Tíminn - 26.05.1923, Side 4

Tíminn - 26.05.1923, Side 4
58 T í M I N N gj^- Reiðtýgi, hnakkar (frá 40 kr.), söðlar, aktýgi (og alt tilh.), hnakk- og söðulvirki (járnuð og ójárnuð), beislisstengur (járn, stál og nýsilfur), taumalásar, hringjur allskonar, til söðla- og aktýgjasmíðis. Allskonar ólar svo sem: ístaðsólar, töskuólar, svipuólar, burðarólar, fótólar, beislistaumar, höfuðleður, hesthúsmúlar, gjarðir, reiðar, axla- bönd (úr leðri), glímubelti o. fl. Þverbakstöskur, handtöskur, hnakk- töskur, skólatöskur, verkfæratöskur. Seðlaveski fleiri teg. mjög ódýr, merkjageymar. Leður fl. teg. svo sem: gult söðlaleður, svart aktýgja- leður, sólaleður (danskir kjarnar), vatnsleður (danskt), sauðskinn fleiri teg., svínaskinn, fordekkleður, þunt leður (með svínleðursgerð), litskinn (Saffian), leðurlíking (bíladúkur) mjög góð tegund, bókbandsskinn fl. teg. Plyds: grænt, rautt, brúnt, mislitt, miklu úr að velja og mjög ódýrt, bindigarn 2 teg. (sóffafjaðrir og möbluborði væntanlegt mjög bráðlega), stopp (Blaar) og „Krölhaar“, Iíessian fl. teg., dýnustrigi, tjaldastrigi, óbleyjað ljereft, íborinn dúkur mjög sterkur, einnig dúka- áburður (Bonevax), vélreimar (drifreimar), vélreimaleður (maskínuteygt). Ennfremur: Keyri, mikið úrval og ódýr, silfurbúnar svipur fleiri teg. rósettur á beisli. Naglamaskinur o. fl. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum seljast mjög ódýrt. NB. Vagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt. Slmi 646. Söðlasiiðabúðiii Sieipnir. Simnefoi: „Sleipnir“ ZLTý"ja.r bækur. Brandt: Ljósmóðurfræði. Þýtt hefir D. Sch. Thorsteinsson læknir. 406 bls. með 76 myndum. Verð ib. 10.00. Sigurður Sigurðsson læknir: Hjálp 00 hjúkrun í slysum og sjúkdómum. 150 bls. með 54 myndum. ib. 3.50. Vald. V. Snævarr: Heigist þitt nafn. Söngvar andlegs efnis, 54 bls. Verð ób. 1.50, ib. 3.50 og 5.00. Jón J. Aðils: íslenskt þjóðerni. 2. útgáfa. 272 bls. Verð ib. 10.00. Collodi: Gosi. Æfintýri gerfipilts. Hallgr. Jónsson íslenskaði. 214 bls. með yfir 80 myndum. Verð ib. 4.00. Ljósberinn 2. árg., kristilegt barnablað. 440 bls. Verð ib. 6.00. Hafræna. Sjávarljóð og siglinga. Úrval bestu ljóða á íslenska tungu. Safnað hefir Gruðm. Pinnbogason. 312 bls. Verð ib. 10.00. Söngbók fyrir sunnudagaskóla. Verð ib. 1.25. Myndabækur fyrir börn, á ýmsu verði, frá 0.25—1.20. Bækurnar fást hjá bóksölum. Bólsza.^rersl. Sig-f. ZE-yxxA-u.n.ciseoxxar Austurstræti 18. — Reykjavík. LUCANA. Að gefnu tilefni hefir verksmiðjan, er býr til Lucana vindlinga, Teofani & Co., beðið Landsverslunina að auglýsa eftirfarandi vottorð: Enska efnarannsóknarstofan Skýrsla um rannsóknir á sýnisliorni af L u c a n a 6 6 vincllingum framleiddum af H.f. Teofani & Co., London. Breska efnarannsóknarstofan vottar hér með, að ofangreindir vind- lingar, ásamt sýnishornum, keyptum í smásölu, hafa verið rannsakaðir rneð algerlega fullnægjandi árangri. Vindlingarnir eru búnir til úr hreinum tóbakslaufum, og reyndust algerlega lausir við skaðleg eða annarleg efni af nokkru tagi. F. C. Carr, skrifstofustjóri. Orðsendíng tíl kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, ----Í v, - - - Í V* - og Piskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Glerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. nautgripafélögunum, þar sem þau eru, hreppsbúnaðarfélögunum — ef þau verða ekki lögð í eyði — og svo frá viðkomandi hreppum og sýslum. Fallega væri það gert, ef erfið- lega gengur að útvega fé til sýn- inganna, að einstakir efnamenn hlypu þá undir bagga og legðu eitthvað af mörkum fram, svo að sýningar þyrftu eigi að stranda vegna fjárskorts. þetta gera efna- menn iðulega erlendis, ekki síst í Englandi. Og hér á landi hefir þetta átt sér stað, og þótti vel af sér vikið. — það bjargaði þeirri sýningu í það sinn. Treysti eg svo öllum góðum mönnum að styðja og styrkja þessi mál — nautgripafélögin og sýningamar — til gagns og geng- is, öldum og óbomum. 17. maí 1923. Sigurður Sigurðsson ráðunautur. ----0---- Alþingi. Mentaskóli Norðurlands var bor- inn fram af þorsteini Jónssyni. Nú em 5 bekkir á Akureyri. Eftir frv. hefðu þeir orðið 6, og neðribekk- irnir þyngdir. Tilgangur frv. er að skapa mótvægi gegn ofurvaldi Rvíkur í uppeldismálum, minka lærða skólann þar að sama skapi og hinn stækkaði. Gera gáfuðum og efnilegum mönnum kleift að ganga skólaveginn, þótt fæddir séu utan Rvíkur. Sveinn í Firði studdi frv. í orði, en á móti gengu Vog- Bjarni, Vigurklerkur og Jón þor- láksson. Allur Framsóknarflokkur- inn og fáeinir aðrir studdu þetta mál, en það féll þó við aðra um- ræðu með nálega jöfnum atkvæð- um. Er þetta sennilega eitt hið merkasta þjóðmál hér á landi, einkum fyrir sveitamenninguna. Hafa bændur í Noregi komið á fót nokkmm slíkum skólum, sem þykja fyrirtaks góðir til að halda jafnvægi móti hinum eiginlegu bæjarskólum. Litlu síðar kom frv. Bjarna frá Vogi, um að gera Mentaskólann aftur að óskiftum latínuskóla, og slíta sambandinu við Akureyri. þorsteinn Jónsson var þar aítur til vamar. Kom hann með einkunnarorð fyrir pólitík Bjarna: „Island fyrir Reykjavík og Reykjavík fyrir mig“. Er þessi setning nú orðin landsfræg. Kær- leiksheimilið studdi Bjarna og mest þeir, sem í barndóm vom gengnir, eins og Vigurklerkur. En það féll samt, og mun sú leið von- lítil. f frv. var engin ljósglæta nema eitt, að nemendur skyldu ekki læra dönsku í skólanum, held- ur hafa numið hana áður. þetta er gott ákvæði. þriðju sennuna áttu þeir þor- steinn og Bjarni út af Hallgrími Kristinssyni, er Bjaroi fann ástæðu til upp úr þurru að hall- mæla þeim aðgerðum hins látna forstjóra, að kaupa fyrir félögin lóð, byggja hús fyrir aðalskrif- stofu þeirra og láta efna þar til skóla og bókasafns um samvinnu- mál. Varð Bjarni heitur í öllum þessum málum, og óð uppi með illindi og klaufalegt orðbragð. En þorsteinn tók í öll skiftin svo á móti, að Bjarni varð að rifa segl- in og sló undan. f umræðunum um Sambandið sannaði þorsteinn að Bjarni hafði (að líkindum óvilj- andi þó) líkt árásinni á forstjóra Sambandsins við nöðrubit. Eiríkur Einarsson og þorl. Guð- mundsson báru fram frv. um að létta viðhaldi Flóabrautarinnar af Árnesingum. Er það gamalt mál, en hefir jafnan verið fast staðið á móti. Nú gekk það fram, með viðauka frá Pétri þórðarsyni um að létta af Mýramönnum viðhaldi akbrautar frá Borgarnesi að Há- legum. Með þessari breytingu var ákveðið aþ taka allar akbrautirn- ar næsta ár af héruðunum. Koma þar í fremstu röð Holtavegurinn og vegurinn yfir Fagradal eystra. Er þetta góð réttarbót. Sýslufé- lögin hafa nóg með sýsluvegina, og akbrautunum hefir víða verið miður viðhaldið en skyldi, sökum vanmáttar sýslufélaganna. Að tilhlutun G. G. og J. J. var veittur sérstakur styrkur til bíl- ferða um suðurláglendið, 3000 kr. Var þrásinnis tekið fram í umræð- unum, að styrkurinn væri til mannflutninga, einkum vor og haust, þegar sveitamenn eiga er- indi í kaupstað, og kaupafólk er að koma og fara. þótti æskilegt að í þessum áætlunarbílum yrðu sæt- in hlutfallslega jafnódýr, eins og nú er milli Rvíkur og Hafnarfjarð- ar, þ. e. 10—11 kr. austur að Garðsauka. 1 fyrrá og enn sem komið er kostar farið þá leið 25 kr. — Af einhverjum misskilningi hefir vegamálastjóri lagt til að styrkurinn yrði veittur til vöru- flutningabíla. það er þvert ofan í tilgang þingsins, og myndi, ef fram næði að ganga, skaða bænd- ur á suðurláglendinu um tugi þús- urida, því að mannflutningarnir eru þeim dýrastir. Og að flytja þungavöru á bílum austur yfir heiði stríðir, eins og B. Kr. myndi segja, bæði móti „kærleiks“- og „náttúrulögmálinu“. Jarðræktarlögin munu vera merkasta og þýðingarmesta ný- mæli þingsins. þau eru samin af Sig. Sigurðssyni forseta Búnaðar- félagsins, þeim hinum merka manni, sem B. Kr. sagði um í þing- ræðu í vetur, að væri „bolsevíki“ og ætti að vera frambjóðandi fyr- ir J. J.(!) um næstu kosningar. Hvað sem hæft kann að vera í þessu með framboð Sigurðar, og það mun því miður vera lítið, þá er hitt víst, að jarðræktarlögin eru stærsta sporið, sem íslenska löggjöfin hefir stigið til að styðja landbúnaðinn. En eins og fram kemur í sjálfum lögunum, þarf fasteignabankinn að koma sem allra fyrst, til að styðja ræktun- ina og nýbýlamyndunina. Stendur þar aðeins á kreppu þeirri hér innanlands, sem stafar af töpum og uppgjöfum íslandsbanka, en sem aftur er afleiðing af ógæti- legri fjármálastjóm samkepnis- manna. Ræktunarlögin gengu ná- lega mótstöðulaust gegnum þing- ið. „Kærleiksheimilið“ treysti sér ekki, fyrir kosningarnar, að vinna þeim grand. En af smáviðskiftum þeirra bak við tjöldin, sem ekki báru vott um mikla umhyggju fyr- ir búnaðinum, verður ef til vill síðar sagt. Hjörtur skrifaði í land- búnaðarnefnd efri deildar undir með fyrirvara, móti Guðm. í Ási og Sig. í Ystafelli. En meður því að maðurinn er mállaus í deild- inni, gat hann ekki beitt sér í um- ræðunum. ---o--- Á vlð og dreif. „Utaníerðir ráðherra". Forsœtisráðherra svaraði síðasta daginn sem þingið sat, fyrirspurn J. J. um kostnað við utanferðir ráð- herra. Reyndist langdýrust ferð sem J. M. hafði farið til Lundúna og Kaup- mannahafnar vorið 1920. Kostaði 9 þús. kr. þar af hafði Jón eytt c. 3000 kr. á 12 dögum í Lundúnum. Helst var sambærileg ferð Kl. J. í sumar og haust til Norðurlanda og London. Kostaði 3700 kr. Sig. Eggerz átti tvær eða þrjár ferðir á 5000 kr., eða liðlega það. þegar Jón sá þennan samanbc^rð, varð hann bæði hryggur og reiður. Átaldi S. E. fyrir að svara fyrirspurn um svona gömul efni. Reyndi J. M. þá að verja sparsemi sína (því að liann er æðsti maður Sparnaðar- bandalagsins), en cr fyrirspyrjandi rakti sundur einstaka liði reiknings- ins, þótti kárna gamanið. Hafði kost- að 17 pund að koma Jóni frá Leith til London, en það er ferfalt fargjald við það, sem aðrir dauðlegir eyða fyrir sæti á fyrsta farrými. 1200 kr. hafði kostað að komast yfir Newcastle og Bergen til Hafnar. J. J. hafði farið ná- kvæmlega sömu leið, sama surparið, og var þvi allvel kunnugur kostnaðin- um. Loks hafði Jón eytt ca. 4000 kr. á eitthvað mánuði i Khöfn. þegar hér var komið varð Jón öskureiður, og stilti ekki i hóf orðum. Slepti liann al- veg reikningnum, en fór út í fjárauka- lögin frá 1920—21 og greinar Tímans um þau. Kom þar margt til greina: Krossarnir, legátarnir, tildursveisl- urnar, Vifilsstaðahúsið (175 þús. kr. yfir eina fjölskyldu), Stjórnarráðs- kvisturinn gamli o. in. fl. Taldi J. M. að M. G. hefði verið besti fjármálaráð- herra sem hugsanlegur væri 1920—21. Og enginn annar gæti lyft landinu úr þeirri fjárhagslegu niðurlægingu, sem það væri komið í. þá var hlegið, og þótti Jón fyndinn. J. J. tók til með- ferðar hvert einstakt af hinum um- ræddu axarsköftum, og dró fram hið sanna. Jón yfirgaf þá enn fjárauka- Lambskinn Og Tófuskinn kaupir háu verði Jónas H. Jónsson Báruhúsinu. lögin og 9000 kr. reikninginn og tók að víta J. J. fyrir að liafa spurt um hluta- eign dómenda og alþingismanna i ís- landsbanka. Taldi þetta árás á helgi réttarins, og eins hitt, að J. J. hafði viljað fækka starfsmönnum i réttin- um úr 6 niður í 3. þá var J. M. mint- ur á, að vinir lians Jón þorl. og Otte- sen liefðu i fyrra lánað úr Tímanum þessa sparnaðarhugmynd um fækkun í hæstarétti. Sefaðist Jón við það og var slitið umræðum. En það mun margra manna mál, að umræðurnar sem spunnust út af íerðalögum ráð- herra, séu líklegar til að verða lesn- ar í þingtíðindunum. Landsspitalinn. Húsameistari landsins hefir i sam- ráði við nokkra lækna gei’t teikning- ar af landsspitala við Rvík. Staður liefir verið ákveðinn i Skólavörðuholt- inu, sunnan við Kennaraskólann. Teikningar þessar voru um þingtím- ann festar upp í Hlaðbúð, þar sem fjárveitinganefnd neðri deildar hefir fundi. þær eru fallegar og vel gerðar. En heldur þóttu læknarnir hafa ver- ið kröfufrekir um útbúnað fyrir kenslu við háskólann og með húsrúm lianda sérfræðislækningum. Bygging- in öll mundi kosta um 3 miljónir, og árlegur rekstrarkostnaður fram undir % miljón. Hlyti mikill tekjuhalli að verða á rekstrinum og þó dýrt fyrir sjúklinga.Að hita slikt húsbákn mundi hafa kostað um 70 þús. kr. með því verði, sem var á kolum i vetur. í þessu stórhýsi áttu þó ekki að geta legið nema um 150—180 sjúklingar. Og mik- ili meiri hluti þeirra í einskonar bað- stofum, 6 og 12 manna herbergjum. Satt að segja virðast sjúklingarnir lielst eiga að vera þarna vegna lækn- anna og læknanemanna. Við umræður um málið í Ed. var þvi haldið fast fram af hálfu Framsóknar, að nauð- syn bæri til að byggja spitala og það sem fyrst, en að hið mesta glapræði væri að ætla að fylgja teikningu þeirri, sem fyrir lá. Húsið sjálft og rcksturskostnaður bæri landið ofur- liða. Hversvegna eyða tugum þús- unda til að hita upp slíka byggingu með kolaoldi, þegar náttúra landsins gæfi ár eftir ár og öld eftir öld meir en nóg af sjóðandi vatni til að hita upp stórbyggingu aðeins 2 km. frá Rvík (við Laugarnar). Ef fara ætti í málið með ofsa og yfirlæti , eins og glögglega sæist merki um í tillögum læknanna, myndum við verða spítala- lausir um iangan tíma enn. Hér yrði að byrja á byrjuninni. Reisa liús fyr- ir svo sem y2 miljón inn við Laugar, hita það með hveravatni, miða fyrstu liygginguna eingöngu við þörf sjúkl- inganna. Bæta svo við síðar eftir þvi sem efni leyfðu. Úr fjarlægðinni má hæta með því, að bifreiðar gangi, eins og sporvagnar, á vissum tímum milli Lækjartorgs og spítalans. Ef hnigið er að þessu ráði, ætti að mega byrja á I.andsspítalanum undir eins og búið er með viðbótina við geðveikrahælið á Kleppi, þ. e. eftir eitt ár. ----o----- Kappreiöar fóru fram á annan í hvítasunnu á skeiðvellinum við Elliðaár. Hófst þar sú nýlunda, sem mjög er tíðkuð ytra, að opin- ber veðmál áttu sér stað um úr- slitin. Verður sennilega ekki stað- ið á móti því fjárhættuspili hér, fremur en annarsstaðar, en hvergi verður það talið til þjóðþrifa. En annað verður nauðsynlega að fylgjast að um slík veðmál: að trygt eftirlit sé með að engin brögð verði í tafli, og í annan stað er sjálfsagt að skattleggja slíka starfsemi. Ritstjóri: Tryggri pórhallaaon. Laufási. Sími 91. Prentsmiðja Aeta h/f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.