Tíminn - 03.03.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1923, Blaðsíða 4
14 T 1 M I N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. PHT Islenskir dúkar klæða Islendinga best. Klæðasmiðjan Aiafoss, P. t. Reykjavík. Tóm steinolíulöt utan af landi kaupum vér á 8 krónur hingað komin, gegn greiðslu við móttöku (með póstkröfu). Hér í bænum kaupum vér fötin sama verði, sækjum þau til selj- anda og greiðum andvirðið samstundis. Hringið í síma 262. H.f. Hrogn & Lýsi, Reykjavík. Aðalumboðssölu á Ferðatöskur, fleiri teg. frá kr. 18.00 uppí kr. 55.00. Skjalamöppur úr góðu skinni frá kr. 16.00. Seðla- veski, töskur og buddur í afar- miklu úrvaii. Bakpokar vatnsheldir, einkar hentugir fyrir slcólabörn og ferðamenný'frá kr. 3,90.‘ Pyrirspurnum svarað” um liæl. gegn eftirkröfu. TT i AlCsent Bsm.-**■*..** Alþíngi. Við starfsmannakosningar í þingbyrjun kom í Ijós, að flokk- arnir voru þrír á þingi. Fram- sókn hafði 15 flokksmenn fasta og einn í kosningabandalagi (B. Hallsson). Moggadótið var líka 16, þar með talin Ingibjörg H. Bjarnason, eftir því sem enn hef- ir reynst. Sjálfstæðisflokkurinn hafði 9 atkvæði, þversummenn gamlir 6, og langsum þrír (M. P., M. J. og Jak. Möller). Jafnaðar- menn hafa einn (Jón Baldvins- son). Af þessum þrem flokkum er sjálfstæðið lausast fyrír. Bjarni frá Vogi og sumir með honum fylgja oftast að málum Mogga- dótinu, énda hefir Mbl. talað með samúð um Bjama, og hörku Tím- ans gagnvart honum, líklega að birta skýrslu hans frá 1920. Aft- ur á móti lítur út fyrir að Ben. Sveinsson, Pétur í Hjörsey o. fl. eigi venjulega samleið í aðalmál- um með Framsókn. Ennfremur er bersýnilegt, að mikilvægur eðlismunur er milli Framsóknar annarsvegar, og beggja hinna flokkanna. Fram- sókn kemur fram sem heild bæði í sókn og vöm, bæði við að rífa niður það sem skaðlegt er, og til að byggja upp framtíðarhag landsins. Hinir flokkamir geta tæplega átt samleið innbyrðis nema í neikvæðum efnum. Um flest nýmæli mun erfitt að sam- eina stefnu hinna einstöku full- trúa. En sá munur er þó á þeim tveim flokkum, að Moggadótið styðst við þá sem verið hafa efna- menn í bæjunum, og alla andstæð- inga samvinnufélaganna. En sjálf- stæðið lifir eingöngu á sög-uleg- um endurminningum. Við forsetakosningu í Samein- uðu þingi vann M. Kr. (16 atkv.), Jóh. Jóh. fékk 15 (Vigurklerkur var veikur), og Bjami frá Vogi 9. Einn seðill auður. Við úrslita- kosningu skiluðu sj álfstæðismenn ailir auðum seðlum. Ef Vigur- klerkur hefði veríð á þingi, myndi hafa orðið hlutkesti milli M. Kr. og Jóh. Jóh. Við þessa atkvæða- greiðslu fékk M. Guðm. tvö atkv. í fymi skiftin frá Jóh. Jóh. Er álitið að það hafi verið Jón á Reynistað og Ottesen. Bendir það á, að ekki séu þeir allskostai ánægðir af samfélaginu við B. Kr., Proppé o. s. frv. í neðri deild kusu allir Fram- sóknarmenn Ben. Sv. sem forseta, og fékk hann mikinn meiri hluta. En í efrí deild var Halldór Steins- son kosinn með 7 atkvæðum, Guðm. Ólafsson fékk 5. Tveir seðlar voru auðir. það hafa menn þar fyrir satt, að Hjörtur muni hafa kosið með kaupmannaflokkn- um, en S. E. og K. E. skilað auðu. Framsókn stóð með sínum manni, en tapaði kosningunni. þessari glímu lauk þá svo, að hver af þessum þrem flokkum fékk einn forseta. Framsókn vann upp á eigin spýtur í Sameinuðu þingi, hjálpaði sjálfstæðinu til að vinna í neðri deild. Hinsvegar studdi sjálfstæðið Moggadótið til valda í efri deild. Mbl. hefir eitthvað gert til að mynda nýjan flokk, þ. e. ná Bjama og einhverjum fylgifisk- um hans úr sjálfstæðisbrotinu, til að setja Framsókn í algerðan minni hluta. Mun meðferð mála í þinginu skýra þá hreyfingu. Bandliður milli Bjama og Mbl. er alltraustur, þar sem er íslands- bankamálið. Hafa báðir þar sam- eiginlegar syndir að verja: Töp- uðu skuldimar, miljónagjafimar, útkaup Tofte á 70 þús. danskar. Bjarni leggur til í sambýlið skýrslu sína og þær 4—6 þús., sem hann fékk fyrír þann lyfseðil. Frá sjónarmiði samvinnuflokksins er æskilegt að þessi félagsskapur andstæðinganna verði sem fyrst fullgerður og heyrin kunnur. Við eitt af stjórnarfrumvörp- unum brá flestum aðkomnum þingmönnum heldur í brún: Fjár- aukalögin frá tíð J. M. og M. Guðm. Miljónaeyðslan þar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fáum hafði komið til hugar að átrúnaðargoð skagfirskra stór- bænda hefði látið svona mikið eft- ir félaga sínum, Jóni Magnússyni: Að taka á tveim ámm 13 miljón- ir að láni, 10 erlendis, þrjár inn- anlands, og þar að auki skilja svona við fjárhag landssjóðs. Marga þingmenn mun fýsa að fá skýrslu um meðferð fyrverandi stjórnar á öllu þessu fé. Fyrri daga síðustu viku lagði Sig. Eggerz fram í Nd. frumvörp sín um sameiningu sýslumanns- embætta og niðurlagningu biskups og landlæknis. Var þeim fi-umvörpum vísað til nefnda, eftir langar umræður. Magnús. dócent og Vigurklerkur vörðu biskup. Taldi Sig. St. bisk- upsembættinu til gildis að á ofur- veldistímum kaþólsku kirkjunnar hér á landi hefði kirkjan verið þjóðleg og staðið móti erlenda valdinu. Eftir sömu reglum væru refirnir, sem sleppa úr girðing- um þessa heiðursklerks, bestu verndarar sauðanna við Djúpið. Meirí sögufölsun hefir sjaldan heyrst en þetta, að Rómakirkjan, sem var og er í eðli sínu og öllu skipulagi, alþjóðleg stofnun, en um leið óþjóðleg, hafi hér á landi á 14. og 15. öld verið þjóðleg. Atvinnumálaráðherra sýndi með sögulegum rökum fram á fáfræði klerksins. Er því líkast sem Sig- urður gangi í bamdómi. Jón á Reynistað gekk hart fram móti sýslumannafrumvarp- inu og vildi þar engan sparnað þola á því sviði. Yfirleitt er það einkenni sumra þeirra, sem mest telja sér sparnaðinn til gildis, að þeir vilja spara embætti í öðrum kjördæmum en ekki heima fyrir. Áskorun hefir þinginu borist frá alt að 20 kjósendum í Skagafirði, þar sem þeir skora á þingið að veita Einari Jónssyni og Helga Péturss viðunanleg laun. Ekki hafa þingmenn Skagfirðinga enn tekið afstöðu til þessa máls opin- berlega. Bjami frá Vogi gengur móti öllurn þessum samsteypufrum- vörpum, með öðrum „spamaðar- mönnum“. Hefir slegið í brýnur milli hans og Sig. Eggerz út af þeim málum. Sennilega verða öll sparnaðarfrumvörp stjórnarinnar drepin í Nd. Má kenna þar um tvennu: Áhrifum Mbl.flokksins, og í öðru lagi að frumvörpin gengu ekki nógu langt. Ef em- bætti er óþarft, á að leggja það strax niður, en ekki kosta þar menn 20—30 ár, aðeins til að landið veiti þeim atvinnu. Bjami frá Vogi og Jakob Möll- er flytja frumvarp um nýtt gjald- eyrislán, nokkrar miljónir. Senni- lega munu þingmenn tregir að steypa meiru í Islandsbanka. Og hvað á nú að veðsetja, þegar toll- tekjurnar eru fastar hjá Enskin- um? Jón Baldvinsson hreyfði mót- mælum gegn gengislækkuninni sem E. Claessen hefir mestu ráð- kortnm herforin.gjará.ðsms af íslandi, hefi eg nú fengið. Verða ávalt fyrirliggjandi. Sendi þau hvert á land sem vill með póstkröfu. Verð 2 kr. blaðið. Ársæll Árnason, Reykjavík. ið um, og sem veldur nú almennri verðhækkun á allri verslunai'vöru. Urðu tveggja daga umræður. M. Kr. hélt fast fram hinni gömlu pólitík samvinnumanna, að með því að hafa skipulag á meðferð gjaldeyrisvörunnar, mætti stöðva gengið, og síðan rétta það við. Niðurstaða hefir engin orðið, enda þarf tvent til: Að Islandsbanki verði látinn setja hagsmuni lands- ins ofar en hagsmuni hluthaf- anna, og að andvirði afurðanna lendi ekki í óendanlegu gengis- bralli milli Coplands og þeirra, sem innflytja „skranið“. Ræða fjármálaráðheiTa, sem Tíminn birti síðast, hefir vakið mikla eftirtekt, af því þar er ljóst heildaryfirlit um hag landsins. Sést þar hversu skuldir landsins hafa safnast óhemjulega á veld- istíma þeirra Jóns og Magnúsar, 1920—21. Tilraun sú, sem gerð var í fyrra, að fella þessa eyðslu- menn, hefir að því leyti lánast vel, að núverandi stjórn hefir tek- ist að stöðva skriðuna og látið eyðsluna fara eftir getu. Um margt annað í frammistöðu stjóraarinnar má deila, en stöðv- un skuldafargansins var þýðing- armest af öllu, sem landsstjórnin gat gert. Magnús Guðmundsson kemur með stjómarskrárbreytingu, um að þing verði annaðhvort ár og fækkun ráðherra. Tíminn mun fyrst og mest hafa barist fyrír þingi annaðhvort ár allra blaða hér á landi, og mun ýta á það mál eftir mætti, að fram nái að ganga, og ekki fylgja fordæmi M. G., sem snérist í fyrra móti sín- um fyrri skoðunum um lands- verslun, og nauðsynleg verslunar- höft, af því að Framsókn bar það mál fram. Annars er þessu nauðsynlega nýmæli um fækkun þinga mest hætta búin af því, að mótstöðumenn fækkunarinnar byrji að rífa upp alla stjórnar- skrána og skapi þar með þann glundi'oða, sem eyði málinu. Efri deild hefir haft stutta fundi og fá verkefni. Flest hin stærri mál koma til Nd. Er það ein sönnun þess, að betra væi'i að hafa þingin færri en þá lengri, ef með þyrfti, að bæði sparast f erðakostnaður, og . vinnubrögð yrðu betri. Fossamálið kom til efri deildar og er J. M. formaður nefndar, er urn það fjallar. Vatnsránið mun þar vera í minni hluta. En í Nd. bíða Bjai’ni og Jón þorláksson eins og tvö lítil Ijón, reiðubúin að tefja málið, svo að enn vei’ði tæki- færi að eyða að óþörfu tírna í málið í sjötta og sjöunda sinn. þingmannafrumvörp eru fá enn þá. J. J. hefir borið fram þrjú: Eitt um gráðaost, að í næstu 2 ár megi veita 5000 kr. til að verðlauna útfluttan gráðaost í næstu tvö ár, alt að 50 aura hvert kg. pingeyingar hafa með styrk kaupfélagsins haldið uppi sam- vinnu-ostabúi síðastliðin tvö ár, en skaðast á tili’auninni bæði ár- in. Myndu þeir ekki halda áfram stuðningslaust, og félli þá þessi vísir til ostagei’ðar niður fyi’st um sinn. Málið fær fremur góð- ar undirtektir í deildinni. Annað frv. er um íþróttasjóð Reykjavík- ur. Á hann að fá í tekjur 20% af tekjum íþróttasýnnga í Rvík. Sjóðnum skal varið til að byggja sundhöll við Rvík. Leiða þangað heita vatnið úr Laugunum og sjó- vatn í eina sundþi’ó eða tvær. Sýndi ræðumaður, að þessi að- gex’ð myndi bæta heilsu og lengja líf höfuðstaðarbúa, og þeir væru i/5 allra landsmanna. Auk þess væi’i jafnan mikill fjöldi annara íslendinga langdvölum í Rvík, og myndi sundhöllin þannig ná til all- mikils hluta þjóðarinnar. Var þetta fyrsta ræða J. J. í þing- inu. Jón Magnússon ýfðist við þessa tillögu. Er auðséð, að hann gerist nú gamall og þungfær í hugsun. Mun lítils að vænta af honum hér eftii’, nema silakepps- legrar mótstöðu gegn öllum fram- i'örum. * ----o---- Morgunblaðsfloklmrimi og „Esjan“. Stjórnin hefir skírt hið nýja sti’andfei’ðaskip. Heitir það „Esj- an“. þau býsn hafa orðið í sam- bandi við skip þetta, að kaup- mannadótið í bæjunum hefir spunnið upp heilan hóp af ósann- indasögum um það, sem jafnóð- um hafa verið reknar ofan í höf- undana. Og ástæðan er sú, að all- ir vita að Esjan hefir tiltölulega betra 2. farrými heldur en nokk- urt annað skip, sem siglt hefir hér við land. par eiga að vei’a um 100 rúm, góð loftræsting og aðbúnaður sæmilegui’. þetta svíð- ur oflátungum þjóðfélagsins, sjálf- ir vilja þeir fai’á á fyrsta far- rými. En hinum efnaminni hluta þjóðarinnar ætla þeir lestina fyrir farkost, innan um tunnur og kassa, karlar, konurtog böi’n, veikt og heilbrigt fólk aðhlynningar- laust. þar sem svín eru flutt á skipum milli landa, er langtum meira hugsað um heppilega að- búð þeim til handa, heldur en „fullveldis“- og peningahetjurnar unna borgurum hins svonefnda ís- lenska í’íkis. Á fjölmennum fundi sumi’a kjósenda hér í bænum, réðist Jón kaupm. porláksson á Framsókn- arflokkinn fyrir að hafa ráðið því að Esjan væi’i fyrst og fremst fai-þegaskip, en lítið lestarrúm. Taldi hann þetta vísa leið til mik- ils tekjuhalla á útgerðinni. Jón Bergsveinsson fór í sömu slóð. Kallaði Esjuna „luksusskip“ o. s. frv. Vinir J. p. myndu hafa unnað honum betra hlutskiftis. Óviljandi kemur hann þeim heiðri á Fi’am- sókn, að hún hafi beitt sér fyrir að afnema lestarflutninginn ill- ræmda, sem auðvirt hefir íslensku þjóðina heilan mannsaldur. þetta er satt. En það dregur þó ekki úr heiðri núverandi stjórnar, sem samdi um smíði Esjunnar. Hún vildi að skipið væi’i gott mann- flutningaskip. En hún studdist í því efni við ótvíræðan vilja Fram- sóknai’. Enn hörmulegri verður úti’eið J. p. í útreikningum hans um fjár- hagslegt gildi lestarrúms og far- þegarúms fyrir útgerðina. Hann (hefir ekki einu sinni spui’st fyrir íxm reikninga Stei’lings. Af hverju fékk það skip mestar tekjur? Af farþegjaflutningi. Á hverju skað- aðist það skip? Á tóma lestar- •vnpiino Harmonikur: Einfaldar frá kr. 18.00—kr. 34. Tvöfaldar (ítalskar ’ og þýskar frá kr. 36.00). Þrefaldar frá kr. 125.00—200.00. Ski’ifið! — öllurn fyrirspurnum svarað. HljóSfærahúslð, Laugaveg 18. (höfuðból) með áhöfn, nál. Rvík til sölu. Áreiðanlegt tækifærisverð. Ennfremur húseignir og lóðir til sölu. Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B. Kirkjuhjáleigan Svartagil' í Þing- vallasveit fæst til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni eru hægar slægjur og góð beit. Semja ber við sóknarprestinn á Þingvöllum. Fyrir rjómabú. Gerber’s mjólkurmælar mjólkurpípettur sýrupípettur alkohoipípettur mjólkurprufuglös. Mjög ódýrt í stærri kaupum. Sportvöruhús Reykjavíkur. Bankástr. 11. Simn.: Sportvörahúsið. rúminu. því að vönxflutningar með ströndum fram eru nú næsta litlir, en þörfin fyrir hraðskreitt mannflutningaskip afarmikil.Hvað heldur J. p. um gróðann af stóru gufuskipi, sem fer strandferð með 15 smálestir, sem dæmi eru til? Ekki fór betur fyrir hinum Jón- inum. Rétt eftir fundinn kom hann til forstjóra Eimskipafél. og fékk að sjá teikningar af Esjunni. Varð hann þá að játa, að skipið væri hið álitlegasta, og rendi þar með á venjulega Morgunblaðs- vísu niður öllum sínum fyrri um- mælum, sem bygð voni á full- kominni vanþekkingu. Svo fór um sjóferð þá. J. J. --------------o----- Morgunblaðið flytur þá fregn að það hafi borið sig' árið sem leið. „Síðan Morgunblaðið varð hlutafélagseign er þetta fyrsta ár- ið sem það hefir borið sig fjár- hagslega", segir blaðið. En það á eftir að geta nánar um ýmsa tekjuliðina. Hvað var upphæðin há t. d. sem Morgunblaðið fékk að launum frá Steinolíufélaginu fyrir skrifin móti landsverslun- inni? Og hvað fær Morgunblaðið háa „drykkjupeninga“ frá bjór- gerðarmönnunum dönsku, fyrir hinar mörgu og leiðinlegu greinar sem það hefir flutt undanfarið um það, að leyfa ætti innflutning á áfengu öli? Morgunblaðið flytur þá fregn að maður einn af Vestfjörðum, ónafngreindur þó, hefir skrifað það, að Bimi Kristjánssyni muni ganga „gott eitt til að skrifa um verslunarmálin og að hann geri það af innilegri sannfæringu“. þykja blaðinu þetta fágæt tíðindi og gleðileg, sem vonlegt er. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.