Tíminn - 28.07.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.07.1923, Blaðsíða 1
©jciíbferi og afgretí>slur>,a&ur Ctmans er Stgurgetr ^ri&rtfsfon, Samban&sfjústnu, HeYfjautf. J2^fgretböía íímans er í Sambanbsfyústnu, ©pin baglega 9—\2 f. b- Sími ^96. VII. ár. Reykjarík 28. jxilí 1923 <&> <§> <&>- <£>> <§S> -<g> - ♦ é v A V 4 v é V V ,RœEM,u. A . í'ft 4 / 11 ##/ i / //#f ,v I /C-Mv// ’ ¥ //é [Ly/ issé&fáVS il ! V5 •/ 6' S N flfbpagðs fegund af hreinum Virginiu sigarettum. Smásöluverð 65 aupap. Fpazgap fypjp gæði. */&>■ -4§5-- 4 Adalfundur Samb. ísL samvimiuféiaga. Fundurinn var haldinn 2.—6. þ. m. á Akureyri í samkomuhúsi bæj- arins. Formaður Sambandsins, Ólafur Briem, setti fundinn. Mintist hann hins mikla missis og saknaðar sem ríkja mundi x hjörtum allra fund- armanna út af fráfalli Hallgríms Kristinssonai’ forstjóra. Fór því næst nokkrum orðum um starfsemi hans. Vottuðu fundarmeim minn- ingu hins látna virðingu sína og þökk með því að standa upp. Flutti þá Sigurður Bjarklind kaupíélags- stjóri kvæði — kveðjuorð til hins látna — frá konu sinni, Unni skáld- konu Benediktsdóttur. Hlýddu íundarmenn á kvæðið standandi. — Kvæðið hefh' verið prentað 1 Degi. þá skýrði formaður fundinum frá því, að stjórn Sambandsins hefði þegar ráðið forstjóra fyrir Sambandið frá 1. þ. m., Sigurð Kristinsson kaupfélagsstjóra á Ak- ureyri. Lét formaður síðan kjósa þriggja manna nefnd til þess að at- huga kjörbréf fundaimanna.Lögðu þeir fram tillögur að lokinni athug un og voru þær samþyktar í einu hljóði. pá var kosinn fundarstjóri með lófataki, Sigurður Bjafklind á Húsavík, en Jón Jónsson bóndi í Stóradal til vara. Fundarskrifar voru kosnir: Sigurður bóndi Jóns- son á Arnarvatni og Ingólfur alþm. Bjai’nason í Fjósatungu. Fundarmenn voru alls um 40 frá 30 félögum, hvaðanæfa á landinu. Stjórnarnefndin sótti öll fundinn að einum undanskildum, ennfrem- ur framkvæmdastjórarnir innan- lands, skólastjóri Samvinnuskólans og endurskoðendur Sambandsins. Tvö ný kaupfélög voi'u tekin inn í Sambandið: Kaupfélag ísfirðinga og Kaupfélagið Ægir á Norðfirði. Tvö félög höfðu gengið úr Sam- bandinu á árinu: Kaupfélag Hval- fjarðar og Mjólkurfélag Reykja- víkur, sem er hætt kaupfélags- stai’fsemi. Reikningar Sambandsins voru lagðir fram endurskoðaðir. Settur forstjóri, Jón Árnason, gerði grein fyrir reikningunum og skýrði þá ítarlega; sérstaklega fjárhags- reikning og rekstursreikning. Höfðu skuldir Sambandsins út á við minkað á árinu sem svarar 690 þús. kr. I sambandi við reikningana gaf hann ítai’lega skýrslu um verslum arstarfsemi ái’sins og sérstaklega um sölu innlendu afurðanna.Leiddi rök að því að Sambandinu hefði yfirleitt tekist að ná mun hærra verði fyrir vörur sínar en öðrum kaupsýslumönnum samtímis. þá gaf hann og skýrslu um verðupp- hæð innfluttra og útfluttra vara Sambandsins síðustu sex ár, er sýndi ljóslega vöxt og viðgang Sambandsins þessi árin. Að lokum fór hann nokkrum orð- um hinn látna forstjóra Sambands- ins, Hallgrím Kristinsson. Mintist hinnar stórfeldu starfsemi hans í þágu samvinnufélagsskaparins hér á landi og afburða starfshæfileika hans. þá var, samkvæmt tillögu for- manns, kosin 7 manna nefnd til þess að athuga reikningana nánar og hag Sambandsins- yfirleitt, með aðstoð endurskoðendanna. Framkvæmdastjóri innflutnings deildar, Aðalsteinn Kristinsson, flutti þá ítai’lega skýrslu um inn- fluttar vörur Sambandsins á síð- astliðnu ári. Las upp samandregið verð og magn nokkurra vöruteg- unda og benti á nauðsyn þess að deildirnar takmörkuðu sem mest kaup á þeim aðfluttum vörum, sem spara mætti, svo sem sykur, tóbak o. fl. Spunnust miklar umi'æður um málið, sérstaklega hvað snertir sparnaðarráðstafanir um vöru- kaupin. Var kosin fimm manna nefnd til þess að bera fram tillög- ur í málinu. Skólastjóri Jónas Jónsson flutti langt og ítarlegt erindi um Sam- vinnuskólann. Hafði honum verið haldið uppi síðastl. vetur fjárhags- lega á þeim grundvelli, sem frá var skýrt á síðasta aðalfundi, þar sem framlög Sambandsins til skólans voru ekki önnur en ókeypis hús- næði, ljós og hitiv Skýrði skóla- stjói’i mjög glögglega nauðsyn þessa skólahalds fyrir samvinnu- stai'fsemina í landinu. Lýsti því ennfremur yfir, að fyrirhugað væri að fyrirkomulag skólans yrði hið sama næsta vetur, með nokkrum breytingum, sem miðuðu að því að gera aðkomnum nemendum dvöl- ina við skólann að mun ódýrari. þá flutti hann skýrslu um út- gáfu Tímaritsins, bæði um fjár- hagshlið málsins og stefnu ritsins og starfsemi á ýmsan hátt. Skýrsla kom fyrir fundinn, að maður sá, þorsteinn Davíðsson frá Fjósatungu, sem undanfarið hefir unnið að gænirotun 1 Ameríku, að tilhlutun Sambandsins, væri nú orð inn fær um að standa fyrir þessu starfi hér heima. Hefði stjórnin hugsað sér að láta byrja á því í litl- um stíl nú í haust. Eftir nokkrar umræðui' var svohljóðandi tillaga samþykt: „Fundurinn felur stjóm Sam- bandsins að koma á gærurotun næsta haust, á þann hátt sem hún sér best henta“. Jón Árnason framkvæmdastjóri flutti mjög glögga og sundurliðaða greinargerð um sölu innlendra af- urða á liðna ái’inu. Gerði grein fyr- ir hverri vörutegund séi’staklega: vörumagni og verðhæð og hversu salan hefði gengið. Gaf einnig ýmsar bendingar um væntanlega vörueftirspurn og vei’ðlag á þessu ári. þá skýrði hann og frá tilraun- um sem Sambandið lét gera síðast- liðið haust með að flytja út kælt kjöt til Englands og Danmerkur og undirbúningi ýmsum, sem Sam- bandið hefði gert síðan til að koma því máli til frekari framkvæmda á komandi hausti eða svo fljótt sem kostur er á. Urðu miklar umræður um af- urðasölumálið og meðal annars haldið fast fram þeirri nauðsyn, að einbeittar tilraunir yrðu gerðar um að fá kjöttollinn afnuminn í Noi’- egi. Að lokum voru þessar tillögur samþyktar, allar í einu hljóði: „I tilefni af skýrslu fram- kvæmdastjói’a útflutningsdeildar um afui’ðasölu Sambandsins síð- astliðið ár lýsir fundurinn yfir ánægju sinni út af því, hve fram- kvæmdastjóminni hefir tekist sal- an vel“. „Fundurinn ályktar að fela Sam- bandsstjórninni að skora á ríkis- stjórnina að fylgja fast fram kröfum íslenskra bænda um að ná sem bestum tollkjörum fyrir ís- lenskt saltkjöt í Noregi. Telur fundurinn ekkert áhorfsmál að Norðmönnum sé á móti veitt íviln- un t. d. með því að nema úr gildi þau ákvæði í síldveiðalöggj öf hér, sem minst tjón baka landsmönn- um, svo sem ákvæðin sem banna sölu og söltun síldar í landi, ef það gæti greitt fyrir hagfeldum úrslit- um kjöttollsmálsins“. „Fundurinn lýsir því yfix, að það er vilji hans að stjói’n Sambands- ins vinni að því af fremsta megni að komið verði upp sem fyrst hæfi- legu flutningaskipi með kæliútbún- aði til að flytja út nýjar afurðir landsmanna“. Sparnaðarnefndin lagði fram álit sitt og bar fram eftirfarandi tillög’úr sem samþyktar voru með þorra atkvæða, eftir nokkrar um- ræður. Fundurinn beinir þeirri áskorun til Sambandsdeildanna, að þær haldi áfram sparnaðai’ráðstöfunum sínum og gæti allrar varúðar í verslunarframkvæmdum og leyfir sér sérstaklega að benda á eftirfar- andi atriði: Að gæta sem mest hófs í flutn- ingi á miður nauðsynlegum vörum, svo sem sykri, kaffi, hveiti, tóbaki og vefnaðarvörum, án þess þó að ganga svo langt, að fullur skortur verði á þessum vörutegundum, svo félagsmenn þurfi að leita til ann- ai’a verslana til þess að fullnægja brýnustu þörf. Að stjórnir deildanna gangist fyrir því, að almenn sparnaðarsam- tök verði tekin upp á deildasvæðun- urn og standi þær í sambandi við S. I. S. um tilhögun og árangur þessarar starfsemi. Enn var samþykt eftii’farandi tillaga með samhljóða atkvæðum: Fundurinn felur stjórn S. I. S. að leitast við að fá Jónas lækni Ki’istjánsson til að laga í í’itgerð- arform fyi’irlestur þann, er hann hélt á Sauðárkróki síðastl. vetur um óheilnæmi munaðarvara og’ ýmsra fæðutegunda og fá hann síðan birtan í Tímanum og Tíma- riti samvinnufélaganna. Reikningar Sambandsins og álit endurskoðenda var þá aftur tekið til meðferðar. Reikninganefndin bar fram álit sitt og lýsti yfir að hún liti svipuðum augum á efna- haginn og endui’sko.ðendumir, t. d. hvað snei'tir útistandandi skuldir Sambandsins og tryggingarnar fyx-ir þeim. Yfirleitt virtist sem sambandsdeildunum hefði þegar tekist að rétta nokkuð viðskifta- hag sinn við Sambandið. Eftir nokkrar umræður voru reikningarnir í heild sinni, ásamt athugasemdum endurskoðenda samþyktii' i einu hljóði. Loks bar fundarstjóri fram til- lögu, sem samþykt var í einu hljóði, um að lýsa ánægju sinni yfir stai’fsemi Sambandsins síðast- liðið ár og fullu trausti á stjórn þess og fi-amkvæmdastjórum fyrir skynsamlega og gætilega fjármála- stjórn. Enn bar reikninganefnd fram eftirfai’andi tillögu, sem samþykt var í einu hljóði: Fundurinn leggur til að útgáfu Tímaritsins sé haldið áfram á þessu ári á sama hátt og að und- anförnu. Jafnfi’amt skorar fundur- inn á sambandsdeildirnar að vinna að útbi’eiðslu Tímaritsins frekar en orðið er. pá ui’ðu allmiklar umræður um lagabreytingar sem stjómin hafði lagt fyrir fundinn. Hafði orðið fult samkomulag milli stjórnarinnar og nefndar sem um málið fjallaði. Voru tillögurnar allar samþyktar. Formaður Sambandsins gaf skýrslu um framkvæmdir stjórn- arinnar á ýmsum ályktunum síð- asta aðalfundar. Um stofnun sam- vinnubanka hefðu engar fram- kvæmdir orðið enn, vegna fjár- kreppunnar. Sambandsdeildunum hefði verið tilkynt að S. I. S. mundi útvega þeim landbúnaðai’- vélar og tilbúinn áburð. Engin sambandsdeildanna hefði enn snú- ið sér til Sambandsins með ósk um stofnun afurðati’yggingarsjóðs Frumvarp til reglugjörðar um sölu íslenskra afurða var tekið til meðferðar og samþykt í einu hljóði Til þess að skipa forsæti í gei’ðai*- dómi um ágreining er í’ísa kann út af brotum á reglugjörðinni, voru kosnir: Steingrímur Jónsson bæj- arfógeti á Akui’eyri, Böðvar Bjai’k- an lögfræðingur á Akureyxi og Benedikt Jónsson frá Auðnum. Sambandsstjórnin bar fi’am til- lögu til fundarályktunar um „Minningai’sjóð Hallgi’íms Krist- inssonar", svo hljóðandi: 1. gr. Fundurinn ályktar, fyrir hönd Sambandsins, að leggja fram 10 þús. kr. í minningarsjóðinn. Ennfremur felur fundurinn fram- kvæmdastjói’ninni að leita fjár- framlaga frá samvinnufélögum landsins og einstökum mönnum. Féð skal ávaxtað í Söfnunarsjóði íslands. 2. gr. Fjái’hæð sú, er kaupfélag Eyfii’ðinga hefir á síðasta aðal- fundi ákveðið að leggja fram, að upphæð 2000 kr., skal haldast sem sérstök deild í sjóðnum og ávaxt- ast sem veltufé í Kaupfélagi Ey- fii’ðinga. 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að efla samvinnumentun og styðja að verklegum framförum. Vöxt- um þeim, sem koma til útborgun- ar má verja til þeirra fyrirtækja er hér greinir: a. Utaixfarir efnilegra manna til að kynnast samvinnufé- lagsskap annara þjóða. b. Nýjar aðfex’ðir eða tilraunir 25. blað til að auka verð íslenskra af- urða á ei’lendum markaði. c. Sýningar á framleiðsluvör- um, hvort sem þær ex-u ætl- aðar til útflutnings eða not- kunar á ei’lendum markaði. d. þýðingar á úrvalsritum eftir erlenda samvinnufi’ömuði og aðra umbótamenn. e. Námsskeið, fyrirlestrar og umræðufundir um grundvall- aratriði samvinnufélagsskap- arins og annara félagsmála. f. Tímarit, er meðal annars hafi að geyma yfirlitsreikn- inga og hagskýrslur sam- vinnufélaga. 4. gr. Stjórn sjóðisns skal skip- uð þrem mönnum.I henni eiga sæti formaður og forstjóri Sambands- ins og framkvæmdastjóri Kaup- félags Eyfirðinga. Stjórnin ráðstaf ar vöxtum um hver áramót og legg ur skýrslu um úthlutunina fyrir næsta aðalfund Sambandsins. 5. gi'. Reikningur sjóðsins fyrir hvert almanaksár skal rannsakað- ur af endurskoðendum Sambands- ins og birtur í B-deild Stjói’nai’tíð- indanna. 6. gi’. Fundui’inn felur sjóð- stjórninni á sínum tíma að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn, sam- kvæmt framanrituðum frumdrátt- um og leita konungsstaðfestingar á henni. Samþykt í einu hljóði. Kosnir starfsmenn fyrir Sam- bandið. I stjórn til tveggja ára í stað Sigurðar Kristinssonar núver- andi forstjóra, þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfii’ði. í stjói’n til þriggja ára voi’u endui’- kosnir: Jón bóndi Jónsson í Stóra- dal og Guðbrandur kaupfélags- stjóri Magnússon í Hallgeirsey. Varafoi’maður til eins árs var end- urkosinn Sigurður Bjarklind með lófataki. Varameðstjórnendur til eins árs sömuleiðis endui’kosnir Stefán bóndi Stefánsson á Varðgjá og Tryggvi ritstjóri pórhallsson. Endui’skoðandi til tveggja ára endurkosinn Jón Guðmundsson. Samþykt var í einu hljóði svo- feld yfirlýsing: Fundurinn vottar þeim Páli bónda Jónssyni í Einars- nesi og Jónasi ritstjói’a þorbergs- syni á Akureyri þakkir fyrir rit- gerðir þeirra til varnar gegn árása- pésa Bjöns Ki’istjánssonar á Sam- bandið, og lætur ánægju sína í ljós yfir því, að þær voru birtar í Tíma- ritinu. í fundai’lok bauð fundai’stjóri hinn nýja forstjói’a velkominn til starfsins og árnaði honum heilla í hinni nýju stöðu. Tóku fundar- menn undir það með lófataki. ----o----- Bjarni Jensson frá Ásgarði, Jón Hannesson frá Deildartungu, Ás- geir Jónsson frá Gottorpi o. fl. bændur voi’u hér staddir í vikunni vegna hi’ossaútflutningsins. Um Frakkland framtíðarinnar ritar Morgunblaðið langar gx-einar. En minna um Island nútíðarinnar. Nýtt blað gefa jafnaðarmenn út á ísafirði og heitir Skutull. Rit- stjóri er síra Guðmundur Guð- mundsson frá Gufudal. Maður drxxknaði um miðja vik- una á ytri höfninni, Erlendur Gíslason, sjómaður, kvæntur og lætur eftir sig tvö böi’n. Var að flytja sand af Kjalarnesi og hvolfdi bátnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.