Tíminn - 07.04.1923, Blaðsíða 4
30
T 1 M I N N
9
Kaupið
fslenskar vörur!
Hrein® Blautsápa
Hreini Stangasápa
Hrein® Handsápur
Hreina Ke rt i
Hreins. Skósverta
Hrein® Gólfáburður
Styðjið íslenskan
iðnað!
Líftryggingarfél. ANDVAKA h.f.
Kristianiu — Noregi
Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar
og lífrentur.
ísla.ixc5Lsc5Leilc3LiiiL
Löggilt af Stjórnarráði Xelands í desember 1919.
Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík!
Iðgjöldin lögð inn í Landsbankann og íslenska sparisjóði.
Dýrmætasta eignin er starfsþrek þitt og lífið sjálft. Trygðu það!
Q-efðu barni þínu líftryggingu! Ef til vill verður það einasti arfurinn!
Líftrygging er fræðsluatriði, en ekki hrossakaup! Leitaðu þérfræðslu!
Líftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin líftrygging!
Hygginn maður tryggir líf sitt! Heimskur lætur það vera!
Konur þurfa líftrygging eigi síður en karlar!
Með því tryggja þær sjálfstæði sitt.
Forstjóri: Helgi Valtýsson,
Pósthólf 533 — Reykjavík — Heima: Grndarstíg 15 — Sími 1250
Á.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og
láti getið aldurs sins.
7 spurningar og svör.
1. Hvað er Sleipnir? Svar: Sleipnir er langstærsta, besta og þvi
þektasta reiðtýgja- og aktýgjavinnustofa á íslandi.
2. Hversvegna er mest smíðað þar af reiðtýgjum? Svar: Af því
að eftirspurn er þar mest. Þar eru hlutir allir gerðir, eins og kaup-
endur æskja eftir, og kaup öll ágæt.
3. Hvers vegna gera menn bestu kaupin í Sleipni? Svar: Af
því alt efni er keypt beint frá fyrstu hendi og mikið smíðað í einu,
við það verður framleiðslukostnaður minni, og vörurnar því ódýrari
og betri.
4. Hversvegna reynast öll reiðtýgi og aktýgi best frá Sleipni?
Svar: Af því öll vinna er framkvæmd af æfðum og vandvirkum fag-
mönnum og aðeins unnið úr fyrsta flokks efni.
5. Hversvegna hefir Sleipnir fyrirliggjandi 10 teg. af unglinga-,
kven- og karlmannahnökkum? Svar: Af því að hann vill vera viss
um að allir geti fengið það er þeir helst kjósa.
6. Hversvegna koma menn og gera kaup í Sleipni þegar mikils
þykir við þurfa og eitthvað vantar, sem erfitt er að fá? Svar: Af
því þár er ávalt afgreitt fljótt og áreiðanlega og aliir hlutir til.
7. Hversvegna gera allir hyggnir kaupendur verslun sína í Sleipni.
Svar: Af þeim ástæðum sem áður eru nefndar og svo er það megin-
regla: sanngjarnt verð og góðir borgunarskilmálar.
Ef þér hafið ekki nú þegar gert pantanir á reiðtýgjum og ak-
týgjum, þá gerið það tafarlaust í Sleipni.
Reiðtýgi og aktýgi, vagnar og alt tilheyrandi. Ennfremur alt efni
fyrir söðla-, aktýgja-, og skósmiði sent gegn eftirkröfu hvert á land
sem er. Erfiðisvagnar með aktýgjum seldir mjög ódýrt. Verðið er
mikið lækkað og skal t. d. nefna hnakka frá 40 kr., beisli frá 16,
töskur frá 10 kr. o. s. frv. Reynslan er sannleikur. Látið hana skera
úr. Söðlasmíðabúðin Sleipnir, Reykjavík. Sími 646. Símnefni Sleipnir.
Moelven Brug,
Moelv, Norge,
anbefaler sine sommer og vinterarbeidskjöredskaper, hjul og axler.
Prisene betydelig reduceret. Forlang katalog og prislister.
Tilbúinn áburður.
Þau kaupfélög, sem þurfa að fá tilbúinn áburð til þessa árs not-
kunar, ættu að senda oss pantanir sínar fyrir þann 15. april n. k.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Telegramadresse: „Aktiebrugetu, Norge.
AÐALFUNDUR
Prcstafélags íslands verður eins og undanfarin ár haldinn í sambandi við
Synodus. Fundarstaður og stund verða auglýst nánara síðar.
D AGSKRÁ:
1. Skýrt frá gjörðum og hag félagsins.
2. Kirkjumál á Alþingi og afskifti Prestafélagsins af þeim.
3. Prestafélagsritið.
4. Kirkjugarðamálið.
5. Lestrarfélagsmálið.
6. Tillaga um lagabreyting samkvæmt samþykt síðasta fundar.
7. önnur mál.
FÉLAGSSTJÓRNIN.
II. Áætlaður kostnaSur (1 ár):
1. Rentur af höfuðstól 7% $ 909,23
2. Fyrningá verkfærum 10% $ 167,50
3. Afföll á hestum 10% .. ð 120,00
(Stjórnin reikar 10% á
hestum og vélum, en þetta
er máske fullhátt.)
4. Fyrir þresking á 2240
„bushels" af hveiti, 16 c.
fyrir „bushelið".......$ 358,40
5. Fyrir þresking á 1200
„bushels'1 af höfrum, 12 c.
fyrir buslielið........$ 000,00
6. Kaup handa vinnumanni í
7 mánuði .. ...........$ 280,00
7. Fyrir bindara, tvinna etc. $ 72,00
8. Fyrir aðgerðir á bygging-
um, girðingum o. s. frv. $ 200,00
9. Fyrir fymingar á bygg-
ingum 5%, áætlaður höf-
uðstóll $ 2500 .........$ 125,00
10. Fœði handa vinnumanni,
áætl. $ 15 um mán. .. $ 105,00
11. Fæði fyrir hjónin og 3
börn....................$ 600,00
12. Til klæðnaðar fyrir fjöl-
skylduna................$ 175,00
13. Skattur um..............$ 150,00
14. Fyrir ábyrgð á uppskeru
byggingum .. .. .. $ 75,00
15. Fyrir eldivið...........$ 100,00
16. Fyrir fóður handa naut-
gripum:
a. Hey..................$ 516,00
b. Mjöl.................$ 90,00
17. Fyrir fóður handa hestum:
a. Hey..................$ 160,00
b. Ilafrar, um 1000 bush. $ 340,00
18. Fyrir útsæði:
a. Hveiti í 140 ekrur .. $ 226,80
b. Hafra í 40 ekrur .. .. $ 42,00
19. Ýms útgjöld, bækuiyblöð,
meðöl o. s. frv.........$ 100,00
Allur kostnaður $ 5115,93
III. Áætlaðar tekjur:
1. Fyrir 2240 „bushels" af
hveiti, á 90 cent „busheiið"
(eg geri uppskeruna 16 bu.
á ekruna, sem er talsvert
fyrir ofan meðaltal, eftir
skýrslum) .. .. ........$ 2016,00
2. Fyrir 1200 „bushels" af
höfrum, á 35 c. bu......$ 420,00
3. Tekjur af 8 mjólkurkúm $ 500,00
4 Tekjur af 8 sláturgripum $ 360,00
5. Hey....................$ 736,00
6. Verðmæti hinna ræktaðra
mátjurta um............$ 80,00
7. Hreinn ágóði af 100 hænsn-
um (þessi ágóði fæst að-
eins vegna þess, að hænsn-
in, séu þau ekki fleiri, má
fóðra að nokkru leyti á •
matarleifum frá stóru
heimili)...............$ 45,00
Tekjur alls $ 4157,00
Tekjuhallinn verður þá 858 doll-
arar og 93 cent.
Sé búið með öllu skuldlaust, svo
enga rentu þurfi að borga af lán-
uðu fé, verður ágóðinn af rekstri
búsins fimmtíu dollarar og þrjátíu
cent. En slíkt er fágætt, því víða
eru 60 eða 70% af fasteignum
veðsettar. Til er skýrsla um efna-
lega afkomu bænda í Saskatsce-
wan fylki árið 1914. Skýrslan
skiftir bændum fylkisins niður í
þrjá fiokka. Fjölmennastur er sá
flokkur bændanna, sem árlega
tapa á búskapnum, en langfæstir
lc-nda í tölu þeirra, sem græða.
Eru þá allar sögur, sem austur
yfir hafið berast um velgengni
hérlendra bænda, eintómar ýkjur
og missagnir? Nei, engan veginn.
Hér eru talsvert margir bændur
vel efnum búnir.
það eru fyrst og fremst sumir
gömlu bændurnir, sem fengu bú-
jarðir sínar fyrir lítið eða ekkert,
en eru nú metnar til mikils verðs.
Aðrir græddu á stríðsárunum, þeg
ar bændavörur komust í afarverð.
En mest af þeim gróða er nú samt
eyddur í landakaup og bifreiðar.
Mai'gir bændur, sem mikið verð
lofuðust til að borga fyrir land-
eignir, hafa nú orðið að ganga frá
kaupunum og missa það, sem bú-
ið var að borga.
En er þá engin framtíð hér fyr-
ir íslenska innflytjendur? því
verður tæpast rétt svarað með ein-
földu jái eða neii. Ef menn vilja
gera sér að góðu lifnaðarhætti
þeirra frumbyggja, sem hingað
fluttu og landið námu nokkru fyr-
h aldamótin síðustu, gætu máske
sumir sótt hingað hamingju, þó að
aðrir, og ef til vill fleiri, hreptu
fyrri gröf en heimslán.
Ekki nenni eg að telja hér upp
margar sögur um fátækt, lífsstríð
og strit íslensku landnemanna, en
hvenær sem saga þeirra verður
rétt sögð, mun hún berlega sýna,
að dáðríki feðranna er ennþá ekki
að fullu þrotið í niðjunum.
Ekki get eg þó stilt mig um að
tilfæra tvær dæmisögur, og veit eg
báðar sannar. Aðra segir nábúi
minn, afskektur atorkumaður:
„. .. . Eg gaf 150 dollara fyrir
landið, sem eg bý á. Bústofn
minn var tvær kýr — aðra varð
eg að selja til þess að standa í
skilum með landverðið. Eg teymdi
beljuna til markaðar, sextíu mílur
gegnum vegleysur og kviksyndi.
Úti lá eg um nætur og bar með
mér nestið. þegar til borgarinnar
kom, fékk eg 25 dollara fyrir kúna>
og þóttist góður.
Ári síðar flutti eg fisk af
Winnipegvatni á tveimur uxum.
Hafði eg mér þá til skjóls úlpu-
ræfil, sem eg keypti af skransala
fyrir 25 cent, og lá þá stundum
úti. Kalt mundi flestum þykja, ef
ekki nyti betri skjólfata í 60 til 70
stiga frosti (Fahrenheit), á ís-
breiðunum í Vestur-Canada".
Annar bóndi gekk 120 mílur 1
vinnu og hafði þurt brauð og kald-
ar kartöflur sér til matar, en
heima skildi hann eftir konuna og
3ungböm, og var þá engin björg í
búinu annað en mjólkin úr einni
kú og' ofurlítið af kartöflum.
Nú vil eg ekki gera þessa sögu
lengri, en ráðleggja vildi eg þeim
löndum mínum heima, sem til
vesturfarar hyggja, að hugsa mál-
ið vandlega áður en ákvörðun er
tekin, því það spor, sem veldur al-
gerum breytingum á lífskjörum,
lifnaðarhætti og umhverfi mann-
anna, verður ekki umstigið, nema
til hins mesta tjóns fyrir fram-
tiðar hagsæld og ánægju einstakl-
ingsins.
Að lokum vildi eg lítilsháttar
minnast á nýprentað Lögbergs-
bréf eftir einhvern kvenmannn
á Islandi, sem hér hefir eitt-
hvað dvalið vestra. Hún gerir
lítið úr þeirri hættu, að íslending-
ar verði herskyldir. Sem aðrir
borgarar þessa lands gætu þeir auð
vitað alls ekki komist hjá henni,
ef til ófriðar drægi, og eru það
mikil fyrn, að nokkur skuli stað-
hæfa hið gagnstæða. Annars hefir
hún kannske ekki verið hér þeg-
ar leitað var út um skóga og eyði-
merkur að þeim, sem flúðu undan
herskyldunni árið 1917 og 1918, —
ef til vill er hún ein af þeim, sem
segir mest af Ólafi konungi, af því
hún hefir hvorki heyrt hann né
séð.
Eg minnist ef til vill á andlegu
hliðina seinna.
Gimli 14. febr. 1923.
H. E. Johnson.
Húsnæðismálið. Bæjarstjórn
Reykjavíkur hefir nú felt alt það,
sem fram var borið þar um að
bæta úr húsnæðisokrinu.
Sigurður Magnússon
læknir frá Patreksfirði teknr að sór
allskonar
tannlækningar og tannsmiði.
Til viðtals á Uppsölum 10%—12
og 4—6. Sími 1097.
Góð saumavél er einhver þarf-
asti hlutur á hverju heimiíirÞýsku
Pallas saumavélarnar, eru béstu
saumavélar sem flytjast til lands-
ins. Þær hafa hærra undir tau-
fótinn, og sauma því betur þykkan
dúk, en ' aðrar saumavélar. Eru
mjög léttar og' hljóðlitlar. — Fást
að eins lijá Halldóri Sigurðssyni,
Ingólfshvoli, Reykjavík.
Trúlofun. Þeir sem panta hjá
mér trúlofunarhringa, eru vinsam-
lega beðnir að [taka , það fram,
hvort hringarnir eiga að vera
mjóir eða breiðir.
Sömuleiðis að senda greinileg
mál, helst mjóa pappírsræmu, og
skrifa greinilega' fþað’[sem á að
grafa í þá. Það eykur óþægindi,
og kostnað ef liringarnir eru ekki
mátulegir, e'ða líka ekki á ein-
hvern hátt. Halldór^Sigurðsson
Ingólfshvoli, Reykjavík.
í&fiskssalan i Englandi.
Töluverður uggur er orðinn í tog-
araeigendum í Rvík út af því, hversu
Knglendingar kreppa að útlendum
botnvörpuskipum, sem 1 oma þangað
n:eð ísfisk. Vilja halda fiskmarkaðm-
'Jiu fyi’ir þegna sína. Nýlega gerðn
3.10(1 skoskir f:skin’.?< u i Aberdeen
verkfall til að mótmada ísfiskssölu þar
í bæ, frá þýskum botnvörpunguin. l'ar
gerður aðsúgur með ískast) að þýsku
sjómönnunum. íslenskri togaraútgerð
stendur mikil hætta af því, ef íslend-
ingum verður bönnuð sala a nýjuin
fiski í Rnglandi. Er það skylda þings
og stjórnar að reyna að komast að
tiyggilegum samningum um sölu-
möguleika fyrir nýtt kjöt og fisk í
Englandi.
Frægur þingskriiari.
Vilhjálmur Gíslason, sonur þ. G.
ritstjóra, er orðinn frægur fyrir þrent
síðustu daga. Fyrst fyrir sína miklu
þekkingu á fornaldarsögum Norður-
landa. í öðru lagi að skrifa svo vit-
lausar og litaðar þingfréttir í Mbl., þó
hann sé á landssjóðslaunum sem þing-
skrifari, að bæði einstakir ráðherrar
og þingmenn hafa neyðst til að víta
framferði hans. í þriðja lagi er kvart-
að yfir, að hann sé langlélegasti þing-
skrifarinn. þegar minst var á þetta i
efri deild, treystist verndari piltsins,
J. M., þvorki til að verja þetta, né
heldur árás B. Kr. á fyrverandi sam-
herja Jóns, sem víttur hafði verið í
laumupésanum sæla, fyrir að hafa lagt
fiam korneinkasöluna í miður heið-
arlegum tilgangi. * *
Læknamál BarSstrendfnga.
Læknislaust hefir verið um stund í
Reykhólahéraði, og unir fólkið því
illa, sem von er, enda ekki í næsta
hús að venda að ná til annara lækna.
En ekki mun Barðstrendingum þykja
hót í því, þótt þeim yrði fenginn
læknir, sem verður að láta af starf-
um í öðru héraði, sökum alvarlegrar
heilsubilunar. Er slíkt ráðlag með öllu
óhafandi og fordæmanlegt, ef fram-
kvæmt verður.
-----Q.---
Tvær nýjav bækur eru nýkomn-
ar á bókamarkaðinn. önnur er þýð-
ing á íslensku af hinni alkunnu og
ágætu bók ungfrú Ólafíu Jóhannes-
dóttur: „De ulykkeligste". það eru
sögur sem lýsa hinu átakanlega
ástandi í stórborgunum og afleið-
ingum siðspillingar og drykkju-
skapar. Ungfrú ólafía hefir sjálf
annast þýðinguna. — Hin er nýtt
leikrit: Dómar, eftir Andrés þor-
mar, frá Geitagerði í Norður-
Múlas4slu. Gerist það á galdratrú-
aröldinni hér á Islandi.
Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson.
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðja Acta h/f.