöt, og sama má segja um
ost, smjör, smjörlíki og kartöflur.
Landbúnaðurinn verður að herða
sig og fullnægja matarþörf lands-
búa, að öðru en sjóföngum.Hjálpa
mætti honum með verndartollum,
þegar skriður er kominn á fram-
leiðsluna.
Nýlenduvörurnar eru rúmar 9
milj. kr., þar af er sykur, krydd
og sagogrjón um 4 milj. Sykur-
eyðslan er gífurleg. 3,400,000 kg.
eða 35 kg. á nef á ári, en það er
sama sem 15—20 molar á dag. —
5 milj. sem eftir eru, eru mest-
megnis óþarfi og illur vani. Ætti
að draga úr þeirri eyðslu með inn-
fiutningshöftum og háum tollum.
Drykkjarföng áfeng og óáfeng
eru 650 þús. Enginn veit hvað
þessi liður er í raun og veru hár,
en vafalaust er hann ekki undir
1 milj. kr. Hér er það siðferðis-
ástand þjóðarinnar, sem mestu
ræður um þennan lið.
Vefnaðarvörur eru fluttar inn
fyrir fullar 9 milj. kr. þar af er
baðmullarvefnaður réttur helm-
ingur. Á sama tíma fluttum við
út efni í tóvöru fyrir fullar 7
milj. kr., en þá var meðalverð á
hvítri vorull fullar 5 kr. kg. Við
viljum heldur kaupa rándýr, skjól-
laus, endingarlaus baðmullarföt,
en vinna dúka og prjónles úr ull-
inni okkar.
Skófatnaður,sútuð skinn og leð-
ur var flutt inn fyrir fulla 1 milj.
kr. Skinnaverkun þekkist ekki í
Skilagrein.
Hen'a Ástvaldur Gíslason lýsti
því yfir skömmu fyrir jól, að
hann væri hættur að eiga við mig
í ritdeilum, sökum þess hve
ósanngjarn eg væri. En sú yfir-
lýsing hans var reyndai' ekki ann-
að en þetta gamla bragð, er sum-
ir menn nota, er þeir eru komnir
í klípu, og vita ekki hvernig þeir
eiga- að greiða úr þeim flækjum,
er ógætni þeirra og klaufaskapur
hefir komið þeim í.
En svo voru jólin ekki gengin í
garð, áður en Á. G. virti þessa
yfirlýsingu sína vettugi, eins og
svo margar aðrar yfirlýsingar sín-
ar og ummæli, er hann hefir „lát-
ið á þrykk út ganga“.
Eg hefi ekki getað sent hr. Á.
G. skilagrein fyrir síðustu send-
ingu hans fyr en þetta. Er það
sökum þess, að dráttur varð á út-
komu blaðsins.
Hið fyrsta er hr. Á. G. gerir,
er hann tyllir sér niður og tekur
pennann, er að eigna mér tvo reið-
skjóta, uxa og asna, er hann sjálf-
ur hafði komið með sunnan frá
þjóðverjalandi með miklum erfið-
ismunum. Hafði hann fengið þá
að láni hjá manni nokkrum, er
Otto Funcke hét.
þegar er Á. G. sá sér ekki ann-
að fært en að komast á bug við
landinu. Fleygjum skinnunum frá
okkur oft fyrir smánarverð. Vilj-
um heldur ganga á háum tréhæl-
um og pappasólum — enda geng-
ur nú margt á tréfótum.
Sápu getum við sjálfir búið til,
en kaupum samt fyrir fulla 1/2
milj. kr.
Svona mætti lengi halda áfram.
Stóriðnaður þekkist nálega ekki,
þrátt fyrir fossana okkar. Heim-
ilisiðnaður í kaldakoli, þótt ótelj-
andi séu verkefnin, og aðalat-
vinnuvegirnir bera sig ekki, og
geta ekki kept við sambærilegan
útlendan. Hvað veldur þessu
hörmungarástandi ? Að nokkru
leyti óáran og dýrtíð, en aðallega
iðjuleysi, fákunnátta og eyðslu-
semi. I bæjunum er fjöldi fólks
aðgerðalaus árið um kring, ómag-
ar. En afurðirnar, sem fengnar
eiu með ránbúskap, eru sendar
óunnar úr landinu.Fjöldi fólks vill
aðeins vinna lítinn tíma úr árinu.
þá eru allar kröfur svo hóflausar,
að ekkert ber sig. Hinn tímann
er eytt.
þjóðin virðist fljóta sofandi að
feigðarósi.
Lækning: Ilarðstjóm og þegn-
skylduvinna. Annai-s verður það
hungrið, sem kennir naktri konu
að spinna. X.
....U--* *
Frá Canada.
Tíðin hefir verið óvenju mild í
haust og það sem af vetri er lið-
ið. Nýkomið akfæri. Nyrðri vötn-
in lögðu óvenjulega seint, og hef-
ir það hindrað fiskiveiðar. Við-
skiftakreppan batnar lítið. Ríkið,
fylkin, sveitarfélög og einstakl-
ingar verða að láta bíða betri
tíma flestallar nytsamar fram-
kvæmdir vegna skorts á pening-
um. Skattar svo háir, að flestir
viðurkenna, að ekki sé á þá bæt-
andi. — Nú er verið að búa und-
ir nýja innflutninga-herferð, og
blöð og agentar syngja nú lof um
Canada. Margt af því satt, hvað
landið snertir, því Canada er gott
land. En þjóðarhagurinn virðist
mér þannig, að eg mundi ekki
ráða íslenskum vinum mínum til
að flytja hér vestur, á meðan ekk-
ert ráknar úr til betra með við-
skiftalífið og atvinnumál. Nógu
margir hér vinnulausir, og til
byrði bæj arfélögum. — þér vitið
af orðum mínum áður, að þetta
er ekki sagt af því, að eg sé á
móti því, að Islendingar flytji
hingað, þegar þjóðarhagurinn er
helvítis- og útskúfunarkenning-
una, hafði hann báða þessa far-
arskjóta til reiðar. En hann þorði
ekki að neita þessum kenningum
upp á sitt eindæmi. Fyrir því bar
liann Funcke fyrir sig og kvaðst
taka undir með honum, þar sem
hann segir, að það væri uxi, er
vænti þess ekki, að menn gætu
iðrast eftir dauðann, en asni, sem
kendi það.
En nú vill hr. Á. G. gera mér
það vinarbragð að setja mig upp
á asna þennan, er hann fékk hjá
Funcke sáluga. Er sem hann vilji
láta mig halda innreið mína í
borg sinna eigin kenninga, er
hann sjálfur er hlaupinn úr. Er
hann manna vísastur til að breiða
fáein Bjarma-blöð á götu mína. —
Annars er honum venjulega illa
við sínar eigin skoðanir, enda er
honum það ekki láandi. þær hafa
iðulega gert honum glennu og
komið honum í bobba. Vera má
þó, að ýmsum þyki honum farast
illa við þær, þegar þess er gætt,
að hann lifir á þeim andlega
beinlínis og óbeinlínis líkamlega.
En hvað á maðurinn að gera, þeg-
ar sýnt er fram á, hve fáránleg-
ar þær eru og óverjandi.
Nú vill hann fyrir hvern mun
að þessi setning Funcke gleymist.
Er hann kominn á þá skoðun, að
ekki muni álit gömlu guðfræðing-
anna vaxa mjög í augum almenn-
ings, ef þeir ættu að heita and-
legir uxar, ef þeir tryðu útákúfum
ai' kenningunni. pá er hitt ekki
glæsilegra að láta þá heita asna,
ef þeir brytu að einhverju leyti í
bág við hana. En þessi hefðar-
heiti hlytu þeir, ef einhver tæki
mark á „stóradóm" þein-a Otto
Funcke og Ástvaldar Gíslasonar.
Hyggilegra væri Á. G. að hvika
ekki svo ört frá kenningum sín-
um, að hann sjái ekki fótum sín-
um forráð. Allur þessi flótti hans
frá útskúfunarkenningunni kom
til af því, að eg mintist á það,
að hann hefði verið á sama máli
og Höfðabrekku-Jóka. þótti hon-
um auðsjáanlega minkun að því,
að almenningur vissi, að þau ættu
samleið í trúarefnum. Tók hann
þann kostinn að afneita heldur
þessari kenning-u sinni, þótt hann
hefði hamrað hana fram í mörg
ár, en að fylgja Jóku að málum
í trúarefnum.
Ennþá er hr. Á. G. að minn-
ast á Sundar Sing. Er því líkast
sem eg hafi gert eitthvað mikið
á hluta þess manns. Vera má að
eg hafi gert það, með því að eigna
honum skoðun þá, er Bjarmi eign-
aði honum. Bjarmi var eina heim-
ildamt mitt, og verður ritstjóri
hans að afsaka, að eg hélt að
hann mundi ekki hafa verið að
eigna Sundar Shing skoðun, er
honum ef til vill hefir aldrei í
hug komið. Annars mundi það
vera nægilegt verkefni ritstjóra
Bjarma eitt ár eða tvö, að koma
einhverju samræmi á skoðunum
þeim, er hann birti eftir Skat-
Hoffmeyer prest, er hann kvað
djöfulinn gæti hafa skapað heim-
inn, og skoðun Sundar á þeirri
blindni. það vill svo vel til, að
Sundar Shing minnist á slíka
menn. Kveður hann þá vera sem
fávísa menn, er dæma. um hálf-
smíðað hús, eða listaverk í smíð-
um. Segir hann að; þeir muni
skammast sín fyrir heimsku sína,
er þeir sjá listaverkið fullgert, og
verða þá að lofa það, er þeir áð-
ur löstuðu. Ilver veit nema Sund-
ai' Shing hefði tekið duglega of-
an í sr. Hoffmeyer, ef hann hefði
verið hér og skilið hann, þegar
hann mataði hina trúuðu Reykvík-
inga á þessu góðgæti héma um
árið.
Ekki treystist Ástvaldur Gísla-
son að segja, hvar þeir muni vera,
hinir framliðnu menn, sem iðrast
eftir dauðann, eða eiga kost á að
iðrast. þeir eru hvorki í himna-
ríki eða helvíti. En hvar eru þeir
þá? spyr eg einu sinni enn. Hr.
Á. G. vill vísa spurningunni til
kvers Helga lectors Ilálfdánarson-
ar. En til hvers er það? Allir
vita, að Kverið er þannig úr garði
gert, að það getur ekki svarað
þessari spurningu. Höfundur þess
gat það auðsjáanlega ekki. Hann
hafði að líkindum enga hugmynd
um, hvemig ætti að svara henni,
og fer því kænlega í kringum
hana. Á. G. treystist og ekki að
svara henni. Er liann hræddur við,
að hann lendi annaðhvort í hreins-
unarelds-hugmynd kaþólskra
manna, eða á öðrum stigum til-
verunnar, sem bæði spiritistar og
guðspekingar hafa frætt menn
um. Er hann því líkastur kríu, er
veifar vængjunum í sífellu til
þess að halda sér kyn-i í lausu
lofti. Vil eg ennþá skora á hann
að segja skýrt og afdráttarlaust,
■hver er skoðun hans í þessum
efnum. Eru framliðnir menn í
himnaríki eða helvíti eða á ein-
hverju þriðja stigi tilverunnar,
meðan beðið er eftir því, að þeir
iðrist synda sinna? Hér duga eng-
in undanbrögð. það er og ekki til
neins að vitna til mín. Eg veit
vel hver er skoðun mín í þessum
efnum. Hvað kennir kirkjan hér
um? Almenningur á heimting á
að heyra svar hennar skýrt og
afdráttarlaust. Svari hún ekki
eða hr. Á. G. fyrir hennar hönd,
vita allir, að það er af getuleysi.
En til hvers er slíkum mönnum
að vera að tala um annað líf, er
hafa enga hugmynd um það, sem
þeir þora að láta koma fram fyr-
ir almennings sjónir?
Svo var eitt atriði. Hr. Á. G.
er ofurlítið kotroskinn yfir því,
að hann gekk svo illa frá ummæl-
um Bjarma og illmælum um
miðlana, að ekki var unt að sjá,