Tíminn - 28.04.1923, Blaðsíða 4
42
T 1 M I N N
Laugavegi 29, Reykjavík
hafa ávalt fyrirliggjandi nægar birgðir af neðantöldum vörum í góðu
úrvalí, sem sendar eru gegn póstkröfu eða fyrirfram borgun um alt
ísland:
Allskonar vefnaðarvörur, svo sem:
Hvít léreft, frá kr. 1,10 meterinn,
Óbl. léreft, frá kr. 0,90 meterinn,
Fiðurhelt léreft, frá kr. 1,95 meterinn,
Dúnhelt léreft, góðar tegundir,
Sængurveraefni, einlit, frá kr. 1,40 meterinn,
S i r s margar tegundir,
Tvistdúkar, í milliskyrtur o.-fl., sterkar, góðar teg.,
Do. í svuntur o. fl., kr. 1,65 meterinn,
Khaki-dúkur, frá kr. 2,25 meterinn,
Kadetta-dúkar, kr. 2,25 til 2,50 meterinn,
Flónel, hvít og mislit, frá kr. 1,25 meterinn,
Stormfataefni, kr. 3,25 meterinn,
Sheviot, tvíbreið, í drengjaföt o. fl., frá kr. 9,50 meterinn,
Kjólaefni, ullar og bómullar, fjölbreytt úrval,
Reiðfataefni, tvíbreið, margar teg., frá kr. 6,90 meterinn,
Drengjafataefni, mislit, frá kr. 7,50 meterinn,
Gluggatjaldaefni, stórt og gott úrval, frá kr. 1,20 meterinn,
Silki, í svuntur, blússur og kjóla, stórt úrval;
Alt til fata, í stóru úrvali.
Ýmiskonar tilbúinn fatnað, svo sem:
Kven-prjónablússur, góðar og ódýrar,
Regnkápur, karla, kvenna og barna,
Reiðjakka, með belti (Waterproof) kr. 38,00 og 45,00 stk.
Sportbuxur og sportsokka,
Karlmannafatnaði, frá kr. 55,00,
Karlmannahatta, stórt og gott úrval,
Enskar húfur, karlmanna, frá kr. 2,50,
Do. drengja, frá kr. 2,00,
Nærfatnað allskonar,
Sokka, úr ull, bómull, ísgarni og silki, karla, kvenna og barna,
Manchettskyrtur, hvítar og mislitar,
Plibba, stífa og lina, hálsbindi og slaufur, stórt og fallegt úrval,
Vasaklúta allskonar, hvíta og mislita;
Borðteppi, stórt úrval,
Rúmteppi, hvít og mislit,
Tyinna, 200 yds. kefli, 6-faldan, ágæt teg.,
kr. 0,35 keflið, kr. 4,00 tylftin
Prjónagarn, mjög góðar tegundir, um 30 litir,
kr. 7,00 og 9,00 7» kg.
Allskonar smávörnr, mjög gott úrval o. fl. o. fl.
Allar vörur okkar eru keyptar beint frá fyrsta flokks erlendum
verslunarhúsum, og valdar eftir margra ára reynslu með tilliti til þess
hvað best hentar hér, og seldar með sanngjarnasta verði sem völ er á.
Þegar þér komið til höfuðstaðarins, ættuð þér að kynna yður verð
og gæði varanna hjá okkur, áður en þér festið kaup annarsstaðar.
Við vonum að það borgi sig fyrir yður.
Virðingarfyllst,
Marteinn Einarsson & Co.
Talsími: 315 — Pósthólf: 256 — Símnefni: MECO, Reykjavík.
Smásöluverð á tóbaki
má ekki vera hærra en hér segir:
Mellemskraa (Augustinus, B. B., Krúger eða Obel) kr. 22.00 kg.
Smalskraa (Frá sömu flrmum)............—• 25.30 —
Rjól (B. B. eða Obel)..................— 10.20 bit.
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Hia.ncd.s’versliJ.n.
er sterkust, ódýrust og einföld-
ust allra skilvinda.
Fssst hjá aðalumboðsmanni
á íslandi
Arna Einarssyni,
Laugaveg 28 — Reykjavík.
Orðsendíng
til kaupmanna og kaupfélaga.
Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf-
um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af íslenskum niðursuðuvörum
frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem:
Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum,
----í 1/, _ - - Í v. -
og Fiskbollur í 1 kgr. dósum.
Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um
verð lijá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar
sendar út um land gegn eftirkröfu.
Styðjið innlenda framleiðslu.
Virðingarfyllst.
Sláturfélag Suðurlands.
Frh. af 1. síðu.
Eggerz hefir fetað þar nákvæm-
lega í fótspor þeirra Jóns og Magn-
úsar Guðm. Að sama skapi
hefir gjáin verið að aukast milli
Sigurðar og Framsóknarmanna.
Að lokum fór svo nú við umræð-
umar um bankamálið, að skilnað-
urinn varð fullkominn og öllum
augljós. 1 neðri deild sannaði
Magnús Kristjánsson að Sigurður
væri nú - stj ómmálalega kominn í
fang þeirra Magnúsar Guðmunds-
sonar og Jóns Magnússonar. M. G.
vildi að vísu afneita slíku sam-
bandi, en það var þó öllum aug-
ljóst. í efri deild þótti Sigurði
Framsóknannenn kreppa ailmjög
að sér út af bankamálinu, og var
auðheyrt, að hann þóttist sjá, að
frá Framsókn væri engrar hjálp-
ar að vænta. Við sömu umræðu
sagði Jón Magnússon, að álit sitt
hefði vaxið stórum á Sigurði, við
það, að S. E. hefði fjarlægst
Framsóknannenn. Við atkvæða-
greiðsluna stóð Sigui’ður hlið við
hlið þeim Morgunblaðsmönnum að
fella tillögu Framsóknarmanna um
að þingið skyldi athuga veðið fyr-
ir enska láninu. Og morguninn
eftir að þessum umræðum lauk,
bauð Mbl. í ritstjórnargrein Sig.
Eggerz með því, sem honum kynni
að vilja fylgja, inn í hinn nafn-
lausa Morgunblaðsflokk. Hét blað-
ið Sigurði góðu um að hann mætti
vera ráðherra áfram, ef hann vildi
vinna í samræmi við stefnu þeirra
samkepnismanna. Samkteypa þessi
virðist því vera komin í lag. Sig.
Eggerz veit að hann hefir mist
stuðning samvinnumanna. En hon-
um hefir boðist um stundarsakir
nýtt skip og nýtt föruneyti.
Samkepnismenn gætu skift um
stjóm ef þeir vildu, sett Jón,
Magnús, eða Proppé og Einar þor-
gilsson í ráðuneyti. En í sjálfu sér
finst þeim það 'óþarfi, fram yfir
kosningar. Samkepnismönnum má
á sama standa, hvort sá heitir
Sigurður, Einar eða Jón, sem að
nafni til fer með völdin. Flokkur-
inn ræður hvort sem er, eins og í
fslandsbanka- og gengismálinu.
Mbl. hefir nú „yfirtekið“ S. E.
Spá Tímans frá í vor hefir ræst.
Samvinnumenn hafa reynt að lofa
Jóni Magnússyni að vera í stjórn.
Hann féll á verkum sínum. Sigurði
var veitt sama tækifæri, en enda-
lok hans virðast vera hin sömu.
þannig safnast smátt og smátt
öll þessi gömlu, úreltu pólitisku
herskip í flota „bandalagsins",
sem vill vera flokkur, en á ekki
neitt skapandi áhugamál, enga
sameiginlega hugsjón, ekkert
skipulag, ekki einu sinni nafn.
Samstarfsmenn Sigurðar, frá vel-
gengnisárum hans, munu telja
miður farið, að hann skyldi svo að
segja að ófyrirsynju og fyrir ald-
ur fram, hafa orðið að steini í
hluthafanökkvanum. **
---•----
Fiskafli sæmilegur, þegar gefur
í verstöðvunum sunnan og vestan
lands.
Alþíngi.
Hæstiréttur kom til umræðu í
efri deild. Frv. J. J. gekk út á að
fækka starfsmönnum um helming,
úr 6 í 3. J. M. og S. E. lögðust fast
á móti með því liði, sem þeim fylg-
ir venjulega. Taldi S. E. ófært að
fækka í hæstarétti, nema bæta við
yfirrétti, og þá yrði enginn sparn-
aður. J. J. benti á, að fram að
stríðinu hefðu Bandaríkin komist
af með 9 hæstaréttardómara. Hér
ættu því þrír að duga, miðað við
auð og fólksfjölda. Sannaði enn-
fremur, að hin munnlega mál-
færsla gerði fátækum mönnum
erfitt að nota dóminn. J. M. við-
urkendi þetta, en vildi ekki lag-
færa gallana strax. Einhverjir
þurfa að líða fyrst. Málinu var
vísað til stjórnarinnar, en lítils er
þar að vænta af S. E. Eitt hafðist
upp úr frv.) að S. E. lofaði að veita
ekki embætti í hæstarétti, ef eitt-
hvað losnaði þar á næstunni.
Húsaleigan kom til endaloka.
Bæjarstjómin hafði ákveðið að
gera ekki neitt. Jón Magnússon
fann samt upp það snjallræði að
vísa málinu til hennar. þar að auki
ber hann fram tillögu um, að húsa-
leigulögin, sem nú eru, falli úr
gildi. J. J. taldi rétt að samþykkja
það frv. í samræmi við danska
máltækið: Jo galere, jo bedre.
Nafnakallsatkvæðagreiðslumar um
hin helstu framfaramál, sem rædd
hafa verið í þinginu, verða birtar
í sumar hér í blaðinu. þá fá hús-
eigendur í Reykjavík, sem græða
húsverðið á einu ári, stundum,
ástæðu til að þakka J. M. drengi-
lega framgöngu.
B. Kr. kom með frv. um að búa
til nýtt prestsembætti í Mosfells-
sveit. það var felt með 7:7 atkv.
Sig. Eggerz var í það skifti með
Framsóknarmönnum. Hann vill
setja þar prest með fullum laun-
um. J. J. ber fram þingsályktun
um að stjómin megi verja 1000
kr. til að fá prestvígðan mann úr
Reykjavík til að messa í þessum
kirkjum og á Kleppi. Fyrir guðs-
þjónustur á spítalanum eru nú
goldnar 700 krónur. Enginn vafi
er á, að hver einstakur maður,
sem átt hefði að greiða úr sínum
vasa, hefði farið þannig að. En
sennilegra þykir hitt, að fúll laun
þurfi þar fram að koma. það er
gamli siðurinn, og hann er rótgró-
inn enn.
Hákon Kristófersson og J. J.
báru fram tillögu í sameinuðu
þingi, um að landsstjómin skyldi,
að því er snertir veitingu og setn-
ingu í læknisembætti, fara eftir
óskum héraðsbúa, ef meir en
helmingur kjósenda í héraðinu
mælti með eða móti einhverjum
vissum manni. Hafði þessi tillaga
verið á ferðinni snemma á þing-
inu, þegar tæpast stóð með Austur-
Húnvetninga, að farið yrði að ósk-
um þeirra. Nú átti að setja í Reyk-
hólahérað vestra mann sem full
ástæða var til að halda að ekki
hefði heilsu til að gegna embætt-
inu. Sannaði Hákon með ljósum
rökum, hve óheppilegt og rangt
væri að neyða upp á héruðin lækn-
um, sem þau ekki vildu hafa. Svai’-
aði hann rækilega bréfi frá Guðm.
Hannessyni, er ritað hafði þing-
inu mótmælaskjal fyrir hönd
Læknafélagsins. Magnús Péturs-
I son varði Læknafélagið og mót-
þAKKARÁVARP.
Síðastliðið sumar var eg veikur
af lungnabólgu. Við hjónin liðum
við það mikinn halla, en margir
góðir menn hafa bætt okkur það
með fjárgjöfum, einnig ungmenna-
félagið hér í hreppnum, með stór-
rausnarlegri gjöf.
öllum þeim, sem hafa auðsýnt
okkur hjálp, sendum við innileg-
asta þakklæti og biðjum góðan
guð að launa þeim það.
Hlíð í Hrunamannahreppi
5. apríl 1923.
Kristín Jónsdóttir.
Guðni Jónsson.
mælti tillögunni. Taldi marga galla
á að fá almenningi í hendur vald-
ið um læknisvalið. J. J. sannaði,
að sú regla að veita mönnum störf
eftir embættisaldri væri úrelt
venja frá einveldistímunum. I öll-
um einstakra manna fyrirtækjum
væri sótt eftir hæfustu mönnun-
um, en ekki tekið tillit til aldurs.
Nú væru stjórnarvöldin að missa
tök á þessum veitingum. Lækna-
félagið vildi ráða sjálft mestu þar
um. Símamannafélagið hefði áður
tekið völdin af sínum yfinnönn-
um. Hver þjónstétt í landinu vildi
vildi þannig vei’a sjálfstætt ríki í
ríkinu. þetta væri sú tegund sam-
eignarstefnunnar, sem á ei’lendu
máli væi’i nefnd „syndikalism“. I
þriðja lagi væri þjóðin sjálf sem
vildi vera húsbóndi í sínu húsi og
ætti að vera það. Ef landsstjórn
og sérfróðu stéttimar misbeittu
valdi sínu, hlytu þær fyr eða síð-
ar að missa það. Tillagan varð
ekki úti*ædd í það sinn. En hún
hefir haft heilsusamleg áhrif, því
að hér eftir verður vandfarnara, ef
troða á óhæfum mönnum í em-
bættti.
Um fossamálið fór svo sem við
var búist, að Bjarni frá Vogi taldi
sig ekki hafa tíma til að boða fund
í neðri deildar nefndinni. Honum
fylgdi J. þoi’l. þá tóku þeir sig
saman þremenningarnii’, Lárus í
Klaustri, Hákon og Sveinn í Firði,
gerðu meii’i hluta nefndarálit og
heimtuðu málið tekið á dagski’á.
Standa yfir stympingar um, hvort
þannig megi að fai’a. Bjarna þyk-
ir miklu skifta, að vinna þingsins
í fossamálinu beri engan ávöxt.
Fátækralögin liggja hjá neðri
deild. Mbhmenn vilja helst eyða
málinu, annars hafa sveitfestina
5 ár í stað 3.
Gunnar fi’á Selalæk og Láxvis í
Klaustri flytja mikinn lagabálk
um sandgræðslu og sandvamii’. í
tilefni af því fói’u landbúnaðar-
nefndir beggja deilda hér á dög-
unum austur á Rangárvelli í bif-
reiðum. Gaf þar á að líta, að mik-
ið er uppblásið af landinu og mörg
sárin að gi*æða.
----o-----
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra sagði af sér ráðherrastörf-
um í síðastliðinni viku og hverf-
ur aftur að kenslustörfum við há-
skólann. Hefði prófessorsembætti
hans að öðnxm kosti vei’ið veitt
öðrum. Atvinnumálaráðhei’ra tek-
ur við störfum fjármálaráðheri’a.
Fyrirlestrar D. östlunds hér í
bænum hafa verið vel sóttir og
vakið mikla eftirtekfc. Sunnudag-
iun 29. apxll talar hanh ? Nýja
Bíé um bannmálið úti um heim-
inn, sérstaklega um Norðurlönd og
Island, og minnist meðal annars á
þá stoð, sem ísland gæti notið frá
alheims-sambandinu, ef landið á
að geta náð fullu sjálfstæði í við-
skiftum sínum við Spán. — Pré-
dikun flytur östlund í K. F. U.
M. hér í bæ á sunnudagskvöldið.
Islendingur einn að nafni Krist-
inn Benjamínsson, ættaður úr
Njarðvíkum, var myrtur nýlega
suður á Spáni. Hann var stunginn
hnífi til bana.
Ritstjóri: Txyggvi þórhallsson.
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðja Acta h/f.