Tíminn - 28.04.1923, Síða 1

Tíminn - 28.04.1923, Síða 1
®)íMi>£eri og, afgreií>slur-a6ur Cimans er Sigurgeir ^riörifsfon, Sambanöstjúsinu, HeyfjaDÍf. C í m a n s er i Sambanösíjúsinu. ©pin öaglega 9—12 f. b Sími 496. YIL ár. Reybjavík 28. apríl 1923 12. blað íslenska ríkið og íslandsbanki. 1. GLASGOW MIXTURE er indælt að reykja. .. Smásöluverð kr. 3.50 .nsÉSÉP- ” " 11 s m lbs. baukar. Scí&iaf Reiðtýgi, hnakkar (frá 40 kr.), söðlar, aktýgi (og alt tilh.), hnakk- og söðulvirki (járnuð og ójárnuð), beislisstengur (járn, stál og nýsilfur), taumalásar, hringjur allskonar, til söðla- og aktýgjasmiðis, Allskonar ólar svo sem: ístaðsólar, töskuólar, svipuólar, burðarólar, fótólar, beislistaumar, höfuðleður, hesthúsmúlar, gjarðir, reiðar, axla- bönd (úr leðri), glímubelti 0. fl. Þverbakstöskur, handtöskur, hnakk- töskur, skólatöskur, verkfæratöskur. Seðlaveski fleiri teg. mjög ódýr, merkjageymar. Leður fl. teg. svo sem: gult söðlaleður, svart aktýgja- leður, sólaleður (danskir kjarnar), vatnsleður (danskt), sauðskinn fleiri teg., svínaskinn, fordekkleður, þunt leður (með svínleðursgerð), litskinn (Saffian), leðurlíking (bíladúkur) mjög góð tegund, bókbandsskinn fl. teg. Plyds: grænt, rautt, brúnt, mislitt, miklu úr að velja og riijög ódýrt, bindigarn 2 teg. (sóffafjaðrir og möbluborði væntanlegt mjög bráðlega), stopp (Blaar) og „Krölhaari!, Hessian fl. teg., dýnustrigi, tjaldastrigi, óbleyjað ljereft, íborinn dúkur mjög sterkur, einnig dúka- áburður (Bonevax), vélreimar (drifreimar), vélreimaleður (maskínuteygt). Ennfremur: Keyri, mikið úrval og ódýr, silfurbúnar svipur fleiri teg. rósettur á beisli. Naglamaskinur 0. fl. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. MT Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum seljast mjög ódýrt. NB. Vagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt. Sími 646. Söölasmíöabúöin Sleipnir. Símnefni: „Sleipnir“ pá er lokið — í bili — tilraun Framsóknarflokksins að fá fram- kvæmdan þjóðarviljann í íslands- bankamálinu. Hann bar fram þá kröfu, að trúnaðarmönnum þjóðar- innar væri falið af Alþingi að kynnast fjárhagsaðstöðu Islands- banka gagnvart íslenska ríkinu — þessa útlenda banka, sem enn er, sem nú hefir í sínum höndum svo mikið af almannafé. Tilraunixmi lauk þannig, að þessi sjálfsagða krafa, borin fram af öflugasta og samstæðasta þingflokknum, með mikinn meiri hluta þjóðarinnar að baki sér, var að vettugi virt. Steinar fyrir brauð voru þjóð- inni gefnir í máli þessm í stað þess sem Framsóknarflokkurinn óskaði eftir: sjálfsagðrar og tryggilegrar athugunar á fjár- hagsafstöðu bankans yfirleitt gagnvart ríkinu, samþykkir meiri hluti beggja deilda tillögu um að forsætisráðherra sjái um að bankastjóm íslandsbanka láti þingnefndum í té skýrslu um tryggingarnar fyrir enska láninu. Fáir þingnefndarmenn eiga að fá að sjá þetta, ekki með eigin aug- um, heldur gegnum gleraugu bankastjórnar og forsætisráð- herra, þess manns, sem ekki hefir sýnt það svo að öllum virðist trygt að hann meti meira hagsmuni ís- lenska ríkisins en hluthafa íslands- banka. Ekkert annað eiga þeir að fá að sjá. En sögunni er ekki allri lokið með þessu. Jafnframt því sem þessir þing- menn drepa þessa sjálfsögðu kröfu, gerast þeir svo djarfir að kasta ókvæðisorðum að Framsóknar- mönnum og Tímanum. jþeir dirfast að halda því fram, að stefna Fram- sóknarflokksins og Tímans hafi verið sú, að koma íslandsbanka á kné með rógburði, og jafnframt að vinna landinu stórtjón. Og allra augljósast hafi þessi fúlmenska komið fram í flutningi þessarar tillögu. Hvað _var það þá, sem Fram- sóknarflokkurinn krafðist að gert yrði? það, að trúnaðannenn þjóðar- innar, gegn fullkominni þagnar- skyldu að sjálfsögðu út á við, at- huguðu hvort hagsmunir íslands væru að fullu trygðir í íslands- banka. En það er á allra vitorði, að nú er svo komið, að langsam- lega mestur hlutinn af fé því, sem bankinn hefir yfir að ráða, er bein- línis og óbeinlínis fé Islendinga og íslenska ríkisins, en miklu minni hluti eign hinna erlendu hluthafa. það sem liggur á bak við þessa kröfu Framsóknarflokksins er það: 1. að þó að Framsóknarflokkur- um sé að sjálfsögðu ant um það, að íslandsbanki geti starfað áfram, þar sem hann hefir á hendi svo mikið fjármálastarf fyrir þjóðina, þá er honum enn annara um hagsmuni íslenska ríkisins. því er sem sé þannig varið, að hagsmunir þessara tveggja aðila þurfa ekki að fara saman (háu vextimir). 2. að þar sem Framsóknar- flokksþingmennirnir eru trúnaðar- menn íslensku þjóðarinnar, þar sem það er vitað, .að Islandsbanki hefii’ tapað stórfé á undanförnum árum, þar sem það vart verður ef- að, að bankanum hefir ekki að fullu verið forsjállega stjórnað, þá telja þeir það skyldu sína að sannfæra sig um það, í sam.vinnu v:ð trúnaðarmenn annara flokka, að hagsmunum ríkisijs sé að fullu borgið, og 3. að þar sem árekstur getur orðið og getur hafa orðið milli liagsmuna hinna erlendu hluthafa og hagsmuna íslenska ríkisins, þá vildu Framsóknarflokksþingmenn sem trúnaðarmenn ríkisins, sann- færa sig um, hversu hagsmuna rík- isins hefði verið gætt og hversu þá mætti gæta þeirra í framtíð- inni. Með forsætisráðherrann í broddi fylkingar hefir nú þingmeirihlut- inn neitað um þetta. Og bætir því við um leið, að Framsóknarflokk- urinn hafi með þessu framið róg- burðarherferð 0. s. frv. II. Hver hefir þá verið stefna F'ramsóknarflokksins og Tímans í íslandsbankamálinu fram að þessu þingi ? Rauði þráðurinn hefir verið þessi: Hagsmunir íslenska ríkis- ins eiga að vega meira en hags- munir hinna erlendu hluthafa. Herópið hefir verið þetta: pað er hættulegt að fela útlendum banka aðalseðlaútgáfu ríkisins. Það er hættulegt að láta þann banka fara með mikið af veltufé landsmanna og láta íslenska ríkið lána þeim barika mlijónir króna, sem stjórnað er a. m. k. meðfram með hagsmuni útlendra hluthafa fyrir augum. það hefir mikið unnist á í þess- ari baráttu og það er fyrst og fremst Framsóknarflokknum að þakka. íslandsbanki er að afhenda landinu seðlaútgáfuréttinn smátt og smátt. Og íslenska ríkið hefir fengið rétt til að skipa tvo af bánkastjórum við bankann. En það er liðið hátt á annað ár síðan þetta þýðingarmikla ákvæði var samþykt, og það er ógert enn að framkvæma það. Stjómarskiftin síðustu fram- kvæmdi Framsóknarflokkurinn fyrst og fremst með það fyrir augum að skipaðir yrðu trúnaðar- menn landsins í Islandsbanka. I þinglokin í fyrra krafðist flokkur- inn þess, að það yrði gert. Mið- stjórn flokksins hefir látlaust krafist þess síðan. Sú hefir verið afstaða Fram- sóknarflokksins til þess máls. Vit- anlega var þetta einhver mesta tryggingin sem hægt var að fram- kvæma bæði fyrir íslenska ríkið og bankann sjálfan. En það er ógert enn að skipa þessa trúnaðarmenn landsins í bankann. því veldur sjálfur for- ingi þingmeirihlutans í Islands- bankamálinu, Sigurður Eggerz for- sætisráðherra. það er hann, sem virt hefir þessa margendurteknu kröfu Framsóknarflokksins að vettugi. Meiri óleik hefir ekki verið hægt að vinna hvorumtveggja aðilanum í senn: íslenska ríkinu og íslands- banka, en að vanrækja þessa fram- kvæmd. Og ef það væri rétt, sem fjöldi manna heldur, að ástæðan sé sú, að forsætisráðherrann hafi vanrækt þetta af þeirri ástæðu, að hann ætli sér annað embættið, þá er ekki ofmælt,' að með þessu framferði er bankanum stefnt í hinn mesta voða, að láta hann bíða hálfstjórnlausan eftir því, að forsætisráðheiTanum þóknist að að veita sjálfum sér embættið. þeir kasta því fram þessir þing- menn, að Framsóknarflokkurinn hafi viljað vinna íslandsbanka tjón. En þeirra eigin foringi hefir nú farið þannig að. ólíkt hafa þeir hafst að í bankans garð, um hið þýðingannesta atriði, Framsókn- arflokkurinn annarsvegar og for- sætisráðherrann og flokkur hans hinsvegar. þetta aðkast manna þessara í garð Framsóknarflokksins og Tím- ans verður ekki skilið nema á einn veg. Með hrópi sínu eru þeir að íeyna að kæfa rödd illrar sam- visku. þeir finna það undir niðri, að það er Framsóknarflokkurinn sem haldið hefir fast á sjálfsögð- um rétti íslendinga bæði fyr og nú. En þeir þora ekki að viður- kenna þann sannleika. Aldrei hafa falskari tónar heyrst í íslenskri stjómmálasögu en þetta neyðaróp Sigurðanna Kvai-ans og Eggerz og flokks- bræðra þeirra. III. það er hr. Sigurður Kvaran sem hörðustum hrópyrðum kallar í garð Framsóknarflokksins fyrir það að hann sé að hefja aðsúg að íslandsbanka. Fyrir 14 árum síðan (1909) var hafinn hinn snúðugi og forsjár- lausi aðsúgur að landsins eigin banka, Landsbankanum. Mun það flestum enn í fersku minni. Sig. Kvaran átti þá sæti á þingi. Og það var hann sjálfur, Sigurður Kvaran, sem þá bar fram trausts- yfirlýsingu til ráðherrans, sem því frumhlaupi olli á hendur Lands- bankanum. I þeim hóp voru þeir og meðal annara: Sigurður Stef- ánsson, Bjöm Kristjánsson og Bjami frá Vogi, sem nú rísa allir sem einn maður gegn hinni sjálf- sögðu og prúðmannlegu framkomu Framsóknarflokksins gagnvart út- lendum banka, sem fer með 10— 20 milj. kr. af fé landsmanna. Hver lifandi maður getur tekið þau alvarlega hrópyrðin frá hr. Sig. Kvaran í þessu máli? það gegnir mikilli furðu að flokkur- inn skyldi einmitt velja hann til þess að vera rödd hrópandans. IV. Málið er útkljáð — en ekki nema í bili. Með ofbeldi hefir þingmeirihlut- inn hindrað Framsóknarflokkinn að framkvæma það sem hagsmun- ir alþjóðar krefjast. En sem betur fer standa kosn- ingar fyrir dyrum á næsta hausti. þó að þessi þingmeirihluti hefði gjaman viljað, þá hefir hann ekki getað afsalað næsta alþingi því valdi, sem það hefir til þess að gæta tryggilega hagsmuna lands- ins. Um það munu kosningamar næstu snúast ekki hvað síst. Framsóknarflokkurinn gerði alt sem honum var unt til þess áð fá framgengt þjóðarviljanum í þessu máli. Hinir bera alla ábyrgðina á því sem nú hefir verið vanrækt í þessu efni. Reikningsskapinn verða þeir nú . að standa alþjóð við kosning- arnar. þeir munu verða spurðir: Hversvegna neituðuð þið öflug- asta og samstæðasta þingflokkn- um um það að fá, samkvæmt kröfu þjóðarinnar, tryggilega vitneskju um fjárhagsaðstöðu Islandsbanka gagnvart íslenska ríkinu, þegar hennar var leitað á hinn prúð- mannlegasta hátt og með hags- muni landsins eina fyrir augum? Hversvegna er því frestað ár frá ári að’ skipa trúnaðarmenn lands- ins við stjóm bankans lögum sam- kvæmt ? Hversvegna breyttuð þið svo með þá sögu bankans að baki, sem alþjóð er kunn? Hversvegna fóruð þið íslenskir löggjafar svo þveröfugar leiðir og gagnstætt því sem tíðkast um öll lönd önnur, því að öllum er það kunnugt hverjum tökum sam- bandsþjóð okkar og aðrar þjóðir taka á bankamálavandræðum sín- um um þessar mundir? Sennilega hefir framtíð íslensku þjóðarinnar aldrei verið meir komin undir kosningaúrslitum en þeim, sem nú verða kunn á kom- anda hausti. ----0---- Vegamót. Bankamálaumi-æðurnar í þing- inu marka skýrar línur í flokka- skiftingunni. Annarsvegar eru nluthafar íslandsbanka og þeir menn, ;iem íita líkt á aðstöðu bank- ans eins op binir svokölluðu eig- endur. Dagskrá þeirra virðist vera sú, að setja gamla og nýja yfir- boðara bankans á sem allra liæst laun, þó að fjárhagurinn sé krapp- ur. I öðru lagi að ganga ekki að stærstu skuldunautunum, heldur gefa þeim upp stórupphæðir, en láta þá ekki verða gjaldþi’ota. Vinna síðan tjónið upp með háum vöxtum, sem skilamennirnir borga. • Koma þannig tjóninu af stóróhöpp um og axarsköftum einstakfa rnanna yfir á þjóðai’heildina. Hins- vegar er þjóðin. Hennar hagsmun- ir eru að íslandsbanki tapi sem minstu. Að skuldunautar hans standi við ábyrgðir sínar með öll- um eigum sínurn. Að vextir séu lágir, og engin þörf að skattskylda alþjóð manna til að jafna metin fyrir fáeina bi’askai’a, sem ekki hafa kunnað forráð fóta sinna. Fyrir rúmu áii síðan ultu þeir úr landsstjórainni Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson. Féllu þeir á gífui’legri eyðslu, og hins- vegar á ódugnaði eða meðhaldi við eigendur Islandsbanka. Mogga- dótið fór þá í minni hluta. Fi’am- sókn og Sjálfstæðismenn gerðu Sig. Eggerz kleift með beinum stuðningi og hlutleysi, að mynda núverandi stjórn. Nýja stjómin átti að vera betri hinni fráfarandi. Hún hefir reynst það og tekist vel að sumu leyti. Óhófseyðslan hefir minkað stórvægilega. Einstökum málum, svo sem steinolíuvei’slun- inni og byggingu strandfei’ðaskips- ins hefir verið ráðið til lykta í samræmi við þjóðarhagsmunina. En að því er snei*tir íslahdsbanka, og það sem þar af leiðir, gengis- hiunið, er framförin engin. Sig. Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.