Tíminn - 23.06.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.06.1923, Blaðsíða 4
74 T I M I N N Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju í Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. Reiðtýgi, hnakkar (frá 40 kr.), söðlar, aktýgi (og alt tilh.), hnakk- og söðulvirki (járnuð og ójárnuð), beislisstengur (járn, stál og nýsilfur), taumalásar, hringjur allskonar, til söðla- og aktýgjasmíðis. Allskonar ólar svo sem: ístaðsólar, töskuólar, svipuólar, búrðarólar, fótólar, beislistaumar, höfuðleður, hesthúsmúlar, gjarðir, reiðar, axla- bönd (úr leðri), glímubelti o. íi. Þverbakstöskur, handtöskur, hnakk- töskur, skólatöskur, verkfæratöskur. Seðlaveski fleiri teg. mjög ódýr, merkjageymar. Leður fl. teg. svo sem: gult söðlaleður, svart aktýgja- leður, sólaleður (danskir kjarnar), vatnsleður (danskt), sauðskinn fleiri teg., svínaskinn, fordekkleður, þunt leður (með svínleðursgerð), litskinn (Saffian), leðurlíking (bíladúkur) mjög góð tegund, bókbandsskinn fl. teg. Plyds: grænt, rautt, brúnt, mislitt, miklu úr að velja og mjög ódýrt, bindigarn 2 teg. (sóffafjaðrir og möbluborði væntanlegt mjög bráðlega), stopp (Blaar) og „Krölhaaru, Hessian fl. teg., dýnustrigi, tjaldastrigi, óbleyjað ljereft, íborinn dúkur mjög sterkur, einnig dúka- áburður (Bonevax), vélreimar (drifreimar), vélreimaleður (maskínuteygt). Ennfremur: Keyri, mikið úrval og ódýr, silfurbúnar svipur fleiri teg. rósettur á beisli. Naglamaskinur o. fl. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum seljast mjög ódýrt. NB. Yagnarnir eru til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt. Sími 646. Söðlasmíðabúðin Sleipnir. Símnefni: „Sleipnir“ Til kaupfélaga! M.f. Smjörlíltisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. benda á, að þeir menn eru venjulega síst kristnir, sem bera öðrum á brýn kristindómshatur. það er sértrúar- klikuskapur, sem sæmir ekki þeim, sem vill heita kristinn. 11. „Tíminn er óþjóðlegt blað“, er næsta ákæran. Sennilega er sú ákæra þó ekki fram komin fyrir samanburð við málið á Mbl. eða auglýsingum kaupmanna þar, heldur af því, að Tím- inn hefir stundum hnýtt í Bjarna frá Vogi nokkrum orðum. En Bangsi gá- ir ekki að því, að það hefir oftast ver- ið ai þjóðlegum ástæðum. þjóðin er meira en Bjarni. Mun Bjarni sjálfur fús á að kenna Bangsa það. 12. Klykkir Bangsi svo út lesturinn með nokkrum óvöldum orðum um tvöfalda skattinn og vandlætingar Timans, og skorar á borgara og bænd- ur til liðs við sig. Liðsbónin verður þó til lítils, því þó að Bangsi beri sig að dingla dindlinum, þó stuttur sé, framan í kaupfélagsmenn, þá skín þó í vígtennurnar, enda hefir hann í þessari grein sinni glefsað svo í mörg helstu áhuga- og velferðarmál sam- vinnumanna, að þeir munu ekki í vafa um, hvorum endanum á að trúa. Y. -----0---- Frá útlöndum. Foch marskálkur hinn frægi yf- irhershöfðingi Bandamannahersins í styrjaldarlokin, hefir dvalið í Póllandi undanfarið. Var honum tekið þar með kostum og kynjum og sæmdur pólskum marskálks- titli. Erindið er það að rannsaka pólska herinn. Enda er það kunn- ugt heimi öllum, að fullkomið bandalag er milli Frakka og Pól- verja bæði til sóknar og vamar og ætlast Frakkar til að Pólverjar ægi þjóðverjum að austan og hindri að Rússar geti komið þeim til hjálpar. — í síðastliðnum mánuði flutti fjármálaráðherrann þýski merki- lega ræðu í þinginu og skýrði frá fjárhagsástæðum ríkisins. Lausa- skuldir ríkisins höfðu aukist úr 1481 miljarði marka 1 6601 miljarð. Aðalástæðan til þessarar gífur- legu skuldaaukningar er hertaka Ruhrhéraðsins. Hefði hún kostað þýskaland nálega 7 biljónir marka. pýska ríkið ver daglega ógurleg- um fjárhæðum til styrktar mönn- um í hinum hernumdu héröðum. Auk þess hefir ríkið tapað geysi- rniklu á rekstri járnbrautanna vegna Ruhrtökunnar. --- Áflog og ryskingar urðu á þýska þinginu nýlega. Lenti sócíal- istum saman við kommúnista. Á.kvað þingið að banna einum kommúnistanum þingsetu í 2 vik- ur vegna framferðis hans. Daginn eftir leitaðist hann við að þrengja sér inn í þingsalinn, þrátt fyrir bannið, og hafði til þess styrk ýmissa flokksbræðra sinna. En þá var kominn svo öflugur lögreglu- líðsvörður um þingsalinn að til- ræðið mistókst. — Asquith heldur því fram að England hafi eytt 150 miljónum sterlingpunda í nýlendupólitík í Mesópótamíu. —- Á stríðsárunum höfðu Norð- menn eitt þýsku herskipanna í haldi í þrándheimi, og höfðu af mikinn kostnað. Samdist svo milli þýsku og norsku stjórnanna, að þjóðverjar greiddu fyrir 800 þús. kr. Eiga þjóðverjar að greiða 200 þús. kr. nú um misseraskiftin en hafa tilkynt að þeir geti ekkert greitt vegna fjárhagsörðugleika. — Eigendur og framkvæmda- stjórar hinna miklu Knippsverk- smiðja þýsku voru dregnir fyrir herrétt innrásarhersins franska, ákærðir um samsæri gegn frönsku stjórninni og tilraun til .að raska friði í landinu. Aðaleigandinn var dæmdur í 15 ára fangelsisvist og 100 miljóna marka sekt og fram- kvæmdastjóramir flestir í 10—20 ára fangelsi og 50—100 miljóna marka sektir. Mælist dómur þessi afarilla fyrir á þýskalandi. Forseti þýskalands sendi t. d. samúðar- skeyti til hinna dómfeldu manna og telur dóminn „eitt ljótasta dæmið sem sagan geymi um kúg- un og svívirðilegt ofbeldi“. — Miehelsen, sá er var forsæt- isráðherra Norðmanna þá er þeir slitu sambandinu við Svía, hefir haldið ræðu um bankamálaástand- ið í Noregi. Fellir þunga dóma um lánveitingar bankanna á stríðsár- unum. Telur að einn bankinn hafi tapað 420 milj. kr. Krefst þess að álit rannsóknarnefndarinnar sé birt og að opinber réttarrannsókn fari fram eins og í Danmörku. Hann hugsar ekki eins og Sigurð- ui' H. Kvaran. — Norðmenn herða altaf á kröf- um sínum til Grænlands og jafn- vel til Færeyja líka. Hafa borist hingað bækur og flugrit um mál- ið sém eru afarþungorðar í garð Dana og flytja þær fregnir, að Danir misbeiti valdi sínu mjög í Grænlandi. Stórir fundir eru haldn- ir í Noregi um málið og margir helstu stjórnmálamannanna halda ræður um það. Er það bert orðið að úr þessu verður stórmál. — Svíakonungur var á ferð ný- lega í einni hinna þýsku borga sem Frakkar hafa hernumið. flann ók í bifreið með einum liðsforingja sinna, en var þá stöðvaður. Voru þeir félagar fluttir á aðalstöðvar hersins, yfirheyrðir og hafðir í gæslu um hríð. þykja þetta mikil tíðindi í Svíþjóð. — Fjárhagur Svíþjóðar er betri en flestra eða allra ríkja Norðurálfunnar. Er skýrsla ný- komin út sem sýnir að ríkisskuld- ir Svíþjóðar við útlönd eru nú 400 milj. kr. en voru fyrir stríðið 1200 milj. kr. Mun þetta vera alveg eins- dæmi. Til samanburðar má geta þess, að ríkisskuldir Danmerkur við útlönd uxu árið 1922 úr 825 milj. kr. í 1100 milj. kr. — Aðalblað jafnaðarmanna á þýskalandi telur sig hafa fullar sannanir fyrir því að í Hamborg og nálægum landshlutum hafi þjóðernissinnar mikinn her reiðu- búinn, ógrynni skotfæra og mikið fé, til þess að hefja byltingu. —- þrír norskir flugTiienn hröp- uðu nýlega og fórust allir. — Etna, hið fornfræga eldfjall á Sikiley, er farið að gjósa. Er gos- ið svo mikið orðið, að það hefii gert geysimikið tjón og tugir þús- unda manna eru á flótta. — Rétt fyrir stríðið höfðu þjóð- verjar lokið við að leggja hina miklu járnbraut til Bagdad, þann- ig að óslitin jámbrautarleið var milli Berlínar og Bagdad. Nú háfa enskir og svissneskir auðmenn keypt meginpartinn af syðrihluta brautarinnar og eru Rotschildam- ir aðalmennirnir í þeim félags- skap. En Frakkar eru tortrygnir út af kaupunum og ætla að þýskt fé sé á bak við. — Frakkar auka altaf herafla sinn í Ruhrhéraðinu. Nýlega bættu þeir við 20 þúsund hermönnum og leggja jafnframt mesta kapp á að auka námuframleiðsluna. — Ókyrt er enn í Meksíkó eins og oft áður. Hefir það komið fyr- ir nokkrum sinnum undanfarið að varpað hefir verið sprengikúlum á hús Bandaríkjaborgara og tvíveg- is hefir verið vaiqiað sprengikúlum á hús ræðismanns Bandaríkjanna. það hefir ekki tekist að finna til- ræðismennina. — Horfur eru taldar á því að friðsamleg viðskifti hefjist aftur milli Japana og Rússa. Japanar hafa t. d. leyft erendreka Rússa að setjast að í Tokíó. — Eldur kom upp í einu stærsta leikhúsinu í New York nýlega. Stóð svo á, að verið var að halda sýningu fyrir skólabörn. Afskap- leg hræðsla greip bömin. Sum tróðust undir og eldurinn barst svo fljótt um húsið, að ekki varð ráðið við neitt. Er talið að 42 börn hafi týnt lífi og 15 konur og 16 menn. — Á friðarfundinum var þýska borgin Danzig gerð að hálfsjálf- stæðu ríki, þó þannig, að pólska stjórnin fer með utanríkismálin og ýms fleiri mál eru sameiginleg. Ástæðan var sú, að engin pólsk borg liggur vel við Eystrasalts- versluninni, en vitanlega þurfti pólska ríkið að eiga aðgang að sjó. En sambúðin milli borgarinnar og Póllands er ekki góð. þjóðverjar ráða lögum og lofum í borginni og Pólverjar kvarta undan því að þjóðverjar sýni Pólverjum alls- konar ójöfnuð, t. d. meini þeim húsnæði í borginni o. fl. Pólsku blöðin sum stinga upp á því að Pólland reisi nýja borg, alpólska við Eystrasalt, því að sambúðin geti aldrei orðið góð við þjóðverj- ana í Danzig. — Lloyd George gat þess í ræðu nýlega að engin ensk stjórn hefði gert jafnmörg axarsköft á jafn- stuttum tíma og núverandi stjórn. Afskiftaleysi Englands af töku Ruhrhéraðsins telur hann skömm fyrir landið, segir að ekki sé ann- að sýnna en England sé orðið háð Frakklandi. Frjálslyndu flokkarn- h’ ensku ættu að sameinast og ná meirihluta. þeir einir væru færir um að stjóma landinu. Orðabálkur. sagandi (-a, vantar flt.), kk., dálítill öldusúgur: það er dálítill sagandi í vörinni. þorlákshöfn. vekja upp steina, taka upp grjót. Bolvík. fráhrundinn, 1., sem gætir sín, lætur ekki lokka sig. Bolvík. fara á göngu, fara fótgangandi: hann fór á göngu inn á ísafjörð. Bolvík. örsiga eða örsega, ób. 1., vera steinuppgefinn: eg er alveg örsiga. Mýrar (vestra). Listasafn Einars Jónssonar verð ui opnað fyrir almenning á morg- un, en ýmsum gestum hefir verið boðið að sjá það þessa dagana. Hefir Einar unnið að því undan- farin ár að koma skipulagi á safn- ið og gera við skemdirnar sem urðu við heimflutning listaverkanna. Verður þessarar stórfenglegu og dýrmætustu eignar sem þjóðin ís- lenska hefir eignast í margar ald- ir, getið nánar í næsta blaði. Embættispróf við háskólann. Lagaprófi hafa þessir lokið: Theó- dór Líndal, sonur Björns Líndals á Svalbarði I. eink. 137i/3 st., Bergur Jónsson yfirdómara Jens- sonar I. eink. 133 st., Jón Stein- grímsson bæjarfógeta Jónssonar I. eink. 1262/3 st., Sigurður Jónas- son II. eink. betri 105x/3 st., Bryn- jólfur Árnason II. eink. betri 1032/3 st., og Guðbrandur ísberg II. einlc. betri 82i/3 st. — Lækna- prófi hafa lokið Jónas Sveinsson prests Guðmundssonar í Árnesi II. eink. betri 152V3 st., Páll Sig- urðsson II. eink. betri 152 st. og Guðmundur Guðmundsson II. eink. 821/3 st. — Enginn lýkur prófi í guðfræði í þetta sinn. Rannsóknarför. Pálmi Hannes- son náttúrufræðingur hefir fengið styrk úr Sáttmálasjóðinum danska til að rannsaka gróður og dýralíf á hálendi íslands og eldstöðvamar í Ódáðahrauni frá síðasta vetri. Mun hann í sumar ferðast um há- lendið ásamt nokkrum dönskum fé- lögum sínum, og er óskandi að þeim félögum verði veitt sú hjálp er þeir þarfnast, þar sem þeir koma í bygðir. Nýtt sönglag sendir Sigvaldi Kaldalóns enn á markaðinn: Sjó- mannasöngur, en vísurnar eru eft- ir Jón S. Bergmann. Lagið er fjör- ugt og hressandi. J> AKKARÁV ARP. - Innilegt þakklæti votta eg öllum þeim, sem á einn eða annan hátt veittu mér hjálp, eða auðsýndu mér hluttekningu við fráfall eigin- manns míns, Sigurðar Erlendsson- ar, á síðastliðnum vetri. Vil eg þar sérstaklega nefna bróður minn, Sigurð þórðarson bónda á IJrriðaá, sem hefir hjálpað mér með ráði og dáð, og verið mín önnur hönd í hin- um erfiðu kringumstæðum mínum. Einnig Guðjón Sigurðsson,Straum- firði, og Sigurjón Erlendsson Álft- árósi, sem báðir hafa hjálpað mér mikillega. Fjölda margir, bæði sveitungar mínir og aðrir, hafa á margan hátt reynt að létta mér missinn,með mikilsverðri og marg- háttaðri hjálp og hluttekningu. þó eg ekki setji nöfn þeirra hér, minn- ist eg þeirra með þakklæti. Öllum þessum mönnum, bséði nefndum og ónefridum, óska eg allra blessunaráhrifa þeirrar yl- ríku birtu, sem vitund þeirra geymir, sem gert hafa óeigingjörn kærleiksverk. Guðs blessunar bið eg þeim öllum. Lambastöðum 3. júní 1923. Kristín þórðardóttir. GirðingaYírnet á 40 aura materinn fást í Búnaðarfélagi Islands. H.f. Eimskipafélag íslands. E.s. ?Esjaé 2 hraðferðir kringum ísland fer skipið í ágúst í sumar, sbr. 8. og 9. ferð áætlunarinnar, og stendur hver ferð yfir 1 viku. Fyrri ferðin frá Reykjavík 8. ágúst, til Reykja- víkur 15. ágúst. Seinni ferðin frá Reykjavík 18. ágúst, til Reykja- víkur 25. ágúst. Fargjald áfram- haldandi kringum land í þessum hringferðum kostar: á 1. farrými . . kr. 110.00 á 2. farrými . . — 75.00 • Ekki skyldufæði, en farþegar geta fengið allar eða einstakar máltíðir eftir vild. Komið verður við á 8 höfnum. Með því að fara með.fyrri ferð- inni, og verða eftir á einhverri af viðkomuhöfnunum, geta farþegar staðið við í 10 daga og komið svo heim aftur með seinni ferðinni, en þá kostar fargjaldið eins og venjulega: á 1. farrými . . kr. 126.00 á 2. farrými . . — 85.00 Landsbankinn hefir bannað úti- bússtjórum sínum að sitja á al- þingi. Tveir fráfarandi þingmanna verða fyrir banni þessu: Eiríkur Einarsson á Selfossi og Jón A. Jónsson á tsafirði. Haraldur Sigurðsson píanóleik- ari og frú hans eru rétt ókomin hingað til bæjarins. Ætla að halda hljómleika í næstu viku. Jón Helgason hefir lokið meist- araprófi í norrænu við Hafnarhá- skóla. Íslandsglímuna vann Sigurður Greipsson á Iþróttavellinum í gær. Hann bar og sigur úr býtum í fyrra. Kaupgjaldsdeila mikil er hafin hér í bænum milli útgerðarmanna og sjómanna. Stórstúkuþing stendur yfir hér í bænum þessa dagana. Um 60 fulltrúar eiga þar sæti. Páll Eggert Ólason hefir verið kosinn háskólarektor næsta kenslu- ár. Ritstjóri: Tryggvi þórhalIaBoo. Preatsmiðja Acta h/t.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.