Tíminn - 10.03.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1923, Blaðsíða 2
16 T I M I N N Kverið. IV. Alt mannkyn ber í brjósti þrá sem bendir til hæða. „þú hefir skapað oss til samfélags við þig og hjarta vort er órótt, uns það hvílist hjá þér“, segir hinn heilagi Ágústínus. Guð hefir líka hvergi látið sig án vitn- isburðar. Sú þjóð er enn ófundin, sem engin trúarbrögð á sjer. Fjöl- breytni trúarbragðanna er jafn- mikil tilbreytni gróðursins í frum- skógunum. það er því miklum vandkvæðum bundið að flokka inenn í trúarfélög, svo fullnægt sé öllu réttlæti. Má til dæmis nefna þá skifting, að skilja fyrst milli trúarbragða siðlausra þjóða og siðaðra, en skifta svo trúar- brögðum siðaðra þjóða í kín- versk trúarbrögð og hindúa- trú, gyðingdóm og persa- trú, múhameðstrú, búddatrú og kristindóm. En Kverið hefir þessa skifting: heiðindómur, gyðingdóm- ur, kristindómur og múhameðstrú (§ 3). Fyrst er lýst heiðindómi, „trú- arbrögðum heiðingj anna, sem eigi þekkja hinn sanna guð, heldur dýrka margskonar falsguði“ (§ 4). Mikil tíðindi og ill, að mikill meiri hluti alls mannkyns þekki ekki guð, því þeim, „sem eigi þekkja hinn sanna guð“, er nán- ar lýst svo: þeir „geta hvorki skil- ið tilgang þessa lífs né fundið veginn til eilífs lífs, þeir geta enga hvíld fundið sálum sínum, engu treyst, þegar háska ber að höndum, enga huggun hlotið í andstreyminu og enga von haft við aðkomu dauðans“ (§ 2). það er að vísu sagt, að heiðingjamir hafi í upphafi þekt guð af „yfir- náttúrlegri opinberan“, en syndin hafi blindað svo hugskot þeirra, að nú geti þeir ekki einu sinni þekt hann í verkum hans eða af rödd samviskunnar (§ 4).En fyrst og fremst er sú kenning fjarri skoðunum hinna fróðustu manna á vorum tímum, að mennimir hafi í upphafi haft þroskaða hugmynd um einn guð, enda benda hinar fyrstu frásögur biblíunnar til hins gagnstæða, og svo er hitt harla fjarri sannleikanum, að þeir, sem hér era nefndir heiðingjar, þekki guð hvorki af náttúrunni né sam- visku sinni. það er ærið fjöl- mennur flokkur sem hér er kall- aður heiðingjar og sundurleitur. I þeim flokki eru ástralnegrar, sem siðlausastir era á jörðu hér, og búddatrúarmenn, sem fróðir menn um trúarbrögð telja að ýmsu lík- asta kristnum mönnum að skoð- unum og háttum. Ástralnegrar eru svo siðlausir, að þeir eta óvini isína og jafnvel börn, en hinir göf- ugustu Indverjar hafa sumir hverjir náð þeim þroska, sem sjaldgæfur er í kristnum löndum. Eru og margir þættir í æfi Krists og Búdda, áþekkir, og mun þó sannara að líkja Búdda við hinn heilaga mann, Frans frá Assisi. það má og nefna alkunnan mann, skáldið Rabindranath Tagore, sem fæstum mun víst koma til hug- ar að óska sér að væri heldur „evangelisk-lútherskur“ og upp fræddur í „hreinum lærdómi guðs orða“, en það sem hann er. Svo ágætur er hann. Auðmýkt hans er líkust guðrækni miðaldamúnk- anna, sem hreinsuðu svo huga sinn, að hann varð sem gagnsætt gler sem hleypir öllu ljósi í gegn- um sig, en hverfur sjálft sjónum vorum. Slíka menn kallar Kverið „heiðingja“, og væri ekkert við því að segja, ef lýsti sér í því orði nokkurt umburðarlyndi með þeim, sem öðravísi hugsa, og sam- úð með leit þeirra að sannleik og ljósi. En Kverið notar orðið í gamal-gyðinglegri merkingu. það ei engin heiðríkja yfir heiðni Kversins. Búddatrúarmenn geta „enga hvíld fundið sálum sínum, engu treyst, enga huggun hlotið og enga von haft við aðkomu dauðans“ (§ 2). Slíkt er jarðlíf þeirra! Hæfilegur inngangur til annars lífs, sem verður „æfinlegt kvalalíf í sambúð við illa anda, endalaus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun“ (§ 169), því ekki verður annað séð af Kverinu, en að sá staður sé heið- ingjum ætlaður. Einkennileg lýs- ing á Búddatrúarmönnum, sem leita fyrst og fremst sálu sinni Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hrein£ Stangasápa Hreinf. Handsápur Hrein® K e rt i Hreinl Skósverta Hreins Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! hvíldar og lausnar undan yfirráð- um ástríðanna. En við þurfum ekki að leita til annara álfa „heið- ingja“ til að ósanna þessa lýs- ingu. Forfeður vorir, er fyrstir bygðu landið, voru heiðnir, og er þeim þó svo lýst í íslendinga- sögum, að þeir hafi verið öragg- ir í andstreyminu og tekið vel dauða sínum, er hann bar að höndum. það er til lítils að lýsa heiðingjum svo sem hér er gert fyrir bömum, sem lesa íslend- ingasögur. þær hafa um langan aldur varðveitt okkur frá miðalda- kreddum, og mun svo enn verða. Kreddurnar standast ekki heldur ljós biblíunnar, þegar því er brugð ið á þær. „Himnamir segja frá guðs dýrð og festingin kunnger- ir verkin hans handa“. Hvernig gæti þá guð dulist heiðingjunum, hann, sem er ljósið, sem í mönn- um býr? (Lk. 11,35). Allir hafa þeir hugmynd um guð, þó að hug- myndirnar séu misjafnlega rétt- ar, og sumar ærið óþroskaðar. Allir sjá menn sömu sólina, þó að sumir haldi, að hún séu eingöngu til að ráða degi, en aðrir viti, að frá henni þiggur jörðin alt líf sitt og ljós. „Múhameðstrúin“, segir Kver- ið, „sem falsspámaðurinn Múham- ed kendi, er að vísu trú á einn guð, en mótmælir að öðra leyti flestum höfuðatriðum kristin- dómsins, og er blönduð margskon- ar heimskulegri og skaðlegri hjá- trú og villu“ (§ 7). Upp á Mú- hamed heimfærir Kverið og þessi orð: „Margir falsspámenn munu upp koma og afvegaleiða marga“. Annað fá börnin ekki að vita af Kverinu um Múhamed spámann og kenningar hans, sem fullnægt •hafa trúarþörf meir en fimta hluta alls mannkyns nú í meir en tólf hundruð ár. Kverið kallar hann falsspámann. Er það af því, að honum láðist að banna fleir- kvæni? Fleirkvænið er ekki hans uppfunding. ísraelsmenn lifðu í fleirkvæni eftir daga Móses, og er hann þó ekki nefndur falsspá- maður. I kvennamálum svipar Mú- hamed til Davíðs konungs, og er hann þó í gamla testamentinu nefndur „maðurinn gftir guðs hjarta“. Er það vegna grimdar- þeirrar, sem stundum greip hann ? Aldrei var hann grimmari en Elía, sem lét drepa alla Baals- prestana, og er hann þó nefnd- ur Elía spámaður af kristn- um mönnum. Ávirðingar Mú- hameðs era auðfundnar. En „vér erum allir syndarar“, seg- ir Kverið (§ 57), og syndir Mú- hameðs era síst stærri en glæpir margra forustumanna „hinnar út- völdu þjóðar guðs“, Israelsmanna, þeirra, sem kristin kirkja jafnan hefir talið í fremstu röð meðal þjóna guðs. Hitt vegur meir, að Múhameð var einlægur og fullur af eldmóð, kjarkur hans var óbil- andi og traust hans á einum guði hvikaði ekki. þeir sem best þektu hann, elskuðu hann og tóku fyrst- ir við þeim boðskap er hann flutti. Á hvern hátt afvegaleiddi hann þá? Mér er ekki um það kunnugt. Hitt mun sannara, að hann hafi í mörgu leitt þjóðina á rétta götu. Hún stóð feti fram- ar þegar hann féll frá, en þegar hann hóf starf sitt. Áður en hann hóf starf sitt voru Arabar greind- ir í fámenna ættflokka. þegar hann dó, var öll Arabía eitt ríki. Hundrað árum síðar voru Arabar komnir í röð voldugustu menning- arþjóða. Til Múhameðs átti þroski þjóðarinnar rót sína að rekja. Á elleftu og tólftu öldinni, þegar hinn kristni heimur var í mestri niðurlægingu, blómguðust listir og vísindi meðal Araba. Trú þeiraa bar þá áfram. Múhameð hefir orðið Semítum meiri en Móse ísraelsmönnum, sem er ein hin minsta þjóð hins mikla kynflokks Semítanna. Múhameð hóf þjóð sína upp úr- vanþroska fleirgyðis- ins og kendi henni að guð væri einn, en skylda hennar að beygja sig undir vilja hans. því kalla þeir trú sína Islam. það er vegna þessa, sem Kverið telur lærisveina hans ekki meðal heiðingja, en sjálfur er hann þó nefndur fals- spámaður og sagt, að hann hafi afvegaleitt aðra. Hið fáa sem Kverið segir um Múhameð og boð- skap hans er því sjálfu sér sund- urþykt. það er hörmulegt að vita, að einn hinna mestu spámanna guðs skuli enn vera í íslenskum barnalærdómi nefndur falsspá- maður. Boðskapur hans hefir ver- io Ijós á vegum fimta hluta mann- kyns í tólf hundrað ár. Miljónir Múhameðstrúarmanna eru guðs börn eins og við. Guð er meiri en það, að Evrópumenn séu óskaböni hans, en Múhameðstrúarmenn Af- ríku og Búddatrúarmenn Asíu oln bogabörn hans. Hvað ættum við að halda um mennina, sem biblían segir að séu guðs ættar, ef slík- ar hreyfingar, fjölmennar og æfa- gamlar, ættu rót sína í falsi og svikum. Hversu langt á að líða þangað til við lærum það, að hálf- máni Múhameðstrúarmanna fær ljós sitt frá sólu eigi síður en hálflendur hinnar lúthersku kirkju ? Frh. Á. Á. Sýnishorn. Jón biskup Helgason birti þýð- ing á grein sinni um sr. Matth. Jochumsson í Mbl. 22. febr. 1923. Grein þessa hafði hann ritað á dönsku, og þýtt hana sjálfur á íslensku. Sökum þess, að Mbl. hef- ir verið að ónotast út af aðfinsl- um Tímans við greinina, skal hér bent á, að varla muni of langt gengið hjá Tímanum um aðfinsl- ur. Kvað Tíminn þýðing biskups vera hæpna á einstaka atriðum. Ætla eg nú að koma hér með fá- ein dæmi eða sýnishom úr grein þessari, er sýna vont mál og óná- kvæma þýðingu og jafnvel ranga. Sr. Matthías Jochumsson er kallaður í byrjun greinar „ljóð- kærasti söngvari Islands". Við getum talið hann: vinsælasta þjóðskáld á íslandi. það er alt annað söngvari en skáld. þetta veit hver Islendingur, er kann nokkurnveginn móðurmál sitt. „Ágætasta kendarljóðskáld" er stirðbusaleg orðasamsetning, þótt það sé ef til vill að finna í orða- bókum. Ljóðskáld er alveg nóg og rétt yfir orðið „Lyriker“. Kátlegt er að sjá biskup rita orðið „kleift“ altaf með „y“, eins og það væri komið af orðinu „klaufi“. „Allerede den Gang“ er þýtt: „þegar um það leyti“, í stað: „þá þegar“. pá er þessi klausa ranglega þýdd: „Men en dyb Religiösitet havde han faaet i Vuggegave“. þýðing biskups er þessi : „En hon- um hafði snemma verið innrætt innileg guðrækni“. — Menn inn- ræta bömum góða siðu, en ekki það, sem þeim er meðfætt, það sem þau hafa fengið í vöggugjöf. „Men heller ikke som Joumalist kan han siges at have gjört Fyl- dest“. þetta þýðir biskupinn þann- ig: „En ekki verður heldur sagt, að honum léti blaðamenskan". „At gjöre Fyldest“ er að vera starf- inu vaxinn. þarna er því bersýni- lega dregið úr niðrandi orðum dönskunnar í þýðingunni. Hér kemur og setning úr mjög lítilsvirðandi ummælum um guð- fræðismentun sr. Matthíasar Joch- umssonar. „Guðfræðilegar iðkanir hans, — ef um slíkar getur ver- ið að ræða — (voru) of grunn- færnar í eðli sínu, til þess ^ð flytja honum nægilega djúpan skilning, hvað sé kristindómur“. Iðkanir geta aldrei verið grunn- færnar, heldur grannfærar, og menn þeir, er leggja stund á þær. Sumir menn eru áreiðanlega grunnfærir og sýna grunnfæini. þessi yfirlýsing biskups er ann- ars stórfurðuleg. Eftir henni að dæma, eiga þeir einir að geta skilið eðli kristindómsins, sem eru lærðir guðfræðingar, líklega þó helst aðeins guðfræðidoktor- ar, hvemig sem nafnbótin er fengin. Um guðrækni sr. Matthíasar er það sagt, að hún hafi verið „mere kristelig farvet end kriste- lig i sin Art“. Og þýðingin verð- ur svo: „var frekar kristileg að blæ en kristileg í rót sinni“. — Hér er í fyrsta lagi skáletruninni slept í íslensku þýðingu Mbl. og sömuleiðis dönsku orðunum, sem standa í svigum. Með því er ber- sýnilega dregið úr móðgunarorð- unum, sem borin eru á borð fyrir danska lesendur í frumgreininni. „Kristelig i sin Art“ ætti að vera: „kristileg í eðli sínu“. Hnýtt er enn þá fastar að þessari staðhæf- ingu með því að fullyrða að „all- ur skáldskapur sr. M. J. beri órækt vitni um þetta“. Með öðram orð- um: Að kristindómur sr. Matth. Jochumssonar hafi ekki verið ann- að en einskonar gljákvoða á yfir- borðinu. Vígslubiskup síra Geir fer þess- um orðum meðal annars um sr. Matthías látinn: „Og eg þakka síra Matthíasi fyrir hönd íslensku þjóðkirkjunnar, fyrir það fyrst og fremst, að hann fyrstur allra íslenskra, kennimanna, lagði hönd að verki til þess að afmá einn hinn svartasta blettinn, sem bú- ið var að setja á hina fögru guðs- mynd, sem Jesús frá Nazaret gaf oss, lærisveinum sínum. Og eg þakka honum, hve mikinn þátt og góðan hann hefir átt í því, að víkka sjóndeildarhring kirkjunn- ar, auka víðsýni hennar og víð- feðmi, gera hana frjálslynda og umburðarlynda og færa henni heim sanninn um það, að ekkert líf fær þrifist í böndum, ekki heldur trúarlífið þetta segir síra Geir löndum sr. Matthíasar, en Jón biskup Helgason sagði Dönum, að sr. Matthías hafi ekki verið starfi sínu vaxinn sem prestur. þessi dönsku orð: „Ved sin religiöst prægede og beaandede Digtning", þýðir biskupinn sem „trúarlega mótuðum og andríkum ljóðum sínum“. Ilvað er „trúar- lega mótuð ljóð“? „Religiöst præ- ged Digtning“ er auðvitað ekki annað en skáldskapur með trú- arblæ. „Hvad Hjertet er fuldt af, löb- er Pennen over med“. þýðing biskups: „Af fylling hjartans mælir penni hans“. Danska setn- ingin skilst, þótt illa sé hún orð- uð, en íslenska setningin verður eins og hver önnur vitleysa. Penn- inn hefir ekkert hjarta og talar aldrei. þar er gott sýnishorn af því, hvernig grunnfærir menn nota smellin orðatiltæki. Fonii talshátturinn er: „Af gnægð hjartans mælir munnurinn". Og á dönsku er þessi málsháttur: „Hvad Hjertet er fuldt af, löber Munden over med“. „Grundstemning“ er þýtt „aðal- undirstaða“. Má þá segja, að kast- að sé tólfunum. „Salmetone“ verður á biskups- máli að „sálmabrag“ (sbr. brag- arháttur rímna), og „Tros-Sange“ verður að ,,trúarsöngvum“ í stað „trúarljóða". pá kemur þessi klausa: „Hans Bidrag til Bogen blev i alt 28 Salmer, der af kun 15 originale". þýðingin: „það urðu alls 26 sálm- ar, sem hann lagði til bókarinn- ar, 15 þeirra frumkveðnir“. Hér er orðinu „aðeins“ (kun) hleypt úr þýðingunni, en það breytir merkingunni töluvert. Steingr. læknir hefir gefið þær upplýsing- ar um sálmana, að sr. M. J. fékk ekki að koma fleiri í bókina, fyr- ir ráðríki Helga Hálfdánarsonar. þeir hafa setið við sama heygarðs- hornið, feðgarnir, að vera lítið um sálma og kennimensku sr. Matthíasar. pá segir hann, að M. J. hafi ort „en enkelt Bodsalme af stor Dybde og Inderlighed“. þýðing biskups: „Einn yfirbótarsálmur, stór andríkur og innilegur“. Skáld- ið er andríkt, en ekki sálmurinn. Andríki þess getur komið fram í sálminum, en fyrir því er sálm- urinn ekki orðinn andríkur. Og svo er bætt við: „hvor imidlertid hans Sympati for Apokastasis- læren kommer (om end svagt) til Orde“. þýðing biskups: „Gætir þess í hinum síðarnefnda, að höfundurinn hefir mætur á alvið- reisnarkenningunni, þótt hún hafi þar hægt um sig“. „Alviðreisnar- kenningin“ er ósmekklegt orð, í stað þess að nefna þessa kenn- ingu: kenninguna um viðreisn allra hluta. Eg hefi og aldrei heyrt talað um, að kenning hafi hægt um sig. það orðatiltæki er haft um lifandi verur. þá er ekki sem viðkunnanleg- ast að þýða: „flittig til at bruge Pennen“, sem „iðinn við penn- ann“. Hér er sem alkunnugt orða- tiltæki hafi verið að vefjast fyrir þýðandanum, orðatiltækið: „iðinn við kolann“. Sumstaðar eru setningar svo illa orðaðar í greininni, að þær eru naumast skiljanlegar, til dæm- is þar sem lýst er löngun sr. M. J. til prestskapar og glíma hans við kreddur kirkjunnar. Slíkur út- flutningur sem þessi grein bisk- ups verður aldrei landi né lýð til sóma. Ilt er að hafa slíkt heima, en verra er að láta ókunnuga sjá það. Margur mun og spyrja: Hvað gat biskupnum komið til að fara að rita niðrandi grein um einn hinn mesta andans mann, er kirkjan hefir átt á seinni tímum? Vera má að rangt sé til getið að segja, að hann hafi reynt að elta spiritistann Matthías Jochumsson, eins langt og hann gat, eftir að hann var kominn út yfir gi'öf og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.