Tíminn - 07.07.1923, Síða 2

Tíminn - 07.07.1923, Síða 2
80 T í M I N N Orðsendíng tíl kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, — - Í V* — - — í V. — og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðurlands. Geitnalælcningar. Samrannsókn lækna árið sem leið leiddi í ljós, að hér á landi eru 53 geitnasjúklingar, sem læknar vita af; sjálfsagt eru sjúklingamir til muna fleiri. Nú er auðgert að lækna þennan mjög svo leiða kvilla. Alþingi hef- ir þá líka snúist vel í þetta vand- ræðamál, veitt í fjáraukalögum fyrir 1923 „Til geitnalækninga, s/5 kostnaðar, 3000 kr.“. Samskon- ar fjárveiting stendur í fjárlögun- um fyrir 1924. Greiðasta og öruggasta aðferð- in við geitur er geislalækning. Lækningin tekur þá í mesta lagi 2—3 mánuði. það er víst að margir af þess- um sjúklingum eru mjög feimnir og óframfærnir. þess vegna eru það tilmæli mín til allra lækna landsins að þeir geri sitt ítrasta til að koma geitnasj úklingum á framfæri, fái sveitarstjórnir til að ganga í ábyrgð fyrir þá og koma þeim fyrir til lækningar og síðan gera ríkinu reikning fyrir 3/5 af öllum tilkostnaði. það sem sveita- sjóðir kunna að leggja til, verður ekki skoðað sem sveitarstyrkur, sbr. 1. grein laga nr. 61, 27. júní 1921. Sjúklingana af Suður- og Vest- urlandi er best að senda til Reykja- víkur. Tekur Gunnlaugur Claessen að sér lækningu á þeim. Áðui langt líður verður líka hægt að beita geislalækningu á Akureyri, og þá þar að snúa sér til Jónasar Rafnar. Vitanlega má það ekki eiga sér stað, að þessir sjúklingar séu send- ir til Reykjavíkur eða Akureyrar í reiðuleysi, án ‘þess að eiga vísan samastað í sjúkrahúsi eða ein- hverju heimili. Ef allir læknar landsins láta sér vel ant um þetta málefni, eru bestu líkur til að takast megi á fám ár- um að útrýma geitunum fyrir fult og alt. G. Björnson. ----o---- Siðferðisvottorð. Síðastliðinn laugardag birtist í Vísi yfirlýsing eða vottorð um það að Magnús Guðmundsson fyrver- andi fjármálaráðherra sé „hinn heiðvirðasti sæmdarmaður“ m. m. Þegar bæirnir vaxa. Ræða. Við sem komin <-rum til vits og ára, höfum verið sjónarvottar að stói’kostlegum straumhvörfum í lífi þjóðar okkar. \7ið höfum séð bæina myndast og vaxa á svip- stundu upp í smámynd af stór- borg, suma hverja. Við höfum séð sveitamenninguna, að vísu fá- breytta og óslípaða, en þó trausta og raungóða, þokast leiigi’a og lengra út í skuggann, en geislana brotna að sama skapi meir og meir á stórborgamenningunni, og skrýða hana öllum litum regnbog- ans. það mætti nú máske kalla sjálf- hæðni að tala um stórborgamenn- ingu hér á landi. En sé nánar að gáð, verður það Ijóst, að sama fyr- irbrigðið er á ferðinni hér eins og á meðal stórþjóðanna, að hlutföll- in milli landsbygðarinnar og bæj- anna síga óðum í sömu áttina hér eins og þar. Við þurfum því að gera okkur ljóst, hvert þessir straumar bera, svo að við getum vitað, hvort við eigum að gera nokkuð til þess að þrengja farveginn, eða þá hvort við eigum að dýpka hann.----- Myndun og vöxtur bæjanna hef- ir ætíð almennast verið álitin menningarauki, og er það líka á margan hátt. þá er eins og nokkur hluti hinna dreifðu krafta þjóðar- innar renni saman í dálítinn foss, og fá þannig meiru áorkað á ýms- Vottorðsgefendur eru þjóðkunnir menn: fyrverandi og núverandi prestur í fæðingai'hreppi Magnús- ar. Vitanlega er þetta gert í góðu skyni af þeim. En Magnús Guð- mundsson hefir orðið þessu mjög feginn, því að hann birtir vottorð- ið í kosningasnepli sínum „að fengnu leyfi“. — það er ekkert undarlegt, þótt þeim mönnum, sem standa utan við stjórnmáladeilurnar, virðist dómarnir. stundum allþungir um stjórnmálamennina. Einkum er það ef þeir þekkja þessa stjórn- málamenn, að þeir eru í persónu- legri viðkynningu „heiðvirðir sæmdarmenn“, eða það sem á al- þýðumáli er kallað „gott skinn“. Yfirlýsing þessara þjóðkunnu presta kemur því engum á óvart. Einungis er hún reist á fullkomn- um misskilningi. Tilefnið er talið ummæli Tímans um Magnús Guð- mundsson. En Tíminn hefir aldrei talað um annað en opinber störf hans. Tíminn hefir aldrei dróttað neinu óheiðvirðu að M. G. Tíminn hefir meir að segja látið í ljós að M. G. mundi vera vel hæfur maður til að annast sýslumanns- og skrif- stofustjórastörf. En M. G. lætur sér ekki nægja þann verkahring sem er við hans hæfi. Hann hefir verið alþingis- maður og ráðherra og hann leitast við að ná þeim störfum aftur báð- um, eflir til þess flokk og leitast við á allan hátt að sundra stjórn- málasamtökum bænda. þessvegna hlýtur Tíminn að telja það skyldu sína að sýna þjóð- inni hversu M. G. hafa farist þessi störf úr hendi, til þess að geta rök- stutt það álit sitt, að þjóðinni stafi af því mikil hætta að hann fái tækifæri til að fá þessi störf og völd aftur í sínar hendur. Með þessu er engu óheiðvirðu dróttað að M. G. þó að Tíminn hafi t. d. sýnt að M. G. hafi unnið landinu stórtjón með því að taka ókjaralánið enska, þá er alls engu óheiðvirðu að hon- um dróttað með því. Heldur ei þetta talið hafa stafað af því að hann brast þrótt til að standa á móti áhrifum Reykj avíkurvalds- ins. Kjarkleysi og ístöðuleysi er ekki óheiðarlegt. Menn geta verið „heiðvirðir sæmdarmenn“ fyrir því. En slíkir menn eru óhæfir til stjórnarvalda á alvörutímum. þó að Tíminn hafi sýnt að það um sviðum en ella. þá taka versl- un og iðnaður og ýmsar fleiri at- vinnugreinir stór stökk áfram. Listir og vísindi, sem áður áttu örðugt uppdráttar, blómgast. Bæ- irnir verða þannig nokkurskonar verksmiðjur í þjóðlífinu; þeir eru stórvirkir, og frá þeim eignast þjóðirnar ýms verðmæti, sem þær ekki geta eignast á annan hátt. En með því er ekki nema hálfsögð sagan, því að þeir eiga það líka sijmeiginlegt með verksmiðjunum að þeir brenna ógurlega miklu elds- neyti. En eldsneyti kaupstaðanna er sjálf lífsorka þjóðanna, þeirra eigið lifandi hjartablóð. Ómótmæl- anleg reynsla hefir sýnt, að borg- irnar eru svo óhollur samastaður íbúum sínum, að þegar þær fara að dvelja kynslóðir fram af kyn- slóðum, þá smáhnignar öllum þeirra frjóustu kröftum bæði and- legum og líkamlegum. Frægur norskur rithöfundur hefir tekið sér fyi’ir hendw. að rannsaka orsakirnar að blómgun og hnignun þjóðanna gegnum liðn- ar aldir, og tekur þetta mál til með- ferðar í einu rita sinna. Hann hef- ir komist að þeirri niðurstöðu, og leitt sterkar líkur að því, að borg- irnar hafi verið orsakir hvoru- tveggja. þegar þær myndast, streymir þangað smámsaman kjami þjóðarinnar. þeir fram- gjörnustu, þeir sem finna til kraft- anna í sjálfum sér, og langar til að beita þeim, hverfa ár eftir ár inn í æfintýraheim hinna vaxandi borga, og stórvirki gerast brátt á var óhæfilegt af M. G., við,ensku lántökuna, að láta meir en 100 kr. fara til alóþarfra milliliða, þá er engu óheiðvirðu dróttað að honum með því. M. G. hefir blátt áfram ekki fundið sig mann til þess að gera þetta sjálfur, og því kosið að láta millimennina gera það og talið verjandi að greiða þeim svo ríku- lega fyrir. Óheiðarlegt getur það ekki talist, þótt einhver maður finni sig vanmáttugan til að leysa slíkt starf af hendi. En Tíminn verður að telja slíkan mann óhæf- an fjármálaráðherra sem lætur slíkt eiga sér stað. Svona mætti áfram telja mörg fleiri atriði. Og skal nú ekki frek- ar rætt um þessa hlið málsins. En hin hliðin veit að M. G. sjálf- um og hvernig hann snýst við vott- orði þessu. Ilann sækir um leyfi til að fá að ílagga með því. þetta er alveg einsdæmi, að íslenskur stjórnmálamaður skuli vera að sækjast eftir siðferðisvottorði. Og sennilega ætlar hann svo að reyna að nota þetta vottorð til þess að gera sig að píslarvotti hjá kjós- endum sínum í Skagafirði. Hugsi menn sér það að Hannes Ilafstein eða Björn Jónsson hefðu verið sér út um siðferðisvottorð og hampað því framan í landslýð- inn. Aldrei hefir þeim, né öðrum, dottið slíkt í hug. En Magnús Guðmundsson verð- ur öllu feginn og „fær leyfi“. Hon- um hefir sennilega fundist alt bet- ur „á þessu landi“, þegar þessi „passrf yrði þjóðkunnur. Vill Tím- inn nú ráðleggja M. G. að ganga með vottorðið „upp á vasann“, til sýnis Skagfirðingum í kosninga- mörgum sviðum. En aðstreymið til borganna er hóflaust. Áður en lýkur er landsbygðin rúin öllum sínum bestu kröftum og getur ekki endurnært borgimar lengur. þær visna því smámsaman upp, og hnignunin færist yfir þjóðina hægt en ákveðið eins og nóttin. Sé þessi tilgáta eins rétt og hún er sennileg, og eins og því miður ýmislegt virðist benda til meðal stórþjóðanna á yfirstandandi tím- um, þá er hér sannarlega á ferð- inni alvörumál. Eftir þessu mætti líkja sveitunum og bæjunum við tvö tré. Annað, sveitirnar, stendur á föstum rótum í fjallshlíð, veður- barið að vetrum en allaufgað að sumrum. það þroskast frá ári til árs, og dreifir frá sér fræinu í all- ar áttir. Hitt, borgirnar, er síma- tré, sem sett hefir verið niður við þjóðveginn. það getur verið úr góðu efni, og vel um það búið á allan hátt. það stendur teinrétt og tignarlegt, og ber menningu síns tíma á sterkum og fögrum herð- um. En það er svift lifandi sam- bandi við hina sífrjóu mold, svo að áður en varir hlýtur það að fúna og' falla. Sé þá ekki lifandi skógur uppi í hlíðinni til þess að taka og láta í hinna stað, þá fellur sú menning, sem á þeim hvílir, til grunna. Lifandi skógurihn er því stofn sem aldrei má eyða um of og altaf verður að halda í fullum þroska. það er eitt, sem við getum gert og eigum að gera til þess að við- halda þessum lifandi stofni, sveita- leiðangrinum og þingmönnum í valdasókninni. það er þó altaf eitt- hvað nýtt í íslenskum stjórnmál- um. Samskonar siðferðisvottorð þurfa piltar og stúlkur að hafa til þess að komast í lægstu bekki skólanna. Yfirsetukonur og barna- kennarar þurfa þess sömuleiðis M. G. brestur skilning á því, að þeir sem ætla að verða þingmenn og ráðherrar eiga elcki að þurfa slík vottorð. það eiga ekki aðrir að sækja eftir þeim störfum en þeir, sem fjöldanum eru persónu- lega kunnir að því að vera heið- virðir menn. Brandur biskup Sæmundsson sagði forðum þessi frægu orð um Hvamms-Sturlu: „Engi maður frýr þér vits, en meirr ertu grun- aður um græsku“. — þetta á ekki við um M. G. Tíminn frýr honum vits sem stjómmálamanni a. m. k. — en um græskuna er látið ótalað. ----a---- Pjéðhagasmiðir. Sturla Jónsson á Fljótshólum hefir ritað grein í Mbl. um þjóð- hagasmiðinn Jón á Villingaholti í Flóa. Ilefir Jón smíðað handspuna- vél, eftir mínum spunavélum.Hann er afbragðs smiður, bæði á tré og járn, og svo er hann við renniverk og steypir sjálfur kopar. — En nú vil eg minnast annars manns, sem einnig er fyrirmynd í öllu verklegu og þjóðhagasmiður. það er Einar bóndi Sveinsson á Leirá. í fyrravetur smíðaði eg spuna- menningunni, og það er að rækta landið, svo að sem flestir geti lif- að þar góðu lífi. það mál er fyrsta og síðasta skylda bóndans. það mál á að vera fyrsta og síðasta fram- kvæmdamál þjóðarinnar í heild. það mál er flestum öðrum fremui’, bæði fjárhags- óg menningannál. Reyndar er það svo, að rökin fyr- ir því, að ekki borgi sig að rækta þetta og hitt, — að ekki borgi sig að rækta landið, í samanburði við eitt og annað, sem fyrir liendi er, þau era altaf svo nærtæk og fljót- fundin. En það sem best borgar sig í svipinn, er næstum aldrei hið nauðsynlegasta. Hugsum okkur að- eins, ef foreldrarnir höguðu sér þannig með uppeldi barna sinna; tækju það einungis strang-fjár- hagslega. Hugsum okkur að þau reiknuðu hvert viðvik sem til upp- eldis þeirra færi. Móðirin reiknaði með næturvinnutaxta hverja stund sem hún vaknaði til barnsins síns. Faðirinn reiknaði með vöxluin og vaxtavöxtum hvern eyri sem hann legði fram í þess þarfir. Mig grunar, að þá kæmi bráðlega fram sú kenning, að barnauppeldið væri lélegasta fyrirtækið, sem nokkur hefði með höndum, og ef þannig rök peninganna ein réðu, þá legð- ist að fullu niður öll umönnun fyr- ir, og öll ræktarsemi við hina upp- vaxandi æsku, m. ö. o. það starf sem er undirstaða lífs og menning- ar á jörðu hér. En ást foreldranna varðveitir líf barnanna og leggur sig fram um uppeldi þeirra eftir því sem vél heima hjá Einari, en hann vann að því með mér, og gerðum við á henni smábreytingar. Einar seldi þessa vél og smíðaði sér aðra, og var eg elcki við það. í vetur smíðaði hann þriðju vélina og gerði nú á henni talsverðar breyt- ingar. Og loks tókst honum að finna upp teljara á spunavélina, sem segir til með klukku, þegar nógu margir snúningar eru komn- ir, svo nú þarf ekki að telja snún- ingana, en það var mjög erfitt. Áður en eg fór hingað norður í vor, fór eg að heimsækja Einar á Leirá. þótti mér nýung að sjá þessa nýju spunavél með öllum breytingunum, tvinningaráhaldi og teljaranum. Ætlar Einar að taka einkaleyfi á teljaranum. þyrfti þessi nýja vél að komast inn á sem flest lieiimli og svo við- eigandi vefstólar, til þess að okk- ur yrði meira úr ullinni okkar. Eg var hrifinn af því að finna Einar. Er ilt ef þjóðin hefir ýstru- menn í hávegum, en hinir sem hugsa um verklegu framfarirnar og verja til þess æfi sinni að bæta áhöld manna, eru lítils metnir. Blör.duósi 20. júní 1923. Albert Jónsson frá Stóruvöllum. Eftirmælí. þann 12. nóvember síðastliðinn andaðist að Ólafsvöllum á Skeiðum bændaöldungurinn Jóhann Magn- ússon, hjá tengdasyni sínum og dóttur. Ilann var fæddur 16. ágúst 1838 í Eyvindarhólum. Voru for- eldrar hans Magnús prestur Torfa- son prófasts Jónssonar prests Finnssonar biskups, og Guðrún Ingvarsdóttir bónda á Skarði í Landsveit. Ungur byrjaði hann að læra undir skóla, en sama ár og hann átti að fermast, andaðist fað- ir hans, og var þá námi hans lok- ið. Fluttist hann þá árið eftir til síra þorsteins Einarssonar prests á Kálfafellsstað í Suðursveit, sem var giftur föðursystur hans Guð- ríði Torfadóttur. Hann kvongaðist árið 1860 Björgu Björnsdóttur frá Borgarhópi. Eignuðust þau hjón 11 börn, af hverjum 4 dætur eru á lífi: Oddný gift í Ameríku, Jó- hanna, ekkja búandi í Suðursveit, Guðrún gift Sigfúsi Skúlasyni frá föng leyfa, án þess að reikna hvern eyri eða stund, sem til þess fer, og heilbrigð skynsemi þjóðarinnar leggur nú orðið fram sinn skerf til að styrkja foreldrana að þessu starfi. Og á sama hátt þarf það að verða svo, að ást bóndans til býlis síns knýr hann til að leggja fram alla sína krafta til að bæta það og prýða, án þess að reikna hvert viðvik til peninga, eins og alla tíð hafa gert bestu bændur þessa lands, eg heilbrigð skynsemi þjóðarinnar styrkir þá að því verki með ráðum og dáð, — stefna sem nú er hér til allra heilla hafin, en þarf að fylgja vel eftir. því að þetta hvorttveggja, uppeldi fólks- ins og ræktun landsins er hlið- stætt. það eru tvö ófrávíkjanleg skilyrði tilverunnar fyrir því, að þjóðin geti orðið langlíf í landinu, en hvorugt vel til þess fallið að verða beint gróðafyrirtæki þeirra, sem bera þau mál uppi, eftir venju- legri merkingu þess orðs. Og bæ- irnir geta sannarlega orðið einn liðurinn í i’æktun lýðs og lands. En þar sem reynslan hefir sýnt, að þeim hættir við að vaxa um of, eins og aðrennandi vatnið smá- dýpkar sinn eigin farveg, þá verð- um við að hamla þar á móti öllum kröftum, til þess að þeir verði ekki eins og sjúkur yfirvöxtur á trén- aðri jurt, heldur sem fullþroska aldini á sterkum og heilbrigðum stofni. Bjarni Ásgeirsson frá Knarrarnesi. ----o----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.