Tíminn - 25.08.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1923, Blaðsíða 1
(SfaíMcti og afgrei6slur"a6uv íEimans er Stgurgeir ^ri6rifsfon/ Sambanösíjúsinu, HcYfjauíf. íímans er i Sambanösþústnu. ®pin baíjlega 9—\2 f. þ. Stmi ^96. YII. ár. Reykjavík 25. ágúst 1923 29. blað Stýflur í Djúpós og Valalæk. Einn hinn fegursti, stærsti og grasgefnasti engjablettur á land- inu hefir Safamýri verið talin. Sæ- mundur Eyólfsson telur hana 4233 dagsláttur á stærð, og sagt er að í sumum árum hafi heyast í henni um 40 þús. hestar eða um 1000 kúa fóður. Á síðari árum hefir Safamýri legið undir eyðileggingu af vatna- gangi, sem orsakast af því, að kvísl úr þverá hefir lagst í Djúpós, en um hann renna hin svonefndu þykkvabæjarvötn, sem síðan dreifa sér yfir engjar þykkvbæinga og Safamýri. í fyrra var svo komið, að öll mýrin var flóandi í vatni um há heyskapartímann, mátti þá víða róa á báti innan um blikandi star- argróðurinn, sem þá var mjög þroskamikill, en engin tök voru á að ná honum vegna vatns. Orsakirnar til þess að pykkva- bæjarvatn hefir vaxið svo mikið á síðari árum eru þær, að uppruna- lega féll þverá gegnum Hólsá beint til sjávar. Fyrir hérumbil hálfri öld síðan stýflaðist Hólsárósinn. Vatnið úr pverá myndaði þá eins- konar lón (hinar svonefndu gljár) roeðfram sandkambinum við sjó- inn. þarna myndast stór, lygn stöðuvötn. Sumt af vatninu rann þá vestur í pjórsá, annað austur með söndum langar leiðir og féll þar til sjávar. Afleiðingin af því að Hofsós teptist, var sú, að á eyrunum fyrir ofan ósinn skildu vötnin smátt og smátt eftir sand og leir, sem þau flytja feiknin öll af, fyrir ofan sandkambinn, mynd- uðust þá leirur, sem lágu 4—5 metra yfir sjávarmál. Við þetta færðist leira smátt og smátt upp eftir Hólsá og upp í þverá. Sand- ur og leðja settist í árfarvegina og þeir hækkuðu sí og æ. Loks varð botninn í árfarvegunum svo hár, að vatnið fór að flóa út af þar sem bakkarnir voru lægri og vatnið óx í smákvíslunum, sem áður ninnu úr vötnum þessum. í fyrra var svo komið, að farvegur Hólsár var nær þur orðinn, en allur sá vatnaagi, sem myndast af pverá og Rang- ánum eftir að þær eru komnar í hana, leitaði sér farvegs gegn um Djúpós og niður um Landeyjar gegn um Fróðholtsós og Valalæk. Á öllum þessum stöðum ollu vötn- in mikilli eyðileggingu, fóru yfir engjar og breyttu þeim í sandauðn- ir eða vatnsagi var svo mikill, að eigi var fært að nota þær engjar tii slægna. 1 fyrra var svo komið, að mönnum þótti eigi lengur sætt. Menn sáu yfir eyðilegginguna og grasbreiðurnar, sem ekki var hægt að hagnýta sér. J>á var það, að nokkrir menn í Landeyjunum tóku •sig til og hlóðu fyrir Fróðholtsós. Fyrir það starf fengu þeir þá þeg- ai nokkur þúsund hesta slægjur. Að stýfla þessa ósa var miklum erfiðleikum bundið, ekkert nema laus sandur að byggja á. Margir h.afa því talið það óráð eitt að ætla sér að stýfla þá. Hvað um það. Stýflan í Fróðholtsós hepnaðist. það gaf bændunum, sem hlut áttu 1 að máli, kjark til þess að láta einn- ig stýfla hina ósana, og í vor hefir verkið verið framkvæmt undir ltiðsögu vegamálastjóra. Var byrj- að stýfla Valalæk,síðan Djúpós, cg verkinu lokið í sláttarbyrjun. Stýflan í Djúpós er hið mesta mannvirki, hún er um 340 m. löng, en 15 m. breið. Vatnsdýpi var á parti um 6 m. Stýflan er aðallega gerð úr mýrarhnausum. Um 4000 dagsverk er talið að gengið hafi til að gera stýflu þessa. Bændurnir úr nágrenninu unnu aðallega að verk- inu. Kaupið var 65 aurar á klukku- stund. Samkvæmt lögum frá 1917 um fyrirhleðslu þverár og Markar- fljóts á ríkissjóður að greiða 3/4 af kostnaðinum við þessi verk. Hve mikill kostnaðurinn verður allur, er mér eigi kunnugt. þegar búið var að gera stýflurn- ar í Valalæk og Djúpós, var sand- kamburinn fram undan Hólsá graf- inn sundur, svo að vatn gæti feng- ið útrás þar, til þess gengu um 30 eða 40 dagsverk, og vatnið fór að renna eftir rásinni, sem það gróf fljótt. Nú er komið skarð í sand- kambinn, sem er 8 m. djúpt niður að vatni og um 200—300 m. breitt. Alt vatn úr þverá rennur nú þar til sjávar og hefir grafið farveg gegn- um sandinn, svo nú er þar sandur á báðum bökkum, þar sem alt var flóandi í vatni áður. — Verk þau, sem hér hafa verið unnin, eru til ómetanlegs hagnaðar fyrir bænd- ur þá, sem lönd eiga að vötnum þessum. Vart er hægt að hugsa sér meiri mun á engjum þeirra en nú og í fyrra. pá var alt fljótandi í vatni, svo að lítt mögulegt, eða ómögulegt, var að ná grasinu, þó gnægð væri af því. Nú er mikið af þessum sömu engjum þurt og grasið svo mikið, að það flekkjar sig á stórum spildum. Hér hefir verið unnið mikið og þarft verk,en því megabændurekki gleyma, að þetta er aðeins fyrsta sporið til þess að land það, sem þeir hafa yfir að ráða, geti bor- ið þeim þann arð, sem hægt er, ef rétt er á haldið. Ef eigi verður frek ar að gert, þá er arðurinn mestur í sumar, en óvíst um eftirtekjurn- ar á komandi árum. pað sem sér- staklega þarf að gera, er að tryggja stýflur þær, sem gerðar hafa verið, betur en er. Við Djúpós sytrar nokkuð undir stýfluna. pað getur orðið til þess að þar grafist undir, ef ekki er að gert í tíma. Sú stýfla virðist hafa verið sett of nærri árbökkum þverár, og þess vegna hvílir straumþungi á henni. Með því að stýflan hefði verið nokkru norðar í ósnum, myndi sandeyri hafa myndast að henni og trygt hana. í öðru lagi þarf að sjá fyrir að nægilegt vatn fáist á engjamar til þess að þær haldi áfram að spretta. Engjar þessar era vanar við mik- inn vatnsaga og vatnið hefir þar búið til hinar frjósömustu engjar sem til eru á landinu. Ef engjarn- ar fá að njóta hinna sömu skil- yrða og áður, má búast við góðri grassprettu framvegis, en missi þær vatnið, mun grassprettan þverra. Til þess að fá nægilegt vatn á engjarnar, þarf að búa til flóðgáttir gegnum bakkana, þar sem hægt er að hafa vald á vatns- magni því, sem rennur út á engj- arnar og taka það af þá þörf ger- ist. Sumt af engjum þeim, sem vötnin fara yfir, þorna eigi nægi- lega þótt stýflurnar séu komnar; þar þarf framræslu. Sandar miklir hafa myndast í hinum gömlu árfarvegum. pá þarf að græða upp. Til þess að koma öllu þessu í framkvæmd á sem haganlegastan hátt, þurfa hlutað- eigendur að mynda áveitufélag, sem sér um framkvæmdimar, sem -<*- $eor? NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og Ijuffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. ♦ ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Landsins stærsta úrval af allskonar húsgögnum, vönduðum, sterk- um og smekklegum, svo sem: Borðstofuhúsgögn, borðstofustólar margar tegundir, borðstofuborð úr eik, stoppuð betristofu sett, maghoniborð margar tegundir, herra- sett, saumaborð, súlur, lænestólar, ruggustólar, pianobekkir, orgelstólar, skrifborðsstólai’, og ennfremur okkar viðurkendu divana, bæði með plussi og sængurdúk, divanteppi fleiri teg. og gólfteppi 0g margt fleira. Eigin vinnustofa. Sanngjarnt verð. Vörur sendar hvert á land sem er gegn eftirkröfu. öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Símnefni: Húsgagnaverslun. Laugaveg 3. nauðsynlegastar eru, svo land þetta gefi sem mestan arð. Reykjavík 25. ágúst 1923. S. Sigurðsson búnaðarmálastjóri. ---0--- Ræða Indíánans. (Árið 1805 var trúboði nokkur, mr. Cram að nafni, sendur til „lands hinna sex þjóða“ í þeim er- indum að koma fótum undir trú- fcoð meðal Seneca-Indíána. Höfð- ingjar Indíána komu á fund með honum og’ hlýddu á ræðu hans. Síð- an héldu þeir ráðstefnu með sér og að henni lokinni reis einn þeirra upp, Sagoyewapha að nafni, rúm- lega fimtugur að aldri, og flutti þá ræðu, er hér fer á eftir. Ræða mr. C'rams er gleymd, en ræða Sogoye- waplia hefii’ geymst og komist á bekk með sígildum bókmentum, enda er hún átakanlegur þáttur úr hmdnámssögu Norður-Ameríku, sem er ein svartasta opnan í menn- ingarsögu hvítra manna, að dómi ágætustu Ameríkumanna.) Bróðir og vinur! pað var vilji hins mikla anda að fundum vorum skyldi bera saman í dag. Hann ræður öllum hlutum og hefir gefið oss gott veður til að ráða ráðum vorum. Hann hefir dregið skykkju sína frá sólunni og lætur hana lýsa yfir oss. Vér höf- um lokið upp augum voram og sjá- um skýrt. Eyru vor era opin og vér höfum hlýtt með gaumgæfni á það, sem þú hefir talað. Vér þökkum hinum mikla anda, og honum ein- um, þessar velgerðir. Bróðir! pú hefir kveikt bál þeirr ar ráðstefnu, er hér logar. Að þín- um tilmælum höfum vér komið saman á þessari stundu. Vér höf- um hlýtt með athygli á orð þín. pú mæltist til að vér segðum allan hug vom. pað er oss mikið gleði- efni, og nú munum vér mæla undir- hyggjulaust það sem oss býr í huga. Vér höfum allir heyrt mál þitt og tölum nú til þín einum munni. Vér erum á eitt mál sáttir. Bróðir! pú kvaðst þurfa svar áður en þú hyrfir héðan aftur. pað er og sanngjamt, að þú fáir svar, þar sem þú átt langt heim og vér viljum ekki dvelja för þína, pó ttiunum vér fyrst renna huganum aftur til fyrri alda og greina þér frá því, sem feður vorir hafa sagt oss og því, er oss er kunnugt um hvíta menn. Bróðir! Hlustaðu á mál vort. pað var sú tíð, að forfeður vorir áttu alla þessa miklu eyju. Landrými þeirra náði frá sólaruppkomu til sólseturs. Hinn mikli andi skapaði það handa Indíánum. Hann skap- aði og naut og hirti þeim til mat- ar. Hann gerði bjórinn og bifurinn. IJr skinnum þeima gerðum vér oss klæði. Hann dreifði þeim um land- ið og kendi oss að veiða þau. Hann lét jörðina spretta af sér korn til brauðgerðar. Hann elskaði hin rauðu börn sín og því gerði hann alt þetta fyrir þau. pegar deilur risu út af veiðilöndum, var þeim venjulega ráðið til lykta án þess að kæmi til blóðsúthellinga. En vondir tímar riðu yfir. Forfeður yðar komu yfir hafið mikla og lentu á þessari eyju. peir voru fá- hðaðir. Hér hittu þeir fyrir vini en ekki óvini. peir tjáðu oss að þeir hefðu flúið heimkynni sín af ótta við vonda menn og leitað hingað til að halda trú sína. peir báðu um lít- inn landskika. Vér vorkendum þeim, veittum þeim bón þeirra og þeir settust að hjá oss. Vér gáfum þeim korn og kjöt; þeir gáfu oss eitur (whisky) í staðinn. Bróðir! Nú höfðu hvítir menn fundið land vort. Fréttin barst til heimkynna þeirra og þá komu fleiri til vor. Samt stóð oss enginn beygur af þeim. Vér töldum þá vinveitta oss. peir kölluðu oss bræður. Vér trúðum þeim og létum af hendi við þá meiri lönd. Að lok- um voru þeir orðnir fjölmargir. peir kölluðu til meiri landa; þeir gerðu að lokum tilkall til alls lands- ins. pá lukust upp augu vor og vér urðum óttaslegnir. ófriður hófst. Indíánar voru leigðir til að berjast gegn Indíánum. Mörgum þjóðum vorum var alveg útrýmt. peir fluttu og sterka drykki til vor. Drykkurinn var magnaður og hefir orðið þúsundum að bana. Bróðir! Eitt sinn vora lönd vor mikil, en yðar lítil. Nú eruð þér orðnir mikil þjóð, en oss er vart heimill blettur til að hvíla á. pér hafið tekið land vort, en eruð þó ekki ánægðir; nú viljið þér þröngva oss til að taka yðar trú. Bróðir! Hlustaðu á oss. pú segist vexa sendur til að kenna oss að dýrka hinn mikla anda með þeim hætti er honum fellur, og að oss muni illa farnast eftir dauðann, ef vér tökum ekki trú hvítra manna. pú kveðst hafa á réttu að standa en telur oss glataða. Hvernig getum vér vitað að þú farir með rétt mál ? Oss skilst að trú yðar standi skrif- uð í bók. Ef bókin er ætluð oss ekki síður en yður, hví hefir þá hinn mikli andi ekki veitt oss, og ekki oss einum, heldur einnig fox’eldrum vorum, þekking á þessari bók og kunnáttu til að skilja hana rétti- lega? Vér vitum það eitt er þú seg- ir oss um bókina. Hvernig eigum vér að vita hvenær vér eigum að trúa hvítum mönnum, þar sem þeip þi’áfaldlega hafa svikið oss ? Bróðir! Pú segir að hinum mikla anda megi aðeins þjóna með ein- um hætti. Hví ber yður hvítum mönnum svo mikið á milli um trú- mál ef aðeins ein trúarbrögð era sönn ? Hví eru ekki allir á eitt mál sáttir, sem bókina geta lesið ? Bróðir! Vér skiljum ekki þessa hluti. Oss er tjáð að trú yðar hafi verið gefin forfeðrum yðar og gengið síðan mann frá manni. Vér höfum einnig trú, sem gefin var forfeðrum voram og gengið hefir að erfðum til vor, bama þeirra. Dýrkun vor er með þeim hætti. Oss er kent að þakka allar gjafir, sem vér þiggjum, elska hver ann- an og halda saman. Vér deilum ald- rei um trúmál. Bróðir! Hinn mikli andi hefir skapað alla menn, en hann hefir gert mikinn mun á hvítum og rauð- um bömum sínum. Hann hefir gef- ið þeim ólíkt útlit og ólíka siði. Yður hefir hann kent ýmsar listir, sem oss eru ókunnar. Oss er kunn- ugt að þetta er svo. Getum vér þá ekki, þar sem hann hefir gert svo mikinn mun barna sinna í öðrarn hlutum, dregið af því þá ályktun að hann hafi og gefið þeim ólík trúarbi'ögð samkvæm skilningi hverra um sig. Hinn mikli andi er réttlátur. Hann veit hvað börnum hans er fyrir bestu. Vér erum ánægðir með vort hlutskifti. Bróðir! Vér leitumst ekki við að svifta yður trú yðar. Vér óskum þess eins að fá að halda vorri. Bróðir! pú kveðst ekki kominn til að ræna oss landi né lausu fé, heldur til að upplýsa anda vorn. pú skalt ekki ganga þess dulinn að eg hefi komið á samkomur yðai’. par sá eg yður safna fé. Mér er ókunn- ugt um til hvers féð var ætlað, en get þess þó til að það hafi gengið til prestsins og vera má að þér mynduð leita eftir fé vora, ef vér snúumst til yðar hugsunai’háttar. Bróðir! Oss er tjáð að þú hafir prédikað yfir hvítum mönnum hér um slóðir. Peir eru nágrannar vor- ir. Vér höfum nokkur afskifti af þeim. Nú munum vér slá þessum málum á frest og sjá til hvaða áhrif ræður þínar hafa á þá. Ef Frh. k 4. aíöu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.