Tíminn - 16.06.1923, Blaðsíða 3
T 1 M 1 N N
69
Ifngiingaskóli Asgrins Magnússonar
Reykjavik.
Eins og undanfarna vetur starfar skólinn næsta vetur í tveim
deildum, 1, og 2. deild. Inntökuskilyrði að umsækjandi sé heill lieilsu,
og hafi lokið lögskipuðu bárnaskólanámi. Helstu námsgreinar: fslenska,
reikningur, danska, enska og handavinna (stúlkur). Fleiri tungumál
verða ef til vill kend. Auk þess verða íyrirlestrar í heilsufræði og
ýmsum öðrum greinum. Kenslutími frá fyrsta til síðasta vetrardags.
Kenslugjald kr. 85,00 er greiðist við skólabyrjun. Umsóknir sendist
undirrituðum og sé á þeim tekið fram: 1. aldur umsækjanda, 2. hver-
jar námsgreinar flann óski að læra, 3. hvað hann hafi áður lesið í
hverri námsgrein. Ef frekari upplýsinga er óskað gefur undirritaður
þær fúslega.
ísleifur Jónsson,
Bergstaðastræti 3, Reykjavík.
hálfkáki, sem nú tíðkast. Jafnvel
í barnaskólum þeim, sem erlent
mál hafa á stundatöflunni, má, ef
kenslunni er réttilega hagað,leggja
þá undirstöðu undir kunnáttu í
ensku, að hagnýt verði námfúsum
unglingum, enda þótt þeir eigi
ekki kost á neinu framhaldsnámi
í skóla. þeir geta þá framvegis
bjargast á eigin spýtur. Enskan
er sem sé mál, sem þannig er bygt
upp, að með ótrúlega litlum orða-
fjölda geta menn orðið dálítið tal-
andi og talað málfræðislega rétt.
Ensk hljóð, eins og hljóð hverrar
annarar tungu í Norðurálfu, má
kenna á fáum tímum, og sé nem-
andanum greinilega kent að skilja
hljóðritunina í góðri orðabók
(framburðartáknun í orðabók
Geirs Zoéga er einkar auðveld,
skýr og glögg), á honum að vera
sæmilega borgið með framburð-
inn, svo framarlega sem honum
hefir í upphafi verið kent að bera
öll hljóðin rétt fram. Með því að
nota kenslubækur próf. Craigies,
er í rauninni gii* *t fyrir alla hættu
á röngum framburði, ef hljóðin
hafa verið kend rétt í byrjun, og
nemandinn hefir lært að þekkja
merkin.
Hingað til hefir enska alls ekki
verið kend í Kennaraskólanum. Eg
ætla ekki að eyða hér orðum um
jafn óviðunandi fyrirkomulag,
Danskan á að víkja þaðan eins og
úr öðrum íslenskum skólum, en
enskan vitanlega að koma í henn-
ar stað. Ef fært þykir að kenna
þar tvö mál, á þýska tvímælalaust
að skipa annað sæti, og svo á það
að vera í hverjum þeim skóla, sem
hefir nægilega langan námstíma til
þess að kenna tvö mál. í Menta-
skólanum á danskan ekki heldur
að eiga heima, a. m. k. ekki sem
skyldunámsgrein.
það er öldungis þarflaust fyrir
okkur að vera að læra dönsku,
nema þá ef til vill að skilja hana
á bók, og til þess þurfum við
hvorki á kenslu né skólum að
halda. Ef kenna ætti eitthvert
Norðurlandamál í skólum, fæ eg
ekki betur séð en að það ætti fyrir
allra hluta sakir að vera sænskan;
en út í það atriði fer eg ekki frek-
ara að þessu sinni.
Danska sem skyldunámsgrein á
að hverfa úr öllum þeim skólum,
sem kostaðir eru eða styrktir af
almannafé, en aukin kensla í ensku
(í sumum tilfellum líka þýsku) að
koma í staðinn. það er hagsýnis-
krafa, sem óhjákvæmilega verður
að takast til greina, og verður fyr
eða síðar tekin til greina. Spurn-
ingin er aðeins, hversu lengi mis-
skilinni tröllatrygð og þröngsýnni
hafa á þá, eða meiri hluta banka-
ráðsins. Danski bankastjórinn,
Tofte, var alveg eins kröfuharður,
þegar komið var fram í dagsljós-
ið svona sérstakt dæmi um afleið-
ingarnar af hirðuleysisstjórn á
bankanum. Óhappið hlaut að varpa
skugga á stjórn þeirra, sem frá
viku. Að sjálfsögðu vissu banka-
stjórarnir ekki um þessa miklu
óreiðu. En í því liggur einmitt
sönnunin um, að þeir voru ekki
vaxnir húsbóndastarfinu á heim-
ilinu. En þeir bera þó ábyrgðina.
þannig þótti fyrv. forsætisráð-
herra Dana, I. C. Christensen, ekki
tilhlýðilegt annað en að segja af
sér, er það vitnaðist, að einn úr
ráðuneyti hans, Alberti, hafði
stungið miklu fé undan, þó að all-
ir vissu, að forsætisráðherrann
væri saklaus um alla hlutdeild í
f j árdrættinum.
þegar þessi sjóðþurð vitnaðist,
fanst miðstjórn Framsóknar-
flokksins keyra úr hófi fram, og
fyrir jól skrifaði hún forsætis-
ráðherra bréf, áður en hann
sigldi, og lagði þar eindregið til,
að stjórnin skipaði tvo duglega
menn til að gæta hagsmuna lands-
ins í bankanum. Forsætisráðherra
svaraði með því, að það væri ekki
hægt, því að búið væri að slíta
fundi í bankaráðinu; hann hefði
ekki lengur útlendu umboðin, nema
vanafestu kann að takast að tefja
fyrir þessari sjálfsögðu umbót á
mentamálunum.
Með þessu er vitanlega ekki ver-
ið að amast við þeirri dönsku-
kenslu við háskólann, sem nú er
kostuð af Dönum. En fari svo, að
ísland kosti einhverntíma slíka
kenslu þar, þá á það að verða
kensla í Norðurlandamálunum yf-
irleitt, en ekki í dönsku einni sam-
an. Og fyr en til þessa kæmi,mundi
að sjálfsögðu verða stofnuð þar
kennaraembætti í hinum mikils-
verðari málum, einkum ensku,
þýsku og frönsku. Er ilt til þess
að vita, og varla vansalaust, að
þessi mál skuli ekki nú þegar vera
kend við háskólann.
Sumir menn eru þannig gerðir,
að þeir hafa nauma skynsemi, og
aðrir hafa litla góðgirni. Hinir
fyrri eiga erfitt með að skilja
hvatir þær, sem ráða verkum ann-
ara manna; hinir síðari halda, að
þær hljóti oftast illar að vera eða
lágar. Hvorirtveggja þessara (ef
þeir eru annars nokkrir á meðal
lesenda Tímans) get eg hugsað að
ætla muni, að afstaða mín í þessu
máli sé sprottin af óvild í garð
Dana. Getsökin væri óviturleg, ef
jafnframt er gert ráð fyrir, að eg
liafi meðal-skynsemi, því að með
þessari breytingu á málakenslu
hér á landi væri Dönum enginn
bagi ger, nema ef vera skyldi
nokkrum bókaútgefendum. Slíkum
getgátum ætla eg því ekki að
svara. Ég er að vísu ekki svo full-
ur aðdáunar eða lotningar fyrir
Dönum, að þeir byrgi mér sólar-
sýn, en vel má eg geta þess, að- eg
geri ráð fyrir, að eg beri engu óein-
lægari velvildarhug til þeirra, né
kunni miður að meta þjóðdygðir
þeirra, en sumir hlöðukálfarnir
hérna, sem niest jórtra dönskuna
og altaf hafa „veskú“, „takk“ og
„gú morinn“ á takteinum.
Snæbjörn Jónsson.
-----o----
Fiskiveiðalögin írá 1922.
í vetur benti Tíminn fyrstur blaða
ú hættu þá, sem útveginum, einkum
togurunum, stæði af lögum þessum.
Síðan hefir útgerðannaður i Hafnar-
firði ritað um málið i Vísi, og kveður
lögin hið mesta hættuspil. Erlendum
skipum er bægt frá landinu, nema
*"sem neyðarhöfn. þessu kunna allar
þjóðir stórilla, sem skifta við ísland,
enda eru lögin með fullum miðalda-
blæ. Norðmenn veiða síld hér eftir sem
áður og salta úti á sjó. Gjalda enga
tolla af. Skaðast landið á þvi a. m. k.
150 þús. kr. í beinum tekjumissi. En
með nýjum samningum við hlut-
hafana. Síðar hefir komið í ljós,
að hr. Claessen hafði beðið hann
að gera ekki neitt. Og sú ósk hafði
verið tekin til greina.
þegai’ forsætisráðherra kemur
heim úr utanför sinni, um áramót-
in, slær hann upp báðum banka-
stjórastöðunum, og um þær sækja
10—15 menn. Rétt á eftir ákveð-
ur bankaráðið laun fyrir hina nýju
bankastjóra, hin hæstu, sem
þekkjast í hinu íslenska ríki, 25
þús. kr. eða meira. Síðari fregnir
herma, að þau séu 30 þús. Hæstv.
forsætisráðherra getur gefið skýr-
ingu á þessu, því að hann er sá
eini maður hér í deildinni, sem um
þetta veit.
Hér ber aftur að sama brunni og
áður. þegar bankanum hefir geng-
ið í lakasta lagi, þá eru launakröf-
urnar óstjórnlegastar.
þannig heldur þessum leik
áfram til mánaðamótanna janú-
ar—febrúar. þá er umsóknarfrest-
urinn liðinn, og enn þá hefir lands-
stjórnin ekki ákveðið að skipa
neina fasta menn í stöðurnar. pá
setur hún tvo menn í þær, bókara
úr bankanum og skrifstofustjóra
úr stjómarráðinu. petta hefir
mælst illa fyrir. Báðir eru menn
þessir að vísu góðir og gegnir
menn. En aðstaða þein-a gerir
þeim ómögulegt að starfa eins og
sé alt reiknað með, skiftir tapið á
Norðmönnum einum mörgum þúsund-
um. Sama er sagan gagnvart Eng-
landi. Verði þessari stefnu haldið
áíram, má búast við, að islenskum
togúruni verði bannað að selja ísfisk
í Englandi. Er það sama og eyðilegg-
ing útvegsins. Merkilegt mætti heita,
ef 1. þm. Skagfirðinga gæti sett í
hættu bæði kjötmarkaðinn og fisksöl-
una, fyrir utan að skulda landið fyr-
ir 13 miljónum, og binda tolltekjurn-
ar. Mikiö myndi Magnús gera, ef hann
héldi um stýrið í mörg ár!
Húsbúnaður.
I.
það er hressandi fyrir bæjarbú-
ana að koma frá malbikuðu götun-
um og bæjarloftinu upp í sveit og
anda að sér sveitalofti, og hafa
grænt teppi gróðursins undir fót-
um en fyrir þak djúpblátt himin-
hvolfið, sem hvílir á súlum fjall-
anna. Víðsýnið, litirnir, gróðurilm-
urinn — það er ekkert af höndum
gert, sem jafnast á við helgidóm
náttúrunnar. Og svo bæirnir, sem
eru eins og grónir upp úr jörð-
unni, og fólkið, gáfað og gestris-
ið. Og þó hefir mer í seinni tíð oft
þótt kalt og ömurlegt að koma á
ókunnan sveitabæ. Eg finn aldrei
til þess, þar sem eg er kunnugur.
En þar sem maður er ókunnugur
og kemur inn í kalda og ómálaða
stofu. þar eru nokkrir stólar,
fengnir úr kaupstað, kommóða
með blikkrömmum, postulínshund-
um, þurkuðum punti og nappírs-
rósum, og á veggjunum glansmynd
ir af Maríu mey og Nikulási
Rússakeisara, tvö eintök af „Drott-
inn blessi heimilið“ og legio af
minningarspjöldum eða annað
þessu líkt. það eru viðbrigði að
koma úr helgidómi náttúrunnar
þj óðarhagsmunirnir kref j ast.pess-
ir menn geta verið reknir á brott
með klukkutíma fyrirvara. þeir
vita aldrei að kveldi, hvort þeir
verði bankastjórar að morgni. þeir
geta þess vegna ekki gert það, sem
þjóð og þing ætlast til af mönn-
um í þessari stöðu: Að leggja
grundvöll að framtíðarskipulagi
og starfsemi bankans, þar sem
fyrst og fremst sé gætt hagsmuna
landsins, en hluthafanna þar á
eftir.
það hefir engin skýring verið
gefin á því, vegna hvers hæstv.
forsætisráðherra tekur fyrst undir
sig valdið til skipa í bankann, en
notar svo ekki þetta vald. Með
valdaráninu sj álfu hefir hann brot-
ið af sér traust þeirra manna, sem
studdu hann til ráðherratignar.
En með því að nota ekki valdið
eftir anda og bókstaf bankalag'-
anna, hefir hann brotið af sér
traust þjóðarinnar.
En til að gera hæstv. forsætis-
ráðherra greiða, vil eg gefa hon-
um tækifæri til að mótmæla því,
sem haldið er á lofti um þessi efni.
pað er álit margra, að hann hafi
gripið til þessarar ráðstöfunar, að
setja í embættin, til þess að geyma
embætti handa sjálfum sér, er
hann léti af störfum. Einn af bestu
borgurum þessa bæjar hefir sagt,
.að ef stjórnin hrifsaði þessi em-
inn í slík híbýli. En þegar svo
bóndinn kemur, greindur maður,
fróður og ræðinn, og konan, góðleg
og gestrisin, með góðgerðirnar, þá
„hverfur alt sem geðið gremur“ og
maður kemst í sama skap eins og
maður væri kunnugur á heimilinu
frá bamæsku.
En eitthvað er að. Iiinn ytri
heimilisbragur er ekki samboðinn
andlegri rnenning fólksins. Bað-
stofurnar eru óðum að hverfa. þar
stóðu rúmin með heimaofnum
ábreiðum undir sköruðum súðun-
um meðfram báðum veggjum. Út
við gluggann var lítið borð. Hús-
gögnin voru ekki mikil, en þó vant-
aði þar ekkert til að gera heimil-
ið hlýlegt og smekklegt. í stað
baðstofanna eru nú komnar ten-
ingslagaðar stofur. þar vantar alt,
því hið litla, sem er þar, er oftlega
verra en ekkert. í nýja húsinu er
meiri verkaskifting milli herbergj-
anna en í gamla bænum. jiegar
flutt var ur baðstofunni, voru eng-
in húsgögn til að flytja yfir í
nýju stofuna. I sveitinni var eng-
inn sem gat smíðað notadrjúg,
smekkleg og ódýr húsgögn. Hvergi
voru ráð að fá. Til að bæta úr því
var svo fengið eitthvað dót úr
kaupstað. Á ríkum heimilum er
keypt alt sem kaupstaðabúar eru
vanir að hafa í kring um sig. Svo
segja bæjarbúarnir þegar þeir
koma: „Mikið einstaklega er mynd
arlegt hérna, það er bara alveg
eins og að koma í kaupstað“. En
það á alls ekki að vera eins að
koma í sveitina og að koma í kaup-
stað. þar að auki er það engin
fyrirmynd að koma á kaupstaða-
heimili víðast hvar. Kaupstaðastíll-
inn er dýr ef hann á að sóma sér.
Kaupstaðabúar verða flestir að
sætta sig við eftirlíkingar. það
má því nærri geta, hvernig eftir-
hermur sveitanna eftir eftirlík-
ingum kaupstaðanna líta út. peg-
ar svo bæjarbúar koma í sveit, og
bætti undir sig, vanrækti síðan að
velja í þau heppilega menn, þá
• væri slíkt athæfi líkast því, þegar
forsetinn í Mexico fer í langt
ferðalag með l'andssjóðinn í vas-
anum. (Forsætisráðherra: Hver er
þessi ágæti borgari?). það skiftir
engu máli, hvert nafn hans er. All-
ir óspiltir menn í landinu eru og
verða manni þessum sammála.
Eg vona og þykist vita, að grun-
ur þessi sé ástæðulaus, og trúi
honum ekki, fyr en eg tek á. pað
er algerlega í bága við reynslu
mína hingað til af hæstv. forsæt-
isráðherra. En eg gef honum hér
með tækifæri til að hreinsa sig af
þessu, með því að skýra frá, hvers
v.egna hann hafi vanrækt að skipa
í embættin, og lýsa því yfir í
áheyrn þingsins, að hann ætti
hvorki beint eða óbeint að njóta
hagsmuna sjálfur af þessari van-
rækslu.
pá ke meg næst að hinum ýmsu
tilraunum Framsóknarflokksins
hér á þingi, til að fá gleggra yfir-
lit yfir þetta mál. (Forsætisráðh.:
Talar hv. þm. í nafni Framsókn-
arflokksins?). Eg tala í mínu
nafni, um tilraunir Fi’amsóknar-
manna til að koma viti fyrir
hæstv. forsætisráðherra í þessu
efni.
Stjórnarskiftin í fyrra voru
gerð vegna Islandsbanka og fjár-
líta í kring um sig á bæjunum,
finst þeim oftlega þeir vera ein-
hver aðall, sem reynt sé að stæla.
Menningarsnauðir bæjarbúar líta
sömu augum á sveitamenning og
ómentaðir útlendingar á íslenska
menning yfirleitt. þeir dæma alt
eftir hinu óheflaða ytra borði.
Hugsið ykkur góðan bóndS, al-
skeggjaðan, svipmikinn hrepp-
stjóra í heimaunnum fötum, á odd-
mjóum lakkskóm, með hanska á
höndunum og sígarettu í munnin-
um. Eg býst ekki einu sinni við að
kaupstaðastúlkurnar myndu segja
að hann væri „sætur“. En þannig
er heimilismenningin að verða
víða um sveitir. það eru lánuðu
fjaðrirnar, sem á að leggja niður.
þæi' eru hlægilegar, jafnvel í aug-
um þeirra, sem þær eru lánaðar
frá. Færeyskan hljómar illa í eyr-
um íslendinga, vegna þess, hve
hún er lík þeirra eigin máli. Hún er
hvorki íslenska ná danska fremur
en heimilisbragur hér á landi nú á
tímum.
þjóðlíf Íslendinga er á hverfanda
hveli. Alt er að breytast: fram-
leiðsla, verslun, húsakynni o. fl. I
húsagerð og heimilisbrag koma þó
kannske skýrast fram kostir og
hættur umbótanna. I húsagerð
eru að verða miklar umbætur, en
heimilisbrágnum hefir hrakað.
Jafngóð umbót og sú, að fá stein-
hús í stað moldar- og timburhúsa
ætti þó ekki að verða heimilis-
menningu þjóðarinnar að falli.
Ilúsakynnin hafa oft verið bág-
borin hér á landi. Skógleysið hefir
verið eitt hið mesta böl þjóðarinn-
ar. það hefir vantað efnivið til
alls. Óþrifnaðurinn hefii’ stafað af
ef niviðarskortinum. þ j óðararf ur-
inn hefir fúnað niður með hveiTÍ
kynslóð í moldarkofunum. Nú er
íslensk menning fyrst að eignast
varanleg vígi úr innlendu efni. Um
allar sveitir rísa upp óbrotgjöm
steinhús. þau eiga ekki að verða
legsteinar heimilismenningarinn-
ar, heldui' vígi hennar. þau geta
varðveitt öld eftir öld húsmuni og
voðir, sem hingað til hefir fúnað
niður. þau eiga að verða full af
veggskápum, föstum bekkjum,
þungum borðum og þykkum
ábreiðum, alt með sterkum litum,
lifandi blóm á borðinu og litlar
rúður í gluggunum. Sveitirnar
eiga að verða þær sjálfar. Bænd-
urnir eiga að hafa það stolt, að
þora að vera það, sem þeir eru
samkvæmt ætt sinni, eðli og upp-
runa. þá mun bóndaheitið halda
áfram að vera aðalstitill eins og
jafnan hefir verið með þessari
þjóð, en annars ekki. Á. Á.
-----------------o----
málanna yfirleitt. það er ekki hægt
að neita því, að þó að mikill mun-
ur hafi verið á fjárreiðum fyrver-
andi og núverandi stjómar, eins
og fjáraukalögin frá tíð hvomar
um sig sýna best, þá er munurinn
á stjórn þeirra á íslandsbanka
ekki ýkja mikill. þær vonir, sem
menn gerðu sér um, að nýja stjórn-
in, sem tók við í fyrra, sýndi rög'g-
semi í stjórn bankans, hafa ekki
ræst. peir bera margar sameigin-
legar syndir, fyrverandi og núver-
andi forsætisráðherra. Höfuð-
ástæðan til þessa sameiginlega
syndafalls er ef til vill sú, að þeir
hafa verið formenn í bankaráði er-
lends hlutabanka, án þess að vera
nógu stei'kir til að standa í þeirri
raun. Við skulum hugsa okkur,
hvað sagt yrði í Englandi, ef Bon-
ar Law tæki að sér að vera formað-
ur í bankaráði þýsks banka, sem
starfaði í London. Bankaráðsfor-
menskan er að vísu lögleg, en jafn-
framt erfið skylda, og því meiri
ætti löngun ráðherranna að hafa
verið, að láta hagsmuni landsins
sitja fyrir hagsmunum hinna er-
lendu hluthafa.
o