Tíminn - 30.06.1923, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi
o g afgrciðslut'-aður íimans er
Siðurgetr ^rifertfsfon,
Sctmbanbsíjúsinu, KeYfjaoif.
J^fgreibðía
51 i m a n s er í Sambanbsíjúsinu.
©pin isaglega 9—\2 f. Ij.
Simi 496.
YIL ár.
Reykjavík 30. júní 1923
21. blað
V axtahækkun.
íslandsbanlti og' vaxtahækkunin.
Eins og sjá má af auglýsingum
í blöðunum, hafa bankamir talið
sig knúða til að hækka aftur vext-
ina. peir verða 7 % frá næstu ára-
mótum.
Er þetta eitthvert öruggasta
teiknið um það að aftur syrtir að
um fjárhagsútlitið. Vonirnar sem
menn hafa verið að gera sér um
það að í heildinni væri að smá-
greiðast úr, þær hafa orðið að
engu. Aftur hafa peningabúðirnar
talið sig knúðar til að leggja þessa
þungu hönd á atvinnuvegina.
Hér verður það ekki gert, að vé-
fengja að þetta sé réttmæt ráð-
stöfun bankanna. Einstakir menn
hafa ekki aðstöðu til að dæma um
það til hlítar, hvort slíkt úrræði
hafi verið óumflýj anlegt.
En hér skal fyrst og fremst vik-
ið að annari hlið, í sambandi við
þessa vaxtahækkun, sem raunar
hefir verið margbent á hér í blað-
inu.
pað er sem sé mjög alvarlegt at-
riði bæði fyrir einstaka borgara ís-
lenska og íslenska ríkið, að annar
bankinn, Islandsbanki, skuli fá að
stofna til slíkrar vaxtahækkunar,
áður en til fulls eru gerðar upp
sakirnar milli ríkisins íslenska og
þessa banka, og áður en fram-
kvæmd er sú sjálfsagða ráðstöfun
að skipa fasta bankastjóra við
bankann lögum samkvæmt.
pað hefir verið bent á það hér í
blaðinu, að íslenska ríkið og ís-
lenskir menn muni eiga um 35
miljónir króna í bankanum.
það er á allra vitorði og viður-
kent af bankanum sjálfum,að hann
hefir tapað næsta miklu fé. Og þau
töp eru öll, vitanlega, á ábyrgð
hluthafanna sem stjórnað hafa
bankanum.
það er ennfremur á allra vitorði
að hið útlenda hlutafé og vara-
sjóður bankans er ekki nema brot
af því sem ísland og íslendingar
eiga í bankánum, hvað mikið sem
eftir kann að vera af því þegar
töpin verða gerð hreinlega upp.
Sannleikurinu er því í raun og
veru sá, að íslendingar eiga bank-
ann.
En sé það dregið enn von úr
viti að gera bankann fyllilega upp,
af trúnaðarmönnum landsins,
gefur slík vaxtahækkun sem þessi
hluthöfunum erlendu tækifæri til
að tryggja hagsmuni sína í bank-
anum, þannig að þeir geta betur,
á sínum tíma, boðið landinu byrg-
inn.
þetta er svo auðskilið mál, að
um það verður ekki deilt og þess-
vegna er það ófyrirgefanlegt að
leyfa íslandsbanka að hækka þann-
ig vextina, áður en hagsmunir
landsins eru að fullu trygðir í
bankanum og áður en skipaðir eru
af landsins hálfu fastir bankastjór-
ar við bankann.
þessi ásökun hlýtur vitanlega
fyrst og fremst að bitna á forsæt-
isráðherranum, sem um leið er for-
maður bankaráðsins og jafnframt
á þingmeirihlutann, sem studdi
þennan ráðherra til þess í vetur
að drepa hina sjálfsögðu tillögu
Framsóknarflokksins um málið.
Saklaus líður fyrir sekan.
þessir hækkuðu vextir stafa vit-
anlega fyrst og fremst af þeim
töpum sem einstaklingarnir hafa
beðið á atvinnurekstri sínum. þau
töp lenda á bönkunum þegar ein-
staklingurinn hefir orðið að gefast
upp.
En þessi stórkostlegu töp bank-
anna, hafa ekki orðið, svo teljandi
sé, nema á atvinnurekstri bæjar-
búanna, kaupsýslumanna og út-
gel’ðarmanna. því að þó að ilt ár-
ferði hafi mjög krept að bændum
landsins, þá hafa þeir hingað til
getað risið undir því sjálfir og
geta enn.
En vaxtahækkunin gengur jafnt
yfir réttlátan sem ranglátan. Vext-
irnir hækka fyrir bændur líka. Hún
var svæfð í þinginu tilraunin sem
Framsóknarflokkurinn gerði til
þess að leiðrétta þetta hróplega
misrétti. ^
Og þó er þetta svo augljóst sann-
girnismál sem ekki verður um
deilt: að sá atvinnuvegurinn sem
er svo miklu áhættuminni að varla
kemur fyrir að bankamir tapi fé
sínu á honum, á að fá lægri vaxta-
kjör en hinn, sem við og við veld-
ur bönkunum stórtöpum.
þetta er önnur hlið þessarar
vaxtahækkunar. þetta er eitt
stærsta kosningamálið sem nú ligg-
ur fyrir kjósendum landsins. Og
vissulega munu bændur fylkja sér
um þann flokkinn, Framsóknar-
flokkinn, sem borið hefir fram
þetta sanngirnismál og mun bera
það fram aftur.
Enska lánið.
En hin höfuðástæðan til þessar-
ar erfiðu vaxtahækkunar er enska
lánið nafntogaða, ókj aralánið
mikla, sem Magnús Guðmundsson
tók 1921, lánið, ólánið, sem þjóðin
íslenska mun búa svo afarlengi að.
Magnús Guðmundsson gaf þá út
glæsivonir um það að þjóðinni
myndi veita hægara að borga þetta
erfiða lán vegna þess að sterling-
pundið enska myndi lækka í verði
og íslenska ríkið þannig græða á
gengismismuninum.
En það fór um þessa kenningu
M. G. sem um aðrar fjármálakenn-
ingar hans, að reynslan, sem er
ólygnari en M. G., sýndi alveg hið
gagnstæða.
Sterlingpundið hefir ekki lækk-
að, heldur stórhækkað í verði og
íslensku þjóðinni veitist það því
ávalt erfiðara að standa straum af
hinu mikla ókjaraláni M. G. frá
1921.
Eins og mara liggur þetta lán á
þjóðinni.
það var eklíi tekið fyrir bænda-
stéttina — þessa stétt, sem M. G.
nú þykist vilja vinna fyrir og þyk-
ist hafa viljað vinna fyrir. Ekki
einn eyrir þessa ókjaraláns gekk
til landbúnaðarviðreisnar.
það var tekið þetta enska lán til
þess fyrst og fremst að hjálpa Is-
landsbanka til þess að halda við
reykvísku togarafélögunum sem
voru að sligast undir skuldunum.
það hefir enst í tvö ár. Og hvað
er nú eftir ? Iívar er blessunin sem
af hefir hlotist fyrir þjóðina?
Hvað er það betra að fara nú
að gera upp þessi fyrirtæki og
koma þeim á heilbrigðan girund-
völl ? Hvað er betra að gera það nú
en að gera það 1921?
þetta er allra þyngsta höfuð-
sökin sem hvílir á manninum sem
fór með fjármál landsins 1921, að
hann þá velti yfir á landsins
jðea/ý
ELEPHANT
CIGARETTES
Sjúffengar og kaldar
* að reyfeja
Smásöluverð 50 aur. pk.
Tást alstaðar.
THOMAS BEAR & SONS, LTD.,
LONDO :i.
<&• s> -.j|v -«3>
♦
♦
♦
♦
♦
♦
*
♦
♦
♦
♦
Á
Smásöluverð á tóbaki
má ekki yera hærra en hér segir:
"V" imcLla.r':
Torpedo....................50 stk. kassi á kr. 20,75
Nasco Princossas.......... 50 — — - — 20,75
Americana..................50 — — - — 13,80
Nasco......................50 — —-----------13,25
Lí^ Diosa................. 50 — — - — 11,00
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
IIIjia.n<d.s^rersluLxiL-
Búseta þingmanna
1. Víða á landinu heldur fólk, að
ófært sé annað en þingmennimir
eigi heima í kjördæminu. þetta er
hin mesta villukenning.
2. Hverju kjördæmi liggur á, og
landinu öllu liggur á, að fá sem
nýtasta þingmenn. Ef kjörgengi
er framkvæmd bundið við átt-
haga, verður oft úr litlu að velja.
Lélegri maður heimaalinn, tekinn
fram yfir betri mann aðfenginn.
3. Búsetukrafan stendur í sam-
bandi við hreppapólitík og ein-
staklingssérgæði. Menn halda, að
hver einstaklingur geti áorkað
miklu. En það er rangt. Samtaka
menn eru sterkir. Sundraðir menn
eru veikir.
4. f landi, þai’ sem flokkaskift-
ing er glögg og föst, skiftir mestu
fyrir kjósendiu- hvernig flokkur-
inn er. Hver einstakur fulltrúi er
aðeins lítið lóð á vogarskál lands-
málanna.
5. því stærri verkefni sem
stjómmálaflokkar hafa, því minna
geta þeir bundið sig við héraða-
krit og átthagaþröngsýni. Sameig-
inlegar hugsjónir eru leiðarljósið.
Föst samvinna og skipulagsbund-
in átök gera mörgum smælingjum
fært að ryðja Grettistaki úr vegi.
ábyrgð miljónunum ensku, batt Is-
land um langan aldur ókjaralán-
inu enska, til þess að halda við í
bili atvinnurekstri, sem rekinn var
á óheilbrigðum grundvelli, í stað
þess að fara þá að vinna að því
strax að koma þessum atvinnu-
rekstri yfir á nýjar hendur og í
heilbrigt horf.
Nú er verið að gera það. Nýir
menn eru nú að taka við sumum
togurunum. það er ekkert undan-
færi. Fresturinn sem Magnús Guð-
mundsson skapaði með enska lán-
inu, hefir ekki haft aðrar afleið-
ingar en þessar: Að enn hafa hlað-
ist skuldir á hin óheilbrigðu fyrir-
tæki, skuldir sem þau geta ekki
borgað og að landið og allir ís-
lensku borgararnir stynja undir
ókjaraláninu enska.
Og svo ætlast herra Magnús
Guðmundsson til þess að bændurn-
ir íslensku lyfti honum aftur upp
í ráðherrasessinn.
-----0----
Tveir listamenn.
það er komandi til höfuðstaðar-
ins um þessar mundir. Frá náttúr-
unnar hendi er alt í þeim mesta
blóma sem verið getur. Sól og sum-
arhiti allan guðslangan daginn.
Sláttur að byrja hálfum mánuði
fyr en oft endranær. Og svo gerast
þau tíðindi hvern daginn eftir ann-
an, að Einar Jónsson frá Galtafelli
opnar hið mikla listasafn sitt á
Skólavörðuholtinu og Haraldur
Sigurðsson kemur heim frá út-
löndum og leikur fyrir bæjarbúa.
Listasafn Einars Jónssonar.
Rúmið leyfir það ekki að minn-
ast svo sem vert er þessa merkis-
viðburðar í sögu íslands, að Einar
Jónsson hefir opnað almenningi
aðgang að listasafni sínu. Enda er
það ókleift að rita svo fyrir þá,
sem ekki hafa séð, að þeir fái
nokkra verulega hugmynd um þá
auðlegð göfugra og mikilfenglegra
hugsana, hugsjóna og verka, sem
listasafn Einars hefir að geyma.
það verða sem allra flestir íslend-
ingar að fá að sjá — og sjá vel.
Einar Jónsson er um það líkur
tveim mestu skáldunum íslensku,
Hallgrími og Jónasi, að hann hefir
skilið það til fulls, að hinn mikli
listamaður og skáld notar þá allra
best yfirburðahæfileikana serp for-
sjónin hefir gefið honum, er hann
sýnir sem mesta fegurð og lætur
göfugar hugsanir og hugsjónir
birtast í verkum sínum.
Fegurð og göfgi í hugsun er
höfuðeinkennið á listaverkum Ein-
ars Jónssonar og jafnframt trú á
sigur hins góða og fagra í mann-
lífinu. Kaldur hvítur steinninn
varpar á áhorfandann hinni ósegj-
anlegu hlýju og göfgi sem fingur
Einars hafa ofið í listaverkið og
opna hugann fyrir hinum mikil-
fenglegu hugsunum sem liggja á
bak við. Á þetta fyrst og fremst
við um táknmyndirnar, en fegurð-
in og samræmið er einkenni þeirra
allra.
Einar Jónsson er á besta skeiði
enn þótt náð hafi fullum þroska.
Ótrúlega mikla þolinmæði og langa
vinnu hefir það kostað hann að
gera við hinar miklu skemdir sem
urðu á listaverkunum við heim-
flutninginn. Gott er að því er lok-
ið og að hann getur nú gefið sig
við því óskiftan að skapa ný lista-
verk. En það minnir á annað. það
er þegar orðið alt of þröngt í lista-
safninu. Og húsið er enn ekki full-
gert í þeirri mynd sem Einar ætl-
ast til. það á að vera metnaðarmál
þeirrar kynslóðar, sem síðar meir
verður talin einna mest sæmd af
því að hafa átt hann, að ganga frá
húsinu eins og á að gera.
HaraJdur Sigurðsson.
Haraldur er miklu yngri maður
Einari. Hann á vafalaust mikið
eftir að þroskast enn og vaxa í list
sinni. En þeir eiga um það sam-
merkt báðir, sýslungamir, að þeir
eru allir í listinni. þeir era báðir
allir í listinni.
það era nú tvö ár síðan Harald-
ur kom heim síðast. Hann lék á
píanóið í þessari viku í Nýja Bíó.
Flestum mun koma saman um, eft-
ir þvi sem vitið leyfir, að þó að
hann hafi verið mikill listamaður
er hann kom síðast, þá hafi þó
framfarirnar orðið stórfeldar.
Fullvíst er það, að aldrei hefir
nokkur íslenskur maður fyr leikið
með slíkum fimleik og skilningi á
strengjahljóðfæri.
Er gott til þess að vita að hann
ber merki íslenskra listamanna
ytra, því að bæði um göfugmensku
og listamannshæfileika er Harald-
ur sjaldgæfur maður.
Veri hann velkominn heim með
konu sinni.
----0-----
BOferðirnar austur. Rétt er að
vekja athygli manna austan fjalls
á auglýsingunni frá Zóphóníasi
Baldvinssyni bifreiðastjóra hér í
blaðinu. Honum er það einum að
þakka að það tókst að lækka flutn-
ingsgjöldin stórkostlega í sumar,
því að mjög var þar fast unnið á
móti. Ætti almenningur því að
launa það með því að nota bifreið-
ar hans öðrum fremur.
Trúlofuð era ungfrú Ásta E.
Fjeldsted og Arngr. Fr. Bjarna-
son kaupm. og póstafgreiðslumað-
ur í Bolungavík.