Tíminn - 28.07.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1923, Blaðsíða 2
92 TlMINN SljMÉIlléÉ! i Hkureyrl. 1 byrjun júlímánaðar hélt Sam- bandið aðalfund sinn á Akureyri. Voru þar mættir fulltrúar úr því nær öllum sýslum landsins. Sömu daga voru í bænum margir aðrir gestir, einkum kaupmenn, víðsveg- ar að. Borgurum á Akureyri þótti vel bera í veiði, að gefa þessum gestahóp tækifæri til að taka þátt í landsmálaumræðum. Varð það til þess, að allmargir borgarar í bæn- um fengu leigðan hinn mikla sam- komusal bæjarins og boðuðu þar almennan kjósendafund. Á götu- auglýsingum var tekið fram, að á fundinn væri boðið öllum kaup- sýslumönnum, fulltrúum af Sam- bandsfundinum, ritstjórum og þingmönnum, sem staddir væru í bænum. Ennl'remur var þremur mönnum boðið sérstaklega: Héðni Valdimarssyni skrifstofustjóra, Birni Líndal lögmanni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Var sýnilegt að fundarboðendur vildu tryggja sér einn málsvara hverrar af þrem stefnum: sameignar, samkepnis og samvinnu. Mátti af fundarboðinu sjá, að tilgangurinn væri sá að skýra hin pólitisku mál frá öllum hliðum. Veður var hið besta þennan dag. Fjöldi manna kom úr nærsveitun- um, og kl. 8 um kvöldið var salur- inn orðinn troðfullur, hálfum tíma áður en fundurinn átti að byrja. Talið var að 7—8ð0 manns hafi setið fundinn, enda er salurinn stærsta og besta fundarhús á landinu. Ingimar Eydal setti fundinn með snjallri ræðu, og var síðan fundar- stjóri. þá talaði fyrstur Héðinn Valdimarsson. Var það ljós og einkar skýr fræðifyrirlestur um stefnu verkamannaflokksins.Kendi þar hvorki kulda eða svigurmæla í garð annara stétta. Næstur tal- aði Björn Líndal. Bjuggust kaup- menn við, að hann yrði þeirra höf- uðmálsvari. Undanfarna daga hafði verið safnað áskorunum í herbúðum samkepnismanna til Líndals, um að verða í kjöri á Ak- ureyri nú í haust, móti M. Kr. Mátti því búast við að hann teldi sig hafa ástæðu til að segja sem ítarlegast frá stefnu kaupmanna- liðsins. En þetta fór alt á annan veg. Líndal kvaðst með öllu óvið- búinn að lýsa stefnumálum. Taldi Svar til prófessors Har. Nielssonar. „Eí þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar“. Ef. 4. 26. I. Ef Har. próf. Níelsson hefði tam- ið sér þessa hollu ráðleggingu postulans, þá hefði að minsta kosti fyrri hluti greinar hans hér í blað- inu orðið á annan veg, og hann ekki farið að bjóða lesendum Tím- ans 8 mánaða gamla deilugrein. — Hlýtur það að vera erfitt að ganga með slíka steina í vasanum og bíða eftir tækifæri til að kasta þeim í höfuð þeirra, sem einhvem tíma kunna að hafa stygt prófessorinn. Aðalefnið í bæði gömlu og nýiu greininni hjá hr. H. N. er að finna að, hvað Bjarmi skýri rangt og ónákvæmt frá, er hann minnist á opinbera framkomu hans og spírit- ismann. Rannsakar H N. alt slíkt með „vísindalegri nákvæmni“ og telur í „syndaregistri" blaðsins með „mishermum eða ósannind- um“, ef mannsnafn er misritað, þótt leiðrétt sé í næsta blaði, ef misprentast 23. í stað 27. septem- ber, þar sem minst er á dagsetn- ingu erlends dagblaðs, og ef eg segi: „í sambandi við spíritisma“ í stað þess að segja með honum: „í sambandi við veruleik fyriv- sig utan allra flokka, hafa verið er- lendis í 4 mánuði og því ókunnug- an stjórnmálaástandinu. Á fund- inn kæmi hann til að fræðast, en ekki til að fræða. Litlu áður hafði hann haldið fyrirlestur um síld og samvinnu í þessu sama húsi, og ráðist þar ferlega á Framsóknar- flokkinn, og einkum einn af þing- mönnum þess flokks, J. J. Nú virt- B. L. búinn að gleyma þeirri þekk- ingu, sem hann taldi sig hafa þá. í stað þess réðist hann mað dylgj- um á Landsverslunina og Héðinn Valdimarsson. Kom með Gróusög- ur B. Kr. frá í fyrra um sjóðþurð í Landsverslun, og kviksögur úr kosningapésa þm. Skagfirðinga. Greip Héðinn þá fram í, og heimt- aði sannanir, ella skyldi hann vitna upp á ræðumann. Dró B. L. þá saman seglin, og þóttist ekkert hafa sagt. Héðinn kvað ósannindin um sig standa í „Merði“. Notaði Líndal síðar í ræðu sinni sama heitið yfir kosningasnepilinn. Myndi manninum með fermingar- vottorðið hafa þótt það grátt gam- an af væntanlegum samherja. pá tók til máls Jónas frá Hriflu, og hélt ræðu hátt á annan klukku- tíma. Var á meðan grafarþögn í hinum mikla tilheyrendaskara. Unglingspiltur úr liði kaupmanna dró upp pípu og ætlaði að byrja hávaða uppi á svölunum. En þeir sem í kring voru vildu heyra hvert orð, og þögguðu niður í honum. Mintist ræðumaður fyrst á að Framsóknarmenn og Morgunblaðs- liðið hefði verið jafnsterkt á þing- inu í vetur. Fyrnefndi flokkurinn hefði reynt að koma fram mörg- um þjóðþrifamálum. Morgunblaðs- liðið hefði reynt að tefja þau eða eyða. Vegna þessa jafnteflis hefði þingið orðið aðgerðalítið. Og svo hlyti að ganga þar til Framsókn hefði ákveðinn meiri hluta. Nefndi hann dæmi úr meðferð mentamála, áfengismálsins og fjármálanna. Framsókn hefði reynt að hrinda áleiðis stofnun húsmæðraskóla á Staðarfelli, breytingu Gagnfræða- skólans á Akureyri í mentaskóla, og stofnun héraðsskóla í þingeyj- arsýslu. Tvent hið fyrnefnda tókst Morgunblaðsliðinu að tefja og eyði leggja í þetta sinn. pingeyska skól- ann ætlaði Jón Magnússon að laun- myrða á síðustu stundu í Ed., en tókst ekki. í áfengismálinu hafði einn af Framsóknarmönnum kom- ið með frv. um að herða á sektar- ákvæðum fyrir opinbert ölæði og smyglun sterkfa vína, og að láta sektir fyrir þessi brot fara eftir efnum hinna brotlegu, eins og gert hefir verið sumstaðar erlendis. brigðanna“.—Alt þetta taldi hann með „mishermum eða ósannind- um“ í frásögn minni um biskups- erindin hans frægu í fyrra vetur, þótt hann raunar féllist á síðar munnlega að sleppa fyrsta atrið- inu. En sjálfur er hann ekki nærri eins varkár né nákvæmur. Ágríp hans af mínum orðum á synodus er ekki beinlínis nákvæmt, og í byrjun greinar sinnar er hann að tala um „sáfnaðarfundinn í vet- ur“. Sambandið sýnir, að hann er að tala um safnaðarfund dóm- kirkjusafnaðarins. — En mér vit- anlega var enginn slíkur íundur haldinn liðinn vetur, að minsta kosti átti sóknarnefndin hér í bæ engan þátt í honum. Hafi prófess- orinn haldið hann í kyrþey, hefir fundurinn verið í alla staði 6'ög- mætur. Mér kemur raunar ekki í hug að þessi fullyrðing, — H. N. mundi víst kveða fastar að orði, ef Bjarmi hefði sagt það, — stafi af „illgirni“ eða „óvild“ í minn garð. Auðvitað stafar hún frá ofurvenjulegu rnis- minni, sem alla getur hent, — og jafnvel prófessorinn sjálfan. Fundurinn, sem H. N. á sjálf- sagt við, var haldinn 7. október í fyrra haust, hálfum mánuði fyrir vetur. — Og fyrir löngu (í des. f. ár) leiðrétti eg í Bjarma það sem kom á stað þessum reiðilestri II. Enginn gat skaðast við þessa laga. breytingu nema smyglararnir og fylliraftarnir. Öllum almenningi hlaut að vera þessi breyting kær- komin. þetta var eina verulega stíflan sem unt var að reisa móti áfenginu, eftir að búið var að lög- gilda léttu vínin. En Morgunblaðs- liðið reis öndvert móti þessu og feldi frv. frá nefnd móti öllum Framsóknarmönnum í þeirri deild. þannig var afstaðan í uppeldis- og áfengisvarnamálinu. En síst tók betra við er kom að fjármálunum. þar var frammistaða samkepnis- manna í landinu meira en sorgleg. Fyrir óstjórn og ólag á fjármálum landsins 1920—21, er landssjóður sokkinn í botnlausar skuldir. Og fyrir háskalegt fjárbrall hjá 400— 500 mönnum í kaupsýslu og út- gerðarstéttunum er fjárhagur ein- staklinganna í voða. Fyrir fjár- hagsnefnd Nd. lá skýrsla frá Hag- stofu íslands um skuldirnar út á við. Sú skýrsla var bygð á einka- skýrslum atvinnurekendanna. Hvorki þeii', hagstofann eða fjár- hagsnefnd Nd. gátu haft ástæðu til að gefa ranga skýrslu. Ef nokk- uð var rangt við skýrsluna, hlaut hún að vera of lág, en ekki of há, af því að ekki hefði náðst til allra þeirra skuldugu. Skýrslan hermdi, að skuldir banka, verslana og ann- ara atvinnufyrirtækja væru um 30 miljónir króna. þar að auki var enska lánið, aðrar skuldir lands- sjóðs, og bæjarfélags Reykjavíkur. Auðvelt var að sanna að því nær allar þessar skuldir stóðu í sam- bandi við kaupmensku og braskút- gerð. Sambandsfélögin skulduðu um síðustu áramót aðeins hálfa miljón króna erlendis. Og þau byrgja samt um 40 þús. íslendinga að lífsnauðsynjum. þar að auki hefir Sambandið á undanförnum árum getað selt viðskiftabanka sín- N. frá 17. nóv. f. á. Jeg skrifaði þar á þessa leið: Leiðrétting. Orðin, sem höfð eru eftir próf. Haraldi Níelssyni í siðasta tbl., munu ekki vera rétt. Eg tók svo eftir á fundinum, að hann segðist skammast sín eða blygðast sín fyrir að veia lúterskur, og minnir það enn. En það hlýtur að vera misminni, því að H. N. hefir sýnt mér vottorð sjö mætra fundarmanna, er lýsa yfir því, að þess minnist þeir aldrei, að hafa heyrt próf. Har. Níelsson segja, að hann „skammaðist sín fyrir að vera lúterskur", en votta með honum, að hann liafi komist svo að orði á safn- aðarfundinum: „það, sem eg hefi aðallega á móti kverkenslunni, er það, að kverin lialda fram trúarlærdómakerfi liins lúterska rétttrúnaðar, og skyggja með því á kenning Krists. Besti kostur nýju guð- fræðinnar er sá, að liún vill setja kenn ing Krists ofar öllu öðru. Mig hefir oft furðað á því, að menn skuli svara, þegar þeir eru spurðir iiverrar trúar þeir séu, að þeir séu lúterskir, en ekki kristnii'. þegar eg hefi verið að hugsa um þetta, liggur við að eg blygðist mín fyrir, að 'menn skuli heldur vilja kenna sig við Lúter en Krist. Eg vil umfram alt vera kristinn".------ Undir eins og eg frétti, að H. N. teldi farið rangt með orð sín, tjáði eg hon- um bréflega, að eg treysti minni hans í þessu atriði betur en mínu, og bauð honum að leiðrétta ummælin, eins og Kaupið íslenskar vörur! Hreinl Blautsápa Hreini Stangasápa Hreini Handsápur Hrein® K e rt i HreinS. Skósverta Hreini Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! uni hér á landi nokkur hundruð þús. kr. árlega af erlendri „valútu“ og aldrei þurft að fá „yfiríærslur“ hjá bönkunum hér. Ef öll kaup- mannafyrirtæki hefðu staðið jafn- vel og Sambandsfélögin, myndu at- vinnuskuldirnar út á við ekki hafa verið nema svo sem lj/a—2 miljón- ir. Og í viðbót hefðu kaupmenn- irnir verið sjálfum sér nógir með yfirfærslur, og selt bönkunum hér erlenda mynt. þá hefði þjóðin ver- ið nálega skuldlaus við önnur lönd. þá hefði íslenska krónan ekki ver- ið fallin, heldur haldið því sem nær sínu upprunalega gildi gagnvart sænskri krónu, dollar og sterling- pundi. En þessu var ekki að heilsa. Landið er orðið stórskuldugt fyrir aðgerðir nokkur hundruð manna. Krónan stórfallin. Læknir úr Rvík fór í fyrra í fræðierindum út.Hafði 4000 íslenskar krónur. Breytti þeim í danskar krónur. En þær urðu aðeins 3000. Ef hann hefði farið til Englands eða Ameríku myndi fé hans og ferðamöguleik- ar hafa minkað um alt að því helm- ing. þetta er samábyrgð þjóðfé- lagsins. Fyrir nokkur hundruð braskara missir öll íslenska þjóð- in frá fjórðungi upp í helming á skiftum sínum út á við, bæði neyt- endur og landssjóður. Gengið er endurskin af skuldaskiftunum út á við. Skuldug, óskilvís þjóð fær lággengi. þar borga skilamenn þjóðanna blóðpeningana fyrir þáer hruninu valda, stundum fáa menn. Hér var sökin á fremur fáum mönnum, nokkrum hluta útgerðar- og kaupmannastéttarinnar. þetta skulda- og gengismál var margþætt. Margar miljónir töpuð- ust á síldarbraski 1919—1920. Margar miljónir á fiskbraski þá og síðan. Nokkrar miljónir hafa far- ið í tap á togurum, sem keyptir hér með er gert. Leyfi eg mér að biðja H. N. að afsaka þetta misminni mitt. Nóg er samt, sem á milli ber; meðal annars ofangreint hrós hans um nýju guðfræðina. Lesendurnir taka sjálf- sagt eftir því, að þessi ræðupartur lians staðfestir á hinn bóginn aðalat- riðið í umræddri „Bjarma“-grein, að mótstaðan gegn „kverunum" væri oft aðallega af trúarlegum ástæðum. S. Á. Gíslason. þetta kallar II. N. „lítilfjörlega yfirlýsingu“, og er ekki samkvæmt því neinum ráðlegt að biðja hann afsökunar; — „sökudólgurinn“ fær steininn fyrir það við næsta tækifæri úr kærleiksvösum pró- fessorsins; en mikið má vera, ef sú aðferð eykur álit hans hjá áhorf endum. Lesendumir mega dæma um það eins og þeim sýnist. II. Síðari kaflinn var um synodus- fréttirnar í Bjarma, — júlíblaðinu þ. á. Kaflinn í Bjarma, sem H. N. virðist hafa reiðst mest af, var um umræðurnar um bindindismál- ið, og var á þessa leið: „Við þær umræður gerði prófessor II. Níelsson svæsna, og að flestra dómi, alveg ástæðulausa árás á það, sem hann nefndi „blinda trú á biblíuna", fullyrti hann meðal annars með venju- legum óvísindalegum ákafa sínum, að réttast væri að þýða ekki suma kafla ritningarinnar, af þvi hvað þeir væru voru fyrir 2—3 árum. Margar miljónir af skuldunum stafa af innflutningi á óhófsvöru og glingri síðan kreppan byrjaði. Ekki svo lítið af ástandinu stafar af því að stjórnendur Islandsbanka í Rvík voru ekki vaxnir starfi sínu, hvorki í velgengni stríðsáranna, né byrj- un kreppunnar. Sönnun þess ligg- ur í skuldatapi höfuðbankans, þar sem útibúið á Akureyri, sem hafði nákvæmlega sömu viðskifti, verð- ur fyrir sárlitlu tapi, aðeins af því að því var stjórnað með greind og gætni. Að lokum koma svo stjórn- arsyndir J. M. og M. G. þrettán miljónir teknar að láni innan lands og utan á nokkrum mánuðum. þá voru haldnir -dýrir sendimenn er- lendis, aðeins af fordild, krossar smíðaðir og mörg hundruð þús- undum eytt í veisluhöld, sem eng- an veginn skemtu þeim, sem átti að gleðja. Og hver hlaut svo að verða af- leiðingin af skuldum þeim, sem samkepnismennirnir höfðu stofn- að til? Vegna þeirra er landssjóð- ur á heljarþröm. Tekjur landsins ganga nú aðallega í tvent. I vexti og afborganir af skuldum, og í starfsmannalaun. þegar E. Claes- sen kom heim með sitt litla lán handa Islandsbanka í vetur, lækk- pði íslenska krónan. Um leið hækk- uðu vörur um ca. 10%. Hver lækk- un á krónunni skaðar landssjóð á tvennan hátt. Neysluvörur hækka í verði, og að sama skapi vex dýr- tíðaruppbót starfsmannanna. Og peningar landssjóðs greiðast í föllnum peningum, sem notast illa, í vexti og afborganir til þjóða með hærra gengi. Framleiðendur sem flytja út jafnmikið eða meira en þeir flytja inn, skaðast ekki í atvinnurekstri sínum, fljótt á að líta, við lág- gengið. En þeir skaðast á tvenn- pn hátt sem borgarar. Fyrst af því að landssjóður verður fátækur og sameiginleg vei’k vanrækt. I öðru lagi af því, að til þeirra ná fyr eða síðar afleiðingar af vaxandi ör- birgð neytendanna. En langtilfinn- anlegust verður afleiðing gengis- hninsins í bæjunum. Verðfall gjaldeyrisins skapar þar fyrst ör- birgð, síðan hungursneyð, og að lokum úrkynjun og landauðn. Fjármálaástandið hér á landi sýnist verða verra og verra með hverjum mánuði. Landssjóður verður að takmarka sem allra mest verklegar framkvæmdir. Og ef gengishrunið heldur áfram, er ekki langt til gjaldþrots á hinu full- valda þjóðarbúi. I flestum kaup- túnum er atvinnureksturinn á sj úk ljótir, og að Jesús hefði aldrei breytt vatni í vín, sú frósaga í Jóhannesar- guðspjalli væri ,,auðvitað“(!!) tilbúin eftir heiðinni grískri goðsögn o. s. frv. Yfrleitt var ræða hans vel fallin til að vekja gremju allra biblíuvina og spilla fyrir góðum undirtektum undir bind- indis- og bannmólið, enda þó H. N. sé ókafur bannmaður sjálfur, en til ailr- ar hamingju voru engir ákveðnir and- banningar við, eða liafi nokkur þeirra verið viðstaddur, lét hann ekkert til sín taka, og auk þess svaraði sá sem þetta ritar, Ilaraldi prófessor „fáum orðum í fullri meiningu", og minti hann á, að liann væri þröngsýnni og ógœtnari en áköfustu jafnaðarmenn, sem ieituðu samvinnu við þó, sem þeir treystu í bannmólinu, en væru þó ekki jafnframt að „núa þeim um nasir" ólíkar trúarskoðanir". Lesendumir eru beðnir að bera þennan kafla saman við „aðalat- riði“ ræðunnar, sem H. N. birtir eftir sínu minni í Tímanum 21. júlí, og dæma svo um, hvaða ástæðu H. N. hefir til að segja, að eg segi hér „herfilega ósatt“ frá. Auðvitað er hér ekki talað með þeim fjálgleik og lotningu um pró- fessorinn, sem hann á að venjast hjá fylgismönnum sínum, og því reiðist hann. — En hann ætti að geta skilið, að biblíuvinir verði gramir við aðra eins ræðu og hann hélt þá. — það var alls engin ástæða til í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.