Tíminn - 10.03.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.03.1923, Blaðsíða 1
©jaíbferi og afgreiðslumaímr ílimans er Sigurgeir ^ri&rifsfon, 5ambanðst;úsinu, Níyfiatn?. ^ýgteifesía í í m a n 5 er i Sambanðsí^úsinu. (Dpiu ðuglega 9—(2 f. I) £ími 496- VIL ár. Reykjavík 10. mars 1923 5. Wað Fj ármálastj órnin fyrverandi. tito* <<£> <$> ■<> <0> O Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f. Kristianiu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lifrentur. s- Issla-zxcSLsdeilciiix Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík! Iðgjöldin lögð inn í Landsbankann og islenska sparisjóði. Dýnnætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það! Gefðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn! Líftrygging er fræðsluatriði, en ekki hrossakaup! Leitaðu þérfræðslu! Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging! Ilygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa líftrygging^eigi síður en karlar! Með því tryggja þær sjálfstæði sitt. Forstjóri: H e 1 g i Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjavík — Ileima: Grundarstlg 15 — Sími 1250 A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflpga sendi forstjóra umsókn og láti getið aldurs sins. 9. Skólarnir. Eftirtektavert er það, að fjárveitingarnar einkum til Kennaraskólans, Bændaskólans og Eiðaskóla fara lítið fram úr áætlun, nema launin. Kvennaskól- inn í Reykjavík fær aftur á móti 11500 kr. viðbótarstyrk fram yfir heimild fjárlaganna hvort árið, eða samtals 23 þús. kr. þetta er þó alls ekki landsskóli. Engin heimild virðist fyrir slíkum við- bótarstyrk. Og ekki fær Blöndu- ósskólinn einn einasta eyri fram yfir fjárveiting Alþingis hvorugt árið. Ilvar er heimildin til slíkr- ar fjárveitingar? 10. Vísindin m. m. Jóhannesi L. L. Jóhannessyni veitir þingið 4800 kr. styrk síðara árið. Stjóm- in bætir við 1200 kr. Hvar er heimildin? — Hinar margumtöl- uðu veðurathuganir fara nálega 20 þús. kr. fram úr áætlun síð- ara árið. Kostnaðurinn meir en tvöfaldast. t 11. Óviss útgjöld. Vitanlega er til þess ætlast af þinginu, að sem allra fæstar upphæðir komi undir þennan lið, Heimilaði þingið 20 þús. kr. hvort árið í þessu skyni. það á að grípa til hans ef eitt- hvað sérstakt og alveg nauðsyn- legt ber að höndum. Ef til vill er það enginn liður á fjárlögunum sem ber ljósari vitnisburð um ráðsmensku landsstjómarinnar í fjármálum en þessi. Gætin lands- stjórn í fjármálum leggur sér- staka áherslu á að láta ekki safn- ast stórar upphæðir undir liðinn „óviss útgjöld“. En sú stjóm sem gætir lítillar forsjár og beitir litlu eftirliti um fjármál landsins, not- ar þennan lið til þess að hylja þar fjáreyðslur sínar og eftirlits- leysi. Hvernig standast þeir Jón Magnússon og Magnús Guðmunds- son þetta próf? Fyrra ávið, 1920, fá þeir veitt- ar 20 þús. kr. á fjárlögum, en hjá þeim verða óvissu útgjöldin kr. 364722,31. Liðurinn verður meir en átjánfaldur í höndum þeirra. þeir þurfa að Ieita auka- fjárveitingar fyrir kr. 344722,31 á f járaukalögunum. ( Síðara árið veitir þingið aftur 20 þús. kr. á fjárlögum, en hjá ráðherrunum verða óvissu út- gjöldin kr. 310816,34. Liðurinn verður meir en fimtánfaldur. þeir þurfa að leita aukafjárveitingar fyrir kr. 290816,34, á fjárauka- lögunurn. þungan dóm hafa þær tölur kveðið að ráðherrunum, sem nefndar eru hér að framan. En þetta er allra þyngsti áfellisdóm- urinn. Tölunum verður ekki mót- mælt. þær eru ólygnar eins og reynslan. þeim myndi bregða í brún þeim mönnum, sem fyrri árin stýrðu fjármálum íslands, mættu þeir nú sjá þessai' tölur. Með sparsemi og hófsemi lögðu þeir gi’undvöll- inn að fjárhagslegu og pólitisku sjálfstæði landsins. það er sorg- legui’ leikur örlaganna að fyrstu arin eftir að sjálfstæðisbaráttunni er lolcið, skuli gersamlega skift um stefnu í fjármálunum. For- sjónin hefir létt því af þeim að þurfa að horfa á þetta. þá skal vikið að einstökum at- í'iðum þessa átjánfaldaða og fimtánfaldaða útgj aldaliðs. það verður langur lestur, en um leið fróðlegur fyrir bændur og búalið, því að þeir hafa haft „ánægjuna“ af því að borga. Legátamir enn. Legátanna er áðui' getið hér að framan. Að kostnaðurinn við þá jókst stór- kostlega og stjómin greiddi þeim þúsundir króna í ferðakostnað, sem engin heimild var til frá þinginu. En seint verður bitið úr nálinni. Árið 1920 heitir einn lið- ur: „Flaggstengur handa ræðis- mönnum erlendis“ kr. 942,78. Og enn árið 1921: „Flögg handa sendiherra í Kaupmannahöfn kr. 172,95. Enn kemur 1920: „Blöð og tímarit 0. fl. handa sendiherra í Kaupmannahöfn kr. 99,10. Og ávið eftiv _ sami liðui' kv. 715,55. Að vísu eru þetta ekki háar upp- hæðir. Með sömu hækkun geta blöðin að vísu orðið töluvert dýr næsta ár. En þetta er góð mynd af ráðsmenskunni. Silkibuxur átti íslenska ríkið að borg-a í Ame- víku handa einum legátanum. Hvenær fáum við landsstjóm og þingmeirihluta, sem bindur enda á þetta legátafaraldur? StjórnaiTáðshestarnir. Flestum mun í fersku minni að Tíminn gerði eitt sinn að umtalsefni reiðhestahaldið í stjórnarráðinu. Sprenglærður lögfræðingur var sendur norður í land til þess að kaupa suma þá gæðinga. Árið 1920 borgar ríkið 199,50 kr. fyr- ir að járna þessa gæðinga, og 1921 ki’. 270,75 fyrir sama. Að- gerð á reiðtýgjum borgar ríkið þá með 63 kr., og loks er viðgerð á ^,kliftösku ríkissjóðs"! Smáar upp- hæðir, en sýna ástandið. Krossamir. þvert ofan í vilja þingsins hóf J. M. þann sið að dreifa krossunum á gæðinga sína innlenda. Árið 1920 kostar teikn- ing orðunnar kr. 783,50. Og ár- ið eftir er kostnaður við orðuna kr. 16551,50. Ætli þeir séu marg- ir hérlendir sem telji þessum þúsundum vel varið? Til Morgunblaðsiitstjóvans. Rit- stjóri Morgunblaðsins fyrverandi (V. F.) hefir undanfarið gefið út ínauðaómevkilegt auglýsingarit um ísland á dönsku. Fullvíst er að rit þetta hefir borið sig vel vegna auglýsinganna. Gamla stjórnin taldi samt bráðnauðsynlegt að styrkja þetta fyrirtæki. Árið 1920 veitir hún kr. 1901,10 til þessar- ar bókaútgáfu og árið 1921 veit- ir hún enn kr. 1520. Hvaðan kem- ui' henni heimild til slíkrar með- ferðar á fé landsins? Frh. —-o------- Mánuði eftir lát Hallgríms Kristinssonar flutti Morgunblað- ið hlýlega rituð minningarorð um hann eftii' gamlan sveitunga hans. En eigendur blaðsins gátu ekki látið við svo búið standa. þeir láta blaðið lýsa því yfir sér- staklega, að það sé ekki sam- mála ummælum gTeinarhöfundar. Jafnframt er tækifærið notað til Jæss að finna að þeim minning- arorðum um Hallgrím, sem stað- ið hafa hér í blaðinu. Mikils þyk- ir þeim við þurfa Morgunblaðs- mönnum. Hafnfirðingar hafa á fundi ný- lega samþykt vantraustsyfirlýs- ingu til Björns kaupmanns og al- þingismanns Kristjánssonar. Kjöttollurinn. Líður nú að því, að Alþingi veiti úrskurð um það mikla hags- munamál íslensku bændastéttar- innar: hversu íslenska ríkið snýst við kjöttollinu norska. Til þess að gera mönnum enn betur ljóst, um hve mikið er að ræða, skal þess getið, að með nýjustu kjöttollshækkuninni er íolluvinn ovðiim um það bil f jóvði pavtuv af vevði kjötsins. Bænd- urnir íslensku tapa 25 aurum af hverri krónu sem þeir fá fyrir kjötið, vegna kjöttollsins í Noregi. Bænduvnir í einu einasta kaup- félagi — Eyfirðinga — skaðast um 100,000 — hundvað þúsund — kvónuv á ári á kjöttollinum. Sigurður Sigurðsson forsati Búnaðarfélagsins er kominn heim úr Noregsferð sinni. Hann flytur margar og merkar upplýsingar um málið. Að svo komnu máli, meðan samningar eru ógerðir, verða þær fregnir ekki birtar. En úr öðrum áttum koma ný gögn fram í málinu. það mun nú teljast alviðurkent af öllum, að kjöttollurinn er bein afleiðing íslenskrar löggjafai' vegna sjávarútvegaiins, eins og Tíminn hefir haldið fram, eink- um síldveiðalöggjafarinnar. Enginn mun halda því fram að Verslunartíðindin, tímarit kaup- mannastéttarinnar, sé bændunum íslensku sérsaklega hliðholt. 1 síð- asta tölublaði þessa tímarits er það sagt í ritstjórnargrein, alveg afdráttarlaust, að kjöttollurinn sé bein afleiðing síldveiðalöggjafar- iimar íslensku. Miklu fleira mætti nefna því til stuðnings, að þetta er nú alviður- kent mál. Og' um hitt verður heldur ekki deilt, að þessi löggjöf er landbún- aðinum íslenska algeiiega óvið- komandi, og bændastéttin má þar- afleiðandi ekki líða stórkostlegt fjárhagslegt tjón vegna slíkrar löggjafar. Hvað ber þinginu þá að gera? Ilver er siðferðisskylda þess gagnvart hagsmunum bændanna íslensku ? Fyrst og fremst verður að tryg'gj a framtíðina. það verður að semja við Norðmenn um þetta mál. Enda er það því sjálfsagð- ara sem það mun nú viðurkent af flestum, að það atriði síldveiða- löggjafarinnar, sem Norðmönn- um er mestur þyrnir í auga og veldur kjöttollinum, sé um leið óheppilegt fyrir okkur. það verður að stofna til þess- ara samninga þegai’ í stað. þing- ið sem nú situr verður annaðhvort að binda enda á samningana, eða gefa stjórninni fult umboð til að semja við Norðmenn á þeim grundvelli, að kjöttollurinn falli niður. Fyrir næsta haust, er kjöt- ið kemur þá á markaðinn, verða þeir samningar að vera full- gerðir. Hitt atriðið er um tjónið af tollinum á síðastliðnu hausti. Sanngirniskrafan er alveg ótví- ræð, hvort sem henni verður sint eða ekki, að bændurnir eiga ekki að bíða stórkostlegt tjón af fiski- veiðalöggjöf. Löggjafinn og fjár- veitingavaldið á að greiða slíkan halla. Á undanförnum árum hefir al- þingi samþykt að endurgreiða út- gerðarmönnum þúsundir króna af síldartunnutolli. Engin mótmæli hafa verið borin fram gegn því af bænda hálfu. Nú á bændastéttin ótvíræða réttlætiskröfu, að kjöttollurinn á síðastliðnu hausti verði henni endurgoldinn. -----e---- Þrír Jónar og ,Esjan‘. 1. Um hið nýja skip landssjóðs liafa gengið margar lijákátlega vitlausar rógsögur yfir og kring um búðai'- borðin. Einstaka sinnum hefir sögu- burðurinn lyft höfðinu hærra, kom- ist inn i ræður á fundum Moggadóts- ins, eða inn í málgagn þess. Verða hér tekin ummæli eftir þrem nöfn- um, Jóni þorlákssyni, Jóni Björns- syni, sem nefndur hefir verið óþarf- ur milliliður í skáldskap, og Jóni Bergsveinssyni, hinum marghrjáða formanni Fiskifélagsins. Allir hafa þessir menn viljandi og óviljandi komið upp um vesalmensku þess flokks, cr þeir teljast til. Af þessum þrem mönnum er J. þ. langsamlega mest verður sem vitni, því að hann gerir ekkert verulegt til að villa eða þvæla málið. Eftir frá- sögn Mbl. um ræðu hans, réðist J. •þ. á Klemens Jónsson, sem gerði samninginn um Esjuna, og Fram- sóknarflokkinn, sem hann taldi hafa ráðið einhverju um gerð skipsins. Jón þorláksson ásakaði þessa aðila fyrir það, að of mikið farþegarúm væri í skipinu. það væri of mikið tekið tillit til fólksflutninganna, en lestarrúmið þar með minkað. Jón feerði ráð fyrir, að skaðinn yrði meiri af rekstri skipsins, af því það gæti tekið marga farþega, en því minna af vörum. þetta var vitskuld herfileg- ui misskilningur. Reynsla Sterlings sannaði hið gagnstæða. Sterling hafði mestar tekjur af mannflutningum, en var þó fyrst og fremst vöruskip. þetta hafði J. þ. ekki athugað. En hann hefir tekið leiðréttingunni með viðurkenningu þagnarinnar, eins og sómdi dugandi andstæðingi. En frá hálfu Tímans á J. þ. skilið fullkomna viðurkenningu fyrir það, að liann leggur ábyrgðina fyrir liið mikla og góða farþegarúm í Esjunni á herðar Kl. Jónssonar og miðstjórn- Framsóknar, sem veitti ráðherranum eindreginn stuðning í þessu máli. Og J. þ. hefir líka gert sínum flokki, Moggadótinu, góð skil, með því að lýsa ótrú og óbeit sinni á þessu nýja fyrirkomulagi. þannig eru línurnar orðnar glöggar og ljósar i þessu máli, livar aðalflokkamir standa. Frh. J. J. -----0----- Athugasemdir frá Magnúsi Guð- mundssyni fyrverandi fjármála- ráðherra, við greinina hér í blað- inu um fjármálastjórnina fyrver- andi, bárust ritstjóra svo seint, að þær gátu ekki birst í þessu blaði. Verða þær birtar í næsta blaði. Stúdentaleikur. Stúdentar eru byrjaðir að leika hið fræga leik- rit Hostrups „Andbýlingamir". Hefir það verið leikið áður hér í bænum fyrir löngu. Ágóðinn renn- ur til Stúdentaheimilisins. Sýna stúdentar mikinn áhuga og dugn- að um að vinna fyrir því máli. Fjörlega fer þeim úr hendi með- íerð leiksins. Arnór Sigurjónsson skólastjóri frá Breiðumýri dvelst nú í bæn- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.