Tíminn - 14.07.1923, Qupperneq 4

Tíminn - 14.07.1923, Qupperneq 4
86 T I M I N N Frh. af 1. síðu. frá í vetur, svo að hún komi fyrir almennings sjónir. Geta menn nú dæmt um frjálslyndi ritstjórans, að neita að taka slíka grein; því að „jólablaðs“-afsökunin er að engu hafandi; eg hafði auðvitað enga hugmynd um, að næsta blað ætti að vera með sérstökum helgiblæ, og mér stóð á sama, þó að hann birti greinina ekki fyr en í fyrsta vanalegu Bj amia-blaði. Annars er það eftirtektarvert að „S>jarmi“ atyrti mig hér um ár- ið fyrir að vera fjarverandi (þ. e. norður á Akureyri), þegar verið væri að halda synodus. En komi eg þar og segi nokkuð, þá virðist rit- stjóranum blóðilla við, að eg skuli vera þar, og atyrðir mig líka fyr- ir það. pað er vist ekki laust við. að eg sé honum þymir í auga, hvar sem eg er, úr því að ekki hef- ir enn tekist að bola mig burt úr kirkjunni. II. Til lesenda Bjarma. Leiðrétting. Eg hefi gert mér það að reglu, að svara ekki árásum „Bjarma“ á mig né þau mál, sem eg berst fyr- ir. Eg hefi einu sinni tekið fram á prenti, hvers vegna eg geri það ekki (sjá „Kirkjan og ódauðleika- sannanirnar“ II. útgáfa, bls. 121). Mér er líka sagt, að ritstjórinn noti sér þetta, og minnist því oftar á mig og æfinlega í líkum tilgangi. Eg kaupi ekki blaðið, og sjaldnast verður honum að senda mér það, þó að hann hafi tekið mig þar til bænar. En stundum kemur einhver vina minna og sýnir mér það. 1 skýrslu hans um fyrirlestra mína í vor (1922) tók eg eftir eitt- hvað sjö röngum atriðum: mis- hermum eða ósannindum. þá var svo að skilja á sjálfu blaðinu, að ekki mundi nú sem allra-sannast frá skýrt, því að þá var ritstjór- inn að bjóða sjálfum mér að leið- rétta mishermin, sem kynnu að hafa smeygt sér inn í grein hans. Mér finst það standa þeim næst að leiðrétta ranghermin, sem með þau fer. Nú eru fyrirlestrarnir komnir á prent, svo að nú sýnir hann mér vonandi þann dreng- skap, að laga það, sem hann sagði rangt frá í vor. En þó að eg hirði eigi að jafnaði um, hvað „Bjarmi“ segir, þá geta rangfærslurnar verið svo alvarleg- ar eða jafnvel illgirnislegar, að þeim verður að mótmæla. Ein slík er í síðasta tbl. „Bjarma“. þar er fullyrt, að eg hafi lýst yfir því á safnaðarfundinum 7. f. m., að eg „skammaðist mín fyrir að vera lúterskur“. það er einhver hinn herfilegasti útúrsnúningur, sem eg hefi séð á prenti. Mér finst það þurfa meira en litla óvild til að geta farið svo með orð andstæðinga sinna. Auðvitað er lesendum blaðsins heimilt að trúa í blindni, hverjum þeim ranghermum og rangfærsl- um, sem blaðið flytur, en þeir gera það upp á sína eigin ábyrgð. Eg finn mér ekki skylt að eltast við að leiðrétta slíkt. Mér er kunnugt um, að það, sem blaðið segir um sálarrannsóknirnar og spíritism- ann,er alt á þá bókina lært.pað tek- ur allar sínar fregnir um það mál úr erlendum blöðum,sem eru fjand samleg hreyfingunni, einkum eftir danska blaðinu „Politiken", sem lengi hefir sýnt því máli megna óvild og þó enn lengur fjandskap- ast við kirkjuna, ekki síst við sjálfa heimatrúboðsstefnuna dönsku, sem ritstjóri „Bjarma“ er fulltrúi fyrir. þeim, sem vilja trúa ósannindunum um spíritismann, er það vissulega heimilt. Og eg vil einnig lofa þeim að lifa eftir sann- færingu sinni, sem hafa trú á gagnsemi ósannindanna, þó að ekki sé nema í bili. Eg er sannfærður um, að það er falstrú, og að frið- þæging Krists nemur ekki burt ábyrgðina fyrir slíkt athæfi. Fyr eða síðar kemur það þeim í koll, er svo breytir. En af því að eg hygg, að lesend Orðsending tíl kaupmanna og kaupfélaga. Vér leyfum oss hérmeð að vekja athygli yðar á því, að vér höf- um fyrirliggjandi töluverðar birgðir af islenskum niðursuðuvörum frá niðursuðuverksmiðju vorri, svo sem: Kjöt beinlaust í 1 kgr. dósum. Kæfu í 1 kgr. dósum, --------Í V, - - - í v, - - og Fiskbollur í 1 kgr. dósum. Vörugæðin standast allan samanburð. Gerið svo vel að spyrja um verð hjá oss áður en þér festið kaup á erlendri niðursuðu. Vörurnar sendar út um land gegn eftirkröfu. Styðjið innlenda framleiðslu. Virðingarfyllst. Sláturfélag Suðuriands. Ungling’askólinn á Nömiugötu 5B starfar n. k. vetur. Námsgr.: Enska, danska, íslenska, reikningur, landafræði, heilsufræði og bókfærsla. Kenslustundir 18 á viku. Kenslugjald kr. 16 um mánuðinn. Aðeins kenna þektir og góðir kennarar. Pétur Jakobsson. Smásöluverð á tóbaki má ekki vera hærra en hér segir: "V incllar: Rencurrel.................50 stk. kassi á kr. 26,00 Fiona.................... 50 — — - —- 25,50 Punch................... 50 — —---------- 25,30 La Valentina............. 50 — — - — 23,50 Vasco de Gama............ 50 — — - — 23,00 Yrurac Rat................50 — — - — 21,00 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. X.ia.n.cisversl'ULxa.. HAVHEMOLLEH Kaupmannahöfn mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S. I. S. slciftir eixxg'ön.g’UL -við olsilsnJLr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðju í Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn Valby. Höfum i mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. Fréttir, ur „Bjarma" vilji gjaman vita hið sanna um, hvað eg- sagði á fund- inum, þá fer hér á eftir skýrsla mín um það, staðfest af nokkrum mætum mönnum: 1 ræðu minni á safnaðarfundin- um 7. okt. fórust mér orð á þessa leið: „það, sem eg hefi aðallega á móti kverkenslunni, er það, að kverin halda fram trúarlærdóma- kerfi hins lúterska rétttrúnaðar og n skyggja með því á kenning Krists. Besti kostur nýju guðfræðinnar er sá, að hún vill setja kenning Krists ofar öllu öðru. Mig hefir oft furð- að á því, að menn skuli svara, þeg- ar þeir eru spurðir, hverrar trúar þeir séu, að þeir séu lúterskir, en ekki kristnir. þegar eg hefi ver- ið að hugsa um þetta, liggur við, að eg blygðist mín fyrir, að menn skuli heldur vilja kenna sig við Lúter en Krist. Eg vil umfram alt vera kristinn“. Vér undirritaðir, sem vorum á fundinum, vottum, að hér er rétt frá sagt. Hins minnumst vér aldrei að hafa heyrt síra Harald Níelsson segja, að hann skammaðist sín fyr- ir að vera lúterskur. Magnús Helgason, skólastjóri. Sigurður Gunnarsson, præp. hon. Steingrímur Ai’ason, kennari. Jakob Kristinsson. Ásgeir Ásgeirsson, cand. theol. Jón þórarinsson, fræðslumálastjóri. Guðjón Guðjónsson, kennari. Síra Bjami Jónsson talaði næst- ur á eftir mér, og hóf ræðu sína á því, að í þessu atriði væri hann mér sammála: hann teldi sig f/rst og fremst vera kristinn, fremur en lúterskan. Auðvitað datt hvorug- um okkar í hug að neita því, að við fylgdum hinni lútersku kirkju fremur en nokkurri annari kirkiu- deild. Eg hefi í einum fyrirlestra minna, sem prentaðir eru, tekið ná- kvæmlega fram afstöðu mína til lútersku kirkjunnar (sjá „Kirkjan og ódauðleikasannanirnar“ II. út- gáfa, bls. 167). Hér með fylgir vottorð um þetta frá síra Bjarna Jónssyni: Á safnaðarfundi 7. okt. þ. á. sagði eg nteðal annars: „Að því leyti er eg sammála því, sem Har- aldur prófessor Níelsson sagði áð- an, að eg tel mig fyrst og fremst kristinn, og legg ávalt aða 1- áherslunaáþá játningu“. Reykjavík 10. nóv. 1922 Bjarni Jónsson. Eg vona, að lesendur „Bjarma“ rengi eigi frásögn mína um það, er eg sagði á fundinum, þar sem hún er svo vel vottfest. Gerðabók fundarins kemur og alveg heim við frásögn mína, það sem hún nær. En þá eru líka ummæli „Bjarma“ ósönn. Annars skal eg taka það fram, að eg mun hér eftir sem hingað til halda því fram, sem eg veit sannast og réttast, hvað sem menn um mig segja eða dæma. Eg trúi orðum Krists, að fyrir sérhvert orð, er mennimir mæla, skulu þeir á dómsdegi reikning lúka. Sá dómsdagur rennur upp, er vér flytjumst af þessum heimi. Og þá mun reynast svikul Jesúítareglan, sem ýmsir þröngsýnir þrætumenn hafa fylgt og fylgja enn: að til- gangurinn helgi meðalið. Reykjavík 17. nóv. 1922. Haraldur Níelsson. ----o----- Slys. Vinnumaður frá Kirkjubæ á Rangárvöllum druknaði nýlega í Hólsá. Ríkharður Jónsson myndhöggv- ari er nýlega alfluttur aftur til bæjarins. Kjöttollurinn. Eitt af aðalblöð- um Norðmanna, sem gefið er út í Kristjaníu, „Tidens Tegn“, flytur alveg sömu fregn um undirtektir Norðmanna í kjöttollsmálinu, sem Tíminn birti í síðasta blaði, eftir norska bændablaðinu. — Eftir- tektavert er það, að Morgunblaðið og kosningapésar þess, hefir tekið það ráð nú að þegja alveg um kjöttollsmálið. Er það ástand stundum kallað „að verða mát“. En skárra er það'hjá öðru ven’a, að þegja. Óvíst er samt að þetta sé örugt batamerki. Alþýðublaðið gerist digurt út af prentvillu í síðasta blaði Tímans, en þar stóð „skordýr" fyrir „skrið- dýr“. En þá tekst ekki betur til hjá Alþbl. en svo, að prentvilla er hjá því sjálfu, í sjálfri greininni sem skopast að prentvillu Tímans. Stendur í Alþbl. að fræðsla Tímans í dýrafræði sé mjög nauðsynleg „framsæknum bænum“. Einkenni- legar eru þær þessar bænir Alþbl. því veitir sennilega ekki af þeim fyrir kosningarnar. Gamlar koparstungur. Bóka- verslun Isafoldar hefir látið prenta gamlar koparstungumyndir frá Is- landi. Myndimar eru 12, flestai gamalkunnugar. Frágangurinn er alveg óvenjulega góður og mun marga langa til að eignast bókina. Kardínálinn. Hinn margumræddi kardínáli, van Rossum, kom hing- að um síðustu helgi og dvaldist í bænum í þrjá daga. Hann útnefndi Meulenberg, höfuðklerk katólskra manna hér, til æðri tignar en áð- ur, þess tilefnis að katólska kirkj- an hér á landi hefir nú orðið sjálf- stæð kirkjudeild óháð katólsku kirkjunni í Danmörku. Aldrei fyr hefir svo háttsettur maður innan katólsku kirkjunnar komið hingað til lands. Stendur þessi för hans hingað og til Norðurlanda í sam- bandi við það að katólslfa kirkjan leggur mikla áherslu á að auka fylgi sitt og vinnur töluvert á bæði Sigurður Magnússon læknir frá Patroksfirði tskur að sór allskonar tannlækningar og tannsmiði. Til viðtals á Uppsölum 10V»—1S og 4—6. Sími 1097. á Norðurlöndum og þýskalandi. — I Knútskirkjunni í Óðinsvéum á Fjóni eru geymd bein Knúts lá- varðar, en hann er haldinn dýrð- lingur af katólskum mönnum.Hafa bein hans verið höfð þar til sýn- is hverjum sem sjá vildi undan- farið. En svo bar við, er van Ross- um kom þangað, alveg nýlega, að honum var bannað af kirkjuvöld- unum, að fá að sjá beinin. Eins og vænta mátti hefir þetta vakið mik- ið hneiksli í Danmörku. Frá Færeyjum. I blaði sjálf- stæðisflokksins í Færeyjum, sem heitir Tingakrossur, birtist nýlega mynd af venjulegri póstávísun. Peningaupphæðin var, eins og venja er, rituð með bókstöfum á póstávísunina. En það var gert á færeysku. þetta hefir hneikslað svo mjög einhvem danskan póst- mann þar í eyjunum, að hann hef- ir strykað undir með feitu og rit- að fyrir neðan: „Skal skrives paa Dansk“, þ. e. „á að rita á dönsku“. — Eins og vonlegt er eru sjálf- stæðismennirnir í Færeyjum æfa- reiðir yfir þessari kúgun. Ritar Jó- hannes kóngsbóndi Patursson í Kirkjubæ, flokksforingi sjálfstæð- ismanna, harðorða mótmælagrein gegn þessu. Tímarit þ j óðræknisf élags ís- lendinga í Vesturheimi, 4. ár, er nýlega komið hingað. Efnið er fjölbreytt og frágangur hinn prýðilegasti, eins og áður. En of- mikið er af bundna málinu. það á ekki að pí'enta kvæði, nema þau séu sérstaklega góð. „Álafosshlaupið“ var þreytt síð- astliðinn sunnudag. Sigurvegarinn varð í þetta sinn Magnús Eiríks- son frá Reynivöllum í Kjós. Næst- ir honum urðu fyrverandi sigur- vegararnir í hlaupinu: Guðjón Júlíusson og þorkell Sigurðsson. Magnús rann skeiðið á 65 mín. 40 sek., Guðjón á 65 mín. og 48 sek. og þorkell á 66 mín. og 52 sek. Vegalengdin er um það bil 18 kílómetrar. Mikil síld er sögð á miðum nyrðra og jafnvel inn á Fv^firði. Grein út af kaupdeilu sjómanna og útgerðarmanna verður að bíða næsta blaðs. Sextugsafmæli átti nýlega frú Theódóra Thóroddsen. Færðu vinir hennar henni 3000 kr. að gjöf. Jón Árnason, framkvæmdastjóri S. I. S., og síra Jakob Lárusson í Holti undir Eyjafjöllum, komu í gær landleiðina norðan af Akureyri af aðalfundi Sambandsins. Aðrir fundarmenn af Suðurlandi koma með Esjunni um næstu helgi. Ingólfur Bjarnason alþingis- maður frá Fjósatungu lýsti því yf-, ir á pólitiskum fundi á Breiðumýri um síðustu helgi, að hanr. ~jefi aft- ur kost á sér til þingmensku í Suð- ur-þingeyj arsýslu. Bifreiðarslys varð í Kömbum í gær. Er sagt að eitthvað hafi bil- að í stýri bifreiðarinnar, og gat bifreiðarstjórinn þá ekki varist slysinu. Bifreiðin var full af fólki og meiddust sumir, en ekki mjög hættulega. Gengið. Sterlingpundið hefir enn hækkað úr kr. 29,50 í 30 kr. ís- lenskar. Ritstjóri: Tryggvi þórhaUaBoa. Laufási. Sími 91. Prentemiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.