Tíminn - 09.06.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.06.1923, Blaðsíða 4
66 T í M I N N Smásöluverð á tóbaki má ekki vera hærra en hér segir: "V" indlar: Cervantes................50 stk. kassi á kr. 24,00 Portaga................. 50 — — - — 23,75 Amistad................. 50 — — - — 23,75 Phönix................. 50 — —------------21,00 Crown................... 50 — — - — 20,75 Utan Reykjavíkur má verðið vera því heerra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. X-ja.rxd_s‘vrei'sl\a.rx_ WT' Reiðtýgi, hnakkar (frá 40 kr.), söðlar, aktýgi (og alt tilh.), hnakk- og söðulvirki (járnuð og ójárnuð), beislisstengur (járn, stál og nýsilfur), taumalásar, hringjur allskonar, til söðla- og aktýgjasmíðis. Allskonar ólar svo sem: ístaðsólar, töskuólar, svipuólar, burðarólar, fótóiar, beislistaumar, höfuðleður, hesthúsmúlar, gjarðir, reiðar, axla- bönd (úr leðri), glímubelti o. fl. Þverbakstöskur, handtöskur, hnakk- töskur, skólatöskur, verkfæratöskur. Seðlaveski fleiri teg. mjög ódýr, merkjageymar. Leður fl. teg. svo sem: gult söðlaleður, svart aktýgja- leður, sólaleður (danskir kjarnar), vatnsleöur (danskt), sauðskinn fleiri teg., svínaskinn, fordekkleður, þunt leður (með svínleðursgerð), litskinn (Saffian), leðurlíking (bíladúkur) mjög góð tegund, bókbandsskinn fl. teg. Plyds: grænt, rautt, brúnt, mislitt, miklu úr að velja og mjög ódýrt, bindigam 2 teg. (sóffafjaðrir og möbluborði væntanlegt mjög bráðlega), stopp (Blaar) og „Krölhaar“, Hessian fl. teg., dýnustrigi, tjaldastrigi, óbleyjað ljereft, íborinn dúkur mjög sterkur, einnig dúka- áburður (Bönevax), vélreimar (drifreimar), vélreimaleður (maskínuteygt). Ennfremur: Keyri, mikið úrval og ódýr, silfurbúnar svipur fleiri teg. rósettur á beisli. Naglamaskinur o. fl. Aðgerðir flj ótt og vel af hendi leystar. Sérlega vandaðir erflðisvagnar ásamt aktýgjum seljasí mjög ódýrt. NB. Vagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt. Síini 646. Söðlasmíðabúðin Sleipnir. Símnefni: „Sleipnir“ Orðsendíng tíl kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, --------í V, - - - í l/, - - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. P. W. Jacobsen & s#n Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og iitlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni 1 þilfar til skipa. Til taupfélaga! H.f. m jörlíkisgerðin i Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Efiið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. broslegt að vera að tala um þá og færa rök fyrir þeim. En sannleik- urinn er sá, að fólk er svo blind- að af vananum, að það sér þetta ekki, eða veitir því ekki eftirtekt. þá er hitt og líka aðgætandi, að enskar bækur eru svo langtum ódýrari en danskar, og efnalitlir menn eiga þessvegna auðveldara með að afla sér enskra bóka en danskra til lesturs. Frh. -----o----- Frh. af 1. síðu. ekki eftir að fá það. Eg veit, að rannsóknarnefndin starfar að því af alefli, að grafa fyrir rætur bankameinsemdarinnar. Skýrsla um starf nefndarinnar mun brátt verða fullger. Og eg er eindregið þeirrar skoðunar, að skýrsluna eigi að birta opinberlega, og að síðan verði málið alt tekið fyrir til rannsóknar af aðila, sem hafi fullkomið dómsvald. (Mikið klapp- að í öllum salnum). Eigendum hlutafjárins get eg ekki gefið miklar glæsivonir. Hlutafé þeirra er alt tapað. öðru máli er að gegna um þá, sem inni eiga í bankanum. þeirra fé er ekki í neinni hættu. Nú þarf kjark, þor til að standa augliti til auglitis við beiskan veruleika. Við höfum sjálfir reitt okkur þessa hörðu sæng. Skortur á hæfum fjármála- og kaupsýslu- mönnum hefir leitt þetta böl yfir þjóðina. En við höfum lært margt á þessum reynslutíma, og sú þekking á að geta orðið okkur til gagns á ókomnum árum. þess- vegna trúi eg á framtíð þessa lands, þessarar borgar og jafnvel þessa banka“. ----o---- A vlð og dreíf. Hagalín templar. Einn af þjónum samkepnismanna heitir Hagalín. Hefir gefið út blöð fyr- ir þá eystra. Fór héðan að sögn sjálfs hans með 7000 kr. héðan að sunnan rétt áður #n hann byrjaði að vinna fyrir J. M. í fyrra. „Hvað léstu fyr- ir?“ sagði maður þá við hann. þá setti ritstjórann hljóðan. I vetur afneitaði J. M. Hagalín í þingræðu. Síðan hefir Hagalín aftur afneitað Bakkusi eystra — ofan á a. m. k. Hafa í sambandi við það orðið sögulegir atburðir. Hagalín vildi verða templar og ganga inn í stúku á Seyðisfirði. En gæslumaður stúkunnar, Björn á Dvergasteini, neit- aði pilti um inngöngu. þótti hann ekki líkiegur til að haldast nógu „þur“ til lengdar, eins og sagt er í Ameríku. Haía af þessu hlotist stimpingar. þeg- ar síðast fréttist var snáði utan girð- ingar. Hvort hann heldur áfram að afneita Bakkó, jafneindregið og hon- um er afneitað hér fyrir sunnan, skal látið ósagt. Enginn tekur J. M. illa upp, þó hann vilji ekki við manninn kann- ast, því að Hagalín er á góðum vegi með að eyðileggja alt fylgi sinna hús- bænda eystra. Samgöngur við Breiðafjörð. eru í einu dýrar og óhentugar. Varð þingið í *vetur að gefa Svaninum eft- ir stórfé, og er erfitt fyrir landið að eyða i slíka hít, ár eftir ár, án þess að verulegt gagn sé að. Snæfellsnes, Dalasýsla og Barðastrandasýsla hafa yfirleitt slæmar sjósamgöngur, að frá- teknum þrem höfnum, Stykkishólmi, Flatey og Patreksfirði. Esjan á nú í sumar að koma 4 ferðir til Búðardals. Er það í einu mikil töf fyrir skipið, og ónógt fyrir héraðið. í síðustu ferð mun skipið hafa verið jafnlengi að af- greiða Búðardal, eins og að fara frá Seyðisfirði hingað, og koma á flestar hafnir, þar á meðal Hornafjörð. Lík- legast verður heppilegast að nota „Suð- urland“,bæði til Borgarnesferðanna og á Breiðafirði. Gæti skipið farið eina ferð á hálfum mánuði að sumrinu til úr Borgarnesi kringum Snæfellsnes og inn í Búðardal. Ef til vill náð til Barðastrandarsýslu austanverðrar líka. Væri þá allvel séð fyrir þessuflft héruðum. Bifreiðaferðimar austur um fjalL Hin mikla samgöngubót, sem leiðir af kaupum Esjunnar, nær ekki til Suðurláglendisins. En Klemens Jóns- son hefir lika getað gert nokkuð, sem um munar, til samgöngubóta þar. þingið í vetur veitti 3000 kr. styrk til bílferða á Suðurlandi. Ráðherrann leit- aði útboða, og fékk besta boð frá Zóphónías Baldvinssyni. Fargjöld hans verða 11 kr. sætið að Garðsaúka (rúma 100 km.). Voru áður 25 kr. Mun nú vera 20 kr. í venjulegum bílum. Zóphónías lætur bílana fara 4 íerðir í viku, tvisvar að Húsatóftum, og tvis- var að Garðsauka, í 4 mánuði, írá því í júní til septemberloka. Verður að þessu íeiknamikill sparnaður fyrir bændur á Suðurlandi, bæði ferðum heimilismanna, og þá ekki síður lcaupafólki vor og haust. Fyrir Reyk- víkinga verður sparnaður líka mikill, þvi að margir koma börnum og ungl- íngum 1 sveit. Um mitt sumarið er xólk úr bæjunum að létta sér upp með ferðum um Suðurláglendið. Lækkun taxtans er líklega mesta umbót í sam- göngum á Suðurlandi, siðan Jakob prestur Lárusson í Holti flutti hingað bílana fyrst. En nærri lá, að lítið gagn yrði að þingsstyrknum. Ýmsir þeir, sem áttu venjulega fólksflutningabíla, litu hornauga til þessara tveggja stóru almenningsbila, sem Zóphónías átti. Óttuðust samkepnina og stórfelda lækkun á öllum bilatöxtum. Dagana sem stjórnin var að leita tilboða, var frá hálfu þessara manna sótt fast á að kaupa bila Zóphóníasar, og boðið afarhátt verð. Ef hann hefði selt þá, myndi lækkunin hafa orðið lítil fyrst um sinn. Mega Sunnlendingar því vera þeim manni stórþakklátir, sem bætt hefir svo mjög úr samgöngum þeirra. Hér eftir verða almenningsbíl- ar sennilega hér á landi, það sem III. flokks vagnar eru á járnbrautum. Með þeim ferðast flestir efnaminni menn. „Litlu bílarnir" verða aftur farkostur sambærilegur við II. og I. farrými á jámbrautunum. Ætti þessi verkaskiít- ing að verða viðurkend hér sem fyrst. Kjöttollurinn norski. Eftir fregnum frá útlöndum, láta norsk blöð og stjómmálamenn ótví- rætt i ljósi, að þeir geri ráð fyrir að lina á kjöttollinum, ef íslendingar slaki til á fiskiveiðalöggjöfinni. Er tal- ið líklegt, að samningar geti tekist um málið snemma í sumar, ef laglega er haldið á írá okkar hálfu. Má af þessu sjá, að Norðmenn ha/a þykst við fiskiveiðalöggjöf þá, sem J M og M. G. komu í gegn, illu heilli, áður . n þeir fóllu. Kosnlngapési B. Kx. B. Kr. hefir heilsulítinn pilt við kosningapésagerð. Sendir ritin mest suður með sjó. Eins og við mátti bú- ast, er karl enn að hugsa um kaupfé- lögin og Sambandið. Er auðsýnilega dauðhræddur við málssóknina. Á veg- um karls er hjúkrunarmaður, sem flæmst hefir frá tveim spítölum. Fyrst frá Matthíasi Einarssyni og síðan frá þórði á Kleppi. þórður kunni illa, að hjúkrunarmaður hefði vín um hönd, og hröklaðist maðurinn burtu. Er at- vinnulaus og reiður. Tortryggir hann alla læknastéttina íslensku, og telur, að enginn þeirra hafi vit á, hvernig reka eigi geðveikrahæli. Af því þess- ir félagar láta sér svo ant um sam- vinnuflokkinn, og eru hinsvegar haldn ir af sífeldri umhugsun um geðveiki, er rétt að geta þess, að það voru full- trúar Framsóknar í fjárveitinganefnd efri deildar, sem mæltu fastast með að Kleppur yrði bygður í sumar. Mun það hafa riðið baggamuninn. Vonandi verður þá hægt að taka á móti öllum tegundum af sjúklingum, lika þeim, sem hafa ofsóknaræði, halda t. d. að Gyðingar séu alt af á hælum þeirra. Vatnsránlð dautt Loksins er þá búið að ganga frá vatnsránsfirru Bjama frá Vogi. Vatna- lögin voru samþykt á þinginu í vetur. Bjarni ætlaði enn að tefja þau, og kallaði ekki saman fund í fossanefnd lýd. þá gerðu þeir Sveinn i Firði, Lár- us og Hákon meirihlutaálit án fund- ar. Minnihlutinn sá þá sinn kost vænstan að koma líka með álit. Komst málið þannig á dagskrá, og var frv. samþykt. Byggir það algerlega á eign- arréttargrundvellinum. Sést það glögg lega á þvi, að þeim sem á botn und- Lambskinn Og Tófuskinn kaupir háu verði Jónas H. Jónsson Báruhúsinu. Stimpla alskonar bæði gúmmí og málm, númeratora, signet, stimpil-púða, stimpil-blek, stimpil-stativ, brenni- mörk, hurðaskilti o. fl. þess háttar — útvegar best og ódýrast Gils Sigurðsson Box 401 Reykjavík Ath. Sent gegn póstkröfu út um land. Biðjið um sýnishorn og verðlista. ir rennandi vatni, eru ætlaðar bætur fyrir vatnstöku. Mega Sunnmýlingar vel við una að fulltrúi þeirra, Sveinn i Firði, hefir nú endanlega unnið fullnaðarsigur i þessu máli. Er nú lokið til fulls hinu dýra og þráláta striti meiri hlutans gamla i íossa- nefndinni, að rugla og þvæla málið. Skýrslan um íslandsbanka. Eftir að búið var að fella tillögur Framsóknarflokksins um rannsókn á íslandsbanka, mun Sig. Eggerz hafa þótt rétt að sýna einhvern lit á að þinginu væri gefin skýrsla um veðin. Siðustu daga þingsins kom til fjár- hagsnefnda beggja deilda listi yfir veðin. Voru það víst nálega alt vixl- ar, að upphæð 6 milj. og 800 þús. Er það eins og við var að búast, að krónu- tölu rétt á móti enska láninu 1 bank- anum, en litil veð myndu slíkt þykja frá einstaklingum gagnvart bönkum. B. Kr. vildi ekkert athuga listann. Taldi alt þar gott og gilt, án athug- unar. Nd. nefndin sendi út álit. þótti henni vanta frekari skýrslur, líklega um efnahag hinna stóru víxilgjafa. Snéri sér bréflega til bankans með ósk um þessar upplýsingar. En bankinn sendi aftur afsvar. Vill hafa lands- stjórnina sem millimann. Bréf bank- ans endar svo: „þá teljum vér rétt að landsstjórnin snúi sér til bankans — -----svo að það verði tekið til athug- unar af landsstjórninni og banka- stjórninni í sameiningu, að hve miklu leyti rétt sé, að bankinn gefi upplýs- ingar um viðskiftavini sína“. þing- lausnir voru þá komnar og enginn tími til stefnu. þannig skildu hluthaf- arnir við þjóðina, sem hefir lánað bankanum um 17 miljónir. Auðséð er að bankinn þykist eiga hauk í horni þar sem er formaður bankaráðsins. Skyldi þjóðin una vel þessari skýrslu um tryggingar fyrir enska láninu? Steinolían. I þinglokin urðu nokkrar umræður um steinolíumálið. Gaf Jakob Möller tilefnið. Svæsnast töluðu fyrir oliu- hringinn Jón þorláksson og Jón Auð- unn, en Klemens ráðherra og Magnús Kristjánsson forstjóri tóku hart á móti. Varð brátt sókn af þeirra hálfu. Gengu þeir um kvöldið af vinum hringsins svo lömuðum, að siðan hef- ir ekki heyrst til þeirra hósti rió stuna. Síld og samvinna. Svo nefndist fyrirlestur, sem einn af vinum Tímans, Björn síldarkaupmað- ur á Svalbarði, hélt nýlega á Akureyri. Var ræðumaður reiður við bæði um- talsefnin. Á síldinni mun hann og ýmsir af hans nánustu félögum hafa tapað í vetur. Kom Björn móður frá sölunni. Og samvinnunni kennir Björn um alt sitt pólitiska ólán. En eiginlega á hann það eingöngu sjálf- um sér að kenna. Vonandi verða sam- herjar Tímans i Eyjafirði og þingeyj- arsýslu við þeirri endurteknu ósk blaðsins, að kenna í brjósti um Björn, og sýna það í orði og verki, 1 hvert sinn sem hann fær þessar slæmu kviður. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðja Aeta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.