Tíminn - 07.04.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1923, Blaðsíða 1
Ojaíbferi o$ ufývei&sluma&ur Cimuns er 5i<jurgetr ^ i"i ð r i f s f o n, Sambanösfyúsinu, HeyfjaDÍf. ^fgrribsía 2." i m n tt s cr i Sambanbsfyúsinu (Dpin bagle^a 9—\2 f. I) fittii 49ö. VII. ár. Reykjavík 7. apríl 1923 9. blað Rányrkja. pað var mikið um það rætt og ritað fyrir stríðið og í byrjun þess, að býlum þyrfti að fjölga hér á landi með einhverju móti. Enda þótt nýbýlabúskapurinn hafi ver- ið mun álitlegri þá en nú er orð- ið, hygg eg þó að mikil þörf sé á nýjum bújörðum, sem fengjust fyrir svo viðunandi verð, að efna- litlum mönnum yrði kleift að hefja búskap. Enginn vafi leikur á því, að örðugleikarnir sem á því eru fyrir efnaleysingja að ná í jarðir, valda mestu um það, hve fólkið sterymir úr sveitunum til kaup- staðanna. það er ofur eðlilegt, að ungt fólk, sem er nýgift og ein- hver dugur er í, sætti sig illa við að eiga ekki aðra framtíð í vænd- um en að vera vinnuhjú annara alla sína æfi. það verður að geta eignast heimili — eigið heimili. En stríðið og það óheilbrigða við- skiftalíf og verðlag, sem það hefii- liaft í för með sér, hefir valdið því, að þessi heimili geta, því mið- ur, fæst orðið í sveitunum. þá er eina athvarfið: kaupstaðirnir. þar er þó vonin um að geta orðið sjálfs sín herra, en þar er líka óvissan. Og hvað sem öðru líður, þá eiga efnalausir menn altaf tryggari til- veru í sveitum en kaupstöðum. Eg skal ekki neita því, að mai’gur bóndinn á við mjög erfið kjör að búa, jafnvel óbærileg, en þó veit eg ekki til, að minsta kosti ekki í þeim sveitum, sem eg þekki til, að nokkur hafi liðið skort. Og eg hygg að óhætt sé að fullyrða, að þess munu varla dæmi í sveitum vor- um nú orðið. Hér skilur á miili sveita og kaupstaða, að minsta kosti hvað Reykjavík snertir. Hér vita menn minna um hvers annars hagi og oft að þeir leita síst á ann- ara náðir, sem bágast eiga. Nú munu menn spyrja: Er hér nokkuð við að gera? Er þess að vænta, að menn geti lifað á nýbýl- um, þegar búskapur ber sig varla hjá sjálfseignarbændum á bestu jörðum? það má vel vera, og eg skal játa það, að tímarnir eru óhagstæðir til þess að koma á fót nýbýlum, þó að þörfin sé mikil, þar sem aldrei hefir verið erfiðara með at- vinnu og horfurnar aldrei veiTÍ í kaupstöðum en einmitt nú. En þó að nýbýli séu ekki reist, þá ber mönnum þó skyida til að halda við þeim jörðum, sem fyrir eru. Að leggja ekki jarðir, sem hafa verið byrgðar í fleiri aldir, og framfleytt fleiri hundi’uðum manna, í e y ð i. Að eyðileggja ekki ávöxtinn af starfi og iðju fleiri kynslóða af tómu hugsunarleysi. — Eins og mönnum er kunnugt, er f jöldi reiðhesta hér í borginni, sem efnamenn eiga sér til skemtunar, auk þess mikill fjöldi vagnhesta og eitthvað af kúm. Allur þessi skepnufjöldi þarf mikið hey. Eftir- spurnin eftir heyi úr nærsveitun- um verður mikil, og verðið þar af leiðandi hátt. Afleiðingin af því hefir orðið sú, að annarsvegar Reykvíkingar sjálfir, og hinsvegar braskarar, sem selja hingað hey, hafa keypt jarðir, haft eitthvert málamyndabú á þeim eða jafnvel alveg lagt jarðirnar í eyði og stundað einungis heyskap að sumr- inu til. Svipað þessu á sér stað í kringum marga kaupstaði lands- ins, þótt mest kveði að því með Reykjavík. Hér sér hver maður, hvílík hætta er á ferðum. þegar skepnur heima fyrir eru fáar eða engar, fellur lítill eða enginn áburður til. Og þar sem talið er, að skepnan rækti varla sitt eigið fóður, leiðir beint af því, að túnin komast í órækt og gereyðileggast fyr eða síðar. þessi búmenska gefur að vísu meiri arð í svipinn, en eigend- ur jarðanna gera eða vilja ekki gera sér grein fyrir, að jarðirnar rýrna eða verða að engu höndun- um á þeim. Auk þess sem þeir gera þjóð sinni ómetanlegt tjón með því að svifta hana jörðum, sem annars mundu eiga eftir að framfleyta fjölda manna. það er fljótlegra að rífa niður en byggja upp aftur, og á það ekki síst við um ræktun okkar kalda lands. það tekur tíma, feykilangan tíma, að koma góðri rækt í óræktaða jörð, en ekki nema 5—6 ár að eyðileggj a tún, sé ekkert um það hirt þann tíma. það er dapurlegt að sjá mannvirki, sem einhverntíma hef- ir blómgast og borið sig — liggja 1 kalda koli, en þó fátt jafn ömur- legt og það, að sjá jarðir, sem hafa verið bygðar um aldaraðir, og ó- teljandi menn hafa alið allan sinn aldur á, komnar í eyði. Eg var á ferð hingað til Reykjavíkur að austan nú í vetur, og lá þá leið mín fram hjá einni af þessum eyði jörðum. Hús voru öll komin að falli eða fallin. Túnið áburðarlaust og komið í órækt, og þó ekki nema 2—3 ár síðan hætt var að búa bar. þessa sömu sögu má segja um fjölda jarða hér á Suðurlandsund- irlendinu. Langmest kveður að þessari rányrkju í Ölfusin og Flóanum, og eitthvað í Grafningnum. f þess- um sveitum er mér kunnugt urn 15 jarðir, sem ýmist allar eða nökk ur hluti þeirra, hafa verið iagðar í eyði nú á seinustu árum. Mikið hey ei' einnig selt hingað úr Borg- arfirðinum, þó ekki viti eg til, að enn séu þar nokkrar slíkar eyði- j arðir. Eg vildi með þessum línum að- eins vekja athygli á því tjóni, sem af þessu hefir leitt og á eftir að leiða, sé ekkert að gert. Skepnu- hald hér í Reykjavík og mörgum kaupstöðum landsins hefir aukist geypilega og heldur áfram að auk- ast, samhliða því sem fólkinu fjölgar. Fóðrið verður að fást úr nærsveitunum. Heysalan til kaup- staðanna fér í vöxt, rányrkjan eykst. Hér þarf einhverra ráða við, og hafa mér helst flogið þrjú í hug: 1. Að reynt verði með löggjöf að fyrirbyggja að menn geti tak- markalaust nítt jarðir eða lagt þær í eyði með stundarhagnað fyr- ir augum. 2. Að sveitastjómir leggi svo þung álög á þennan ránbúskap, að hann geti ekki borið sig, og sé þá einkum tekið tillit til þess, hvað jarðirnar hafa verið níddar. 3. Að reynt verði að nota tilbú- inn áburð til ræktunar þeirrar töðu, sem seld er til kaupstaða. þó tilbúinn áburður sé auðvitað dýr á meðan við höfum ekki sjálfir eignast verksmiðjur til að vinna áburð úr loftinu með, — þá tel eg þó ekki ólíklegt, að með því verð- lagi, sem nú er og sennilega helst á heyi hér, mætti með hagnaði nota erlendan áburð til þess. Hannes Guðmundsson. ----o---- -*>■ %earf NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og íjúfifengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. ♦ ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Til minnis fyrir samkepnismenn. [Út af stöðugum kvíða ykkar fyrir fjárhag þeirra íslenskra liænda, sem eru félagsmenn í Sambandsdeildun- um, eruð þið beðnir að líta á eftir- farandi atriði.] 1. Skuldir landsins út á við eru nú taldar um 50 miljónir. Af því skuldar landssjóður 16 miljónir, Sambandsfélögin um hálfa miljón. Skuldir samkepnismanna, langmest verslunarskuldir, ei*u þá um 33 milj. þar að aulci er alt að helm- ingur af landssjóðsskuldum bein- línis í þágu samkepnisfyrirtækj- anna, enska lánið í bönkunum, sem ekki er kunnugt um að Sambands- félögin hafi þurft að nota, eða feng ið neitt af. 2. Samkepnisfyrirtækin era þessvegna aðal skuldaverslanir landsins út á við. Samvinnumanna- skuldirnar erlendis eru svo Iitlar, að furðulegt má heita, þar sem í Sambandsfélögunum versla unv tveir fimtu hlutar allra íslendinga. 3. Samkepnismenn tala um hættu fyrir bænduma af sam- ábyrgð. Sú hætta hefir furðulítið gert vart við sig i félögunum. En hvert gjaldþrotið rekur annað hjá kaupmönnum og útgerðarmönnum, og upphæðirnar leika þar oft á hundruðum þúsunda, stundum á miljónum. þá kemur í Ijós, að flest þessi fyrirtæki eru í samábyrgð. Mjög margir af hinum svonefndu Alþingi. Afnám bannlaganna var hespað af í efri deild með undanþágu frá þingsköpunum. J. J. hélt þar aðal- ræðuna, taldi það veru líkræðu yf- ir bannlögunum. þau hefðu dáið í fyrra, og nú stæði greftrunin til. Rakti hann sögu bannlaganna, hversu örlítið brot af þjóðinni, andbanningar, aðallega úr embætt- isstétt landsins, hefði þrjóskast móti lögunum frá upphafi, prédik- að lögbrot, komið á undanþágu fyr ir skipin, konsúlana og læknana. Dómararnir ýmsir hefðu opinber- lega lýst andúð á lögunum, svo og kennarar við embættaskólann, sem átt hefðu að móta hina ungu lagaverði. Að lokum hefði svo hjálpin komið frá Spáni. J. M. hefði sent ritstjóra andbanninga- blaðsins til Spánar, til að sannfæra Spánverja um nauðsyn bannlag- anna. Athafnaleysið og mistökin í bannmálinu frá hálfu landsstjóm- arinnar hefðu öll verið á borð við þetta. Og ef umhyggja fyrir fiskh peningamönnum, sem hér voru um 1918—19, eru nú í samábyrgð fyr- ir togurum, sem ekki bera sig. Sumum togurunum er búið að gefa upp utan lands og iiuian. En meira er þó eftir af skuldunum, og fram- tíðin þungbrýn. Margir af þessum mönnum eru hluthafar í Morgun- blaðinu. það ætti þessvegna að aumkva þessa menn, og aumkva alla íslensku þjóðina, sem má þola svo margskonar f jármála mótlæti, fyrir fésýslu-óstjórn þessara manna. 4. í mörgurn af þessum tæpt stöddu félögum eru flæktir ýmsir helstu efnabændui- í héruðum þeim, sem næst liggja Reykjavík. Tap þeirra fyrir síldarbrask Reykvík- inga, togarakaup þeirra og ábyrgð- ii' fyrir kaupnienn, sem farnir eru á höfuðið, mun vera nokkuð nærri því að gera þessa stórbændur efna- lausa, nema ef bankar gefa þeim upp eins og Fiskhringnum. 5. Skuldasúpa samkepnismanna innanlands mun vera hliðstæð hinni erlendu skuld. þeir bera á- byrgð á hinu lága gengi krónunn- ar, sem skaðar landið um miljónir árlega. Fyrir þá hafa ríkir bænd iu', sem náðist til frá höfuðstaðn um, tapað auði sínum. Úr þessum hóp eru hin stóru gjaldþrot, sem kasta skugga á þjóðina alla. J. J. mannastéttinni hefði knúð þingið til að afnema bannið, þá væri lík- legt að sömu menn gripu nú í taumana, þegar skipulagsleysi ís- lenskra kaupmanna um framboð á fiskinum, væri að eyðileggja fisk- framleiðendur, bankana og landið alt. Sama mætti segja um stein- olíumálið. þar væru sumir þeirra sem frekast hefðu gengið fram móti banninu, býsna auðmjúkir gagnvart Standard Oil. Jón Magn- ússon og Sig. Eggerz reyndu að fóðra • aðgerðir og aðgerðaleysi landsstjórnar. Báðir virtust þeir unna banninu mikið. Við þessa umræðu afneitaði J. M. Hagalín og' Austurlandi, og sór og sárt við lagði, að hann hefði engan pening í það lagt, hvorki af því, sem hon- um hefði áskotnast í tekjur fyrir innheimtu á víntolli eða öðruvísi. Sér nú Hagalín sína sæng upp- reidda, að vera þannig hundsaður og smáður af þeim herra, sem hann telur sig þjóna, og vera hand- genginn skutulsveinn hjá.*) J. J. sveigði að fulltrúa kvenþjóðarinn- ar, sem að líkindum myndi lang- minnug þeirra hörmunga, sem of- drykkjan hefði bakað kvenþjóð- inni. En Ingibjörg sat þögul þá sem endranær. Hún hafði þá aldrei gert grein fyrir atkvæði sínu. Afnámið var í efri deild samþylct Allir í efri deild guldu því jákvæði nema J. J. Sami maður flutti dá- litla breytingu á bannlögunum frá 1917, til að herða á sektum fyrir innflutning og sölu á sterkum drykkjum. Skyldi hver smyg'lari gjalda fasta sekt 100—200 kr. af pottinum, fyrir óleyfilegt áfengi, sem finnast kynni hjá honum. Og sektir fyrir ofdrykkju á almanna- færi, og smyglun á víni og vínanda skyldu fara eftir efnahag hins brot lega. Er þessi -venja höfð í Finn- landi og þykir gefast ágætlega. Allir héldu að þetta frumvarp myndi fljúga í gegn. Engir gætu verið á móti því nema smyglarar, fylliraftar 0. s. frv. En það fór á aðra leið. Allur Mbl.flokkurinn í efri deild ætlaði að ærast út af frumvarpinu. Jóhannes Seyðfirð- ingaþingmaður, sem annars er prúðastur á þeim bæ, hertýgjaði sig eins og heill föðurlandsins væri í þann veg'inn að hrapa fram af snarbröttu hengiflugi. Taldi hann hina mestu ósvinnu að bera fram slíkar tillögur. Talaði hann mjög' af tilfinningu um málið, en lítt með rökum, og eggjaði „dótið“ lögeggjan að fella frumvarpið þeg- ar í stað. Var það gert. Hjörtur fylgdi vamarsveit áfengisins enn að málum, en Framsókn var á móti. Sennilega eni þeir Mbl.- menn ekki enn lausir við þetta mál. þeim ætti að vera nóg að hafa hleypt inn Spánarvínunum, þótt ekki væri farið með móðurhöndum um smyglarana. J. J. bai' fram frv. um að fækka dómendum í hæstarétti um tvo, og leggja niður embætti ritarans. Fækkaði þá um helming starfs- mönnum í réttinum. Sig. Eggerz mælti mest á móti, og lcvað dóm- endur sjálfa vera mótfallna fækk- un. J. J. benti á, að sama myndi hvaða stétt væri spurð um eigin tilverurétt. Svarið yrði eins og hjá dómurunum. Málið er nú hjá allsherjamefnd, en vonlaust mun, að þessi sjálfsagði sparnaður nái nú fram að ganga. -----0---- Búnaðarþingið var sett um miðja vikuna. Fulltrúar eru þess- ir: Guðjón Guðlaugsson og Krist- inn Guðlaugsson fyrir Vesturland, Jósef Björnsson og Sigurður E. Illíðar fyrir Norðurland, Björn Ilallsson og Metúsalem Stefánsson fyrir Austurland, Guðmundur þor- bjömsson og Páll Stefánsson fyrir Suðurland, íOg Halldór Vilhjálms- son, Eggert Briem frá Viðey, Jón H. þorbergsson og Tryggvi þór- hallsson fyrir aðalfund. Auk venjulegra mála liggja nú fyrir búnaðarþinginu mjög merk mál um búnaðarlöggjöf landsins. Jarð- ræktarlögin, sem alþingi hefir nú til meðferðar, og í sambandi við þau miklar breytingar á lögum fé- lagsins sjálfs. Mesta fjölda annara mála hefir og stjórn félagsins lagt fyrir búnaðarþingði. Og ennfrem- ur flytja ráðunautarnir rækilega fyrirlestra hver um sitt sérstaka starf og um þau verkefni, sem fyrir liggi í framtíðinni. Útlendur söngmaður, P. O. Lev- al, frá Prag, hefir sungið undan- farið í Nýja Bíó og notið aðstoðar Páls Isólfssonar. Syngur hann bæði af mikilli list og kunnáttu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.