Tíminn - 10.03.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1923, Blaðsíða 4
18 T í M I N N Notid að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Haflð þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. iar- Islenskir dúkar klæða Islendinga best. Klæðasmiðjan Alafoss, t. Reykjavtk. Smásöluverð á tóbaki má ekki vera liærra en hér segir: Mellemskraa (Augustinus, B. B., Krtiger eða Obel) kr. 22.00 kg. Smalskraa (Prá sömu firmum)...........— 25.30 — Hjól (B. B. eða Obel) . ..............— 10.20 bit. Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Landsverslun. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. um féð heima, að gera nú ræki- legar tilraunir með svælu. Byrj- uðu þeir á að svæla fyrst lítið í húsunum, sem virtist þá engin áhrif hafa, en þegar þeir byrjuðu aftur, fundu þeir ráð sem dugði. Tóku þeir nú þakjámsplötu, bleyttu tusku í steinolíu, kveiktu í henni á plötunni, létu svo tjör- una drjúpa í logann. Platan hitn- aði strax, og tjaran rauk meir en hún logaði. þetta var að kvöldi dags, og er þeir höfðu fylt hús- ið af reyk, svo að ekki sáust dyrnar, ef maður var innan við kampana, birgðu þeir strompa, glugga og dyr, ekki þó svo, að alveg yrði loftlaust, og létu svo kindurnar vera í reyknum yfir nóttina. Um morguninn voru all- ar kindurnar orðnar jafnlitar, þær hvítu orðnar svartar. Fyrsta til- raunin var gerð í litlum kofa með fáar kindur. Síðan voru allir gemlingamir svældir á sama hátt, og .síðan ærnar. En svo brá við, að næstu daga á eftir fóru geml- ingamir að leika sér eins og ung- lömb, en höfðu ekki borið það við áður. Sama var með ærnar, þær fengu alt annað bragð, og farið var þá að bera á skituklessing í fénu, og það batnaði einnig. það var á einmánuði, að við svældum féð. Á næsta bæ var einnig far- ið að bera á veikindum á fénu, og réðum við til að reyna svælu á sama hátt við veiku kindurnar, og sagði bóndinn mér það síðar, að þeim hefði bráðbatnað, og strax farið að þrifna. Eg vil óska, að sem flestir bændur vildu gera tilraun með svælu, einkum þar sem ormaveiki verður vai*t í sauðfé, því ekki þykir mér ólíklegt, að svælan drepi garnaorminn líka, og máske fleira, sem veldur óþrifum, en rétt er að byrja með fáar kindur fyrst, og sjá hvernig áhrifin verða, þó eg hafi alls ekki orðið þess var, að reykurinn hafi gert nokkurri sauðkind mein, og ekki heldur að reykurinn hafi skemt ullina, þó hvítt fé hafi orðið svart eða grátt fyrst eftir svæluna. Eg man eftir því, að eg heyrði gamla menn segja, þegar þeir sáu kindur í krók í eldhúsi eða smiðju: „þessar kindur fá ekki plágu“. Menn hafa verið búnir að taka eftir því, að reykur hafði góð áhrif á fé, og oft var svælt í fjár- húsum áður, til varnar bráðafári, og var þá brent allskonar rusli. En ef fé er svælt í þesskonar reyk, fær það brátt hósta, en kemur varla fyrir, að það hósti af tjörureyk eintómum, og sér- staklega ef notuð er sú aðferð, að láta tjöruna rjúka á heitri járnplötu. Bæði er mikið fljótara að svæla á þann hátt, og þarf mikið minna af tjöru. Eg geri ráð fyrir, að peli af hrátjöru sé nægilegt til að svæla í 50 kinda húsi, ef húsið er ekki óvenjulega loftmikið, t. d. einfalt jámþak eða annað óþétt þak, sem reyk- urinn færi út um viðstöðulaust. Eg hafði hugsað mér að skrifa ekki um þetta fyr en eg hefði fengið meiri reynslu í því efni, en svo hefi eg verið hvattur til að skrifa nú þegar,af því þetta þyldi enga bið. því þrátt fyrir gott ár- ferði gæti lungnaormurinn ein- hversstaðar gert tjón, og fjár- menn mundu þá reyna þessa að- ferð, og á þann tíátt bjarga nokkr um kindum strax á næsta vori. Staddur í Reykjavík, í mars 1923. Guðmundur Jónsson Hoffell. ----o---- Yfir landamærin. Innan Mbl.flokksins er altaf flokka- dráttur og ýfingar út af rekstri blaðs- ins. B. Kr. vill reka þ. G. frá rit- stjórninn og segir við vini sína stynj- andi: „það er aldrei hægt að trúa þessum gömlu heimastjói'narmönn- um“. B. Kr. vildi í stað þ. G. taka unglingspilt, sem lagt hefir stund á efnafræði. En J. þ. og J. M. halda á móti sjálfstæðishetjunni. Kvittur kom upp fyrst á þinginu um að J. M. hefði lagt sig mjög í framkróka að ná forsetakosningu í sameinuðu þingi. En Moggadótinu fanst það óráð, sem og var, því að Jón hefði fengið enn minna en Jóh. Hégómleiki slíkra manna hefir rúm landamerki, eins og sést á hungri þeirra í krossa og titla. Komið hefir til orða meðal sam- vinnumanna á þingi, að beitast fyr- ir því, að landið gefi 12 þingmönn- um úr liði Mbl. og 12 af eigendum þess blaðs ókeypis fárbréf tvær fyrstu hringferðir Esjunnar kring um landið. Eiga þeir að vera í neðri lest- inni innan um kassa og tunnur. Geta þeir þá sannfærst um, hvaða farkost þeir hafa ætlað almenningi. En tvær ferðir verða þeir að fara, því að ef þeir hefðu ráðið, myndi Esjan hafa verið vörudallur, sem hefði komið á hverja smáhöfn, og verið mánuð með hverja hringferð. Jón Bergsveinsson er orðinn bljúg- ur og auðmjúkur i steinolíumálinu, enda eru sjómenn búnir að gefa hon- um marga beiska hirtingu fyrir und- irlægjuskapinn gagnvart Standard Oil. Á Fiskifélagsfundi nýlega þorði hann ekki að bera fram neina tillögu móti landsverslun með olíu. En ræðu hélt hann þar, sem Mbl. prentar. Reynir hann eftir megni að endur- taka þar sinn gamla skáldskap um að landsverslun leggi of mikið á olí- una, og reiknar eftir gróða lands- <» verslunar. þetta tekst honum með þvi að skálda um tunnusöluna, gera ráð fyrir að enginn kostnaður sé við olíuna hér á landi, bæta ágóða af öðrum vörutegundum á olíuna o. s. frv. En yfirleitt er Jón að sjá að sér um olíuna eins og Esjuna. Hing- að til hefir honum verið í meira lagi villigjarnt. Á Fiskifélagsfundinum hélt Einar þorgilsson ræðu um ísl. strandvarn- arskip. Kvað líklegt, að íslendingar gætu notað slíkt skip, ef einhver skipstjóri lærði að draga nærlínu og fjærlínu í vissan punkt, og beita áhaldi því, er á voru máli gæti heit- ið „varðtór, en á útlendu máli héti „kanóna". — Moggadótið hefir kosið Einar í mentamálanefnd neðri deildar. Gullkvörn landssjóðs er farin að hreyfast aftur. Malar í Mogga ósann- indi og blekkingar um Sambandið, Samvinnskólann og Sláturfélagið. Ætlar að sanna að bændur hafi skað- ast mörg jarðarverð, á kjöti og ull, sem Sís og Sf. Sl. hafa selt. Skyldu margir trúa þessu? Hver er svo fú- fróður og ósvífinn að neita því, að það eru þessi félög, sem hafa mest bætt vöruvöndun og vörusölu bænda? þessum félögum eiga bændur að þakka, að þeir hafa ekki verið rún- ir miskunnarlaust inn að skirtunni. Gullkvörnin gerir J. J. mikinn heið- ur með því að reikna kaup hans í jarðaverðum: hvað það verði mikið á 40 árum, samhliða og ráðist er með rógi og dylgjum á tvö stærstu sjálfbjargarfyrirtæki bændanna. Ekk- ert sýnir betur nauðsyn og þörf fé- lagsmálafræðslu, heldur en sá gegnd- arlausi ótti, sem þjónar milliliða- valdsins sýna stöðugt í viðhorfinu gagnvart Samvinnuskólanum. Skyldi þeim verða að trú sinni? X. -----0----- Alþíngi. Framh. þriðja frv. J. J. er um húsa- leign í kaupstöðunum, að hún megi ekki í næstu 3 ár vera meiri en 12% af fasteignarverði húsa. Er þetta gert til að minka dýrtíð- ina 1 landinu. Jarðir, skip, vinna og allar ísl. afurðr eru fallnar í verði um helming eða meira. En húsaleigan í kaupstöðunum er enn á hámarki. Er þetta ólag á góð- um vegi með að eyðileggja at- vinnulíf þjóðarinnar, heldur uppi kaupi embættismanna og verka- manna, án þess þó að skapa þeim nokkra velmegun, heldur þvert á móti hið gagnstæða. Og í annan stað eiga framleiðendur til lands og sjávar í megnustu vök að verjast, af því framleiðslukostn- aðurinn er of mikill í hlutfalli við verð afurðanna erlendis. Lárus Helgason hefir flutt fyr- irspurn um kostnað við Löggild- ingarstofuna. Mun það fyrirboði frumvarps frá honum um að leggja þá stofnun niður. J. J. hef- ir spurt um tvent: Ferðakostnað ráðherra utanlands og innan síðan 1917. Er talið, að sumar þær ferð- ir hafi orðið óskiljanlega dýrar á gullaldarárum J. M. og þörf að leyfa hlutaðeigendum að gefa skýringar. önnur spuming er um hverjir af þingmönnum og dóm- urum eigi hlutabréf í Islands- banka. Er hinn mesti úlfaþytur í liði þeirra, sem bankinn hefir gefið mest upp, út af fyrirspum þessari. Gera þeir ráð fyrir að þetta gæti orðið lítil byrjun á óþægilegum umræðum. þingmenn og dómarar eiga að skera úr stór- miklum deilumálum, sem komið geta upp milli þjóðarinnar og bankans. Landið á t. d. í máli við bankann út af 70—80 þús. kr. vangoldnum seðlaskatti. Fyrir dómi Jóh. Jóh. hefir landinu ekki verið tildæmd nema fáein þúsund af upphæðinni. Jóh. greiddi atkv. móti því að fyrirspurn J. J. væri leyfð, en nú kemur málið fyrir hæstarétt. þarf að rannsaka,hverj ir af dómurum þar eiga í bank- anum, því að ósmekklegt er að þeir dæmi í eigin sök. Sama er að segja um þingmenn. þeir eiga á fjölmargan hátt að gæta hágs- muna landsins gagnvart hlutafé- laginu IslandsbankL Undir dómi þeirra um bankann getur verið komið, hvort hluthafamir tapa hlutabréfum sínum í gjafimar til Coplands, Helga Zoéga o. s. frv. eða landsmenn verða að borga tap- ið með óeðlilega háum vöxtum. Sig. Eggerz er ekki enn farinn að svara þessari fyrirspum. Og í þingfréttum hverrar viku mun get ið um, hve lengi sá dráttur varir. Vinir og blöð hluthafanna hafa reynt að verja sig með því, að hlutabréfin væru ekki nafnsett. En það er engin afsökun. Hluta- bréf Landmandsbankans vora heldur ekki upp á nafn, en samt reyndist auðvelt fyrir þing og þjóð að fá rannsakað, hvað mik- ið Cold utanríkisráðherra átti í þeim bréfum. Jafnvel flokksbræð- ur forsætisráðherrans heimtuðu að hlutaeign hans væri rannsök- uð, og það var gert. Stjórnin bar fram frumvarp til hjúalaga, eftir ósk neðri deildar í fyrra. J. M. var í nefnd þeirri er fjallaði um málið. Vildi hann fella niður um 30 gr. af frum- varpinu, en láta eina eða tvær standa, og gilda gamla, sundur- lausa mola. Sást á því, að J. M. kann vel við glundroðann á lög- gjöfinni og vinnur móti myndun heildarlaga. Framvarpið var felt, og sömuleiðis grautarframvarp, sem Jón hafði soðið upp úr því. Frumvai-p J. J. um 5000 kr. verðlaun á ári í útflutningsverð- laun fyrir úrvals gráðaost, hefir komist gegnum 2 umræður í efri deild. Fátækralögin hafa verið í nefnd í efri deild. Verða þar átök milli Framsóknar og Mbl.manna. Hinir fymefndu vilja hafa sveit- festistímann stuttan, 1—2 ár, mest 3, en Mlb.menn hafa sveit- festina langa. þeir vilja gjarnan draga sem mest af verkfæru fólki úr sveitunum 1 sjóþorpin. Láta það ekki verða sveitlægt fyr en eftir langan tíma. Halda þeim sem hraustir eru, en senda þá, sem heilsulausir verða eða hafa mikla ómegð, til fæðingarhreppsins. Hlutverk sveitanna er þannig orð- ið það, að ala upp starfskraft handa bæjunum, og ala önn fyr- ir íniklu af þurftarliði kaupstað- anna. þessu verður að breyta, stytta sveitfestistímann sem mest, en jafnframt gefa hverju bæjar- félagi eða sveit, rétt til að loka dyranum fyrir óhollu aðstreymi. þá býr hvert sveitarfélag að sínu. Sennilega verður þetta mál ekki útkljáð nú á þinginu, enda er það vel fallið til að vera kosningamál. Frumvarpið um að húsaleiga í kaupstöðunum verði ekki hærri en 12% af fasteignamati, er í nefnd í efri deild. Mbl.flokkurinn er í miklum vandræðum með lausn málsins. Vegna húseigenda vildu þeir eyða framvarpinu, eða spilla því svo, að það verði gagnslaust. En í flokki sínum hafa þeir flest- alla starfsmenn landsins í bæjun- um. Og margir þeirra eru alveg að sligast undis húsaleigubyrð- inni. Verða sumir þeirra að borga helming launa sinna í húsaleigu. Fyrir aðra landsmenn er lífs- nauðsyn að framvarpið nái fram að ganga. Mistakist það, krefjast embættismenn hærri launa, kaupa- fólk og sjómenn hærra dagkaups. Dýrtíðin heldur áfram stöðvun- arlaust. Frh. -----o---- Sigurður Magnússon læknir frá Patreksfirði tekur að sér allskonar tannlækningar og tannsmíði. Til viðtals á Uppsölum 10y2—12 og 4—6. Sími 1097. i. síðastliðnu hausti var mér undirrituðum dregin livít ær á 4. vetri með mínu marki, stýfður helmingur framan hægra, biti aftan og stúfrifað vinstra. Þessa kind á eg ekki. Réttur eigandi sanni eign- arrétt sinn, semji um markið, vitji andvirðis kindarinnar til mín og greiði áfallinn kostnað. Snæringsstöðum í Húnavatussýslu, 30. des. 1922. Jón Baldvinsson. Kirkjuhjáleigan Svartagil í Þing- vallasveit fæst til ábúðar í r.æstu fardögum. Á jörðinni eru hægar slægjur og góð beit. Semja ber við sóknarprestinn á Þingvöllum. Hljómleikar. Reykvíkingar eiga að fagna óvenjulega góðum hljóm- leikum um þessar mundir. Páll Isólfsson hefir efnt til hljómleika undanfarið í dómkirkjunni. Leik- ur sjálfur á orgel ög jafnframt syngur afarfj ölmennur söngflokk- ur, kvenna og karla, afbragðsfög- ur lög eftir hina frægustu tón- snillinga. Kirkjan hefir verið troð- full af fólki þessi kvöld, enda eig- um við höfuðstaðarbúar engan kost betri skemtunar og áhrifa- meiri guðsþjónustu. — Svo hefir prófessor Sveinbjörn Sveinbjörns- son efnt til hljómleika í Nýja Bíó. Stúdentar sungu, þórarinn iék á fiðlu, sjálfur lék prófessor- inn á píanó og öll vora lögin eft- ir hann. Stúdentarnir sungu ekki sérlega vel, og Sveinbjöm leikur ekki sérlega vel á hljóðfæri leng- ur, enda er hann nú orðinn há- aldraður. En engu að síður verð- ur flestum mjög minnisstæður þessi hljómleikur. Fyrst og fremst þlátt áfram það að fá að sjá tón- listarkonung íslands, hið háaldr- aða, tígulega göfugmenni, silfur- háran og sviphreinan, er hann varð að fá stuðning upp á söng- pallinn, en sat svo spengilegur og eins og kornungur við hljóðfærið og var eins og ekkert annað en ,sönglistin. Og í annan stað að fá að heyra fjölda af nýjum tón- smíðum hans, og er þar um rniklu auðugri og mikilfenglegri auð að ræða en nokkurn hefir grunað. Og alt er það svo háís- lenskt og eins og sungið út úr hjarta íslendinga. Meðferð Svein- bjarnar á rímnalögunum íslensku minnir á það líf og þá djúpsettu hugsun sem Einar Jónsson getur iátið birtast í köldum steininum. — Mikill heiður hlotnast höfuð- staðarbúunum að fá að háfa Sveinbjörn hjá sér síðustu árin hans. þeir hafa það hlutverk af hálfu landsbúa að gera hlýtt í kringum hann og frú hans. Börn- um okkar og barnabörnum verð- ui sagt frá því, hvernig okkur ferst nú við þennan óskmög ís- lands. Út af grein eftir sjúkling, sem farinn er frá Kleppi, sem birtist nýlega í blaði hér í bænum, hefir læknirinn þar beðið stjórn Læknafélags Islands að rannsaka á hvaða rökum umrædd grein var bygð. Síra Björn þorláksson á Dvergasteini er nýkominn til bæj- arins til stuttrar dvalar. Leikfélagið ætlar að fara að fara að leika hið fræga leikrit eft- ir Ilinrik Ibsen: Víkingarnir á Hálogalandi. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðja Aeta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.