Tíminn - 16.06.1923, Blaðsíða 1
©jciíbferi
og afgrei&slur’aöur Cimans er
Sigurgeit ^riÖrifsfon,
Sambanösljúsinu, Keyfjauíf.
^fcjreiböía
Clmans er í Sambanös^úsinu.
®pin öaglega 9—\2 f. b
Sími 496.
VII. ár.
Reykjavík 16. júní 1928
19. blað
17. júní.
pað er ekki langt um liðið síð-
an afmælisdagur stjórnarskrár-
innar, 2. ágúst, var þjóðhátíðis-
dagur íslendinga. En nú er fæð-
ingardagur Jóns Sigurðssonar, 17.
júní, kominn í hans stað. Áður var
stjómarskráin hátíðaefnið, en nú
Jón Sigurðsson. Sá hugsunarhátt-
urinn, sem beinir þakklæti sínu
einkum til konungsins af guðs
náð, sem gefur stjórnarskrána,
hefir reist sér líkneski, þar sem
er stytta Kristjáns IX. á stjóm-
arráðsblettinum. Hinn hugsunar-
hátturinn, sem beinir þakklæti
sínu fyrst og fremst til foringjans
af guðs náð, sem knýr fram rétt-
arbæturnar, hefir og reist sér
líkneski, þar sem er stytta Jóns
Sigurðssonar. það sópar að mynd
forsetans. Hann er að vísu hvorki
í einkennisbúningi né krossaður í
bak og fyrir,frekar en í lifanda lífi.
Líkneskið hefir ekki einu sinni
fengið fálkaorðuna. þess gerist
heldur ekki þörf, því það skín út
úr svip og fasi, að þar fer þjóð-
höfðingi. það fer vel á því, að hald-
in sé þjóðhátíð á fæðingardegi
hans. Með því auðsýnir þjóðin
lotning þeim anda, sem hann starf-
aði í. Andinn lífgar, en bókstafur-
inn, eða, eins og hér á betur við,
lagastafurinn deyðir. Hversu ágæt
ar sem stjórnarskrár eru, þá kem-
ur jafnan sá tími, að þjóðlífið
sprengir þær af sér og sníður sér
nýjan stakk. þá er barist á móti
þeim lagastaf, sem áður var bar-
ist fyrir, og þó altaf í anda braut-
ryðjandans. það er því vel farið,
að þjóðhátíðir tjóðri við engan
lagastaf.
Jón Sigurðsson verður aldrei
tjóðurhæll. Oss ber að halda minn-
ing hans hátt á lofti sem merki
þjóðarinnar. Mannadýrkun þarf
ekki að óttast. Hún er holl þegar
þeir menn eru ágætir, sem litið er
upp til. það er eins og einstöku
menn eigi trú og festu handa heilli
þjóð. Mikið af trú vorri er einmitt
fylgi við sterka menn. Hið mikla
mark, sem þeir hafa sett sér, slak-
ar aldrei á aðdráttarafli sínu.
Hversdagsmenniniir lyftast má-
ske í sömu hæð í mesta kosninga-
hitanum, en hrapa svo niður óð-
ara en ólguna lægir. þjóðhöfðingj-
ar af guðs náð búa aftur 1 þeirri
hæð, sem drungi daglega lífsins,
hrævareldur kosninganna, mútur
valdhafanna og kjass kjósendanna
nær ekki til. Slíkir menn eru fá-
gætir. Ef til vill Jón Sigurðsson
einn með þjóð vorri nú síðustu ald-
irnar.Hann er jafningi annara eins
manna og Washingtons og Glad-
stones. það er ekki mesta skáldið,
sem skrifar á víðlesnasta málinu.
Á sama hátt eru stjórnmálamenn-
irnir ekki því meiri, sem þegnar
ríkisins eru fleiri. Eitt af því, sem
smáþjóðirnar þurfa að læra, er að
meta sína bestu menn til jafns við
ágæta irtenn stórþjóðanna.
Jón Sigurðsson hefir unnið stór-
virki. Verslunin var í höndum
danskra selstöðukaupmanna. öll
fiárhagsmál og landsstjóm í hönd-
um Dana. Flestir embættismenn
töldu sig umboðsmenn danska
valdsins. Margar danskar konur ís-
lenskra embættismanna lærðu ald-
rei íslensku. 1 barnaskóla Reykja-
víkur var kent á dönsku þegar
hann byrjaði. Svo mikil var makt
danskrar menningar. Af því má
sjá, hvílíka djörfung þurfti til að
hefja þá baráttu, sem varð lífs-
barátta Jóns Sigurðssonar. En þá
■djörfung sótti hann í sitt eigið
brjóst og sögu þjóðarinnar. þjóð
sem eitt sinn hefir verið öndvegis-
þjóð, á auðveldara með að trúa á
viðreisn sína og reisa við. En það
þarf meira en úttroðin ki*ossuð
,,úníform“ til að kveikja þá trú.
Til þess þarf foringja, sem trúir
á þjóð sína og kveikir þá trú í öðr-
um. það er fleira trú en kirkjutrú.
Trú er alt, sem styður lífið hér á
jörðu til meiri þroska. Islending-
um var það nauðsynlegt til meiri
þroska að fá fult vald yfir öllum
sínum málum, án íhlutunar ann-
ara, sem litla þekking höfðu á landi
og* þjóð. Baráttan var löng, en þó
er markinu þegar náð. Vopnin
voru hvorki blóð né eldur, heldur
hinn sögulegi og náttúrlegi réttur
þjóðarinnar. það er sambandsþjóð
vorri sómi, að þau vopn hafa bitið
hana. Með þeim hefir alt unnist,
sem unnist hefir.
En það er ekki alt unnið, þótt
pólitiskt sjálfstæði sé fengið. þar
er aðeins einum þætti sjálfstæðis-
baráttunnar lokið. Mestur hluti
hennar er enn eftir. það er ekkert
sjálfstæði, að hafa það eitt til síns
ágætis að vera óbundinn. þá fyrst
er fsland sjálfstætt, þegar öll
landsmál eru komin í gott horf. þá
fyrst eru landsmálin komin í gott
horf, þegar hér býr göfug þjóð
við góð kjör. Viðfangsefni stjóm-
málanna er uppeldi þjóðarinnar.
Heiður þjóðarinnar er ágæti þegn-
anna. því ættu smáþjóðirnar síst
að gleyma. Látum líkneski Jóns
Sigurðssonar minna oss á, að hann
var ímynd íslendingsins eins og
hann getur verið mestur. Til þess
er þjóðhátíðin 17. júní, að minna
á það. Á. Á.
-----o----
Xhnar Viðar
kaupmaður.
Hann andaðist hér í bænum 28.
f. m., eins og getið var um í næst-
síðasta blaði.
Einar Viðar fæddist 15. ágúst
1887. Foreldrar hans voru Indriði
Einarsson, skrifstofustjóri, og
kona hans, Marta Pétursdóttir,
organleikara Guðjohnsen.
Einar heitinn gekk í lærða skól-
ann á unga aldri,en hvarf frá námi
er hann hafði lokið prófi upp úr 5.
bekk, og gerðist starfsmaður í ís-
landsbanka (1905). Var hann þar
síðan óslitið fram undir styrjald-
arlok, en sagði þá stöðu sinni
lausri. Tók hann þá að fást við
stórsölu á fiski til Spánar, og horfð
ist vel á um skeið, en litlu síðar
settu nokkrir fjármálamenn bæj-
arins á laggirnar hinn alkunna
fiskhring, og tók þá að mestu leyti
fyrir söluna og horfurnar urðu
slæmar í bili. En Einar hafði ör-
ugga trú á því, að úr mundi ræt-
ast bráðlega og alt ganga að ósk-
um.
Síðustu mánuðina, sem hann
lifði, var hann aðalbókari í fslands-
banka, en hafði víst lítinn hug á
að ílendast í þeirri stöðu, þó að
hún kynni að verða laus og hann
ætti hennar kost. —
Einar Viðar var sjaldgæfur mað-
ur að ýmsu leyti. Hann var gáf-
aður vel, svo sem hann átti kyn til,
síglaður, óvenju bjartsýnn ojg góð-
viljaður. þótti öllum gott með hon-
um að vera, því að glaðlyndi hans
r
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
*
♦
♦
ELEPHANT
CIGARETTES
Cjúffengar og kaldar
að reybja
Smásöluverð 50 aur, pb.
Tóst alstaðar.
THOMAS BEAR & SONS, LTD.,
L O N D O N.
-O* "O-
♦
♦
♦
Líftryggingarfél. AIDVAICA h.f.
Kristianiu — Noregi
Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar
og lífrentur.
r.
Isla.n.cisc3_eilc3Liix
Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919.
Ábyrgðarskjöiin á islensku! —Varnarþing í Reykjavík!
iðgjöldin lögð inn f Landsbankann og íslenska sparisjóði.
„Andvaka“ og öll norsk líftryggingarfélög eru fjárhagslega vel
stæð og trygg. Þau eru öll leyfð og löggilt af norska ríkinu eftir ná-
kvæma rannsókn á fjárhag þeirra og stofnskipulagi. Þau standa öll
undir sameiginlegu opinberu eftirliti („Tryggingaráðinu“) aukfulltrúa
liins opinbera í stjórn hvers félags. Lífakkeri félaganna, t r y g g i n g-
• ars j ó ð u r inn, er „handleikinnu á hverjum ársfjórðungi af opinber-
um eftirlitsmönnum ríkisins, 0g mega félögin sjálf eigi ráðstafa hon-
um nema með samþykki Tryggingaráðsins. Reikningar félaganna eru
endurskoðaðir og samþyktir af því opinbera og birtir árlega.-
„Andvaka14 býður ábyggileg, hagfeld og refjalaus viðskifti!
Besta félagið er það, sem reynist best! — Láttu r e y n s 1 u n a
skera úr málinu!
Forstjóri: H e 1 g i Valtýsson,
Pósthólf 533 — Reykjavíb — Heirna: Grundarstíg 15 — Sími 1250
A.Y. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og
iáti getið aldurs sins.
Samábyrgð.
arheildin er hlekkjuð saman, einn
fyrir alla og alíir fyrir eimi.
4. Samábyrgð þjóðfélagsins
kemur glögt fram í stórviðburð-
um sögunnar. Júnkararnir þýsku
og auðmenn landsins vilja stríð,
og láta það koma, en leiða jafn-
framt hræðilega ógæfu yfir alla
þjóðina, líka þá, sem vildu frið.
5. Samábyrgð kynslóðanna teng-
ir saman eldri og yngri kynslóðir.
Hve miltið af hörmungum íslend-
inga er að kenna spiltri og léttúð-
ugri kynslóð Sturlungaaldarinnar?
6. Andleg samábyrgð tengir
sarnan mann við mann. Meginið af
andlegri eign hvei*s manns, málið,
daglegar venjur, trúin, skoðanir
um, hvað sé rétt og* rangt, fagurt
og Ijótt, er fengið með blindri eft-
irlíkingu frá forfeðrum og samtíð-
armönnum. **
-o----
1. Sumir menn segjast elska
í'relsið svo mjög, að þeir geti ekki
verið í samábyrgð, eins og kaupfé-
lögin hafa. þá ábyrgð, sem leyst
hefir verslunarfjöturinn af þjóð-
inni, kalla þeir kúgunarband. En
til er margs konar ábyrgð önnur,
sem lítið ber á.
2. Bændur í sama hreppsfélagi,
borgarar í sama kauptúni, eru í
samábyrgð um málefni sveitar og
bæjarfélags. Hver manneskja sem
flytur til Reykjavíkur, tekur sér á
herðar nokkurn hluta af þeirri
byrði, sem bærinn hefir af 6—8
miljóna króna skuldum.
3. Allir borgarar í sama landi
eru í samábyrgð um málefni lands-
ins, alla opinbera eyðslu, ríkis-
skuldir o. s. frv. Gengi peninga
hvers lands er einn þáttur þessar-
ar samábyrgðar, þar sem öll þjóð-
var mikið og innilegt, hjartað
óvenjulega ylríkt og hugartápið
mikið. það var eins og þyngstu
örðugleikar yrði að fisi, ef talað
var um þá við Einar Viðar. — Trú
hans á sigur góðleikans og sann-
girninnar hvarvetna í tilverunni
var máttug og sönn og barnslega
fögur. — Eg hefi aldrei þekt lífs-
glaðari mann. það var eins og
gleðin lægi í loftinu umhverfis
hann og hlyti að snerta alla, sem
nærri honum komu. Og þess er eg
fullviss, að á hans fundi hefir eng-
inn maður nokkuru sinni hrygst.
— Honum var ekkert ljúfara en
að gleðja aðra og fjármunalegt ör-
læti hans var áreiðanlega miklu
meira en efnin leyfðu.
Eg, sem þessi orð rita, á bágt
með að sætta mig við þá hugsun,
að þessi glaði, góði maður sé geng-
inn veg allrar veraldar. Og svo
hygg eg að öllum vinum hans
muni fara.
Foreldrum og systkinum var
hann hinn ástríkasti og það er með
afbrigðum, hversu ástúðlegur
sonur hann var og reyndist móð-
ur sinni. — það er mikil huggun
í þeim sára harmi, sem nú hefir
dunið yfir ástvini hans, að hver
og ein minning þeirra um hann er
björt og ljómandi fögur.
Einar Viðar var mjög listelskm*
maður að eðlisfari og ágætur söng-
maður. Var hann jafnan fús til að
skemta í vinahóp með söng og
glaðværð.
Hann kvæntist árið 1916 Kat-
rínu, dóttur Jóns heitins Norð-
mann, kaupmanns á Akureyri,
hinni mestu ágætiskonu. — Var
sambúð þeirra svo ástúðleg, að
hvergi bar skugga yfirf til síðustu
stundar. þau eignuðust tvær dæt-
ur, og eru þær báðar á lífi.
Einar var lágur maður vexti,
fríður sýnum og fjörlegur. Hann
var göngumaður hinn mesti, svo
sem verið hefir faðir hans, og iðk-
aði fjallgöngur á sumrum. Segja
þeir, er með honum voru á þeim
ferðum, að skemtilegri félaga og
meiri öðling hafi þeir varla kynst.
það mun og líka reynast svo um
vini Einars, að hann komi þeim
jafnan í hug á undan flestum öðr-
um, er þeir heyra góðs manns
getið. P. S.
----o----
Sigurður Nordal. Norðmenn
hafa sett upp kennarastól í íslensk-
um fræðum við háskólann í Krist-
janíu og boðið próf. Sigurði Nor-
dal embættið. Mestar líkur eru til
að Nordal taki boðinu, og er það
vorkunnarmál. Islandi er það heið-
ur að eiga ágæta menn erlendis,
og það er freisting framgjörnum
mönnum að varpa sér út í miðjan
menningarstrauminn. Og þó eru
þetta ekki góð tíðindi. það er mik-
ið gleðiefni hverri þjóð að eignast
góðan rithöfund. Nordal er að
verða einn af oddvitum íslenskr-
ar menningar. Hann er einn af
bestu mönnum Háskólans. Alt út-
lit er til, að hann muni eiga margt
óskrifað, sem íslenskar bókmentir
mega ekki missa. það kemur ekki í
sama stað niður, þó það verði
skrifað á norsku, því að Nordal er
líklegur til að rita þá hluti sem
ókleift er að þýða til fulls. þeim
sem meta meir göfugt og glæsilegt
þjóðlíf heima fyrir en alt umtal og
heiður erlendis, eru þetta því eng-
in gleðitíðindi. það væri vel farið,
að íslendingar sýndu nú að þeir
vildu nokkuð til vinna að halda
einum hinum besta núlifandi ís-
lenskum rithöfundi.
Dansk-íslenska félagið hefir gef-
ið út þrjá fyrirlestra um íslenskt
þjóðerni eftir Guðmund Finnboga-
son, er hann hélt í Danmerkurför
sinni í fyrra. Fyrirlestrarnir eru
það besta, sem félagið hefir gefið
út, og eiga ekki síður erindi til Is-
lendinga en Dana. þeir eru um
áhrif landshátta á þjóðernið, al-
þýðubókmentir o. fl., að nokkni
leyti samandregið efni hinnar
stóru bókar prófessorsins um
„Land og þjóð“, er fylgdi Árbók
Háskólans. þar var tekið á þörfu
rannsóknarefni. þjóðin þarf að
þekkja og skilja sjálfa sig. En Ár-
bók Háskólans er lokuð fyrir al-
menningi. Góð fylgirit hennar ætti
að gefa út sérpentuð í mörgum ein-
tökum og selja ódýru verði. Fylgi-
ritin þurfa annaðhvort að vera góð
alþýðurit eða bygð á sjálfstæðum
rannsóknum. „Land og þjóð“ var
hvorttveggja, en sum hafa hvor-
ugt verið: hvorki bygð á sjálf-
stæðum rannsóknum né átt erindi
til alþýðu, heldur aðeins til fárrá
útvaldra, sem útlend mál kunna.