Tíminn - 14.07.1923, Page 3
T 1 M I N N
85
Matsnefndin og' Alþingi 1922.
Með þessum atburðum var
nefndin kosin. Svo starfaði hún og
lagði álit sitt í hendur Jóns Magn-
ússonar og Magnúsar Guðmunds-
sonar, sem aftur lögðu það fyrir
Alþingi.
Og hverju svaraði Alþingi 1922?
Engin einasta rödd heyrðist um
að leggja nokkurn skapaðan hlut
upp úr þessu mati. Engum lifandi
manni datt í hug að leggja þetta
mat til grundvallar fyrir hluta-
kaupum í íslandsbanka.
Nefndarstarfið var bókstafiega
þagað í hel. það var látið svo sem
það væri alls ekki til.
það hlaut og að fara svo. Meiri-
hluti þings hafði mótmælt nefnd-
arskipuninni 1921. Sama þingið
sem enn sat 1922, hlaut að halda
áfram á sömu braut. Og það gerði
það.
Starfið matsnefndai’innar frá
1921 er sem ógert.
Tveim árum síðar.
þessvegna er það beinlínis stór-
furðulegt að bankastjórar tsland^-
banka skuli nú, þegar liðið er á
annað ár síðan þessi nefnd starf-
aði, gera þetta nefndarstarf að
grundvallaratriði fyrir mótmælum
sínum gegn kröfu Framsóknar-
flokksins, að bankinn sé athugað-
ur og hagsmunir ríkisins að fullu
trygðir á þeim grundvelli.
Vilji bankastjómin vera sann-
gjörn, hlýtur hún að viðurkenna
að Framsóknarflokurinn gat ekki
látið hjá líða að bera fram þessa
kröfu. því að flokkurinn hlýtur
að líta svo á, að engin athugun hafi
verið gerð á bankanum, athugun
sem þjóðin geti borið fult traust
tiL
Gamalt mat.
En jafnvel þó að ekkert hefði
verið að athuga við sjripun mats-
nefndarinnar, þá var krafa Fram-
sóknarflokksins samt réttmæt um
nýja athugun á bankanum.
þess ber að minnast:
1. Að íslenska ríkið á og inni-
eignir nema nú a. m. k. 35 miljón-
um króna í íslandsbanka.
2. Að ekki hefir enn náð fran -
kvæmd höfuðskilyrðið fyrir hinni
miklu lánveitingu til bankans, að
skipaðir yrðu tveir bankastjórar
af íslands hálfu, og
3. Að liðinn er svo langur tími
síðan þetta mat var framkvæmt,
að fjölmargt getur hafa breyst á
slíkum krepputímum sem nú
standa yfir í atvinnulífinu.
Matið frá 1920.
þess ber og að minnast, að til er
annað „mat“ á íslandsbanka, sem
framkvæmt var aðeins einu ári á
undan þessu margumtalaða mati
nefndarinnar. það mat fram-
kvæmdi bankaráðsmaðurinnBjarni
Jónsson frá Vogi og hefir Tíminn
flutt meginatriði þess mats áður.
það mat notaði fyrverandi
bankastjórn Islandsbanka á sama
hátt og núverandi stjórn hans not-
ar nú nefndarmatið. Mat Bjarna
sendi bankastj órnin þá út með
þessum ummælum:
„Skýrslu þessa sendir bank-
inn í þeim tilgangi að gefa al-
menningi tækifæri til að kynn-
ast starfsemi bankans nokkuð
gjör og sjá óréttmæti árása
þeirra, sem gerðar hafa verið á
bankann.
Reykjavík 20. ágúst 1920.
Bankastjórnin.“
Langar yfirlitstölur fylgdu
þessu „mati“ Bjarna. Hann komst
að þeirri niðurstöðu „að fé bank-
ans er fullkomlega trygt og hann
getur ekki orðið fyrir eignatjóni
hversu sem veltur“.
Með öðrum orðum, í ágúst 1920
gefur stjórn bankans þetta út:
Ekkert tap. þarna getið þið séð
„óréttmæti árásanna“!
Eitt ár líður. Hin margumtalaða
nefnd metur bankann. Samkvæmt
ummælum bankastjórnarinnar
sjálfrar er tapið nú metið méir én
hálf sjöunda miljón króna.
Sjálfsagt vill bankastjórnin
telja að hvorttveggja matið sé
gert „eftir bestu samvisku“.
En á einu ári skakkar meir en
hálfri sjöundu miljón króna.
Hvernig getur bankastjórrdn
ætlast til að nú sé bygt á svona
gömlu mati, jafnvel þótt ekki væri
neitt við matsnefndina að athuga
frá sjónarmiði þjóðarinnar?
Réttmæt krafa.
þessi saga, sem af er um mat á
íslandsbanka, er öll þannig, að
mikill hluti þjóðarinnar getur ekki
við hana unað. Og öll saga hinna
erlendu hluthafa í bankanum er
%lík, að íslenska þjóðin hlýtur að
vera tortryggin gagnvart bank-
anum.
þegar- á eins árs bili skakkar
meir en hálfri sjöundu miljón
króna á skýrslum þeim, sem banka-
stjórn íslandsbanka heldur að
þjóðinni um bankann, þegar síðari
skýrslan er reist á mati nefndar,
sem mikill hluti þjóðarinnar getur
ekki borið fult traust til. vegna
þess hvernig til kosningarinnar
var stofnað — þá hlýtur þessi
partúr íslensku þjóðarinnar að
kref jast nýrrar athugunar á bank-
anum.
Og þar sem þessari kröfu varð
ekki fullnægt á síðasta alþingi, en
Framsóknarflokkurinn hinsvegar
lítur svo á, sem ríkið eigi stórkost-
legra hagsmuna að gæta í þessum
banka, þá hlýtur flokkurinn að
láta kosningamar snúast um það,
að miklu leyti, að fá tryggilegri
athugun á bankanum komið í fxam-
kvæmd.
þessi skýrsla bankastjórnarinn-
ar hlýtur fremur að herða á kröf-
unni en draga úr henni.
þegar Islandsbanka var í fyrstu
þröngvað í gegnum þingið, mælti
Magnús Stephensen hin alkunnu
orð latneska skáldsins, sem þýða
mætti svo: „Eg óttast Dani og
gjafimar sem þeir koma með“.
Islenska þjóðin hlýtur að óttast
þessar skýrslugjafir sem banka-
stjónx íslandsbanka ber fram svo
ósamhljóða.
íslenska þjóðin getur ekki skilið
það hversvegna fulltrúar stærsta
stjórnmálaflokksins, Fxamsóknar-
ilokksins, rnega ekki fá að athuga
hvort hagsmunum landsins sé að
fullu borgið.
Hversvegna má sú athugun ekki
fara fram, framkvæmd af fulltrú-
um allrar þjóðarinnai', ef alt er í
lagi?
það skal tekið fram, til þess að
útiloka allan misskilning, að þó að
svo hafi verið látið um mælt
hér að fi’aman, um óvissuna í þess-
um efnum og þann ugg, sem mörg-
um mönnum býr í brjósti — þá
dettur vitanlega engum manni í
hug að rengja það, að allar þær
tölur, sem bankastj órn Islands-
banka ber fram í skýrslu sinni séu
reikningslega réttar. Vitanlega
dettur engum í hug að rengja það
að bankastjórnin tilfæri allar tölur
samviskusamlega og rétt.
En hitt vita menn jafnframt, að
enginn getur sagt með fullri vissu
um hag margra viðskiftamanna
bankans, stóru fyrirtækjanna
sumx-a í Reykjavík. Einstaka hafa
verið gjörð upp, en hin miklu fleiri
sem ganga áfram og eiga mörg
við mjög mikla erfiðleika að stríða
vegna gömlu skuldanna, bæði
vegna hins afarmikla stofnkostn-
aðar og reksturshalla á erfiðustu
árunum.
Gengishrunið og íslandsbanki.
I skýrslunni hér að raman ger-
ir bankastjómin grein fyrir ágrein
ingi sínum og matsnefndarinnar
um það, hvað bankinn muni raun-
verulega verða að borga í enska
láninu í íslenskum peningum.
Bankastjórnin vitnar í spádóm
Magnúsar Guðmundssonar um 20
kr. meðalgengi á sterlingpundi.
En bankastjórnin getur þess
ekki, að þegar skýrsla hennar var
gefin út, kostaði sterlingpundið kr.
29,50 íslenskar. Og nú kostar það
30 kr. íslenskar.
þannig falla íslensku peningarn-
Kaupið
íslenskar vörur!
Hrein® Blautsápa
Hrein® Stangasápa
Hreinl Handsápur
Hreini K e rt i
Hreini Skósverta
«Hrein£ Gólfáburður
Styðjið íslenskan
iðnað!
ir í verði jafnt og þétt. Og enginn
er sá spámaður til sem getur vit-
að hvort heldur muni breytast til
hins betra eða verra.
það getur jafnhæglega komið
fyrir, að meðalgengið verði 40 kr.
fyrir st^rlingpund eins og 20 kr.
sé stjórn fjármála landsins rekin
í sömu stefnu og tíðkast hefir.
Langréttast er að halda sér við
hlutina eins og þeir eru nú. Og nú
er gengið 30 kr. Með því gengi
verður það svo, að íslandsbanki af-
borgar lánið með 840,000 — átta
hundruð og fjörutíu þúsund —
krónum fleiri en nefndin áætlaði,
og svo kemur gengistapið á vaxta-
greiðslum að auki.
Ástandið er þannig nú, að þær
miljónir króna, sem íslandsbanki
skuldar í útlöndum, eru altaf að
hækka í verði. En þær miljónir
króna, sem liann á hiá íslending-
um, eru altaf að lækka í verði.
þetta atriði hlýur því enn að
herða á öllum gætnum mönnum að
láta athuga hversu hagsmunum ís-
lenska ríkisins sé borgið í Islands-
banka. •»
þetta gengishrun bendir enn-
fremur á það, að atvinnuvegurinn
gangi erfiðlega fyrir skuldunaut-
u.m bankans. það bendir með öðr-
um orðum í þá áttina að hættan
sé að vaxa fyrir bankann.
þetta er ómótmælanlegur sann-
leiki, sem hver maður skilur, sem
kominn er til vits og ára.
Gróði bankans.
Ástæða er til að vekja athygli á
einu atriði sérstaklega í skýrslu
bankastjórnarinnar, sem snertir
rekstur bankans.
Samkvæmt skýrslunni hefir árs-
arður bankans árið 1921 orðið kr.
2206270,81. Varasjóður bankans
er í þau árslokin aðeins eilítið
hærri. Að vísu var á því ári lögð
til hliðar rúml. lþa milj. kr. af
varasjóði fyrir tapi. En er það ekki
eftirtektavert þetta, að gróði bank-
ans á einu ári skuli nema svona
geysimiklum hluta af varasjóðn-
um, sem bankinn er búinn að safna
sér öll þessi mörgu ár, sem hann
hefir starfað?
Gróði þetta eina ár er nálega
helmingur alls hlutaf járins.
Hvernig er hann til kominn þessi
hái gróði?
Á hverjum græðir bankinn
svona mikið á einu ári?
Hann græðir það á okkur Is-
lendingum. það erum við sem
borgum íslandsbanka þessa pen-
inga með háum vöxtum og með
ómakslaunum þeim, sem bankinn
tekur fyrir að selja útlenda mynt,
yfirfæra peninga, innheimta pen-
inga fyrir okkur eða frá okkur
o. s. frv.
þessi gróði sem tekinn er svona
geysilega hár á einu ári, til þess
að hafa hann upp í töpin á bank-
anum, hann er tekinn úr vasa ís-
lensku þjóðarinnar, til þess að
hinir erlendu hluthafar fái fyrst
og fremst að bjarga hlutafé sínu.
Er þetta íslensku þjóðinni óvið-
komandi
Er ekki ástæða fyrir þjóðina til
að láta rannsaka hvort hagsmun-
um landsins sé best borgið með
þessum hætti?
þar sem töpin eru orðin svona
mikil, og þau eiga öll að vera á
ábyrgð hluthafanna, og þar sem
þjóðin hinsvegar á svo margfalt
meira í bankanum en erlendu hlut-
hafarnir, er þá ekki eðlilegt að
þjóðin krefjist þess að bankanum
verði fyrst og fremst stjórnað með
heill landsins fyrir augum?
Er ekki eðlilegt að þjóðin spyr ji
hvort ekki sé rétt að rannsaka,
hvort sá tími sé ekki kominn að
saga hluthafanna sé úti, og íslands-
banki eigi í raun og veru að vera
alíslensk stofnun?
það sem skilur.
þarna skilur um stefnurnar í ís-
landsbankamálinu.
Flokkur hluthafanna, og hann
telur því miður marga íslendinga
líka, t. d. Morgunblaðið og alla
kosningapésa þess, segir:
Ríkið á að halda áfram að
styrkja bankann, halda seðlunum
óinnleysanlegum, vera liðlegt um
seðlaútgáfuna, lána bankanum fé,
leyfa honum að hafa háa vexti,
græða sem mest á yfirfærslum,
innheimtu o. s. frv._. til þess að
liann vinni sem fyrst upp tapið,
til þess fyrst og fremst að hluta-
fé bankans tapist ekki og hluthaf
arnir geti aftur farið að fá háa
vexti og alt komist aftur í gamla
farið um ágóðaþóknun o. s. frv.
Framsóknarflokkurinn segir:
Fulltrúai’ allrar þjóðarinnar eiga
að fá að rannsaka bankann. það á
að nota réttinn til að skipa banka
stjóra einungis með hag alþjóðar
fyrir augum. Bankánum á að
stjórna fyrst og fremst með hag
landsins fyrir augum en ekki hlut-
hafanna. Rannsóknin á að skera
úr, hvort saga hluthafanna er ekki
raunverulega úti. Sjálfstæð þjóð
getur ekki unað því að hafa svona
geysimikinn hluta fjánnála sinna
á valdi útlendinga, séu nokkrar
aðrar útgöngudyr. Vitanlega á að
framkvæma þessa stefnu með
fylstu gætni, en það verður og að
gerast með fylstu einurð og festu.
Um þessar tvær stefnur snúast
kosningamar í haust fremur öllu
öðru.
----o----
I.
Opið bréf til Stjórnarráðs íslands.
Á síðastliðnu hausti var skipuð
nefnd þriggja manna til þess að
rannsaka allan rekstur heilsuhæl-
isins á Vífilsstöðum. Rannsóknar-
nefnd þessi mun hafa verið skipuð
vegna þess, að allmiklar aðfinslur
höfðu þá verið birtar opinberlega
um rekstur hælisins og stjórnend-
ur þess. Eftir því sem eg hefi kom-
ist næst, mun nefndin hafa lokið
störfum sínum nálægt miðjum
vetri. En þó að nú sé nálægt miðju
sumri, þá hefir ekkert verið birt
ennþá opinberlega um árangur
þessarar rannsóknar. Að vísu mun
eitthvað af skjölum nefndarinnar
kafa verið lagt inn á skrifstofu Al-
þingis, að áliðnu síðasta þingi, en
ekki er mér það að fullu kunnugt,
hvort alþingismenn allir hafa átt
aðgang að þeim skjölum, eða að-
eins einhver þingnefndanna. Auk
þess hefir fyrverandi fjármálaráð-
herra, Magnús Guðmundsson, get-
ið þess í varnarskrifum fyrir fjár-
málastjórn sinni, að rannsóknar-
nefndin hafi fundið rekstur heilsu-
hælisins í óaðfinnanlegu ástandi,
en varla geri eg ráð fyrir því, að
þau ummæli hafi verið birt í um-
boði núverandi ríkisstjórnar.
þar sem eg nú lít svo á — og
mér þykir líklegt, að öll þjóðin líti
svo á — sem Vífilsstaðarannsókn-
in eigi að vera opinbert mál, því
þjóðina alla varðar mjög miklu að
vita það, að heilsuhælinu sé vel
stjórnað, og sökum þess, að ennþá
hefir ekkert verið hrakið opinber-
lega, með framburði gildra votta.
af því, sem eg hefi skrifað um
heilsuhælið á Vífilsstöðum og
stjórnendur þess, en þár er að
finna, að mínu áliti, allalvarlegar
aðfinslur, þá hefi eg búist við því.
að ríkisstjórnin teldi nauðsynlegt
að birta opinberlega álit rannsókn-
arnefndarinnar og umbótatiilögur,
ef eitthvað í rekstri og stjórn hæl-
isins hefði reynst á þann veg, að
breytingar gætu orðið til bóta.
Rannsókn Vífilsstaðaheilsuhælis
mun vera fyrsta opinbera rann-
sóknin, sem gerð hefir verið á
rekstri sjúkrahúss í þessu landi.
þjóðin íslenska mun áreiðanlega
telja rekstur og stjórn sjúkrahúsa
svo mikilsvert mál og svo alvarlegt
mál, að hún hlýtur að fylgja því
með vakandi athygli, hve þessi
fyrsta sjúkrahússrannsókn er
framkvæmd af mikilli alvöru og
umbótaviðleitni. Ríkisstjórninni ís-
lensku hlýtur að vera þetta ljóst.
þessvegna vænti eg þess fastlega,
að hinu háa stjórnarráði megi
þóknast að birta alþjóð árangurinn
af rannsókn þeirri, sem gerð hef-
ir verið á rekstri og stjórn heilsu-
hælisins á Vífilsstöðum. Eg vona
að hið háa stjómarráð svari mála-
leitun þessari svo fljótt sem verða
má.
II.
V íf ilsstaða-vottarnir.
Vegna þeirra ummæla í frarn-
anskráðu bréfi til stjórnarráðsins,
sem hníga að því, að ekkert hafi
ennþá verið hrakið opinberlega af
því, sem eg hefi skrifað um Víf-
ilsstaðamálið, þá vil eg di’epa á
það, að Vífilsstaðapiltarnir, Val-
týr Albertsson og Jónas Sveins-
son, núverandi kandídatar í lækn-
isfræði, sendu mér jólakveðju um
síðastliðin jól í 53. tbl. „Tímans"
f. á., sem þeir nefndu „Páll Vig-
fússon og Vífilsstaðamálið“, og
sögðu þar, að eg væri „staðinn að
ósannindum í nokkrum vottföstum
atriðum í máli þessu“. þessu er
því að svara, að piltarnir virðasl
ekki kunna að greina í sundur
málsaðilja og gilda votta, þar sem
þeir virðast telja sjálfa sig votta í
sínu eigin deilumáli. Slíkir piltar,
svo gersneyddir réttri hugsun og
réttri meðferð mála,1) mega alls
ekki vænta þess, að mark sé á þeim
tekið, þegar menn ræða um alvar-
leg mál. — Eg endurtek það hér:
Ennþá hefir ekkert verið hrakið
opinberlega, með framburði gildra
votta, af því, sem eg hefi talað
eða skrifað um Vífilsstaðamálið.
Ósanni þessi ummæli hver sem
getur.
Reykjavík 12. júlí 1923.
Páll Vigfússon.
J) Annað dæmi um meðferð Vífils
staðapiltanna á sannleikanum er
kenslulýsing þeirra í áminstri jóla-
kveðju, þar sem þeir telja, að annar
þeirra hafi verið kennari minn. Sann-
leikurinn er þetta: Valtýr og tvcir
aðrir skólabræður okkar, Guðmundur
Guðmundsson cand. med. og Árni Pét-
ursson stud. med., gerðu einu sinni
með mér uppkast að þremur enskum
stilum og liálfum betur. þetta er eim
sannleikurinn þessa máls. P. V.
Bjarni Jónsson frá Vogi er ný-
kominn heim úr „fyrirlestraferð"
um Dalasýslu. Höfðu fyrirlestrarn-
ir yfirleitt verið fásóttir.
Læknir er skipaður í Borgar-
nesshéraði Ingólfur Gíslason frá
Vopnafirði.
----o-----