Tíminn - 21.07.1923, Qupperneq 1

Tíminn - 21.07.1923, Qupperneq 1
©faíbfett og afgreií»slui"a6ur (Eimans er Sigurgeir ^riðrtfsfon, £ambanösf)úsinu, KeYfjauíf. ^f^rtifeðía íímans er i Sambanbsfyúsinu, ©pin öaglega 9—\2 f. Ij. Stmi 496. YIL ár. Reykjavík 21. jxílí 1923 24. blað flfbpagðs tegund af ♦ ♦ ♦ hreinum Yirginin sigarettum. ♦ Smásöluvepð 65 aupap. =.3 ^ Fpægap fypip gæði. ♦ ▼ /íí * -<§!► Kveðja frá Norðmönnum. Ummæli Laxs Eskelands skóla- stjóra um kjöttollinn. I. Allir íslendingar sem komið hafa til Noregs, hafa heyrt talað. um Lai’s Eskeland, Margir hafa setið á skólabekkjum hjá honum, eða hlýtt á hann halda ræðu. Lars Eskeland er skólastjóri á einum merkasta lýðháskóla Norðmanna á Voss. Hann er atkvæðamestur allra lýðháskólamanna í Noregi. Hann er frægur ræðuskörungur, Hann er mikill Islandsvinur og prýðilega að sér í fornbókment- unum. Hinn 16. júní síðastliðinn var haldinn bændafundur í Stafangri á vesturströnd Noregs. Lars Eskeland flutti þar ræðu ,og vék mjög að íslandi. Ræðan er birt i aðalstjórnmálablaði norsku bænd- anna, „Nationen“, 4. og 5. þessa mánaðar. Fara hér á eftir nokkr- ar glefsur úr ræðunni. „Danskur prófessor sagði einu sinni á fundi á Sjálandi, að Fær- eyingar væru fjörugasti ættliður dönsku þjóðarinnar. Hann reiddist ■á eftir þegar eg sagði við hann að annaðhvort yrði hann að telja Fær- eyinga sérstaka þjóð eða Norð- menn. Hann spurði hvort 20 þús. menn gætu talist þjóð. það væru jafnmargir og í einni götu í Kaup- mannahöfn. Eg minti hann á, að í London einni væri þrefalt fleira fólk en í Danmörku allri. En Dan- ir vildu engu að síður teljast þjóð, eins og rétt væri og sjálfsagt. það er ekki fjöldinn sem sker úr. Is- lendingar eru næsta fáir. En eng- inn mun neita því að þeir séu sér- stök þjóð. því að það stendur ljómi af hinni miklu menningar- starfsemi þeirra frá elstu tíð og fram á þennan dag. Iieimurinn væri að mun fátækari hefði þessi litla þjóð ekki verið til. Og við Norðmenn hefðum þó einkum ver- ið fátækari. Við hefðum verið svo miklu fátækari að það er óvíst að við hefðum þá náð okkur eftir hnignunartímabilið. Ein allra helsta ástæðan til að við hófum að reisa við norska ríkið eftir 1814 var sú, að minningarnar vöknuðu um það, sem Noregur var einu sinni............. Betra sagnarit hefir sennilega aldrei verið skrifað en Heims- kringla Snorra. það er saga Nor- egs sem þannig er skrifuð og það var íslendingur sem gerði það. Enginn getur sagt um hve mikið gagn sá maður. hefir gert okkur. Norski konungurinn lagði hann að velli, eða bjó honum banaráð. En hann launaði okkur vel: hann tók þátt í viðreisn Noregs. því má ekki gleyma meðan Norðmenn lifa. Við eigum að minnast þess að Islendingar hafa unnið okkur svo mikið gagn að við getum aldrei fullþakkað þeim. Öll sambúð okk- ar við ísland á að fá svip og stjórn- ast af þessum sannleika. Við eig- um að vera fyrstir til að rétta þeim hjálparhönd að svo miklu leyti sem við getum. Við eigum að vera fyrstir til að unna þeim þess heið- urs sem þeim ber.............. Við vitum af eigin reynslu hve sárt okkur tekur það, ef einhver hefir af okkur það sem okkur ber. íslendingar eru ekki ánægðir með okkur að þessu leyti og ekki að ástæðulausu. þeim finst við ganga fullnærri sér, þegar við köllum fornbókmentir þeirra okkar nafni. Og eg verð að segja, að þeir hafa á réttu að standa. Að vísu er það svo, að bókmentirnar eru sameign okkar. En íslendingarnir eru aðal- mennirnir. þessvegna er rangt að kalla þær gamal-norskar. Við ætt- um annaðhvort að kalla þær norsk- íslenskar eða ef til vill norrænar Undir öllum kringumstæðum eig- um við að nota það nafn sem seg- ir rétt til........... þessa daga er fjárhagsmál á dagskrá, sem getur orðið til þess að snúa huga allra íslenskra bænda á móti okkur, finnist þeim við ekki sýna þeim þann bróðurhug sem þeir vænta af okkur. það er norski tollurinn á íslenskt sauðakjöt sem um er að ræða. Bændablaðið „Tím- inn“ tekur hart á okkur fyrir það. Við eigum tvímælalaust að nema þennan toll burt. Við eigum að gera það vegna samvinnxmnar sem við þráum og vinnum að beggja megin hafs. Sennilega myndum við og hagnast á því f járhagslega. Við viljum gjarnan reka fiskiveið- ar við ísland með góðum og hag- stæðum kjörum. það væri ranglátt ef við veittum íslendingum ekki eittlivað í staðinn. Best væri ef við færum að fornunt vana og létuni íslendinga eiga meiri rétt í Noregi en nokkxa aðra þjóð. Eg vona að þetta verði jafnframt því sem við hefjumst á ölium sviðum. þessi tolllækkun, sem þeir biðja okkur um, mun auka verslunarviðskift- in milli landanna, og það er mjög merkilegt atriði.1) Við eigum að opna skólana okk- ar fyrir íslenskum æskumönnum eftir því sem við frekast getum. Við eigum að kynnast bóknment- um Islendinga. því betur sem við kynnumst, því betur munu báðir finna, hversu mikill þróttur er því samfara að náfrændur standi hlið við hlið. Órjúfandi bönd knýta saman Island, Færeyjar og Nor- eg. þau verða ekki rofin til fulls. Og því hægar sem lífsstraumurinn gæti runnið þeirra í milli, því betra“. II. Tíminn þarf ekki að fara mörg- um orðum um þessi ummæli. Lars Eskeland talar vafalaust fyrir munn fjölmargra Norðmanna. Hugur hans í íslands garð hefir æ verið hinn sami og lík orð fóru af munni prófessors Paasche, er hann var gestur hér í bænum í fyrra. Lars Eskeland mun vera sá mað- ui’ sem yngri kynslóðin í Noregi lítur einna mest upp til. Nálega í heilan mannsaldur hefir hann ver- ið einn af leiðtogum norsku þjóð- arinnar. það er fullvíst að hann talar fyrir munn fjölmargra Norð- manna. Fátt myndi meir gleðja íslenska bændur, en ef tillögur Lars Eske- lands næðu fram að ganga, og enn meiri frændsemi yrði en áður milli Norðmanna og Islendinga. Fyrir þau íslensk stjórnarvöld, sem fara með kjöttollsmálið af okkar hálfu, er það hinn mesti styrkur, að vita þennan hug fjöl- margra manna í Noregi. það fer ekki hjá því að það verði auðsótt mál að fá tollinn numinn burt. En það verður að gerast fyrir haust- kauptíðina. -----o---- D Leturbreyting hér. Kaupdeilur. „Bræður munu berjast". Á síðastliðnum vetri var ekkert unnið í prentsmiðjum bæjarins i hálfan annan mánuð vegna kaup- deilu milli prentsmiðjueigenda og prentara. Um líkt leyti deildu útgerðar- menn og sjómenn um kaupgjaldið Samkomulag fékst ekki. Á vertíð- inni var skipunum haldið út samn- ingslaust, en goldið sama kaup og áður. Nú um misseraskiftin aug- lýstu útgerðarmenn kauptaxta sinn, sem ekki yrði frá vikið. Sjó- mannafélagið svaraði með því að leggja vinnubann á skipin. þegar útgerðarmenn ætluðu að fá menn á skipin fyrir taxta sinn, utan Sjó- mannafélagsins, tók félagið það til ráða að hindra för skipanna með valdi. Snerust átökin um það hvort skipin fengju vatn til fararinnar. Var leitað aðstoðar lögreglunnai'. En sjómenn höfðu vörð við skipin. Urðu sviftingar nokkrar, en sjó- menn báru hærri hlut og skipin fengu ekki vatnið. Formaður Sjó- mannafélagsins reyndi að forðast árekstur við lögregluna og stilla til friðar, en það kom fyrir ekki. Var ekki annað sýnna, um tíma, en að til stórvandræða myndi horfa. þo tókst að koma samkomulagi á í bili og munu eigendur skipanna, sem fara áttu, hafa stigið þar fyrsta sporið til þess. Kaupið á að verða það, sem um semst síðar. Félagar Sjómannafélagsins ráðnir á skipin, en hinir látnir fara. Sjó- mannafélagið hættir andstöðu sinni. — Hér hefir því aðeins ver- ið samið vopnahlé í bili. Kaupdeilumál eru einhver við- kvæmustu og hættulegustu mál sem upp koma í þjóðfélaginu. Hin- ir breyttu atvinnuhættir, atvinnu- rekstur í stórum stýl í fjölmenn- um borgum, harðsnúinn félags- skapur beggja aðila, atvinnurek- enda og verkamanna, gera mál þessi oft gríðarlega yfirgripsmik- il. þjóðfélagið stendur eða fellur með rekstri atvinnuveganna. þess- vegna verður það að leggja megin- áherslu á að ekki verði stöðvun á þeim. Og vitanlega á það að vera jafn málsvari beggja aðila. En ein- staklingamir eiga afkomu sína og sinna ástvina undir arði fyrirtæk isins eða kaupgjaldi. þessvegna ei ekki að undra þótt volgni undii rifjum er annarhvor þykist sjá fram á, að svo þrengist í búi, að neyð sé fyrir dyrum. þá getur hitnað svo í, að fái þessir aðilar að eigast einir við, að gripið sé til þeirra meðala, sem þjóðfélaginu stendur hætta af, svo að jafnvel forystumennimir, sem sjá hvert stefnir, ráði ekki við — eins og nú fór í þetta sinn. Og þótt auðna réði að í tíma stöðvuðust meiri vand- ræði í þetta sinn, er fullséð að við svo búið má ekki standa lengur. Reynslan er búin að sýna hvern- ig þessar kaupdeilur bera að hér oft og einatt. þegar samningar eru að renna út, ber hvor aðilinn fram sínar fylstu kröfur. Langt er í milli, því að báðir hafa vaðið fyr- ir neðan sig, þ. e. gera ráð fyrir að slá eitthvað af. En hvorugur vill stíga fyrsta sporið til samkomu- lags. það er litið svo á, sem það sé veikleikamerki, viðurkenning á rétti hins og því meiri hætta á að útkoman verði verri en orðið hefði, ef hinn hefði stígið fyrsta sporið. þannig standa þessir hlut- aðeigendur í sömu sporum og á yfirborðinu lítur svo út sem engin von sé samkomulags. Verkbann eða verkfall hefst. þá versnar all- ur vinskapur. þá er jarðvegurinn að myndast fyrir þá atburði, sem þjóðfélaginu eru beint hættulegir., þá fá æsingamennirnir beggja megin undirtökin. þjóðfélagið íslenska, sem heild, hefir hingað til látið kaupdeilum- ar vera sér óviðkomandi. Hefir það í þessu efni látið alt „lagast og af- lagast af sjálfu sér“, eins og sagt var forðum. þetta getur ekki geng- ið lengur. Sú breyting er orðin á atvinnurekstri í bæjunum, að við verðum að fara að læra af dæmi annara þjóða í þessu efni. Ríkið á hér svo mikið í húfi. það má ekki horfa á það aðgerðalaust, að stór- ar atvinnugreinar stöðvist vegna ósamkomulags atvinnurekenda og veikamanna um kaupgjald. Enn síður má það horfa á það að láta svo hitna í milli þessara aðila að legið geti við blóðsúthellingum og borgarastyr j öld. Ríkið verður að skerast í leik- inn. 0g aðalatriðið er það að ríkið skerist nógu snemma í leikinn, áð- ur en verkbann eða verkfall er haf- ið, áður en stofnað er til ofbeldis- verka af annarshvors hálfu, áður en æsingamönnunum öðru hvoru megin gefst tækifæri til að fremja ofbeldisverk í skjóli hitans sem gosið hefir upp. I þetta sinn var ríkið ekki viðbú- ið að skerast í leikinn, enda verð- ur því ekki neitað, að málið bar óheppilega að. því að málið ber ekki rétt að þegar einu afskifti ríkisvaldsins, þar sem þeir aðilar eigast við sem hér áttust við, verða þau, að láta lögreglu skerast í leikinn til styrktar öðmm aðilan- um, sem orðið hefir fyrir ofbeldi af hinum. þetta er afsakanlegt í fyrsta sinn, því að slík tíðindi hafa ekki gerst hér áður, en það má ekki koma fyrir aftur. Yitan- lega verður því aldrei mælt bót, að annarhvor aðili grípi til ólöglegra meðala til styrktar máli sínu — og það viðurkendi formaður Sjó- mannafélagsins í verkinu, þó að hann réði ekki við. En þá hefir ríkið vanrækt skyldu sína þegar fyrstu afskifti þess verða þessi. Ríkið á að koma fram sem sátta- semjari í slíkum málum sem þess- um. I langflestum Norðurálfulönd- um er til maður eða menn, sem eiga að ganga í milli í kaupdeilum og það er skylda að leita milli- göngu hans eða þeirra áður en stofnað er til verkbanns eða verk- falla. þetta þarf að komast á hér. það er leiðin til að komast yfir „dauða punktinn“. þá þarf hvor- ugur aðilinn að stíga „fyrsta spor- ið“, sem báðir eru svo hræddir við að spilli úrslitum. Sáttaboðin eru borin fram af óhlutdrægum full- trúa ríkisvaldsins, sem telur sér skylt að vernda báða aðila. þá fyrst er þessi leið reynist ófær, get- ui' komið til annara afskifta ríkis- valdsins. Enn lengra vilja sumir fara, þeir vilja gera báðum aðilum að skyldu að hlíta úrskurði gerðar dóms sem skipaður er af því opin- bera. Með því móti væri vitanlega best fyrir séð. En þá er það gamla sagan: Hvar er tryggingin að sá dómstóll verði réttlátur? Einkum í litlu þjóðfélagi verður erfitt að skipa slíkan dóm. En á það stig á mannkynið vonandi eftir að komast að finna ráð sem eru örugg að setja niður þessar viðkvæmu og hættulegu deilur. En hitt verður að gerast og það sem allra fyrst, að skipa trúnaðar- mann ríkisins, sem atvinnurekend- um og verkamönnum sé skylt að leita til um sáttaumleitanir áðui' en þeir slíta samningum og hefja verkbann eða verkfall. Og það verður að ákveðast með lögum að hann hafi nægan frest til að reyna sáttatilraunir. Og í þetta sinn verður lands- stjórnin að ganga í milli og sem fyrst, því að enn er aðeins samið bráðabirgða vopnahlé. Naut og þorskar. I síðasta ein taki af Moggapésa Magnúsar Guðmundssonar er það hátíðlega auglýst að aðstandendur blaðsins hafi svo mikið af nautpeningi af- lögu, að þeir vilji gefa. Ætti nú vel við að Morgunblaðið sjálft lýsti því yfir að í heimaherbúðunum væru þorskarnir orðnir svo margir, að vandræði stæðu af. Vissu fleiri og þögðu þó, að meir en nóg er af nautum og þorskum þeim megin, en fáir bjuggust við að að yrði til- kynt alþjóð af hlutaðeigendum sjálfum. „Haldi Hel því er hefir“, sagði þökk kerling. þið verðið að dragast með nautin og þorskana ykkar sjálfir, góðir herrar Morg- unblaðsmenn. Tíminn tekur engan fóðrapening. þið hafið dregið þennan fénað að ykkur. það er á ykkur sami svipurinn og var á Vermundi mjóva, þegar hann bauð að gefa Víga-Styr bróður sínum berserkina. En Tímanum dettur ekki í hug að koma nautunum og þorskunum ykkar fyrir. ----o---- Greinum Ásgeirs Ásgeirssonar um Kverið hér í blaðinu er nú lokið. Koma þær út sérprentaðar von bráðar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.