Tíminn - 04.08.1923, Qupperneq 1

Tíminn - 04.08.1923, Qupperneq 1
©jafbfeti og «fgc«i6slur’a&ur (Eimans er Sigurgeir ^rt&rifsfon, Samban&sþú&inu, Hefíjapíf- VII. ár. Rejkjavík 4. ágúst 1923 ^feteibsía íímans er i Sambanösfjúsinu. (Ðpin öaglega 9—\2 f. b- Simi 496- 26. blað Kjöttollsmálíð Norðmeim draga málið óheyrilega á langiim ffiears* NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og Ijúffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. ♦ 4.^ LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Saga kjöttollsmálsins. Ár er liðið síðan Norðmenn alt í einu hækkuðu innflutningstoll á ís- lensku saltkjöti. Hann var ekki eins hár þá fyrst og hann er nú. Nú er hann svo hár, að gera má ráð fyrir, að hann nemi fjórða paiti kjötverðsins, kr. 33,33 norsk- ar á tunnu. Tollurinn kemur alveg sérstak- lega hai't niður á íslenska kjötinu, því að hann er ekki verðtollur heldur á þunga. Verður því hlut- fallslega miklu hærri á hinu ódýra saltkjöti en á nýju kjöti sem aðr- ar þjóðir flytja til Noregs. Af fslands hálfu hafa verið gerð- ar ítrekaðar tilraunir til að fá toll- inn lækkaðan með samningum. Góð orð hafa jafnan verið látin í té af Norðmanna hálfu, en efndirnar hafa engar orðið. Mörg hundruð þúsund króna tjón biðu íslenskir bændur af toll- inum síðastliðið ár. Alla tíð síðan hefir verið reynt að kippa málinu í lag fyrir komandi haust. Atvinnumálaráðherra fór til Noregs í fyrrahaust. Honum var gefið í skyn að um nýárið mætti hefja umræður um málið. Formaður Búnaðarfélagsins fór til Noregs eftir nýárið og fékk sömuleiðis góð orð um væntaniega samninga. Fyrir þinginu í vetur lágu þau tíðindi að í júnímánuði mundi verða samið um málið. Nú berast síðustu fréttimar: að fyr en í október muni Norðmenn ekki taka málið fyrir og þvi muni ekki verða lokið fyr en einhvern- tíma á næsta ári. það er með öðr- um orðum fullljóst orðið að Norð- menn ætla sér að láta íslenska bændur borga í haust f jórða hluta kjötverðsins í toll í norska ríkis- sjóðinn. Hörkuleg framkoma. það eru til þau orð í íslensku máli sem vel eiga við um slíka framkomu sem þessa í viðskiftum einstakra manna í milli: að lofa öllu fögru, en láta svo efndimar verða minni. það mun heita kurteysi að láta slík orð ekki falla í viðskiftum þjóða í milli. Ekki hefir staðið á því af Is- lendinga hálfu, að bjóða Norð- mönnum eitthvað í staðinn fyrir ívilnun á kjöttollinum. Ekki stendur hitt heldur í vegi að Norðmenn þurfi að gera stór- breytingar á tollaskipun sinni til þess að laga þetta. Hefði vilji ver- ið til, voru til ofureinföld ráð. Verðtollur í stað tolls á þunga hefði mjög bætt. Sérstök tolla- ákvæði á saltkjöt voru sömuleiðis einfalt ráð. þá var komist hjá að svo liti út sem öðrum þjóðum væri gert lægra undir höfði. En þar sem viljann vantar era allar leiðir ófærar. það hefði verið miklu hreinni framkoma af Norðmönnum að segja þegar í stað þvert nei, held- ur en að draga málið fyrir okkur með fögrum loforðum. það var oft á orði haft í Noregi til forna að Mörlandinn væri tóm- látur og seinþreyttur til vandræða. Mun það enn eiga við um íslend- inga og íslenska bændur eigi síst, að þeir eru hversdagsgæfir. En það mega Norðmenn vita, að það skap býr í íslenskum bændum, að þeir'taka því ekki þegjandi, að mál þeirra er þannig dregið á lang- inn mánuðum saman. þeir þola það ekki mótmælalaust að íslenska stjórnin, fyrir þeirra hönd, standi með framréttar hendur og góð boð, mánuðum saman, en Norðmaður- inn fáist ekki einu sinni til að tala við hana. íslandsvinii’nir norsku og aðrir Norðmenn. Við vitum það fslendingar að við eigum mörgum ágætum vinum að mæta í Noregi. Alveg nýlega hafa okkur borist hlýjar kveðjur frá mörgum ung- mennafélögum norskum. Frá ágætismönnunum prófessor Paasche og Lars Eskeland skóla- stjóra hafa okkur borist velviljað- ar tillögur einmitt í sambandi við þetta mál. Við efumst ekki um að þeir séu miklu fleiri sem hugsa á líkan veg sem þessir menn. Og sannarlega er það vilji allra íslendinga að eiga sem allra bestri frændsemi að fagna í Noregi og láta hana og í té. En það virðist augljóst að það eru ekki þessir menn sem ráða framkomu Norðmanna í okkar garð. það virðist svo sem tveir séu flokkar í Noregi. íslandsvinirnir annarsvegar, aðrir Norðmenn hinsvegar og hinir síðarnefndu ráði algerlega og þeir vilji ekki einu sinni virða okkur viðtals. Við erum að vísu fáir og lítils megnugir íslendingarnir. En við erum ekki að biðja um neitt náð- arbrauð. Við erum ekki að tala um að Norðmenn vegna frændsemi felli niður kjöttollinn. Við bjóðum þeim upp á ívilnan- ir á móti í atvinnurekstri þeirra hér. Og við ltref jumst þess að við okkur sé talað og Iitið á boð okk- ar, en við séum ekki dregnir á svarinu mánuðum saman. Grænlandsmálin. það standa yfir deilur nú milli Norðmanna og Dana um hið fom- norræna land Grænland. Ýmislegt fleira hefir dregist inn í þá deilu. Færeyingar eru nú að heyja sína sjálfstæðisbaráttu. Afstaða Norð- manna til þess máls hefir blandast inn í deiluna. það heyrist nú mjög oft í norsk- um blöðum að Norðmenn hljóti að láta sér mjög ant um hag og gengi þessara fornu norsku landa. „Móð- urlandið“ norska muni ekki dauf- heyrast við þeim röddum sem til sín sé beint frá þessum kæru lönd- um. Við efumst ekki um það, íslend- ingar, að slíkur sé í raun og veru hugsunarháttur mjög margra Norðmanna. Okkur þykir vænt um að vera í þessari norsku fjöl- skyldu. En þegar við verðum fyrir þess- ari framkomu Norðmanna í kjöt- tollsmálinu, þá vitum við ekki hvaðan á okkur stendur veðrið. Við viljum miklu heldur trúa því að þessi fögru orð um hlýjar til- finningar móðurlandsins norska séu sönn. En eigi áfram að stefna sem nú stefnir í kjöttollsmálinu, verðum við að segja: það er fylsta ósam- ræmi milli orða Norðmanna í Grænlandsmálinu og sjálfstæðis- máli Færeyinga og athafna þeirra gagnvart íslendingum. Orðin eru góð að vísu, en það er miklu meira að marka athafnirnar. En við eigum mjög bágt með að trúa því að svo verði í raun og veru. Við viljum heldur trúa því að Norðmenn átti sig á málinu, fáist til að tala við okkur, og nema burtu kjöttollinn fyrir kauptíðina í haust. Við trúum því alls ekki að óreyndu að Norðmenn láti okkur beinlínis eða óbeinlínis gjalda deil- unnar sem nú stendur yfir við Dani, þó að við séum í konungs- sambandi við þá. Hvað blasir við? það liggur fylsta alvara á bak við þetta mál. Fari svo, að Norðmenn fáist ekki til að tala við okkur og vilji ekki sinna þeim boðum sem við bjóðum á móti, þá hljótum við að taka til okkar ráða og beita hörðu á móti, eftir því sem við höfum mátt til. Fjölmennasta framleiðendastétt in, bændurnir á íslandi, hljóta að krefjast þess, að þegar aðalfram- leiðsluvara þeirra verður fyrir slíkum tollaálögum í því landi þar sem aðalmarkaðurinn er, þá reyni ríkið á einhvern hátt að rétta hlut þeirra á framleiðendum þess lands. það verður þá að grípa til ein- hverra ráða gegn atvinnurekstri Norðmanna hér við land. það verður þá að athuga að hve miklu leyti Norðmenn nota ísland að markaði fyrir sínar afurðir, til þess að láta þær bera toll í svipuð- um mæli sem kjötið íslenska er lát- ið bera hann í Noregi. Og vitanlega munu íslendingar þá síður kaupa vörur þess lands, sem býr bændunum íslenslcu harð- an kost. Fyr hafa íslendingar bundist samtökum sem erfitt hefir verið að rjúfa. Ætli Norðmenn að breyta við okkur eftir hinum foma máls- hætti: „frændur eru frændum verstir“, þá hlýtur afstaða okkar og að mótast af því. Forðum hrópuðu Norðmenn til þorieifs kimba og „sögðu hann mjög íslenskan fyrir tómlæti sitt“. En hitt reyndu þeir síðar er Gisl lllugason feldi hirðmann Magnúsar konungs berfætts undir handar- jaðri hans og Teitur Gissurarson biskups hjó fjöturinn af Gisl og tók hann úr haldi konungs, að „eigi voru þér nú tómlátir Islend- ingar“. ----0---- Alvarlegar horfur. Fjármálahorfur íslendinga eru nú mjög alvarlegar, svo að sjaldan hefir í tíð núlifandi manna verið jafn blikuþrungið. Hluthafar ís- landsbanka hafa látið stofnun sína spila svo ógætilega, að vanmáttur bankans hefir lamað alt viðskifta- lífið síðan 1920. Nokkrir kaup- sýslumen víðsvegar um land hafa sökt landinu í botnlausar viðskifta- skuldir erlendis. Ólagið á sölu sjáv- arafurðanna hefir keyrt fram úr hófi. Salan er að mestu leyti kom- in í hendur erlendra hringa. Tog- arafloti Rvíkur og fjöldi vélbáta víða um land liggja óhreyfðir við festar um hásumarið, en hundruð manna, sem fyr hafa unnið við þessi veiðitæki ganga atvinnulaus í landi. Bankarnir hafa tapað stórfé, mörgum miljónum, á nokkrum ein- stökum mönnum.einkum þeim,sem fengist hafa við útgerð eða verslað með síld og fisk. Krónan íslenska fer hríðfallandi og að sama skapi vex dýrtíðin í landinu. Ástand landsjóðs er í samræmi við hag einstaklinganna. Á árunum 1920— 1921 var alt uppetið sem til náð- ist, landssjóður þurausinn, stórlán tekin innanlands og utan, og öllu eytt. Partur af tekjum landsins festur sem trygging hjá erlendu auðfélagi. Verklegar framkvæmd- ir nálega stöðvaðar, og lítur svo út, sem fullerfitt verði fyrir þing og stjórn að verja landið gjaldþroti á næstu missirum. En bikarinn er hvergi nærri tæmdur enn til botns. Ef salan á sjávarafurðum gengur jafn hrap- arlega og verið hefir, verður al- ment atvinnuleysi í kauptúnum. Krónan heldur áfram að falla, all- ar neysluvörur halda áfram að hækka í verði.þá er komið hallæri og hungursneyð í kauptúnunum. Gerðahreppur í Gullbringusýslu er nú kominn á landið, og hallæri sýnist yfirvofandi víðar við sjóinn. Bændumir skulda mikið við vana, eftir síðustu 3 árin, en þó aðeins hverfandi dropa borið saman við skuldir bæjanna. En samt gleypa hinir háu vextir, sem stafa af tapi fslandsbanka, og útibús Jóns Auð- uns, drjúgan part af hinum litlu tekjum bændanna. Við hallæri í Rvík og nokkrum öðrum kauptún- um kemur fjöldi fólks þaðan á fæð- ingarhreppa sína í sveitunum. þá verða háir skattar, sem stafa af sukki J. M. og M. G., háir vextir' sem stafa af bralli „fallentaklík- unnar“, sílækkandi gengi á ís- lensku krónunni og loks óbærileg sveitarþyngsli, að einni sameinaðri byrði til að sliga bændastéttina, eftir að hallærið hefir farið með sigðina yfir kauptúnin. Og alt þetta gerist í góðæri hvað veðurfar áhrærir, sem varla á sinn líka. Undanfarin missiri hefir ver- ið mokfiski hér við land. Síldin veður uppi í torfum fyrir Norður- landi. Síðastliðinn vetur er einn hinn mildasti, sem komið hefir. Og grassprettan nú í sumar má heita dæmalaus. Erfiðleikar fslendinga nú sem stendur eru ekki að kenna landinu eða veðráttunni. Allir vita að þeir eru mönnum að kenna. Ilér skal ekki farið nánar út f það. Nóg hér að geta þess, að ef sömu menn, sem hafa leitt þjóðina út í þessar hörm- ungar, eiga að fara með stjómar- völd og fésýslu fyrir almenning, þá sýnist lítil lífsvon fyrir íslend- inga, nema eins og fótaskinn er- lendra þjóða. En bjargráðin eru líka kunn. þau eru ofur einföld: 1. Að fella nú við kosningar í haust þá þingmenn, sem eru valdir að fjárþröng landsins. 2. Að koma skipulagi á starfs- mannahald landsins, og fækka starfsmönnum, einkum í Rvík. 3. Að gera hluthafa íslands- banka ómynduga um stjórn bankans, og láta hlutina (41/2 miljón) mæta tapi sem orðið var 1920, það sem þáverandi varasjóður ekki nær til, svo að ekki þurfi að vinna upp það tap með óhæf ilega háum vöxt- um, sem lenda á allri þjóðinni. 4. Að koma skipulagi á sölu sjávarafurða, svo að innlend samkepni skaði ekki landið um margar miljónir á ári, og hrapi í verði. J. J. -----0---- Sameinuðu verslanirnar. í til- kynningu frá danska sendiherran- um er þess getið, að Sameinuðu ís- lensku verslanirnar hafi haldið að- alfund sinn nýlega, og hafi reikn- ingurinn fyrir árið sem leið sýnt 441274 kr. reksturshalla í íslensk- um krónum. Kunnugir segja að hallinn hafi verið enn meiri und- anfarin tvö ár. Óneitanlega minn- ii þessi útkoma á aðra fjármála- mensku, á þjóðarbúinu íslenska sjálfu fyrir fáum árum, sem er al- kunn. Ástandið á þýskalandi. Sterling- pundið kostar nú 5 miljónir þýskra marka, dollarinn 1 miljón 110 þús. mörk og dönsk króna 196 þúsund mörk. Fyrir stríðið jafngilti mark- ið 90 aurum. Ríkisbankinn þýski hefir hækkað útlánsvextina úr 18 upp í 30%. Fyrir okkur íslendinga er þetta alvarleg áminning um það, hvemig fer, þegar gengið hríðfellur. Kaupdeilan. Atvinnumálaráð- herra á nú nálega daglega fundi með fulltrúum útgerðarmanna og sjómanna, til þess að reyna að binda enda á kaupdeiluna. Benedikt Árnason Elfai- söng- maður er nýkominn frá útlöndum og hélt söngskemtun um miðja vikuna í Nýja-Bíó. Taugaveiki er farin að ganga í bænum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.