Tíminn - 14.07.1923, Page 2

Tíminn - 14.07.1923, Page 2
84 T I M I N N Islandsbanki. I. Skýrsla viðvíkjandí bankamim. í tilefni af umræðum þeim, er nú undanfarið hafa orðið, bæði utanþings og innan, og þó sér- staklega á alþingi, um þörfina á því, að skipa nefnd til þess enn á ný að rannsaka hag íslandsbanka, skal bankastjórnin leyfa sér að leiða athygli almennings að því, sem hér skal greina, og jafnframt lýsa yfir því, sem segir hér á eftir: Samkvæmt ráðstöfun alþingis 1921 og síðar gefnu samþykki hlut- hafa bankans, var skipuð nefnd til þess að rannsaka allan hag ís- landsbanka og meta til peninga hlutabréf hans. 1 þessari nefnd áttu sæti fyrir hönd alþingis: bankastjóri Björn Kristjánsson og hagstofustjóri þorsteinn þorsteins- son, fyrir hönd bankans: útgerð- arm. Ágúst Flygenríng og kaup- maður Ólafur Benjamínsson, en sem oddamann í nefndinni út- nefndi hæstiréttur íslands pró- fessor Eirík Briem. Allir ei’u þess- ir menn þektir meira og minna um alt land, svo það er óþarfi hér að lýsa kostum þeirra eða hæfileik- um til að leysa samviskusamlega og réttilega af hendi það starf, sem þeim var hér falið. þó getum vér eigi varist að benda á, að framan- greindir nefndarmenn eru einmitt þektir að því, að vera sérstaklega gætnir og varir um sig í öllum fjár- málum og þannig búnir þeim hæfi- leikum, sem benda í þá átt, að bú- ast mátti fremur við fullströngu en vægu mati á hlutabréfum bank- ans. Enginn hinna tilgreindu nefnd- armanna var neinum þeim skulda- böndum bundinn við bankann, að það gæti haft nein áhrif á matið, flestir þeirra höfðu alls engin skuldaskifti sjálfra sín vegna við bankann og aðeins einn þeirra var gamall og nýr viðskiftavinur. Oss er að öllu þessu athuguðu gersam- lega óskiljanlegt, hvað það ætti að vera, sem nú, ári síðar en mats- nefndin lauk störfum, gerði það nauðsynlegt að láta fara fram nýja rannsókn á öllum hag bankans. nema ef bankinn hefði síðan nefnd in lauk störfum sínum, veitt ein- hver stór lán, sem hefðu bakað eða ætla mætti að mundu baka bank- anum stórtjón, og skal því fljótt svarað, að bankastjórnin neitar því gersamlega, að nokkur slík lán hafi verið veitt í bankanum, enda hefir enginn þeirra manna, sem hafa verið að fitja upp á nýrri rann- sókn, drepið á neitt slíkt. Vér getum nú í raun og veru lát- ið hér staðar numið, en vegna ái- mennings, sem ætti að fá sem sannastar skýrslur um þetta mál, þá virðist oss rétt að skýra öllum almenningi frá því, hvernig vér álítum hag bankans nú komið, eft- ir því sem vér vitum sannast og réttast. Matsnefndin mat tap bankans í árslok 1921 kr. 6.613.658.00. Til þess að standast þetta Lap hefir bankinn lagt til hiliðar: Allan ársarð bankans 1921...................kr. 2.206.270.81 Frá varasjóði..........— 1.687.000.00 Borgað upp í áður af- skrifuð töp............— 2.092.30 Kr. 3.895.364.11 Af ársarði 1922 leggur bankaráð og banka- stjórn til við aðalfund 7. þ. m. að lagt verði til hliðar...............kr. 1.157.048.89 Hér við bætist svo varasjóður bankans í árslok 1921................— 2.313.015.03 Væntanleg aukning varasjóðs af ársarði 1922 ......................— 32.391.28 Kr. 7.397.819.31 Ilið áætlaða tap var .. — 6.613.658.00 Mismunur..............kr. 784.161.31 Eftir þessum tölum á því bank- inn óskert alt hlutafé sitt, 4Ys milj. kr., og að auki kr. 784.161.31, eða með öðrum orðum rúmlega 172/5% af hlutafénu. þetta verður þá niðurstaðan þó mat matsnefndarinnar sé að öllu leyti lagt til grundvallar þegar dæma á um hag bankans. En þeg- ar matsnefndin var að Ijúka störf- um sínum, taldi þáverandi banka- stjórn ástæðu til að mótmæla sér- staklega tveimur atriðum í mats- gerðinni, og skulum vér, í sam- bandi við framanritað,leyfa oss að skýra nánar frá þeim ágreiningi. Eins og kunnugt er, fékk bank- inn af renska ríkisláninu frá 1921 upphæð, sem nam 280 þús. ster- lingpundum. Lán þetta á að greið- ast með vaxandi afborgunum eins og veðdeildarlán á 30 árum; 1. af- borgun er 1. sept. 1923. Byrði bank ans af þessu láni er því komin und- ir því, hvert verður gengi sterling- punda í íslen'skum krónum að með- altali í næstu 30 ár. En matsnefnd- in tók ekkert tillit til þess, að lán- ið er 30 ára lán, og taldi það bank- anum til skuldar, alveg eins og skuldbindingar, sem voru gjald- kræfar strax, og gerði matið á þeim grundvelli, að bankinn þyrfti að afborga alt lánið með því ster- lihgpundagengi, sem var þegar matið fór fram, eða með 27 kr. hvert sterlingpund. Baikastjómin taldi matsnefndina vera alt of stranga í þessu tilliti og hélt þv' fram, að hér ætti að leggja til grundvallar áætlað meðalgengi sterlingpunda hér næstu 3Ö ár, sem hlyti að teljast miklu lægra en 27 ísl. kr. hvei’t sterlingpund. Að bankastjórnin hafi ekki staðið ein uppi með þessa skoðun, sést á því, að á alþingi í fyrra áætlaði þá- verandi fjármálaráðherra að ríkið þyrfti ekki að endurborga sinn hluta af þessu sama enska láni með hærra gengi en 20 kr. hvert sterlingpund að meðaltali. En með framangreindri matsaðferð komst matsnefndin að þeirri niðurstöðu, að fram yfir þá upphæð, sem enska lánið var bókfært í bankanum, þyrfti hann að borga kr. 1.432.843.- 00, og er sú upphæð innifalin í of- angreindri upphæð kr. 6.613.658.- 00. þessi eini liður munar hvorki meiru né minna en 31% af hluta- fé bankans (41/2 milj.), og þar sem nefndin mat hlutabréfin 91% af nafnverði, þá hefði hún orðið að meta þau 122%, ef hún hefði slept að meta tap á þessum lið. Hitt ágreiningsatriðið var fólg- ið í því, að nefndin vildi ekki meta bankanum í hag neinn gengismun á gulli því, sem bankinn á í doll- urum og Norðurlandakrónum, og bar nefndin það fyrir sig, að sam- kvæmt 3. gr. laga, 31. maí 1921, er bankinn skyldur til að selja ríkis- sjóði gullið „með nafnverði". Bankastjórnin þáverandi hélt því aftur á móti fram, að „nafnverð“ t d. gulldollars væri 1 dollar og ætti að borgast af ríkisstjóminni ef til kæmi með jafnmörgum ísl. kr., sem gengið á dollar á hverjum tíma ‘segði til um, en hins vegar Svo segir í upphafi skýrslu þess- arar, að tilefni hennar sé „sérstak- lega“ umræður á alþingi um þörf- ina á því, að skipa nefnd til þess enn á ný að rannsaka hag íslands- banka. Tilefnið er með öðrum orð- um „sérstaklega" aðstaða Fram- sóknarflokksins í máli þessu, því að það er alkunnugt, að Framsókn- arflokkurinn bar fram tillögu þá sem að er vikið með orðum þess- um. Skýrslan er svar bankans við tillögum flokksins og Tímans. Á fimtudaginn í síðastl. viku birtist. ætti bankinn ekki rétt á að fá sjálft gullverðið fyrir dollarinn, ef það væri hærra en ákvæðisverð mynt- arinnar. En gengismunur þessi á gullforðanum nam ca. 1 milj. kr. eða ca. 22% af hlutafé bankans. Af þessu sést, að ef matsnefnd- in hefði viljað fallast á skoðanir bankastjórnarinnar um þessi tvö ágreiningsatriði, þá hefði mats- verð hlutabréfa bankans orðið 144%, eða með öðrum orðum hverjar 100 kr. í hlutafé taldar 144 kr. virði. Vér höfum viljað vekja athygli á þessum framangreindu tveimur ágreiningsatriðum milli matsnefnd arinnar og bankastjórnarinnar, sakir þess, hve mikilsverð þau eru, til þess að gefa mönnum kost á að mynda sér skoðun um þessi atriði. þó viljum vér sérstaklega benda á, að því er gengismuninn á enska láninu snertir, að hvernig sem á það mál er litið, þá er þess að gæta, að hver svo sem gengismun- ur kynni að verða, þá skiftist hann niður á 30 ár og gæti væntanlega tekist af árlegum tekjum bank- ans, án þess að telja þurfi hann til frádráttar á varasjóði, hluta- fé eða öðrum eignum bankans eins og matsnefndin gerði. Til þess fyrirfram að taka fyrir allan misskilning eða rangfærslur út af þessari skýrslu, skulum vér að lokum geta þess, að þótt vér lítum svo á, sem að ofan greinii um hag bankans, þá viljum vér eigi að orð vor séu skilin svo, sem að vér álítum að fjárhagserfiðleik- ar þeir, sem verið hafa hér í landi undanfarin ár, séu nú um garð gengnir. það er þvert á móti sam- hljóða álit vor allra, að það þurfi að neyta allrar orku og viðhafa alla hugsanlega sparsemi til þess að landið geti unnið bug á þeim örðugleikum, sem enn eru fyrir hendi. Reykjavík, 2. júlí 1923. Stjóm Islandsbanka. Eggert Claessen. Oddur Hermannsson. J. B, Waage. skýrslan í Morgunblaðinu. Daginn .eftir barst hún til ritstjóra Tím- ans með tilmælum um að hún yrði birt í Tímanum. pá ókurteisi hefði bankastjómin vel getað sparað sér. Engu að síður birtir Tíminn skýrsl- una, því að hann vill í öllu sýna íslandsbanka fulla sanngirni. En hitt leiðir af sjálfu sér, að henni verða látnar fylgja athugasemdir. Matsnefndin frá 1921. Skýrsla þessi,og mótmæli banka- stj órnarinnar gegn rannsókn á ís- landsbanka, byggist algerlega og eingöngu á matsnefndinni sem kosin var á alþingi 1921 „til þess að meta verð hlutabréfa þeirra, sem ríkissjóður tekur í Islands- banka“. Nú gildir hún altaf gamla reglan að „varðar mest til allra orða að undirstaða rétt sé fund- in“. því skal hér vikið fyrst að kosningu nefndar þessarar. Er þess þá fyrst að minnast að með ofbeldi fékk flokkur Jóns Magnússonar og Magnúsar Guð- mundssonar því ráðið þá, að ekki var leyfð hlutfallskosning í nefnd- ina. Með þessu ofbeldisverki var sá hluti þingheims, fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn, sem var andstæður stjórninni og vantreysti méiri hlutanum í íslandsbanka- málinu, sviftur þeim rétti að eiga fulltrúa í matsnefndinni. þessi framkoma gömlu stjórnar- innar mæltist svo illa fyrir í þing- inu, að þinglausnadaginn, þegar nefndin var kosin, mótmælti meiri hluti Alþingis nefndarkosn- ingunni með því að skila auðum seðlum. Björn Kristjánsson var kosinn í nefndina með 17 atkv. og þorsteinn þoisteinsson með 15 atkvæðum, en 22 atkvæðaseðlar voru auðir. (sbr. Alþt. B. 2505 1921). Enn vakti það hneiksli margra þingmanna að íslandsbanki átti að skipa jafnmarga í nefndina og al- þingi, þar sem þó um það átti að vera að ræða að tryggja hagsmuni landsins. Vantraust á matsnefndinni. Með þessu var matsnefndinni gefið fullkomið vantraust. Slík nefndarkosning sem þessi gat ekki vænst hins minsta trausts frá Framsóknarflokknum, né yfirleitt þeim fjölmörgu Islendingum, sem tortrygðu þingmeirihlutann í ís- landsbankamálinu. Hvorki þeir menn, sem íslandsbanki skipaði, né þessir sem kosnir voru af minni- hluta þings, gátu vænst trausts alþjóðar Islendinga. Fulltrúar bankans voru beint kosnir til að gæta hagsmuna hans. Hina tvo kusu þeir stjórnmálamenn, sem altaf hafa verið vilhallir undir bankann. Einn einasti maður í nefndinni, Eiríkur Briem prófessor, sem skipaður var af hæstarétti, átti til- kall til trausts alþjóðar. En hann stóð einn uppi. Og hann var orð- inn 75 ára gamall þegar hann hóf starf sitt í nefndinni. það var ekki hægt að ætlast til þess, að hann léti brjóta á sér. Hann tilheyrir fyrri kynslóð og var það beinlínis rangt að leggja það á herðar hans að meta horfur atvinnulífsins aú og bankatryggingar. II. Athugasemdir. Ferðahugleiðingar. ----- Niðurl. Heimavinna. Á fyrri öldum tíðkaðist það mjög að menn fóru á stórum „farmaskipum" norður á Strandir, til þess að sækja rekavið, en jafn- framt voru þessi skip notuð til fiskveiða. Norður í Ófeigsfirði sá eg stærsta opna skipið sem eg hefi séð og heitir Ófeigur. Datt mér í hug að slík hefðu þau verið hin stóru skip er þórður kakali hafði með sér af Vestfjörðum í Flóabar- daga: Rauðsíðan, Trékyllirinn, Ógnarbrandurinn o. fl. Hefir Guð- mundur bóndi Pétursson flutt á Ófeigi mikinn við til Húnvetninga og Skagfirðinga, meðan rekinn var mikill, en síðari árin hefir ekki verið rekasælt. Jafnframt var skipið notað til hákarlaveiða. það tíðkaðist og á fyrri öldum að Strandamenn smíðuðu Stran/a- sái af ýmsum stærðum, sákeröld, tveggjatunnusái og ýms önnur áhöld, úr rekaviðnum, og seldu víða um land. Einokunarkaup- mönnunum dönsku var afarilla við þessa innanlandsverslun. „Menn máttu ekki skiftast nauðsynjum sín á milli, enn síður eiga kaup saman, því öll sala, hjálp eða lán, hvað sem við lá, var kallað „prang“ og látið varða húðstrok- um og þrælkun“, segir Jón Sig- urðsson. Ekki er það nú til baga, en samt er minna orðið um slíkar smíðar og er erfitt að keppa við verk- smiðjuiðnaðinn útlenda, og reka- viðurinn er seinunninn. En annað sá eg ánægjulegt, a. m. k. í einum bæ, í Reykjarfirði. það var kerra, smíðuð að öllu leyti heima, og önnur hafði verið seld ffá bænum. Og þar var laglegasti bátur í smíðum. Samgönguerfiðleikamir hafa það gott í för með sér, að menn læra betur að búa að sínu. Og krepputímarnir sem nú þrengja svo fast að okkur, ættu að kenna okkur að við getum fjölmargt unn- ið sjálfir sem við nú kaupum að, og hitt ekki síður, að við þurfum alls ekki margs þess með sem við kaupum dýrum dómum utan yfir pollinn. Heydalsárskólinn. I miðri Strandasýslu. í frjósamri bygð, þar sem aðdrættir eru hæg- ir, stendur Heydalsárskólinn. Sig- urgeir Ásgeirsson skólastjóri, sem nú býr á Óspakseyri, hafði þar unglingaskóla í mörg ár, við ágæt- an orðstír. Á marga vegu var hlynt að skól- anum. Meðal annars er þar stórt og gott bókasafn, og skólahúsið virðist nógu stórt fyrir hæfilega stóran skóla. En þegar dýrtíðin krepti mest að, lagðist unglingaskólinn niður og er þar nú aðeins heimavistar- skóli fyrir börn. Unglingaskólinn þarf að rísa upp aftur á Heydalsá. Aðstaðan ei svo einstaklega góð til þess. I Borgarfirði og víðar, hafa nokkrir ungir og áhugasamir menn tekið það mál að sér. Aðstaðan þó miklu erfiðari. þessu eiga hinir ungu og framtakssömu menn að beitast fyrir í Strandasýslu. þetta er ekki einungis alment menningarmál. Unglingastraumurinn á kaupstaða- skólana er hættulegur fyrir sveit- irnar. Hann er hættulegur fyrir óþroskaða unglingana líka. Ingólfsfjörður. Ingólfsfjörður skerst inn í land- ið skamt fyrir norðan Trékyllis- vík. Er það alveg einstakt hve þar er gott til hafna, því að fjörður- inn beygist fljótt, verður því full- komið skjól fyrir hafsjóum, og svo er þar svo aðdjúpt, að ekki þarf að reisa nema mjög stuttar bryggjur til að hafskip geti legið við þær. En fiskur er jafnan úti fyrir og þarna eru helstu síldar- miðin skamt undan. Er því ekki að undra þó að út- gerð hæfist við Ingólfsfjörð, þeg- ar mest gekk á með síldina. Risu þá upp sex síldarveiðistöðvar þarna, sumar reistar með mjög miklum kostnaði. Aldrei voru þær þó allar notaðar í einu. Og síðast- liðið sumar var engin notuð — hvað sem verður í sumar. Eg reið fram hjá tveim eða þrem þessara stöðva. Umgengnin var afskapleg. Á löngu svæði yar varla hægt að koma hestunum áfram fyrir tunnubrotum, gjörðum og allskonar járn- og timburskrani. Verst var það við eina stöðina. Húsið hafði verið rifið, bryggjan farin í sjóinn. Tunnuhaugarnir og skranið var út um alt. Var mér sagt að þetta verðlausa skran stæði bankanum í mörgum tugum þúsunda króna. Mikinn auð hefir síldin flutt á land. En hvað hefir farið í súg- inn, beinlínis og óbeinlínis ? Og hvar er hollustan sem þjóðfélaginu hefir stafað af því umróti öllu? Eg slæ nú botninn í þessar ferða- hugleiðingar. Vil aðeins bæta því við að náttúrufegurð er síst minni í Strandasýslu en annarsstaðar á landinu. Enginn gleymii*, sem séð hefir, hinni hrikalegu náttúrufeg- urð sem við manni blasir, þegar farið er undir Ennishöfða, milli Kollafjarðar og Bitru. En í norð- urhluta sýslunnar eru fjöllin allra fegurst og stórfenglegust. Vildi eg skora á málarana að fara þang- að norður og mála fjöllin, til þess að sem flestum gæfist tækifæri til að fá hugmynd um þá fegurð. Með pennanum verður henni ekki lýst. Tr. p. -----o----- Vatnsveitan. Alllangt er komið með að grafa fyrir pípunum í hina nýju vatnsleiðslu til bæjarins. Liggur hún töluvert á öðrum stað en gamla vatnsleiðslan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.