Tíminn - 09.06.1923, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1923, Blaðsíða 3
T 1 M I N N Kvennaskólínn I Reykjavlk. Skólaái'ið byrjar 1. okt. n.k., og séu þá allar námsmeyjar mætt- ar. Stúlkur þær, sem ætla að sækja um upptöku í skólann næsta vet- ur, sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eiginhandarumsókn í umboði foreldra eða vandamanna. I umsóknunum skal getið um fult nafn og heimilisfang umsækjanda og foreldra, og umsóknum öllum fylgi bólu- vottorð, ásamt kunnáttuvottorði frá kennara eða fræðslunefnd. Inntöku- próf fyrir nýjar námsmeyjar fer fram 2.—4. október. Bekkirnir verða fjórir: 1., 2., 3. og 4. bekkur. Inntökuskilyrði í 1. bekk eru þessi: I) að umsækjandi sé fullra 14 ára að aldri, 2) að hún sé ekki haldin af neinum slæmum kvilla, sem orðið geti hinum náms- meyjunum skaðvænn, 3) að siðferði umsækjanda sé óspilt. í 1. bekk verða neðanskráðar námsgreinar kendar og þessar bæk- ur notaðar: Islenska: Skólaljóðin og Gunnlaugs saga Ormstungu, mál- fræði eftir Ilalldór Briem. Danska: 2. hefti af lesbók Jóns Ófeigsson- '’i og Jóh. Sigfússonar, og Danskbogen 2. hefti. Enska: Enskunámsbók G. T. Zoéga. Ileilsufræði: Ágrip af líkams- og heilsufræði eftir Bjarna Sæmundsson. Landafræði: Kenslugók í landafræði eftir Bjarna Sæ- mundsson. Saga: íslendingasaga eftir Boga Th. Melsteð og mannkyns- saga eftir þorleif H. Bjarnason. Reikningur: III. og IV. hefti af reikn- mgsbók S. Á. Gíslasonar. Hússtjórnardeild skólans byrjar 1. okt. Námsskeiðin verða tvö, hið f\ rra frá 1. okt. til febrúarloka, en hið síðara frá 1. mars til júníloka. Meðgjöfin með heimavistar- og hússtjórnarstúlkum verður ekki ákveð- in fyr en á hausti komanda, en verður eins lág og unt er, eftir verð- lagi þá. Umsóknarfrestur er til júlíloka. Skólagjald fyrir bekkjarnáms- meyjar er 100 kr. og 65 kr. fyrir hússtjórnarnámsmeyjar, og greiðist við upptöku í skólann. Reykjavík, 18. maí 1923. INGIBJÖRG H. BJARNASON, forstöðukona skólans. Þyottaefnið er best og ódýrasí. Heíir alstaðar, þar sem það hefir verið notað, hlotið einróma lof. Sambandið aipsast um pantanir mér að athuga hér ofurlítið, hvern rétt danskan á í raun og veru á sér í íslenskum skólum í samanburði við þá tunguna, sem frá sjónar- miði óháðrar skynsemi er sjálf- sögðust allra erlendra mála, en það er vitanlega enskan. Danska er móðurmál h. u. b. 3ja miljóna, og er hvergi kend utan Danmerkur (nema á íslandi). Enska er daglegt mál h. u. b. 160 miljóna, og er kend um allan hinn siðaða heim, alt til endimarka jarðarinnar. Nú hin síðustu árin steypist hún eins og flóð yfir lönd- in, svo að sagan þekkir ekkert sviplíkt dæmi um sigurför nokkurs annars máls. Bornar saman við bókmentir hinna stærri þjóða eru danskar bókmentir, sem vonlegt er, hvorki miklar né fjölskrúðug- ar, og ekki er mér kunnugt um að þær hafi neitt það til síns ágætis, sem gefi þeim sérstakt gildi eða sérstöðu. þvert á móti má segja um danskar nútímabókmentir, að þær séu harla léttvægar. Að vísu er því iðulega haldið fram, að með því að læra dönsku öðlumst við að- gang að bókmentum allra Norður- iandaþjóðanna, en þetta er það sem í daglegu tali er kallað að kríta liðugt. Reyndar munu margir þeirra, sem dönsku kunna, iesa bækur á ríkismálinu norska, en þó er það sannleikurinn, að ef þeir ætla að lesa þessar bækur sér að fullu gagni, verða þeir að nota orðabókina mjög mikið. Sveita- málið norska tala eg ekki um, því við það er danskan til lítillar eða engrar hjálpar, en á sveitamálinu rita nú orðið ýmsir hinir bestu höfundar Norðmanna, og yfirleitt "'ei' bókmentamálið í Noregi sífelt að fjailægjast dönskuna. Að því er sænskuna snertir, er þessi röksemd lítið annað en hrem og bein blekking. Við munum vera litlu sem engu nær því að kunna sænsku, þótt við skiljum dönsku Satt er það, að sum dönsk orð eru okkur lykill að samsvarandi orð- um í sænskunni, en hin eru líka mörg, sem beinlínis villa okkur og leiða afvega. Allir vita líka, að farið að því að sökkva þjóðartekj- unum mestmegnis í mannahald. d. Kostnað við stjórn og eftirlit tslandsbanka síðan 1914. Kom svo óþægilega við Mbl.menn, að Sig. Eggerz neitaði að svara. e. Um hlutaeign dómara og þing manna í íslandsbanka. Sig. Egg- erz neitaði af sömu ástæðu að svara. En J. M. játaði við umræð- urnar, að hann hefði átt þar 9000 kr. virði. Sennilega hefir allur þorri þeirra, sem voru á móti rannsókn, átt hluti í bankanum. f. Um tap bankanna og uppgjaf- ir, miðað við iiéruð og atvinnuvegi. Fullsvarað á næsta þingi. þá kem- ur í ljós, hvaða stéttir og hvaða héruð bera ábyrgð á háu vöxtun- um í bönkunum. Af þessari stuttu skýrslu má noklcurn veginn sjá athafnamun þessara manna, og hvor meira hef- ir lagt af áhuga og þekkingu til þingstarfanna. Ennfremur má sjá af þessari og annari málameðferð í þinginu, hvor þessara fulltrúa hefir meir borið fyrir brjósti hag bændastéttarinnar og fjármál landsins. Rett er að taka það fram, að þó að hr. M. Guðmundsson hafi verið býsna sljór og áhugalítill um að bera fram nytsamlegar tillög- ur, þá stendur hann að engu leyti að baki samflokksmönnum sínum. B. Kr. kom með eitt frv. og J. M. með annað. Hvoi-ttveggja um stofnun nýrra embætta. Verklag þórarins, Einars kaupm. þorgils- sonar og Jóns á Reynistað er eftir þingskjölunum að dæma mjög svipað fordæmi M. Guðm., eða lít- ið eitt lélegra, enda mun hann sjálfur telja sig fremstan þeirra. Ef þ!essir Mbl.menn geta hrakið þessa skýrslu, þá er hérmeð skor- að á þá að gera það. En geti þeir það ekki, sést af hvaða ástæðu þeir hafa búið til skáldsögur sín- ar um einstaka þingmenn í Fram- sókn, um að þeir hafi unnið í ósamræmi við stefnu flokksins. Sá söguburður er tilraun hinna and- legu öreiga, að, breiða yfir nekt sína. þ. ---o--- Orðabálkur. hákarlasax (-sax, -söx), kl., = hákai'labredda. Suðursv. hákarlasjóveður (-s, -ur), kl., svo gott sjóveður, að hægt er að sitja fyrir hákarli, fara í hákarla- setu. Suðursv. -----o---- manna svo sem unt er, og sparað sem verða má. þessi eyðslusemi í íslandsbanka er því einstök og óverjandi. þá kem eg að því, er hluthafarn- ir fengu hluta af enska láninu. I því máli er það aðalatriði, hverja tryggingu fyrv. fjármálaráðherra t,M. G.) fékk. Ef til vill hefir ein- hverjum þingnefndum verið skýrt frá því, en þjóðin veit áreiðanlega ekkert um það. — það hefir nú samt einhvernveginn lekið út, að tryggingin muni hafa verið 4—5 milj. kr., mest í víxlum reykvískra kaupmanna og útgerðarmanna, eða máske alt. þetta er mjög und- arlegt. Væri gott, að hv. 4. landsk. (J. M.) gæti gefið upplýsingar um það, hvert nafnverð þessarar tryggingar var, einkum um það, hvort nafnverð veðsins hefir ver- ið lægra en lánsupphæðin. þetta er merkileg ráðstöfun, því venjulega er ekki lánað út á meira en mest 3/5 virðingarverðs tryggingar, jafnvel þó um fasteignaveð sé að ræða. En því miður leikur sterkur grunur á, að í tíð fyrverandi stjórnar hafi nafnverð víxlaveðs- ins verið mun lægra en upphæð lánsins, ef miðað er við núverandi gengi krónunnar gagnvart enskri mynt. Að hafa veðið ófullnægj- andi, var bæði rangt og óþarft, því Danska og enska i islenskum skólum. That monster, custom, who all sense doth eat. Shakespeare. Fátt hefir slíkt ógnarvald yfir mönnunum sem vaninn, og fyrir það eru framfarirnar svo hægfara og smástígar, sem raun gefur vitni til. Öll framfaraviðleitni á í þrot- lausri baráttu við gamlar venjur, sem sjaldan hopa um hársbreidd frekar en nauðsynin þröngvar þeim til. Flestir eru mennirnir (enda þótt þeim skiljist það ekki). gersamlega ósjálfstæðir þrælar vanans, sem geta ekki látið sér detta í hug neina tilraun til þess að brjóta af sér hlekki hans. þeim er ótamt að hugsa frá eig'in brjósti og þeir eiga svo undarlega erfitt með að horfa fram fyrir sig, að í andlegum skilningi má segja um allan þorra þeirra, að þeir ein- blíni á það, sem bak við þá liggur, en þó án þess að gera sér ljósar orsakir þess og sam- hengi, því ef þeir gerðu það, mundi þeim oft og einatt skiljast, að ann- að þyrfti og ætti að vera fram- undan. þar sem þetta er svona, má það í fljótu bragði virðast furða, að við skulum aldrei tala um aftursýna menn eins og við töl- um um framsýna, en orsökin ligg- ur líklega í því, að framsýni er undantekning, en hitt svo almenn regla, að aldrei hefir orðið vart við neina þörf á að gefa henni heiti. Eitt af mörgum hrópandi tákn- um um þetta máttuga vanavald er dönskunámið í skólunum okkai'. Eg held, að varla sé unt að benda á öllu óviturlegri eyðslu á tíma nemendanna, nema ef það skyldi vera kvernámið. En svo hefir van- inn dáleitt okkur, að jafnvel skyn- samir menn og alls ekki þröngsýn- ir táka ekkert eftir því, að neitt sé við þetta bogið. Eg heyrði einn af gáfuðustu, víðsýnustu og frjáls- lyndustu mentamönnum þjóðar- innar segja frá því í fyrra, að ekki hefði hann veitt því eftirtekt, hversu óviturlegt ráðlag okkar í þessu atriði væri, fyr en dansk- ur maður, sem lengi hafði dvalið í Vesturheimi, hefði minst á það við 'sig, og talið það vanhyggju af okkur að vera að kenna dönsku í skólunum, í stað þess að leggja alla rækt við enskuna. Og í áliti nefndar þeirrar, sem rannsaka átti skólamál okkar nýlega og gera tillögur um þau,er hvergi svo mik- ið sem vikið að því, að byggja út dönskunni. Eg ætla því að leyfa auðvitað átti bankinn miklu meira í víxlum, og hefði þá getað látið þá sem tryggingu. þegar þing kom saman 1922, mun hafa verið aðalástæðan fyrir því, að stjórnin féll, vanræksla fyr- verandi stjórnar og axarsköft í að- gerðum viðvíkjandi íslendsbanka. þingið mun hafa litið svo á, að þetta mál væri ekki í góðum hönd- um hjá fyrverandi stjóm. Hún hafði þótt lin og aðgerðalítil. Enn- fremur eyðslusöm, hvað launin snerti. þingmennn óttuðust auð- vitað mjög hina hóflausu eyðslu á landsfé, sem stjórnin var sek um. Eyðslan var alstaðar höf- uðeinkennið, hvort sem litið var á launin, eftirlaunin, eða þóknuu til milliliða (100 þús. kr. við enska lánið). þetta gegndarleysi í launa- greiðslum og eftirlaunum vakti líka almenna gremju, t. d. hjá ýmsum starfsmönnum landsins. Sýslumenn, sem lengi höfðu þjón- að, fengu ekki meira en x/5 þeirr- ar eftirlaunaupphæðar, sem banka- stjórinn fékk, sem bar þó þunga ábyrgð á tapi bankans. Stjórnin hafði, eins og áður er sagt, þótt aðgerðalítil og eyðslu- söm. því féll hún. En ný stjórn var skipuð í þeirri von, að hún rétti hlut þjóðarinnar gagnvart hluthöf- unum. Aðalhlutverk nýja bankastjór- ans, Eggerts Claessens, fyrstu mánuðina, var að moka þetta Agíusarfjós bankans, og má telja það honum til lofs. Ilann sýndi rögg af sér við að rannsaka, hverj- ir ekki gætu borgað, og gefa þeim upp, og urðu þeir býsna margir og upphæðirnar háar. þessi allsherj- arhreingerning mun hafa verið nauðsynleg, en þó hygg eg, að það hafi gert aðstöðu bankans erfiðari í bili. það gat líka orkað nokkuð tvímælis, hverjum var -gefið upp, og hvernig átti að semja. Eggert Claessen hafði eins og fyr er sagt, áður verið lögráðunautur ýmsra út- gerðarfélaga hér. Gat það orðið til þess, að menn álitu, að honum væri ekki fært að dæma jafn óhlut- drægt um aðstöðu þessara skuldu- nauta bankans. Sýnir þetta aftur, hve afarerfitt er að fá algerlega óháða menn hér á Iandi til slíkra trúnaðarstarfa, þótt dugandi séu að öðru leyti. það er því ekki hægt að áfella þá menn, sem vorkenna þessum bankastjóra, að hafa orð- ið að gefa upp miljónir króna af þessum töpuðu skuldum, og sumt til fyrirtækja, sem hann hafði áð- ur átt að vera verndarmaður fyr- ir. Til dæmis um þessa örðugleika má nefna alþektan kaupsýslu- mann í Hafnarfirði, sem gefið hef- ir verið eftir, í Fiskhringnum. Iíann hafði hælt sér af því 1920, í siglingu, að hann ætti 10 börn, og gæti látið hvert þeirra fá 100 þús. kr. Hefir þessi maður borgað al- eigu sína til bankans upp í tap hringsins? Eða hefir honum ver- ið gefið eftir meir eða minna af eignum sínum? þetta veit þjóðin ekki, en verður að vita, fyr eða síðar. því að almenningur getur ekki tekið með þökkum að borga skuldatap fyrir auðmenn landsins. Og það væri langbest fyrir alla hlutaðeigendui' að ekki orkaði tví- mælis um neinar staðreyndir í slíku máli. Enska lánið dugði ekki til að rétta bankann við. En þá er sagt, að „kritikin" hér heima hafi verið þess valdandi, en hv. 2. þm. S.-M. £S. H. K.) ætti að geta skilið, að bankanum myndi veitast erfitt að ná sér upp, og það voru fyrst og fremst hans eigin gerðir, sem voru þess valdandi. það er barnalegt og skoplegt, að hér megi ekki tala um misfellur bankanna, það er þó al- staðar gert erlendis, og ekki minna en hér. þessir hv. þm. ættu að lesa dönsk og norsk blöð um þessar mundir. Eftir þessa hrein- gerningu í bankanum, að gefa 65 Danir geta ekki lesið sænsku né Svíar dönsku nema eftir að hafa hvorir um sig lært mál hinna. Ef þeir gætu það, mundu bókmentir annars málsins ekki vera þýddar á hitt eins og nú tíðkast. Framburð- inn er þarflaust að minnast á: hann er svo gagnólíkur í þessum tveim málum sem mest má verða; og það mun vera dönskugutlið 1 ís- lendingum sem veldur því, að þeim tekst sjaldan að læra að bera fram liið fagra „málmi skærra mál“ Svía. Óræk sönnun gegn því, að danskan opni okkur dyrnar að hin- um miklu og merku bókmentum Svía — bókmentir þeirra eru glæsi legar og tilkomumiklar eins og þeir sjálfir, og langstærstar af Norðurlandabókmentunum — held eg að það sé, að hvernig sem Is- lendingar þemba sig upp á dönsku fiautunum, lesa þeir þó nálega aldrei nokkra bók .á sænsku. En það get eg ekki hugsað mér að þeir létu ógert, ef þeir gætu það sér að fyrirhafnarlitlu. Eins og eg gaf í skyn áðan, virð- ist mér hvorki hátt til lofts né vítt til veggja í sölum danskra bókmenta. Hinu dettur mér ekki í hug að neita, að Danir hafi átt ýmsa góða rithöfunda, og að marg ar góðar bækur hafi verið skrifað- ar á dönsku máli. En eg þarf varla að taka það fram, að enginn mað- ur með fullri skynsemi mundi láta sér detta í hug að gera neinn sam- jöfnuð á dönskum bókmentum og enskum. Hverskonai' tilraun í þá átt væri svo barnaleg fiarstæða, að hún tæki blátt áfram engu tali. Enskar bókmentir eru hinar lang stærstu, stórfeldustu og auðug- ustu sem heimurinn hefir eignast. þær eru heil veröld, og sú veröld er miklu dásamlegri en svo, að úr mínum fátæklega penna geti kom- ið nokkur viðeigandi orð til þess að lýsá henni eða einkenna hanai Mér finst því ávalt að þeir vera stórlega öfundsverðir, sem fengið hafa enska tungu að vöggugjöf — sem hafa drukkið hana í sig með móðurmjólkinni. Á þá tungu hafa verið skráð þau rit, sem auðugust eru allra að djúpsærri lífsspeki og þau sem fyrir fegurðar sakir eiga trauðla sinn líka. Ekki gríp eg svo ofan í Shakespeare, að mér fljúgi ekki í hug orð eins hins ágætasta mentamanns þessa lands, er hann sagðist telja sig eiga gott bóka- safn meðan hann ætti Shake- speare og biblíuna. Eg á svo ósköp hægt með að skrifa undir þau orð. Sem bókmentalykils eru yfir- burðir enskunnar fram yfir dönsk- una í rauninni svo augljósir og stórkostlegir, að það er nærri því nokkrum af helstu kaupmönnum og útgerðarmönnum í Reykjavík upp 5—6 miljónir, sem voru þá þegar tapaðar, fór þessi banka- stjóri, Eggert Claessen, á ferðalög um mörg hin næstu lönd, til að fá peninga að láni handa stofnuninni. Eftir heimkomuna var fullyrt í Mbl., að nú væru nógir peningar til að bæta úr þörfum bankans. Fjór- ar miljónir hefðu fengist að láni. En í raun og veru fékk hann ekki svo mikið, því að töluverður part- ur, alt að því helmingur upphæð- ar, var aðeins framlenging eldri skuldar við Prívatbankann í Khöfn. Svo kom atvik, sem hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) ber ábyrgð á að eg neyðist til að minnast á. 2. des- ember í fyrra gat bankinn ekki staðið í skilum með ávísun, sem var ekki 100 þús. kr„ og mun hafa komið frá landsstjórninni. þetta er skiljanlegt, þegar þess er gætt, hve bankinn hefir haft lítið í sjóði við sum hin seinni opinberu reikn- ingsskil, og sýnir þetta, hversu erfitt bankinn á með að annast stórar útborgaiir, sem vitanlega altaf geta komið fyrir. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.