Tíminn - 05.05.1923, Side 3

Tíminn - 05.05.1923, Side 3
T 1 M I N N 45 og hjá Framsóknarflo'kknum. „Af- leiðingin er sú“, segir blaðið, „að við kosningarnar í haust verður aðstaðan miklu erfiðari en hún eha hefði getað verið“. Tíminn er Mbl. alveg sammála. Og Tíminn getur bætt því við, að fyrir Mbl. og Mbl.- flokkinn verður hún þó enn afleit- ari eftir það, að Mbl. hefir áfdt sína eigin flokksbi’æður með svo óvenjulegri hreinskilni. Nú hefir Mbl. barist með þessum mönnum árum saman, stutt þá til valda og við kosningar og gefur þeim svo þennan líka vitnisburð. Hvernig geta kjósendur landsins borið traust til sfíkra þingmanna og slíks þingflokks ? það er óhugsandi annað en að þessir menn falli eins og flugur við kosingarnar. — Ekki tekur betra við eftir kosningarn- ar. pá „verður alt í sama glund- roðanum og nú er“, segir blaðið. þetta er vitanlega alveg rétt. Og þetta er hinn endanlegi dauðadóm- ur sem blaðið kveður yfir sínum eigin flokki. Glundroði er höfuð- einkennið, hefir verið og verður .höfuðeinkennið á andstæðingum Framsóknarflokksins. Slíkir menn eiga ekkert erindi á þing. þeir eru með öllu óhæfir til að mynda þá stjórn, sem á að stýra þessu landi. 8. Sigur Framsóknarflokksins. Hinsvegar blasir við Mbl. meirí- hlutasigur Framsóknarflokksins við kosningarnar. Mbl. segir að vísu að það haldi að það muni ekki verða. En slíkt orðalag á slíkum stað bendir hiklaust í þá átt að Mbl. telur hina mestu hættu á að Framsóknarflokkurinn muni ná meiri hluta við kosningamar. Dauðadæmdur er sá flokkur sem er viss um sigur andstæðinganna. Dauðamörkin eru auðsén á hinni „sundurlyndu“, „valdastreitu- gjörnu“, „metingssömu“ og „úlf- úðarfullu“ hjörð þingmanna og stjórnmálamanna, sem hefir hópað sig kringum Morgunblaðið, en sem þó vill ekki kannast við það til fulls. Hugur ræður hálfum sigri. Ein- huga ganga Framsóknarflokks- menn til kosninganna í haust. þeir eiga það að baki sér að hafa bar- ist samhuga fyrir framgangi fjöl- margra þjóðnýti’a mála. þeir hafa sýnt það að þeir eru hæfir til að vinna saman og munu geta komið sér saman uin að skipa sterka og samstæða stjórn yfir landið. Mik- ill hluti þjóðai’innar stendur fast með þeirn um að hrinda hinum þjóðnýtu málurn í framkvæmd. Hverskonar heilladísir munu fylgja þeirn til kosninganna. Hugur ræður hálfum sigri. Meiri hlutasigur ætla Framsóknarmenn að sækja í kosningunum í haust og þeir munu sækja hann. En sjálft höfuðmálgagn and- síæðing’a Framsóknarflokksins hef ir kveðið upp yfir þeim dóminn. Sundraðir ganga þeir til kosninga. Foi’tíðin bítur í hæla þeirn. Og framundan bíður þeiri’a glundroð- inn að dórni þeiri’a eig’in blaðs. Örlaganornimar hafa leikið þá grátt, og þó er enn kollhríðin eftir. f Kristrún Jónsdóttir frá Kópsvatni. Hinn 20. febrúar í vetur aiidað- ist í Skálholti í Biskupstungum Kristrún Jónsdóttii’, háöldi’uð ágætiskona og nafnkunn þar eystra. Hún var fædd að Kóps- vatni í Hrunamannahi’eppi 14. sept. 1881 og komin af góðu bændakyni í báðai’ ættir. Jón Ein- ai’sson, faðir hennar, bjó á Kóps- vatni langan aldur, góður bóndi og gegn, vinsæll og mikilsvii-tur. Kona hans hét Kati’ín Jónsdóttir, bónda í Reykjardal Eiríkssonar í Bolholti og Ki’istínar, er Bolholts- ættin fjölmenna er fi’á komin. Katrín var kvenskörung*ur mikill og drengur góður, oi’ðlögð fyrir rausn og góðgirni. þau hjón áttu fjölda barna og var Kristi’ún næst yngst. Bræður tveir og níu systur komust upp. þótti það fríður hóp- ur og mannvænlegui’, enda reynd- ist og’ svo. Um þær mundir bjó Magnús Andrésson, er seinna varð alþingismaður, á Syði’a-Langholti í sömu sveit. Kona hans hét og Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa HreinS. Stangasápa Hreini Handsápur Hreina Ke rti Hreini Skósverta Hreini Gólfáburður Dp Styðjið íslenskan HEINN iðnað! Kati’ín, og voru þær Katrín á Ivópsvatni systkinadætur, en bænd ur þeirra hi’eppstjórar báðir sam- an og mestu mátar. Systkinin í Langholti voru líka 11, sjö bi’æð- ur og fjórar systur, og hvor- tveggja barnahópurinn á líku reki. Var samgangur mikill og kært í milli. Næstyngsti sonur þeii’i’a Langholtshjóna hét Sigurður. þeg- ar hann var 16 veti’a, fór hann til vistar að Kópsvatni. Unnu þau hjón honurn bi’átt engu miður en sínum börnum. þá var Ki’istrún 12 ái’a. Uxu þau saman eftir það og skildu eigi síðan, meðan bæði lifðu. þau giftust 1854 og tóku þá við búi á Kópsvatni. þar bjuggu þau síðan, þangað til Skúli Árna- son héraðslæknir, tengdasonur þeirra, tók við af þeim 1899. Ári síðar fluttust þau með honum að Skálholti, og þar hafði nú Krist- rún lifað ekkja nær 21 ár, er hún andaðist. Saga þeiira hjóna verður eigi sögð í þessum fáu oi’ðum. Til þess þyi’fti að rekja í meii’a en 40 ár sögu Hrunamannahrepps; svo nxjög kom Sigui’ður þar við öll fé- lagsmál og héraðsstjóm, meðan hann var bóndi. Á heimilislífið skal aðeins drepið með fáum oi’ðum; það kernur meir til konunnar. það hafði í i’íkum mæli kosti þá, er um þær rnundir prýddu bestu heimili í sveit, guðrækni, siðsemi, ráðdeild, atoi’ku og gesti’isni, en það var séi’staklega oi’ðlagt fyrir glaðvæi’ð og góðsemi. Sigurður var allra manna glaðastur og skemtilegastur, fyndinn og orð- heppinn, fullur af gamni og glett- um, svo að ekki var það dauðýfli til, að hann kveikti ekki fjör í. Jafntramt var hann stórvitur mað- ur, sem ánægja var að ræða við um hvaða efni sem vera skyldi. Ilann var víðlesinn og átti bóka- safn óvenju mikið og gott. Var það mjög notað til lestrar á kvöld- vökum. Einna mest gaman þótti honum að mannfræði, sögum og ljóðum, og var bráðskygn á það, sem einkennilegt var og máli skifti í þeim efnum. Húsfi’eyjan lét minna á sér bera, en glaðlyndi hennar og látlausa jafnaðai’geð hjálpaði engu síður til að setja á heimilið alt þennan glaðværðai’- brag, sem þegar gekk í augun og laðaði að því bæði hjú og gesti. Og ekki var góðsemin og hjálpfýsin síður. Sigurður var lengi mestur framkvæmdamaður í allri sveit- arstjófn; komu því fátækramál og önnur almenn vandx’æði að sjálf- sögðu til hans kasta, en auk þess flúðu nienn óspai’t til hans í alls konar nauðum og vanda, og er varla of sagt, að hann leysti hvei’s manns vandræði, er hann mátti. Væi'i seint að telja sporin hans í annara þarfir, þegar einhver vandi’æðin kölluðu að, sjálfur taldi hann þau ekki. Ekki virtist það neinn fagnaðarfengur önnum kaf- inni húsmóður, sem hann færði stundum heim með sér í búið úr slíkum ferðum, aumingjar og handbjargarómagai’, sem engan áttu að, en það brást ekki, hvei’n- ig sem á stóð, að þar tóku við þeirn móðurhendur. þau hjón skildi víst aldrei á, hvoi’ki um það né annað. Kristrún var tæplega meðalkona á vöxt, en vel á sig komin og fríð sýnum, hýr á brá og brosleit, snör í handtökum og létt í spori; tvinn- að saman í svip og framgöngu f j ör- bi’agð og blíðuþokki, og samdi forkunnar vel. Hélt hún furðulega einkennum þessum, andlegum og líkamlegum, til æfiloka. Síglöð og góðviljuð stóð hún enn á öðru ári um nírætt, eins og talandi'vottur þess styx-ks, sem trú og kærleikur skapar. þau hjón höfðu eignast 10 böm; dóu 4 í barnæsku og Sigi’íður 1911, kona Skúla læknis í Skálholti, en 5 eru enn á lífi: Haraldur bóndi á Ilrafnkelsstöðum, Katrín hús- freyja á Kjóastöðum, Steinunn bústýi-a Skúla mágs síns í Skál- holti, Magnús bóndi í Austui’hlíð og Kristín húsfreyja í Reykjavík. Auk þeirra systkina var fjöldi annai’a bama til fóstui’s á Kóps- vatni lengur eða skemur, mörg öll uppvaxtarái’in; meðal þeirra var Ágúst þórai’insson, verslunarstjóri í Stykkishólmi, systui’sonur Sig- urðar. Öllum þeim börnum var Ki’isti’ún engu síður en sínum börnum, og mátti ekki mein þeirra vita. Er hún sá eitthvert barna sinna ama slíkum skjólstæðing, eins og oft hendir með böi’num, var hún fljót að skei’ast í leikinn og sagði: „Gei’ðu ekki þetta, mundu að hann er munaðarlaus“. þau gleyma líka séint „mömmu sinni á Kópsvatni“. Annai’s þarf þar ekki að taka fósturbömin til; það er vanaviðkvæði, ef minst er á Kristrúnu á Kópsvatni við ein- hvem, sem þekti hána: „Aldi’ei hefi eg þekt beti’i konu“. M. ---------------— ... Maáur hvai*f af Seyðisfirði ný- lega, Benedikt Sigtryggsson sím- ritari. Hefir hans vei’ið leitað árangui’slaust í viku tíma. Annað hefti af Tímariti lögfræð- inga og hagfræðinga er nýkomið út. Flytur fjölda fi’óðlegra greina. okkur æði mörgum hljóti að verða eitthvað á þessa lund: Eg veit það ekki. Stjórnin nefndi það ekki og þingið lét sig það engu skifta. Eg býst ekki við, að nokkur ein- asti þingmaður sé ánægður með að gefa þessi svör; en eg sé held,- ux ekki, hvernig hægt verður að gefa önnur svör, ef þessari tillögu vei’ður ekki sint. Eg skal svo ekki fjölyrða meira um þetta mál að sinni; það er ekki ólíklegt, að tilefni gefist síðar til þess að fara nákvæmar út í ein- stök ati’iði. Eg vei’ð þó að kvitta fyrir tvær bi’tt., sem fram hafa komið við tillögu okkar. það er ekki ástæða til að hafa mikla snúninga við þessar brtt. þær ei-u þannig vaxn- ar, að við flutningsmenn sjáum okkur ekki fært að greiða þeim atkvæði. Báðar brtt. hafa það sameigin- legt, að draga úr þeirri vitneskju sem tillaga okkar ætlast , til að þingið fái um bankann, með því að binda athugunina einungis við tryggingarnar fyrir enska láninu. En eins og þingsályktunartillagan ber með sér, er ætlast til nokkurs meira; í tillögunni stendui*, að nefndin eigi samkvæmt 35. gr. stjórnarski’árinnar að kynna sér svo sem unt er fjárhagsaðstöðu bankans gagnvai’t ríkinu. Með þessu er þó ekki sagt, að hefja skuli gagngei’ða rannsókn í venju- legri merkingu þess orðs. það væri vitanlega óframkvæmanlegt. Til þess er enginn tími. það sem við flutningsmenn ætlumst til er það, að nefndin fái nauðsynlegar upp- lýsingar og skýi’slur um alt það, er nauðsynlegt er að vita urn ásig- komulag og horfur með fjáx’hag bankans og viðskiftamöguleika í fi’amtíðinni. Nefndin þai’f að gei’a sér ljóst í sanxráði við banka- stjórnina, hvei’ra í’áða þai’f að leita, og hverjar vonir ei’u um það, að bankinn geti fai’ið að starfa að nauðsynlegum viðskifta- málum þjóðai’innar, og greiða fyr- ir framkvæmdum hennar og at- vinnuvegum; og í öði’U lagi að athuga, hvort bankinn muni ekki með einhvei’jum hætti geta stutt að lagfæringu gengisins. Við flutningsmenn teljum \nst að bankastjórn Islandsbanka sé ljúft að eiga tal um þetta við trún- aðarmenn þings og þjóðar og láti þeim því fúslega í té allar nauð- synlegar skýrslur og aðstoð við at- hugunina. Einnig álítum við að henni nxundi vei’a ljúft að reynt væri að finna einhverjar leiðir til að bæta úr því ástandi, senx nú ei*. -o- Frum.Mamp Bjarna frá Vogi. Eitt af frumvöi’pum þeim, sem flutt hafa verið á þessu þingi, var frumv. um löggilta endurskoðend- ur. Flutningsmaður var Bjarni frá Vogi. Virtist fi’umvai’p þetta stefna að því, að gera endurskoð- un ábyggilegri í landinu, en al- ment gerist nú, og myndi frum- varpið hafa vei’ið samþykt með einhverjum breytingunx, ef flutn- ingsmaður hefði ekki talað neitt fyrir því. Málið var til 1. umi’æðu á mánudaginn og flutti Bjarni þá ræðu, sem menn héldu að myr.di verða almenn rökræðing um fi’um- vai’pið. En ræðan snérist öll um Sambaixds íslenskra samvinnufé- laga og vildi ræðumaður sýna og sanna, að þar færi mai’gt í vit- leysu, og að þöi’f myndi bera til þess, að setja lög uixx endurskoð- un, til þess að gæta að því, að það færi betur með fé bænda en hing- að til hefði raun orðið á. Ræða hans hefir íxú verið birt í Morg- unblaðinu. Út af ræðu Bjama urðu all- snarpar og heitar umi’æðui’. Fyi’st tók þorsteinn Jónsson til máls, og fer hér á eftir mikill hluti af svari hans við fi’amsöguræðu Bjai’na: „Eftir að hafa heýrt framsögu- ræðu hv. þm. Dalanxanna, hefi eg fulla ástæðu til að ætla, að þetta frumvarp sé flutt í alt öðrunx til- gangi eix búast má við af að lesa það. Frumvarpið lítur í raun og veru fremur sakleysislega út. En samkvæmt framsöguræðu þessa hv. þm. er það ljóst, að þetta mál á að nota til fi’amhalds þeirra árása, er fyrir nokkru voru gei’ð- ar á S. í. S. En um leið og það er árás á Sambandið, hlýtur það fyx’st og fi’emst að vera árás á fyrver- andi forstjóra þess, senx nýlega er fallinn í valinn. það mæltist illa fyrir, þegar annar hv. þm., sem á sæti í efri deild, hóf sína ali’æmdu árás á Sambandið á síðastliðnu sumri, en því ver mun þessi ái’ás mælast fyrir, sem það þykir vei’a ódrengi- legra að níða látixa menn en lifandi. Og ekki síst, þegar sá maður, sem hér um ræðir, var álitinn að vinna þjóðinni meii’a gagxx en nokkur annar núlifandi maður. Hv. þm. (B. J.) las í-æðu sína, er hann hafði skrifaða, hratt upp, og þar á meðal margar tölur, til að sýna nauðsyn þessarar árásai’. En þar sem hann bar svo hratt á, þá náði eg ekki nema nokkrum af tölununx. Hús og lóð Sambandsins sagði hann að hefði kostað kr. 675000, en samkvæmt fasteignamati væri hvorttveggja ekki vii’t íxema kr. 831200. Mismuninn á kostnaðar- verði og fasteignamati kr. 343800 telur hann svo vera beinan skaða fyrir Sambandið. Exx nú ætti öll- um að vei*a það ljóst, að fasteigna- matið er ætíð mikið lægTa en það verð, sem eignirnar ganga kaupum og sölunx. Fasteignir ei’u nú venju- lega seldar helmingi hærra verði heldur en þær ei’u metnar. Hér sjá menn, að er því á fei’ðiixni áframhald af þeim blekkingatil- raunum, sem eg nefndi áðan. þá konx hv. þm. enn að því, að sýna hina óhóflegu eyðslu á fé Sambandsins á stj órnarárum H. Kr., þar senx veittar liafi vei’ið 6000 kr.utaixfarax’styrkur til skóla- stjóra. Hér fer þm. emx með rangt nxál. Skólastjórinn hefir aldrei fengið styrk hjá Sanxbandiixu til utanfex’ða, en aftur á rnóti hefir liann fai’ið tvisvar til útlanda í nauðsynjaerindum fyrir Samband- ið. Mér hefir annars konxið hér nokkuð á óvart. Eg hefi álitið hv. þm. Dalanxanna drengskaparnxann, en nú verð eg að di’aga það mjög í efa, þar sem hann hefir í’eynt að kasta skugga á látinn mamx, sem var einn af hinum allra nýt- ustu mönnunx, er þessi þjóð hefir átt, og íxaut fylsta heiðurs lands- nxanna. ^>etta tel eg ódrengilegt. Og þar sem hv. þm. taldi þessu frumvai’pi aðallega beint til Sam- bandsins, þá vænti eg að hv. deild meti þessa ái’ás hans að vei’ðleik- unx nxeð því að fella þetta frv. hans nú þegar við þessa umx’æðu“. Umx’æður urðu allhvassar eftir þessa fyrstu svari’æðu p. M. J. Fór Bjanii undan í flæmingi og dró nú líka Pétur heitinn Jónsson fonnann S. í. S. inn í unxi’æðux’n- ar. Lárus í Klaustri vítti harðlega framkomu Bjarna og jafnvel flokksbi’æður Bjarixa og samherj- ar, Jakob Möller og Jón Auðunn, senx voru með frv. sjálfu, fundu ástæðu til að segja sér afhendis framsögu Bjai’na. Stóð Bjarni þhrna einn uppi, „eins og ílustrá á eyðimörku“. Og úrslit málsins ui’ðu þau, að frumvai’pið v.ar stein- drepið þegar við fyrstu umi’æðu, einungis vegna hinnar fólskulegu framsögui’æðu. Væntanlega lærir Bjarni það, af þessai’i ráðningu, að láta hina mei’kustu íslendinga nýlátna hvíla í fx’iði í gi’öf sinni, þótt þeir hafi veiið andstæðingar hans meðan þeir voru lífs. -----o----- Ræðufjöldinn á þingi. Eftir- tektavert er að bera sanxan vinnu- brögðin í efri og neðri deild á fjár- legunum. Aðalunxi’æðan í neðri d.eild stóð í 4 daga. Meginið af þeirri ræðumergð vitanlega algei’- lega óþai’ft. í efri deild er aðalum- ræðumxi lokið fyrir kl. 8 fyrsta daginn. Neði’i deildar mælgin tef- ur þingið óskaplega og svo þarf að pi’enta alt á eftir. Efri deild af- greiddi fjáiiögin að öllu leyti á V/2 viku. Neðri deild var með þau í meir en 2 máixuði. Búist er við að þingi verði slit- ið í íxæstu viku, enda vei’ði þá lok- ið meðfei’ð fjái’laganna. Látinn er nýlega Pétur bóndi Gunnarsson á Stóra-Vatnsskarði í Skagafii’ði, nxei’kur bóndi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.